Hlekkur á viðburðinn smelltu til að tengjast
Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2025 er um lýsingu og áhrif hennar á fólk og byggingar.
Áhrif lýsingar á lífverur og byggingar. Er góð lýsingarhönnun arðbær fyrir fyrirtæki og stofnanir?
Kristján Kristjánsson lýsingarhönnuður MSLL fjallar um lýsingu á vinnustöðum. Kristján vinnur hjá Hildiberg sem er skapandi hönnunarstofa með áherslu á lýsingarhönnun.
Fundarstjóri er Katrín Ólöf Egilsdóttir, eigandi fyrirtækisins Mánagull plöntuveggir. Katrín er formaður stjórnar faghópsins um aðstöðustjórnun.