Aðstöðustjórnun (e. facility management)

Aðstöðustjórnun (e. facility management)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar.  Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. 

Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 hefur í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. 

Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki.  Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.  

Viðburðir á næstunni

"Post-covid" aðstaðan - reynslusögur íslenskra vinnuveitenda

Click here to join the meeting 

Reynslusögur af íslenskum vinnuveitendum um aðlögun aðstöðunnar við Covid og framtíðarnýting ákveðna lausna.

  • Inngangur um áhrif faraldursins á þróun vinnuaðstöðunnar - Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ
  • Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að aðlaga starfsumhverfi sitt að faraldrinum og mun Magnús Már Einarsson, forstöðumaður aðbúnaðar, fjalla um hinu ýmsu áskoranir sem OR hefur þurft að glíma við.
  • BYKO fékk viðurkenningu frá Stjórnvísi fyrir eftirtektarverðurstu samfélagsskýrslu á þessu ári og mun Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjalla um hvaða þátt aðstöðustjórnun hafði í þeim árangri og hvaða framtíðartækifæri er verið að vinna í.

Samfélagsskýrslur ársins 2020

  • Icelandair fékk í sumar viðurkenningu sem 'best global employer of 2021 by Effectory's World-class Workplace' og mun Elísabet Halldórsdóttir, forstöðumaður á upplýsingatæknisviði, kynna fyrir okkur aðstöðustjórnun hjá fyrirtækinu og hvernig hefur verið brugðist við covid-19.

Best global employer 2021

 

 

Fréttir

Framtíð skrifstofunnar - útvarpsviðtal á RÚV

Viðtalið byrjar á 35. mín.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlfe2/steinar-olafsson-kontoristinn-

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um aðstöðustjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um aðstöðustjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust.  

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:   Matthías Ásgeirsson VSÓ, formaður, Magnús Már Einarsson OR, Kristinn Jóhannesson HÍ, Þröstur V. Söring FSR, Stefán Níels Guðmundsson, Eimskip, Elísabet Halldórsdóttir Icelandair, Róbert Reynisson Isavia, Ásta Rut Jónasdóttir Securitas, Hulda Júlía Jónsdóttir BYKO, Katrín Ólöf Egilsdóttir Mánagull, Thorana Elín Dietz HÍ og Hannes Frímann Sigurðsson FSR.    

Stjórn

Matthías Ásgeirsson
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - VSÓ Ráðgjöf
Ásta Rut Jónasdóttir
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Securitas
Elísabet Halldórsdóttir
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Icelandair
Hannes Frímann Sigurðsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Framkvæmdasýsla ríkisins
Hulda Júlíana Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - BYKO
Katrín Ólöf Egilsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Mánagull
Kristinn Jóhannesson
Sviðsstjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Magnús Már Einarsson
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Róbert Arnar Reynisson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Stefán Níels Guðmundsson
Rekstrarstjóri -  Stjórnandi - Eimskip
Þórana Elín Dietz
-1 -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Þröstur V. Söring
Sviðsstjóri -  Stjórnandi - Framkvæmdasýsla ríkisins
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?