Desember 2019

Stefnumótunarfundur Stjórnvísi 2020-2025

Okkur langar að bjóða þér að taka þátt í að móta framtíðarsýn og stefnu Stjórnvísi. Við hittumst í morgunverði á Grand Hótel frá kl.09:00-11:00.  
Við ætlum að nýta okkur aðferðafræði þjónustuhönnunar (e.design thinking) með Fjólu Maríu Ágústdóttir.
Taktu þátt í að móta stefnu Stjórnvísi til framtíðar! 

Við leitumst eftir því að fá formenn, meðlimi stjórna faghópa, félagsmenn og einnig fólk sem þekkir ekki til Stjórnvísi en einnig þá sem hafa ekki verið að nýta sér viðburði Stjórnvísi.
Endilega staðfestu komu þína sem fyrst með því að skrá þig. 

Fjóla María Ágústsdóttir er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Verkefnastjóri og þjónustuhönnuður hjá Stafrænt Ísland og nú breytingastjóri stafrænnar þjónustu fyrir sveitarfélögin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fundur með fagráði Stjórnvísi (lokaður fundur)

Fundur stjórnar með fagráði Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 27.nóvember nk. á Vox kl.11:30.

Meginmarkmiðið með fundinum er að fá frá fagráði fagleg ráð varðandi hvað má gera betur og hvað er vel gert. Stjórnvísi er nú að hefja stefnumótunarvinnu fyrir tímabilið 2020-2025 og verður Fjóla María Ágústsdóttir ráðgjafi stjórnar í þeirri vinnu.  Einnig hefur komið fyrirspurn til stjórnar Stjórnvísi  varðandi að taka við af Eyþóri Ívari að veita viðurkenningu til:  „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“  Ástæða þess að Eyþór Ívar leitar til okkar er að hann er að fara með hluta afrekstrinum í einkarekstur og því að þeirra mati ekki viðeigandi að halda verðlaunum inni í þeim rekstri. Stjórnvísi kom fyrst upp í hugann þegar hugsað var til fyrirtækis sem myndi getað tekið við boltanum.

(fagráð fundar a.m.k. einu sinni yfir starfsárið með stjórn félagsins). 

Meðfylgjandi er fundargerð frá starfsdegi stjórnar sem haldinn var í júní sl.  Á þeim fundi voru valin áhersluverkefni stjórnar fyrir veturinn 2019-2020.

Þar má sjá dagskrá vetrarins og stóru viðburðina: Íslensku ánægjuvogina, haustráðstefnu og stjórnunarverðlaunin.

Læt fylgja áhugaverða linka á heimasíðu félagsins www.stjornvisi.is

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/hlutverk-stjornvisi  

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/verklagsreglur-faghopa

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/sidareglur

 

Fagráð Stjórnvísi

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)

Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021) 

 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar verður fulltrúi stjórnar á þessum fundi.

og einnig situr fundinn Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

Fundargerð frá starfsdegi stjórnar 

Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð.

20. júní 2019 kl.14:30-17:30

 

Þátttakendur:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, Ásdís Erla Jónsdóttir, Berglind Björk Hreinsdóttir, Guðjón Örn Helgason, Guðný Halla Hauksdóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Ingi Björn Sigurðsson, Jón Gunnar Borgþórsson,  Kristján Geir Gunnarsson og Sigríður Harðardóttir.   

 

Mæting:

Kristján Geir var staddur erlendis, annars full mæting.

 

Dagskrárliðir

  1. Kynning á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum Stjórnvísi. Fundurinn hófst með því að allir kynntu sig með því að segja frá nafni, starfi, fyrri störfum og starfi/þekkingu á Stjórnvísi.  Aðalheiður nýkjörinn formaður Stjórnvísi fór yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Aðalheiður framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Í framhaldi var óskað eftir ábendingum frá stjórn og urðu nokkrar umræður. Fyrir næsta aðalfund er mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi og að endurskoða 6.grein og 9.grein. Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „TRAUST“.  Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2019-2020 þar sem m.a. var rætt um að   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg.  Einnig urðu umræður um hvar stjórn vill eiga samskipti t.d. á Facebook í stað tölvupósts. 
  2. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar – (tímalína – sjá yfirlit neðar í póstinum)

Byrjað var á að ákveða fundartíma og staðsetningu stjórnarfunda.  Niðurstaðan var sú að stjórnarfundir verða haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði kl.11:45-13:00.  Stjórn mun skiptast á að bjóða heim, ef eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að halda fundi í Innovation House. Fyrsti stjórnarfundur vetrarins verður haldinn annan þriðjudag í ágúst hjá Kynnisferðum, í september hjá OR, Október á Grand Hótel í framhaldi af haustráðstefnu Stjórnvísi, nóvember Hrafnista, desember HR, janúar hjá Reykjavíkurborg, febrúar Kassagerðin, mars Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, apríl Strætó og maí Innovaiton House. Sent verður út fundarboð á stjórn. Í framhaldi var kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar yfir starfárið og gerð tillaga að tímasetningu á þeim.

 

Tillögur að tímasetningum viðburða:

Ágúst 2019
Kick off fundur með öllum stjórnum faghópa
Tímabil: 28. ágúst – kl.08:45-10:00  
Hvar
:  Nauthóll
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur, Berglind, Aðalheiður, Guðný Halla og Sigríður tímabil 20.6.-28.ágúst.  
Samþykkt var að hafa dagskrá Kick Off fundarins svipaða og var á vorfundinum sem var mikil ánægja með. Formaður setur fundinn og kynnir lítillega mælaborð Stjórnvísi, framkvæmdastjóri fer yfir hlutverk stjórna faghópa og Berglind fer yfir hvernig halda skal fund. Síðan eru allir hvattir til að ræða saman á borðunum um hvað er vel gert hjá Stjórnvísi og hvað má betur fara.  Sigríður og Guðný Halla munu stjórna þeirri vinnu.  Að lokum gefst öllum tækifæri á að hitta aðra faghópa á speed-date.  Stjórn hefur áður samþykkt að bjóða faghópum út að borða tvisvar á ári og verður það kynnt á fundinum. Sendur verður út linkur á sameiginlegt skjal til stjórna faghópa í ágúst nk.  Mæta með barmlímmiða fyrir alla til að merkja sig í hvaða faghóp þeir eru, fara yfir hvað hefur gengið vel og hvað má ganga betur.    

September 2019
4. september verður haustdagskrá Stjórnvísi send út á alla aðila
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur tímabil  4.9 – 4.9.

Október 2019
Haustráðstefna Stjórnvísi - 10.10.2019.   
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil: 20.6.-10.10.2019
Tillögur að þema:
Traust, samskipti.

 

Október/nóvember hádegi 23.10.2019 
Fundur með fagráði
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur og Aðalheiður

Tímabil: 23.10.2019.
 

 

Janúar 2020
9. janúar. Nýársfagnaður
námskeið fyrir stjórnir faghópa

Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Hvar:  Marel
Tímabil 30.8.-1.9.2019
Efni verður valið á Kick off fundinum í ágúst. Stjórnir faghópanna ákveða hvaða efni er brýnast. Athuga hvort Marel vilji hýsa fundinn. 

Febrúar 2020
Jan/feb. 
Íslenska ánægjuvogin 2019 afhent 24. janúar 2020.
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: 1.2.2019-1.2.2020 Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Stjórnvísi og Zenter.  


Feb/mars 2020
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil:Haldin á tímabilinu 27.febrúar 2020
Þema:  

Apríl/maí 2020
Aðalfundir faghópa
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: apríl og maí

Maí 2020
Aðalfundur Stjórnvísi
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil: 7. maí  hádegisfundur – ákveða dagsetningu

Stjórnarskiptafundur:
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:  7. maí 2020 kl.18:00 – ákveða dagsetningu 

Júní
Samfélagsskýrsla ársins afhent.  Samstarfsverkefni Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:
1.1.-15.6.2020

 

  1. Stjórn gefin aðgangur að Trello og Sharepoint (lokið)
  2. Áætlun og lykilmælikvarðar. Kynnt var hvar í Sharepoint áætlanir eru geymdar og stjórn hvött til að kynna sér áætlun Stjórnvísi fyrir árið 2019 sem gerir ráð fyrir 500þúsund króna tekjuafgangi. 

 

  1. Áhersluverkefni stjórnar.  Aðalheiður kynnti áhersluverkefni síðustu þriggja ára.

2016-2017

  • Fagna 30 ára afmæli.
  • Innviðir félagsins og heimasíða og stjórnun
  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Tengslamyndun, viðburðir og samstarf

2017-2018

  • Varðveita sögu félagsins
  • Markaðsmál og vefur
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Mælingar og starfsemi félagsins

2018-2019

  • Markaðsmál
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Heimasíða
  • Mælaborð

 

  1. Skilgreind áhersluverkefni stjórnar starfsársins 2019-2020 sem ákveðið var að hefði yfirskriftina „Traust“.

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil:
6.8.2019-08.01.2020

    1. Notendaprófanir
    2. Meðal formanna hópa
    3. Meðal viðskiptavina
    4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
    5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

    1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

  1. Samfélagsmiðlar
  2. Linkedin
  3. Mælikvarðar
  4. Markviss fjölgun fyrirtækja
    1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
  5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís,
Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil:
ágúst-nóvember2019.

  1. Þróun á formi viðburða
  2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
  3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

Önnur verkefni:

    • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
    • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
    • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
    • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).
    • Varaformaður Stjórnvísi 2019-2020 er Berglind Björk Hreinsdóttir
    • Ritari Stjórnvísi 2019-2020 er Gunnhildur Arnardóttir
    • Finna mælikvarða á meginmarkmið Stjórnvísi. Á heimasíðu segir: árangur þessara markmiða er mældur árlega af stjórn Stjórnvísi.
    • Mæla hvernig til tókst á fundi www.menti.is www.khahoot.com 

 

 

 

Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi?

Viðburður í samvinnu við Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasann. 

Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn föstudaginn 29. nóvember kl. 12:10. Kynntar verða niðurstöður greiningar sem unnin hefur verið á svörum erlendra ferðamanna við spurningu úr Landamærakönnun um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Þó erlendir ferðamenn séu almennt ánægðir benda niðurstöður landamærakönnunar til ýmissa atriða sem íslensk ferðaþjónusta getur bætt (enn fremur) með það markmið að skapa einstaka upplifun fyrir ferðamenn á Íslandi.

Í þessari hádegiskynningu verður farið yfir greiningu á svörum erlendra ferðamanna við spurningunni um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Sérstök áhersla er lögð á hvað megi bæta með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis. Einnig er horft til þess hvað erlendum ferðamönnum þótti minnisstæðast úr Íslandsferðinni og hvernig náttúra, menning og afþreying stuðla að upplifun ferðamanna á Íslandi.

Boðið er upp á léttan hádegisverð og er fólk beðið að skrá sig hér að neðan:
https://www.ferdamalastofa.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-hadegisfyrirlestur-hvernig-ma-baeta-upplifun-erlendra-ferdamanna-a-islandi

FULLBÓKAÐ: Ómeðvituð hlutdrægni (Unconscious bias) – er hugur þinn tær eða mengaður af fyrirfram ákveðnum (for)dómum?

Mannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer fram hjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem Guðrún Högnadóttir kynnir hér til leiks, munum við skapa vinnustað þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum. 

Að ráða fólk með skerta starfsorku - tækifæri fyrir fyrirtæki, starfsfólkið og samfélagið

Starfsorka fólks getur skertst af ýmsum ástæðum og oft getur fólk vel unnið hlutastarf eða starf sem krefst ekki eins mikils og í öðrum störfum. Það er dýrmætt fyrir einstaklinga að komast út á vinnumarkaðinn og það er mikilvægt fyrir samfélagið í heild. Með skipulagi og smá útsjónarsemi geta fyrirtæki ráðið til sín starfsfólk með skerta starfsorku þannig að mikill ávinningur verður fyrir alla. Á þessum fundi verður farið yfir hagnýt atriði sem fyrirtæki geta nýtt sér til að ráða starfsfólk sem er að koma til baka úr veikindum eða hefur ekki fulla starfsorku af öðrum ástæðum.

 

Erindi

Kostnaður eða tækifæri fyrir samfélagið?
Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður Færnisviðs Trygginastofnunar 
Farið er yfir kostnað hins opinbera af stuðningi við fólk með skerta starfsforku og hver ávinningurinn fyrir einstaklinginn, samfélagið og fyrirtæki er af því fyrirtæki aðlagi sig að þörfum þeirra sem ekki passa inn í hefðbundna hugmynd um störf.

 

Endurhæfing sem virkar
Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri – Þróun atvinnutengingar hjá Virk
Fyrirtæki þurfa aðstoð við að skilgreina verkefni og koma auga á tækifærin sem hjá þeim felast fyrir fólk með skerta starfsforku. Virk hefur mikla reynslu í að fylgja málum eftir hjá fólki með skerta starfsorku og hjálpa bæði einstaklingnum og fyrirtækjum að fóta sig og aðlagast og sjá tækifæri til samstarfs.

 

Skert starfsorka er hluti af margbreytileika
Valdimar Ómarsson, forstöðumaður þjónustu hjá Marel
Marel hefur ráðið fólk með skerta starfsorku og fengið aðstoð við að móta verkefni sem henta einstaklingnum og nýtast fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur skýra stefnu um marbreytileika og þátttöku og stjórnendur hafa metnaðarfull markmið um árangur í rekstri. Farið er yfir dæmi um hvernig stjórnandi getur skipulagt starfið svo starfsfólk í óhefðbundnu starfi upplifi sig velkomið og hluta af teyminu.

 

Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel á Íslandi

 

Fyrir hverja eru þessi fundur áhugaverður?

-        Fólk ábyrgð fyrir samfélagsábyrgð í fyrirtækjum

-        Mannauðsfólk

-        Stjórnendur og starfsfólk sem styður við fólk með skerta starfsorku

-        Fagfólk sem aðstoðar fólk með skerta starfsorku

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Í byrjun starfsárs skiptir stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2019-2020.  Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum á Trello borði þar sem áhersluverkefni stjórnar eru ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar á: https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/log-arsskyrslur-fundargerdir. 

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil:
6.8.2019-08.01.2020

  1. Notendaprófanir
  2. Meðal formanna hópa
  3. Meðal viðskiptavina
  4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
  5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

  1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

  1. Samfélagsmiðlar
  2. Linkedin
  3. Mælikvarðar
  4. Markviss fjölgun fyrirtækja
    1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
  5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís,
Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil:
ágúst-nóvember2019.

  1. Þróun á formi viðburða
  2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
  3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

 Önnur verkefni:

  • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
  • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
  • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
  • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).

Á aðalfundi haldinn 8. maí 2019 voru kosin í stjórn félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum, formaður (2019-2020)
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2019-2020)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2019-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2019-2020)
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðarinnar (2019-2020) 
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó (2019-2020)

Kjör fagráðs

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)  

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)

 

 

Lífsörmögnun - Allir geta örmagnast!

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu? 

 

Hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) er tilltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Rannsóknir á sambandi líkamlegra sjúkdóma og (lífs)Örmögnunar eru nýjar af nálinni en stöðugt fleiri innan læknisfræðinnar virðast vera að átta sig á að hér sé einhverskonar samband og er aukning þesskonar rannsókna dag frá degi. Ein grein læknisfræðinnar hefur þó verið ríkjandi þegar kemur að rannsóknum að þessu tagi og hafa tugir ef ekki hundruðir rannsókna verið gerðar frá byrjun áttunda áratugarins á tengslum Örmögnunar sem mögulegs undanfara hjarta- og æðasjúkdóma.

Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum, hefur rannsakað örmögnun og hefur víðtæka reynslu af málaflokknum. Hún segir að algengasta ástæða þess að fólk leiti sér hjálpar vegna örmögnunar sé að líkaminn gefi sig. 

„Það eru dæmi um að fólk vakni einn daginn og geti ekki hreyft sig“.

Í erindi sínu fjallar dr. Eygló Guðmundsdóttir m.a. um það hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar og hvernig áföll í lífinu hafa áhrif á líkamlega heilsu, jafnvel þótt langt sé um liðið. Eygló leggur áherslu á það í fyrirlestri sínum að það geti komið fyrir alla að örmagnast en því fylgi enn mikil skömm.

Hér má hlusta á hlaðvörp þar sem tekið er viðtal við Eygló um m.a. örmögnun og doktorsritgerðina hennar þar sem hún rannsakaði sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna.

https://podcasts.apple.com/us/podcast/6-all-colors-this-nightmare-part-1-parental-stress/id1441822841?i=1000429792565

https://podcasts.apple.com/us/podcast/7-all-colors-this-nightmare-part-2-parental-stress/id1441822841?i=1000430880378

Stafrænt landslag í markaðssetningu

Arnar frá Digido ætlar að fjalla um strauma og stefnur í markaðssetningu á netinu, þá möguleika sem eru til staðar, hvað virkar og hvað virkar ekki. Farið verður um víðan völl, bæði í innlendri og alþjóðlegri markaðssetningu á netinu. Sérstök áhersla verður á Google ads og facebook ads auglýsingatækin og hvernig hægt sé að fá sem allra mest út úr þeim.

Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og framkvæmdastjóri Datera mun svo fjalla um hlutverk snjallbirtinga í stafrænu markaðsstarfi og sýna áhugaverð og árangursrík dæmi frá íslenskum fyrirtækjum. Hvað eru snjallbirtingar og hvers vegna geta þær dregið svona mikið úr markaðskostnaði samhliða auknum árangri. Hvaða tækni liggur þarna að baki og er þetta eitthvað sem öll fyrirtæki geta nýtt sér, bæði stór og smá?

Fullbókað: Hvað brennur á vörum þeirra sem hafa stundað Lean í áratugi?

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir munu miðla því sem þau sáu og heyrðu á ferðalagi sínu í þeim tilgangi að veita Íslendingum innblástur á sinni vegferð.


Maríanna Magnúsdóttir er umbreytingarþjálfari og breytingarafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggjaupp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarfræðingur með M.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Pétur Arason er Chief Challenger of StatusQuo og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur innleitt stefnumótun, stýrt stórum breytingarverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands. 


Fullbókað: Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Eins og þeir hafa uppgötvað sem kannað hafa samfélagsmiðilinn LinkedIn undanfarið, hefur notkun hans af hálfu íslenskra aðila stóraukist undanfarin ár. Gildir þá einu hvort það varðar starfsráðningar, öflun og viðhaldi tengsla, þekkingaröflun o.s.frv.

Í erindinu mun Jón Gunnar fara lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notaður, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans.

Að erindi loknu verður gert ráð fyrir umræðum en þá mun Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi taka þátt í umræðum og greina frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.


Jón Gunnar Borgþórsson er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, cand oecon í viðskiptafræði og er alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi. Hann er með víðtæka reynslu og hefur sinnt stjórnar og stjórnunarstörfum í fyrirtækjum, opinberum stofnunum og félagasamtökum. Stundað kennslu og leiðbeinendastörf, m.a. innan HÍ, HR, í endurmenntun HÍ, einkaskólum, og innan fyrirtækja og félagasamtaka.

Samspil núvitundar, stjórnunar og nýsköpunar

Samspil núvitundar og viðskipta
Enlightened Enterprise 

Iðkun núvitundar fær vaxandi athygli í stjórnun, nýsköpun og mannauðsmálum. Rannsóknir hafa gefið til kynna að núvitundariðkun hefur margvísleg jákvæð áhrif á persónulega hæfni og dregur úr streitu, eykur einbeitingu og sköpunargáfu, sjálfsstjórn og samkennd. 

 Í þessum fyrirlestri fjallar Vin Harris um samspil núvitundariðkunar og stjórnunar í fyrirtækjum, jákvæð persónuleg og fagleg áhrif núvitundar. Vin Harris er frumkvöðull, ráðgjafi og núvitundarkennari sem er kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar og ætlar að deila reynslu sinna af iðkun núvitundar um áratugaskeið. Hann mun veita innsýn í hvernig núvitund hjálpar ekki bara við að takast á við streitu og viðlíka vandamál, heldur getur líka haft jákvæð áhrif þegar kemur að uppbyggingu fyrirtækja, skýrari sýn við mótun stefnu, meiri hugmyndaauðgi í nýsköpun og árangursríkari stjórnun.

Vin Harris byggði upp fyrirtæki sitt í Skotlandi (Ventrolla Scotland) og hlaut virt nýsköpunarverðlaun sem kennd eru við John Logie Baird. Vin er með MBA gráðu frá Northumbria University og BA gráðu frá University of Warwick. Hann gerði rannsókn í MBA náminu á áskorunum lítilla fyrirtækja við að vaxa. Vin Harris er einn af höfundum bókarinnar „MINDFUL HEROES – stories of journeys that changed lives“, kennir við Háskólann í Aberdeen og einn af stofnendum Mindfulness Association í Bretlandi. https://www.linkedin.com/in/vin-harris-806aa912/  

 

Dagana 14.-15. des. heldur Vin Harris einnig námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni, https://www.facebook.com/events/534775150694808/ 

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Í byrjun starfsárs skiptir stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2019-2020.  Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum á Trello borði þar sem áhersluverkefni stjórnar eru ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar á: https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/log-arsskyrslur-fundargerdir. 

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil: 6.8.2019-08.01.2020

  1. Notendaprófanir
  2. Meðal formanna hópa
  3. Meðal viðskiptavina
  4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
  5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

  1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

  1. Samfélagsmiðlar
  2. Linkedin
  3. Mælikvarðar
  4. Markviss fjölgun fyrirtækja
    1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
  5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís, Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil: ágúst-nóvember2019.

  1. Þróun á formi viðburða
  2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
  3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

 Önnur verkefni:

  • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
  • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
  • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
  • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).

Á aðalfundi haldinn 8. maí 2019 voru kosin í stjórn félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum, formaður (2019-2020)
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2019-2020)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2019-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2019-2020)
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðarinnar (2019-2020) 
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó (2019-2020)

Kjör fagráðs

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)  

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?