Framsækin stjórnun

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, í eigu félagsmanna og ekki rekið í hagnaðarskyni.
Stjórnvísi eflir gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Vertu með!

Hvaða fyrirtæki eru aðilar að Stjórnvísi?

Stofna aðgang

Fréttir af Stjórnvísi

Hættumat / áhættustjórnun.

Hættumat / áhættustjórnun. Faghópar um ISO og gæðastjórnun héldu í Endurmenntun Háskóla Íslands í morgun sameiginlegan fund um hættumat/áhættustjórnun. Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur ræddu um markmið áhættustýringar, verk-og skipulag, áhættustefnu OR, flokkun áhættu og skýrslu Markmið áhættustýringar er að draga úr sveiflum í afkomu, vakta áhættuþætti og halda þeim innan skilgreindra marka sem stjórn setur. Stuðla að aukinni meðvitund innan fyrirtækisins um óvissur í rekstarumhverfi og fjárfestingum. Varðandi verklag um áhættustýringu. Þá er verið að auðkenna áhættuna, gera áhættumat, áhættustýring og eftirlit. Í auðkenningu áhættu þá er verið að öðlast skilning á verkefni og tilheyrandi áhættu, auðkenna áhættuþætti. Í áhættumati er verið að meta líkur atburðar, meta fjárhagsleg áhrif atburðar og meta vænt áhrif. Hlutverkaskipan er með þeim hætti að stjórn ber ábyrgð á áhættustefnu og breytingar þurfa því samþykki eigenda og stjórnar. Áhætturáð framfylgir stefnu í daglegum rekstri. Áhætturáðið er skiptað forstjóra. Ráðir mótar áhættustefnu og leggur til umfjöllunar/samþykktar í stjórn. Ráðið vaktar stefnuna. Áhættustýring er stoðdeild fyrir móðurfélag OR, heldur utan um áhættutilvik rekstaráhættu og úrvinnslu þeirra, situr og upplýsir áhætturáð, framkvæmir varnarsamninga eða breytingar á samningum og kemur að meiriháttar skuldbindandi ákvörðunum. Áhættur í rekstri OR er kjarnaáhætta, tengd hita,vatns,rafmagns,frá og gagnaveitu. Áhætta við orkuframleiðslu og sölu, samkeppni á kjarnasviðum. Markaðsáhætta, áhrif markaðssveiflna á fjárhagslegan styrk OR, gengissveiflur, erlent og innlent vaxtastig, verðlagsþróun, vaxtaálag og verð á áli. Lausafjáráhætta, geta OR til að mæta skuldbindingum og grípa tækifæri, rekstarútgjöld, afborganir af lánum, fjárfestingar og samsetning eignasafns. Nótaðilaáhætta, áhrif hugsanlegra vanskila viðskiptavina á OR, stærð einstakra viðskiptavina, einsleitir hópar viðskiptavina,. Rekstararáhætta, áhrif áfalla og ófyrirséðs tjóns á fjárhag OR. Varðandi flokkun þá er greint hvað er hættutilvik, springur heitavatnsrör. Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni. Rekstraráhætta; lögð er áhersla á greiningu hættutilvika, ýmist hugarflugsfundir, ábendingar eða raunatburðir. Eitt besta vopnið í áhættustýringu er heilbrigð skynsemi. Öll tjón eru metin til fjárhags. Varðandi líksamstjórn þá er mannslíf metið gríðarlega hátt og því tekið fyrir og meðhöndlað. Krónur eru settar á allar áhættur til að forgangsraða. Það er hjálplegt en orðspor er ekki hægt að meta til fjár. Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands fjallaði um áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati. Sigurjón varpaði fram þeirri spurningu: „Hvaðan koma áskoranir um áhættumat?“ Þær koma úr stöðlunum (ISO 27001 og ISO 9001) Í hverjum einasta kafla kemur fram að það þurfi að vera áhættumat. Þær koma einnig frá Vinnueftirlitinu og Persónuvernd. Allir þeir sem eru með persónugreinanlega gögn þurfa að gera áhættumat. Ný lög taka gildi 24.maí, þau eru sameiginleg fyrir allt Evrópubandalagið. Níutíuprósent gagna sem hefur verið safnað hafa komið á sl. tveimur árum. Persónuvernd er að reyna að tryggja borgarana og gefa einstaklingum miklu meiri rétt. Einstaklingur getur þá óskað eftir að týnast, hann getur farið í lögsókn og fengið fjárhagslegar skaðabætur ef honum finnst á sig stigið. Þetta er mikilvægt skref sem við Íslendingar verðum einnig að taka. Allt í einu hefur persónuvernd gríðarleg völd. Persónuvernd getur nú sektað 4% af heildarveltu ef ekki verður unnið eftir þessum nýju lögum. Það skiptir engu hvort þetta er sjoppan á horninu eða stórfyrirtæki. Það er því ekki áskorun heldur krafa að vera búinn að innleiða fyrir 25.maí 2018 öryggisstefnu. Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu fjallaði um áhættumat starfa. Áhættumatið er þannig að farið er skipulega yfir vinnuumhverfið og reynt að meta hvort það geti valdið heilsutjóni og skipuleggjum úrbætur. Markmiðið er að 1. við komum heil heim úr vinnu 2. Starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögum þeirra að starfsumhverfinu 3. Draga úr fjarvistum frá vinnu 4. Stuðla að félagslegri þátttöku. Félagslegir og andlegir þættir verða mest útundan á vinnustað. Aðferð við gerð áhættumats er frjáls, en hún verður að vera skrifleg, greina þau vandamál sem eru á vinnustað og yfirfara slysaskrá a.m.k. einu sinni á ári. Forvarnir Vinnueftirlitsins eru í 3 stigum. Því miður eru ekki nægilega margir í 1.stigs forvörnum sem er að fjarlægja hættur. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins eru gátlistar. Sértækir vinnuumhverfisvísar eru félagslegur og andlegur aðbúnaður á vinnustað, ánægjukönnun fyrir starfsfólk á vinnustöðum. En hvernig er staðan í raun og veru? Nýlega var gerð úttekt i fiskvinnslu á Íslandi og hefði hún mátt koma miklu betur út. Öryggi skapast stig af stigi. Grunnurinn verður að vera í lagi. Andlega og félagslega matið. Ný reglugerð nr.1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni. Skoða á fjölda starfsmanna, aldur, kynjahlutfall, ólíkan menningarlegan bakgrunn, örðuleika í tengslum o.fl. Oft er verið að vinna í langtíma tímaþröng, er verklýsing óljós, er mikið um einhæfni, lítið athafnafrelsi, svigrúm, starfsþróun. Hvernig eru samskiptin, upplýsingaflæði, of lítill stuðningur frá stjórnendum og samstarfsmönnum, lítið umburðarlyndi, einelti og kynferðisleg áreitni. En hvað skiptir máli? Hvað gerum við best, lærum af því. Guðmundur sagði frá OiRA= Online interactive Risk Assesssment sem er rafrænt gagnvirkt áhættumat, hugsað fyrir fyrirtæki með 50 starfsmenn og færri. Þetta er hugbúnaður um áhættumat sem er opinn öllum og ókeypis. OiRA skiptist í 5 hluta, undirbúning, greiningu, mat, aðgerðaráætlun og skýrsla. Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent fór yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem Ólafur kynnti samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015. Við innleiðingu á áhættustýringu þarf að huga að mörgum þáttum. Nýtt í staðlinum er að nú þarf að vera eigandi áhættustefnunnar. Mikilvægt er að mótun áhættustefnu sé gerð rétt og hún sé skjalfest. Áhættustýring er ekkert ósvipuð áætlunargerð. Ólafur mælir með ISO 27005. Ólafur nefndi mikilvægi þess að hugtök væru skilgreind rétt og að allir hefðu sama skilning á sömu hugtökum. Asset er ekki lengur einungis eign. Asset getur verið upplýsingar s.s. kortaupplýsingar. Supporting asset er vélbúnaður, hugbúnaður, fólk, netkerfi samningar, aðstaða o.s.frv.

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði Pétur Snæland, véla- og iðnaðarverkfræðingur frá To-increase hugbúnaðarfyrirtækinu hélt í morgun kynningu um rafræna viðskiptaferla. Þessi kynning var á vegum faghóps um BPM ferla og var haldin í Náttúrufræðihúsinu Öskju við Sturlugötu. To-increase er fyrst og fremst framleiðslufyrirtæki. Fyrirtækið er stærst í sínum geira á iðnaðarlausnum. Viðskiptavinir eru 1800 í 15 löndum. To-increase er með alhliða lausnir og reiðir yfir helmingur Microsoft Inner Circle fyrirtækja sig á þeirra lausnir. En hvað er virðisdrifin ferlastjórnun? Það þarf að vera alveg með það á tæru, hvað fyrirtæki vill fá út úr þessu, hvert er markmiðið? Mikilvægt er að forgangsraða. Stefna og markmið fyrirtækisins er grunnurinn. Til er frábær bók: „Value-Driven“ sem Pétur mælir með að sé lesin. En hverjir nýta sér þessa aðferð? Aðferðin hentar öllum vinnustöðum sem vilja ná fram auknum gæðum. Ekki er hægt að gera allt í einu þannig að fyrst þarf að ákveða hvaða aðferð skuli beitt. Virðisdrifin ferlastjórnun hjálpar fyrirtækjum að bæta afköst. 1. Viðskiptalíkan: stefna, markmið og mælikvarðar. Skipulag deilda, fólk, hlutverk, skipulag viðskiptaferla, tengsl ferla og markmiða 2. Ferlislíkan, ferli , ábyrgð, vinnuflæði verklýsingar. 3. Kerfislíkan, vörpun verklýsinga í tilteknar skjámyndir. Skoða þarf hvaða kerfi tengjast hvaða starfsmönnum í fyrirtækinu. Hvernig tengjast þau markmiði fyrirtækisins, af hverju er þetta mikilvægara en annað?. Varðandi grunninn; þá er mikilvægt að gera þarfagreiningu og byggja á henni. Þegar búið er að byggja kerfi og fá nýja lausn þá þarf að fá fólkið með, skipuleggja þjálfun og búa í haginn fyrir sífelldar umbætur. Mikilvægt er skilgreina hvaða fólk hefur hvaða hlutverk. Einn og sami starfsmaðurinn getur haft mörg hlutverk. Þannig vita allir starfsmenn hvaða ferlum þeir eru að vinna í. Þeir vita nákvæmlega hversu mörg verk eru á þeirra könnu. Verkvísir(task gude) í AX7 er inn í kerfin og leiðir starfsmanninn í gegnum verklýsinguna skref fyrir skref. Framleiðslufyrirtækjum er oft skylt að hafa leiðbeiningar um t.d. samsetningu tækja á tungumáli heimalands varðandi tryggingar. Lykilatriðið í kerfinu er að nota ekki skjöl. Skjöl eru ekki góður miðill fyrir svona verk. Enginn keyrir framleiðslufyrirtæki í word. Stefnan er alltaf grunnurinn, passa þarf sig á að gleyma sér ekki í smáatriðum.

Að skapa vinningslið

Aldeilis vel heppnuð ráðstefna „Að skapa vinningslið“ í dag í Hörpunni þar sem hver stórstjarnan á fætur annarri flutti fyrirlestur um hvað atvinnulífið getur lært af boltanum. Meðal fyrirlesara var Ramón Calderón fyrrum forseti Real Madrid.

Stjórnarskiptafundur Stjórnvísi var haldinn á UNO

Frá mælingu til umbóta: LEAN ferlaverkefni á bráðamóttöku- aðferðarfræðin ,,á gólfinu".

Viðburðir á næstunni

Aðalfundur gæðastjórnunarhópsins

Á dagskrá eru hefðbunin aðalfundarstörf.…

Samfélagsskýrslur fyrirtækja

Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru í auknum mæli að gera grein fyrir árangri sínum í samfélagsábyrgð með útgáfu á samfélagsskýrslum. Á fundinum fáum við innsýn inn í þetta ferli og hvað skýrslurnar leiða í ljós. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Dagskrá:

  • Inngangur um stöðu og horfur í samfélagsskýrslugerð fyrirtækja. Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu.
  • Samfélagsskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi.
  • Samfélagsskýrsla N1. Ásdís Jónsdóttir, gæðastjóri.
  • Samfélagsskýrsla Vífilfells. Stefán Magnússon, m…

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Aðalfundurinn fer fram í beinu framhaldi af síðasta fundi faghópsins í vetur sem fjallar um samfélagsskýrslur fyrirtækja.

Farið verður yfir starf faghópsins í vetur og kosið í stjórn hópsins fyrir næsta starfsár.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.…

Yfirlit faghópa

Kjarnastarf Stjórnvísi er í faghópunum. Í Stjórnvísi eru starfandi tæplega 20 faghópar undir forystu sterkra stjórna sem koma frá aðildarfyrirtækjum félagsins.

Með því að skrá þig í faghóp færðu sendar tilkynningar um viðburði, gefst kostur á að skoða ítarefni frá viðburðum og fá áhugaverðar fréttir. Engin takmörk eru fyrir því hve marga faghópa er hægt að skrá sig í.

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Breytingastjórnun 3 Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 en tók formlega til starfa í janúar 2013. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan 1 Skrá í hóp

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Fjármál fyrirtækja Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Gæðastjórnun 3 Skrá í hóp

Gæðastjórnunarhópurinn vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun og stuðla að miðlun á reynslu milli þeirra sem starfa að málum tengdum gæðastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Þá hvetur hópurinn til tengslamyndunar milli þeirra sem starfa í faginu og hefur vettvangurinn reynst ómetanlegur fyrir gæðastjóra til að leita ráða hver hjá öðrum.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

/ 14:00 - 16:00

Heilsueflandi vinnuumhverfi Skrá í hóp

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Hugbúnaðarprófanir Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

ISO hópur 2 Skrá í hóp

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn fjallar um ISO staðla og kröfur sem vottuð fyrirtæki hlíta
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining Skrá í hóp

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og –stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í tengslum við kostnaðarstjórnun og –greiningu í víðu samhengi.

Lean - Straumlínustjórnun 5 Skrá í hóp

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 5

Viðburðir

Mannauðsstjórnun 3 Skrá í hóp

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

Markþjálfun 2 Skrá í hóp

Markþjálfun / Stjórnendamarkþjálfun  (e.Coaching / Executive Coaching). Markmið faghópsins er að kynna markþjálfun og hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja og/eða einstaklingar geta haft af henni, í faglegu eða persónulegu lífi. Einnig að kynna mismunandi aðferðir markþjálfunar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á stjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Matvælasvið Skrá í hóp

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

Nýsköpun og sköpunargleði 4 Skrá í hóp

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 4

Viðburðir

Opinber stjórnsýsla Skrá í hóp

Samfélagsábyrgð fyrirtækja 2 Skrá í hóp

Faghópurinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja var stofnaður hjá Stjórnvísi árið 2012 og telur síaukinn fjölda meðlima. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

/ 10:15 - 10:45

Sköpunargleði 1 Skrá í hóp

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Stefnumótun og árangursmat 1 Skrá í hóp

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) 3 Skrá í hóp

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin “þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni” vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

Umhverfi og öryggi 1 Skrá í hóp

Stefna umhverfis-og öryggistjórnunarhóps Stjórnvísi er að taka virkan þátt í umræðunni um ytri og innri umhverfismál fyrirtækja. Lögð er áhersla á að skapa vettfang fyrir fróðlegar umræður og skoðanaskipti um úrlausn ýmissa þátta í starfsemi fyrirtækja er varða þennan málaflokk.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Upplýsingaöryggi Skrá í hóp

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun 4 Skrá í hóp

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 4

Viðburðir

Virðismat og virðismatstækni Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

Viðskiptagreind Skrá í hóp

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

Vörustjórnun - Innkaup og innkaupastýring 1 Skrá í hóp

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi hagkvæmra innkaupa á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Þjónustu- og markaðsstjórnun 3 Skrá í hóp

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir