Fréttir og pistlar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Áskoranir í kynslóðabili á vinnumarkaði

Á tímum breytinga í samfélaginu er staðreyndin sú að aldrei fyrr hafa eins margar kynslóðir verið starfandi á sama tíma á vinnumarkaðnum. Það hefur að mörgu leyti í för með sér krefjandi áskoranir fyrir flest fyrirtæki, starfsfólk og stjórnendur.

Í þessum fyrirlestri veltir Gunnur Líf, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, upp hugmyndum um það hvernig við getum komið til móts við ólíkar væntingar og þarfir kynslóðanna varðandi vinnu ásamt því hvernig við getum byggt upp öfluga og sameinaða liðsheild sem skapar árangur.

Hún fer yfir hvað einkennir kynslóðirnar, hverjir eru styrkleikar þeirra, áherslur og þarfir, hvernig við störfum saman og hvernig nýtist sú vitneskja okkur til þess að viðhalda góðri samvinnu og byggja upp árangursríka vinnustaðamenningu. Sérhvert okkar er mikilvægt en á sama tíma erum við mikilvæg sem heild því bestu teymin eru oft þau sem byggja á styrkleikum allra kynslóða á vinnustaðnum. Við þurfum á hvert öðru að halda. Viska, reynsla og færni eldri kynslóðanna í bland við snerpu, innsýn og frumkvöðlasýn yngri kynslóðanna gæti verið lykillinn að árangri.

Tímasetning: 7. apríl kl. 12:00 - 12:45. Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hleknnum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.

Leiðbeinandi: Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Webinar: Grasping the diversity among older adults – Active and healthy ageing in the Nordic region

What do we know about the diversity of the Nordic senior population in terms of health, activity and societal participation? New Nordic research shows that older adults are a diverse group and that their possibilities to live an active and healthy life depends on many different background variables.

Welcome to join us at Nordregio´s and the Nordic Welfare Centre´s webinar Grasping the diversity among older adults. In this webinar, researchers from Nordregio will present the results of two new studies:

  • Indicators for Active and Healthy Ageing in the Nordic Region. Possibilities and Challenges.
  • Active and Healthy Ageing – heterogenous perspectives and Nordic indicators.

The webinar will be held on 6 April 2022, 13.00–14.30 CET on the platform Zoom.

Vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.

Þann 24. febrúar síðastliðinn fór fram málstofa hjá Vinnueftirlitinu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.

Sjónum var beint að kröfum til verkkaupa, hönnuða og verktaka vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig hægt er að framfylgja þeim. Einnig var fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að tryggja aukið öryggi í notkun mannvirkja. Fram kom að mikill ávinningur er af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og þannig koma í veg fyrir kostnað við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun.

Leó Sigurðsson, viðurkenndur sérfræðingur í vinnuvernd hjá ÖRUGG verkfræðistofu fjallaði um samanburð og hæfni við útboð og hönnun.

Upptaka frá málstofunni er að finna hér. 

Dagur framtíðar - Fyrsti mars

Framtíðarfræðingar og áhugafólk um framtíðarþróun bjóða upp á 24 stunda samtal um allan heim þann 1. mars næstkomandi. Millennium Project hýsir viðburðinn sem er öllum opinn.

Viðburðurinn hefst 1. mars á Nýja-Sjálandi klukkan 12 á hádegi að ný sjálenskum tíma. Þá opnast umræðan um hvernig eigi að byggja upp betri framtíð. Hún færast síðan vestur á klukkutíma fresti. Hver sem er getur tekið þátt klukkan 12 á hádegi á viðkomandi tímabelti.

Frá leiðandi aðilum viðburðarins.

WASHINGTON, D.C., 27. febrúar 2022 - Alþjóðlegur framtíðardagur er 1. mars. Þetta verður níunda árið sem framtíðarsinnar og almenningur halda 24 stunda samtal um framtíðina allan sólarhringinn þann 1. mars klukkan 12 á hádegi á hvaða tímabelti sem þeir eru. Á hverju ári ræðir áhuga fólk um hugmyndir og mögulegar framtíðir morgundagsins í opnu samtali án dagskrár.

The Millennium Project, er alþjóðlegur vettvangur framtíðarfræðinga. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu Association of Professional Futurists (APF), Humanity+, the World Academy of Art and Science (WAAS), og  World Futures Studies Federation (WFSF).

Hver og einn getur tekið þátt segir Jerome Clenn, CEO Millennium Project: https://us02web.zoom.us/j/5221011954?pwd=UEg4TXhYMnU0TGxyNzNsUUd6dXQ4Zz09

Síðastliðin átta ár, hafa alþjóðlegir leiðtogar á sviði framtíðar áskoranna deilt skoðunum sínum um framtíðarþróun á heimsvísu. Allt frá áhrifum COVID-19, stjórnun gervigreindar, loftslagsmála, málefni er tengjast öruggi vatns og orku og baráttu gegn fjölþjóðlegri glæpastarfsemi ásamt þróun framtíðarform lýðræðis. Þú getur líka deilt hugmyndum þínum á samflagsmiðlum: #worldfuturesday #WFD.

„Í þriðja sinn munum við fá til liðs við okkur Vint Cerf, netbrautryðjanda klukkan 12 á hádegi að austurströnd Bandaríkjanna, og Theodore Gordon, framtíðarbrautryðjandi hjá RAND, Institute for the Future, Futures Group og The Millennium Project,“ að sögn Glenn. „Gordon var einnig stjórnandi þriðja stigs Apollo eldflaugarinnar til tunglsins og þróaði Delphi, Cross-Impact Analysis og stöðu framtíðarvísitölunnar kl. 9 að morgni austurstrandar að bandarískum tíma.

Á vef síðunni “World Futures Day – Young Voices”, sem er skipulögð af Teach the Future og the Millennium Project, verður sérstakur viðburður fyrir ungt fólk.

Fjölmiðlar hafið samband við, Karl Friðriksson, hjá Framtíðarsetri Íslands, karlf@framtíðarsetur.is eða : +1-202-669-4410 Jerome Glenn, jerome.glenn@millennium-project.org, og  Mara Di Berardo, mdiberardo@gmail.com

 

Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu - ráðningarferli og fjölmenning

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að ráðningarferli þegar kemur að ráðningu erlendra ríkisborgara og fjölmenningu á vinnustöðum.
Kynntar verða leiðbeiningar fyrir atvinnurekendur og starfsfólk til að auðvelda þeim ráðningarferlið og gefa yfirsýn yfir það sem þarf að gera.
 
 
DAGSKRÁ
Þegar ráða á erlenda ríkisborgara til starfa – Kynning á nýju verkfæri
Valdís A. Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
Fjölbreytileikinn vinnur! Hvers vegna skiptir góð móttaka máli?
Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs
Áskoranir og tækifæri á fjölmenningarlegum vinnustað
Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Mývatn
Reynslusaga
Lidija Lopac, vaktstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marína
Fundarstjóri er Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

Ráðstefna UAK - Forysta til framtíðar

Við viljum vekja athygli á að 5. mars verður haldin ráðstefna Ungar athafnakonur (UAK) í fimmta sinn UAK daginn. Ráðstefnan í ár ber heitið Forysta til framtíðar og verður haldin í Hörpu.
Ráðstefnan veltir upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu, hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér og hvort séu til eiginleikar sem eiga alltaf við, burt séð frá stað og stund?
 

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Mars viðburður faghóps markþjálfunar, 2. mars kl.8:30.

Flottir stjórnendur ræða hvar liggja virði markþjálfunar.

Lifandi umræða þar sem þið þáttakendur eruð líka með í samtalinu.

 

Framtíðarmolar

Fyrsta opinbera starfið - Þau kaflaskil hafa átt sér stað, að Alþingi, hefur nú ráðið til sín í starf framtíðarfræðings. Anna Sigurborg Ólafsdóttur, var ráðinn í starfið og mun vinna með framtíðarnefnd þingsins. Líklega er þetta fyrsta sinn sem hið opinbera ræðu til sín, í fast starf, framtíðarfræðing. Skref framá við, og óskum við Önnur Sigurborgu til hamingju.

Museum of the Future - Þó nokkuð er um það að Íslendingar heimsæki Dubai  um þessar mundir. Við viljum vekja athygli á að 22 febrúar næstkomandi mun framtíðarsafn, Museum of the Future, vera opnað þar í borg. Eins og vera ber, þá er öllu til tjaldað. Mikill metnaður er lagður í safni, bæði bygginguna sjálfa og sýningarnar sem fjalla um nýsköpun, tækni og samfélagsþróun næstu áratugina. Sjá hér nánar: https://www.visitdubai.com/en/places-to-visit/museum-of-the-future

Breyttar dagsetningar á erindum - Þau tvö erindi sem voru undir fyrirsögninni Framíðir í febrúar eru komin með nýjar dagsetningar. Erindið sem átti að vera 17 feb., Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn, færist til 24 mars og erindið sem átti að vera 24 feb., Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni, færist til 31 mars næstkomandi. Erindin verða kl 9:00 báða dagana.

 

Hamingjuóskir: Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2022

Hér má sjá myndir frá hátíðinni og link á streymið. Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í dag 15.febrúar í 13 sinn við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 eru:  Í flokki yfirstjórnenda Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar tryggingafélags. Í flokki millistjórnenda Jóhann B. Skúlason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar.  Og í flokki framkvöðla  Stefanía Bjarney Ólafsdóttir stofnandi  og framkvæmdastjóri AVO. 

Frétt í Viðskiptablaðinu.  Frétt á visir.is Fréttablaðið

Linkur á streymið

Myndir

Myndir í fullum gæðum

Umsagnir um verðlaunahafa

Um Stjónunarverðlaunin 

Linkur á þakkarræður

Guðmundur Jóhann Jónsson

Jóhann B. Skúlason

Gunnur Líf Gunnarsdóttir

Sigurjón Ólafsson

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir

 

Samantektarmyndband (í vinnslu, verið að texta)

Samantektarmyndband með texta

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar. 
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel þann 15. febrúar nk.
Streymt verður beint frá hátíðinni sem hefst kl.16:00 og fjöldatakmörkunum og sóttvarnarreglum fylgt.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2022:

Andrea Marel, deildarstjóri Tjörnin frístundamiðstöð

Aneta Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu

Anna Regína Björnsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs CCEP (Coca-Cola Europacific Partners)

Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect

Áslaug Magnúsdóttir, stofnandi Moda Operandi (NYC)

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar

Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa

Davíð Harðarson, fjármálastjóri Travel Connect

Davíð Helgason, stofnandi Unity

Dóra Lind Pálmarsdóttir, teymisstjóri hjá Veitum

Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO

Edda Jónsdóttir, forstöðumaður markþjálfunar hjá Póstinum

Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri hjá Samhentir, Vörumerking og Bergplast

Elfa Björg Aradóttir, fjármálastjóri Ístaks

Elín Björg Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Íslandspósts í Keflavík

Elín María Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Controlant

Erlingur Brynjúlfsson, CTO hjá Controlant

Fjóla María Ágústsdóttir, breytingarstjóri stafrænnar þróunnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóri þjónustu-og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga

Guðmundur Karl Guðjónsson, forstöðumaður dreifinga og flutninga Póstsins

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir

Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Frístundamiðstöðin Tjörnin

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno

Haukur Hannesson, Managing Director AGR Dynamics

Helga Fjóla Sæmundsdóttir, mannauðsstjóri Hornsteins

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins á Íslandi

Hrund Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri menntadeildar Landspítala

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands

Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá Virk

Ívar Kristjánsson, stofnandi CCP og 1939 Games

Jóhann Björn Skúlason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis sóttvarnalæknis og almannavarna.

Katrín Ýr Magnúsdóttir, Director of Inspection and Sorting RFS hjá Marel

Kristín Inga Jónsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins

Kristjana Milla Snorradóttir, Director of HR hjá Travel Connect

Lilja Gísladóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum

Magnús Ingi Óskarsson, stofnandi Calidris

Magnús Sigurjónsson, Deputy Director Flight Operations Icelandair

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi PayAnalytics

Matthías Haraldsson, verkefnastjóri öryggis og heilsu hjá Veitum

Óskar Þórðarson, stofnandi Omnom

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins

Sif Sturludóttir, forstöðumaður eignaumsýslu hjá SÝN

Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar Póstsins

Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, deildarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Árborg

Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO

Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar

Sonja Scott, mannauðsstjóri CCEP (Coca Cola Europacific Partners)

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi AVO

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi

Sverrir Scheving Thorsteinsson, forstöðumaður tækni hjá Verði tryggingarfélagi

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar

Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og stofnandi Sidekick Health

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra

Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Eir, Skjóli og Hömrum

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts

Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu NOVA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verðlaunahafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2021

Þann 21. janúar 2022 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 kynntar og er þetta tuttugasta og þriðja árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. 
Hér er linkur á streymið  á örmyndbönd og myndir frá hátíðinni.  Mikill munur er á ánægju hjá þeim 37 fyrirtækjum sem voru mæld, einkunnir voru frá 54,1 til 85,0 af 100 mögulegum.

Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknavert fyrir fyrirtæki
Mikill heiður er að vera hæstur á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem vinna sinn flokk fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins. 

37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum voru mæld
Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum. Prósent (áður Zenter rannsóknir) sá um framkvæmd mælingarinna sem fór fram yfir árið 2021. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði. 200-1.000 svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.

Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði
Líkt og undanfarin sjö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.

Þau fyrirtæki sem fengu viðurkenningu að þessu sinni voru eldsneytissala Costco var hæst á eldsneytismarkaði með 85,0 stig af 100 mögulegum, Heimilistæki með 79,2 stig hjá raftækjaverslunum, Nova fékk 78,7 á fjarskiptamarkaði, IKEA var hæst húsgagnaverslana með 76,4 stig, Apótekarinn var hæstur á lyfsölumarkaði með 75,1, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 73,4 stig, BYKO fékk 68,3 á byggingavörumarkaði og var Heimilistæki hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 79,2 stig.

Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,5 stig.

Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; Penninn Eymundsson var með 75,3 stig á ritfangamarkaði, Sjóvá fékk 68,9 stig á tryggingamarkaði, Landsbankinn var með 67,9 stig á bankamarkaði, Smáralind með 67,8 hjá verslunarmiðstöðum og hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 65,7 stig.

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent (áður Zenter rannsóknir) um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2021.



Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan. 

Bankar

2021

2020

2019

 

Fjarskiptamarkaður

2021

2020

2019

 

Smásöluverslun

2021

2020

2019

Landsbankinn

67,9

66,3

67,5

 

Nova

78,7*

78,5*

75,1*

 

Heimilistæki

79,2*

74,2

N/A

Íslandsbanki

66,1

63,3

66,2

 

Síminn

73,5

70,4

70,6

 

IKEA

76,4

78,0*

N/A

Arion banki

65,3

62,4

62,8

 

Vodafone

69,5

67,2

63,4

 

ELKO

76,2

72,8

N/A

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Penninn Eymundsson

75,3

73,2

71,2

Tryggingafélög

2021

2020

2019

 

Eldsneytisfélög

2021

2020

2019

 

Apótekarinn

75,1

74,4

74,0

Sjóvá

68,9

72,6*

67*

 

Costco bensín

 85,0*

85,8*

85,9*

 

Krónan

73,4

74,2

74,7

Vörður

66,5

65,3

62,4

 

Atlantsolía

 69,4

72,5

71,9

 

A4

72,8

72,8

70,5

TM

65,0

63,6

60,9

 

ÓB

 68,6

71,3

69,3

 

Lyfja

71,5

71,6

70,1

VÍS

62,8

60,9

60,1

 

Olís

 62,9

71,3

71,4

 

Vínbúðin

70,1

75,4

74,3

 

 

 

 

 

Orkan

 63,6

68,9

65,7

 

Rúmfatalagerinn

69,5

69,1

N/A

Raforkusölur

2021

2020

2019

 

N1

 63,3

63,9

64,6

 

Byko

68,3

68,2

71,3

Orka náttúrunnar

65,7

67,2

65,3

 

 

       

Bónus

68,2

68,4

68,6

HS Orka

65

63,5

62,7

 

Apótek

2021

2020

2019

 

Nettó

68,1

70,3

70,0

Orkusalan

62,7

62,2

64,1

 

Apótekarinn

75,1*

74,4

74,0*

 

Smáralind

67,8

71,6

N/A

 

 

 

 

 

Lyfja

71,5

71,6

70,1

 

Kringlan

66,1

70,7

N/A

Matvöruverslanir

2021

2020

2019

             

Costco

65,5

65,8

65,8

Krónan

73,4*

74,2*

74,7*

 

Raftækjaverslanir

2021

2020

2019

 

Húsasmiðjan

61,5

61,7

62,5

Nettó

68,1

70,3

70

 

Heimilistæki

79,2*

74,2

N/A

 

Pósturinn

54,1

56,6

46,7

Bónus

68,2

68,4

68,6

 

Elko

76,2

72,8

N/A

         

 

 

 

 

 

 

 

 

 

         

Byggingavöruverslanir

2021

2020

2019

 

Húsgagnaverslanir

2021

2020

2019

         

Byko

68,3*

68,2*

71,3*

 

IKEA

76,4*

78,0*

N/A

         

Húsasmiðjan

61,5

61,7

62,5

 

Rúmfatalagerinn

69,5

69,1

N/A

         

 

 

 

 

 

 

 

 

 

         

Ritfangaverslanir

2021

2020

2019

 

Verslunarmiðstöðvar

2021

2020

2019

         

Penninn Eymundsson

75,3

73,2

71,2

 

Smáralind

67,8

71,6

N/A

         

A4

72,8

72,8

70,5

 

Kringlan

66,1

70.7

N/A

         
                             


* Fyrirtæki sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein


Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:

  1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
  2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
  3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á http://stjornvisi.is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.


Nánari upplýsingar 
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, í síma 840 4990,  netfang: gunnhildur@stjornvisi.is
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents í síma 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.

 

 

Gunnhildur Arnardóttir

Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

Netfang: gunnhildur@stjornvisi.is

Sími: 533 5666 

Gsm: 840 4990

 

Innovation House, Eiðistorgi 13-15, Seltjarnarnesi

 

 

 

Framtíðir í febrúar. Fimm áhugaverð erindi um ólíkar framtíðaráskoranir.

Faghópur framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarsetur Íslands, Fast Future í Bretlandi og alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga The Millennium Project, standa fyrir fimm áhugaverðum og gjaldfrjálsum erindum í febrúar sem flutt verða á ensku.

Erindin verða fimmtudagana 3., 10., 17. og 24. febrúar kl. 09:00-09:45 og einnig verður aukaerindi laugardaginn 15. febrúar kl. 18:30-19:30.

Ein skráning gildir fyrir alla dagana, en skráningin fer fram á vefslóðinni:  https://fastfuture.com/events/

Við skráningu birtist Zoom slóð sem farið er inn á við upphaf erindanna.

Nánari upplýsingar gefa:

Karl Friðriksson – karlf@framtidarsetur.is/8940422

Sævar Kristinsson – skristinsson@kpmg.is/8242424

Fimmtud. 3. feb. kl. 09:00-09:45 - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir“ 

Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Fimmtud. 10. feb. kl. 09:00-09:45 - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“

Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta lífi einstaklinga, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

Laugard. 15. feb. kl. 18:30-19:30 - Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna.

         Athugið breyttan fundartíma, kl. 18:30 til 19:30.

The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings.

Sjá eftirfarandi lýsingu á efnistökum á ensku:

„In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.“

Fimmtud. 17. feb. kl. 09:00-09:45 - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“

Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gæti haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytingar og bálkakeðjutækni.

Fimmtud. 24. feb. kl. 09:00-09:45 - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýta  þætti og nýjar hugmyndir um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélag, heilsu, menntun og umhverfi, innviði samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin sem öll verða flutt á ensku.  Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér við að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans, Aftershocks and Opportunities 2, veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gætu komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.

 

Nú fer hver að verða síðastur: Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Nú fer hver að verða síðastur að tilnefna - frestur til að tilnefna rennur út 22. janúar 2022.
Til að tilnefna fyrir árið 2022 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2022 verða veitt í þrettánda sinn þann 15. febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 22. janúar 2022.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd. 
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2022 skipa eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf. 
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. 
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Nýárskveðja og áhugavert myndband

Gerd Leonhard er einn af áhugaverðari framtíðarfræðingum um þessar mundir. Á síðasta ári kynnti ég myndband sem hann lét frá sér sem hann nefndi The Good Future, sem við getum nefnt Góð framtíð. Nú um áramótin fylgdi hann þessu myndbandi eftir með öðru myndbandi þar sem undirtitillinn er Technology and Humanity. Þar leggur Gerd áherslu á þrjú atriði:

  • Stafrænar umbreytingar
  • Kolefnalosun
  • Siðbót

Um leið og ég læt vefslóðina fyrir myndbandið, færi ég ykkur nýárskveðju, framtíðin er björt,

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

https://www.youtube.com/watch?v=RksRJRdCu6Q 

Gleðilegt nýtt ár 2022

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið reynast ykkur gæfuríkt.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Baldur Vignir Karlsson, Falasteen Abu Libdeh, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Jón Gunnar Borgþórsson, Laufey Guðmundsdóttir, Ósk Heiða Sveinsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín og Steinunn Ketilsdóttir.

Árið sem er að líða og nýjar áskoranir

Til fróðleiks stóð faghópur framtíðarfræða fyrir um 20 viðburði á árinu sem er að líða. Um leið og ég þakka hópnum fyrir skemmtileg samskipti á árinu, þá sendi ég öllum ósk um velfarnaðar á nýju ári og hlakka til nýrra áskorana. Stjórn hópsins mun hittast snemma á nýju ári til að móta dagskrá um starfsemi hópsins. Endilega sendið okkur ábendingar um fróðleg og áhugaverð framtíðarmálefni sem hægt væri að fjalla um.

Fyrirliggur að í febrúar næstkomandi mun Framtíðarsetur Íslands og Fast Future í Bretlandi bjóða þátttakendum í faghópi framtíðarfræða og öðrum félögum í Stjórnvísi upp á fjögur áhugaverð erindi. Regnhlífaheiti erindanna er „Að huga að framtíðinni, leiðtoginn og mikilvægi innsýni hans.“

Frekari upplýsingar verða gefnar þegar nær dregur, en endilega skráið ykkur sem fyrst til þátttöku. Öll erindin byrjar kl 9:00 og gert er ráð fyrir að fyrirlestur og spjall á eftir taki um 45 mínútur. Um er að ræða eftirfarandi erindi og dagsetningar:

3. febrúar - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“

Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

10. febrúar - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“

Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta einstaklingslífi, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

17. febrúar - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“

Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gætu haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytinga og bálkakeðjutækni.

24. febrúar - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýtum þáttum og nýjum hugmyndum um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélags, heilsu, menntun og umhverfi, innviða samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin. Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans Aftershocks and Opportunities 2 veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gæti komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.

Erindin verða flutt á netinu í gegnum Zoom, en vefslóð verða send á þá sem skrá sig þegar nær dregur.

Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

 

12. desember 2021  10:00 - 11:30

 Fjarfundur Zoom
 Markþjálfun,

 

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Jólakveðja Stjórnvísi 2021!

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Baldur Vignir Karlsson, Falasteen Abu Libdeh, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Jón Gunnar Borgþórsson, Laufey Guðmundsdóttir, Ósk Heiða Sveinsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín og Steinunn Ketilsdóttir.

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar ætlar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi að fjalla um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun sé notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjálfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.
 

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir ætlar að fjalla um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

Hlekkur á TEAMS hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?