Nánari lýsing á viðburði væntanleg.
Jákvæð nálgun á heilsueflingu á vinnustöðum
Staðsetning viðburðar
Tengdir viðburðir
Einelti, kynferðisleg áreitni, ofbeldi og önnur óæskileg hegðun er ekki liðin á vinnustaðnum. Hvernig geta fyrirtæki lagt línurnar og boðið starfsfólki sínu upp á öruggt vinnuumhverfi.
- Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, segir frá Siðferðisgáttinni.
- Viðskiptavinur Hagvangs segir frá sinni hlið á nýtingu Siðferðisgáttarinnar
- Ólöf Júlíusdóttir, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, fjallar um vinnustaðamenningu og hvernig við skynjum kynin inn á vinnustaðnum.
Fundarstjóri viðburðarins er Heiður Reynisdóttir, mannauðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun
Hvað getur starfsfólk gert sjálft til að bæta heilsu sína? Hvað er hægt að gera til að fólk taki boltann?
Nánari lýsing væntanleg.
Hvað eru vinnustaðir að gera í heilsueflingu? Heimsókn til Orkuveitu Reykjavíkur
Nánari lýsing á viðburði væntanleg.
Hvað eru vinnustaðir að gera í heilsueflingu? Heimsókn til Reykjavíkurborgar.
Nánari lýsing á viðburði væntanleg.
Eldri viðburðir
Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi
Við hvetjum þá sem gætu haft áhuga á að sitja í stjórn faghópsins til að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á ingibjorgl@virk.is
Dagskrá fundarins
- Stutt kynning á faghópnum
- Yfirferð á viðburðum vetrarins
- Kosning stjórnar
- Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
- Önnur mál
Fundurinn verður haldinn á Nauthól kl. 12:15-13:30.
Fyrir hönd stjórnar
Ingibjörg Loftsdóttir, formaður hópsins
Heilsueflandi vinnustaður - Viðmið fyrir vinnuumhverfi
Slóð á fundinn má finna hér (sem sagt með því að smella á orðið "hér").
Fimmtudaginn 5. maí kl. 8:30 -10 stendur faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi fyrir fimmta viðburðinum um Heilsueflandi vinnustað.
Að þessu sinni er þemað vinnuumhverfi.
- Inga Berg Gísladóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
- Gunnhildur Gísladóttir, iðþjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuumhverfi út frá sjónarhóli Vinnueftirlitsins.
- Kristín B. Reynisdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá VIRK fjallar um stoðkerfið og vinnuumhverfið.
- Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu verður með erindi um hvernig hægt sé að stuðla að betra vinnuumhverfi; rakaskemmdir og loftgæði. Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.
Hér má finna slóð á viðburðinn Hér má finna upptöku af viðburðinum
Fimmtudaginn 24. mars kl. 12-13 stendur faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi fyrir fjórða viðburðinum um Heilsueflandi vinnustað.
Að þessu sinni er þemað hollt mataræði.
- Unnur Jónsdóttir, sérfræðingur í vinnuverndarmálum hjá OR verður fundarstjóri.
- Ingbjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
- Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis fjallar um mataræði á vinnustöðum og mikilvægi fjölbreytileika.
- Benedikt Jónsson, yfirmatreiðslumeistari hjá OR segir frá áherslum í mötuneyti OR.
-
Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu segir okkur frá Matarsporinu.
Sveinn Steinarsson yfirmatreiðslumaður EFLU fjallar um áherslur EFLU í næringarmálum. Sveinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu og þátttakandi í Nordic Green Chef.
Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.
Heilsueflandi vinnustaður - Áfengi og önnur vímuefni og Starfshættir
Viðburðurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna hér
Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október 2021.
Að þessu sinni er komið að þriðja viðburði vetrarins þar sem fjallað verður um viðmiðin sem snúa að „Áfengi og öðrum vímuefnum" og „Starfsháttum"
Við höfum fengið til liðs við okkur Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóra Samhjálpar, markþjálfa og ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu, til að fara yfir fyrra viðmiðið: áfengi og önnur vímuefni, tengt vinnustaðamenningu.
Líney Árnadóttir hjá VIRK mun jafnframt fjalla almennt um viðmiðin tvö og gefa okkur frekari innsýn í hvaða þættir í vinnuumhverfinu snúa að viðmiðunum tveimur.
Við fáum einnig til okkar Heiðrúnu Hreiðarsdóttur, mannauðsráðgjafa hjá Marel á Íslandi, sem segir okkur frá reynslu fyrirtækisins út frá gátlistanum um starfshætti.
Stjórnunarhættir og vellíðan - viðmið um Heilsueflandi vinnustað
Fjarfundur á Teams, farið inn hér
Þann 7. október sl. voru viðmið fyrir "Heilsueflandi vinnustað" gefin út til notkunar fyrir vinnustaði landsins. Viðmiðin eru afurð samstarfsverkefnis embættis landlæknis, Vinnueftirlitsins og VIRK.
Á þessum viðburði munum við beina sjónum að viðmiðum fyrir stjórnunarhætti og vellíðan og er dagskráin eftirfarandi:
- Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis fer yfir viðmiðin.
- Sveina Berglind Jónsdóttir, Director og Jóna Björg Jónsdóttir, Health Manager hjá Icelandair munu fjalla um Icelandair sem heilsueflandi vinnustað.
-
Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Melaskóla, fjallar um árangur og góða líðan á vinnustað þar sem traust og virðing ríkja og allir skipta máli.
Heiður Reynisdóttir, verkefnisstjóri hjá HÍ verður fundarstjóri.
Þetta er annar viðburður faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi þar sem fjallað er um viðmið um Heilsueflandi vinnustað. Tveir aðrir viðburðir eru á dagskrá síðar í vetur, í janúar og mars.
Fjarfundur á Teams, farið inn hér