Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi

 Verðlaunahafar 2024

Markmið

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Viðmið dómnefndar

Viðmið (e. criteria), sem dómnefnd leggur til grundvallar við mat á tilnefningum til Stjórnunarverðlaunanna eru eftirfarandi:

I. Árangursstjórnun
Í starfi sínu stuðlar stjórnandinn að:

  • Að lykilárangursþáttum sé náð
  • Markvissri upplýsingagjöf

II. Nýsköpun og þróun
Í starfi sínu stuðlar stjórnandinn að:

  • Nýjum hugmyndum
  • Stuðlar að frelsi til athafna
  • Virkjar starfsfólk sitt til góðra verka

IV. Rekstrarumhverfi
Stjórnandinn:

  • Hefur góðan skilning á atvinnugreininni ásamt samkeppnisaðilum og tengslum þessara aðila innbyrðis og við samfélagið

Flokkar

Dómnefnd Stjórnunarverðlaunanna 2024 stefnir að því að veita verðlaun í þremur mismunandi flokkum:

  • Frumkvöðull
  • Millistjórnandi
  • Yfirstjórnandi

Í öllum flokkum er stuðst við þau viðmið sem rakin voru hér að ofan. Tilnefna má frumkvöðul, millistjórnanda og yfirstjórnanda innan sem utan raða Stjórnvísi. Vinningshafar verða hvattir til að gerast aðilar að Stjórnvísi.

Tilnefningar

Notast er við staðlað vefform sem byggir á þeim viðmiðum sem rakin voru hér að ofan. Vefformið verður aðgengilegt á vefsíðu Stjórnvísi. Hægt er að skrá í vefformið með hvaða vefvafra sem er en einvörðungu eru teknar gildar tilnefningar sem skráðar eru í gegnum vefform Stjórnunarverðlaunanna.

Stjórn Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi vill hvetja öll sem áhuga hafa á stjórnun að ígrunda hvort þau þekki til stjórnanda sem verðskuldar tilnefningu til Stjórnunarverðlaunanna. Það er einfalt mál að nota vefformið og tilnefning á ekki að taka langan tíma. Með því að tilnefna stjórnanda til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er viðkomandi sýnd mikil virðing og Stjórnvísi vill umfram allt auka þátttöku í Stjórnunarverðlaununum og stuðla að almennri umræðu um faglega stjórnun í íslensku samfélagi.

Dómnefnd 2024

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá. 
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir,  fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona. 
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. 
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Ferli Stjórnunarverðlaunanna 2024

Áætlun fyrir ferli Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 má sjá í flæðiritinu hér að neðan.

 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi

Stjórnunarverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í mars 2010. Handhafar verðlaunanna frá upphafi eru sem hér segir:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?