Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Mars viðburður faghóps markþjálfunar, 2. mars kl.8:30.

Flottir stjórnendur ræða hvar liggja virði markþjálfunar.

Lifandi umræða þar sem þið þáttakendur eruð líka með í samtalinu.

 

Tengdir viðburðir

Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni: Ávinningur og hagnýting á hugbúnaðarlausnum til að hámarka árangur

Hvaða stjórnunaraðferðir og lausnir eru uppi nú á dögum fjórðu iðnbyltingarinnar til að bæta árangur og áhrif mannauðsmála í starfseminni? Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðin störf eru á víkja fyrir aukinni sjálfvirknivæðingu og tækninýjungum og ný spennandi viðskiptamódel eru að brjótast fram sem nýta sér nýjustu tækni. Tækniframfarir fela í sér tilkomu nýrra starfa, auk þess sem starfsmenn samtvinna nú vinnu heima og á skrifstofunni. Í þessu felast áskoranir en einnig tækifæri. 

Mannshöndin víkur æ meir fyrir hugvitinu þar sem öld þekkingarstarfsmannsins er sannarlega hafin. Mannauðsmál hafa sjaldan verið mikilvægari en nú t.a.m. við að ráða rétta fólkið, móta ný stöðugildi og vinna með stjórnendum við að viðhalda ögrandi og spennandi starfsumhverfi til að ná bættum árangri í starfseminni.

Á þessum kynningarfundi verður komið inn á mikilvægi mannauðsmála og þær áskoranir og tækifæri sem blasa við í starfsumhverfinu. Þá munu aðilar frá þremur ólíkum hugbúnaðarlausnum fyrir mannauðsmarkaðinn, 50skills, LearnCove og Effect sem svara þremur spurningum í erindum sínum. Spurningarnar eru eftirfarandi:

  1. Í hvaða þáttum og lausnum í mannauðsmálum starfar þitt fyrirtæki og hver er ávinningurinn með að fjárfesta í lausninni? 
  2. Hvaða þættir í ykkar lausn auðvelda mannauðsmálum að ná árangri í samhengi við fjórðu iðnbyltinguna eins og til dæmis: Aukna áherslu á gögn og greiningarfærni í starfseminni, við að bæta upplifun starfsmannsins, við markvissa þekkingaröflun og starfsþróun og loks vegna aukins umfangs gervigreindar og sjálfvirkni?   
  3. Hvaða nýju lausnum/viðbótum við ykkar lausn eru þið að vinna og viljið deila með okkur m.t.t. umræddra áskorana og tækifæri samfara fjórðu iðnbyltingunni?

 Um staðarfund er að ræða sem haldinn verður föstudaginn 5. apríl frá kl. 8.30 til 10.00 hjá Eimskip, Sundabakka 2.

Fundurinn er á vegum tveggja faghópa, stjórnun viðskiptaferla og mannauðsmála.  

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok Stjórnvísis árs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf Stjórnvísis árs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

 

Fundarstjóri er Sunna Arnardóttir.

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Eldri viðburðir

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Inclusion in the workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)

Click here to join the meeting

Companies in today's diverse society are grappling with how to adjust employee behavior and be more inclusive in the workplace. Achola, a Solopreneur and consultant, will share her insights on this topic at the upcoming event titled "Inclusion in the Workplace: Taking the Guesswork out of Diversity Equity and Inclusion (D.E.I.)."

Speaker: Achola Otieno (She/Her), Solopreneur and consultant

Achola is a D.E.I. strategist and policy analyst with over ten years of experience in human rights. She is the founder of Inclusive Iceland, a boutique consulting practice that specializes in strategic planning and structural development while utilizing proven design frameworks to promote equity. Achola's expertise lies in designing projects for underrepresented groups, which has played a vital role in her advocacy for equity and inclusion. Her work has gained recognition both in Iceland and internationally, as she has collaborated with the Icelandic local government and the U.N.H.C.R. Achola's approach to D.E.I. is holistic and intersectional, combining practice, process, and policies to equip staff with the necessary tools to build equity in their respective organizations. She is also passionate about data and connecting systems with the social and political environmental climate. Having lived on three continents and traveled to over 90 countries, she has vast experience working with diverse cultures and systems. Achola aims to weave historical connections and current contexts to better understand inequities and create effective solutions for promoting equity and inclusion.

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

Fjarvinna milli landa - möguleikar og hindranir

Click here to join the meeting

Vinnumarkaðurinn hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum og hafa sprottið upp lausnir til að leysa vandamál sem fylgja aukinnar fjarvinnu fólks, þá sérstaklega þegar kemur að fjarvinnu erlendis.

Sérfræðingar eru af skornum skammti á Íslandi og leita fyrirtæki nú í sífellt meira mæli út fyrir landsteinana til að finna sérfræðinga t.d. forritara, sölufólk og gagnafræðinga. Þegar kemur að uppsetningu á þessum starfsmönnum skapast oft mikill hausverkur varðandi hvaða leið sé best að fara til að greiða þeim laun.

Á viðburðinum mun Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, fara í gegnum áskoranir og tækifæri sem felast í fjarvinnu á milli landa, EoR leiðina, og framtíð vinnumarkaðarins. Það hefur orðið gríðarleg aukning í fjarvinnu eftir Covid faraldurinn og eru fyrirtæki, stofnanir og sérfræðingar að finna bestu leiðirnar til að leysa vandamálin sem hafa skapast í kringum fjarvinnu.

Fyrirlesari er Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, sem býður upp á EoR (Employer of Record) þjónustu í yfir 150 löndum. EoR þjónusta er einföld og þægileg leið til að gera starfsmönnum kleift að vera launþegar í sínu búsetulandi óháð staðsetningu vinnuveitanda.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?