Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 12.febrúar 2024

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 þann 12.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15.  Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér. 

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar Stjórnvísi. 

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2024

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2024 skipa eftirtalin:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. 
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs. 
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf. og stjórnarkona. 
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. 
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024

Sex einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í fimmtánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf,   í flokki millistjórnenda þau Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia og Sigurður Böðvarsson framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í flokki frumkvöðla stofnendur Oculis þeir Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum  og Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræði.  Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun, þau hlaut  Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir símenntun. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.

 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justical

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

  

Hérna má nálgast nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Frétt á Viðskiptablaðinu  Frétt á Vísi  

 

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun

Aðalfundur faghóps um öryggisstjórnun verður haldinn mánudaginn 13 maí. Fundurinn verður haldinn á VOX Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Fjólu Guðjónsdóttur á fjola.gudjonsdottir@isavia.is

 

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar - Aðalfundur

Dagskrá fundar

Að fjárfesta í gervigreind til verðmætasköpunar. Dæmi um þróunina.  Róbert Bjarnason, Cittizens

Síðasta starfsár

Mótun stjórnar

Önnur mál

Farið inn á vefslóðina fyrir teams: 

Join the meeting now

 

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Aðalfundur fagshóps um breytingastjórnun verður haldinn 15. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar koma síðar.

Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Gná Guðjónsdóttir stjórnarmeðlimur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar kynnir faghópinn og fyrirlesarann og stýrir fundinum sem verður á Teams (hlekkur á fjarfundinn kemur inn hér daginn áður).

09:05-09:45 - Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?
Tengist ávinningur vottunar starfsmannahaldi, samkeppnishæfni, viðskiptavinum, ímynd, fjárhagslegri afkomu, bættu aðgengi að skjölum, bættu vinnulagi, betri nýtingu á aðföngum eða auðveldaði vottunin fyrir markaðs- og/eða kynningarstarfi hér á landi eða erlendis?

Kynntar verða niðurstöður MIS rannsóknar Elínar Huldar Hartmannsdóttur í upplýsingafræði hjá HÍ sem hún framkvæmdi vorið 2022. Hver var notkunin og hvaða ávinning töldu íslensk fyrirtæki og skipulagsheildir sig hafa af vottun á þremur stjórnunarkerfisstöðlum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

09:45 – 10:00 
 Umræður og spurningar

 

Um fyrirlesarann:

Elín Huld Hartmannsdóttir

Starfar sem gæða- og skjalastjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, var áður í um eitt ár hjá Isavia meðfram námi. Var einnig sumarstarfsmaður á skjalasafni Forsætisráðuneytisins á námstímanum.

Elín vann áður sem hársnyrtimeistari og rak eigið fyrirtæki í 17 ár en lagði skærin á hilluna í orðsins fyllstu merkingu árið 2015.

Hún útskrifaðist frá HÍ með MIS í upplýsingafræði haust 2022 og fékk leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðings og leyfisbréf kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í framhaldinu.

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúafjöldi í umdæmi embættisins er um 242.000. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Eldri viðburðir

Aðalfundur Stjórnvísi 2024 verður haldinn 8. maí kl.12:00-13:00.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2024-2025(26) frestur til framboðs rennur út 1. maí 2024.  Kosið verður um 1 sæti í stjórn og formann Stjórnvísi, alls 2 sæti.  

Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2024-2025:
Stefán Hrafn Hagalín formaður Stjórnvísi 2023-2024. Stefán hefur setið í stjórn Stjórnvísi undanfarin fjógur ár þar af eitt ár sem formaður. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn og getur setið í 2 ár að hámarki. 

Í stjórn eru 9 stjórnarmenn kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár.  Eftirtalin framboð eru komin sem ekki þarf að kjósa um og munu skipa stjórn Stjórnvísi 2024-2025

1.  Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel, formaður faghóps um upplýsingaöryggi (2023-2025)

2.  Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025) kostin í stjórn (2022-2024)

3. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025) og  (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)

4. Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2025)

5. Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar (2024-2025) og (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)

6. Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi  (2024-2025) kosin í stjón (2022-2024) 

7. Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2025) 

Kosið verður um eitt sæti í stjórn Stjórnvísi.  Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:

 
1. Matthías Ásgeirsson, VSÓ - formaður og stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun. 
2. Sunna Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhjálpar og formaður faghóps um mannauðsstjórnun. 

Kosið verður í fagráð félagsins.

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram: 

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2025-2027)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2025-2027

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

 

Heilsuefling á vinnustað - Reykjavíkurborg og Isavia

Við heyrum frá tveimur vinnustöðum - Hvað er verið að gera í heilsueflingu? 

Hér má finna hlekk á viðburðinn 

Að þessu sinni fáum við fréttir af nýrri heilsustefnu Reykjavíkurborgar og því sem er helst á döfinni hjá Isavia í heilsueflingu.

Heilsustefna fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg var í fyrsta sinn samþykkt haustið 2023. Stefnan gildir fyrir alla 11.000 starfsmenn borgarinnar og er undirstefna gildandi mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar, þar sem leiðarljósin eru m.a. að vera mannvæn, traust og samræmd. 

Framtíðarsýn heilsustefnunnar er að Reykjavíkurborg sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk finnur með áþreifanlegum hætti að vinnustaðnum er annt um heilsu þeirra og vellíðan. Vinnustaðurinn sýnir þessa umhyggju í verki með fjölbreyttum leiðum sem fela í sér hvatningu, stuðning, fræðslu og forvarnir. Lögð er áhersla á bæði líkamlega, andlega og félagslega heilsu, meðal annars gegnum þrjár grunnstoðir heilsu; hreyfingu, næringu og svefn. Jafnræði ríkir í aðgengi starfsfólks að heilsueflandi úrræðum og aðstæðum.  Fyrstu aðgerðirnar byggt á heilsustefnunni tóku gildi í byrjun árs 2024 en stefnt er að því að innleiða áframhaldandi aðgerðir og úrræði næstu árin.

Fyrirlesari:

Ásta Bjarnadóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg.

 

Isavia er 1400 manna vinnustaður og leggur ríka áherslu á líkamlega, andlega og félagslega heilsu starfsmanna sinna og að vinnuumhverfi og aðbúnaður séu eins og best verður á kosið. Isavia er bæði annt um heilsu og öryggi starfsmanna sinna og vill efla meðvitund starfsfólks um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu líferni. Í erindinu verður greint frá heilsueflandi úrræðum sem starfsfólk hefur aðgengi að.

 Fyrirlesari:

Margrét Theodórsdóttir mannauðsráðgjafi Isavia.

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Framtíðarvika í Kanada á netinu - Fjöldi viðburða 7 til 9 maí

Framtíðarvika Kanada (Future week) verður dagana 7 og 9 maí næstkomandi. Um er að ræða árlegan viðburð, þar sem hver og einn getur tekið þátt í ólíkum viðburðum þar sem rýnt verður í tækifæri og áskoranir, sem geta umbreytt viðhorfum og stöðu okkar.  Eins og fyrr segir er Framtíðarvikan er opin hverjum sem er sem, hvort heldur fólki úr opinbera geiranaum eða úr einkageiranum. Um er að ræða samtal um hvað sé við handan morgundagsins. Skoðið þessa vefslóð og skráið ykkur á þá viðburði sem þið hafið áhuga á.

Futures Week 2024 (canada.ca)

Karl Friðriksson, faghópur framtíðarfræða og gervigreindar.

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun og ISO staðla verður haldinn mánudaginn 6. maí kl. 12.30-13:30 að Digranesvegi 1 (Kópavogsbær)

 

Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar:

  1. Framsaga formanns – um starf ársins
  2. Umræður um starf ársins, hvað var vel heppnað, hvað má gera betur?
  3. Kosning til stjórnar
  4. Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar
  5. Önnur mál

 

Stjórn faghóps hittist að lágmarki tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins. Sjá nánar um hópinn hér: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/gaedastjornun 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst til formanns félagsins á sigurdurao@kopvogur.is

Fundarstjóri er Sigurður Arnar Ólafsson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?