Málefni erlendra starfsmanna

Málefni erlendra starfsmanna

Viðburðir

Námskeið um menningarnæmi og -færni

Faghópur um málefni erlendra starfsmanna vekur athygli á áhugaverðu námskeiði á vegum félagsmálaráðuneytisins.
Þú bókar þig hér

Fréttir

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um málefni erlendra starfsmanna.

Sextán áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um málefni erlendra starfsmanna áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð tíu manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Stjórnin stefnir á að boða til fundar í faghópnum um miðjan maí.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér:  https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/malefni-erlendra-starfsmanna

Stjórn faghópsins skipa: 

Alma Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Ístak, Björg Þorkelsdóttir lögfræðingur Sjúkratrygginga, Ester Gústavsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, Gísli Níles Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi í málefnum erlendra starfsmanna hjá Rreykjavíkurborg, Joanna Marcinkows sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg, Kári Kristinsson Associate Professor í Háskóla Íslands, María Rún Hafliðadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs FoodCo hf, Thelma Sveinsdóttir verkefnastjóri mannauðssviðs Landspítala og Vilborg Grétarsdóttir mannauðsstjóri Heilbrigðisráðuneytisins

Stofnaður faghópur um málefni erlendra starfsmanna.

Þann 11. mars var sendur póstur til allra Stjórnvísifélaga og óskað eftir áhugasömum aðilum að koma í stjórn faghópsins.  Alls sýndu 16 aðilar áhuga og verður á næstu dögum mynduð 10 manna stjórn.   Nú þegar er búið að vekja athygli á áhugaverðum viðburði í næstu viku á vegum félagsmálaráðuneytisins í samvinnu við Evrópuráð og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þú bókar þig hér.
Hér má sjá markmið faghópsins:  Erlendum ríkisborgurum fer fjölgandi á íslenskum vinnumarkaði og því mikilvægt að stjórnendur aðlagi sig breyttu vinnuumhverfi. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsingamiðlunar og umræðu fyrir stjórnendur og fagfólk sem starfa við fjölmenningarlega  stjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki. Fjölmenningarleg stjórnun snýst um að stjórna og styðja starfsfólk af erlendum uppruna, allt frá ráðningu til starfsloka. Þessi málaflokkur er nýr á Íslandi því erlendir starfsmenn byrjuðu ekki að koma til Íslands í miklu mæli fyrr en um síðastu aldarmót. Þess vegna er brýn  þörf á miðlun upplýsinga, faglegri reynslu og aukinni þekkingu á öllum þáttum fjölmenningarstjórnunar á Íslandi.

Fyrirkomulag starfseminnar er þannig að á hverjum fundi verður kynnt ákveðin viðfangsefni sem byggist á þörfum hópsins og að lokum fara fram umræður. Hópurinn stendur einnig fyrir ráðstefnum og miðlar faglegu efni um málefnið. 

 

Stjórn

Irina S. Ogurtsova
Sérfræðingur - Formaður - Reykjavíkurborg - öll svið
Ester Gústavsdóttir
Sérfræðingur - Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
Joanna Marcinkowska
Verkefnastjóri - Stjórnandi - Reykjavíkurborg - öll svið
María Rún Hafliðadóttir
Mannauðsstjóri - Stjórnandi - Foodco
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?