Er svartholið stórt í þínu fyrirtæki?

Fundur á vegum ISO hópsins

Er svarthol í þínu fyrirtæki?

Fundarefni
Fjallað verður um skjalastjórnun og kröfur ISO 15489 skoðaðar.

Framsögumenn
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, samskiptastjóri Tækniskólans  fjallar  um: "Innleiðing og rekstur skjalastjórnunar Tækniskólans".

Gunnhildur Mannfreðsdóttir hjá Gagnavörslunni fjallar um staðalinn sjálfan: ISO 15489.

Fundarstaður
Tækniskóli Íslands á Skólavörðuholti.
 

Innri markaðssetning - áhrif á mannauð og fyrirtækjamenningu

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Fundarefni 
Innri markaðssetning - áhrif á mannauð og fyrirtækjamenningu

Framsögumaður
Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðinnar og formaður ÍMARK

Fundarstaður
Ölgerðin, Grjóthálsi 7, 110 Reykjavík
 
 

Upplýsingaflæði og veföryggi

Fundur á vegum faghóps um upplýsingaöryggi
Upplýsingaflæði og veföryggi
Arnar Birgisson fjallar um veföryggi almennt en veltir jafnframt fyrir sér upplýsingaflæði (e. information flow) og hvernig það nýtist í sambandi við veföryggi.
 
Framsögumaður
Arnar Birgisson er doktorsnemi í tölvunarfræði í Chalmers, í Svíþjóð.  Sérsvið hans er "language based security".
 
Fundarstaður
Landsbankinn, Thorvaldsensstræti 4 (gamla Landsímahúsið), 5. hæð.

Aukin gæði fást með innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Arion banka

Fundur á vegum gæðastjórnunarhóps
Hvaða gæði fást með innleiðingu á straumlínustjórnun?

Fundarefni
Þegar litið er til gæða þá skiptir engu hvort fyrirtæki er framleiðsu- eða
þjónustufyrirtæki og á fundinum verður fjalla ð um hvernig innleiðing á straumlínustjórnun hjá Arion banka hefur skilað bættum
gæðum.

Framsögumaður
Unnur Ágústsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu bankastjóra

Fundarstaður
Arionbanki, höfuðstöðvar Borgartúni

Hvernig þjónustu viljum við veita?

Fundur á vegum faghóps um  Þjónustustjórnun

Hvernig þjónustu viljum við veita?

Framsögumaður
Margrét Tryggvadóttir, sölu- og þjónustustjóri NOVA

Fundarstaður
NOVA, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
 
 

Stefnumótun á menntafundi

Stefnumótun á menntafundi
Laugardaginn 13. febrúar 2010 var haldinn þjóðfundur um menntamál með um 200 þátttakendum, sjá menntafundur.ning.com. Í erindinu verður farið yfir hvernig fundurinn var hugsaður og skipulagður og farið yfir niðurstöður hans. Rætt verður um hvernig skref í stefnumótun fundurinn var og hve raunhæft er að þjóð taki þátt í stefnumótun.

Fyrirlesari: Snjólfur Ólafsson, prófessor í Háskóla Íslands

Staður: Háskóli Íslands, Gimli, stofa 102. (Gimli er við hliðina á Háskólatorgi.) 

Árangursstjórnun hjá ÁTVR - viðskiptagreind

Fundurinn er á vegum faghóps um viðskiptagreind

Árangursstjórnun hjá ÁTVR
Framsögumaður
Kristján F. Guðjónsson, verkefnisstjóri árangursstjórnunar hjá ÁTVR, mun kynna árangur af innleiðingu viðskiptagreindar hjá ÁTVR,

ÁTVR hefur innleitt stefnumiðað skorkort, sem stjórntæki í rekstri og til að samþættast öðrum stjórntækjum viðskiptagreindar eins og áætlunargerð og greiningarverkfærum.

Fundarstaður
Húsakynni ÁTVR að Stuðlahálsi 2, 2 hæð, 110 Reykjavik.
 
 

Langtímaáætlanagerð - 10 ár

Fundur á vegum faghóps um mótun og framkvæmd stefnu

Langtímaáætlanagerð - 10 ár

Fjallað verður um áætlunarferli Landsnets með sérstakri áherslu á gerð langtímaáætlunar og þeim verkfærum sem snúa að henni. Í langtímaáætlun Landsnets er horft til næstu tíu ára og þar er skoðað hvaða áhrif nýframkvæmdir hafa á fjárhagslega afkomu Landsnets sem og ýmsir aðrir innri og ytri þættir.

Framsögumaður
Ársæll Guðmundsson, hgfræðingur - fjármál.

Fundarstaður
Landsnet, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.
 

Nýsköpun og sjálfbærni

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun og Samtaka Iðnaðarins
Nýsköpun og sjálfbærni
Fundarefni
Nýsköpun og sjálfbærni
Aukin orkunotkun og loftslagsbreytingar hafa á síðustu misserum leitt til breyttra viðhorfa hjá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum um allan heim. Aukin áhersla á sjálfbæra þróun hefur leitt til nýrra þarfa hjá neytendum, hefur áhrif á náms- og starfsval hjá ungu fólki og stýrir fjármögnun til vísinda- og tæknirannsókna. Á sama tíma hefur samstarf um nýsköpun færst í aukana, t.d. með auknu samstarfi meðal fyrirtækja, aukinni þátttöku notenda, "open source" verkefnum og svokölluðu "crowdsourcing". Í fyrirlestrinum er ætlunin að velta fyrir sér áhrifum þessara breytinga, m.a. á tækifæri og getu fyrirtækja til nýsköpunar hjá fámennri þjóð í Atlantshafinu.
Framsaga
Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum
Fundarstaður
Samtök Iðnaðarins, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð.
 

Fjármál og stjórnunarstaðlar: ISO

Fundur á vegum faghóps um ISO staðla 
Fundarefni
Fjármál og stjórnunarstaðlar
Hvernig tengjast stjórnunarstaðlar og viðurkenndar reglur úr fjármálaheiminum um innra eftirlit og stjórnarhætti 
Framsögumaður
Jón Óskar Hallgrímsson

Fundarstaður
PricewaterhouseCoopers Skógarhlíð 12 

 

Upplýsingaöryggi: Öryggi í "cloud computing"

Fundur á vegum faghóps um upplýsingaöryggi
Öryggi í "cloud computing"

Fundarefni
Öryggi í "cloud computing"
Kynning Sigurjóns Lýðssonar fjallar um Windows Azure sem er tölvuský (e. Cloud computing) Microsoft. Windows Azure er í raun nettengt gagnaver sem fyrirtæki geta nýtt til að keyra hugbúnaðarlausnir sínar í stað þess að byggja upp eigin tölvuver.

Framsögumaður
Sigurjón Lýðsson, Microsoft

Fundarstaður
Arion banki, Borgartúni 19, 105 Reykjavík.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?