Um Stjórnunarverðlaunin

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni. Síðan tekur dómnefnd við öllum gögnum um tilnefningar og vinnur úr þeim. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga. Forseti Íslands hefur afhent verðlaunin við hátíðlega athöfn.

Markmið

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Tilnefningar til Stjórnunarverðlauna 2017

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2017:

Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis
Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæða hjá Virk
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TEMPÓ
Áslaug Magnúsdóttir, frumkvöðull og kaupsýslukona
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaþjónustuklasans
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB 
Carlos Cruz, forstjóri CCEP á Íslandi, áður Vífilfell
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur
Erna Arnardóttir, mannauðsstjóri Novomatic Lottery Solutions
Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Róró
Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu
Freyja Önundardóttir, formaður Félags kvenna í sjávarútvegi
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Georg Ottósson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa
Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga hf.
Guðný Hansdóttir, mannauðsstjóri Innnes
Guðrún Ingvarsdóttir, forstöðumaður þróunar og nýframkvæmda hjá Búseta
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa
Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri lausna og þjónusta hjá Nýherja
Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka
Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar trygginga hf.
Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri TM Software
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjá
Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslenska Gámafélagsins
Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka
Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og markaðsstjórnar RB
Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka fiskeldiskerfa hf.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA
Ingigerður Guðmundsdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Sjóvá
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðgangasviðs Innnes ehf.
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
Jón Björnsson, forstjóri Festi
Jón Bragi Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Ghostlamp
Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi
Jón Már Halldórsson, sviðsstjóri hjá Mannvit
Jökull Úlfsson, forstöðumaður mannauðssviðs Arion banka
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs hjá Odda
Leifur Magnússon, sviðsstjóri hjá Fiskistofu
Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs Landspítala
Lovísa Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri Regnbogans
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður ýmissa félaga og fyrrverandi forstjóri Icepharma
Margrét Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri sölu-þjónustu og markaðssviðs NOVA
Markús Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Sendill Unimaze
Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla ses
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans
Pétur Halldórsson, forstjóri Nox Medical
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri og stofnandi Platome Biotechnology
Sigríður Indriðadóttir, starfsmannastjóri Mannvits
Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstóri ÁTVR
Sigurður Arnar Jónsson, forstjóri Motus
Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn tæknideildar LRH
Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa
Valur Hermannsson, stofnandi Eldum rétt
Þorvarður Sveinsson, forstöðumaður stefnumótandi verkefna hjá Vodafone.
Þóra Björk Þórhallsdóttir, forstjóri Nordic Visitor
Þórður Bachmann, framkvæmdastjóri og eigandi Grillhússins ehf.
Þórlaug Sæmundsdóttir, forstöðumaður þróunar og gæðamála hjá Nordic Visitor

Viðmið dómnefndar

Viðmið (e. criteria), sem dómnefnd leggur til grundvallar við mat á tilnefningum til Stjórnunarverðlaunanna eru eftirfarandi:

I. Árangursstjórnun
Í starfi sínu stuðlar stjórnandinn að:

  • Að lykilárangursþáttum sé náð
  • Markvissri upplýsingagjöf

II. Nýsköpun og þróun
Í starfi sínu stuðlar stjórnandinn að:

  • Nýjum hugmyndum
  • Stuðlar að frelsi til athafna
  • Virkjar starfsfólk sitt til góðra verka

IV. Rekstrarumhverfi
Stjórnandinn:

  • Hefur góðan skilning á atvinnugreininni ásamt samkeppnisaðilum og tengslum þessara aðila innbyrðis og við samfélagið

Flokkar

Dómnefnd Stjórnendaverðlaunanna 2017 stefnir að því að veita verðlaun í þremur mismunandi flokkum:

  • Frumkvöðull
  • Millistjórnandi
  • Yfirstjórnandi

Í öllum flokkum er stuðst við þau viðmið sem rakin voru hér að ofan. Tilnefna má frumkvöðul, millistjórnanda og yfirstjórnanda innan sem utan raða Stjórnvísi. Vinningshafar verða hvattir til að gerast aðilar að Stjórnvísi.

Tilnefningar

Notast er við staðlað vefform sem byggir á þeim viðmiðum sem rakin voru hér að ofan. Vefformið verður aðgengilegt á vefsíðu Stjórnvísi. Hægt er að skrá í vefformið með hvaða vefvafra sem er en einvörðungu eru teknar gildar tilnefningar sem skráðar eru í gegnum vefform Stjórnunarverðlaunanna.

Stjórn Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2017 vill hvetja alla sem áhuga hafa á stjórnun að ígrunda hvort þeir þekki til stjórnanda sem verðskuldar tilnefningu til Stjórnunarverðlaunanna. Það er einfalt mál að nota vefformið og tilnefning á ekki að taka langan tíma. Með því að tilnefna stjórnanda til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er honum sýnd mikil virðing og Stjórnvísi vill umfram allt auka þátttöku í Stjórnunarverðlaununum og stuðla að almennri umræðu um faglega stjórnun í íslensku samfélagi.

Ferli Stjórnendaverðlaunanna 2017

Áætlun fyrir ferli Stjórnendaverðlauna Stjórnvísi 2016 má sjá í flæðiritinu hér að neðan.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi

Stjórnunarverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í mars 2010. Handhafar verðlaunanna frá upphafi eru sem hér segir: