Mannauðsstjórnun: Liðnir viðburðir

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Inclusion in the workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)

Click here to join the meeting

Companies in today's diverse society are grappling with how to adjust employee behavior and be more inclusive in the workplace. Achola, a Solopreneur and consultant, will share her insights on this topic at the upcoming event titled "Inclusion in the Workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)."

Speaker: Achola Otieno (She/Her), Solopreneur and consultant

Achola is a D.E.I. strategist and policy analyst with over ten years of experience in human rights. She is the founder of Inclusive Iceland, a boutique consulting practice that specializes in strategic planning and structural development while utilizing proven design frameworks to promote equity. Achola's expertise lies in designing projects for underrepresented groups, which has played a vital role in her advocacy for equity and inclusion. Her work has gained recognition both in Iceland and internationally, as she has collaborated with the Icelandic local government and the U.N.H.C.R. Achola's approach to D.E.I. is holistic and intersectional, combining practice, process, and policies to equip staff with the necessary tools to build equity in their respective organizations. She is also passionate about data and connecting systems with the social and political environmental climate. Having lived on three continents and traveled to over 90 countries, she has vast experience working with diverse cultures and systems. Achola aims to weave historical connections and current contexts to better understand inequities and create effective solutions for promoting equity and inclusion.

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

Fjarvinna milli landa - möguleikar og hindranir

Click here to join the meeting

Vinnumarkaðurinn hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum og hafa sprottið upp lausnir til að leysa vandamál sem fylgja aukinnar fjarvinnu fólks, þá sérstaklega þegar kemur að fjarvinnu erlendis.

Sérfræðingar eru af skornum skammti á Íslandi og leita fyrirtæki nú í sífellt meira mæli út fyrir landsteinana til að finna sérfræðinga t.d. forritara, sölufólk og gagnafræðinga. Þegar kemur að uppsetningu á þessum starfsmönnum skapast oft mikill hausverkur varðandi hvaða leið sé best að fara til að greiða þeim laun.

Á viðburðinum mun Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, fara í gegnum áskoranir og tækifæri sem felast í fjarvinnu á milli landa, EoR leiðina, og framtíð vinnumarkaðarins. Það hefur orðið gríðarleg aukning í fjarvinnu eftir Covid faraldurinn og eru fyrirtæki, stofnanir og sérfræðingar að finna bestu leiðirnar til að leysa vandamálin sem hafa skapast í kringum fjarvinnu.

Fyrirlesari er Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, sem býður upp á EoR (Employer of Record) þjónustu í yfir 150 löndum. EoR þjónusta er einföld og þægileg leið til að gera starfsmönnum kleift að vera launþegar í sínu búsetulandi óháð staðsetningu vinnuveitanda.

Vettvangur vaxtar og árangurs með FranklinCovey: Impact Platform

Click here to join the meeting
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík stofa M-215 og einnig verður honum streymt á Teams fyrir landsbyggðina.

Click here to join the meeting

„Í samtölum mínum við áhrifamikla leiðtoga um allan heim heyri ég oft svarið við spurningu minni, hver er tilgangur verka þinna?“ Segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á norðurslóðum. „Svörin eru oft: Hér vil ég að fólk upplifi gleðina, skapi eitthvað stærra en það sjálft, á þessum vinnustað vil ég sjá fólk vaxa, eða svör eins og: ég vil kenna fólki að vinna og sjá dyggðina í verkum sínum“. Á þessu stefnumóti stjórnenda mun Guðrún Högnadóttir leiða samtal við félagsmenn Stjórnvísi um með hvaða hætti þau geta hvatt sitt fólk til góðra verka og vaxtar og kynnt til leiks magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks.

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan?

Click here to join the meeting


Nýlega kom út íslensk þýðing á bókinni The Effective Executive eftir Peter Drucker. Bókin heitir á íslensku Árangursríki stjórnandinn og fjallar um hvernig stjórnendur taka við stjórnvölinn í eigin lífi og ná árangri í starfi. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur reynst stjórnendum um heim allan sem ómetanlegur leiðarvísir í starfi.


Í kynningunni mun Kári Finnsson, þýðandi bókarinnar, fara yfir þau fimm grundvallaratriði sem Drucker dregur fram í bókinni og reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

• Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
• Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
• Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
• Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
• Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.  

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Nánari upplýsingar um Árangursríka stjórnandann og Peter F. Drucker er að finna á arangursrikur.is


Kynning á fyrirlesara:

Kári Finnsson
Þýðandi Árangursríka stjórnandans er Kári Finnsson, hagfræðingur og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Kári hefur margra ára reynslu af skrifum, kennslu og fyrirlestrahaldi.


Fundarstjóri er Harpa Hallsdóttir, faghópur um mannauðsstjórnun.

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

Hrósið - skiptir það öllu máli?

Fjarfundur á Teams. Vinsamlegast farið inn á fundinn hér .

Hvernig á að hrósa og taka hrósi í vinnunni? Hversu mikilvægt er hrósið?

Rannsóknir benda til að þeir sem upplifa að þeir fái það hrós sem þeir þurfa í sínu starfi sýni meiri helgun í starfi, séu ólíklegri til að leita sér að öðru starfi og tengist almennt vinnustaðnum mun betur.

Hefur þú fengið hrós á síðustu 7 dögum? Hrós er ódýrasta leið til að auka framleiðni og minka kostnað, en af hverju er eitthvað svona einfalt samt svona erfitt? 
Auðunn Gunnar Eiríksson, vottaður styrkleika þjálfari hjá Gallup, BA í sálfræði fjallar um hrós á vinnustöðum. Auðunn Gunnar hefur undan farin 18 ár unnið í mannauðsmálum sem sérfræðingur, ráðgjafi og mannauðsstjóri og er í dag stjórnenda og vinnustaðarrágjafi hjá Gallup.

Það er ekki sama hvernig þú hrósar. Hrós er ekki sama og hrós en hrósið virkar á alla!
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN fræðir okkur nánar um hrós og mikilvægi þess. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. 

Fundarstjóri er Valgeir Ólason, þjónustustjóri og stjórnandi hjá ISAVIA ohf. Valgeir situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi. 


Fundurinn verður á Teams.

 

 

 

 

 

Sjálfsvitund stjórnenda

Click here to join the meeting

Sóley Ragnarsdóttir kemur og kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um Sjálfsvitund stjórnenda. Umfjöllun um sjálfsvitund stjórnenda er fremur ný af nálinni í stjórnendafræðum en lengi hefur verið fjallað um mikilvægi tilfinningagreindar stjórnenda. 

Í ritgerðinni er rakið hvers vegna sjálfsvitund stjórnenda er sérlega mikilvæg fyrir vinnustaði sem og stjórnendurna sjálfa. Farið er yfir hversu mikil áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn sína, bæði verkefnalega séð sem og tilfinningalega og það kemur fram að í raun hafa stjórnendur miklu meiri áhrif á starfsfólk en oft hefur verið talið. Þess vegna skiptir framkoma og hugarheimur stjórnenda svo gríðarlegu miklu máli, þ.e. sjálfsvitund þeirra. Það sem ritgerðin snýst um í grunninn er að því meiri sjálfsvitund sem stjórnandi hefur því meiri ánægja er hjá starfsmönnum hans sem leiðir til betri frammistöðu þeirra. Þetta samþættast svo í betri árangri fyrir vinnustaðinn. Það er því til alls að vinna að gera stjórnendur meðvitaða um betri sjálfsvitund.

Í ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal stjórnenda á Íslandi en þar kemur meðal annars fram að flestir stjórnendur telja sig hafa góða sjálfsvitund . Hins vegar er fjallað um það í umræðukafla hvers vegna ástæða er til að draga það sjálfsmat að einhverju leyti í efa. Bent er á umfangsmikla rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem fram kom að 95% fólks telja sig hafa góða sjálfsvitund en að raunin sé sú að einungis 12-15% hafi raunverulega góða sjálfsvitund. Það er því raunverulega ástæða til að efla frekar þekkingu á sjálfsvitund.

Um fyrirlesara: 

Sóley er lögfræðingur í grunninn og fór svo í mastersnám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist sl. vor með MSc gráðu. Í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og stjórnendafræði sem leiddu til skrifa um sjálfsvitund stjórnenda.  

Sóley starfar nú sem deildarstjóri á skrifstofu forstjóra hjá Lyfjastofnun. 

Stjórnunarstraumar

Click here to join the meeting

Áherslur í mannauðsmálum 2024

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári. Eigendur Dale Carnegie á Íslandi munu kynna þessar áherslur og setja þær í samhengi við aðgerðir sem hægt er að grípa til.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttir og Jón Jósafat Björnsson. Unnur er með yfir 20 ára reynslu sem þjálfari og ráðgjafi og hefur komið að greiningarvinnu og þjálfun stjórnenda og starfsfólks margra stærstu fyrirtækja landsins. Jósafat hefur 25 ára reynslu sem stjórnandi og er framkvæmdastjóri Dale Carnegie og viðskiptaráðgjafi. 

Fyrirlesturinn verður á netinu og hlekkur verður sendur út á skráða þátttakendur þegar nær dregur. 

 

Að skilja heilann og mannlega hegðun í breytingum

Click here to join the meeting

Síðustu ár hefur orðið bylting í vitneskju um heilann sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið, vinnustaði og meðferðir. Þessi lærdómur getur verið sérstaklega verðmætur í breytingastjórnun þar sem mannleg hegðun hefur gjarnan úrslitaatkvæði um árangur breytinga og þar spilar heilinn lykilhlutverk.

Því munum við fá erindi frá Dr. John B Arden, sem hefur gefið út 16 bækur um heilann, en hann mun gefa praktíska innsýn í heilann sem nýtist okkur sem persónur en jafnframt sem leiðtogar breytinga. Í beinu framhaldi mun Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, velta vöngum með John um hvernig hægt er að tengja efnið við helstu áskoranir við breytingar - og þannig leiðir til árangurs.

 John B. Arden hefur gefið út fjöldann allan af bókum um heilann og nýlega endurgaf hann út bókina Rewire your brain, sem útskýrir hvernig hægt er að breyta út af vananum, lifa á annan hátt og þannig lifa betur. Bókin var á sínum tíma ein af fyrstu bókum sem fjölluðu um aðlögunarhæfni heilans og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhliða aukinni vitneskju um heilann var óumflýjanlegt fyrir John að endurskoða efnið með útgáfu 2.0.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi hjá Viti Ráðgjöf, er stundarkennari í breytingastjórnun hjá Opna háskólanum og fráfarandi formaður faghóps um breytingastjórnun. Breytingar eiga hug hans allan og því ætti hann að hafa úr nægu að fjalla um.

 Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá verðmætan lærdóm frá einum fremsta sérfræði heims um heilann. Vonandi látið þið þetta ekki ykkur fram hjá fara.

Stjórnendaþjálfun

Click here to join the meeting

Ása Karín Hólm hjá Stratagem fer yfir áherslur stjórnendaþjálfunar og áskoranir stjórnenda. Hún fjallar um hvaða straumar í ytra umhverfi hafa áhrif á stjórnun og hvað þýða þeir straumar fyrir skipulag mannauðsmála og fyrir fyrirtækjamenningu og hvaða stjórntækjum er þá hægt að beita. 

Ása Karín er með margra ára reynslu í stjórnunarráðgjöf og hefur komið víða við í þjálfun stjórnenda og annarra áhugaverðra einstaklinga. Hún er viðurkenndur markþjálfi, gaflari og hálfur dani, er forvitin, hefur gaman af fólki og samskiptum. 

Click here to join the meeting

Diversity & Inclusion - cognitive diversity

 
You cannot fix the problem if you are not aware of what the issue truly is. This is the challenge many businesses face when working with Diversity, Equity and Inclusion (DEI) initiatives. Much of the DEI discussion is focused on creating a visible diversity with teams composed of different genders, various nationalities and a range of ages. Yet, these three factors have been shown to be the worst predictors of one’s personal culture. Join this workshop to learn about the kind of diversity that every company needs to work on if they want to build a thriving, sustainable and successful business.
 
The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

 

 

Kynhlutleysi í miðluðu efni: Hverju er þetta að skila?

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Faghópur í almannatengslum og samskiptastjórnun hjá Stjórnvísi stendur fyrir viðburði þar sem Ingimundur Jónasson, forstöðumaður eignaumsýslu hjá Sýn, kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um kynhlutleysi í upplýsingamiðlun en hann tók viðtöl við stjórnendur fyrirtækja sem hafa hafið vinnu við að kynhlutleysa miðlað efni. Ingimundur er að ljúka BA námi í miðlun og almannatengslum hjá Háskólanum á Bifröst. Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), mun einnig kynna þær breytingar sem OR hefur stuðlað að varðandi kynhlutlausa orðanorkun almennt út á við og í innri samskiptum hjá OR samstæðunni og hverju þær hafa skilað.

Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur sem vilja huga að kynhlutleysi í innri og ytri samskiptum fyrirtækja, vilja heyra um reynslu annarra stjórnenda, og jafnvel deila eigin reynslu með öðrum. Mikil umræða hefur skapast um kynhlutleysi í samfélaginu undanfarin misseri og ólíkar skoðanir komið fram, en hver er ávinningur þess að kynhlutleysa miðlað efni í fyrirtækjasamskiptum að mati stjórnenda?    

Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst, og Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Múlaþingi, leiða viðburðinn. 

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2023

 

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl klukkan 13:00 til 13:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

Vanhæfir stjórnendur og ofbeldishegðun á vinnustað

Fjarfundur  Click here to join the meeting 

Ekki samþykkja ofbeldishegðun á vinnustað.

Hér er á ferðinni erindi þar sem fjallað verður um vanhæfa stjórnendur og tilheyrandi ofbeldishegðun þeirra á vinnustað. 

Þegar stjórn­end­ur sýna af sér of­beld­is­hegðun á vinnustað, þá er eng­inn þar ósnert­ur. Og því hærra sett­ur sem ger­and­inn er, því meiri verða áhrif­in á allt starfs­fólk. Ofbeldi á vinnustað getur tekið á sig ýmsar myndir og skapað aðstæður sem eitra vinnustaðamenninguna og valda vanlíðan starfsfólks. 

Staðreynd­in er sú, að of­beld­is­hegðun eins hef­ur áhrif á alla hlutaðeig­andi, hvort svo sem það sé beint eða óbeint. Annað hvort þrífst aðili og blómstr­ar í of­beldisaðstæðum og tek­ur þátt (verður sjálf­ur ger­andi), eða bera fer á van­líðan (þolandi).

Það er ekki til hlut­leysi í of­beldisaðstæðum!

 

Fyrirlesari: Sunna Arn­ar­dótt­ir sér­fræðing­ur í mannauðsmá­l­um hjá Vinnu­hjálp

Fundarstjóri: Sigrún Sigurðard Fossdal, verkefnastjóri hjá Heilsuvernd

Jafnrétti og leitin að jafnvæginu

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti. 

  • Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
  • Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
  • Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
  • Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
  • Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar

Opinn kynningarfundur á veflausn Hugtakasafns ferðaþjónustunnar 
Um er að ræða samstarfsverkefni fjölda aðila innan sem utan KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins. Hugtakasafnið er spunnið út frá ferðaþjónustunni en nær jafnframt til þarfa sveitarfélaga, þjónustuaðila, verslunar og þjónustu, auk verndunar íslenskrar tungu. Vefurinn heldur utan um mörg hundruð hugtök og skilgreiningar þeirra. Hugtakasafnið vex og dafnar enn frekar með virku samstarfi og hvetjum við alla til að kynna sér afrakstur vinnunnar og framþróun.
 
Fram koma:
- Kristín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik
- Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í Land- og ferðamálafræði HÍ
- Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
- Sindri Másson og Stefán Orri Eyþórsson, umsjón hugbúnaðar
 
Fundarstjóri: Björgvin Filippusson, stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins
Kaffi og konfekt verður í boði. Öll velkomin!
 
Fundarstaður: 
Viðburðurinn verður haldinn fundarsalnum Fenjamýri á 1. hæð Grósku.
Gróska Hugmyndahús, Háskóli Íslands

Mannauðsmál, fræðsla og samstarfsverkefni mannauðs og markaðsdeildar.

Bláa Lónið býður í heimsókn í Urriðaholtstræti 2-4 og segir okkur frá fræðslustarfi sínu.

Heimsókn í Bláa Lónið - Vinningshafi Menntaverðlauna Atvinnulífsins 2023
 
- Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, öryggis og heilsu býður gesti velkomna.
 
- Fanney Þórisdóttir fræðslustjóri segir frá vegferð Bláa Lónsins í fræðslu gegnum umbrotatíma  
 
- Lóa Ingvarsdóttir forstöðumaður á mannauðssviði og Arndís Hákonardóttir forstöðumaður markaðsmála og PR segja okkur frá markmiðum og árangri samstarfsherferðar mannuðs og markaðsdeildar: Fólkið okkar.
 
Boðið verður uppá á léttar veitingar frá bakaríi Bláa Lónsins ásamt því að allir gestir fá húðvörugjöf úr húðvörulínu Bláa Lónsins.
 
Viðburðurinn fer fram á 3. hæð í nýju skrifstofuhúsnæði stoðsviða Bláa Lónsins í Urriðaholtsstræti 2-4.
 




 

MasterClass in Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

Zoom linkur
Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er hér fyrir neðan á ensku frá Dr. Tünde.

Athugið að námskeiðið sjálft verður á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Frekari upplýsingar hér á ensku:

Based on my credo, I’m delighted to deliver a MasterClass for you to explore a key theme that helps us serve better relationships, better results, and better interactions:

Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

What’s happening in our world?
83% of leaders drown in over-commitments, the issue being that:



- Priority issues erode attention,


- Double risk of shallow work vs. deep work


-Double risk of low contribution vs high contribution 
(Hack Future Lab, 2021)

Why is presence the right approach to solve these issues?


It’s because meaningful decisions are born in the space of presence. And leadership is a lot about making meaningful decisions and taking choices that help rather than harm. Those decisions and choices help leaders ask powerful questions, the way they do in coaching. 

Latest research shows that presence is about mastering somatic responsiveness in our interactions. And somatic responsiveness is not lodged in the mind. It’s lodged in the body, which is the cradle of our five senses. As such it’s the most reliable instrument that can tell how we’re doing and how we’re performing any given moment.

Priority issues, disengagement, lack of focus, shallow work and overwhelm are all about a lot of loss: losing out on being productive, losing money and time, missing out on having effective relationships, and losing out on your own capacity to have a fulfilled life at work and beyond.

Because we human beings tend to have a default setting about everything - money, love, relationships, work -, we are unaware of the scope of choices we have as we disown aspects of ourselves, among other things, our five senses. This disowning limits our potential.

In our MasterClass, we will explore, reflect and jointly make meaning of the somatic nature of presence as a growth and performance intervention. We will create space for



a) leaving our own default state of presence that feels most comfortable, 


b) reflecting the consequences of our presence-less-ness in our comfort zone.

You will take away deeper understanding around

  1. why presence is relevant in your leadership,
  2. what you can learn from coaching presence for better relationships, better results, and better interactions.


Tünde Erdös, PhD, MSc Executive Coach ICF MCC, EMCC Senior Practitioner 1st degree connection

www.tuendeerdoes.com
www.coachingdocu.com
www.integrative-presence.com

NOTE: if you are going to join this event we ask you to be a part of this group here:https://www.facebook.com/groups/5552106184826942

Zoom linkur

See less

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Viðeigandi aðlögun á vinnustað

Click here to join the meeting

Í erindinu verður fjallað um réttindi fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði og leiðir til þess að mæta fötluðum einstaklingum á vinnustað.

Markmið erindisins er að styðja við stjórnendur og veita ráðgjöf um viðeigandi aðlögun á vinnustað.

Sara Dögg starfar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp sem verkefnastjóri samæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Hún er grunnskólakennari að mennt og var m.a. skólastjóri hjá grunnskólum Hjallastefnunnar ásamt því að verkefnastýra grunnskólastarfi Hjallastefnunnar um tíma. Sara Dögg var skrifstofustjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu ásamt því að taka þátt í að leiða samstarf SVÞ og Verslunarskóla Íslands um aukin námstækifæri fyrir verslunarfólk og hönnun nýrrar stafrænnar viðskiptalínu innan skólans.

--------------------------------------------------

English

Reasonable accommodation

The goal with this session is to inspire top management on how to manage full and effective participation people with disabilities and inclusion at label market. As well to give advance on how we meet people with disabilities at the work place and explane what that means in practies.

Sara Dögg is an Project Manager – Coordination of Education and Employment for people with intellectual disabilities at National Associaton  of Intelectual Disabilities, Þorskahjálp.

Sara Dögg is educated as a teacher and worked at Hjallastefnan ehf. for many years as a headmaster of primary schools and as Projcet Manager. 

Before Sara Dögg started at Þroskahjálp she was an Office Manager at Samtök Verlsunar og Þjónustu as well as she was one of who led the team of SVÞ and Verzlunarskóli Íslands that implimented new Cours at Verzlunarskóli Íslands - Stafræn Viðskiptalína/Digital Buisness line.

Hvernig verðum við besti vinnustaðurinn sem við getum orðið? Reynslusaga Dohop af teymis- & markþjálfun

Fyrir ári síðan ákvað Dohop að gera tilraun með því að fá til sín teymis- og markþjálfa tvo daga í viku til þess að þjálfa öll teymi fyrirtækisins ásamt því að bjóða upp á markþjálfun fyrir starfsfólk.
  • Hver er kveikjan að því að hugbúnaðarfyrirtæki í örum vexti (og með nóg annað að hugsa um) fjárfestir í svona  tilraun?
  • Hvernig hefur gengið?
  • Er ROI á þessari fjárfestingu?
  • Hvaða lærdómur hefur verið dreginn á leiðinni?
Davíð Gunnarsson forstjóri Dohop og Kristrún Anna Konráðsdóttir teymis- og markþjálfi ræða um vegferðina, áskoranir og uppskeru. Tími verður fyrir spurningar og vangaveltur og eru þátttakendur hvattir til að spyrja og spegla. 
 
 

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021)

Click here to join the meeting

Arney Einarsdóttir dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst kynnir niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar.

Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

________________________

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021)

Arney Einarsdottir associate professor at the business department of the University of Bifröst will represent the results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades.

Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

 

Jafningjastjórnun

Click here to join the meeting 
Almennt, þegar rætt er um stjórnun jafningja, er oft vísað í þá stöðu þegar einhver er stjórnandi en á sama tíma nokkurs konar jafningi þeirra sem hann stýrir.

Þannig byrja margir stjórnendur þ.e. þeir koma úr hópnum og verða stjórnendur og bera alla þá ábyrgð sem felst í því.  Jafningjastjórnun sem nálgun í stjórnun hentar vel þeim sem vilja leggja áherslu á sameiginlega ákvarðanatöku, eignarhald á ákvörðunum, valddreifingu og það að allir séu í sama liði og nokkurskonar jafningjar.

Í þessum fyrirlestri mun Eyþór Eðvarðsson M.A í vinnusálfræði og stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun fara yfir fyrirbærið jafningjastjórnun í víðum skilningi og velta upp málum sem skipta máli við stjórnun.

Click here to join the meeting 

 Athugið viðburðurinn verður ekki tekinn upp

Inngildingarstefna er arðbær sé henni fylgt eftir

Click here to join the meeting

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir starfar hjá Controlant og hefur áður setið sem Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Guide to Iceland, Framkvæmdastjóri Beam EMEA hjá Expedia Group. Hjá Expedia leiddi Guðrún teymi sem bar ábyrgð á mótun BEAM (Black Expedia Allied Movement) stefnunnar ásamt innleiðingu og aðhaldi, en stefnan heyrir undir Inclusion & Diversity. Í erindinu mun Guðrún segja frá mikilvægi þess að vera með inngildingarstefnu og áhrif sem slík stefna hefur fyrir fyrirtæki og þeirra starfsmannamenningu sem og ytri áhrif. Einnig mun hún koma inn á þá Inclusion & Diversity vegferð sem Controlant er að fara í. Guðrún sem hefur starfað lengi erlendis, mun fara yfir meginmun á inngildingarstefnum á Íslandi vs Bandaríkin. 

Markmið erindisins er að hvetja stjórnendur til umhugsunar og fá hugmyndir um hvernig árangsrík inngildingarstefna getur ávaxtað fyrirtækið á mörgum sviðum.

------------------------------------------------------------------------------------------

English

Inclusion and Diversity can enhance organisation's growth, but only if it's followed through

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir works at Controlant, and has held positions as COO at Guide to Iceland and served as a President for BEAM in EMEA at Expedia Group. As president at Expedia, Guðrún led a team that was responsible for enhancing the structure and policy around BEAM (Black Expedia Allied Movement), implementing it and maintaining it, BEAM sits right under I&D. During this session, Guðrún will go over the importance of having an I&D policy and the positive impact it can have for the organisation, their culture and public appearance. In relation to that, Guðrún will briefly go over Controlant's journey in implementing I&D. Guðrún, who has worked abroad for many years, will also talk about the main difference with I&D policies in Iceland vs USA.

The goal with this session is to inspire top management on how to manage the impact of I&D policy and get ideas of how it can be successfully implemented so it can enhance the organisation's growth. 

Empower Now - Jafnrétti, fjölbreytni og tækni

Hlekkur á viðburð
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, CEO og meðstofnandi Empower.

Þórey kynnir áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður úr könnuninni Kynin og vinnustaðurinn 2022.  Þar er lögð áhersla á að skoða upplifun mismunandi hópa á fyrirtækjamenningu út frá kyni, aldri og kynhneigð.  Verkefnið er samstarfsverkefni Empower, Maskínu, SA, Viðskiptaráðs og HÍ.

Einnig fer hún yfir það hvernig nýsköpunarfyrirtækið Empower er á einstakalega spennandi vegferð eftir að hafa tryggt 300m kr. fjármögnun í vor.  Empower er að færa sína aðferðafræði varðandi jafnrétti og fjölbreytni(DEI) á vinnustöðum alfarið inn í SaaS hugbúnað sem fer á alþjóðlegan markað árið 2023.  Þar sem um er að ræða heildræna nálgun, með mælaborði, örfræðslu ofl. 

Hlekkur á viðburð

 

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi. 

Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM kemur segir frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika verður jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Umræður að loknum erindum.

Hvetjum alla til að mæta á staðinn, fræðast og taka þátt í umræðum.

Léttar veitingar í boði Coca-Cola á Íslandi.

Fundarstaður: Coca-Cola á Íslandi, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

Fundartími: 9-10:15.

Sæti eru fyrir 40 manns. 

Opus Futura

Á fundinum munu Helga Jóhanna og Herdís Pála, báðar mjög reyndir mannauðsstjórar, framkvæmdastjórar, stjórnarkonur o.fl., nú eigendur Opus Futura mæta og segja okkur frá Opus Futura lausninni.
 
Hvað var það sem ýtti við þeim að hætta í störfum og fara í eigin rekstur við þróun tæknilausnar, undir nafninu Opus Futura?
Hvaða tækifæri eru þær að sjá í breyttri nálgun við ráðningar eða pörun vinnustaða og einstaklinga?
 
Einnig munu þær koma inn á hvernig Opus Futura mun hjálpa til við að auka fjölbreytileika á vinnustöðum, minnka "bias", efla ímynd vinnustaða, koma með nýja nálgun við mælingar á árangur og margt fleira.

Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík og fundargestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá mætingu.

Tilfinningar og tilfinningalegt öryggi á vinnustað

Hrannar mun fara yfir sína reynslu af því að skapa tilfinningalegt öryggi á vinnustað og mikilvægi þess að eiga heiðarleg og heilbrigð samskipti um tilfinningar innan fyrirtækis og verkefna.

Vinsamlega athugið að þessi fundur verður eingöngu í fundarsal Starfsmenntar, Skipholti 50b (www.smennt.is) og að salurinn tekur aðeins 24 manns í sæti. Áhugasamir eru því beðnir að skrá sig sem allra fyrst!

 

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson
Verkefnastjóri – Marel
Hópstjóri – Sorgarmiðstöð
MBA 2023

Focus on inclusion first and diversity will follow

 Click here to join the meeting

Geko is a hiring and people strategy agency founded in 2020. We focus on talent working
within the technology and innovation sector and supporting our not only to attract great
talent, but also how to retain them. At Geko, equality, diversity and inclusion is at the core of
our values. We have an International team based here in Iceland, and our combined
professional and life experiences help us support our clients to create great environments
that people want to work in.
In this interactive workshop we will focus on the business case of having a diverse workforce
and why it is important to create an inclusive work environment to achieve that goal.
Our goal is to gain interest among leaders within organisations on this topic so that they can
start implementing the steps needed in creating a more inclusive workplace.
We hope you will join us for an interactive and informative workshop that addresses an
important issue.

Speakers:

Kathryn Gunnarsson - Owner and CEO

Hulda Sif Þorsteinsdóttir - Owner and COO

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021).

Kynntar verða niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar. Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

 

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021).

The results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades. Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

Getum við framleitt kjöt án þess að drepa dýr?

Fyrirlesarinn er Dr. Björn Örvar hjá Bioeffect/Orf. Dr. Björn er vel þekktur frumkvöðull og vísindamaður innan sviði líftækninnar.

Hérna er linkur á fundinn. 

Hugmyndir manna um að geta framleitt kjöt í verkssmiðjum án þess að slátra þurfi dýrum er ekki ný af nálinni. Þróun slíkrar tækni hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum og nú hillir undir að slíkt „vistkjöt“ verði að veruleika innan 10 ára. Þessi þróun er annars vegar hvött af framförum í stofnfrumurannsóknum, og hins vegar af mikilvægi þessa að draga úr umhverfisáhrifum hefðbundinnar kjötframleiðslu, auk aukinnar meðvitundar um mikilvægi dýravelferðar í landbúnaði. En hvar erum við stödd í dag og hvers má vænta?

Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði fyrir og eftir Covid

Hérna er linkur á streymið

Takmarkað pláss er í boði á staðfund, og því mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. Einnig er hægt að skrá sig á fjarfund.

Skráning á viðburðinn fer fram HÉR!

---

Prósent í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, Samtök Verslunar og þjónustu (SVÞ) og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði.

Kulnun Íslendinga
Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020. 

 

Rannsóknarmódelið sem notast var við til mælinga er 12 spurninga styttri útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (MBI). Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og tilfinning fyrir lágum persónulegum árangri (e. a sense of low personal achievement).

 

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður. Markmið fundar er að kynna hvernig staðan á vinnumarkaðinum er m.t.t. kulnunarstigs, hver staðan er fyrir og eftir Covid og þróunina á milli þessara tímabila.

 

Einnig verður kafað dýpra til að skoða hvort munur sé á milli hópa út frá starfi, fjölda tíma sem starfsfólk vinnur á viku, munur á opinbera geiranum og einkageiranum, kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum.

 

Dæmi um niðurstöður síðan 2021
Niðurstöður könnunar árið 2021 leiddu meðal annars í ljós að 32% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnast þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags oftar en einu sinni í viku. 21% svarenda finnast þeir tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar oftar en einu sinni í viku og 12% finnast þeir vera útbrenndir vegna starfs síns oftar en einu sinni í viku.

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Brandr: Stjórnun og stefnumótun vörumerkja

Click here to join the meeting
Viðburður Stjórnvísi og brandr á Teams fjallar um það hvernig hægt er að mæla upplifun starfsfólks og stjórnenda á stefnu síns fyrirtækis og þannig komast að því hvort þeir sjái stefnuna með svipuðum hætti eða ekki, einnig mun brandr koma inná reynslu sína í þessum málum eftir að hafa unnið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum.

Einnig verður komið inn á hvernig markviss innri vörumerkjastefna fyrirtækja styður ytri markaðsstefnu og gagnast vel til að draga að og halda í hæft starfsfólk.

Fyrirlesari er Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr. Íris er með MBA frá HR og hefur áratuga reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja ferla ólíkra fyrirtækja

 

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Meeting ID: 324 210 898 656
Passcode: EZxLHp

Download Teams | Join on the web

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn 6.maí klukkan 11:30 til 12:00

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, tvö sæti eru laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

 

Dagskrá aðalfundars:

  1. Uppgjör starfsársins
  2. Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa
  3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
  4. Kosning stjórnar
  5. Starfsárið fram undan
  6. Önnur mál

Óskað er eftir framboði til formanns stjórnar. Vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu (sigrunsf@hv.is) ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram til formennsku.

-------------------------------------------

Fundurinn verður haldinn á Teams.  

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Í dag kl. 15:30 CCP Games býður Stjórnvísifélögum í heimsókn.

Á hverju ári tekur CCP Games á móti fjölda erlendra sérfræðinga. Í heimsókninni verður farið yfir ferlið eins og það liggur fyrir erlenda starfsmanninum, hvað CCP Games gerir í ferlinu og hvað við teljum virka vel og hvar við gætum gert betur.

Kynningin verður haldin af:

  • Örnu Kristínu Sigurðardóttur, Talent Acquisition Specialist
  • Ásu M. Ólafsdóttur, Senior HR Manager
  • Gunnari Haugen, Talent Management Director

Að lokinni  kynningu verður farið með gesti um fyrirtækið.

Hafið í huga að fjöldi gesta á þessum viðburði er takmarkaður. 

Hvernig velur þú markþjálfa?

Viðburðurinn fer fram á Teams. Linkur hér.

Hvernig velur þú þér markþjálfa?

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel mér markþjálfa?

Hvaða kröfur geri ég til þess markþjálfa sem ég vil ráða?

Hvað er mikilvægt að hafa í huga?

Hvað er fagleg markþjálfun og hvað þýða þessar vottanir? 

Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar sem faghópurinn sendi út “Hvernig velur þú þér markþjálfa?” 

Einnig verður farið yfir og kynntar vottanir International Coaching Federation – ICF, hvað liggur á bak við þær og hvers vegna þær geta skipt máli.

Tilgangur faghóps markþjálfunar er að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar. Könnunin er leið okkar til að efla vitund og skoða hvernig samfélagið velur sér markþjálfa.

Fyrirlesarar eru Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir formaður faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi. Ásta Guðrún og Lilja eru fyrrverandi formenn ICF Iceland og brenna fyrir því að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar.

Við værum þakklátar ef þú myndir svara könnuninni okkar (tekur 2 mínútur) og þú mátt gjarnan deila henni áfram. Hér er linkur á könnunina.

Verkefnið er unnið í samstarfi við ICF Iceland.

Linkur á teams viðburð.

Að móta inngildingarstefnu

Click here to join the meeting

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís segir frá vinnu við mótun inngildingarstefnu landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, þar sem hún fer með hlutverk inngildingarfulltrúa (Inclusion & Diversity Officer).

Í erindinu fer Miriam aðeins yfir hugtakið inngildingu og hvers vegna inngilding skiptir máli, bæði í samhengi landskrifstofunnar en einnig til að kveikja aðra til umhugsunar um inngildingu í sínum stofnunum eða fyrirtækjum. 

Farið verður yfir ferlið við mótun stefnunnar, hvernig starfsfólk var fengið að borðinu í hugmyndavinnu og hvernig æfingar farið var í til að hvetja til inngildandi hugarfars meðal starfsfólks. Þessi praktísku atriði geta nýst fleirum sem vilja huga betur að inngildingu innan sinna stofnana. 

 

Viðbrögð og stuðningur fyrirtækja fyrir þolendur heimilisofbeldis

Click here to join the meeting

Í fyrri hluta þessa örfyrirlestrar mun Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi á vegum Bjarkarhlíðar, koma og ræða birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og helstu merki þess með það að markmiði að yfirmenn geti átt betri möguleika á að greina þennan hóp. Einnig fer Jenný yfir helstu áskoranir sem þessi hópur stendur frammi fyrir og hvaða leiðir yfirmenn gætu farið til að styðja við þessa einstaklinga, sem og yfir þau úrræði sem eru í boði fyrir bæði þolendur og gerendur og hvernig þau úrræði hafa gagnast.

  • Jenný er með BA gráðu í mannfræði ásamt meistaragráðu í kynjafræði með áherslu á ofbeldi í nánum samböndum frá Háskóla Íslands því til viðbótar hefur hún lokið fyrsta ári í félagsráðgjöf. Jenný hefur langa reynslu af því að starfa með þolendum ofbeldis. Starfaði hún um árabil sem ráðgjafi hjá Samtökum um Kvennaathvarf. Jenný hefur stundað rannsókir ásamt því að taka þátt í að móta nýjar áherslur í stjórnsýslunni til að koma betur og markvissara til móts við þarfir þolanda ofbeldis. Jenný leggur áherslu á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi er ekki liðið í samfélaginu.

Í seinni hluta fyrirlestrarins mun Adriana Pétursdóttir, leiðtogi í starfsmannaþjónustu hjá Rio Tinto, ræða hvort heimilisofbeldi sé einkamál starfsmannsins eða hvort það komi vinnustaðnum við. Með auknum tilkynningum til lögreglu og aukinni umræðu um heimilisofbeldi er spurning hvort atvinnurekendur geta lagt sitt af mörkum til að sporna við vaxandi  vandamáli. Hjá Rio Tinto er rík öryggismenning og er mikið lagt uppúr öryggi starfsfólks bæði á vinnustaðnum og heima, og mun Adriana leyfa þátttakendum að kynnast þeirri nálgun sem Rio Tinto er að nota til að nálgast öryggi starfsmanna heiman við á faglegan máta.

  • Adriana hóf störf hjá Rio Tinto 2016 en hefur alla starfsævi sína unnið við mannauðsmál ýmist í einka- eða opinbera geiranum. Adriana er viðskiptafræðingur með MIB í alþjóðaviðskiptum og situr í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir. Framtíðir í febrúar.

„Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“/Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Um er að ræða samstarfsverkefni Faghóps framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarseturs Íslands, Fast Future í Bretlandi og samstarfsvettvang framtíðarfræðinga Milliennium Project. 

Erindið er eitt af fimm erindum sem boðið er upp á í febrúar. Gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is og Sævar Kristinsson, skristinsson@kpmg.is

Hin erindin eru kynnt sérstaklega sem sjálfstæðir viðburðir á vefsvæði Stjórnvísi, en um er að ræða eftirfarandi erindi: 

February 10th, 2022 - Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

This session will introduce the core components of the crypto economy, the core issues and opportunities, and its potential to transform individual lives, business, government, and society.

Rohit’s guest - sharing his perspectives on the topic - will be Kapil Gupta - a technology and crypto analyst, commentator, enthusiast, and investor and the founder of Nibana Life.

February 17th, 2022 - Exponential Technologies - a Ten Year Perspective

Drawing on a ten year deep dive of over 400 technologies, this session will examine how technologies such as AI, blockchain, computing platforms, and  communications architectures might evolve and the transformational opportunities they could enable.

February 24th, 2022 - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

Sértæk kynning á rannsóknaniðurstöðum um framtíð dulritunarhagkerfisins

February 15th, 2022 - The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings

18.30-19.30 UK / GMT (19.30-23.00 CEST / 13.30-14.30 EST)

 In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.

 

 

FRESTUN: Tilfinningar og tilfinningalegt öryggi á vinnustað - ný dagsetning væntanleg!

Hrannar mun fara yfir sína reynslu af því að skapa tilfinningalegt öryggi á vinnustað og mikilvægi þess að eiga heiðarleg og heilbrigð samskipti um tilfinningar innan fyrirtækis og verkefna.

Starfsmennt býður gestum upp á léttar kaffiveitingar.

Vinsamlega athugið að þessi fundur verður eingöngu í fundarsal Starfsmenntar, Skipholti 50b (www.smennt.is) og að salurinn tekur aðeins 24 manns í sæti. Áhugasamir eru því beðnir að skrá sig sem allra fyrst!

Uppfært 6. jan. 2022: ATH. Ný dagsetning væntanleg!

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson
Verkefnastjóri – Marel
Hópstjóri – Sorgarmiðstöð
MBA 2023

Hinsegin 101

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn Hinsegin 101 tekur fyrir grunninn að hinseginleikanum. Þar er farið í kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu ásamt grunnhugtökum og orðanotkun. Lögð verður áhersla á vinnustaði, vinnustaðamenningu og hvað vinnuveitandi þarf að hafa í huga með dæmisögum.

Tótla Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna '78

Fjölmenning á vinnustað - Vits er þörf þeim er víða ratar

Click here to join the meeting

Samskipti geta verið flókin í amstri dagana en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna og viðhorfa almennt vandast málið. Íslendingar hafa hingað til átt gott með samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar, verða líka árekstrar og sumir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mismunandi menningarvíddir og hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum. Einnig hvernig hægt sé að stuðla að uppbyggilegum samskiptum á fjölmenningarlegum vinnustað?

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.

 

 

 

Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnustöðum

Click here to join the meeting

Fyrirlestur um ómeðvitaða hlutdrægni og áhrif hennar á vinnustaðarmenningu. Fjallað er um hvernig samskipti okkar við annað fólk, venjur, ferlar og gildismat geta skapað vinnustaðarmenningu sem inniheldur forréttindi fyrir sumt fólk en hindranir fyrir annað fólk.


Sóley Tómasdóttir starfar sem ráðgjafi á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála.

66° Norður Akademían – heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan og þróun starfsmanna.

Athugið breytt staðsetning: Faxafen 12, Reykjavík.

66°Norður býður okkur í heimsókn og kynnir fyrir okkur sitt starf í 66°Norður Akademíunni.

66°Norður Akademían er heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan, þjálfun og þróun starfsmanna. Í Akademíunni leggjum við áherslu á að stuðla að þróun starfsmanna í starfi og einkalífi. Grunnur Akademíunnar hófst árið 2014 þegar 66°Norður skólinn hóf göngu sína. Tilgangur 66°Norður skólans er að gefa starfsmönnum yfirsýn yfir starfið sitt hjá 66°Norður og veita þeim tól og tæki til að vaxa í starfi. Frá stofnun skólans hefur 66°Norður útskrifað yfir 250 starfsmenn þar sem yfir 97% starfsmanna telja að skólinn hafi mætt eða farið fram úr væntingum.

Elín Tinna Logadóttir, Aldís Eik Arnarsdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir munu fara yfir þjálfun og þróun starfsmanna hjá 66°Norður, hvernig þjálfunarvegferð fyrirtækisins hefur þróast á síðustu árum og árangurinn sem hefur náðst í kjölfarið.

Hlökkum til að sjá ykkur á þessum áhugaverða viðburði!

 

ATH. Takmarkað pláss er á viðburðinn

 

 

FRESTAÐ - Stjórnendaspjall

Af óviðráðanlegum ástæðum verðum við að fresta þessum áhugaverða viðburði. Ný dagsetning kemur síðar!

Við byrjum nýtt starfsár með samtali við tvo stjórnendur sem hafa nýtt sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, og Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, sem hafa bæði lært aðferðafræði markþjálfunar og nýta sér hana í störfum sínum sem stjórnendur á fjölmennum vinnustöðum.

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, úr stjórn faghóps markþjálfunar, mun ræða við Sigurð og Arndísi um markþjálfun og hvernig hún hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur.

Viðburðurinn er 30 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

Fundurinn er á Teams. 

Innleiðing sjálfbærnistefnu

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth fjalla um hvað þarf að hafa í huga við innleiðingu sjálfbærnistefnu. Hún fer yfir greiningu, markmið og aðgerðir og hversu mikilvægt það er að fylgjast með framvindu. Hún mun segja frá vinnu við innleiðingu sjálfbærnistefnu með Íslandsbanka, Múlakaffi og Íslandsstofu. Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10-15 mínútum í lokin fyrir spurningar.

Vilborg er með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun. Hún stofnaði BravoEarth fyrir þremur árum en BravoEarth auðveldar fyrirtækjum að móta, halda utan um og koma sjálfbærnistefnu í framkvæmd. Vilborg er meðstofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mentors.

EY - Sjálfbærni fyrirtækja

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur úr Sjálfbærniteymi EY, fara stuttlega yfir það hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga varðandi sjálfbærni fyrirtækja og hvaða straumar eru ráðandi er kemur að sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Einnig verður farið yfir við hverju hægt sé að búast í framtíðinni og hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal.

Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10 mínútum í lokin fyrir spurningar, ef svo ber við.

 

Fyrirlesari:

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni í rekstri, stefnumótunar og markmiðasetningar fyrirtækja og stofnana, auk þjálfunar stjórnenda og starfsfólks, í Sjálfbærniteymi EY.

Meðvirkni á vinnustað

 

Click here to join the meeting
Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence ætlar að fara yfir það með okkur hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og að sjálfsögðu verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.


Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Sigríður starfaði sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Sigríður hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunarverkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi. Sigríður vinnur markvisst með heildstæða árangursstjórnun sem felur í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks og hjálpar þannig fyrirtækjum og starfsfólki að skrifa sína eigin SÖGU. Sigríður hefur sérhæft sig í því að þjálfa fólk í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og deilir þeirri reynslu og þekkingu með okkur á fyrirlestrinum.

Fræðslumenning fyrirtækja- Einstaklingsmiðuð fræðsla í fyrirtækjum

Click here to join the meeting

Spennandi og fræðandi viðburður sem á erindi við alla þá sem hafa áhuga á fræðslumálum fyrirtækja.

Fyrirlesari er Eva Karen stofnandi og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Effect ehf þar sem hún hefur starfað sem fræðslustjóri að láni í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Eva hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem ráðgjafi og mikið unnið í stjórnendaþjálfun á Íslandi. Síðustu tvö ár hefur Eva starfað sem fræðslustjóri í Símanum þar sem hún hefur verið að innleiða sína aðferðafræði í fræðslumálum með góðum árangri. Farið verður yfir verkefni sem kallast Síminn skapar tækifæri fyrir sitt fólk og einnig hvernig Eva nýtir hæfnigreiningar til að mæla árangur af fræðslustarfinu. 

Aðalfundur stjórnar faghóps um mannauðsstjórnun - fjarfundur

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á shsfossdal@hotmail.com til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá:

  1. Viðburðir sl. árs
  2. Hlutverk stjórnar
  3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
  4. Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
  5. Starfsárið framundan

Þau sem vilja vera þátttakandi í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Sigrúnar á shsfossdal@hotmail.com

F.h. stjórnar

Sigrún H. Sigurðard Fossdal

 

Starfsþróun & Markþjálfun: Hannaðu þína eigin starfsþróunarvegferð - með markþjálfun!

Á stimpilklukkan við í þekkingarstörfum?

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 24.mars kl.11.30 þar sem við munum velta fyrir okkur tilgangi og áhrifum stimpilklukku á afköst í þekkingarstörfum.

Þau Ásdís Kristinsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Gemba, Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel og

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að vera með okkur og ræða þetta málefni frá ýmsum hliðum.

Dagskrá viðburðarins og erindin:

  • Ásdís – Hljóðláta byltingin: Vinnutími í sögulegu ljósi 
  • Ketill – Stimpilklukkur og baðvogir – um árangur og vellíðan hjá Marel
  • Sólrún – Hvað kom til að stimpilklukkan var afnumin hjá OR – kostir og gallar

Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands, mun stýra viðburðinum sem verður á fjarfundi. 

 

Af hverju eru markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði dúndur blanda?

Linkur á teams viðburð.

Ragnheiður Aradóttir, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem stjórnendamarkþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er;

„Við stjórnum hugarfari okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður“

Hún ætlar að fjalla um hvernig markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði er dúndur blanda, til að stuðla að velsæld í starfi og leik.

Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem beinir sjónum að heilbrigði, hamingju og því sem gerir venjulegt líf innihaldsríkara, frekar en að fást við sjúkdóma og vandamál. Hún rannsakar hamingju og hvað það er sem stuðlar að hamingju. Hvernig við getum kappkostað að eiga innihaldsríkt líf. Jákvæð sálfræði rannsakar samhengi milli hugsana – tilfinninga og hegðunar og einmitt þar er markþjálfun því afar tengdur þáttur – í ferlinu að þjálfa sig til að hagnýta jákvæða sálfræði með það að markmiði að vinna með hugarfarið, gildin okkar og eigingleika til að stuðla að velsæld í starfi og leik.

Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.

Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun

Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting
Rafrænn viðburður: Microsoft Teams meeting

Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun - Jafnvægi í lífi, leik og starfi.

Meginstef þessa erindis eru streituvarnir. Fjallað verður m.a. um gagnlegustu streituráðin, H-in 4, og lykilinn að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun.

Tilgangur fræðslunnar er að þátttakandi geti eftirleiðis verið sinn eigin ,,Orkumálaráðherra“ með því að ná tökum á streitustigi, tilfinningum og viðhorfi til viðfangsefna lífsins á uppbyggilegan hátt. Kennt verður á Streitukortið og hvernig megi gera einstaklingsbundna streituvarnaráætlun til framtíðar.

Lífið snýst ekki um að bíða eftir því að storminn lægi, heldur um það að læra að dansa í rigningunni…

Fyrirlesari: Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd og Streituskólanum

Aldís Arna starfar sem fyrirlesari, streituráðgjafi og markþjálfi einstaklinga og teyma. Fræðsluerindin lúta einkum að markmiðasetningu í lífi, leik og starfi, heilbrigði (heildræn heilsa), jafnvægi (streituvarnir), hamingju og sátt. Hún heldur reglulega námskeið í valdeflingu og streituvörnum, skrifar streituráð og greinar á fréttamiðlum Heilsuverndar.

Nánari upplýsingar um fyrirlesara: Aldís Arna

Er framtíðin snjöll fyrir alla?

Click here to join the meeting

Áhugaverður fyrirlestur næstkomandi föstudag

Tæknirisar líkt og Google og Amazon eru þekktir fyrir að nýta sér snjallar lausnir, byggðar á gervigreind og vélnámi. En hvað með fyrirtæki sem eru ekki Google? Hvernig lítur framtíðin út fyrir fyrirtæki hér á landi sem vilja nýta sér snjallvæðingu og gervigreind, og hvar er best að byrja?

Fyrirlesarinn á þessum áhugaverða morgunfundi verður Diljá Rudolfsdóttir.

Diljá lærði gervigreind í Háskólanum í Edinborg og hefur unnið við snjallvæðingu hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum, og vinni nú sem Forstöðumaður snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.

Click here to join the meeting

 

 

Hamingjuheilræði vetrarins

Hlekkur á fyrirlesturinn

Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast heldur skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur. Það er tilvalið að staldra við í upphafi nýrrar árstíðar og taka stöðuna.

Í 30 mínútna fyrirlestri ætlar Ragnhildur að fara yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum.

Hve mikið hefur vinnumenning þróast á 100 árum? Minna en þú heldur!

Click here to join the meeting
Steinar Þór Ólafsson samskiptafulltrúi Viðskiptaráðs verður með hugvekju um 100 ára gamla vinnumenningu.  

Hvað getum við gert til að breyta þessari menningu og hver eru fyrstu skrefin í rétta átt?  Steinar hefur skrifað pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um þessi málefni ásamt því að halda fjöldamörg erindi, nú síðast á haustráðstefnu Advania. Síðast en ekki síst er hann duglegur að skrifa á Linkedin vangaveltur um vinnustaði sem að flestir hugsa en enginn segir. Hér mun hann reifa rannsóknir og setja fram sínar vangaveltur um þessi mál. Skemmtilegur vettvangur til þess að skapa umræðu og kasta fram spurningum.

 

Viðburðinum verður streymt

Tækifærin á vinnumarkaði í Covid

https://us02web.zoom.us/j/6907321950

Andrés mun í fyrirlestri sínum fjalla um hvernig eigi að vekja athygli þeirra sem eru að leita að starfsfólki nú þegar aðstæður í efnahagslífinu valda því að fleiri eru um hvert starf sem losnar. Þá mun hann fjalla um hvernig megi nota þennan tíma til að efla sig og bæta hæfni sína, hvernig eigi að nálgast ráðningarferli og hvað sé gott að hafa í huga varðandi prófílinn þinn á Linkedin. Boðið verður upp á spurningar í lok fyrirlestursins.

 

Andrés er eigandi Góðra samskipta sem er sérhæft ráðgjafafyrirtæki á sviði almannatengsla, stjórnendaleitar og stefnumótunar. Í sumar var sérstök ráðningardeild sett á laggirnar innan Góðra samskipta og hefur starfsmannafjöldi fyrirtækisins í kjölfarið þrefaldast úr tveimur í sex starfsmenn. Hjá Góðum samskiptum er fylgst vel með efnilegum stjórnendum en fyrirtækið býður ráðgjöf sem byggir á stjórnendastuðningi og stjórnendaþjálfun jöfnum höndum. Góð samskipti hafa vakið athygli fyrir val sitt á svokölluðum 40/40 lista, en á honum eru stjörnur og vonarstjörnur í viðskiptalífinu, fjörutíu ára og yngri. Góð samskipti hafa farið með yfir 100 æðstu stjórnendur á Íslandi í gegnum krísu- og fjölmiðlaþjálfun á síðustu 5 árum. Fyrirtækið vill vinna með stjórnendum sem aðhyllast árangursmenningu og nálgast starfsferilinn eins og afreksfólk í íþróttum. Þá hefur fyrirtækið einsett sér að verða sérstakur bandamaður kvenna og ungs fólks á vinnumarkaði.

Hlutverk og markmið framtíðarnefndar VR

Join Microsoft Teams Meeting
Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, sem starfar við starfsmenntamál hjá VR, fjallar um framtíðarnefnd VR, hlutverk og markmið og helstu áskoranir í starfi.

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlegast athugið að einungis verður boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. Hér er hægt að skrá sig á Teams viðburðinn

Click here to join the meeting

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

ÞÚ ERT AÐ BÓKA ÞIG Á TEAMS VIÐBURÐ: 

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlega athugið að einungis er boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. 

Click here to join the meeting

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Click here to join the meeting

Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum verður varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig verður reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?

Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar:

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ

 

Hvernig gekk Advania að vinna í fjarvinnu?

Join Microsoft Teams Meeting

Hinrik Sigurður mannauðsstjóri Advania fjallar um hvernig gekk að vinna í fjarvinnu vorið 2020 útfrá niðurstöðum könnunar á meðal starfsfólks. Fjallað verður um stjórnun, vinnuna, samskipti, upplýsingagjöf ásamt því að skoða hvernig framleiðni á meðal annars beiðnum og símsvörun var ásamt því að skoða þjónustuskor. Einnig mun Hinrik Sigurður koma inná næstu skref og hvernig “hybrid módel” getað verið að einhverju leyti flóknara. 


Fyrir hverja: 

Stjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á fjarvinnu.

Staðsetning og form viðburðar:
Viðburðinum er streymt á Teams. Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins. 

Ávinningur:

  • Árangursríkari fjarvinna

  • Ánægðara starfsfólk

  • Aukin framleiðni

  • Sparar tíma á að vita hvað virkar vel og hvað ekki


Fyrirlesari:
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðstjóri Advania frá 2015. Hann er sérlega áhugasamur í að aðstoða stjórnendur stýra sínum sviðum á skilvirkan hátt með því að há­marka fram­leiðni án þess að ganga enn frek­ar á per­sónu­leg­an tíma fólks.
Hann vann hjá Hagvangi sem sviðsstjóra ráðgjafa­sviðs. Áður vann hann hjá Íslands­banka þar sem hann sinnti frammistöðustjórn­un og um­sjón með launa­grein­ing­um, töl­fræði og mæli­kvörðum mannauðssviðs Íslands­banka ásamt al­mennri ráðgjöf og inn­leiðingu á orku­stjórn­un mannauðs í bank­an­um. Hinrik Sig­urður starfaði hjá Capacent í nokk­ur ár við ráðgjöf á sviði mannauðsmá­la.  Þar áður starfaði Hinrik Sig­urður í Englandi við þróun sál­fræðilegra mats­tækja fyr­ir vinnu­markaðinn.  

Join Microsoft Teams Meeting

Invitation to an online seminar on COVID-19, AI, and the future of wor

“COVID-19, Artificial Intelligence, and the Future of Work. A Swedish and Icelandic dialogue”

 You are invited to an online seminar aiming to initiate a Nordic discussion regarding the future of work, organized by the Swedish Institute for Futures Studies, the Icelandic Centre for Innovation, the Icelandic Centre for Future Studies, and the Swedish Embassy in Iceland.

 Date and time: Friday, 12th of June at 13.00-14.30 (Swedish time) / 11.00-12.30 (Icelandic time)

Place: IFFS Virtual Meeting Room. Join by going to https://my.meetings.vc/meet/90516535

 Description:

 Even before the COVID-19 pandemic struck the world, several trends indicated that we are on the threshold to a new world of work. Rapid technological change such as the increasing powers of artificial intelligence and automation, are likely to transform and replace both blue- and white-collar jobs. The new technology also enables a fast-growing gig-economy and a radically different relationship between employer and employees. These trends have been catalyzed by the pandemic. Working from home is the new norm for many and it is uncertain what the physical workplace will look like after the pandemic.

 What are the potentials and risks when technology transforms work? What kinds of work do we want to promote in the post-pandemic world? How will the workplace and the relation between employers and employees change? Please join us and representatives from civil society, government, business, and research, in discussing some of these issues.

 The seminar will begin with introductions from Swedish and Icelandic experts on these issues. After the introductions, all participants are welcome to join the discussion, which will be moderated by the CEO of the Swedish Institute for Futures Studies, Gustaf Arrhenius. Our  hope is that the seminar will mark the start of a new Nordic dialogue, and enable mutual exchange of ideas and knowledge.

 Introductory speakers:

Moa Bursell is a sociologist at the Swedish Institute for Futures Studies and Stockholm University. Her current research studies implicit prejudice, ethnic inclusion, exclusion and boundary making in the labor market and in welfare services. She will talk about the effects of businesses implementing artificial intelligence in their recruitment process.

 Tryggvi Brian Thayer works as a researcher in the School of Education at the University of Iceland. He will talk about his area of expertise, concerning the challenges for education raised by technological and social change, in connection to different megatrends.

 Karim Jebari is a philosopher at the Swedish Institute for Futures Studies. He specializes in how we should relate to the risks and opportunities of technological innovation. He will talk about the current hype around artificial intelligence, and the way it hides that many problems the technology is supposed to solve are not problems at all.

 Sævar Kristinsson is a managing consultant at KPMG, and works with the Icelandic Centre for Futures Studies. He will talk about how COVID-19 and future trends impact the strategies of companies and organizations.

 

 

 

 

 

 

Viðbrögð, áskoranir og tækifæri í öryggismálum v. Covid 19

Lilja Björg Arngrímsdóttir Sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslustöðvarinnar og O. Lilja Birgisdóttir Öryggisstjóri Marel, verða með sitthvort erindið um reynslu sinna fyrirtækja af Covid 19 þar sem m.a. verður fjallað um: 

  • Hver voru viðbrögðin við Covid-faraldrinum
  • Áskoranir
  • Hvað gekk vel
  • Hvað gekk ekki vel
  • Hvað tökum við með okkur inn í framtíðina.

Fyrirspurnir og umræður í lokin.

Fundurinn verður haldinn á TEAMS

Athugið að fundarboð verður sent á tölvupóstfangið sem fylgir skráningu viðkomandi.

Aðalfundur stjórnar faghóps um mannauðsstjórnun - fjarfundur

Aðalfundur stjórnar faghóps um mannauðsstjórnun

30. apríl 2020 13:00 - 13:30
Fjarfundur

Dagskrá aðalfundar:

1. Farið yfir viðburði sl. starfsárs

2. Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi í stjórn faghópsins er allt frá 4-12  manns (eru 12 núna)

3. Næstu viðburðir - dagskrá fyrir árið framundan

Þau sem vilja vera þátttakandi í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Sigrúnar á shsfossdal@hotmail.com 

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á shsfossdal@hotmail.com til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

F.h. stjórnar

Sigrún H. Sigurðard. Fossdal, formaður

Fjarfundur: Þolinmæði og þrautseigja eru lykilatriðin

Linkur á fundinn er hér. Join Microsoft Teams MeetingAðstæðurnar sem við erum að fást við í dag; óvissa, vinnutími  og vinnurammi í uppnámi , heimilin eru undir álagi þegar  vinnustaðurinn flytur heim og pressan eykst og reksturin samt í erfiðleikum. Stjórnunin þarf að vera til staðar og áherslur þjónandi forystu eiga sérstaklega vel við. Starfsfólkið, hvað þurfum að hafa í huga, án alls vafa verðum við að halda áfram, finna leiðir og ná árangri.   

Fjarfundur ca 45-60 mín

Spurningar leyfðar í gegnum chattið á meðan og eftir fund.

Sendur verður linkur á viðburðinn á mánudag. 

Það eru þau Ása Karín Hólm og Sigurjón Þórðarson sem verða með erindi á fundinum.

Ása Karin Hólm Bjarnadóttir  

Ása Karin er með Cand.merc frá Odense Universitet. Hún hefur reynslu af ráðgjöf fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina á sviði stefnumótunar, skipulags, markaðs- og þjónustumála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið mikið að innleiðingu á stjórnsýslubreytingum, stefnumótun og ýmisskonar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Verkefni sem Ása Karin hefur komið að eru m.a. innleiðing stefnumiðaðs árangursmats, mótun upplýsingastefnu, kortlagning ferla o.fl. hjá fjöldamörgum stofnunum og fyrirtækjum. Ása Karin hefur einnig komið töluvert að þjálfun og kennslu fyrir Capacent. Ása Karin hefur starfað sem ráðgjafi hjá Capacent síðan 2000.

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón hefur unnið sem ráðgjafi frá 2005 á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Hann hefur unnið með ótölulegum fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ, er framhaldsskólakennari ásamt því að vera matreiðslumeistari með meira 20 ár reynslu í veitinga og ferðaþjónustu

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Fjarfundur: Ástin, traust og samskipti á tímum kórónunnar

Linkur á viðburðinn er hér. Guðrún Högnadóttir leiðir fjarfund Stjórnvísi um hagnýt ráð og hugarflug um vöxt og velferð fólks og vinnustaða á sögulegum tímum.  Fundurinn á sér ekki stað í litskrúðugri hafnarborg við Karíbahafið á tímum kólerunnar undir lok 19. aldar eins og meistaraverk Gabriel García Márquez, heldur á litríkum fjarfundi á einföldum hlekk sem sendur verður tímanlega fyrir fundinn á mánudag.  

FRESTAÐ: Ágreiningur – vesen eða vannýtt tækifæri?

Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt? Hvernig getum við nýtt þær til árangurs á vinnustöðum og í samskiptum við viðskiptavini?

Sjónarhorn okkar mótast af mörgum þáttum, meðal annars menntun og starfsreynslu en einnig tilteknum venjum og viðhorfum. Viðhorf okkar til ágreinings er einn þáttur. Sjáum við ólíkar skoðanir sem tómt vesen og skort á getu einstaklinga til samvinnu eða spennandi tækifæri til að finna bestu lausnina og efla samstarfið?

Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Hún er einnig lögfræðingur og starfaði um árabil við fagið, meðal annars sem lögmaður, en ákvað svo að róa á ný mið með samskipti og stjórnun í forgrunni.

Þóra lærði markþjálfun í Háskólanum í Reykjavík og stofnaði í kjölfarið eigið fyrirtæki, STOKKU. Þar fæst hún við markþjálfun, stjórnendaþjálfun frá Leadership Management International Inc. og ráðgjöf. Þóra hefur lengi verið áhugasöm um samningatækni og sáttamiðlun og sótti námskeið í Sáttamiðlaraskólanum vorið 2019. Hún hefur nýtt aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar í ráðgjöf, hvort sem ágreiningur er aðalviðfangsefnið eða hluti þess, og einnig unnið með ágreiningsmál í markþjálfun með einstaklingum (conflict coaching).

Í lokin mun Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, kynna Sátt, félag um sáttamiðlun, og námskeiðið Sáttamiðlaraskólann, sem félagið hefur staðið fyrir síðustu misseri, og hlotið hefur góðar viðtökur.

Viðburðurinn fer fram á Farfuglaheimilinu í Laugardal.

FRESTAÐ! Mitt allra besta - máttur tilfinninganna. Viðburði frestað!

Bjartur Guðmundsson, leikari og árangursþjálfi, býður félagsmönnum Stjórnvísi upp á 60 mínútna örnámskeið þar sem virk þátttaka og gleði ráða ríkjum.

Mannlegar tilfinningar eru eitt sterkasta afl sem við höfum aðgengi að. Þær eru drifkrafturinn að baki öllum okkar athöfnum. Kraftur þeirra er eins og kjarnorka sem hægt er að virkja á stórfenglegn hátt. Þetta afl býr í sama mæli innra með okkur öllum og getur fært okkur velgengi og hamingju ef við lærum að temja það. Staðreyndin er þó sú að fáir átta sig raunverulega á mætti tilfinninganna og enn færri búa yfir þekkingu og færni til að nýta þetta mikla afl á meðvitaðan og uppbyggilegan hátt.

  • Vilt þú hámarka árangur þinn í starfi?
  • Ert þú ein/n af þeim sem vilt njóta lífsins til fulls?
  • Hefur þú áhuga á færni sem gerir þér kleift að snúa vandamálum upp í tækifæri? 
  • Hefur þú áhuga á að laða að þér fleiri tækifæri? 
  • Vilt þú öðlast meiri sjálfstjórn og auka áhrif þín? 
  • Hefur þú áhuga á að þjálfa upp þann andlega styrk sem þarf til að láta drauma þína rætast?


Mitt allra besta
Námskeiðið Mitt allra besta fjallar um mátt tilfinninga, áhrif þeirra á ákvarðanir okkar og athafnir. Hvernig við getum tekið stjórn á þessu mikla afli sem tilfinningar eru svo þær vinni með okkur í stað þess að hafa tilviljanakennd áhrif á líf okkar með ýmist jákvæðum eða neikvæðum afleiðingum. Námskeiðinu er skipt upp í 3 hluta:

#1. Afhverju ættum við að taka ábyrgð á tilfinningalífi okkar?
#2. Hvernig gerum við það?
#3. Upplifun.

Markmið
Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum og bæta gæði 
daglegra ákvarðanna og athafna jafnt í vinnu sem og heima fyrir.   

Um fyrirlesarann:
Bjartur Guðmundsson, leikari og árangursþjálfi rekur fyrirtækið Optimized Performance sem býður upp á öfluga tilfinninga- og viðhorfsþjálfun fyrir einstaklinga, fyrirtæki, íþróttafélög og hópa sem vilja hámarka árangur og ánægju í leik og starfi. Bjartur býður einnig upp á stutt en öflug innblásturserindi sem henta vel fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Eins og annað fólk þá hefur Bjartur upplifað mótlæti í lífinu en ákvað að virkja upplifun sína til góðs. Úr varð að hann stofnaði fyrirtækið Optimized Performance árið 2016, en þá hafði áhugi hans á mannrækt og árangursfræðum staðið yfir í 6 ár. Hugmyndin með Optimized er að hjálpa eins mörgum og mögulegt er til að hámarka frammistöðu sína, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur það sem Bjartur trúir á að sé sterkasta afl manneskjunnar þ.e. tilfinningarnar.


Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M215, Menntavegi 1. Honum verður ekki streymt.

Rannsókn: Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks

Í nýjasta hefti tímarits um viðskipti og efnahagsmál birtist greinin „Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks“.

Hildur Vilhelmsdóttir annar höfundur greinarinnar segir okkur frá rannsókninni sem byggir á meistararitgerð hennar ásamt því að fjalla um óyrt samskipti á vinnustöðum almennt. Auk þess gefur hún góð ráð um samskiptahegðun sem eykur líkur á farsælu sambandi milli yfirmanna og starfsmanna.

 

 

Erlendir starfsmenn hjá Landspítala - ferlar og áskoranir

Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala fer yfir ferla og áskoranir sem Landspítali hefur staðið frammi fyrir þegar kemur að ráðningum, móttöku og starfsþróun erlendra starfsmanna. 

Landspítali ræður inn erlenda sérfræðinga reglulega yfir árið bæði innan og utan EES. Hvernig er Landspítali að aðstoða þessa einstaklinga, hvernig er tekið á móti þeim og hvaða lærdóm hefur Landspítali dregið af þessum ráðningum.

Hvernig er haldið utan um þessa einstaklinga, hvernig er staðið að starfsþróun þeirra og hvernig kemur Landspítalinn til móts við ólíkar þarfir mismunandi hópa. 

Erindið er haldið í Hringsal Landspítala á barnaspítala Hringsins.  

 

Jafnlaunavottun Reykjavíkurborgar - innleiðing, vottun, áskoranir

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð í samstarfi við Reykjavíkurborg mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. 

Reykjavíkurborg hlaut jafnlaunavottun 20. desember 2019. Í tilkynningu kom meðal annars fram: 

"Með jafnlaunakerfinu er Reykjavíkurborg komin með öflugt verkfæri í hendurnar sem greiðir leiðina enn frekar að markmiðinu um að árið 2021 verði enginn óútskýrður kynbundinn launamunur til staðar hjá borginni."

Maj-Britt H. Briem vinnuréttarlögfræðingur á sviði mannauðs- og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar tekur á móti okkur og fer yfir innleiðingarferli jafnlaunavottunar hjá borginni, helstu áskoranir og næstu verkefni í kjölfar vottunar.

Húsið opnar kl.8:15 og viðburðurinn hefst kl.8:30. 

 

Staðsetning:

Borgartún 12-14 (skrifstofur Reykjavíkurborgar)

Höfðatorg, Kerhólar 7. hæð

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Hvað segir "Blue zones" rannsóknin?

“Lifum lengi, betur”

Guðjón Svansson og Vala Mörk frá Njóttu ferðalagsins (www.njottuferdalagsins.is) fóru ásamt tveimur yngstu sonum sínum í fimm mánaða rannsóknarferðalag árið 2019. Þau sóttu heim Blue Zones svæði heimsins, en þau eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu. 

 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Geta íslenskir stjórnendur lært eitthvað af tímalausum íbúum eyjunnar Ikaria, ellismellum í Motubu á Okinawa, sjöundadags aðventistum í Loma Linda, veðurbörðum þorpsbúum í fjallahéruðum Sardiníu eða “Plan de Vida” hugsunarhætti þeirra langlífu á Nicoyaskaganum í Kosta Ríka? 

 

Þau Guðjón og Vala vilja meina það. Í fyrirlestrinum tengja þau saman það sem þau lærðu í ferðinni og hvernig þau telja að íslenskir stjórnendur geti aukið framlegð og vellíðan starfsfóks á sama tíma.

Nokkur lykilhugtök: Tilgangur, virkni, viðhorf, seigla og samkennd.

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi vinna á Umbótastofu hjá VÍS. Þær munu taka á móti okkur og segja á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Efnistök þeirra eiga erindi til þeirra sem m.a. fást á einhvern hátt við:

  • stjórnun breytinga
  • eflingu leiðtoga
  • uppbyggingu teyma
  • þróun starfsfólks
  • áskoranirnar sem fylgja því að hafa áhrif á menningu fyrirtækja
  • innleiðingu lean, agile eða annarrar stjórnunar-hugmyndafræða
  • …og allra þeirra sem finna sterka þörf hjá sér til að þróast og vaxa í eigin skinni

Viltu veita framúrskarandi þjónustu í gegnum síma?

Þrátt fyrir tæknina eru samskipti í síma eftir sem áður þýðingarmikill grundvöllur góðra viðskipta. Margrét Reynisdóttir, frá Gerum betur, fer yfir hvernig veita á framúrskarandi þjónustu í síma og stjórna samtölum við erfiðar manneskjur.

Sérstakur gestur verður leikarinn góðkunni Örn Árnason sem mun, með leikrænum tilþrifum, lesa upp nokkur raundæmi um góða og slæma og þjónustu úr nýútkominn bók Margrétar "20 góð ráð í þjónustusímsvörun".

Í erindi sínu mun Margrét veita góð ráð um þjónustusímsvörun, auk þess sem hún verður með sérstök vildarkjör fyrir félagsmenn á bókinni og netnámskeiði um sama efni.

Fundurinn er á vegum SVÞ og í samstarfi við Stjórnvísi.

https://www.facebook.com/events/612879666184962/

 

Samspil núvitundar, stjórnunar og nýsköpunar

Samspil núvitundar og viðskipta
Enlightened Enterprise 

Iðkun núvitundar fær vaxandi athygli í stjórnun, nýsköpun og mannauðsmálum. Rannsóknir hafa gefið til kynna að núvitundariðkun hefur margvísleg jákvæð áhrif á persónulega hæfni og dregur úr streitu, eykur einbeitingu og sköpunargáfu, sjálfsstjórn og samkennd. 

 Í þessum fyrirlestri fjallar Vin Harris um samspil núvitundariðkunar og stjórnunar í fyrirtækjum, jákvæð persónuleg og fagleg áhrif núvitundar. Vin Harris er frumkvöðull, ráðgjafi og núvitundarkennari sem er kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar og ætlar að deila reynslu sinna af iðkun núvitundar um áratugaskeið. Hann mun veita innsýn í hvernig núvitund hjálpar ekki bara við að takast á við streitu og viðlíka vandamál, heldur getur líka haft jákvæð áhrif þegar kemur að uppbyggingu fyrirtækja, skýrari sýn við mótun stefnu, meiri hugmyndaauðgi í nýsköpun og árangursríkari stjórnun.

Vin Harris byggði upp fyrirtæki sitt í Skotlandi (Ventrolla Scotland) og hlaut virt nýsköpunarverðlaun sem kennd eru við John Logie Baird. Vin er með MBA gráðu frá Northumbria University og BA gráðu frá University of Warwick. Hann gerði rannsókn í MBA náminu á áskorunum lítilla fyrirtækja við að vaxa. Vin Harris er einn af höfundum bókarinnar „MINDFUL HEROES – stories of journeys that changed lives“, kennir við Háskólann í Aberdeen og einn af stofnendum Mindfulness Association í Bretlandi. https://www.linkedin.com/in/vin-harris-806aa912/  

 

Dagana 14.-15. des. heldur Vin Harris einnig námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni, https://www.facebook.com/events/534775150694808/ 

Fullbókað: Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Eins og þeir hafa uppgötvað sem kannað hafa samfélagsmiðilinn LinkedIn undanfarið, hefur notkun hans af hálfu íslenskra aðila stóraukist undanfarin ár. Gildir þá einu hvort það varðar starfsráðningar, öflun og viðhaldi tengsla, þekkingaröflun o.s.frv.

Í erindinu mun Jón Gunnar fara lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notaður, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans.

Að erindi loknu verður gert ráð fyrir umræðum en þá mun Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi taka þátt í umræðum og greina frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.


Jón Gunnar Borgþórsson er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, cand oecon í viðskiptafræði og er alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi. Hann er með víðtæka reynslu og hefur sinnt stjórnar og stjórnunarstörfum í fyrirtækjum, opinberum stofnunum og félagasamtökum. Stundað kennslu og leiðbeinendastörf, m.a. innan HÍ, HR, í endurmenntun HÍ, einkaskólum, og innan fyrirtækja og félagasamtaka.

Fullbókað: Hvað brennur á vörum þeirra sem hafa stundað Lean í áratugi?

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir munu miðla því sem þau sáu og heyrðu á ferðalagi sínu í þeim tilgangi að veita Íslendingum innblástur á sinni vegferð.


Maríanna Magnúsdóttir er umbreytingarþjálfari og breytingarafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggjaupp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarfræðingur með M.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Pétur Arason er Chief Challenger of StatusQuo og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur innleitt stefnumótun, stýrt stórum breytingarverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands. 


Lífsörmögnun - Allir geta örmagnast!

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu? 

 

Hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) er tilltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Rannsóknir á sambandi líkamlegra sjúkdóma og (lífs)Örmögnunar eru nýjar af nálinni en stöðugt fleiri innan læknisfræðinnar virðast vera að átta sig á að hér sé einhverskonar samband og er aukning þesskonar rannsókna dag frá degi. Ein grein læknisfræðinnar hefur þó verið ríkjandi þegar kemur að rannsóknum að þessu tagi og hafa tugir ef ekki hundruðir rannsókna verið gerðar frá byrjun áttunda áratugarins á tengslum Örmögnunar sem mögulegs undanfara hjarta- og æðasjúkdóma.

Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum, hefur rannsakað örmögnun og hefur víðtæka reynslu af málaflokknum. Hún segir að algengasta ástæða þess að fólk leiti sér hjálpar vegna örmögnunar sé að líkaminn gefi sig. 

„Það eru dæmi um að fólk vakni einn daginn og geti ekki hreyft sig“.

Í erindi sínu fjallar dr. Eygló Guðmundsdóttir m.a. um það hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar og hvernig áföll í lífinu hafa áhrif á líkamlega heilsu, jafnvel þótt langt sé um liðið. Eygló leggur áherslu á það í fyrirlestri sínum að það geti komið fyrir alla að örmagnast en því fylgi enn mikil skömm.

Hér má hlusta á hlaðvörp þar sem tekið er viðtal við Eygló um m.a. örmögnun og doktorsritgerðina hennar þar sem hún rannsakaði sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna.

https://podcasts.apple.com/us/podcast/6-all-colors-this-nightmare-part-1-parental-stress/id1441822841?i=1000429792565

https://podcasts.apple.com/us/podcast/7-all-colors-this-nightmare-part-2-parental-stress/id1441822841?i=1000430880378

FULLBÓKAÐ: Ómeðvituð hlutdrægni (Unconscious bias) – er hugur þinn tær eða mengaður af fyrirfram ákveðnum (for)dómum?

Mannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer fram hjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem Guðrún Högnadóttir kynnir hér til leiks, munum við skapa vinnustað þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum. 

Jákvæð samskipti og liðsheild

Allir vinnustaðir þurfa á jákvæðum samskiptum og liðsheild að halda. Þetta vitum við öll. En hvaða leiðir er best að fara til þess að ná fólkinu með sér? Er hægt að nota ákveðnar æfingar eða aðferðafræði?

Jón Halldórsson frá KVAN og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari, verða með líflegan morgunfund um jákvæð samskipti og liðheild.

Jón starfar sem framkvæmdastjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Hann hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Pálmar hefur getið af sér gott orð fyrir að vera skemmtilegur og líflegur fyrirlesari, en hann heldur kröftuga fyrirlestra um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Um daginn hélt hann fyrirlestur númer 500! Þá hefur hann margra ára reynslu sem íþróttaþjálfari barna og unglina.  

Nýjar áskoranir - Stefnumót við mannauðsstjóra - heilbrigði og Qigong lífsorkan

Markmið þessa stefnumóts við mannauðsstjóra og stjórnendur sem fara með mannauðsmál er að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir til að bæta líðan og samstöðu starfsmanna. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi.

Sérstaklega verða ræddar og leitað svara við spurningum eins og:

 

  • Hvernig geta stjórnendur hlúð betur að líðan og heilsu starfsmanna sinna?
  • Hvernig náum við til viðskiptavina – tæknilausnir og/eða mannleg samskipti?
  • Hvaða áherslur þarf að hafa í stjórnun til að skapa einbeitta og viljasterka liðsheild?
Einfaldar Qigong lífsorkuæfingarnar er ein leið til að losa um spennu, auka jákvæðni og viljastyrk. 

 

Í lokin læra þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum. 


Fyrirlesari:

Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun.

Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.

Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum

Staðsetning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleynir 8-12, 112 Reykjavík

Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Hvaða þættir eru það sem stjórnendur þurfa að huga að í sinni stjórnun? Farið verður yfir það helsta sem stjórnendur þurfa tileinka sér/hafa í huga tengt breytingum.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Fyrir hverja: Viðburðurinn er gagnlegur fyrir stjórnendur, markþjálfa og alla þá sem koma að breytingstjórnun innan fyrirtækja. Einnig þá sem hafa áhuga á lean, markþjálfun og breytingastjórnun.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigenda Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

 

 

Meðvirkni í stjórnun

ATHUGIÐ breytt staðsetning: Póstmiðstöð Íslandspóst, Stórhöfða 32, beygt til vinstri fyrir framan húsið, keyrt meðfram því og inn fyrir það og lagt á bílastæði fyrir ofan húsið.
Meðvirkni í stjórnun. Hvað er það? Hvernig birtist hún og hvaða áhrif hefur hún á starfsfólk og stjórnendur, starfsemina, vinnustaðarmenninguna og viðskiptavinina? Hvenær erum við - stjórnendur - meðvirkir? Hvað gerist ef meðvirkni fær að viðgangast á vinnustöðum óáreitt? Og hvað er til ráða?
Sigríður Indriðadóttir hefur undanfarin ár unnið með meðvirkni í stjórnun í tengslum við störf sín að mannauðsmálum. Sigríður mun leitast við að svara þessum spurningum og öðrum í fyrirlestri á vegum mannauðshóps Stjórnvísi fimmtudaginn 26. september nk. 
Sigríður er með MSSc gráðu í stjórnun og þróun mannauðs frá Lundarháskóla í Svíþjóð auk þess sem hún hefur lokið markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri frá árinu 2008 og samhliða því sem ráðgjafi í mannauðsmálum og þjálfari í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni. Sigríður starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá Íslandspósti.
Staðsetning: 
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Íslandspósts að Stórhöfða 32 (Póstmiðstöð), beygt til vinstri fyrir framan húsið, keyrt meðfram því og inn fyrir það og lagt á bílastæði fyrir ofan húsið.

Léttar kaffiveitingar milli 8:00 og 8:30

 

Skaðleg skrifstofumenning? Haldinn í "IÐAN fræðslusetur".

ATH!  Breytt staðsetning.  Viðburðurinn verður haldinn í "IÐAN fræðslusetur" Vatnagörðum 20.  Ísland er í 33. sæti af 38 þegar skoðuð er samþætting vinnu og einkalífs skv. samanburðargögnum frá OECD. Tækniþróun og snjallvæðing hafa gjörbreytt því hvernig við vinnum, en einnig gert mörkin á milli vinnu og einkalífs óskýr með tilheyrandi streitu. Hvað getum við gert til að breyta þessu og hver eru fyrstu skrefin í rétta átt? Steinar Þór Ólafsson, markaðsstjóri Skeljungs, hefur skrifað pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um þessi málefni. Hér mun hann reifa rannsóknir og setja fram sínar vangaveltur um þessi mál.
Skemmtilegur vettvangur til þess að skapa umræðu um þessi mál og kasta fram spurningum. Athugið að það kemst takmarkaður fjöldi að.

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Móttaka og aðlögun erlendra starfsmanna

Erlendu starfsfólki fjölgar hratt á Íslandi. Hvernig geta vinnuveitendur brugðist við ? Hvernig er best að hátta móttöku erlendra starfsmanna? 

Fáum reynslusögu frá fyrirtæki sem hefur tekið á móti fjölmörgum erlendum starfsmönnum.

Rut Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á mannauðs- og gæðasviði Strætó bs tekur á móti okkur á höfuðstöðvum Strætó og segir okkur frá reynslu þeirra. 

Jafnlaunavottun frá A til Ö

Anna Beta Gísladóttir, sérfræðingur í Jafnlaunastaðli hjá Ráði

Fjallar um tæknileg atriði er snúa að staðlinum og sameiginlegar hliðar jafnlaunakerfa og annarra ISO stjórnunarkerfa.

Kristín Björnsdóttir, viðskiptastjóri og CCQ ráðgjafi hjá Origo

Fjallar um reynslu Origo af innri úttektum með CCQ. 

Gná Guðjónsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun mun fjalla um: 

Hvernig hægt er að lágmarka óæskilega ákvarðanatöku vegna ofnotkunar á einföldunarreglum og huglægra skekkja með vottuðum stjórnunarkerfum.

Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.

 

Snerpa mannauðsins - Samkeppnisforskot á tímum sjálfvirkni og gervigreindar

Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nú þegar nýtt sér sjálfvirkni og gervigreind til að auka samkeppnisforskot sitt og arðsemi. Snerpa er lykilþáttur til að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna. Dale Carnegie í samvinnu við Stjórnvísi kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar sem mælir viðhorf stjórnenda og starfsmanna til sjálfvirkni og gervigreindar á Íslandi og í 11 samanburðarlöndum.

Á vinnustofunni mun Erla Ósk Pétursdóttir mannauðsstjóri Vísis hf. í Grindavík segja frá reynslu þeirra af innleiðingu aukinnar sjálfvirkni en undanfarin ár hefur framleiðsla á hvern starfsmann margfaldast. Við innleiðingu sjálfvirkni vakna eðlilegar margar spurningar hjá starfsfólki og nýjar áskoranir verða til.

Fundinum verður streymt af facebook síðu Stjórnvísi.

Þróun fræðslu & umbótastarfs hjá Strætó bs.

Verið velkomin til Strætó þann 11.apríl 2019. 

 

Rut Vilhjálmsdóttir sérfræðingur á Mannauðs- og gæðasviði mun kynna fyrir okkur hvernig þróun fræðslu og umbótastarfs henni tengdri er hjá fyrirtækinu. 

 

Staðsetning: Þönglabakki 4 - 2.hæð t.v. 

Virði starfa - áhrifaþættir og aðferðir

Viðburður um virði starfa haldinn í Opna Háskólanum 10. apríl kl. 8:45. 

Jafnlaunastjórnun felur í sér að meta öll störf skipulagsheilda og auðkenna jafnverðmæt störf. Margar aðferðir eru til við að framkvæma þetta mat og er markmið viðburðarins að kynnast nokkrum þeirra.

Dagskrá :
  • 08:45 - Lúvísa Sigurðardóttir - Verkefnastjóri jafnlaunakerfis hjá Landspítalanum 
  • 09:10 - Auður Lilja og Rósa Björk - Ráðgjafar Verkefnastofu starfsmats
  • 09:35 - Katrín Ólafsdóttir - Dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
 
Nánari lýsing á erindum
 
Flækjustig vinnustaða

Lúvísa Sigurðardóttir er verkefnastjóri jafnlaunakerfis á Landspítalanum, einum stærsta vinnustað Íslands. Hún ber ábyrgð á innleiðingu á jafnlaunakerfi spítalans og hefur sett upp heildrænt matskerfi fyrir öll störf, þvert á fagsvið og stéttir. Hún ætlar að fjalla um þær aðferðir sem Landspítalinn notar til að meta saman jafnverðmæt störf og það flækjustig sem getur myndsast þegar Jafnlaunastaðall er innleiddur á fjölbreyttan vinnustað.

 

Samræmd matsaðferð fyrir ólík störf

Auður Lilja Erlingsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir eru ráðgjafar hjá Verkefnastofu starfsmats. Þær munu kynna aðferðafræði við mat á störfum hjá sveitarfélögum á landsvísu, starfmatskerfið sjálft og ræða kosti þess og galla.

 

Áhrif vinnumarkaðs á virði starfa

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík hefur um árabil rannsakað íslenskan vinnumarkað og sveigjanleika hans. Hún vann meðal annars úttekt á stöðu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði árið 2015 fyrir Aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Í erindi sínu fjalla um áhrifaþætti vinnumarkaðarins á laun og virði starfa út frá þeim markaðsáhrifum.

STEFNUMÓT VIÐ FRAMTÍÐINA - Stefnumótunarferli Listaháskóla Íslands: aðferðir og áskornir.

Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og verkefnastjóri stefnumótunarinnar og Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri í myndlist, segja frá nýlega afstöðnu stefnumótunarferli Listaháskólans. Fjallað verður um val á aðferðum, þær leiðir sem farnar voru til að auka á samráð og þátttöku í ferlinu, og um þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í þátttöku alls starfsfólks. 

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn þann 27. mars 2019, kl 12:00. 

Staðsetning: Klambrar Bistro, Flókagötu 24.

Dagskrá:

1. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.

2. Kosning nýrrar stjórnar 

 

Ólík menning starfsfólks – ólíkir gestir – ólík þjónusta?

Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur ehf útskýrir hvernig ólík menning erlendra gesta getur haft áhrif á upplifun þeirra á þjónustu hérlendis. Þessi umræða verður einnig spegluð í hvort ólík menning starfsfólks hafi áhrif hérlendis. 

Margrét styðst við efni úr nýútgefinni bók sinni „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists“. Bókin er þegar komin í kennslu erlendis. 

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flyover Ísland, sem er glænýtt fyrirtæki, segir  frá hugmyndafræði fyrirtækisins og tengir við hvernig President of People and Culture  hjá móðurfyrirtækinu í USA ætlar að nota bókina frá Margréti sem þjálfunarefni. 

 Sjá má videó um bókina HÉR

 

Takmarkaður sætafjöldi

Árangursmælingar í mannauðsstjórnun

- Athygli er vakin á því að fundinum verður streymt á facebook-síðu Stjórnvísi - 

 

Fjallað verður um reynslu mannauðsstjóra af mannauðsmælingum og leitað svara við spurningum á borð við:

  • Hvað eru mannauðsstjórar að mæla?
  • Hvernig eru þær að nýtast?
  • Hverjar eru helstu áskoranir og hindranir?
  • Hvernig er best að byrja?


Einnig verður sagt frá verkefni á vegum Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi sem felur í sér að leggja drög að samræmdum mannauðsmælingum á Íslandi (Benchmark).

Fyrirlesarar:
Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar hjá Reiknistofu bankanna.
Hildur Erla Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri 1912
Sif Svavarsdóttir, Global HR Coordinator hjá Eimskip

 

Ath. bílastæði eru einnig fyrir aftan húsnæðið við Korngarða 2 og við Vöruhótel Eimskips.

 

Að halda okkur heitum á tímum kulnunar

Á hádegisfyrirlestri Stjórnvísi verða kynntar leiðir til að hlúa að persónulegri velferð og faglegri ábyrgð starfsfólks með því að auka einbeitingu að réttum verkefnum, halda fókus, hlúa að eigin orku og hámarka afköst og árangur í lífi og starfi. 
Hádegisfyrirlesturinn byggir á vinnuferlinu 5 valkostir til framúrskarandi framleiðni  (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), sem sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til aukins árangurs og ánægju starfsmanna  á þekkingaröld.   Þessi áhrifaríka nálgun til aukinnar framleiðni byggir á margra ára rannsóknum og reynslu og færir þekkingarstarfsfólki og leiðtogum viðhorf og hæfni sem nauðsynleg er fyrir hámarks árangur.

​​

 

Alcoa og ný sýn þeirra á heilsu og öryggismál

Guðmundur Benedikt Þorsteinsson, sérfræðingur í vinnuvernd hjá Alcoa Fjarðaáli, mun farar yfir hvernig Alcoa Fjarðaál breytti um áherslur í heilsu og öryggismálum. Hann mun kynna hvernig fyrirtækið tileinkaði sér nýja sýn á heilsu og öryggismál og með því nýja stefnu til framtíðar.

Viðburðurinn er samstarf faghópa Stjórnvísis um umhverfi og öryggi, mannauðsstjórnun og Vinnís (Vinnuvistfræðifélags Íslands)  

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!-Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!  - Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk.
Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.
Háskólinn í Reykjavík,  Stofa M104.

Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið býður upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna.

Í fyrirlestrinum mun Pauline fjalla um nauðsyn þess að endurskilgreina karlmennskuna til að stuðla að friðsælli og framsæknari heimi. Segir hún að margt megi betur fara í stjórnunarháttum samtímans og að eitt af helstu vandamálunum sé skökk sýn á karlmennskuna og kynhlutverkin eins og þau hafa verið skilgreind af menningu og trúarbrögðum. Það sé kominn tími fyrir mannkynið að leita að öðrum leiðum til forystu sem ekki byggja á slíkum hugmyndum eða á aðferðum feðraveldisins. Stjórnun og forysta sem byggi á viðteknum karlmennskuhugmyndum grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Eina leiðin til að koma á réttlæti og sjálfbærri þróun byggi á algjörri endurskilgreiningu á karlmennsku á öllum sviðum lífsins.

Pauline er stofnandi Future African Leaders Project og er félagi í Center for Health and Social Policy. Hún starfaði sem ráðgjafi fyrir UNAIDS um árabil og sinnir stjórnar- og ráðgjafastörfum, þar á meðal hjá Foundation for Sustainable Development og The Circle of Concerned African Woman Theologians. Pauline rekur fyrirtækið African Women & Youth sem er skapandi hönnunarfyrirtæki sem handgerir vandaðar handsmíðaðir afríkuvörur fyrir heimsmarkaðinn. Árið 2011 hlaut Pauline The United Methodist Church Global Leadership Award og Huffington Post hefur tilnefnt Pauline sem eina af 50 mikilvægustu trúarleiðtogum heims. Hún hefur meistarapróf frá Yale University Divinity School og doktorsgráðu frá Union Theological Seminary í New York. Pauline er stundarkennari í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð.

Markþjálfunardagurinn 2019 - sérstök kjör til Stjórnvísifélaga.

ICF Iceland félag markþjálfa hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum Stjórnvísi sérstök kjör á Markþjálfunardaginn 2019, sem haldinn er á Hilton hótelinu þann 24. janúar kl. 13.
Markþjálfunardagurinn 2019 snýst um markþjálfun til árangurs, áhrifa og arðsemis. Tveir erlendir fyrirlesarar ásamt fjórum íslenskum munu halda fyrirlestur á ráðstefnunni, sjá neðar.
Að gefnu tilefni hefur verið útbúinn viðskiptavina-hlekkur:
https://tix.is/is/specialoffer/t5fpx3f36aclm/
Hlekkurinn er í gildi til fimmtudags 17. janúar eða á meðan miðar endast en takmarkað framboð er á þessum kjörum.
Markþjálfunardagurinn 2019 snýst um markþjálfun til árangurs, áhrifa og arðsemis. Ég vona að þú getir nýtt þér miðana og komið á Markþálfunardaginn 2019. Þú mátt endilega nýta linkinn fyrir þá sem þú vilt taka með þér og bjóða þeim að kaupa miða á sérstökum kjörum.

Stjórnvísi vekur athygli á markþjálfunardeginum 2019 sem er á vegum ICF Iceland. 
Yfirskrift dagsins í ár er: Markþjálfun til árangurs, áhrif  og arðsemi – í dag, á morgun og til framtíðar. 
Frekari upplýinsgar um Markþjálfunardaginn er á heimasíðu félagsins: https://icf-vidburdir.webflow.io/
Miðasala er hafin! https://tix.is/is/event/7236/mark-jalfunardagurinn-2019/
Markþjálfunardagurinn verður haldinn í sjöunda sinn á Hótel Nordica, þann 24 janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs. 

Hvaða áhrif hefur markþjálfun á menningaráskorunina sem blasir við í stafrænum heimi? Hvernig gagnast markþjálfun til þess að takast á við sívaxandi kröfur á tímum hraðra breytinga í viðskiptaumhverfinu? Hvaða áhrif hefur markþjálfun á árangur og arðsemi? Hvernig er hægt að nýta kraft samfélagsmiðla og markþjálfun til þess að hafa jákvæð áhrif?  

Fyrirlesarar í ár eru þau:

Örn Haraldsson, PCC markþjálfi, Kolibri.
Olga Björt Þórðardóttir, markþegi og ritstjóri Fjarðarpóstsins.
John Snorri Sigurjónsson, fjallagarpur.
Alda Karen Hjaltalín, markaðssérfræðingur.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar eru á meðal fyrirlesara í ár, þau Nathalie Ducrot og Guy Woods. 

 

Hannaðu líf þitt

Stofa M209

Bill Burnett og Dave Evens hafa kennt afar vinsælt námskeið við Stanford háskóla sem ber heitið Designing Your Life og hefur nýst fjölmörgum við að breyta lífi sínu. Þeir félagar trúa því að breytingar krefjist ferils, hönnunarferils, til að við getum áttað okkur á því hvað við viljum og hvernig við náum því. Aðferðin felst í því að hugsa eins og hönnuðir, og hanna og búa sér líf – á hvaða aldri sem er – þar sem við blómstrum.

Ragnhildur Vigfúsdóttir er ein 45 markþjálfa sem sótti þjálfun hjá þeim s.l. sumar og fékk í kjölfarið réttindi sem Designing Your Life Certified Coach. Ragnhildur nýtir aðferðafræðina með markþegum sínum á ýmsan hátt og kynnir þær á þessum fundi. Ragnhildur hefur unnið að flestum sviðum mannauðsmála sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi, starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og sem ráðgjafi hjá Zenter. Ragnhildur er með MA í sögu og safnfræðum, með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði, alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi, NLP master coach og Certified Daring Way™ Facilitator sem þýðir að hún má halda námskeið byggð á fræðum Dr Brené Brown. Ragnhildur hefur alþjóðleg réttindi til að leiða vinnu með teymi byggð á fræðum Lencioni og er Certified Designing Your Life Coach. Ragnhildur notar meðal annars styrkleikagreiningar, Strength Profile, fyrir markþega sína og einnig fyrir teymi og deildir innan fyrirtækja og stofnana. 

Áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum

Hvað er menning og hefur hún áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna?  Eru áhrif íslenskrar menningar jákvæð eða neikvæð í alþjóðlegum verkefnum?

Fjallað verður um áhrif menningar, hvaða áskoranir felast í alþjóðlegu umhverfi, hvernig megi bregðast við og hvort yfirhöfuð sé hægt að stjórna menningu. Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna og hvaða lærdóm má draga af stýringu alþjóðlegra verkefna hjá Össuri.

Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össuri hf og hefur starfað á fjármálsviði fyrirtækisins síðastliðin 17 ár. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla og Íslands og útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017 þar sem hún skrifaði um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu úr MPM náminu og byggði verkefnið á raundæmi úr starfsemi Össurar.

 

Staðsetning:
Össur
Grjóthálsi 5
4. hæð

Hvernig nýtist sáttamiðlun stjórnendum í erfiðum starfsmannamálum?

Fjölmörg vandamál á vinnustöðum á rætur sínar að rekja til ágreinings milli starfsmanna og fer oft mikill tími stjórnenda í það að leysa úr ágreiningsmálum.

Ágreiningur á milli aðila er óhjákvæmilegur og í mörgum tilfellum nauðsynlegur. Ef ágreiningur er hinsvegar mikill skapar það oft mikla vanlíðan hjá starfsmönnum sem getur komið út í reiði, kvíða, spennu, stressi og fleiri kvillum sem leiða gjarnan til slakari frammistöðu í starfi. 

Góð kunnátta stjórnanda í sáttamiðlun getur bæði sparað dýrmætan tíma stjórnandans, sparað miknn kostnað og leitt til betri starfsanda og bættra samskipta á vinnustað. Þar að auki getur góð kunnátta í sáttamiðlun verið góður kostur í skipulagsbreytingum

Fyrirlesarar eru Gyða Kristjánsdóttir og Elmar Hallgríms Hallgrímsson.

*Viðburðurinn er í matsalnum á 5. Hæð í Skógarhlíðinni. - látið vita af ykkur í móttökunni á fyrstu hæðinni.

Passar sama stærðin fyrir alla?

Er hægt að setja okkur öll inn í sama boxið og kenna okkur að vinna eftir sömu aðferð?  Mörg námskeið og kennsluaðferðir byggja á að allir aðlagi sig að einni aðferð til vinnu og líklegt er að það virki fyrir einhverja.  En fyrir flesta sem læra, miðla og framkvæma í ólíkum og margbreytilegum störfum þá er ekki hægt að sníða sömu flík á alla.

Við erum öll fædd með mismunandi hæfleika sem gerir okkur ólík.   Hæfileikar okkar og styrleikar koma líka fram í okkar vinnustíl og tengist persónugerð okkar.   Við þurfum að sérsníða okkar vinnustíl þannig að hann samrýmist eðli okkar og þeirri persónugerð sem við fengum í vöggugjöf. Við getum farið í mörg próf til að finna okkar styrleika en það þarf að læra nýta eigin hæfileika til að hámarka eigin vinnustíl? 

Hver ert þú?  Ertu forgangsraðari, skipuleggjari, hagræðingur eða hugmyndasmiður?

Forgangsraðarinn er markmiðasækinn og hann vinnur verkefnatengt.  Skipuleggjarinn vinnur í tímalínu og hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum.  Hagræðingurinn notar innsæi og er fljótur að átta sig á forgangsröðun.  Hugmyndarsmiðurinn vinnur í hugmyndum og hann spyr spurninga eins og getum við gert þetta öðruvísi?

Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. .  Hún er er með MSc gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstrarfræði frá Tækniskólanum.  Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.

Viðburðurinn er á vegum faghóps markþjálfunar í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun.

Fullbókað: ATH! Breytt staðsetning: Samskipti til árangurs fyrir teymi - Lean

Vinsamlegast athugið að fundurinn verður í sal BSRB Grettisgötu 89 (hornið á Grettisgötu og Rauðarárstíg).  

Góð samskipti á vinnustað eru oft uppspretta góðra verka.

Á þessum grunni leiðir virk þátttaka starfsmanna í umbótaverkefnum, með skipulögðum hætti, af sér aukin samskipti þar sem virðing fyrir framlagi samstarfsfólks er leiðarljós. Aukin samskipti á þessum nótum leiða til betri samskipta og aukins árangurs. Við horfum á þetta frá þremur sjónarhornum:

  • Sérfræðingur á sviði samskipta, Sigríður Hulda hjá SHJ ráðgjöf, fjallar um ávinning góðrar samskiptafærni.
  • Þórunn Óðinsdóttir, sérfræðingur á sviði Lean segir frá hvernig helstu aðferðir Lean geta hjálpað til við að efla og styrkja teymi svo starfsfólk geti í sameiningu náð framúrskarandi árangri. 
  • Starfsfólk hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti á vinnustaðnum.

Innri ró í erli dagsins - jóga Nidra á vinnustöðum

Faghópar um heilsueflandi vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun bjóða Stjórnvísifélögum að kynna sér Jóga Nidra á vinnustöðum. Jóhanna Briem er jóga Nidra leiðbeinandi og hefur leitt Nidra í fyrirtækjum við mikla ánægju starfsmanna. Hún mun byrja fundinn á kynningu á jóga Nidra, hvað það er og hvaða áhrif það getur haft á heilsu og vellíðan einstaklinga. Í lokin mun hún leyfa fundargestum að upplifa Nidra hugleiðslu (ca 20 mín.)  þannig að allir fá að upplifa sjálfir hvernig jóga Nidra virkar.

Í dag búa margir við of mikið álag sem getur valdið streitu og líkamlegum og andlegum einkennum. Rannsóknir sýna að of mikil streita og spenna valda bólgum í líkamanum sem eru áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma. Í jógafræðum er talað um jafnvægi taugakerfisins sem lykil að góðri heilsu og vellíðan. Í jóga Nidra er slökunarviðbragðið virkjað en í því ástandi endurnýjar líkaminn sig, það hægir á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar, öndun verður dýpri og líkaminn slakar á. Það dregur úr streitu, kvíða, hugurinn róast og svefninn verður betri. Ástæðan fyrir því að vera með jóga Nidra í fyrirtækjum er að efla heilsu starfsmanna, vellíðan og starfsánægju.

 

 

Meðfylgjandi er nánari lýsing á Jóga Nidra:  Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra kallast einnig „jógískur svefn“ en í hugleiðslunni eru þátttakendur leiddir markvisst inn í djúpt slökunarástand eins og verður þegar við sofum. Nidrað nýtir það sem líkaminn kann það er að sofna en í því ferli hægist ósjálfrátt á heilabylgjutíðni. Í jóga Nidra eru þátttakendur leiddir í gegnum þessar breytingar á heilabylgjutíðni en markmiðið er þó ekki að sofna, heldur halda vakandi vitund og dvelja í djúpri slökun  milli svefns og vöku. Í þessu ástandi fara þátttakendur frá hinum hugsandi huga, inn í þögnina sem býr í okkur öllum, tengjast sínu sanna sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum. Þeir fara frá því að hugsa og gera yfir í það að finna og vera (núvitund). Með reglulegri ástundun á Jóga Nidra er hægt að öðlast meiri hæfni í að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum og læra betur að stýra eigin huga og líðan. Þegar hugurinn er kyrr er sem dæmi hægt að taka mun betri og skýrari ákvarðanir en þegar hugurinn er á fullri ferð.

Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Í Jóga Nidra losnar um hormón og taugaboðefni sem gera okkur hamingjusamari, afslappaðri, heilsuhraustari, lækka háan blóðþrýsting og draga úr bólgum í líkamanum sem í dag eru taldar orsök lífsstilssjúkdóma. Streita sem orsakast fyrst og fremst af of virkum huga og of mikilli spennu safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli og veldur bæði líkamlegum og andlegum einkennum. Herbert Benson, MD hjartalæknir í Harvard hefur rannsakað það sem hann kallar „slökunarviðbragðið“ (e. relaxation response) í yfir 40 ár,  en þar fer líkaminn í svokallað „parasympatískt“ ástand en það er slökunarhluti ósjálfráða taugakerfisins (sefkerfið) þar sem líkaminn gerir við sig. Hans viðfangsefni hefur verið að rannsaka áhrif hugleiðslu á þetta viðbragð og staðfesta niðurstöður ótvírætt ofangreind áhrif.

Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðum forritum í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna einstaklingum vel. Ásetningur er fræ sem við viljum sá til þess að leiða okkur á þá leið sem við viljum fara í lífinu. Í fyrstu tímunum setur leiðbeinandi vanalega ásetning það er jákvæðar og styrkjandi staðhæfingar sem geta átt við alla.

Jóga Nidra tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, nokkrum jógaæfingum eða teygjum og síðan leggjast þátttakendur á dýnu á gólfinu með púða og teppi og hugleiðslan fer fram í liggjandi stöðu.

Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi 3 klukkutímum í svefni.

 

Jóhanna Briem hefur verið með námskeið í jóga Nidra í Endurmenntun Háskóla Íslands, auk námskeiða í tengslum við áhrif hugar á heilsu. Jóhanna hefur unnið við heilsueflingu í áratugi á mismunandi sviðum. Hún er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, nám í náms- og starfsráðgjöf og er löggiltur sjúkranuddari. Forvarnir hafa lengi verið hennar áhugasvið og fellur jóga Nidra vel inn á það svið.

Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training )

 

L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) - Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta ætla að kynna áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið er yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.

 

Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.

Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.

FRESTAÐ TIL HAUSTS!! - Atvinnubílstjórar á faraldsfæti - stefna og árangur

FRESTAÐ!!! 

Vegna óviðráðanlegra orsaka er nauðsynlegt að fresta þessum viðburði til haustsins.

Biðjumst afsökunar á stuttum fyrirvara.

----------------

Í núverandi árferði reynist mörgum atvinnurekendum sem vinna við vörudreifingu og ferðaþjónustu áskorun að finna og halda góðu starfsfólki. Hafa margir leitað út fyrir landsteinana að meiraprófsbílstjórum til að keyra rútur og flutningabíla.

 

Sigríður Thors ráðningar- og kennslustjóri ASKO Rogaland AS í Noregi leitar um þessar mundir að íslenskum meiraprófsbílstjórum til að starfa hjá fyrirtækinu í sumar. Hvernig hafa þessar ráðningar gengið og hvernig metur fyrirtækið árangur þeirra sem koma í slíkar tímabundnar stöður? Eru ráðningar sem þessar hluti af mannauðsstefnu ASKO? Um þessi atriði og fleiri ætlar Sigríður að fræða okkur um þann 6. apríl nk.

Hvað eiga kvenstjórnendur sameiginlegt og hver eru viðhorf karla til þeirra?

Tvö mjög áhugaverð erindi um kvenstjórnendur þar sem snillingarnir Katrín Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Póstinum og Íris Ósk Valþórsdóttir stöðvarstjóri hjá Avis deila visku sinni og stýra umræðum.

Því miður er fullbókað á viðburðinn.  

 

Kvenstjórnendur á íslenskum vinnumarkaði. Hvað eiga þeir sameiginlegt?
Katrín fjallar um rannsókn sem hún gerði á kvenstjórnendum á íslenskum vinnumarkaði. Farið er yfir hvað einkennir persónuleika þeirra, hvernig þær tvinna saman fjölskyldulíf og vinnu, hvaða aðferðir þær nota í stjórnun, tengslanet þeirra og hvaða áhrif það hafði á framgang í starfi, kynjamisrétti og ráð sem þær gefa ungum konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.

Viðhorf íslenskra karla til kvenstjórnenda

Á síðustu árum og áratugum hefur þátttaka kvenna í stjórnunarstörfum verið töluvert í umræðunni og enn í dag heyrast af og til raddir sem segja að konum sé meinaður aðgangur að stjórnunarstörfum eða þær ekki metnar að verðleikum. Í erindi sínu segir Íris frá sinni sýn og vísar í rannsókn sem hún gerði á viðhorfum karla til kvenstjórnenda og stjórnunarhátta þeirra.

Getur markþjálfun hjálpað til við aga?

Hvernig er hægt að nýta aðferð markþjálfunar við aga?
 
Á þessum viðburði fáum við innsýn inní hvernig markþjálfun er nýtt með börnum og unglingum. Við fáum að heyra frá Gísla skólastjóra NÚ og einnig frá Markþjálfahjartanu sem mun segja frá hvað þau eru að gera. Hægt er að velta því fyrir sér, er hægt að yfirfæra þessa aðferð inní fyrirtækin og hafa þannig áhrif á starfsmenn? Einnig má hugsa geta foreldrar nýtt aðferðina heima fyrir?
 
Gísli skólastjóri NÚ sem er grunnskóli fyrir 8.-10. bekk í Hafnarfirði ætlar að segja okkur hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann deilir reynslu af markþjálfuninni með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni. 
 
 
Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslandsárið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin, hefur mikinn áhhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.
 
Hvernig skóli er NÚ?

Grunnskóli fyrir 8.-10. bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

 

Markþjálfahjartað

Styður við að skapa framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla! Markþjálfahjartað fer í skóla og markþjálfar nemendur og aðstoðar til við það í NÚ.

 

​Hvað er Markþjálfahjartað?

....hópur markþjálfa sem vinna að því að koma markþjálfun inn í menntakerfið á Íslandi.

  • Markþjálfahjartað vill sjá að nemendur, foreldrar og allt starfsfólk skóla geti haft greiðan aðgang að markþjálfun.

  • Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri.

  • Markþjálfun hjálpar einstaklingum og hópum að kortleggja eigin væntingar og gerir framtíðarsýn hvers og eins að veruleika.

  • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði og aðstoða marksækjendur við hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum.

  • Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið.

  • Með markþjálfun er hægt að bæta samskiptahæfni og þannig stuðla að bættu andrúmslofti innan skólans.

  • Hópmarkþjálfun getur nýst teymum, vinnuhópum og öðrum hópum sem vinna að sameiginlegum viðfangsefnum og markmiðum.

  • Markþjálfun er verkfæri sem getur verið gagnlegt til að efla andlegan þroska einstaklinga og jafnframt áhrifarík leið til sjálfstyrkingar þeirra.

     

 

 

Helstu einkenni stjórnenda hjá bestu þjónustufyrirtækjunum og hvað má læra af þeim?

 Því miður er orðið fullbókað á þennan viðburð. 

 

Flest ef ekki öll fyrirtæki vilja að viðskiptavinir sínir upplifi góða þjónustu. Það eru ýmis tæki og tól sem hægt er að beita en það verður ekki hjá því komist að hafa afar hæfa og góða stjórnendur. 

Í samvinnu við Nova og Expectus er ætlunin að fara yfir það hvað einkennir stjórnendur fyrirtækja sem ná árangri. 

Nova hefur í mörg ár átt ánægðustu viðskiptavini á fjarskiptamarkaði og því verður afar athyglisvert að fá kynningu á því hjá Þuríði Björg yfirmanni einstaklingssviðs hvað einkennir þeirra stjórnendur og stjórnendahætti. 

Með Þuríði ætlar Kristinn Tryggvi hjá Expectus að ræða hverskonar þjálfun og færni þessir stjórnendur ættu að hafa og hvaða faglega nálgun er hægt að taka til að hámarka árangur stjórnendanna. 

Styrkleikar – leysa þeir líka loftslagsvandann?

Oft heyrist sagt að við eigum að vera besta útgáfan af sjálfum okkur og því sé svo gagnlegt að þekkja styrkleika sína. Við eigum að einblína á þá, nýta þá betur og hætta að velta okkur uppúr veikleikunum – sem við þekkjum þó oftast mun betur. Það er minna rætt um það að þegar við ofnýtum styrkleika geta þeir jafnvel dregið úr okkur lífsgleði og kraft. Vannýttir styrkleikar bíða hins vegar eftir því að vera virkjaðir okkur til heilla og hamingju. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin boðar einmitt er að það að nýta styrkleika á nýjan hátt getur aukið hamingju okkar.

Almenningur hefur aðgang að nokkrum styrkleikaprófum á netinu, á þessum viðburði verður eitt þeirra, Strengths Profile, kynnt til sögunnar. Strengths Profile býður upp á styrkleikamat fyrir einstaklinga og teymi. Það gefur auga leið að það að hafa yfirsýn yfir styrkleika teymis getur gagnast á ýmsan hátt, til dæmis bætt afköst og anda.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja hagnýta eigin hestöfl sem best og fá sem mesta ánægju út úr deginum. Einnig tilvalið fyrir stjórnendur til að kynna sér hvernig styrkleikamatið geti hámarkað árangur í teymisvinnu.

Ragnhildur og Ágústa Sigrún eru mannauðsráðgjafar og ACC markþjálfar hjá Zenter. Þær nýta Strengths Profiler við markþjálfun og í vinnu með einstaklingum eða teymum. Helsti styrkleiki Ragnhildar skv. Strength Profiler er kímnigáfa og Ágústa hefur hugrekki í efsta sæti.

Þátttakendum býðst að fá styrkleikamat og endurgjöf í tengslum við viðburðinn á sanngjörnu verði.

Talar starfsfólkið okkar sama tungumálið?

Á þessum fundi faghóps um mannauðsstjórnun verður fjallað um mikilvægi þess að starfsfólk innan sömu og þvert á þjónustugreinar tali sama tungumálið, áhrif þess á hæfni starfsfólks, þjónustugæði og orðspor.

Tungumálið er ein af undirstöðum árangursríkra samskipta og lykilþáttur þess að þjónustufyrirtæki geti eflt hæfni starfsfólks til að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Eitt er að tala sama tungumálið en það er hinsvegar annað mál ef starfsfólkið leggur ekki sama skilning í þau fagorð og hugtök sem tíðkast nota innan starfsgreinarinnar.

Markmið fundarins er að varpa ljósi á vaxandi vanda innan ferðaþjónustunnar og afrakstur klasasamstarfs samkeppnisaðila innan greinarinnar og hagsmunaaðila um sameiginlega lausn sem getur eflt hæfni starfsfólks og gæði þjónustunnar.

Þrír fyrirlesarar munu flytja erindi á fundinum:

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri/klasastjóri Íslenska Ferðaklasans

Kristín Sif Sigurðardóttir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik

Björgvin Filippusson, stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins

Fyrirlesturinn á erindi til allra þeirra sem koma að mannauðsmálum og stjórnun, þjálfun, fræðslu, sí – og endurmenntun starfsmanna.

Fundargestir athugið. Gengið er inn aðalinnganginn að framanverðu og er fundarsalurinn á fyrstu hæð á móti afgreiðslu. Hægt er að leggja í bílastæðin við Kringluna.

Fullbókað: Heilsueflandi Reykjavík - Áhersla á heilsueflingu starfsmanna og heilsueflandi stjórnun

Reykjavíkurborg leggur áherslu á heilsueflingu starfsmanna og hefur á árinu 2017 unnið markvisst að því að  efla heilsueflandi stjórnun  starfsstaða og staðið fyrir heilsueflandi aðgerðum fyrir alla starfsmenn Reykjavíkurborgar.   Lóa Birna Birgisdóttir fer yfir hvernig hefur verið unnið að heilsueflingu hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að innleiða breytingar í vinnustaðamenningu starfsstaða Reykjavíkurborgar til lengri tíma. Kynnt verður heilsu- og hvatningarverkefnið „Heilsuleikar Reykjavíkurborgar“ sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir  þar sem starfsmenn eru hvattir til að sinna heilsunni með leikgleðina að leiðarljósi og sjónum hefur verið beint bæði líkamlegri og andlegri heilsu sem og mataræði. 

Umbótaverkefni sem skiluðu bæði ánægðara starfsfólki og ánægðari viðskiptavinum.

Þjónustuver dótturfélaga OR hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og ætla Guðný Halla, forstöðumaður þjónustuvers og innheimtu ásamt Ásdísi Eir mannauðssérfræðingi að fara yfir samspil þjónustuverkefna og starfsánægju. 

Guðný Halla ætlar að fara yfir nokkur helstu umbótaverkefni þjónustuvers síðustu tveggja ára og hvernig það hafði áhrif á bæði starfsánægju og hvernig það breytti allri nálgun í þjónustu til viðskiptavina.

Farið verður yfir lykilmælikvarða í þjónustu og hvernig árangurinn hefur þróast í takt við þau verkefni sem farið var í. 

 

Ásdís ætlar að beita fræðilegri nálgun í mannauðsmálum og sýnir lykil niðurstöður í mælingum á starfsánægju.

 

Viðburðurinn er fyrir alla þá sem vinna að þjónustu og mannauðsmálum, stjórnendur og starfsfólk. 

 

 

Innleiðingarferli jafnlaunakerfis hjá velferðarráðuneytinu - jafnlaunavottun

Frumvarp velferðarráðuneytisins um jafnlaunavottun var samþykkt á vorþingi 2017 og mun breyting á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, taka gildi 1. janúar nk. Munu fyrirtæki og stofnanir landsins með 25 starfsmenn eða fleiri innleiða jafnlaunakerfi í áföngum til ársloka 2021. Velferðarráðuneytið býður til áhugaverðs fundar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í stofu M216 10. október nk. þar sem fjallað verður um innleiðingu jafnlaunakerfis hjá ráðuneytinu. Unnur Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins, mun segja frá innleiðingarferlinu ásamt Guðnýju Finnsdóttur, ráðgjafa hjá Goðhól ráðgjöf, sem aðstoðaði ráðuneytið við innleiðinguna. Farið verður yfir þá aðferðafræði sem notuð var og gefst tækifæri til að spyrja spurninga í lok erindisins. Fundurinn á erindi við þá sem eru að hefja innleiðingarferli jafnlaunakerfis og eru allir hjartanlega velkomnir.

 

ÞJÁLFUN Í GESTRISNI - raundæmi og verkefni.

Kynning á nýsköpunarverkefni: „Þjálfun í Gestrisni – Raundæmi og Verkefni“. 

Höfundar: Margrétar Reynisdóttur, www.gerumbetur.is og Sigrúnar Jóhannesdóttur, menntaráðgjafa 

Þátttakendur fá að prófa hluta af þjálfunarefninu á staðnum. 

Dagskrá:

Haukur Harðarson, forstöðumaður Hæfnisseturs ferðaþjónustunnar

Sigrún Jóhannesdóttir, menntaráðgjafi: Fræðin á bak við nýsköpunarverkefnið

Margrét Reynisdóttir, ráðgjafi hjá www.gerumbetur.is: Hvað sögðu álitsgjafarnir?

Tanía Smáradóttir, mannauðsstjóri hjá Hertz: Hvernig nýtist þjálfunarefnið?

Fullbókað: Árangursrík starfsmannasamtöl

Faghópur um markþjálfun byrjar vetrarstarfið á viðburði um starfsmannasamtöl, en það er við hæfi þar sem margir standa frammi fyrir því að taka þau um þessar mundir.

Lagt verður upp með að leitast við að svara: 
“Starfsmannasamtöl”
Hver á þau? Hvernig undirbúa stjórnendur sig? Hvernig er eftirfylgni háttað?

Sagt verður frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á nýrri aðferð starfsmannasamtala. Umrædd starfsmannasamtöl eru með breyttu sniði að því leiti að þau eru tekin fjórum sinnum á ári, með ákveðið þema að leiðarljósi hverju sinni og innan styttri tímaramma en hefðbundin starfsmannasamtöl.

Í framhaldi af því verður fjallað um markþjálfun stjórnenda fyrir starfsmannasamtöl sem leið til að undirbúa stjórnendur að taka árangursrík starfsmannasamtöl og fylgja þeim eftir. Stjórnendur fá tækifæri til að nýta starfsmannasamtalið til fullnustu og til árangurs fyrir báða aðila.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir stjórnendur með mannaforráð sem vilja nálgast verkefnið starfsmannasamtal af einurð og ánægju.  

  • Sóley Kristjánsdóttir, MS í mannauðsstjórnun og ACC markþjálfi, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar á umræddum starfsmannasamtölum.
  • Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Master í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og ACC markþjálfi, kynnir leiðir þess að markþjálfa stjórnendur fyrir starfsmannasamtöl.

Skert starfsgeta og ábyrgð fyrirtækja

Faghópar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannauðsstjórnun standa að fundinum. Markmiðið er að ná athygli forstöðumanna fyrirtækja á ábyrgð þeirra á að mæta þörfum er tengjast skertri starfsgetu og varpa ljósi á ávinninginn sem felst í því að sinna þessu á markvissan hátt.


Á fundinum verður fjallað um ábyrgð fyrirtækja að sinna starfsmönnum með skerta starfsgetu sem felst meðal annars í því að bjóða upp á hlutastarf bæði fyrir starfsmenn innan fyrirtækja sem eru að fara í langvinn veikindi eða koma til baka til starfa. 

Dagskrá:
• Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi stjórnarformaður VIRK býður gesti velkomna og segir frá samstarfi SA og Virk.
• Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði, mun tala stuttlega um ráðgjöf og þjónustu VIRK og jafnframt þann samfélagslega ávinning sem hlýst af því að koma einstaklingum aftur út á vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. Í því sambandi mun hún ræða um mikilvægi innleiðingar ákveðinna verkferla inni á vinnustaðnum sem auðveldað geta einstaklingum með skerta starfsgetu að vera áfram í vinnunni og/eða að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys.
• Berglind Helgadóttir, starfsmannasjúkraþjálfari/starfsmaður öryggisnefndar: „Starfsendurhæfing samhliða vinnu“ - Sagt verður frá þróunarverkefni Landspítala og VIRK um starfsendurhæfingu starfsmanna Landspítala samhliða vinnu. Markmið verkefnisins, sem hófst í september 2016, er að stuðla að endurkomu til vinnu í fyrra starfshlutfall eftir tímabundna skerta vinnugetu vegna heilsubrests.
• Guðmundur Maríusson, fjármálastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, segir frá reynslu fyrirtækisins varðandi samstarf við Virk.

Fundarstjóri er Ásdís Gíslason, kynningastjóri HS Orku.

 

Lausnamiðuð samskipti

Hér er á ferðinni fróðlegur og gagnlegur fyrirlestur sem fjallar um lausnamiðuð samskipti.

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar, fjallar hér um leiðir til þess að tala um það sem skiptir máli og hvernig við getum náð betri árangri í samskiptum við erfiðar aðstæður.

Góð samskipti eru lykilþáttur í allri velgengni, hvort sem um er að ræða í fyrirtæki eða fjölskyldulífi. Með því að vera meðvitaðri um leiðir til þess að sníða hjá algengum mistökum getum við bætt eigin árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum er m.a. farið yfir hvernig við ræðum viðkvæm málefni og finnum sameiginlegar lausnir, án þess að móðga fólk eða hrinda því frá okkur.

Fullbókað: Samfélagsábyrgð og starfsánægja

Fjallað verður um tengsl starfsánægju og samfélagsábyrgðar fyrirtækja, þ.e. hvernig áhersla fyrirtækja á samfélagsábyrgð ýtir undir starfsánægju og stolt starfsmanna. Varpað verður ljósi á innlendar og erlendar rannsóknir og sagt frá reynslu fyrirtækja, t.d. af mælingum þeirra um starfsánægju sem og mælingar á hvað það er varðandi samfélagsábyrgð sem starfsfólkið lætur sig varða.

"Samfélagsábyrgð og upplifun, viðhorf og hegðun starfsfólks"
Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun í HR, mun byrja fundinn á umfjöllun um niðurstöður úr CRANET rannsókninni í tengslum við samfélagsábyrgð og starfsánægju.

"Samfélagsábyrgð og starfsmenn Landsbankans"
Baldur Gísli Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun fjalla um mælingar sem bankinn hefur gert á viðhorfi starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

"Áhrif samfélagsábyrgðar á fyrirtækjamenningu - fræðin og mælingarnar".
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstóri hjá Reykjavíkurborg. Hún er menntuð á sviði samfélgsábyrgðar frá Svíþjóð og mun segja frá rannsóknum sem hún gerði meðal tveggja íslenskra fyrirtækja og velta upp möguleikum Reykjavíkurborgar að mæla viðhorf starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

Fundarstjóri verður Elma Dögg Steingrímsdóttir, gæðastjóri Te & Kaffi.

Þjónandi forysta í framkvæmd

Sigríður Björk Guðjónsdóttir Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur tileinkað sér þjónandi forystu og ætlar að fjalla um framkvæmd hennar í sínu starfi, áskoranir og ávinning.

Í fyrra fengu félagar Stjórnvísi kynningu á Þjónandi forystu og gildum hennar. Nú fylgjum við þeirri kynningu eftir og fáum innsýn í hvernig þjónandi forysta er í framkvæmd og hvernig er að vinna samkvæmt gildum þjónandi forystu.

Ekki missa af þessu erindi - einkar áhugavert fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér og tileinka sér þjónandi forystu í starfi.

Sköpunargleði og áhrif stjórnenda

Stjórnendur víðsvegar um heiminn telja að sköpunargleði sé einn af þeim þáttum sem vegur hvað þyngst til að fyrirtæki nái árangri, og alþjóða efnahagsstofnunin spáir að sköpunargleði verði á meðal þriggja mikilvægustu eiginleika starfsfólks árið 2020. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stjórnendur hafa hvað mest áhrif á hvort starfsfólk komi með skapandi lausnir til að efla fyrirtækið og auka þannig samkeppnishæfni þess. Nú er brýnna en áður að stjórnendur nýti og efli sköpunargleði starfsmanna, þar sem fjórða iðnbyltingin felur í sér miklar og hraðar breytingar.

Á fundinum mun Birna Dröfn fjalla um hvernig hægt er að efla sköpunargleði, ásamt því að fara yfir hlutverk stjórnandans við að efla og nýta sköpunargleði starfsmanna

Birna Dröfn Birgisdóttir er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún rannsakar leiðir stjórnenda til að auka sköpunargleði starfsmanna. Hún er viðskiptafræðingur og stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hún hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu."

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH

Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH, kynnir verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins er að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda (t.d. deildarstjóra og yfirlækna) er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Ásta segir frá því hvernig verkefnið fór af stað og greinir frá vísbendingum um árangur verkefnisins á lokasprettinum. Markþjálfun hefur einnig verið í boði fyrir stjórnendur LSH sem vilja styrkja sig enn frekar í starfi.

Ásta Bjarnadóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra mannauðssviðs LSH í byrjun árs 2016. Hún lauk doktorsprófi í vinnusálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997 og hefur síðan starfað sem mannauðsstjóri, háskólakennari og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, meðal annars hjá HR, Capacent og í Íslenskri erfðagreiningu. Ásta er einn af stofnendum CRANET rannsóknarverkefnisins um stöðu og þróun íslenskrar mannauðsstjórnunar og hún er vottaður verkefnastjóri (IPMA-C) og vottaður styrkleikamarkþjálfi. Frá arínu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala með áherslu á teymisvinnu stjórnenda og stuðning við úrvinnslu starfsumhverfiskönnunar.

Wake me up before you gogo! - Hvernig nýtum við reynslu starfsmanna áður en kemur að starfslokum?

Á viðburðinum verða þrjú áhugaverð erindi um þetta skemmtilega og mikilvæga málefni.

Glatað fé eða fundið? Miðaldra og eldra fólk í starfi.

Í erindi sínu mun Jóna Valborg koma með hugmyndir að því hvernig styrkja megi aldurstengda stjórnun starfsmannamála (e. age management). Byggir hún umfjöllun sína á rannsókn sem ætlað var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 ára og eldri. Starfsánægjuvogin verður kynnt sem hagnýtt verkfæri fyrir stjórnendur og ýmis ráð gefin sem eiga að geta ýtt undir starfsánægju þessa verðmæta starfshóps.

Ekki bíða þar til þeir eru farnir.
-Um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs

Elín Greta mun fjalla um niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni sitt sl. vor um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Komdu með að dansa gogo já við dinglum okkur eins og jójó.

Berglind ræðir mikilvægi þess að fólk starfi lengur bæði fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga. Hvaða þýðingu vinna hefur fyrir okkur andlega og hvernig þessi lífsbreyting hefur áhrif á okkur og hvernig við getum með sveigjanlegri starfslokum stuðlað að betri og árangursríkari starfslokum.

Mannauðsmælingar mánaðarlega eins og aðrar lykiltölur vinnustaðarins

Kynnt verður hvernig mannauðsstjórinn getur náð enn meiri yfirsýn yfir vinnustaðinn sem heild og hvert svið og hvern hóp fyrir sig. Farið verður yfir það hvernig allir stjórnendur innan vinnustaðarins verða enn virkari í ábyrgð á hlutverki sínu í að sinna mannauðshlutverki stjórnandans og heilbrigði vinnustaðarins eykst.

Fyrirlesarar eru:
Trausti Harðarson sérfræðingur frá HR Monitor https://hrmonitor.com/
Júlíus Steinn Kristjánsson mannauðsstjóri Ölgerðarinnar
Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofunnar

Núvitund á vinnustöðum

Núvitund er öflugt leið til að takast á við krefjandi starf og auka vellíðan. Núvitund hjálpar okkur að auka athygli og efla einbeitingu, eykur skilvirkni, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu, eflir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda.

Á þessari kynningu verður farið yfir hvað felst í núvitund og hvað rannsóknir segja um ávinning einsktaklinga við að tileinka sér núvitund og hvaða hag fyrirtæki hafa af því að innleiða núvitund inn í vinnustaðamenningu. Farið verður yfir hvernig starfsfólk getur með einföldum æfingum aukið núvitund sína, þjálfað huga og heila, skerpt athygli og einbeitingu þannig að auðveldara verði að takast á við verkefnalista og áskoranir í lífi og starfi en jafnframt aukið vellíðan sína og velgengni.

Anna Dóra Frostadóttir er sálfræðingur, núvitundarkennari og félagsráðgjafi. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu og sinnir jafnframt kennslu í núvitund á háskólastigi.

Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.

Fundurinn verður haldinn í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík.

Framúrskarandi öryggishegðun

Segja má til að einfalda myndina að öryggismál snúist um að skapa framtíðarsýn og skilgreina mikilvæg markmið auk þess að koma auga á, meta og stýra hættum sem geta komið í veg fyrir að framtíðarsýnin verði að veruleika.
Hluti þeirrar vinnu er m.a. að gera áhættumat, skjalfesta besta og öruggasta verklag og útbúa gátlista þar sem við á. Einnig má nefna að koma upp ferli fyrir frávikaskráningar, skilgreina orsakagreiningaferli og umbótaferli svo fátt eitt sé nefnt. Öll þessi vinna er hins vegar til einskins ef þeir starfsmenn sem útsettir eru fyrir hættum við sína vinnu fylgja ekki skráða verklaginu, skrá ekki frávikin, tileinka sér ekki breytingar í kjölfar úrbóta o.s.frv. Engar framfarir verða einungis frá skrifborðinu. Sá sem vill innleiða breytingar til að auka og bæta öryggisvitund og hegðun þarf að hafa sjálfstraust til að treyst á og nota eigin reynslu til að sannfæra aðra um nauðsyn þess að vinna með breyttum og öruggari hætti. Hann eða hún þarf að virkja stjórnendur og fara út til fólksins og eiga við það samtal. Sýna þarf ákveðni en jafnframt sveigjanleika. Sá sem vill framfarir þarf einnig að átta sig á að beita þarf mismunandi nálgun í samskiptum því fólk er mismunandi og hefur ólíkar væntingar og þarfir. Að virkja stjórnendur og starfsmenn á öllum stigum krefst leiðtogahæfni.

Í kynningu sinni mun Reynir Guðjónsson Dale Carnegie þjálfari og öryggisstjóri OR ræða þessi atriði og nokkrar leiðir sem hægt er að nota til að efla öryggisleiðtoga.

NLP og markþjálfun með fólki á krossgötum

Átt þú þér DRAUM?

Taktu DRAUMINN þinn með þér gegnum örstutt markþjálfunarferli:

  • Hvað gerist ef þú gerir þetta EKKI?
  • Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta?
  • Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta EKKI?
  • Hvað gerist ÞEGAR þú gerir þetta?

Er DRAUMURINN orðinn að MARKMIÐI?

Markþjálfarnir Ásgeir Jónsson og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir koma og veita innsýn í sín verkefni með áherslu á NLP og markþjálfun.

Ásgeir rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila.

Hrefna Birgitta er NLP Master Coach kennari, starfsþróunarþjálfi og á og rekur fyrirtækið Bruen sem býður uppá nám og námskeið í NLP markþjálfun, atferlis- og samskiptatækni.
Hrefna vinnur að fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir m.a. stjórnendur, starfsfólk og notendur Vinnu-, Heilbrigðis- og Velferðasviða á Norðurlöndum.

Þau starfa bæði að verkefnum fyrir Vinnumálastofnun og Velferðasvið.

Fullbókað: Hvenær er nógu mikið of mikið? - Innri upplýsingamiðlun og helgun starfsfólks

Hvenær er nógu mikið of mikið?

Innri upplýsingamiðlun og helgun starfsmanna

Hvaða tengsl eru á milli þess hvernig starfsmenn upplifa innri upplýsingamiðlun innan fyrirtækisins/stofnunarinnar og helgun þeirra gagnvart fyrirtækinu?

Hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun starfsmanna á upplýsingamiðlun?

Hvernig upplifa starfsmenn tækifæri sín til að tjá sínar skoðanir/ hugmyndir/ábendingar?

Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði innan stórrar breskrar stofnunar á upplifun starfsmanna af innri upplýsingamiðlun. Fagleg innri upplýsingamiðlun er öflugt tæki fyrir stjórnendur sem vilja auka afköst og skilvirkni á vinnustaðnum. Rannsóknin sýndi fram á sjö þætti sem hafa áhrif á upplifun starfsmanna af upplýsingamiðlun, m.a. að bæði of mikið af upplýsingum og of lítið geta haft neikvæð áhrif á upplifunina. Rannsóknin var lokaverkefni Guðfinnu í masters námi í mannauðsstjórnun við Birmingham City University í Englandi.

Niðurstöðurnar hafa þegar verið kynntar á alþjóðlegri mannauðsráðstefnu í Kanada og á ráðstefnu British Academy of Managment sem haldin var í Newcastle fyrr í haust.

Kynning á tilraunaverkefni um styttingu vinnudags

Harpa Hrund Berndsen mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg fer yfir niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnudags sem hefur verið í gangi á tveimur vinnustöðum borgarinnar.

Fullbókað: Hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun fjalla um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.

Birna Dröfn Birgisdóttir mun hefja viðburðinn með stuttri innleiðingu og kynningu á þjónandi forystu.

Birna Dröfn er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og hlaut nýlega rannsóknarstyrk Greenleaf Center for Servant Leadership. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Birna Dröfn er með mastersgráðu frá Griffith University í Ástralíu og er með viðskiptafærðipróf frá HR. Hún hefur líka numið mannauðsstjórnun, Neuro linguistic programming (NLP) og stjórnendamarkþjálfun.

Takmarkaður sætafjöldi.
Viðburðurinn er samstarf faghópanna um markþjálfun, lean og mannauðsstjórnun

Mannauðsstjórnun og þjónandi forysta

Sigrún Gunnarsdóttir fjallar um hvernig nýta má þjónandi forystu sem hugmyndafræði árangursríkrar mannauðsstjórnunar með hliðsjón af ánægju og árangri starfsfólks. Kynningarerindi í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu.

Erindi Sigrúnar frá 1. mars um Markþjálfun og snertifleti hennar við þjónandi forystu var mjög vel tekið og nú ber hún saman þjónandi forystu og mannauðsstjórnun.

Sigrún er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Framleiðsluskóli Marel

Árið 2015 hlaut Marel menntaverðlaun atvinnulífsins og var útnefnt sem menntafyrirtæki ársins 2015.

Marel er eitt af stærstu útflutningsfyrirtækjum Íslands og í farabroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Hjá Marel starfar breiður hópur fólks með fjölbreytta menntun. Um fjórðungur starfsfólks í framleiðslu hefur ekki lokið formlegri skólagöngu og er hugmyndafræðin að baki Framleiðsluskóla Marel að mæta þörfum þeirra fyrir sérsniðna menntun sem byggir á þörfum fyrirtækisins. Námið er einnig í samræmi við menntunarkröfur iðngreina s.s. rafvirkjun, smíði, málmsmíði og suða, rennismíði, rafeindavirkjun o.fl.

Á fundinum mun Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Marel, kynna fyrir okkur Framleiðsluskóla fyrirtækisins

Þjónandi forysta og snertifletir við markþjálfun

Hvað eiga þjónandi forysta og markþjálfun sameiginlegt?

Kynningarerindi í samvinnu faghóps Stjórnvísis og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún Gunnarsdóttir verður með almenna kynningu á þjónandi forystu og ræðir svo helstu snertifleti hennar við markþjálfun. Þeir snertifletir gætu verið fleiri en þú heldur.

Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Fræðsla: Rafrænar lausnir og þarfir mismunandi kynslóða á vinnumarkaði - KPMG

Áhrif tækni á nám hefur verið til umfjöllunar s.l. ár og er fræðsla innan fyrirtækja ekki þar undanskilin. Yngri kynslóðir kalla á fjölbreyttari aðferðir í fræðslu og í kjölfarið hefur aukist að fyrirtæki og stofnanir nýti sér í enn meira mæli rafrænar lausnir í fræðslu.

Á fundinum mun Andrés Guðmundsson mannauðsstjóri KPMG kynna hvernig fyrirtækið stendur að fræðslumálum m.a. er varðar rafræna fræðslu og mismunandi þarfir kynslóða.

Velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja

Hvaða þætti ættu fyrirtæki að hafa í huga þegar þau velta fyrir sér að styðja góð, samfélagsleg málefni?

Á fundinum verður fjallað um hvernig velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja eru annað og meira en auglýsing og skapa virði fyrir annars vegar samfélagið og hins vegar fyrirtækið og starfsfólk þess.

Dagskrá:

Soffía Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi hjá KOM, fer yfir góðar starfsaðferðir við að skipuleggja stuðning fyrirtækja við samfélagsverkefni, s.s. er varða val á verkefnum og innra og ytra kynningarstarf.

Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir frá styrkjastefnu Íslandsbanka og virði verkefnanna Hjálparhönd og Reykjavíkurmaraþon.

Gréta María Bergsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins segja frá deginum „Stelpur og tækni“ (Girls in ICT Day) sem haldinn hefur verið á Íslandi síðastliðin tvö ár með þátttöku alls átta upplýsingatæknifyrirtækja. Að deginum standa HR, Ský og SI til að kynna stelpum fyrir ýmsum möguleikum í tækninámi og leyfa þeim að hitta kvenfyrirmyndir í helstu tæknifyrirtækjum landsins.

Fundurinn fer fram í stofu M104.
Kaffi á boðstólum og hægt að kaupa sér hádegisbita í nærliggjandi veitingasölum.

Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu.

Niðurstöður rannsókna á heilastarfsemi eru farnar að veita okkur þekkingu sem leiðir til endurskoðunar á stjórnunarkenningum m.a. á sviði breytingastjórnunar og árangursríkrar samvinnu.
Líffræðilegar rætur samskipta, tengsla og samvinnu hafa verið rannsakaðar á sviði „Social neuroscience“. Úr þeim rannsóknum má greina tvö megin þemu. Í fyrsta lagi að verulegan hluta hvata sem stýra félagslegum samskiptum má rekja til skipulagðrar tilhneigingar mannsins til að lágmarka hættu og hámarka ávinning. Í öðru lagi að heilastarfsemi sem rekja má til félagslegrar reynslu og því að lágmarka hættu og hámarka ávinning fer fram á sömu svæðum í heilanum og heilastarfsemi sem tengist grunn þörf mannsins til að lifa af. Þannig meðhöndlar heilinn félagslegar þarfir með svipuðum hætti og þörf á mat og drykk.

Guðríður Sigurðardóttir og Inga Björg Hjaltadóttir ráðgjafar hjá Attentus fara yfir árangursríkar aðferðir í stjórnun út frá nýjustu rannsóknum í félags- og sálfræðilegum taugavísindum “neuroscience”.

Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Attentus hefur nýlokið mastersnámi í Leadership and Organizational Coaching frá EADA Business School í Barcelona þar sem meðal annars var unnið í Neuro Training Lab og nýjustu tækni í rannsóknum á taugavísindum var beitt í stjórnendaþjálfun. Inga Björg Hjaltadóttur ráðgjafi hjá Attentus er nýkomin heim af ráðstefnu Neuro Leadership Institute þar sem þáttakendur fengu að kynnast nýjustu rannsóknum á þessu sviði.

Jaflaunastaðall: Verkfæri til að reka skilvirkt jafnlaunakerfi

Jafnlaunastaðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um.

Með jafnlaunastaðlinum er ætlunin að láta fyrirtækjum í té verkfæri til að reka skilvirkt jafnlaunakerfi sem eftir atvikum er hægt að samþætta öðrum stjórnunarkerfum. Jafnlaunastaðallinn á að henta fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum.

Einar Mar Þórðarsson sérfræðingur í fjármála-og efnahagsráðuneytinu kynnir Jafnlaunastaðalinn og tilraunaverkefni um innleiðingu hans. Í erindinu verður farið yfir jafnlaunastaðalinn, markmið hans og helstu áföngum í innleiðingu og vottun.

The Goal of Coaching is the Goal of Good Management

The Goal of Coaching is the Goal of Good Management: to make the most of an organisation’s valuable resources. Good coaching is simply good management.

It requires many of the same skills that are critical to effective management, such as keen powers of observation, sensible judgment, and an ability to inspire appropriate action. It sounds simple, yet many managers don’t know where to begin. It is only in more recent times that business schools have taught the “soft” people skills alongside the “hard” skills of finance and operations. People management skills and the commitment to grow and develop others is a formula for both personal and business success.

This presentation will introduce and explore the core competencies of coaching and discuss how they are applied. We will make the connection from the theory to the practical and allow plenty of time for questions and discussion in the room.

Both speakers Cheryl Smith and Hilary Oliver have corporate business experience in senior leadership roles and are masterful coaches with global experience.

Innri markaðsmál

Í byrjun júnímánaðar ætlum við að beina sjónum okkar að innri markaðssetningu útfrá tveimur ólíkum vinklum. Annars vegar ætlar Díana Dögg Víglundsdóttir vefstjóri hjá N1 að fjalla um innri vefi og hins vegar ætlar Elín Helga Sveinbjörnsdóttir markaðsráðgjafi hjá Hvíta húsinu að fjalla um samspil markaðs- og mannauðsmála.

Erindi Díönu ber nafnið "Samfélagsmiðlaður innri vefur - hér eru allir eins".
Erindi Elínar Helgu ber yfirskriftina "Innri markaðsmál: Einkamál markaðsdeildar?"

Tökum síðan smá umræður í lokin, sem verða örugglega líflegar.

RÁÐSTEFNAN FRESTAST: Lykilárangursþættir - mannauðsmál og fjármál

Ráðstefnan frekstast - verður auglýst síðar.
Hálfsdagsráðstefna haldin í samstarfi við Opna háskólann
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur

Samfélagsábyrgð og mannauður fyrirtækja

Samfélagsábyrgð er farin að skipa mikilvægan sess í starfsemi fyrirtækja og hefur hugtakið samfélagsábyrgð þróast í þá átt að snerta alla þætti í starfsemi fyrirtækja. Faghópar Stjórnvísi um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannauðsstjórnun hafa því skipulagt sameiginlegan fund þar sem fjallað verður um snertifleti samfélagsábyrgðar og mannauðs fyrirtækja.

Á fundinum mun Fanney Karlsdóttir, fræðslustjóri Betware, fjalla um þátttöku starfsfólks í innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun svo fjalla um hvernig áherslur Landsbankans í samfélagsábyrgð hafa áhrif á mannauðsstjórnun bankans, s.s. ráðningar, þjálfun, frammistöðustjórnun, menningu o.fl.

Staðsetning: Mötuneyti Landsbankans Hafnarstræti 5 Reykjavík

Hvað er eiginlega þessi orkustjórnun?

Hinrik Sigurður Jóhannesson ráðgjafi hjá Hagvangi heldur erindi um Orkustjórnun og sögð verður reynslusaga frá Endurhæfingargeðdeild Landspítala þar sem aðferðin hefur verið notuð.

Tækniframfarir, aukinn hraði, kreppa og niðurskurður hafa gert það að verkum að kröfur til vinnandi fólks hafa stóraukist undanfarinn áratug. Stundaskrá flestra er fullbókuð, linnulaust áreiti dynur á úr öllum áttum, athyglin hefur tilhneigingu til að vera alls staðar og hvergi og skilin milli vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari.

Orkustjórnun sækir í þekkingarbrunn rannsókna á afburðaframmistöðu, sem koma meðal annars úr sálfræði, lífeðlisfræði, mannauðsstjórnun og íþróttafræði. Hún gengur út á að gera einfaldar en áhrifamiklar breytingar á hegðun og hugarfari til að endurheimta stjórn á lífinu, og bæta þannig frammistöðu í starfi samhliða því að auka svigrúm til að sinna eigin heilsu og velferð.

Kl. 8.30 morgungrautur og hressing
Kl. 8.45 Hvað er eiginlega þessi Orkustjórnun? Hinrik Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Hagvangi
Kl. 9.05 Manda Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild Landspítala
Kl. 9.25 Spurningar og umræður
Kl. 9. 40 Lok

Viðverustjórnun - Að taka á fjarvistamálum með góðum árangri

Stjórnendur verða oft varir við að fjarvistir starfsfólks frá vinnu eru vandamál og skortir oft árangursríkar leiðir til að taka á málum. Viðverustjórnun er góð mannauðsstjórnun og markviss leið til að móta stefnu um viðveru eða fjarvistamál á vinnustöðum samhliða því að auka starfsánægju, heilsu og vellíðan starfsfólks.Svava Jónsdóttir heilsu- og mannauðsráðgjafi hjá þjónustufyrirtækinu ProActive - Ráðgjöf og fræðslu kynnir hugmyndafræði viðverustjórnunar og ávinning af innleiðingu hennar.

Garðabær hefur á undanförnum árum gert tilraunir með markvissa viðverustjórnun í leikskólum bæjarins. Náðst hefur umtalsverður árangur og mun mannauðsstjóri Garðabæjar, Vilhjálmur Kári Haraldsson segja frá reynslu sveitarfélagsins.

Staðsetning:
Ísafold, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð
Strikinu 3
210 Garðabæ

Áhrif gæðastjórnunar á starfsánægju og helgun starfsmanna

Ánægja starfsfólks er hornsteinn í árangri fyrirtækja. Kenningar sýna þó fram á að ekki er nóg að búa yfir ánægðu starfsfólki heldur er talið mikilvægara að starfsfólk helgi sig starfinu. Helgun er upplifun starfsmanna og má skilgreina sem jákvætt viðhorf starfsmanna til fyrirtækis og gildum þess og sá sem helgar sig starfinu áttar sig á hver áhrif hans sem starfsmanns eru á heildarafkomu fyrirtækis. Ýmsir þættir eru taldir hafa áhrif á það að hve miklu leyti starfsfólk helgar sig starfinu og helgun hefur sterkt forspárgildi um jákvæða rekstrarafkomu fyrirtækja.

Guðrún Ragna Hreinsdóttir og Kristjana Milla Snorradóttir, nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) gerðu rannsókn í tengslum við lokaverkefni sitt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort gæðastjórnun hafi áhrif á helgun starfsmanna. Byggt var á niðurstöðum vinnustaðagreininga Capacent á Íslandi. Tekin voru saman gögn úr mælingum sem voru gerðar fyrir og eftir ISO 9001 vottun fyrirtækja. Einnig voru bornar saman niðurstöður fyrirtækja sem voru með ISO 9001 vottun og fyrirtækja sem voru ekki með ISO 9001 vottun.

Niðurstöður mælinga Capacent benda til þess að gæðastjórnun hafi ekki áhrif á helgun starfsmanna. Það má þó greina tengsl á milli þátta úr hugmyndafræði gæðastjórnunar og helgunar starfsmanna sem gætu haft jákvæð áhrif á helgun starfsmanna.

Morgunverður verður í boði Capacent.

Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík

Jafnlaunastaðall - brautryðjendastarf í jafnréttismálum

Staðall um jafnlaunakerfi var gefin út af Staðlaráði Íslands í lok árs 2012. Staðalinn sem er fyrsti sinnar tegundar í heiminum er samvinnuverkefni aðila vinnamarkaðarins. Um er að ræða brautryðjendastarf í jafnréttismálum sem á sér ekki fordæmi en fyrirmyndir voru sóttar í alþjóðlega staðla um t.d. gæða- og umhverfisstjórnun.
Eins og aðrir staðlar er hann valkvæður, þ.e. fyrirtækjum og stofnunum er í sjálfsvald sett hvort þau innleiða hann. Með notkun staðalsins er fyrirtækjum og stofnunum auðveldað að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja og geta þau fengið vottun þar um. Ávinningur af notkun jafnlaunastaðalsins getur m.a. haft í för með sér bætta ímynd, betri mannauðsstjórnun, faglegri launastefnu og góða stjórnarhætti. Staðallinn er kröfustaðall en haft var að leiðaljósi að gera hann einfaldan og skýran svo hann geti nýst stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum.

Undanfarið ár hefur verið í gangi tilraunaverkefni um innleiðingu staðalsins á vegum aðgerðahóps stjórnvalda um launajafnrétti á vinnumarkaði með þátttöku nokkurra fyrirtækja og stofnanna. Fjallað verður um staðalinn og tilraunaverkefnið á fundinum.

Fundurinn verður fimmtudaginn 25. sept. kl. 8. 30 í Mennta- og menningaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4 á 4. hæð.

Ástríðan fyrir vinnunni, 9.apríl, kl 8.30

ÁSTRÍÐAN FYRIR VINNUNNI!
- Fær viðskiptavinurinn bara afgreiðslu eða framúrskarandi þjónustu?

Sigríður Snævarr heldur fyrirlestra fyrir www.gerumbetur.is um hvernig Ástríðan fyrir vinnunni
endurspeglast í hvort viðskiptavinurinn fær bara afgreiðslu eða framúrskarandi þjónustu.

Sigríður Snævarr hefur áratuga reynslu af stjórnun á sviði þjónustu bæði hérlendis og erlendis.

Kynbundinn launamunur

Reykjavíkurborg mun taka á móti félögum í Stjórnvísi á umræðufundi um kynbundinn launamun í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 13. mars nk. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og Atli Atlason, deildarstjóri kjaradeildar, munu kynna aðgerðir sem borgin hefur farið í til að vinna gegn kynbundnum launamun og einnig mun Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ, fjalla um viðfangsefnið frá fræðilegu sjónarhorni.

Þann 1. október á síðasta ári voru samþykktar í borgarstjórn tillögur um aðgerðir í ellefu liðum til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá borginni. Tillögurnar eru byggðar á skýrslu aðgerðahóps um kynbundinn launamun sem kom út í byrjun september. Á umræðufundinum verður farið yfir stöðu þessa málaflokks hjá borginni, nýlegar launakannanir kynntar og fjallað verður um þær áskoranir sem borgin þarf að takast á við til að ná markmiði sínu.

Einelti á vinnustöðum

Háskólatorg, stofa HT-104

Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Áhrif ofbeldis á þolanda hefur lamandi áhrif á hann og hans frammistöðu í starfi og smitar sig inn á heimili viðkomandi. Erfitt hefur verið að finna lausnir á þessum vanda og oftast yfirgefur sá sem verður fyrir ofbeldinu, vinnustaðinn. Það er ekki rétt að setja mannauðsstjóra í þá stöðu að vinna ofbeldismál á milli tveggja eða fleiri samstarfsmanna sinna og því brýnt að fá utanaðkomandi aðila til að greina og finna úrlausnir á slíkum málum. Eineltismál hafa neikvæð áhrif á vinnustaðinn og frammistöðu fleira fólks en þess sem verður fyrir eineltinu því einelti hefur smitáhrif, sem skilar sér í mælanlegum beinum kostnaði fyrir vinnustaði. Það er mikilvægt að taka strax á slíkum málum áður en þau rata sem einhliða fjölmiðlaumfjöllun og skaða ímynd starfsmanna og vinnustaðarins.

Á fundinum verða rædd ákveðin ferli sem hafa forvarnargildi sem eru til þess að minnka líkurnar á að einelti eigi sér og þó úrræði sem hægt er að grípa til verði starfsmaður uppvís að slíkri ofbeldishegðun í starfi.

Hildur Jakobína Gísladóttir lærði sálfræði í Háskólanum í Utrecht og Háskóla Íslands og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur unnið sem stjórnandi í félagsþjónustu sl. 6 ár og komið að vinnslu margra ofbeldismála. Fyrirtæki hennar "Heilbrigðir stórnarhættir" sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og stjórnandaráðgjöf.

Fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 8:30 - 10:00 Háskólatorg, stofa HT-104

Fullbókað: Lykilárangursþættir í frammistöðu starfsmanna

Fyrirtæki setja sér gjarnan ákveðin viðmið varðandi frammistöðu með það að markmiði að ná fram því besta hjá hverjum starfsmanni til að stuðla að hámarksárangri.

Á fundinum 23.janúar nk. fjallar Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, um skilgreiningu á lykilárangursþáttum frammistöðu innan Sjóvár og hvernig þeir tengjast flestum sviðum mannauðsstjórnunar félagsins. Farið verður yfir ákvörðun lykilárangursþátta, framkvæmd, hvernig þeir styðja við endurgjöf á frammistöðu og hver sé ávinningurinn. Einnig verður stuttlega fjallað um nýlega vinnu við gerð stjórnendamats innan fyrirtækisins.

Tími: 23.janúar kl. 8:30-9:30 Staðsetning: Sjóvá, Kringlan 5

Heilsuefling á vinnustað

  • Heilsustefna, framkvæmd og árangur Drífa Sigurðardóttir - Starfsmannastjóri Mannvits.
  • Þegar heilsa og heilbrigði eru ríkur þáttur í starfseminni Sigríður Elín Guðlaugsdóttir - Mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík.
  • Heilsutengd verkefni og árangur þeirra
    Emma Á. Árnadóttir - Mannauðsstjóri Vínbúðanna.

Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 8:30-10:00
Skrifstofur ÁTVR, Stuðlahálsi 2

Erfið starfsmannamál

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mun fjalla um erfið starfsmannamál og úrlausnir út frá reynslu sinni. Hún hefur starfað sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá árinu 2002 en áður starfaði hún sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Baugi. Guðrún er með Ms. próf í mannauðsstjórnun frá University of Westminister og Bs. Í félagsfræði frá Háskóla Íslands.
Páll Rúnar er stofnandi Málflutningsstofu Reykjavíkur og er lögmaður Félags atvinnurekenda og fjölda íslenskra fyrirtækja. Páll hefur áralanga reynslu af vinnuréttarmálum, samningagerð milli launþega og vinnuveitanda og af rekstri mála er tengjast uppgjöri þeirra á milli. Á fundinum mun Páll fara yfir þau lögfræðilegu úrræði sem til eru, annars vegar til þess að koma í veg fyrir ágreining á milli launþega og atvinnurekanda og hins vegar til að leysa slíkan ágreining komi hann upp."


Staður og stund:
Stakkahlíð (Menntavísindasvið HÍ) - Hamar - Stofan Bratti, 2. október kl. 8:30 - 9:55.

Þjónandi forysta - jákvæð áhrif á árangur á líðan starfsfólks og hagkvæman rekstur

Á þessum áhugaverða fyrirlestri verður kynnt hugmyndafræði þjónandi forystu, sagt frá rannsóknum á þjónandi forystu í fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og erlendis og lýst hvernig þjónandi forysta hefur jákvæð áhrif á árangur á líðan starfsfólks og hagkvæman rekstur.

Um fyrirlesara:
Dr. Sigrún Gunnarsdóttir er lektor við Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu hér á landi (www.thjonandiforysta.is)

Fyrirlesturinn verður haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7.

Allir hjartanlega velkomnir,
Stjórnin

Mannauðsstjórinn og stéttarfélagið

Er stéttarfélag óþarft að mati mannauðsstjórans og hvernig líta forsvarsmenn stéttarfélaga á hlutverk mannauðsstjóra? Þessum spurningum ætla þau Svali Björgvinsson framkvæmdastjóri mannauðssviðs Icelandair og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB að svara á næsta fundi mannauðshóps.

Menningarmæling Capacent: Veistu hvaða vinnustaðamenning er ríkjandi á þínum vinnustað?

Menningarmæling Capacent: Veistu hvaða vinnustaðamenning er ríkjandi á þínum vinnustað?

Kynntar verða niðurstöður úr könnun Capacent meðal starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu, þar koma fram áhugaverðar niðurstöður um tengsl vinnustaðamenningar við hollustu og önnur lykilviðhorf starfsmanna. Niðurstöðurnar byggja á nýju mælitæki Capacent sem metur fjórar tegundir vinnustaðamenningar og á fundinum verður kynnt hvernig nýta megi þetta mælitæki til umbreytinga og þróunar. Kynningar eru í höndum Ástu Bjarnadóttur, Hildar Jónu Bergþórsdóttur og Vilmars Péturssonar ráðgjafa hjá Capacent. Capacent býður gestum Stjórnvísi upp á morgunverð frá kl. 8:00.

Um fyrirlesara:
Ásta Bjarnadóttir er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðsstjórnunar hjá Capacent. Ásta hefur stýrt mannauðsmálum hjá Háskólanum í Reykjavík, Íslenskri erfðagreiningu og Hagkaupum og hún er einn af stofnendum CRANET rannsóknaverkefnisins um íslenska mannauðsstjórnun. Ásta er með doktorspróf í vinnu- og skipulagssálfræði frá University of Minnesota 1997.

Hildur Jóna Bergþórsdóttir er sérfræðingur á sviði fyrirtækja- og starfsmannarannsókna, einkum vinnustaðagreininga og ráðgjafar og umbótastarfs í kjölfar greiningar. Hún er löggiltur sálfræðingur með Cand.Psych próf frá Háskólanum í Árósum. Hildur Jóna hefur einning fjölbreytta ráðgjafarreynslu í kjölfar vinnustaðagreiningar, m.a. í formi endurgjafar til stjórnenda og stýra vinnuhópum við greiningar- og lausnavinnu.

Vilmar Pétursson er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðs hjá Capacent. Auk ráðgjafastarfa hefur Vilmar m.a. unnið sem verkefnastjóri og stjórnandi hjá Samtökum iðnaðarins og Félagsþjónustu Reykjavíkur. Vilmar er menntaður sem félagsráðgjafi og með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.

Breytingaferli - samruni og uppbygging framtíðarsýnar

Reiknistofa bankanna (RB) er eitt elsta tæknifyrirtæki landsins og fagnar 40 ára afmæli núna í mars. Á síðasta ári var fyrirtækið gert að sjálfstæðu hlutafélagi og sameinaðist um mitt ár Teris þegar RB keypti stærstan hluta eigna Teris. Í dag starfa 180 starfsmenn hjá RB. Miklar breytingar hafa því átt sér stað undanfarin misseri og enn frekari breytinga er að vænta með flutningum í nýjar höfuðstöðvar á vormánuðum.

RB býður í morgunkaffi og mun deila með gestum reynslu og vangaveltum um breytingaferli, samruna og uppbyggingu framtíðarsýnar. Spjall og spekúlasjónir verða í boði í framhaldi af því.

Hver er staða stjórnendaþjálfunar á Íslandi?

Endurmenntun Háskóla Íslands og Stjórnvísi boða til morgunverðarfundar 30. nóvember 2012 kl. 8.30 - 10.00.

Landslag stjórnunar á Íslandi hefur breyst mikið undanfarin ár og stjórnendur standa frammi fyrir nýjum og erfiðum áskorunum. Á fundinum verður fjallað um stjórnendaþjálfun á Íslandi á nokkuð breiðum grundvelli og munu þrír fræðslustjórar stórra fyrirtækja deila reynslu sinni af skipulagningu stjórnendaþjálfunar.
Hvað er það sem íslenskir stjórnendur sækjast eftir, er þessi hópur frábrugðinn öðrum hópum í atvinnulífinu þegar kemur að fræðslu og þjálfun og hvert er stjórnendaþjálfun á Íslandi að þróast, hvaða aðferðir eru mest notaðar o.s.frv. Á fundinum munu framsögumenn varpa ljósi á svör við þessum og fleiri spurningum.

Framsögumenn

  1. Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri opnar fundinn.

  2. Hildur Arnars Ólafsdóttir fræðslustjóri Actavis - „Ups and downs“ í stjórnendaþjálfun.
    Hildur segir frá því sem hefur gengið vel í stjórnendaþjálfun og hvað ekki undanfarin ár. Hún mun einnig segja frá því sem er framundan hjá „nýju“ fyrirtæki og mikilvægi stjórnendaþjálfunar í því samhengi.

  3. Elísabet Helgadóttir fræðslustjóri Íslandsbanka. - Stjórnendaþjálfun hjá Íslandsbanka.
    Elísabet leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
    Hvaða hæfni þarf stjórnandi að búa yfir til að ná árangri?
    Hvernig stillum við þjálfun upp í samræmi við hæfniskröfur Íslandsbanka?
    Hvernig styðjum við stjórnendur?
    Hvernig mælum við árangur?

  4. Harpa Björg Guðfinnsdóttir leiðtogi fræðslumála Alcan. - Leiðin að slysalausum vinnustað.
    Harpa segir frá stjórnendaþjálfun á vegum móðurfélagsins, Rio Tinto, þar sem áhersla var m.a. á að kenna stjórnendum að grípa inn í aðstæður sem ekki teljast fullkomlega öruggar og leiðbeina starfsmönnum að gera hlutina á sem öruggastan hátt.

Fundarstaður
Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
http://endurmenntun.is/UmEndurmenntun/Hagnytarupplysingar/Stadsetning/

Hefur þú upplifað vandamál á þínum vinnustað vegna áfengis og vímuefna?

Hefur þú upplifað vandamál á þínum vinnustað vegna áfengis og vímuefna? Er kominn tími á faglega stefnu?

Páll Þór Jónsson verkefnastjóri SÁÁ kynnir fyrirtækjaþjónustu SÁÁ, skaðastjórn vegna fíknisjúkdóma og meðvirkni.

Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi fjallar um stefnu fyrirtækisins um áfengis- og vímuefnalausan vinnustað, undirbúning og innleiðingu stefnunnar.

Jafnréttismál og framtíðin

Guðrún Rögnvaldsdóttir frá Staðlaráði Íslands segir frá nýjum staðli um launajafnrétti kynjanna. Lengi hefur verið unnið að gerð staðalsins og mun hann vera sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum.

Elín Gréta Stefánsdóttir mannauðsstjóri Verkís segir okkur upp og ofan af vinnu þeirra með jafnréttismál og þeim árangri sem þau hafa náð.

Boðið verður uppá morgunverð.

Fundurinn verður haldinn í Verkís, Suðurlandsbraut 4.

Mannauðsstjórar! Fundur um heilsueflingu á vinnustöðum - Betri líðan starfsfólks og ávinningur ft.

Ásta Snorradóttir, fagstjóri rannsókna og heilbrigðisdeildar hjá Vinnueftirlitinu og Teitur Guðmundsson læknir hjá Heilsuvernd flytja erindi um áhrif heilsueflingar á líðan starfsfólks og ávinning fyrirtækja af góðri heilsustefnu.

Umfjöllun þeirra verður um hvað má gera betur og hver er ábyrgð stjórnenda á heilsu starfsmanna og heilbrigðu starfsumhverfi. Einnig hvaða ávinning hafa fyrirtæki af heilsueflingu á vinnustaðnum.

Fundurinn verður haldinn í Vinnueftirlitinu Bíldshöfða 16.
Allir hjartanlega velkomnir.

Sóknarfæri í miðlun þekkingar

Þekkingarsamfélagið KOMPÁS hefur byggst upp á síðustu árum og þar er miðlað hagnýtum upplýsingum til að auka framleiðni, hagræðingu og starfsánægju innan skipulagsheilda. KOMPÁS byggir á þeirri staðreynd að þekking verður verðmætari eftir því sem hún er aðgengilegri.

Björgvin Filippusson mun í erindi sínu stikla á stóru um uppbyggingu þekkingarsamfélagsins og segja frá helstu niðurstöðum umfangsmikillar greiningarvinnu sem unnin var í samstarfi við fjölda aðila og liggur að baki KOMPÁS þekkingarsamfélaginu.

KOMPÁS - fræðslu- og þekkingarsamfélagið snýst um faglega stjórnun, miðlun þverfaglegrar þekkingar, samfélagslega ábyrgð og það hvernig ólíkir aðilar innan atvinnulífsins geta notið mikils ávinnings af samstarfi. Aðilar að KOMPÁS geta aukið samkeppnishæfni sína og unnið saman innan þekkingarsamfélagsins þó þeir kunni að vera í samkeppni á öðrum vettvangi. Nálgun KOMPÁS á viðfangsefninu virðist ekki eiga sér hliðstæðu og með virkri þátttöku innan samfélagsins má skapa íslensku atvinnulífi forskot.

Fundurinn verður haldinn í Hádegismóum 4 (sama hús og Morgunblaðið) 17.október frá kl.08:30-10:00

Frammistöðusamtöl

Vilmar Pétursson hjá Capacent kynnir frammistöðumatskerfi sem er sérsniðið að þörfum fyrirtækja og hefur verið að taka við af hinum hefðbundnu starfsmannasamtölum.
Harpa Víðisdóttir mannauðsstjóri segir frá innleiðingarferlinu hjá trygginingafélaginu Verði og hvaða lærdóm má draga af ferlinu.

Rannsóknir í mannauðsstjórnun

Svala Guðmundsdóttir, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild segir frá niðurstöðum doktorsrannsóknar sinnar á menningarlegri aðlögun norræna starfsmanna í Bandaríkjunum. Svala kannaði sambandið milli félags- og menningarlegrar aðlögunar, menningargreindar, starfsánægju og fyrri reynslu. Niðurstöður rannsóknarinnar er meðal annars hægt að nýta við val og þjálfun starfsmanna til starfa erlendis.

Helga Rún Runólfsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta segir frá rannsókn sinni um atvinnuhæfni. Atvinnuhæfni skiptir máli fyrir einstaklinga sem vilja bæta og/eða viðhalda stöðu sinni og hæfni á vinnumarkaði, hvort sem þeir eru í vinnu og eða í leit að vinnu. Atvinnuhæfni snýst um færni, getu og vilja einstaklinga til að nýta hæfileika sína á þann hátt sem er líklegur til að skila árangri miðað við forsendur og þær aðstæður sem þeir búa við. Atvinnuhæfni veltur einnig á því hvaða hæfileika, viðhorf og þekkingu einstaklingur hefur og hvernig hann nýtir þessa þætti og kynnir þá fyrir vinnuveitanda.

Hvað gerist á vinnustað þar sem fjöldauppsögn hefur átt sér stað?

Sameiginlegur fundur þjónustustjórnunar-og mannauðshóps

Hvað gerist á vinnustað þar sem fjöldauppsögn hefur átt sér stað?

Guðríður Dröfn Hálfdanardóttir fjallar um MS-rannsókn sína um
uppbyggingarferli í kjölfar uppsagna

Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál fjallar um það sem
gerist hjá fólki sem eftir situr við fjöldauppsagnir og leiðir til að glíma við þær
aðstæður.

Fullbókað: Árangursríkar samskiptaleiðir í fyrirtækjum - Nýr fundur

Vegna fjölda áskorana hefur verið settur upp annar fundur

  1. mars 2012 | 08:30 - 09:30

Árangursríkar samskiptaleiðir í fyrirtækjum

Faghópur um Mannauðsstjórnun

Vendum, Síðumúla 33

Sigrún Þorleifsdóttir ráðgjafi hjá Vendum fjallar um niðurstöður meistararitgerðar sinnar sem ber sama heiti og fundurinn. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingamiðlun fjallar um sama efni á sinn hagnýta hátt.

Árangursríkar samskiptaleiðir í fyrirtækjum

Sigrún Þorleifsdóttir ráðgjafi hjá Vendum fjallar um niðurstöður meistararitgerðar sinnar sem ber sama heiti og fundurinn. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingamiðlun fjallar um sama efni á sinn hagnýta hátt.

Fagleg og hagnýt umfjöllun um starfsmannaskemmtanir og uppákomur á vinnustöðum

Sigurlaug Jónsdóttir fjallar um niðurstöður óbirtrar meistararitgerðar sinnar sem fjallar um starfsmannaskemmtanir og vinnustaðagleði.
Helga Fjóla Sæmundsdóttir gestgjafi og mannauðsstjóri hjá Íslenska Gámafélaginu lýsir vinnustaðnum og því hvernig gleðin fer þar fram.

Fundurinn er haldinn í Íslenska gámafélaginu, Gufunesi

Að stjórna ólíkum kynslóðum

Mannauðshópur Stjórnvísi heldur morgunfund í húsakynnum Vodafone 17. nóvember.
Guðrún Helga Magnúsdóttir fjallar um niðurstöður rannsóknar sinnar „Þegar kynslóðir mætast: Að stjórna Y-kynslóðinni“ og Ómar Svavarsson hjá Vodafone fjallar um hvernig það er að stjórna Y og öðrum kynslóðum.
Mæting fyrir 8:30

Stjörnufundur: Að stjórna stjörnum

Mannauðshópur Stjórnvísi heldur fund þann 5.október sem ber yfirskriftina "Að stjórna stjörnum". Fundurinn verður haldinn í Borgarleikhúsinu frá kl.08:30-09:50 og meðal fyrirlesara er Magnús Geir leikhússtjóri Borgarleikhússins og Þórhallur Gunnarsson dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.
Upplýsingar um fyrirlesara munu birtast fljótlega á vefnum.
Fjöldtakmörkun er á fundinn

Að kunna góðri lukku að stýra!

Sameiginlegur fundur mannauðs- og sköpunargleðisfaghóps verður haldinn fimmtudaginn 26. maí kl. 8:30 -10 hjá RÚV.
„Að kunna góðri lukku að stýra,“  
 
Berglind G. Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri RÚV, mun segja okkur frá tengingu mannauðsstjórnunar og sköpunargleði – frá reynslu sinni og brillíant hugmyndum sem hún hefur náð að stýra.
 
Sigurður Ragnarsson, kennari við HR og doktorsnemi í leiðtogafræðum, ætlar að ræða um hlutverk leiðtogans í nýsköpun og sköpunargleði, hvernig leiðtogar geta plægt akur þar sem góðar hugmyndir spretta.
 
Teitur Helgason, forseti Aiesec á Íslandi,  fjallar um mismunandi leiðir til að koma með hugmyndir (brainstorma).
 
Fjöldatakmörkun er á fundinn

Þróunarferill og hugbúnaðarþróun hjá Össuri

Fyrirlestur: Þróunarferill og hugbúnaðarþróun hjá Össuri
Dagsetning: 9. maí
Tímasetning: 09:00 – 10:00 
Nánari lýsing:
Ragnar Sverrisson byrjar á því að kynna lauslega þróunarferilinn hjá Össuri og í framhaldinu mun Rögnvaldur Sæmundsson fjalla um hugbúnaðarþróun hjá Össuri með sérstaka áherslu á ÍST EN ISO 62304-2006, Medical device software - Software life-cycle processes. 
Staðsetning fundar: Össur, Grjóthálsi 5 110 Rvk.  / 4 hæð
Framsögumenn: Ragnar Sverrisson, Platform Manager - Mechatronics, R&D
og Rögnvaldur Sæmundsson, R&D Engineer
 

Samskipti starfsmanna og stjórnenda - verkefni mannauðsstjórans

Mannauðsstjórnunarhópur heldur fund
Þriðjudaginn 22.febrúar 2011
Heiti:  Samskipti starfsmanna og stjórnenda - verkefni mannauðsstjórans
kl.08:30 - 09:30 í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7
Fyrirlesarar:  Guðmundur B. Ólafsson lögmaður mun ræða um ágreining, samninga, túlkun og dómafordæmi
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslandspóst fjallar um hlutverk starfsmannastjóra við lausn ágreinings á vinnustað.
Fundur sem enginn starfsmannastjóri má láta fram hjá sér fara
 

Verkfærakista mannauðsstjórans: Vinnustaðagreiningar

Staður:  Samskip
Haldinn: 17.febrúar kl.08:15-09:30
Heiti:  Verkfærakista mannauðsstjórans:  Vinnustaðagreiningar
Fyrirlesarar:  

Bára Mjöll Ágústsdóttir, mannauðsstjóri Samskipa
Framkvæmd og eftirfylgni vinnustaðagreininga hjá Samskipum
Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar
Skiptir það máli hver spyr?  Kostir og gallar þess að vinnuveitandi framkvæmi greiningarnar sjálfur
Kári Kristinsson, lector í viðskiptafræði Háskóla Íslands
Aðferðafræðilegar gildrur eða tölfræðilegar skekkjur

 

Mannauðshópur: Stjórnendahandbókin - verkfærakista stjórnandans

 

        Fundurinn hefst kl.08:30 en Vodafone býður upp á morgunkaffi frá kl.08:15.
        Það hefur færst í vöxt að fyrirtæki útbúi stjórnendahandbækur fyrir stjórnendur sína.   Það er gert með ýmsum hætti og fáum við að kynnast þremur áhugaverðum og ólíkum leiðum í þessum fundi. 
        Fyrirlesarar eru eftirtaldir: 
        Freyr Halldórsson, mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg
        Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og rekstrar hjá Byr 

        Sonja Margrét Scott, starfsmannastjóri Vodafone 
         

Mannauðsstjórinn sem breytingastjóri

Mannauðsstjórinn sem breytingastóri.
Kolbeinn Finnsson mannauðsstjóri N1 mun ræða hlutverk mannauðsstjóra í meiriháttar breytingum og segja frá reynslu sinni í sameiningarferli Olíufélagsins, Bílanausts og fleiri fyrirtækja sem síðan mynduðu N1.
Björg Ársælsdóttir MS í mannauðsstjórnun mun kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar á hlutverki mannauðsstjóra í meiriháttar breytingum innan fyrirtækja.  Markmið rannsóknarinnar, sem byggir á djúpviðtölum við átta mannauðsstóra íslenskra fyrirtækja sem hafa tekið þátt í meiriháttar breytingum, er að fá skýra sýn á reynslu og þekkingu þeirra á meiriháttar breytingum innan fyrirtækja með það í huga að skoða hvernig mannauðsstjóri nýtist fyrirtækjum í breytingarferlinu.
Fundurinn verður haldinn hjá:
N1, Dalvegi 10, Kópavogi,
8.desember kl.08:30-10:00

Mannauðshópur: Ráðstefna

Stjórnvísi og viðskiptafræðideild Háskóla íslands efna til ráðstefnu um mannauðsstjórnun.  Sérfræðingar í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun munu kynna niðurstöður rannsókna sinna.
Staður: Háskólatorg st.HT101
Tími: 21.október kl.14:20 - 16:30
Fundarstjóri: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent
Frummælendur:
14:20 - 14:40 Halla Valgerður Haraldsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Áhrif efnahagshrunsins á viðfangsefni mannauðsstjóra og líðan þeirra í starfi
14:40-15:00 Guðrún Elsa Grímsdóttir MS í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun:
Það opnaðist nýr heimur, fyrirtækjamenning í ljósi sameiningar
15:00 - 15:20 Margrét Sigfúsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Starfsmannaval og áhrif umsækjenda á þá sem annast ráðningar
15:20 - 15:40 Steinunn Hall MS í stjórnun og stefnumótun:
Eru stjórnendur hæfari til að taka ákvarðanir að lokinni stjórnendaþjálfun?
15:40 - 16:00 Dagmanr Viðarsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Breyttar áherslur í mannauðsstjórnun með innleiðingu gæðakerfis hjá ÍAV
16:00 - 16:20 Arndís Vilhjálmsdóttir MS í mannauðsstjórnun:
Starfstengd hvatning, hvað hvetur fólk áfram í vinnunni?

Mannauðshópur - dagskrá vetrarins

Hvað þarf til að ná árangri - hugarfar sigurvegarans

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun

Hvað þarf til að ná árangri - hugarfar sigurvegarans

Hvernig geta stjórnendur haft jákvæð og uppbyggjandi áhrif á hugarfar starfsmanna og byggt upp hugarfar sigurvegarans innan síns fyrirtækis?
 Fyrirlesari
Sigurður Ragnar Eyjólfsson A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu fer yfir hvað hann telur að þurfi til að ná árangri og þá aðferðafræði sem hann notaði í að leiða kvennalandsliðið að sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2009 en það er eina skipti í sögunni sem íslenskt A-landslið í knattspyrnu hefur komist í úrslitakeppni stórmóts.
Sigurður mun í erindi sínu fjalla um hvernig hann vinnur með hugarfar leikmanna og þá liðsmenningu sem hann hefur reynt að byggja upp hjá landsliðinu. Inn í fyrirlesturinn fléttast hvernig hagað var markmiðasetningu landsliðsins, hvernig má læra af öðrum sem hafa náð árangri, hvað einkennir sigurvegara, hvernig hugsa þeir og hvað má læra af slíku hugarfari. Sigurður Ragnar mun einnig flétta áhugaverðum myndböndum inn í fyrirlesturinn sem tengjast efninu.
Fundarstaður
Ístak Engjateigi 7, 108 Reykjavík
ATH! Þetta er síðasti fundur mannauðshópsins í vetur og samkvæmt reglum hópsins ganga 2 úr stjórn hans. Við óskum því eftir framboðum í stjórnina fyrir næsta vetur, en stjórnarseta miðast við 2 ár.
Áhugasamir sendi tölvupóst á Gunnhildi Arnardóttur, formann hópsins gunnhilduras02@.is) eða til Mörthu á skrifstofu félagsins (martha@stjornvisi.is).

 

Innri markaðssetning - áhrif á mannauð og fyrirtækjamenningu

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Fundarefni 
Innri markaðssetning - áhrif á mannauð og fyrirtækjamenningu

Framsögumaður
Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðinnar og formaður ÍMARK

Fundarstaður
Ölgerðin, Grjóthálsi 7, 110 Reykjavík
 
 

Virkni og árangur - mannauðshópur

Fundur á vegum fagóps um mannauðsstjórnun
Virkni og árangur
Hvernig geta stjórnendur fyrirtækja og stofnanna náð betri árangri við að virkja og þróa mannauð sinn með aðstoð VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og Starfsafls fræðslusjóðs?
Dagskrá
8:15 – 8:30 Léttur morgunmatur í boði Starfsendurhæfingarsjóðs og Starfsafls

8:30 – 9:15 Vinnum saman. Árangursrík stjórnun fjarvista og endurkoma til vinnu með aðstoð VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
9:15 – 10:00 Fræðslan sem verkfæri til árangurs. Auk fræðslustyrkja til fyrirtækja og einstaklinga, býður Starfsafl upp á ókeypis þjónustu utanaðkomandi fræðslustjóra sem greinir þörf fyrir fræðslu í viðkomandi fyrirtæki og leggur fram fræðsluáætlun.
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls
Valdís A. Steingrímsdóttir, verkefnastjóri Starfsafls

Tveir stjórendur segja frá reynslu sinni í tengslum við umræðuefnið:
Auður þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa
Sigríður Harðardóttir, sérfræðingur á mannauðssviði hjá N1
Gert er ráð fyrir ca. 10 mín fyrirspurnatíma innan hvors erindis.

Fundarstaður
Sætún 1, kennslustofa á 4. hæð
 
 

HRM - Breytingar og nýjungar í kjarasamningum og löggjöf á vinnumarkaði

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun

Fundarefni
Breytingar og nýjungar í kjarasamningum og löggjöf
Lögfræðingar Samtaka atvinnulífsins, Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. og Álfheiður M. Sívertsen hdl. munu fjalla stuttlega um helstu breytingar og nýjungar í kjarasamningum og löggjöf.

Nánar um fundarefnið:

  • Áhrif nýrra jafnréttislaga, viðurlög og jafnréttisáætlanir - hvaða kröfur þarf að uppfylla?
  • Breytingar á reglum um framkvæmd uppsagna - starfsmaður getur óskað upplýsinga um ástæðu uppsagnar.
  • Uppsagnarvernd - trúnaðarmenn/öryggistrúnaðarmenn, foreldrar í fæðingarorlofi - dómaframkvæmd - og fl.
  • Samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum.
  • Upplýsinga- og samráðsskyldu vinnuveitanda skv. lögum nr. 151/ 2006.
  • Launaákvæði kjarasamninga - kjarasamningar ákveða lágmarkskjör án tillits til aðildar.
  • Er eitthvað fleira í pípunum og hverju breytir ESB aðild?
     
    Fundarstaður
    Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð.
     

Leiðtoginn og liðið

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Framsögumenn og erindi

Hinrik Sigurður Jóhannesson og Sigurjón Þórðarson frá Capacent
“Leiðtoginn og liðið”

Elísabet Helgadóttir fræðslustjóri og Íris Ösp Bergþórsdóttir mannauðsráðgjafi
"Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja”
Erindið fjallar um hvað Íslandsbanki hefur gert til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu frá hruni bankanna.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, 105 Reykjavík
 

Siðferðileg álitamál í mannauðsstjórnun

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun

„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun – Á siðfræðin erindi við þig?“
Erindi og framsögumenn
„ Á siðfræðin erindi við þig?“
Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur við HR og hjá Eþikosi.
Stefán Einar mun fjalla um þá spurningu hvort siðfræðin eigi erindi við fólk í nútímanum og hvort hún geti haft jákvæð áhrif á fólk í fyrirtækjarekstri. Á síðustu árum hefur lítið farið fyrir umræðu um siðferðileg gildi en nú virðast margir varpa fram siðferðilegum spurninum sem flestar lúta að viðskiptalegum efnum. Eru raunveruleg svör til við þessum spurningum?
„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun“
Ketill B. Magnússon viðskiptasiðfræðingur og mannauðsstjóri Skipta
Ketill mun skoða nokkra þætti mannauðsstjórnunar með gleraugum siðfræðinnar.
Fundarstaður
Síminn (matsal), Ármúla 25, næsta hús vestan við Símabúðina. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.15. 
 

,,Leiðin að silfrinu": Hugarfar starfsmanna skiptir máli: Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Fundarefni
"Leiðin að silfrinu"
Hugarfar starfsmanna skiptir máli. Hvernig geta stjórnendur haft áhrif á hugarfar starfsmanna og virkjað þannig styrkleika þeirra og jákvæða hugsun?
 
Framsögumaður
Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta miðlar af sinni reynslu og sýn á hlutina og hvernig hann leiddi handboltalandsliðið að silfrinu á Ólympíuleikunum. Guðmundur hefur einnig gegnt stöðu verkefnastjóra hjá Kaupþingi. Í erindinu fjallar hann m.a. um markmiðasetningu, skipulag liðsheildar og ákveðna tegund af frammistöðumati.

Fundarstaður
Fundurinn er haldinn hjá Íslandsbanka Kirkjusandi, 5. hæð (matsalur).
 
ATH! Þetta er síðasti fundur mannauðshópsins í vetur og samkvæmt reglum hópsins ganga 3 úr stjórn. Við óskum því eftir framboðum í stjórnina fyrir næsta vetur, en stjórnarseta miðast við 2 ár. Áhugasamir sendi tölvupóst á Ingibjörgu Óðinsdóttur, formann hópsins (io@skyrr.is).
 

 

Stjórnendaupplýsingar úr mannauðskerfum - Microsoft Dynamics Ax / SAP / H-3 / Oracle

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Kynning á mannauðskerfum
Stuttar kynningar á mismunandi mannauðskerfum með áherslu á skýrslur og úttektir sem auðvelda stjórnendum starfið.
Á fundinum verður skoðað hvernig hægt er að nýta kerfin sem einskonar mælaborð stjórnenda varðandi mannauðinn.
Eftirfarandi mannauðskerfi verða kynnt:
Microsoft Dynamics Ax / SAP / H-3 / Oracle
Fundurinn er haldinn hjá Skýrr, Ármúla 2, í ráðstefnusal á jarðhæð.
 

Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum?

Fundur hjá faghópi um mannauðsstjórnun

Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum?
Hvaða gagnasöfnun og úrvinnsla skiptir máli / ekki máli fyrir stjórnendur?
Hvernig framsetning hentar og hvaða samanburð/eftirfylgni kjósa þeir?
 
Erindi og framsögumenn

  1. Hinn fullkomni mannauðsstjóri
    Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis.

  2. Betrun í mannauðsstjórnun!
    Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá og formaður SA

Fundurinn er haldinn hjá Kaupási, (Norvík), Hús Húsgagnahallarinnar,
Bíldshöfða 20, 4. Hæð. Gengið inn í lyftuhús Vesturlandsvegsmegin.
 
 

Símenntunaráætlun

Fundur í mannauðshópi Stjórnvísi
 
 
Símenntunaráætlun

  1. Hvernig greinum við þörfina fyrir símenntun? (aðferðarfræði og utanumhald)
  2. Hvernig skipuleggjum við fræðslu? (úrvinnsla og eftirfylgni)
     
    Framsömumenn
    Síminn - markviss þjálfun starfsfólks
    Ketill Magnússon, mannauðsstjóri Símans
    Fræðsla til framfara
    Ólöf Friðriksdóttir, verkefnastjóri starfsmannamála hjá Umferðarstofu

Fundurinn er haldinn hjá Umferðarstofu, Borgartúni 30, 3. hæð.
 
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?