Forsíða / Viðburðir / Ábyrgir stjórnhættir og raundæmi um innleiðingu samfélagsábyrgðar

Ábyrgir stjórnhættir og raundæmi um innleiðingu samfélagsábyrgðar

Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um ábyrga stjórnhætti fyrirtækja og innleiðingu samfélagslega ábyrgra starfshátta.

Fyrirlesarar eru tveir. Berglind Ó. Guðmundsdóttur, lögfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG mun fjalla um hvernig fyrirtæki geta upplýst um stjórnhætti sína í samræmi við leiðbeiningar um stjórnhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð, Kauphöllin og Samtök atvinnulífins hafa gefið út.

Einnig munu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, kynna hvernig ÁTVR hyggst innleiða samfélagsábyrga starfshætti hjá sér.

Fundarstjóri er Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð.

Fundurinn fer fram í húsnæði KPMG að Borgartúni 27, 105 Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl kl. 8:30 - 10:00

Viðburður liðinn

Tengdir viðburðir

„Set ég þristinn út!“ – Er A3 ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki?

Er ekki nóg að vera Lean! / Aðalfundur faghóps um BPM

Umbótavinnustofur: Kostir og gallar. Reynslusögur stjórnenda og umræður

Mótun skilaboða í auglýsingum

Framsýn Menntun NÚ