Lean - Straumlínustjórnun

Lean - Straumlínustjórnun

Megin markmið faghópsins er að að kynna straumlínustjórnun fyrir áhugasömum og skapa vettvang til skoðanaskipta og þekkingarmiðlunar um straumlínustjórnun. Hópurinn fær til sín sérfræðinga til að halda fyrirlestra þar sem einstakar aðferðir innan straumlínustjórnunar kynntar og fjallað um hvernig þær nýtast í daglega starfsemi fyrirtækja. 

Innihald og umfjöllun um straumlínustjórnun á vegum faghópsins er fyrir öll þau sem hafa áhuga á hugmynda- og/eða aðferðafræði straumlínustjórnunar, óháð því hversu mikla eða litla þekkingu viðkomandi hefur á málefninu.

Straumlínuhugsun gengur út á að skilgreina aðgerðir í þær sem eru virðisskapandi fyrir viðskiptavini og þær sem eru ekki virðisskapandi. Aðgerðir sem ekki skapa virði eru skilgreindar sem sóun og slíkum aðgerðum þarf að útrýma. Með þessari hugsun vinnur Straumlínustjórnun gegn sóun, gerir fyrirtækjum kleift að skilgreina virði, forgangsraða aðgerðum og framkvæma þær á hagkvæman hátt. 

 

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður haldinn mánudaginn 22.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á brimar@nfd.is

Hlekkur á Teams má nálgast hér.

Aðalfundur faghóps um Lean

Meeting ID: 376 586 531 83
Passcode: QVMa4P

 

 

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Aðalfundur Faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

https://meet.google.com/eiz-pwhg-nuq?authuser=1&hs=122

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður halding í gegnum Teams miðvikudaginn 3 maí n.k. frá 11:30-13:00.
 
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.
  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
 
Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar faghópsins, vinsamlegast sendið tölvupóst á brimar@nfd.is

Fréttir

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Aðalfundur stjórnar faghóps um LEAN- Straumlínustjórnun, 3.maí 2021

Aðalfundur stjórnar um LEAN- Straumlínustjórnun var haldinn í gegnum Teams 3. maí 2021. 

Á fundinum var farið yfir kynningu á faghópnum, viðburði ársins, ný stjórn var kjörinn og rætt um næstu skref í starfsárinu framundan.

Ljóst er að mikill áhugi er á LEAN og komust færri að í stjórn en vildu.

Stjórn faghópsins er nú fullskipuð með 12 manns.

Glærur af fundinum má nálgast undir viðburðinum.

Vegferð og ávinningur með Lean Six Sigma svarta beltis vottun

Glærur af fundinum eru aðgengilegar undir ítarefni.
Erla Einarsdóttir Marel formaður faghóps um BPM setti fundinn, kynnti stjórn faghópsins Stjórnvísi og Magnús.  Stjórn faghóps um BPM er stór stjórn sem heldur bæði smærri lokaða fundi einungis fyrir stjórn faghópsins sem og stærri opna fundi. Erla sagði að þar sem tíminn væri það mikilvægasta sem við ættum þá væri mikilvægt að faghópar héldu sameiginlega fundi. Að lokum kynnti Erla dagskrá faghópsins framundan og hvatti að lokum alla til að skrá sig í faghópinn og vera meðlimir í Stjórnvísi. 

Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnti á morgunverðarfundi á vegum faghópa Stjórnvísi um lean, gæðastjórnun, verkefnastjórn og stjórnun viðsptaferla (BPM) hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.

 

Stjórn

Magnús Brimar Magnússon
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Nordic Flight Department
Gunnlaug Dröfn Pálsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Ráðgjafar- og greiningarstöð
Valborg Lúðvíksdóttir
Millistjórnandi -  Stjórnandi - Sjúkrahúsið á Akureyri
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?