Glærur, kynningarmyndbönd, verklagsreglur o.fl. fyrir stjórnir faghópa

Hérna eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa s.s. glærur fyrir fundi, kynningarmyndbönd, verklagsreglur o.fl.

Að stofna viðburði

Leiðbeiningar - myndbönd

Glærur

Gátlistar  

  • Gátlisti við að bóka viðburð með fyrirlesara 
    1. Senda fyrirlesara þakkarpóst um að vilja halda erindi fyrir Stjórnvísi
    2. Taka fram í pósti hvað er gott að skrifa í lýsingu á viðburði fyrir fyrirlesara, sjá sniðmát.
    3. Ef að óskað er eftir þátttakendalista þá má láta hafa með nafni og fyrirtæki án netfanga deginum á undan til að fyrirlesari geri sér grein fyrir hópnum
    4. Fá glærur fyrirfram eða eftir viðburð til að láta inná Stjórnvísi
    5. Fá samþykki fyrir upptöku eða ekki til að tilgreina á síðu viðburðs
    6. Bóka rúman tíma til að gefa svigrúm fyrir umræður og tengslamyndun eftir erindi
  • Gátlisti að stofna viðburð 
  1. Stofna viðburð á heimasíðu Stjórnvísi
  2. Stofna viðburð á Facebook síðu Stjórnvísi
  3. Stofna fund á Teams eða öðrum vettvangi - sjá nánar (hlekkur á videó fyrir Teams)
  4. Afrita Join Microsoft Teams meeting tengil og efst inní viðburð á síðu Stjórnvísi strax til að þátttakendur fái strax þegar fólk bókar sig á fundinn - hér þarf að passa meetings settings - sjá nánar (hlekkur á videó fyrir Teams)
  5. Senda prufupóst um viðburðinn og svo póst á alla í faghóp um viðburðinn
  6. Deila viðburði á persónulegum samfélagsmiðlum svo sem LinkedIn og Facebook og með fyrirlesara
  • Gátlisti að halda rafrænan viðburð
    1. Bjóða fólk velkomið á Stjórnvísi fund - hafa Stjórnvísi glæru
      a. Kynna félagið
      b. Kynna faghóp
      c. Kynna hvernig fundarstjórn á sér stað
      f. Kynna fyrirlesara, efni og lengd fundar 
    2. Minna á að leiðbeiningar sem gott er að hafa í huga fyrir að vera á fjarfundi  
    3. Slökkt á hljóðnema og kveikt á myndavél
    4. Minna á að eftir fundinn kemur póstur - hvetja alla til að meta fundinn, mikilvægt fyrir faghópastjórnir og fyrirlesara. 
    5. Hvernig við berum fram spurningar - mælum með að rétta upp hendi  og að ábyrgðaraðili velur fólk og þá kemur það í mynd og lætur hljóð á og tekur svo hendi af  
    6. Setja á upptöku ef það var komið leyfi 
    7. Ef að aukahljóð koma inná fundi er ráðlagt að tilkynna að slökkt verði á öllum og kveikja aftur á fyrirlesara, sjá nánar (hlekkur á videó fyrir Teams) 
    8. Einnig er sniðugt að setja fyrirlesara í kastljós (e.spotlight), sjá nánar (hlekkur á videó fyrir Teams) 
    9. Gott að hafa tilbúnar spurningar til að skapa góðar umræður 
    10. Þakka fólki fyrir að hafa mætt á Stjórnvísi viðburð og minna á næsta fund innan hópsins. 
    11. Muna að slökkva á upptöku ef hún var í gangi. 
  • Gátlisti eftir viðburð:
    1. Skoða NPS skor, er eitthvað sem þarf að skoða?
    2. Senda þakkir á fyrirlesara með NPS skori
    3. Láta inn glærur á síðu viðburðar ef við á
    4. Láta inn upptöku og hafa titil viðburðar, sjá nánar (hlekkur á videó fyrir Teams)
    5. Láta inn myndir á Facebook ef við á
    6. Senda póst á þátttakendur, sjá sniðmát

 

Sniðmát

Tölvupóstar til að hafa til viðmiðs og umorðunar.

Þakkarpóstur til fyrirlesara fyrir viðburð:

Sæl og blessuð,

Takk fyrir að vilja halda erindi á vegum faghóps x hjá Stjórnvísi þann xx dags og tími.

Við þyrftum að fá lýsandi mynd og lýsingu á viðburðinum hjá þér en hér að neðan má finna ágætis gátlista sem er hægt að hafa til hliðsjónar.

Gátlisti fyrir lýsingu á viðburði

  • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn?
  • Fyrir hverja er fundurinn ætlaður?
  • Ávinningur:
  • Viljum við hafa veitingar í boði? Verður kaffi, te og vatn á staðnum?
  • Viltu láta taka viðburðinn upp og láta birta á Facebook á hve lengi?
  • Nafn/nöfn fyrirlesara með LinkedIn tengil
  • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á)
  • Staður
  • Aðgengi - er aðgengi fyrir hjólastóla?
  • Dagsetning og tími
  • Viðeigandi mynd fyrir viðburð eða af fyrirlesara

Atriði sem er gott að hafa í huga þegar það er verið að halda rafræna fundi.

  • Vera kyrr í mynd og horfa í myndavélina og hafa hana stillta aðeins fyrir ofan sig
  • Huga að bakgrunni og lýsingu
  • Huga að utanaðkomandi hljóðum þar á meðal síma
  • Hafa annan aðila sem að skoðar spjall og þá sem rétta upp hendi

Við bæði mætum a.m.k. fimmtán mínútum fyrir viðburð og hefjum fundinn á tíma. Ég mun bjóða gesti velkomna á fund Stjórnvísi á vegum x faghóps, kynna starfið, kynna þig, tímalengd og efni fundar. Í lok fundar mun ég þakka þér fyrir, þakka fundargestum fyrir mætingu og minna á næsta fund hjá faghópnum. Við hjá Stjórnvísi mælum ánægju með meðmælaskori (e.NPS) viðburða sem við veitum þér aðgang að. 


Þegar fyrirlesari kynnir fyrirtækið sitt eða vöru þá er viðmiðið að það taki ekki lengra en 5 mínútur í upphafi fyrirlestrar.

Tölvupóstur fyrir viðburð til fyrirlesara daginn fyrir viðburð:

Það eru x skráðir núna. 

Ég verð mætt/ur 15 mín fyrir og mun setja fundinn og kynna þig til leiks.  

Hlakka til sjá þig á morgunn. 

Tölvupóstur til þátttakenda eftir viðburð:

Sæl og blessuð.   

Kærar þakkir fyrir sýndan áhuga á viðburði okkar. Við vonum að þið hafið bæði haft gagn og gaman af. Nú má finna samantekt frá Gunnhildi framkvæmdastjóra Stjórnvísi á fyrirlestrinum hér (setja inn hlekk) og við höfum sett inn glærur frá fyrirlesurum hér undir ítarefni. (setja inn hlekk). Einnig má finna myndir eða streymi frá viðburðinum á Facebook síðu Stjórnvísi.   

Hér er hægt að tengjast fyrirlesara á Linkedin.  

Bestu kveðjur fyrir hönd x hóps Stjórnvísi. 

(Nafn ábyrgðaraðila t.d. á LinkedIn.) 

Gott að hafa í huga fyrir stafræna viðburði:

  1. Muna eftir heyrnatólunum.
  2. Mæta snemma og skrá sig inn. Við mælum með að mæta 2 mínútum áður en fundurinn á að hefjast til þess að hafa nægan tíma til þess að kveikja á fundinum og koma sér vel fyrir.
  3. Hægt er að fylgjast með fundinum á hvers kyns skjá; fartölvu-, síma- eða spjaldtölvuskjá. Við mælum með tölvu til þess að tryggja besta upplifun.
  4. Gott er að vera viss um að vera í góðu netsambandi.
  5. Þú getur sent inn spurningar á meðan á fundinum stendur og einnig verður hægt að svara nokkrum skoðanakönnunum.
  6. Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast fundinum er hægt að senda póst á stjornvisi@stjornvisi.is
  7. Upptaka af fundinum verður aðgengileg eftir á á Facebook síðu Stjórnvísi í þeim tilvikum sem að fundir eru teknir upp að fyrirlesari hafi gefið leyfi fyrir því.

Siðareglur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?