Aðstöðustjórnun (e. facility management)

Aðstöðustjórnun (e. facility management)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar.  Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. 

Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19  ýtti í raun enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. 

Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki.  Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.  

Viðburðir

Í ljósi skynseminnar

Hlekkur á viðburðinn smelltu til að tengjast

 

Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2025 er um lýsingu og áhrif hennar á fólk og byggingar.

Áhrif lýsingar á lífverur og byggingar. Er góð lýsingarhönnun arðbær fyrir fyrirtæki og stofnanir?

Kristján Kristjánsson lýsingarhönnuður MSLL fjallar um lýsingu á vinnustöðum. Kristján vinnur hjá Hildiberg sem er skapandi hönnunarstofa með áherslu á lýsingarhönnun. 

Fundarstjóri er Katrín Ólöf Egilsdóttir, eigandi fyrirtækisins Mánagull plöntuveggir. Katrín er formaður stjórnar faghópsins um aðstöðustjórnun.

Tökum flugið með Icelandair - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair

Hér undir má finna slóð á streymi fyrir viðburðinn.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Hvernig er vinnustaður framtíðarinnar hannaður í miðjum heimsfaraldri?

Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri People & Culture, og Sigrún Össurardóttir, deildarstjóri Workplace Services, hjá Icelandair fara yfir ferðalagið frá ákvörðun um flutning höfuðstöðva úr Vatnsmýri, í upphafi árs 2021, að flutningum í Icelandair húsið í Hafnarfirði í lok árs 2024.

Farið verður yfir áherslur í þarfagreiningu, gagnasöfnun og greiningu sem hönnun hússins byggir á, samtöl og upplýsingagjöf sem spiluðu lykilhlutverk í breytingastjórnun og einnig þá óvissuþætti og áskoranir sem komu upp.   

Viðburðurinn hefst kl.9 og verður haldinn í Icelandair húsinu, Flugvöllum 1, í Hafnarfirði.  Húsið opnar 8:40 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Streymi á viðburðinn má nálgast hér.

 

Aðalfundur faghóps í Aðstöðustjórnun

Aðalfundur Aðstöðustjórnun

Join the meeting now

 

Þriðjudagur 6. maí kl 13:00

Dagskrá

1.Uppgjör líðandi starfsárs
2.Stjórn 2025-2026
3.Kosning formanns
4.Áherslur næsta árs

Fréttir

Næsti viðburður 7. júní kl 13: áhrif fjarvinnunnar á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - lokaverkefni MBA

Næsti viðburður okkar verður haldinn þriðjudag 7. júní en þá kynna Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af rannsókninni. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Endilega mætið sem flest og skráið ykkur á viðburðarsíðunni.

Verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV) - næsti kynningarfundur

Í framhaldi af kynningarfundinum okkar um post-covid aðstöðuna í lok september boðum við næst, 23. nóvember, til kynningarfunds um verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV). 

Frá því að faghópurinn var stofnaður síðasta vor þá hefur VMV mjög reglulega komið til tals meðal stjórnarmanna hópsins sem margir hverjir eru einmitt (eða vilja) koma sér fyrir í þessari tegund af vinnuaðstöðu sem er að aukast í vinsældum. Það er engin furða þar sem í kringum 30% af þróuðum hagkerfum í dag er tölvuvinna á skrifstofu (e. computer-based office work) og eru fyrirtæki í auknum mæli að verkefnavæða rekstrarskipulagið þeirra. 

Á fundinum í lok nóvember munum við kynna þetta konsept. Fyrst fræðilega þar sem við staðsetjum það betur á atvinnumarkaðinum og meðal aðstöðutegunda þess, kynnum niðurstöður nýlegs meistaraverkefnis um VMV og fáum innsýn í innleiðingu þess hjá ríkinu og Landsbankanum. Nánari lýsing og skráning fer fram á viðburðarsíðunni.

Framtíð skrifstofunnar - útvarpsviðtal á RÚV

Viðtalið byrjar á 35. mín.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlfe2/steinar-olafsson-kontoristinn-

Stjórn

Katrín Ólöf Egilsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Plöntuveggir ehf.
Matthías Ásgeirsson
Stjórnunarráðgjafi -  Varaformaður - VSÓ Ráðgjöf
Íris Björg Birgisdottir
Millistjórnandi -  Stjórnandi - Vörður tryggingar
Róbert Arnar Reynisson
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Eir hjúkrunarheimili
Stefán Níels Guðmundsson
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Eimskip
Sverrir Bollason
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir
Þórana Elín Dietz
-1 -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?