Aðstöðustjórnun (e. facility management)

Aðstöðustjórnun (e. facility management)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar.  Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. 

Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 hefur í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. 

Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki.  Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.  

Viðburðir

Áhrif fjarvinnu á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - MBA lokaverkefni

Teams-linkur á viðburðinn

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, kynna fyrir okkur lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af því. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Við minnum í þessi samhengi á liðnu viðburði okkar sem fjalla flestir um aðstöðukröfur til þekkingarstarfseminnar og hægt er að fletta upp og horfa aftur á á þessari facebook síðu Stjórnvísi.

Áhrif reksturs atvinnuhúsnæðis á sjálfbærni vinnustaða

Linkur á viðburðinn

Á þessum kynningarfundi setjum við sjálfbærnishugtakið í samhengi við atvinnuhúsnæði. Hvaða áhrif það hefur á sjálfbærni vinnustaða, þ.e. á starfsfólk, arðsemi og umhverfi.

Vitað er að umhverfisáhrifin séu gríðarleg. Á heimsvísu er talið að atvinnuhúsnæði sé ábyrgt fyrir 40% af orkunotkun og 33% af losun gróðurhúsalofttegunda auk þeirra óbeina áhrifa sem aðliggjandi innviðir og samgöngukerfi hafa. 88% af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til endurnýjunar, breytingar, viðhalds og orkunotkunar sem eru lykilhlutverk og ábyrgð aðstöðustjórnunar. 

Vegna þeirri endurnýjanlegri orku sem Ísland hefur aðgang að hefur verið óljóst hvernig þessi hlutföll eru hér á landi. Í síðastliðnum mánuði (febrúar 2022) var hins vegar lagt mat á árlega kolefnislosun íslenskra bygginga í fyrsta sinn af vinnuhóp skipaðan af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS). Hér skoðum við hvaða þýðingu þær niðurstöður hafa fyrir aðstöðustjórnun á Íslandi.

Matthías Ásgeirsson, formaður faghóps og ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir viðfangsefnið og setur það í samhengi við fræði og raunveruleika, þ.m.t. tækifæri aðstöðustjórnunar.

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá fasteignafélaginu Reitir fjallar um áhrif sem fasteignafélag getur haft á sjálfbærni vinnustaða.

Kevin Charlton, stjórnandi (e. associate director) hjá Mace Group gefur innsýn um hvernig aðstöðustjórnun hefur bætt sjálfbærni vinnustaða í þeirra verkefnum viða um heiminn.

Hvað er verkefnamiðað vinnuumhverfi?

Teams linkur inn á kynningarfundinn

  • "Verkefnamiðað vinnuumhverfi og aðstöðustjórnun":  ávarp formanns - Matthías Ásgeirsson, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf
  • "Innleiðing VMV hjá ríkinu": kynning á nýútgefnum viðmiðum vinnuumhverfis hjá hinu opinbera - Guðrún Vala Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
  • "Innleiðing VMV hjá Landsbanka": kynning á innleiðingu VMV í nýju húsnæði Landsbanka við Austurbakka - Halldóra Vífilsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbanka 
  • "Leiðin að árangursríkri innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi og nýjum leiðum til að vinna“: kynning á meistaraverkefni 2021 -  Elísabet S Reinhardsdóttir, viðskiptastjóri hjá Eimskip 

Fréttir

Næsti viðburður 7. júní kl 13: áhrif fjarvinnunnar á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - lokaverkefni MBA

Næsti viðburður okkar verður haldinn þriðjudag 7. júní en þá kynna Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af rannsókninni. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Endilega mætið sem flest og skráið ykkur á viðburðarsíðunni.

Verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV) - næsti kynningarfundur

Í framhaldi af kynningarfundinum okkar um post-covid aðstöðuna í lok september boðum við næst, 23. nóvember, til kynningarfunds um verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV). 

Frá því að faghópurinn var stofnaður síðasta vor þá hefur VMV mjög reglulega komið til tals meðal stjórnarmanna hópsins sem margir hverjir eru einmitt (eða vilja) koma sér fyrir í þessari tegund af vinnuaðstöðu sem er að aukast í vinsældum. Það er engin furða þar sem í kringum 30% af þróuðum hagkerfum í dag er tölvuvinna á skrifstofu (e. computer-based office work) og eru fyrirtæki í auknum mæli að verkefnavæða rekstrarskipulagið þeirra. 

Á fundinum í lok nóvember munum við kynna þetta konsept. Fyrst fræðilega þar sem við staðsetjum það betur á atvinnumarkaðinum og meðal aðstöðutegunda þess, kynnum niðurstöður nýlegs meistaraverkefnis um VMV og fáum innsýn í innleiðingu þess hjá ríkinu og Landsbankanum. Nánari lýsing og skráning fer fram á viðburðarsíðunni.

Framtíð skrifstofunnar - útvarpsviðtal á RÚV

Viðtalið byrjar á 35. mín.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlfe2/steinar-olafsson-kontoristinn-

Stjórn

Matthías Ásgeirsson
Stjórnunarráðgjafi -  Formaður - VSÓ Ráðgjöf
Ásta Rut Jónasdóttir
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Securitas
Elísabet Halldórsdóttir
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Icelandair
Katrín Ólöf Egilsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Plöntuveggir ehf.
Kristinn Jóhannesson
Sviðsstjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Magnús Már Einarsson
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Róbert Arnar Reynisson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Stefán Níels Guðmundsson
Rekstrarstjóri -  Stjórnandi - Eimskip
Þórana Elín Dietz
-1 -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Þröstur V. Söring
Sviðsstjóri -  Stjórnandi - Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?