Gæðastjórnun og ISO staðlar

Gæðastjórnun og ISO staðlar

Faghópurinn um gæðastjórnun og ISO staðla vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun, ISO stöðlum og öðrum tengdum stöðlum, svo og faggildri vottun.

Hópurinn stuðlar einnig að tengslamyndun og miðlun á reynslu þeirra sem starfa að málum tengdum stjórnun innan fyrirtækja eða stofnana.

Stjórn hópsins skipuleggur fundi þar sem fengnir eru fyrirlesarar sem hafa framsögu um málefni sem áhugavert er að ræða í tengslum við gæðastjórnun eða staðla. Einnig eru rædd þau viðfangefni sem koma upp og ábendingar um leiðir til að leysa þau. Hópurinn er samheldinn og innan hans ríkir trúnaður og traust.

Ennfremur skipuleggur stjórn hópsins ráðstefnur um ýmis málefni tengdum gæðastjórnun og stöðlum, gjarnan í samstarfi við aðra faghópa.

Faghópafundir eða ráðstefnur nýtast bæði byrjendum í heimi gæðastjórnunar og staðla og þeim sem lengra eru komnir allt eftir efni funda eða ráðstefna.   

Stjórnunarkerfi

Stjórnunarkerfi, þ.m.t. gæðastjórnunarkerfi, felst í aðgerðum sem fyrirtæki eða skipulagsheild beitir til þess að greina markmið sín og ákvarða þá ferla og auðlindir sem þarf til þess að ná þeim árangri sem sóst er eftir. Hina ýmsu hluta stjórnunarkerfis skipulagsheildarinnar má sameina í eitt stjórnunarkerfi. Hér má nefna sem dæmi gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 og ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi. 

Almennt um gæðastjórnun

Gæðastjórnun er aðferðafræði við stjórnun fyrirtækja sem hefur þróast frá því að vera einföld stýring á framleiðslu yfir í að taka á öllum hliðum rekstrar óháð eðli fyrirtækisins. Hugmyndafræðin byggir á því að hafa þarfir hagsmunaaðila ávallt að leiðarljósi og reyna sífellt að gera betur, breyta og bæta.

Saga gæðastjórnunar er rakin til nokkurra Bandaríkjamanna og frumkvöðlastarfs þeirra um miðja síðustu öld. Má þar helst telja þá Walter Shewarth, Armand V. Feigenbaum, Josep M. Juran og W. Edwards Deming sem lögðu grunn að gæðastjórnunarfræðunum eins og við þekkjum þau í dag.

Á meðan sum fyrirtæki leggja áherslu á alhliða gæðastjórnun (e. Total Quality Management), þar sem ýmsum verkfærum gæðastjórnunar er beitt, styðjast önnur við alþjóðlegan staðal um gæðastjórnun, ISO 9001, við uppbyggingu gæðakerfa. 

Gæðastjórnun tengist náið ýmsum aðferðafræðum s.s. Lean - straumlínustjórnun, verkefnastjórnun og stefnumótun þar sem beita þarf öllum þessum aðferðum að einhverju leyti ef ná á árangri með gæðastjórnun.

Það að innleiða gæðastjórnun er stefnumótandi ákvörðun um langtímaviðfangsefni sem krefst stuðnings allra stjórnenda fyrirtækis. Gæðastjórnun má innleiða í hvaða fyrirtæki eða stofnun sem er með því að aðlaga hugmyndafræðina að stærð og starfsemi fyrirtækis. Leiðarljósið er ávallt það sama, að bæta frammistöðuna og að auðvelda fyrirtækinu að ná markmiðum sínum.

Viðburðir

Aðalfundur ISO Gæðastjórnun

Teamsfund er hér
Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 14. apríl klukkan 10:45 til 11:30

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

 

Teamsfund er hér

SL lífeyrissjóður - vegferðin að vottun sjóðsins samkvæmt ISO 27001, 9001 og umhverfisstaðlinum 14001.

Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams
SL lífeyrissjóður hefur einkum á síðustu árum unnið að og lagt mikla áherslu á gæðastarf sjóðsins þar sem mjög góður árangur hefur náðst. SL er eini lífeyrissjóðurinn sem hefur náð alþjóðlegri faglegri vottun á Íslandi, með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 sem er umhverfisstaðal og kemur m.a. að fjárfestingum sjóðsins.  Vitað er að fáir evrópskir lífeyrissjóðir hafa náð samskonar árangri. Sjóðurinn hefur skilað einna hæstu raunávöxtun fyrir sína sjóðfélaga yfir langt tímabil sem er afurð mikils umbótarvilja og vandaðrar vinnu. Við síðustu úttekt BSI á Íslandi komu fram engin frávik né ábendingar frá úttektaraðila, á öllum þremur stöðlum, og því gæti leynst eitthvað áhugavert í kynningu sjóðsins.

 

Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri, fjallar um vegferð sjóðsins að vottununum þremur. Auk þess mun Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi Viti ráðgjöf, fjalla um vinnuna frá sjónarhóli ráðgjafa og verkefnastjóra, en hann hefur tekið þátt í vegferð SL frá upphafi

 

Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams

 

Hvernig vinnur maður með áhættuþættina?

Click here to join the meeting
Kem inná: áhættuvalda, áhættu, áhættugreiningu, áhættumat, rótargreiningu (RCA), stjórnunarkerfi, ISO 31000, áhættumeðferð og áhættuleif.

 

Sveinn V Ólafsson, 

Ráðgjafi hjá Jensen ráðgjöf

 

Microsoft Teams meeting

 

Join on your computer, mobile app or room device

 

Click here to join the meeting

 

Fréttir

Ný stjórn hjá ISO Gæðastjórnun

Aðalfundur var haldinn í dag þar sem ný stjórn var kosin:

Formaður:

Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri hjá Kópavogsbær 

Meðstjórnendur eru:

Eygló Hulda Valdimarsdóttir, Gæðastjóri hjá HS Veitur

Arngrímur Blöndahl, Gæðastjóri hjá Staðlaráð Íslands.

Jóna Björg Magnúsdóttir, Gæðastjóri hjá Seðlabanki Íslands

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Gæðastjóri hjá Reykjanesbær

Maria Hedman, Vörstjóri hjá Origo

Gná Guðjónsdóttir,  Framkvæmdastjóri hjá Versa Vottur

Einar Bjarnason, Gæðastjóri hjá Límtré Virnet

Áhugaverð viðburð hjá Origo - Áskoranir gæðastjóra á tímum fjarvinnu (vefvarp)

Rannsóknablaðamaðurinn Geoff White rýnir inn í COVID breytta framtíð? 

Staðlar og lög á borð við ISO og GDPR hafa hjálpað fyrirtækjum og stofnunum tryggja öryggi upplýsinga og gæða með eftirliti og stöðugum umbótum.

Það hefur einnig skapað ákveðnar áskoranir, svo sem að tryggja skjalafestingu og hlítingu krafna. COVID-19 faraldurinn hefur skerpt á þessu því ófyrirséðar breytingar í vinnuumhverfinu, með mikilli aukningu í heimavinnu, hefur bæði kallað á aukningu í skýjaþjónustu en líka breytingum á verklagi.

Hvert mun breyttur heimur leiða okkur?

Nýjar lausnir, ný hugsun og ný vinnubrögð hafa litið dagsins ljós úr óreiðu heimsfaraldursins og munu án efa fylgja okkur áfram þegar honum lýkur. Allt lítur út fyrir aukna notkun skýjaþjónusta, snjalltækja eða AGILE eða LEAN vinnubragða sem munu skapa ný álitaefni og umræðu í heimi gæðastjórnunar. Rannsóknablaðamaðurinn og rithöfundurinn Geoff White, sem hefur sérhæft sig í tæknibreytingum á tímum COVID-19, mun í vefvarpinu ræða helstu áskoranir þeirra sem vinna að gæðamálum og hvert við munum stefna í þeim efnum.

Dagsetning: 17. mars kl. 09:00 (vefvarp)

Nánari upplýsingar og skráning hér. 

Innleiðing á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis ISO27001, hvað svo? Ásamt reynslusögu frá Landsneti.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi og formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands um upplýsingaöryggi og persónuvernd fjallaði um helstu atriði sem hafa þarf í huga við innleiðingu á ISO staðlinum, að starfrækja stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi og almennt um staðla á þessu sviði.

Ásmundur Bjarnason, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Landsneti sagði frá nýlegri vottun á ISO 27001 hjá fyrirtækinu og hvernig hefur tekist að bæta öryggismál og menningu á þessari vegferð.

Stjórn

Sigurður Arnar Ólafsson
Gæðastjóri -  Formaður - Kópavogsbær
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir
Arngrímur Blöndahl
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Staðlaráð Íslands
Einar Bjarnsaon
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Límtré Vírnet ehf
Eygló Hulda Valdimarsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - HS Veitur hf.
Gná Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Versa Vottun
Jóna Björg
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Seðlabanki Íslands
Maria Hedman
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Origo
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?