Fréttir og pistlar

Með leiðarstein í stafni

Í fyrirlestri sínum fór Sara Lind Guðbergsdóttir yfir hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að vera.  Hjá Ríkiskaupum hefur verið mikið rætt um hvernig þau sjá sinn vinnustað fyrir sér.  Þeirra hugmyndir um hvað væri eftirsóknarverður vinnustaður var í samræmi við aðra sem þau ræddu við.  Allt snýst þetta um að tryggt sé að sýnin sé sameiginleg og sýnileg öllum starfsmönnum. Ríkiskaup mótuðu rammann með fjöldanum öllum af innlendum sem erlendum aðilum.
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Fræðslumenning fyrirtækja- Einstaklingsmiðuð fræðsla í fyrirtækjum

Frábær mæting var á fyrsta fund faghóps um mannauðsstjórnun í morgun en þar ræddi Eva Karen um fræðslumenningu fyrirtækja. Enn er óljóst hvaða mælikvarða þarf að nota til að meta árangur fræðslu.  Starfsfólki líður oft eins og það sé að svíkjast um þegar það er að afla sér fræðslu í vinnunni t.d. með því að lesa fræðigreinar í vinnunni o.fl.   En hvaða fræðslu eiga fyrirtækja að bjóða upp á?  Fræðsla þarf að vera skemmtilegt og gefandi og gera mikið fyrir hvern og einn.  Rétt eins og aðrar stefnur þá þarf stefnu um fræðslu inn í öll fyrirtæki.  The Expertise Economy er bók sem Eva Karen mælir sterklega með fyrir alla stjórnendur. 

Ábyrg virðiskeðja og innkaup

Á annað hundrað manns mættu á einstaklega áhugaverðan hádegisfund sem haldin var á vegum faghópa um samfélagsábyrgð og vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu.  Fundurinn sem haldinn var á Teams var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Fundarefni: Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum. 

  • Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
  • Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði 
  • Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi

Umræður urðu að loknum erindum.

Áhugavert tímarit komið út - Human Futures

Áhugavert tímarit WFSF, World futures Studies Federation, er komið út með áhugaverðum greinum. Hægt að nálgast það hér en einnig á vef Framtíðarseturs Íslands.

Human Futures Magazine Fall 2021 by wfsf.publications - issuu

Ný stjórn faghóps um breytingarstjórnun

Faghópur um breytingastjórnun öðlaðist nýlega endurnýjun lífdaga þar sem ný stjórn faghópsins tók við. Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi - sem nýtist strax í starfi. 
Stjórnin hittist í fyrsta skiptið í persónu í hádeginu í dag eftir að góðar vinnulotur í rafheimum við undirbúning metnaðarfullrar haustdagskrár. Stjórnina hlakkar til að sjá sem flesta á viðburðum faghópsins sem verða auglýst á vef Stjórnvísi innan skamms.
Stjórn þessa umbreytingarhóps skipa: Ágúst Kristján Steinarrsson Viti ráðgjöf - formaður, Ágúst Sæmundsson CCPC, Bára Hlín Kristjánsdóttir Marel, Berglind Ósk Ólafsdóttir Byko, Rut Vilhjálmsdóttir Strætó, Sigríður M Björgvinsdóttir Árborg og Sigurður Arnar Ólafsson Kópavogsbær.

 

Gigg hagkerfið - Gigg eða gullúr?

Faghópur um framtíðarfræði í samstarfi við breytingarstjórnun byrjuðu hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægi Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.
En hvað er gigg?  Verktaka, miðlun vinnu, sértæk þekking, HaaS(Human as a Service), 4.iðnbyltingin, deilihagkerfið? 
Er giggið gott eða vont?  Það veitir frelsi því fólk lætur gildi stjórna lífi sínu í dag.  Gallarnir eru að öryggi er ekki mikið, óvissa, réttindi gigg starfsfólks eru lítil, óstöðugleiki, skiptitími er á manns eigin reikning og tölvan ræður, algorithmar oft til staðar sem enginn skilur eða veit af. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna er þetta frábært því föstum kostnaði er breytt í breytilegan, aukinn sveigjanleiki, HaaS, fyrirtæki fá aukið aðgengi að þekkingu, Draumurinn er auðvitað að geta einfaldlega unnið vinnuna sína á ströndinni. 
En hvað er að gerast og hvað getur haft áhrif á þetta?  Ný kynslóð fjárfestir frekar í minningum, samveru, samnýtingu, leigja hluti frekar en að kaupa og að fjárfesta í steypu er minna áhugavert en var.  Fólk er að vinna í teymum, vinnur Agile, sértæk þekking, vefþjónustu og örþjónustur. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn gera ekki ráð fyrir sætum fyrir alla starfsmenn í dag.  Síminn stýrir lífi ungs fólks í dag, þar eru allar upplýsingar. 

Í lokin setti Brynjólfur upp tvær sviðsmyndir.  1. Þriðjungur fólks er í hefðbundinni vinnu, þriðjungur er að horfa á netflix og þriðjungur að skrifa efni fyrir Netflix.    Hin sviðsmyndin var að ef við erum að við erum á leið í mikla mismunun, verður fólk sátt við það?  Góðu fréttirnar eru að við eigum tækifæri til að nýta atvinnuþátttöku í samfélaginu og væri samfélagslega jákvætt.  Gullúrakynslóðin er svolítið búin.  Framtíðin er símenntun því nám er svo fljótt að verða úrelt. 

 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

 

Hagnýtar handbækur þér að kostnaðarlausu úr smiðju FranklinCovey.

FranklinCovey er alþjóðlegt ráðgjafar- og þjálfunarfyrirtæki sem er leiðandi á sviðum stjórnendaþjálfunar, framkvæmdar stefnu, hollustu viðskiptavina, persónulegum árangri og forystu, trausts og framleiðni. Við höfum starfað með fjölda vinnustaða hér heima og um allan heim og nýtum sannreyndar, alþjóðlegar lausnir til að virkja framúrskarandi frammistöðu fólks á þekkingaröld. Nú kynnum við með stolti fjölda hagnýtra handbóka sem að þjóna árangri íslenskra vinnustaða í komandi sókn - https://franklincovey.is/rannsoknir-og-handbaekur/. Um er að ræða aðgang að vönduðu íslensku efni úr smiðju FranklinCovey þér að kostnaðarlausu sem þjónar algengum viðfangsefnum leiðtoga á öllum stigum, s.s. nýjan heim vinnu, forgangsröðun, samskipti og traust, öflug samtöl, árangur, orkustjórnun, fjarvinnu og margt fleira.

Námskeið um fjölbreytileika og inngildingu í skipulagsheildum (e. Diversity & Inclusion in Organisations)

Vakin er athygli á að Háskóli Íslands  biður upp á sérlega áhugavert námskeið um Fjölbreytileika og inngildingu í skipulagsheildum (e. Diversity & Inclusion in Organisations) á vorönn 2022. Hér er lýsing á námskeiðinu:

Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að bera kennsl á þörfina á að þróa vinnuumhverfi sem byggir á jafnréttislögmálum þar sem allir eru velkomnir og þar sem allir fá stuðning til að taka þátt. Nemendur læra að bera kennsl á félagslegt réttlæti/útilokun tengd minnihlutahópum eins og kynþáttur, þjóðerni, aldur, kyn, trúarbrögð, kynhneigð, fötlun/færni, stétt og fleiri þættir tengdir fjölbreytileika í skipulagsheildum og nýta þeirra þekkingu til að greina og nota aðferðir fyrir inngildingu í skipulagsheildum. Nemendur nema nýjar fræðilegar rannsóknir á sviðinu til að geta þróað með sér gagnrýna hugsun um viðfangsefnið eins og sjálfsmynd (e. identity), sambandið á milli mismunar og hlutdrægni, jöfn tækifæri í skipulagsheildum á heimsvísu og hvernig þau tengjast málum skipulagsheildar varðandi jöfn tækifæri, inngildingu og hagkvæmni.

Námskeið er á framhaldsstigi og hægt er að senda umsókn til innritunnar (HÍ) á vormisseri til 15. október 2021.

Bjartar framtíðir

Nýlega birti Gerd Leonhard myndband sem hann nefnir The good future, sem má þýða sem Björt framtíð eða Bjartar framtíðir. Gerd er vel þekktur framtíðarfræðingur, fyrirlesari og ráðgjafi á sviði framtíðarfræða. Í bókum sínum fjallar hann um mennskuna  og samspil hennar við vélvæddan heim. Hér bendir hann á að heimurinn sé of upptekin af neikvæðri sýn á framtíðina og að nútíminn sé nú þegar betri en fortíðin, og framtíðin eigi sterka möguleika til að vera enn betri! Hvernig gæti góð framtíð líta út og hvað getum við gert, til að svo verði?

Hér er slóðin á myndbandið er hér The Good Future: A Film by Futurist Gerd Leonhard (vimeo.com). Myndbandið tekur rúmar 12 mínútur. Síðan, neðar er birt viðtal við Gerd sem er þó nokkuð lengra en áhugavert.

Fyrsti fundur faghóps framtíðarfræða er 2. september nk um Gigg (Gig) hagkerfið og verður í húsi Grósku við Háskóla Íslands. Sjá viðburðardagatal félagsins. Allir velkomnir.

Karl Friðriksson hjá Framtíðarsetur Íslands, www.framtidarsetur.is

Fimmtán fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti

Hér má sjá myndir frá afhendingunni. Í dag, þann 20. ágúst 2021, veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 15 fyrirtækja viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og var þeim jafnframt veitt nafnbótin „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“.

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg fyrir tæpum áratug síðan. Með tilkomu þess var ætlunin að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi.

Í verkefninu felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna.

Í ársbyrjun 2020 tók Stjórnvísi, stærsta fagfélag landsins um stjórnun, verkefnið og framkvæmd þess að sér, en fram að því hafði Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands sinnt því allt frá tilkomu þess u.þ.b. áratug áður. 

Fyrirtækin sem hljóta þessa eftirsóttu nafnbót að þessu sinni eru:

Arion banki hf.

Eik fasteignafélag hf.

Íslandsbanki hf.

Íslandssjóðir hf.

Kvika hf.

Landsbankinn hf.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf.

Mannvit hf.

Reginn hf.

Reiknistofa bankanna hf.

Reitir hf.

Stefnir hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

Vörður hf.

Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 

Öll eru þessi fyrirtæki vel að nafnbótinni komin, starfshættir stjórna þeirra eru vel skipulagðir og þeir ásamt framkvæmd stjórnarstarfanna til fyrirmyndar.

Samfélagsskýrslur BYKO og Landsvirkjunar útnefndar eftirtektarverðustu skýrslur árins

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu í dag viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin eru veitt. Myndir af hátíðinni má nálgast hér.    Hérna er linkur á streymiðFrétt á visir.is 

BYKO og Landsvirkjun hlutu í dag viðurkenningu fyrir eftirtektarverðustu samfélagsskýrslur ársins.
Að þessu sinni hlutu tvö fyrirtæki viðurkenningu fyrir gerð samfélagsskýrslu. Dómnefnd valdi
fyrirtæki sem eru ólík í eðli sínu og nálgast upplýsingagjöf um sjálfbærni í rekstri með nokkuð ólíkum
hætti. Með þessu telur dómnefnd að gefist tækifæri til að varpa breiðara ljósi á það mikilvæga
verkefni sem gerð samfélags- og sjálfbærniskýrslna er orðin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í
smásölu sem er að stíga sín fyrstu skref í gerð samfélagsskýrslu en þetta er önnur skýrsla fyrirtækisins.
Hins vegar er það fyrirtæki sem á langa sögu í uppbyggingu þekkingar og stefnumótunar tengdri
samfélagsábyrgð. Það grundvallar starfsemi sína á nýtingu náttúruauðlinda sem hefur víðtæk bein og
óbein áhrif innanlands. Alls bárust 28 tilnefningar í ár og voru það 24 skýrslur sem hlutu tilnefningu
en þær voru 19 árið á undan.
“Það hefur mikið gildi fyrir okkar hagaðila að BYKO birti upplýsingar um sjálfbærnivegferð
fyrirtækisins. Það hefur hvetjandi áhrif bæði innan fyrirtækisins sem og utan. Með því að segja frá
sem er verið að gera, taka þátt í sjálfbærniverkefnum, fræða starfsfólk og viðskiptavini, bjóða upp á
vistvæna valkosti í byggingarefnum, þá hefur það hvetjandi áhrif á alla. Við erum að taka ábyrgð í
virðiskeðjunni, með tölum, orðum og myndum. Við erum að sýna jákvætt fordæmi og viljum vera
fyrirmynd og hvatning fyrir aðra” segir Berglind Ósk Ólafsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO.
“Við hjá Landsvirkjun höfum allt frá stofnun fyrirtækisins horft til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélag
og umhverfi og leitum sífellt nýrra leiða til að auka sjálfbærni í starfsemi okkar” segir Hörður Arnarson
forstjóri Landsvirkjunar. “Það er þess vegna einkar ánægjulegt að hljóta viðurkenningu sem þessa, og
staðfesting á því að starf okkar er að skila sér, bæði sem okkar framlag til sjálfbærari veraldar og
einnig – vonandi – sem innblástur fyrir önnur fyrirtæki sem vilja gera vel í þessum mikilvæga
málaflokki”
Á viðburðinum, sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í dag 8. júní, hélt Hrund Gunnsteinsdóttir
framkvæmdastjóri Festu erindi þar sem hún lagði áherslu á að upplýsingagjöf um sjálfbærni þurfi að
endurspegla árangursríkar aðgerðir til breytinga og áhrifa á rekstur á náttúru, fólk og stjórnarhætti,
“sjálfbærni er ekki viðbót við rekstur, hún er nær því að vera tilgangur hans í dag”. Fundinum stjórnaði
Konráð Guðjónsson aðstoðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Í dómnefnd sátu Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, Hulda
Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala og Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann í Twente í
Hollandi. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og
Viðskiptaráðs Íslands og er þetta fjórða sinn sem viðurkenningin er veitt. Markmiðið með
viðurkenningunni fyrir Samfélagsskýrslu ársins er að hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg
markmið og birta reglulega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og
sjálfbærni í rekstri skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi. Skýr stefna, framkvæmd og
upplýsingagjöf varðar leið að farsælum rekstri.

Mynd í viðhengi: Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Gunnhildur Arnardóttir
framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Pálsson forstjóri BYKO
og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu
Ljósmyndari: HAG

Framtíð skrifstofunnar - útvarpsviðtal á RÚV

Viðtalið byrjar á 35. mín.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlfe2/steinar-olafsson-kontoristinn-

Ný stjórn faghóps um samfélagslega ábyrgð

Ný stjórn faghóps um samfélagslega ábyrgð var kjörin á dögunum. Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium ehf. var kjörin formaður. Meðstjórnendur eru áfram Viktoría Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri  Ábyrgra lausna, Freyr Eyjólfsson, samskiptastjóri Terra, Hlédís Sigurðardóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka, Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognitio, Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu. Nýir í stjórn eru Berglind Sigmarsdóttir, HÍ, Þóra Rut Jónsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Advania og Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu‑ og rekstrarsviðs Terra.

„Nýtt jafnvægi“ er þema Stjórnvísi 2021-2022

Nýlega hélt nýkjörin stjórn Stjórnvísi sinn fyrsta vinnufund. 
Í stjórninni eru: Sigríður Harðardóttir, formaður Stjórnvísi og mannauðs-og gæðastjóri Strætó, Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala,  Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf, Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni,  Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi, CMC, Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands,  Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum, Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, og Steinunn Ketilsdóttir, Learning & Development Specialist hjá Marel.

Sigríður Harðardóttir formaður Stjórnvísi fór á fundinum yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Sigríður  framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi eins og ný stjórn endurspeglar.  Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „Nýtt jafnvægi“.  Sigríður kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2021-2022 þar sem m.a. var sammælst um að 1.mæta undirbúin 2.tímalega 3.taka ábyrgð á verkefnum 4.hafa uppbyggilega gagnrýni 5. samskipti væru opin og eðlileg og 6.vera á staðnum. Allar fundargerðir stjórnar Stjórnvísi má sjá á vef Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni fór fram þriðjudaginn 18. maí. Þar var farið yfir hið góða starf hópsins í vetur og ný stjórn kosin. Faghópurinn bauð upp á 18 viðburði á starfsárinu og sumir þeirra fóru fram í samstarfi við aðra faghópa. Viðburðirnir voru fjölbreyttir og voru einkum vel sóttir en heildarfjöldi þátttakenda voru 1646 samtals. 

Úr stjórn hverfa Hafdís Huld Björnsdóttir, Hildur Jóna Bergþórsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir og þeim eru færðar miklar þakkir fyrir þeirra öfluga framlag og góða samvinnu. Ný í stjórn eru Baldur Þorvaldsson nemi á Bifröst og Linda Fanney Valgeirsdóttir skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis og eru þau boðin innilega velkomin til starfa. 

Með tilhlökkun mun ný stjórn hittast í júní til að kynnast og leggja drög að haustdagskrá.


Áhugaverð ráðstefna: Tomorrow´s Leadership

Faghópur um markþjálfun hjá Stjórnvísi vekur athygli á einstaklega áhugaverðri fjarráðstefnu Tomorrow’s Leadership sem haldin verður miðvikudaginn 12.maí kl. 10-16.  

Allar nánari upplýsingar og bókanir eru hér:  https://www.tomorrowsleadership.is

Ný stjórn Stjórnvísi 2021-2022 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi 6.maí 2021 sem haldinn var í dag á Teams voru kosin í stjórn félagsins:
Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. frá og með 01. maí 2021. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í stjórn Stjórnvísi:
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022)
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).  Jón Gunnar býður sig fram til eins árs, var kosinn í aðalstjórn (2019-2021)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára: 

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Fundarstjóri  aðalfundar var Guðný Halla og ritari Ásdís Erla Jónsdóttir.

Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2021.  Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl. 

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um aðstöðustjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um aðstöðustjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust.  

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:   Matthías Ásgeirsson VSÓ, formaður, Magnús Már Einarsson OR, Kristinn Jóhannesson HÍ, Þröstur V. Söring FSR, Stefán Níels Guðmundsson, Eimskip, Elísabet Halldórsdóttir Icelandair, Róbert Reynisson Isavia, Ásta Rut Jónasdóttir Securitas, Hulda Júlía Jónsdóttir BYKO, Katrín Ólöf Egilsdóttir Mánagull, Thorana Elín Dietz HÍ og Hannes Frímann Sigurðsson FSR.    

Aðalfundur stjórnar faghóps um LEAN- Straumlínustjórnun, 3.maí 2021

Aðalfundur stjórnar um LEAN- Straumlínustjórnun var haldinn í gegnum Teams 3. maí 2021. 

Á fundinum var farið yfir kynningu á faghópnum, viðburði ársins, ný stjórn var kjörinn og rætt um næstu skref í starfsárinu framundan.

Ljóst er að mikill áhugi er á LEAN og komust færri að í stjórn en vildu.

Stjórn faghópsins er nú fullskipuð með 12 manns.

Glærur af fundinum má nálgast undir viðburðinum.

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2021

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í dag 26.apríl í 12 sinn við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í flokki yfirstjórnenda, Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár og Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó í flokki millistjórnenda.  Dómnefnd veitti einnig þremur frumkvöðlum sem vakið hafa verðskuldaða eftirtekt fyrir störf sín á heilbrigðissviði undanfarin misseri viðurkenninguna Frumkvöðlar ársins 2021, Tryggvi Þorgeirsson stofnandi og forstjóri SideKick Health, Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi og forstjóri Kerecis og Gísli Herjólfsson stofnandi og forstjóri Controlant.
Sérstök heiðursverðlaun voru veitt Guðmundi Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Eflu fyrir framlag sitt til stjórnunar á Íslandi. Einnig var útnefndur og verðlaunaður heiðursfélagi Stjórnvísi 2021, Davíð Lúðvíksson sérfræðingur á rannsóknar-og nýsköpunarsviði Rannís. 

Hér er linkur á streymið
Hér er linkur á myndir teknar á hátíðinni
Frétt á visir.is

Myndir af hátíðinni má sjá á facebooksíðu félagsins 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?