Markmið Sjávarklasans er að skapa ný verðmæti með því að tengja saman fyrirtæki og frumkvöðla í sjávartengdum greinum.
Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri hjá Vísi sagði Stjórnvísifélögum söguna af Vísi. Skilgreiningin á hagræðingu í fiskiðnaði er að skipin geti verið við veiðar allt árið og frystihúsin haft stöðuga vinnu. Í dag býr ný tækni til verðmæti. Með Marel tækjunum hefur náðst stórkostlegur árangur. Nú er fiskurinn unnin þannig að hann fer ekki af færibandinu fyrr en hann er tilbúinn í umbúðir. Vísir stefnir að fyrri styrk árið 2015 og er 1/3 leiðrétting á verði 1/3 betri ráðstöfun og 1/3 sparnaður. Mikilvægt er að hafa sterka sýn á það sem verið er að gera. Þegar Vísir ákvað að flytja til Grindavíkur þá voru áformin fyrst kynnt starfsmönnum. Áhersla var lögð á atvinnu fólks og nýja starfsemi í bæjarfélögunum þremur. „Annað hvort sama vinna á nýjum stað eða ný vinna á sama stað“. Í dag er Vísir mjög ánægður með árangurinn fyrir utan Húsavík. Þjóðhagslegur ávinningur er 1. Minni flutningar, minna slit á vegum, minni olíunotkun, minni mengun. 2. Meiri útflutningsverðmæti, auknar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, leiðir m.a. til sterkara gengis krónunnar sem eykur kaupmátt okkar allra. 3. Stöðugri störf; enginn starfsmaður á atvinnuleysisbótum o.fl.
Af hagkvæmnisástæðum hefur margt breyst í útgerðinni og hverju skilar hagræðingin? Allar mælistikur eru í dag jákvæðar þ.e. öflugur skattstofn. Hægt er að tvöfalda verðmæti þorsksins.
Hægt er að tvöfalda verðmæti þorsksins.
Fleiri fréttir og pistlar
Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri. Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina. Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja. Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári. Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms. Lísbet tók dæmi um ávöxtun hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.- 82,5% ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls. Í fræðslustefnu fyrirtækja er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins. Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á. Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar.
Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?
Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri. Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.
Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla. Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.
Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.
Einar Guðbjartsson dósent í viðskiptafræðideild flytur áhugavert erindi um gæðastjórnun með fræðilegri nálgun, hvernig hægt er að reikna kostnað og ábata af gæðastjórnunarkerfum. Erindi þetta getur stuðlað að betri sýn á gæðastjórnun, þá sérstaklega á hagrænt gildi í rekstri.
Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.
Við innleiðingu á gæðastjórnun þá er vænst að hagnaður og eða ánægja viðskiptavina aukist. Ekki er alltaf auðvelt að reikna hver er í raun ávinningur af gæðastjórnunarkerfum sem hafa verið innleidd í fyrirtækinu.
Samhliða þróun á gæðastjórnun þá komu til skjalanna staðlar (ISO-staðlar) sem hafa treyst gæðastjórnun í sessi, sem hluti að stjórnunarkerfi fyrirtækja og góðum stjórnarháttum. Sá staðall sem er hvað einna mest þekktur er ISO-9001 og fjallar meðal annars um ánægju viðskiptavinar með keypta vöru eða þjónustu. Þar nálgumst við skilgreiningu á gæði.
Flytjandi erindisins: Einar Guðbjartsson - Dósent | Háskóli Íslands
Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: Gæðastjórnun – hvað kostar? • Submission 83 • Þjóðarspegillinn 2024
Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.
Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.
Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.
Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454
Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.