Október 2020

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
28
  •  
29
  •  
30 01 02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06 07
  •  
08 09 10
  •  
11
  •  
12
  •  
13 14 15 16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20 21 22 23 24
  •  
25
  •  
26
  •  
27 28 29 30 31
  •  
01
  •  

Hvernig gekk Advania að vinna í fjarvinnu?

Join Microsoft Teams Meeting

Hinrik Sigurður mannauðsstjóri Advania fjallar um hvernig gekk að vinna í fjarvinnu vorið 2020 útfrá niðurstöðum könnunar á meðal starfsfólks. Fjallað verður um stjórnun, vinnuna, samskipti, upplýsingagjöf ásamt því að skoða hvernig framleiðni á meðal annars beiðnum og símsvörun var ásamt því að skoða þjónustuskor. Einnig mun Hinrik Sigurður koma inná næstu skref og hvernig “hybrid módel” getað verið að einhverju leyti flóknara. 


Fyrir hverja: 

Stjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á fjarvinnu.

Staðsetning og form viðburðar:
Viðburðinum er streymt á Teams. Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins. 

Ávinningur:

  • Árangursríkari fjarvinna

  • Ánægðara starfsfólk

  • Aukin framleiðni

  • Sparar tíma á að vita hvað virkar vel og hvað ekki


Fyrirlesari:
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðstjóri Advania frá 2015. Hann er sérlega áhugasamur í að aðstoða stjórnendur stýra sínum sviðum á skilvirkan hátt með því að há­marka fram­leiðni án þess að ganga enn frek­ar á per­sónu­leg­an tíma fólks.
Hann vann hjá Hagvangi sem sviðsstjóra ráðgjafa­sviðs. Áður vann hann hjá Íslands­banka þar sem hann sinnti frammistöðustjórn­un og um­sjón með launa­grein­ing­um, töl­fræði og mæli­kvörðum mannauðssviðs Íslands­banka ásamt al­mennri ráðgjöf og inn­leiðingu á orku­stjórn­un mannauðs í bank­an­um. Hinrik Sig­urður starfaði hjá Capacent í nokk­ur ár við ráðgjöf á sviði mannauðsmá­la.  Þar áður starfaði Hinrik Sig­urður í Englandi við þróun sál­fræðilegra mats­tækja fyr­ir vinnu­markaðinn.  

Join Microsoft Teams Meeting

Grunnur að verkefnastjórnun

Hvað er verkefnastjórnun, hvar nýtist hún og hvert er virði hennar?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar. Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar og hvert raunvirði hennar er. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri byggingar hjá Isavia.

Staðsetning: Teams

Skráðir þátttakendur hafa fengið sendann hlekk á viðburðinn. Óskir þú eftir því að fá sendann hlekk vinsamlegast sendu tölvupóst þess efnis á annakk86@gmail.com 

 

Persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarf persónverndarfulltrúa

Hér er linkur á fundinn: Join Microsoft Teams Meeting

Næsti viðburður á vegum faghóps um persónuvernd snýr að persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga. Fyrirlesarar verða þær Erla Bjarný Jónsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Fundurinn fer fram á Teams. 

Persónuvernd í æskulýðsstarfi

Erla Bjarný mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi persónuvernd í íþróttastarfi. Hvaða forrit eru notuð við miðlun persónuupplýsinga og hvernig er farsælast að miðla persónuupplýsingum, t.d. ljósmyndum og öðru efni tengdu íþróttaviðburðum, til annarra. Einnig verður farið yfir hvað ber að varast við vinnslu persónuupplýsinga í íþróttastarfi.

"Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum.."

Samstarf persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga

Bryndís mun fjalla um samstarf persónuverndarfulltrúa innan sveitarfélaga en allt frá því að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi hafa persónuverndarfulltrúar innan sveitarfélaga haldið reglulega samráðsfundi þar sem fjallað er um verkefnin og áskoranir er fylgja starfinu. Starfsemi sveitarfélaga nær yfir mjög fjölbreytt svið allt frá félagsþjónustu og leik- og grunnskóla yfir í skipulagsmál, málefni fatlaðra og aldraðra sem og frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.

 

Staðsetning: Teams

Skráðir þátttakendur fá sendann hlekk á viðburðinn í tölvupósti. 

 

Um fyrirlesara:

Persónuvernd í æskulýðsstarfi

Erla Bjarný Jónsdóttir er persónuverndarsérfræðingur hjá á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, áður starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi Fjarðabyggðar. Erla hefur áralanga reynslu sem afreksleikmaður, þjálfari og loks formaður blakdeildar íþróttafélagsins Álftanes. Ásamt þessu hefur Erla unnið sem verkefnastjóri og þjálfari fyrir yngri landslið Íslands í blaki.

Bryndís Gunnlaugsdóttir er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bryndís vann áður hjá PwC, ríkisskattstjóra og KeyHabits ehf. Hún hefur einnig víðtæka reynslu úr stjórnar- og nefndarstörfum sem forseti bæjarstjórnar í Grindavík, formaður stjórnar ALM verðbréfa hf., stjórnarmaður í úrvinnslusjóði og Lánasjóði sveitarfélaga svo dæmi séu nefnd.

Samtal við Víði Reynisson

Fundurinn fer fram á Teams og fá allir skráðir þátttakendur sent fundarboð 30. september. 

Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19.

Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.

Hann Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ætlar að halda fyrir okkur stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og opna svo á samtal og spurningar.

Skráðir þátttakendur á viðburðinn fá sent fundarboð þann 30. september.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir þann tíma.  

Svona kemstu í gegnum veturinn

Hvaða færniþættir eru það sem mun reyna hvað mest á næstu misserin? 
 
Á þessari LIVE ONLINE vinnustofu munu þáttakendur fá sent sjálfsmat sem gerir okkur keift að meta hvar við stöndum gagnvart 14 færniþáttum leiðtoga sem samkvæmt rannsókn á vegnum Dale Carnegie eru þeir þættir sem skipta mestu máli til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, hvort sem það er VUCA (Volality, Uncertainty, Complexity og Ambuguity), fjórða iðnbyltingin eða þörfin fyrir að vera snarpari en nokkru sinni áður.  
 
Fyrirlesarar eru þær Pála Þórisdóttir og Unnur Magnúsdóttir.

 

 

Hvernig nýtum við hjá Stjórnvísi Teams? (lokaður fundur fyrir faghópastjórnir)

Hér er tengill á fundinn.  
Kæri félagi í stjórn faghóps, 
Nú höfum við hjá Stjórnvísi verið að nýta okkur gesta aðganga í Teams til þess bæði að auðvelda samskipti innan hópa og einnig til að halda fundi. Í upphafi innleiðinga þá eru ávallt hnökrar sem við erum að vinna í að leysa. Því höfum við stofnað viðburðinn Hvernig nýtum við hjá Stjórnvísi Teams þriðjudaginn 6.október 11:45-12:15. Fundurinn verður á spjallformi með sýnikennslu en fundurinn verður tekinn upp og upptaka verður aðgengileg.   

Við erum að vinna í að stofna greidda aðganga fyrir þá formenn hópa sem hafa áhuga. Þeir geta þá meðal annars geti bætt við öppum í “channels” eins og t.d. planner sem er hægt að nýta sem verkefnalista hópsins. Einnig munu þeir getað stofnað fundi innan hóps í stað þess að nota “meet now” valmöguleikan ásamt því að bæta fólki inní teymið á Teams þar sem margir eru að nýta sér að hafa tvö netföng. 

Við höfum útbúið skjal í "channel-inu" Allir í stjórnun faghópa um hvernig við mælum með að nýta Teams. Ef að einhver veit um betri leiðir til að hafa fundi á netinu og  samskipti fyrir faghópa endilega látið okkur vita. Öllum er velkomið að setja  athugasemdir inní skjalið og við uppfærum eftir því sem við fáum fleiri ábendingar. 

Hlökkum til að nýta tæknina með ykkur.  

Fh. Stjórnar Stjórnvísi.  
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður Stjórnvísi 
Hér er tengill á fundinn

Haustráðstefna Stjórnvísi 8. október 2020 kl. 9:00

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.
Linkur á streymið 

Hvenær: Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Nauthól og streymt beint af staðnum.  
Þema ráðstefnunnar: "Ár aðlögunar"  Aðlögun eða andlát. 
Ráðstefnustjóri: Þóranna K. Jónsdóttir markaðs-og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Fyrirlesarar:

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.
Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð.
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid.
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítala. 
Að breyta flugmóðurskipi í spíttbát: Hvernig Landspítali brást við Covid19-heimsfaraldrinum.
Darri Atlason, Head Of Business Development at Lucinity. 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu fyrirlesarar flytja erindi. Örstutt hlé verður gert eftir hvern fyrirlestur þar sem ráðstefnugestir eru hvattir til að fara inn á "Slido" og skrá þar í einni setningu hver er þeirra helsti lærdómur af hverju erindi fyrir sig.  

Verið öll hjartanlega velkomin.

Aðgangur er frír.

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Þema ársins er „Ár aðlögunar“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2020-2021.  Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Verkefni stjórnar starfsárið: 2020 – 2021

1. Stuðningur við stjórnir faghópa.

Ábyrgðaraðilar: Ásdís, Aðalheiður, Steinunn, Ingi Björn   

  1. Teams 
  2. Podcast 
  3. Mælaborðið  

2. Markaðsmál og sýnileiki.

Ábyrgðaraðilar: Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Jón Gunnar, Guðný Halla 

  1. Meðal aðila að Stjórnvísi 
  2. Utan félagsins 
  3. LinkedIn 
  4. Selfoss, Akureyri – Samstarf með háskólanum á Akureyri 
  5. Heimasíðan 
  6. Markviss fjölgun fyrirtækja 
  7. Markviss fjölgun háskólanema . Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður 

3. Samstarf við aðra aðila um jafningjafræðslu

Ábyrgðaraðilar: Jón Gunnar, Sigríður, Steinunn, Ásdís  

  1. Atvinnulífið (KPMG stjórnarhættir) 
  2. Háskólarnir 
  3. Opinberir aðilar - stjórnkerfið 
  4. Opinberir aðilar - fyrirtækin 
  5. Samtök atvinnulífsins 
  6. Samstarf með háskólanum á Akureyri 
  7. Símenntunarmiðstöðvar út um allt land 
  8. Stjórnunarfélag suðurlands Selfoss -  
  9. Sinnum landsbyggðinni - fáum flotta fyrirlestara þaðan og streyma  

Önnur verkefni:  EFQM? Íslensku gæðaverðlaun?  

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2020 voru kosin í stjórn félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri viðskiptalausna hjá Advania, formaður (2020-2021).
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2020-2021).
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021).
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021).
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2019-2021).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).

 

Kjör fagráðs

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022).
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021).
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021).
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá (2020-2022).
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022).

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022).
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2020-2022).

Stóra myndin, stefna og aðgerðir í loftslagsmálum

Join Microsoft Teams Meeting
Á þessum fyrsta fundi nýs faghóps um loftslagsmál eru tveir aðilar með framsögu, Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri FESTU miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Halldór mun draga upp stóru myndina í loftslagsmálum, ræða um framtíðarsýn og kolefnishlutleysi. Þá mun hann fjalla um hlutverk og ábyrgð einkafyrirtækja og ríkisins, hvað hver og einn getur gert til að draga úr losun. Hrund mun segja frá því hvernig óhagnaðardrifin samtök eins og FESTA geta látið til sín taka í loftslagsmálum. Hún mun einnig segja frá nýlegri viljayfirlýsingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði. 

Halldór Þorgeirsson tók að sér formennsku í Loftslagsráði við stofnun þess árið 2018. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi frá 2004 til 2018.  Hann hafði þar m.a. yfirumsjón með samningaferlinu fyrir Parísarsamninginn árið 2015. Áður vann Halldór sem skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum. 

Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð frá árinu 2019. Hrund, sem hefur  víðtæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í einkarekstri og á vettvangi World Economic Forum. Hrund er þróunarfræðingur MSc. frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu. 

Þjóðkirkjan: Nýjar áherslur í markaðssetningu kirkjunnar

Join Microsoft Teams Meeting    Eins og margir tóku eftir að þá fór Þjóðkirkjan af stað með nýtt kynningarefni í september á þessu ári.
Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar verður með hnitmiðaða hugleiðingu og kynningu um nýtt kynningarefni þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskóla frá sjónarhóli guðfræði og trúar annars vegar og hins vegar markaðs og kynningarmála.

Þar verður meðal annars velt því fyrir sér hvort að þessir ólíku málaflokkar geta farið saman.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Teams.

Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn fer fram á Teams.
Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu.

Farið verður yfir hvað teymi er og hverju þarf að huga að til að teymi nái árangri. Skoðum svo hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur nýst stjórnendum og teymum og þar með fyrirtækjum, stofnunum og umhverfinu í heild.

 

Fyrirlesarara:

Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.

 

Örn Haraldsson heiti ég og er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til mín er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kenni ég markþjálfun hjá Profectus.

Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er ég með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. 

Lengi vel vann ég í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. 

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusa ég mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu.

Ég þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í minni andlegu og líkamlegu líðan. Ég er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

 Fundurinn fer fram á Teams.

 Join Microsoft Teams Meeting

Nýjasta tækni og framtíðin

Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarna áratugi höfum við séð gríðalegar framfarir í tækni og nýsköpun á heimsvísu. Þessar framfarir hafa skapað mannkyninu öllu aukna hagsæld. Þrátt fyrir veirufaraldur á heimsvísu eru framfarir ekkert að minnka heldur munu bara aukast næstu árum. Gervgreind, róbotar, sýndarveruleiki, hlutanetið og margt fleira er að búa til nýjar lausnir og ný tækifæri. Framtíðin er í senn sveipuð dulúð og getur verið spennandi og ógnvekjandi í senn. Eina sem við vitum fyrir vissu er að framtíðin verður alltaf betri. Í þessu fyrirlestri ætlar Ólafur Andri Ragnarsson kennari við HR að fjalla um nýjustu tækni og framtíðina.

Ólafur Andri Ragnarsson er kennari við Háskólann í Reykjavík og kennir þar námskeið um tækniþróun og hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á fyrirtæki. Hann er tölvunarfræðingur (Msc) að mennt frá Oregon University í Bandaríkjanum. Ólafur Andri er frumkvöðull og stofnaði, ásamt fleirum, Margmiðlun og síðar Betware. Þá tók Ólafur Andri þátt í að koma á fót leikjafyrirtækinu Raw Fury AB í Stokkhólmi. Þá situr hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann tók einnig þátt í að stofna samtök tölvuleikjaframleiðenda og sat í stjórn þess um árabil. Ólafur Andri sendi frá sér bókina Fjórða iðnbyltingin: Iðnbyltingar og áhrif þeirra á samfélög árið 2019. Þar fjallar hann um forsendur tækniframfara og þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.

Join Microsoft Teams Meeting

 

Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka (Teams)

Join Microsoft Teams Meeting
Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi stafrænnar fræðslu og standa nú í innleiðingu eða hafa nýlokið við hana. Ýmsar hindranir verða þá í vegi fyrirtækja því að mörgu er að hyggja.

 

Á þessum morgunfundi ætla Hörður Bjarkason og Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hjá Arion banka að deila með okkur sinni upplifun í innleiðingu á stafrænni fræðslu hjá bankanum. Þau ætla að fara yfir hvaða leiðir þau hafa farið í framsetningu á fræðsluefni og hvaða tæknilegu hindranir hafa orðið á vegi þeirra. 

 

Í mannauðsstefnu Arion banka hefur stöðug þróun og fræðsla verið stórt áhersluatriði en þau ætla einnig að koma inn á hvernig þau hafa lagt sig fram við að gera fræðsluna þægilegri og aðgengilegri fyrir starfsfólk bankans.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Teams.
 

"Nú er veður til að skapa!" - Hvernig leysum við sköpunarkraft fyrirtækja úr læðingi?

(Ath. Fundinum verður streymt. Vegna sóttvarnaráðstafana verður því miður ekki hægt að mæta á staðinn.)
Streymi af fundi hér: https://youtu.be/eDr4IKojHOE

Hægt er að senda inn spurningar í gegnum streymið. Einnig má senda spurningar á netfang: thorsteinn@sjonarrond.is

Öflug nýsköpun er forsendan fyrir kraftmiklu efnahagslífi til framtíðar. En nýsköpun á sér ekki aðeins stað innan sprotafyrirtækja, hún þarf ekki síður að eiga sér stað innan rótgróinna fyrirtækja á hefðbundnum mörkuðum.

Ein lykilforsendan fyrir öflugri nýsköpun er að virkja sköpunargleði starfsfólks. En það er hægara sagt en gert.

Á þessum fundi munu þau Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte, og Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við HR, leitast við að svara tveimur spurningum sem varða miklu í þessu samhengi í tveimur stuttum fyrirlestrum.

Björgvin Ingi Ólafsson: "Hverjir eru lykilþættirnir sem þurfa að einkenna stefnu og menningu fyrirtækisins til að skapa frjóan jarðveg fyrir sköpunargleðina?”

Birna Dröfn Birgisdóttir: "Hvaða aðferðir geta starfsmenn notað til að nýta og efla sköpunargleði innan fyrirtækisins?"

Að fyrlrlestrum loknum verða umræður um efnið.

Björgvin Ingi Ólafsson stýrir stjórnenda- og stefnumótunarráðgjöf Deloitte. Hann er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management auk hagfræðiprófs frá HÍ. Hann hefur áralanga reynslu af stjórnun og stjórnendaráðgjöf hér á landi og erlendis. Björgvin hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og sinnt kennslu bæði við HÍ og HR.

Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað sköpunargleði og þjónandi forystu í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Aukin áhrif umhverfismála á atvinnulífið - Að lifa í nýjum veruleika

Join Microsoft Teams Meeting

Helga Jóhanna Bjarnadóttir er umhverfis- og efnaverkfræðingur og sviðsstjóri Samfélagssviðs EFLU þar sem m.a. eru unnin verkefni á sviði skipulags-, umhverfis- og samgöngumála.

Helga hefur um árabil sinnt ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála í fyrirtækjum og sveitarfélögum, vistvænni hönnun og mati á  kolefnisspori bæði fyrir vörur og fyrirtæki.

Lean Ísland 2020- Ráðstefna í Hörpu

Lean Ísland 2020, opin öllum þann 20. október

Faghópur Stjórnvísi um Lean vekur athygli á að Lean Ísland ráðstefnan verður rafræn og opin öllum þetta árið án endurgjalds

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Hún er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að stýra betur, bæta ferla og kúltúr. 

Nokkur námskeið verða haldin í tengslum við ráðstefnuna sem öll hafa selst upp en aukanámskeiðum hefur verið bætt við. Efni námskeiðanna fjalla um hvernig hægt sé að byggja upp öflug teymi, byggja upp eigin leiðtogasýn sem og minnka stress án þess að það komi niður á framleiðni en leiðbeinendur koma m.a. frá Google.

Dagskrá ráðstefnu og skráning er hér.

Ábendingar, Frábrigði, atvik - Úrbóta/Umbætur. Umræður, hvenær á að nota hvað?

 Join Microsoft Teams Meeting

Förum yfir meðhöndlun ábendingar / frábrigði / atvik / úrbóta / umbætur og þeim orð sem eru notuð.

Hvað er rétt og hvað er rangt?  

Hér er slóð: 

Join Microsoft Teams Meeting

Hvernig má bæta vörustjórnun með greiningarvinnu? (Teams fundur)

Join Microsoft Teams Meeting
Eva Guðrún Torfadóttir, starfsmaður Implement Consulting Group, segir frá starfsemi þessa virta alþjóðlega ráðgjafafyrirtækis og fer yfir nokkur verkefni tengd vörustjórnun sem fyrirtækið hefur unnið.

Implement er danskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í ráðgjöf við innkaup, lagerhald og öðru tengdu vörustjórnun. Sérstaða Implement felst í áherslu á þátttöku í öllu umbreytingarferlinu, allt til enda. Unnið er náið með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, frá greiningarvinnu þar til nýjum verkferlum og lausnum er hrint í framkvæmd.

Mörg af stærstu fyrirtækjum Skandinavíu hafa leitað til Implement og má þar nefna Mærsk, Flying Tiger, Novo Nordisk, IKEA og Pandora. Verkefnin eru fjölbreytt en markmiðið er alltaf það sama: Að finna hvernig fyrirtæki geta hagrætt í starfsemi sinni og aukið skilvirkni.

Implement hefur hjálpað fyrirtækjum að svara þessum spurningum ásamt mörgum fleirum með greiningarvinnu:

- Hversu mikið þarf að eiga á lager?
- Hversu mikið á að kaupa inn í einu og hve oft?
- Hvaða birgja á að velja?
- Hversu stórt þarf vöruhúsið að vera?

Fundurinn fer fram á Teams: Join Microsoft Teams Meeting

Viðburður á vegum London Futurists - Að lifa tíma straumhvarfa!

Enska heiti viðburðarins er: Living in the age of the jerk. Tchnology Innovation, Pendemics and our Future. Viðburðurinn verður á fimmtudeginum 22 okt. kl. 18:00. Gæti verið áhugavert að fylgjast með undir lok þessa vinnudags?

Nauðsynlegt er að skrá sig á eftirfarandi vefslóð, en þar er einnig frekari upplýsingar: 

https://www.meetup.com/London-Futurists/events/273922052/?rv=ea1_v2&_xtd=gatlbWFpbF9jbGlja9oAJDY0MzUwMTJiLTAyZjEtNGNhYS05MjliLTdiZTFlYmQ0NmY3Mg&utm_campaign=event-announce&utm_medium=email&utm_source=promo

Fyrirlesarinn er Michael Baxter, en David Wood, sem mörg okkar kannast við heldur utan um viðburðinn.

Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur!

Join Microsoft Teams Meeting

Ábyrgir stjórnarhættir – nýlegar lagabreytingar og kröfur um upplýsingar.

Fjallað verður um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja)

Erindi eru þrjú og svo fyrirspurnir „úr sal“ - stefnt er að því að taka viðburðinn upp.

Fundarstjóri er Jón Gunnar Borgþórsson

Erindi:

  1. Frá sjónarhóli stjórnarmanns: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda
  2. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal
  3. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda

(sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Nýjar áskoranir fyrir verslun og þjónustu - Að lifa í nýjum veruleika

Join Microsoft Teams Meeting

Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko og Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG, fjalla um framtíðaráskoranir í verslun og þjónustu. Hver er hinn nýi veruleikinn í kauphegðun neytandans. 

Sviðsmyndir um starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 28. október frá kl. 9:00-10:30 halda KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála, rafrænan kynningarfund á sviðsmyndum um starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu á komandi misserum. Sviðsmyndirnar voru gerðar með aðkomu aðila með sérþekkingu á starfsumhverfi greinarinnar.

Markmið þessarar vinnu er að draga fram þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þannig að hægt sé að meta, og forgangsraða viðeigandi aðgerðum svo samræmi sé milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs um þær.

Dagskrá:

Opnun og kynning
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri

Erindi ráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra

Kynning KPMG á sviðsmyndunum
Sævar Kristinsson og Steinþór Pálsson, sérfræðingar KPMG

Pallborð
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Fundinum verður streymt á Youtube hlekk sem sendur verður til skráðra þátttakenda á þriðjudag. Hér má skrá sig á fundinn 

 

https://kpmg.wufoo.com/forms/kynningarfundur-a-sviasmyndum-asl-feraaajanustu/

KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála 

Verkefnastjóri undir pressu

Hlekkur á TEAMS fundinn er hér. 
Hvað gerist þegar verkefnastjóri hefur sífellt minni tíma til að sinna verkefnum sem hann/hún leiðir?

Fjallað verður um þetta algenga vandamál og hvað áhrif það getur haft á framgang og niðurstöðu verkefna og upplifun af verkefnastjórnun.

Fyrirlesari er Aðalbjörn Þórólfsson.
Aðalbjörn hefur 20 ára reynslu sem verkefnastjóri og stjórnandi hjá fyrirtækjum eins og Íslandsbanka og Símanum.
Hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi í verkefnastjórnun undir merkjum Projectus www.projectus.is

Hlekkur á TEAMS fundinn er hér. 

EFTIRLÝST/UR - leiðtogi, í breyttum heimi

Join Microsoft Teams Meeting

Í þessu erindi mun Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni fjalla um samtíma-, alþjóðlegar- og innlendar áskoranir og hvernig eiginleika þær áskoranir kalla á í fari leiðtoga. Hún reifar á helstu einkennum sem leiðtogar í dag þurfa að búa yfir, m.a. samkvæmt rannsókn alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Accenture og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem byggð er á könnun og samtölum við fjölda ungra og eldri leiðtoga víðsvegar um heim. 



Vegferð og ávinningur með Lean Six Sigma svarta beltis vottun

Viðburðurinn fer fram á Zoom og hérna er hlekkur á fundinn. Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnir hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.

Stuðningur við stjórnir faghópa (lokaður fundur).

Click here to join the meeting

Þessi fundur er eingöngu ætlaður stjórnendum í faghópum Stjórnvísi.
Ósk um fundinn barst frá nokkrum aðilum í stjórnum faghópa.
Farið verður yfir ýmiss atriði eins og hvernig á stofna fund á Teams, bóka viðburð, lýsing á viðburði, ýmis sniðmát, o.fl.  
Allir áhugasamir hvattir til að mæta og fundurinn verður tekinn upp.
Stjórn Stjórnvísi. 

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Click here to join the meeting

Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum verður varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig verður reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?

Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar:

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ

 

Markþjálfun við stjórnun mannauðs

Click here to join the meeting
Markþjálfun er hægt að nýta á ýmsa vegu innan fyrirtækja og hefur Advania tileinkað sér markþjálfun og markþjálfunartækni víða innan fyrirtækisins.

Íris Sigtryggsdóttir er fræðslustjóri Advania og markþjálfi og ætlar að gefa okkur innsýn í það hvernig Advania nýtir markþjálfun sem stuðning við stjórnendur og teymi innanhúss ásamt því að segja okkur frá því hvernig stjórnendur hafa hlotið þjálfun í þeim hluta markþjálfunar sem snýr að samtölum og virkri hlustun til þess að efla frammistöðu síns starfsfólks enn frekar.

Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum

Click here to join the meeting
Loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans og ætla má að stjórnendur fyrirtækja muni í auknum mæli þurfa að takast á við loftslagstengd mál í störfum sínum á komandi árum. Í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum eru stefna og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum settar fram. Á fundinum munu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur loftslagsmálum hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fara yfir áætlunina, áform um kolefnishlutleysi og svara spurningum þátttakenda.

 

velvirk(.is)ir stjórnendur

 

Join Microsoft Teams Meeting        Sjá upplýsingar um tengingu inn á fundinn hér neðst.

Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynna gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu verður farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig er rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt verður frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Ef tími gefst til verður tæpt á áhugaverðu almennu efni á síðunni sem gagnast getur flestum óháð starfsheiti eða atvinnuþátttöku.


Gagnlegar upplýsingar varðandi tengingu inn á fundinn og fleira tengt því:

Gott er að mæta snemma og skrá sig inn, Teams fundurinn er boðaður frá kl 11:30 þó hann hefjist ekki formlega fyrr en kl 11:45. Við mælum með að mæta 5 mínútum áður en fundurinn á að hefjast til þess að hafa nægan tíma til þess að kveikja á fundinum og koma sér vel fyrir. 
- Hægt er að fylgjast með fundinum á hvers kyns skjá; fartölvu-, síma- eða spjaldtölvuskjá. Við mælum með tölvu til þess að tryggja besta upplifun. 
- Gott er að vera viss um að vera í góðu netsambandi. 
- Þú getur sent inn spurningar á meðan á fundinum stendur og einnig verður hægt að svara nokkrum skoðanakönnunum. 
- Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast fundinum er hægt að senda póst á stjornvisi@stjornvisi.is  

Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Click here to join the meeting
Árið 2020 náðu Íslendingar þeim árangri að konur eru jafnmargar og karlar sem forstjórar fyrirtækja í Kauphöllinni. ….var ég að lesa rétt? Nei, því miður þá var þetta nóvembergabb. Þess vegna ætlum við hjá faghópi um samfélagslega ábyrgð og FKA að velta því fyrir okkur á þessum fundi af hverju hlutfallið er ekki jafnara árið 2020. Við ætlum að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fer yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur.

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA mun segja frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fara yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. 

Fundarstjóri verður Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. 

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

ÞÚ ERT AÐ BÓKA ÞIG Á TEAMS VIÐBURÐ: 

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlega athugið að einungis er boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. 

Click here to join the meeting

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlegast athugið að einungis verður boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. Hér er hægt að skrá sig á Teams viðburðinn

Click here to join the meeting

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?