Gæðastjórnun og ISO staðlar

Gæðastjórnun og ISO staðlar

Faghópurinn um gæðastjórnun og ISO staðla vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun, ISO stöðlum og öðrum tengdum stöðlum, sem og faggildri vottun.

Markmið faghópsins

  • Auka skilning og notkun stjórnunarkerfisstaðla og tengdra staðla m.a. til að: stuðla að aukinni ánægju hagaðila, uppfylla kröfur, auka framleiðni, skilvirkni og árangur skipulagsheilda.
  • Lagt er upp með að bjóða upp á fyrirlestra og aðra viðburði til að auka kunnáttu, færni í gæðastjórnun og stjórnunarkerfum.
  • Stuðla að tengslamyndun og miðlun á reynslu og þekkingu.

Stjórn hópsins skipuleggur fundi og ráðstefnur þar sem fengnir eru fyrirlesarar sem hafa framsögu um málefni sem áhugavert er að ræða í tengslum við gæðastjórnun, stjórnunarkerfi eða staðla, gjarnan í samstarfi við aðra faghópa. Einnig eru rædd þau viðfangefni sem koma upp og ábendingar um leiðir til að leysa þau. 

Faghópafundir eða ráðstefnur nýtast bæði byrjendum í heimi gæðastjórnunar og staðla og þeim sem lengra eru komnir.

Umfang faghópsins

Umfang faghópsins snýr að gæðastjórnun og látum við okkur varða ISO stjórnunarkerfisstaðla sem og aðra staðla sem þeim tengjast og eru vottunarhæfir.  Faghópurinn leggur áherslu á þá þætti sem eru sameiginlegir/eins í öllum stjórnunarkerfunum ásamt því að auka vitund og virkni starfsfólks.

Við hvetjum alla sem hafa hugmyndir að fyrirlestrum og erindum sem styðja markmið og umfang faghópsins til að hafa samband við stjórnarmeðlimi hópsins.

Stjórnunarkerfi

Stjórnunarkerfi, þ.m.t. stjórnunarkerfi gæða, innibera aðgerðir sem skipulagsheildir beita til þess að m.a. skilgreina stefnu og markmið, skilgreina kröfur, stýra áhættu, ákvarða ferla og auðlindir sem þarf til þess að ná þeim árangri sem sóst er eftir. Allir svo kallaðir ISO stjórnunarkerfisstaðlar (e. ISO management systems standards) eru byggðir upp á sama hátt og þá má því sameina að stóru leyti í eitt stjórnunarkerfi og spara með því umtalsverðan kostnað og auka skilvirkni. Þeir stjórnunarkerfisstaðlar sem hér um ræðir eru:

- Stjórnunarkerfi gæða, samkvæmt ISO 9001
- Stjórnunarkerfi umhverfismála, samkvæmt ISO 14001
- Stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis, samkvæmt ISO 27001, einnig má tengja við þennan staðal öryggisaðferðir persónuverndar ISO 27701
- Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað, samkvæmt ISO 45001
- Stjórnunarkerfi jafnlauna, samkvæmt IST 85, séríslenskur staðall sem er að mestu leyti byggður eftir ISO 9001 staðlinum.
Til eru fleiri staðlar sem tengja má við áðurnefnda staðla með sama hætti nefndur ISO 27701 en þeir verða ekki taldir upp hér.

Almennt um gæðastjórnun

Gæðastjórnun er aðferðafræði við stjórnun fyrirtækja sem hefur þróast frá því að vera einföld stýring á framleiðslu yfir í að taka á öllum hliðum rekstrar óháð eðli fyrirtækisins. Hugmyndafræðin byggir á því að hafa þarfir hagsmunaaðila ávallt að leiðarljósi og reyna sífellt að gera betur, breyta og bæta.

Saga gæðastjórnunar er rakin til nokkurra Bandaríkjamanna og frumkvöðlastarfs þeirra um miðja síðustu öld. Má þar helst telja þá Walter Shewarth, Armand V. Feigenbaum, Josep M. Juran og W. Edwards Deming sem lögðu grunn að gæðastjórnunarfræðunum eins og við þekkjum þau í dag.

Á meðan sum fyrirtæki leggja áherslu á alhliða gæðastjórnun (e. Total Quality Management), þar sem ýmsum verkfærum gæðastjórnunar er beitt, styðjast önnur við alþjóðlegan staðal um gæðastjórnun, ISO 9001, við uppbyggingu gæðakerfa. 

Gæðastjórnun tengist náið ýmsum aðferðafræðum s.s. Lean - straumlínustjórnun, verkefnastjórnun og stefnumótun þar sem beita þarf öllum þessum aðferðum að einhverju leyti ef ná á árangri með gæðastjórnun.

Það að innleiða gæðastjórnun er stefnumótandi ákvörðun um langtímaviðfangsefni sem krefst stuðnings allra stjórnenda fyrirtækis. Gæðastjórnun má innleiða í hvaða fyrirtæki eða stofnun sem er með því að aðlaga hugmyndafræðina að stærð og starfsemi fyrirtækis. Leiðarljósið er ávallt það sama, að bæta frammistöðuna og að auðvelda fyrirtækinu að ná markmiðum sínum. 

Viðburðir

Faggilding - Fagmennska og traust - Faggildingarsvið Hugverkastofu

Join the meeting now

Á fundinum munu Sólveig Ingólfsdóttir sviðsstjóri faggildingarsviðs og Guðrún Rögnvaldardóttir starfsmaður faggildingarsviðs ræða um starfsemi sviðsins og mikilvægi faggildingar fyrir vottanir á Íslandi.

Fundinum er ætlað að höfða til faggiltra aðila jafnt sem notendur þjónustu faggiltra aðila.

Áherslur:

  • Stutt kynning á fagildingarsviðinu og starfsmönnum þess
  • Ábyrgð og hlutverk og  faggildingarsviðs Hugverkastofu, samstarfið við Swedac og hvernig virkar faggildingin á alþjóðavísu.
  • Þjónusta faggildarsviðsins við vottunaraðila með séstaka áherslu á stjórnunarkerfi.
  • Helstu áskoranir á næstu misserum.
  • Starfsumhverfi og skyldur faggiltra vottunaraðila gagnvart faggildarsviði annarsvegar og þeim sem eru í vottunarúttektum hins vegar.
    • Rætt verður um  þær kröfur sem faggildingarsviðið gerir til  faggiltra aðila meðal annars í gegnum staðla og hvers er ætlast til af faggiltum aðilum gagnvart sem þeir eru með í vottunarferli.

Umræður

Aðalfundur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar verður haldinn í fjarfundi (Teams) 5. maí kl. 12.00-13:00 

Hér er: Tengill á fundinn  

Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar: 

  • Framsaga formans - um starf ársins
  • Umræður um starf ársins
  • Kosning til stjórnar / upplýsingar um nýja stjórn fyrir tímabilið 2025-2026
  • Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar 
  • Önnur mál 

Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins

Join the meeting now

Faghópar Stjórnvísi - Gæðastjórnun og ISO staðlar og Breytingastjórnun, kynna spennandi viðburð „Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins“ .

 Á þessum fjarfundi kemur fyrst fram Helga Franklínsdóttir, frá EFLU, sem segir nokkrar áhugaverðar reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Helga mun einnig fjalla um breytingar þar sem mismunandi fyrirtækjamenning og áhrif hennar á innleiðingu breytinga kemur við sögu. 

 Síðan mun Ágúst Kristján Steinarrsson, frá Vita ráðgjöf, tengja sögu Helgu við hugmyndafræði breytingastjórnunar og jafnframt kröfur ISO staðalsins um breytingastjórnun. Þannig er erindið ekki eingöngu að horfa kerfislægt á breytingar í gæðaumhverfi, heldur einni mannlegar - sem skipta gjarnan höfuðmáli.

Fyrirlesarar:

Helga Franklínsdóttir

Helga lauk M.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og B.Sc. prófi í líffræði frá Auburn University Montgomery árið 2012. Hún hefur langa starfsreynslu úr framleiðsluiðnaði og innleiðingu breytinga, bæði á Íslandi og erlendis. Áður en hún starfaði hjá Marel starfaði hún í um 4 ár hjá Icelandic Group í gæðamálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði hjá Marel í um 7 ár í alþjóðlegu hlutverki varðandi innleiðingar og umbætur en starfar nú hjá EFLU Verkfræðistofu, þar sem hún er fyrirliði yfir teyminu gæði og umbætur. Í því hlutverki vinnur hún með innleiðingar og breytingarstjórnun.
Helga hefur mikla reynslu í verkefnastjórnun, breytingarstjórnun, innleiðingu nýrra kerfa og að búa til ferla. Sú dýrmæta reynsla nýtist henni vel í hennar núverandi starfi hjá EFLU. Helga er einnig hluti að faghópnum breytingarstjórnun hjá Stjórnvísi.

 Ágúst Kristján Steinarrsson

Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum, verkefnastjórn og fræðslu. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi.
Á 20 árum hefur Ágúst fengist við hvert umbótaverkefnið á fætur öðru, stórt sem smátt og þannig hefur skapast djúp þekking og skilningur á lyklum til árangurs. Með tímanum varð til hugmyndafræði sem er í dag leiðarljós í öllum hans störfum auk þess sem hann kennir hana í Opna háskólanum og víðar.
Í dag er Ágúst stjórnunarráðgjafi í breytingum þar sem hann vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að raunverulegum umbótum og lausnum sem lyfta upp vinnustöðum. Hann leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skapandi, praktískum og skipulögðum vinnubrögðum.

 

Fréttir

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar starfsárið 2024-2025

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar fyrir starfsárið 2024/2025 var haldinn 5. maí 2025 síðastliðinn.  

Starfsárið 2024-2025

Starfsárið 2024-2025 var gert upp, lærdómar dregnir og farið yfir hugmyndir að viðburðum næsta árs. 

  • Haldnir voru 4 viðburðir á tímabilinu og var heildarfjöldi þátttakenda á þeim 342 sem var aukning frá síðasta tímabili um 49 þátttakendur frá fyrra tímabili. 

  • Meðal NPS (Net Promoter Score) einkunn viðburða var með ágætum eða 49,5. 

  • Það fjölgaði í faghópnum frá síðasta tímabili úr 763 í 818 sem er einkar ánægjulegt. 

 

Stjórnarkjör

Eftirfarandi hættu í stjórn og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf: 

  • Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir - Reykjanesbær.  

  • Eygló Hulda Valdimarsdóttir - HS Veitur hf.   

  • Gná Guðjónsdóttir - Versa Vottun. 

Samþykktir voru þrír nýir stjórnarmenn. Þeir eru:  

  • Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun  

  • Telma B. Kristinsdóttir -  Sýni  

  • Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting 

 

Sigurður Arnar Ólafsson gaf kost á sér áfram sem formaður og var tillagan samþykkt samhljóða. Þetta er þriðja ár Sigurðar sem formaður. 

Stjórn 2025 – 2026 lítur þá þannig út: 

  • Sigurður Arnar Ólafsson - formaður.  

  • Anna Beta Gísladóttir – Ráður ehf.  

  • Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun.  

  • Arngrímur Blöndahl - Staðlaráð Íslands.  

  • Einar Bjarnason - Límtré Vírnet ehf.   

  • Telma B. Kristinsdóttir -  Sýni.  

  • Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting. 


Önnur mál

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var ákveðin 23. maí næstkomandi en þar verður starf faghópsins næsta tímabil rætt nánar. 

Engin "önnur mál" rædd á fundinum. 

Gæðastjórnun – hvað kostar? - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Einar Guðbjartsson dósent í viðskiptafræðideild flytur áhugavert erindi um gæðastjórnun með fræðilegri nálgun, hvernig hægt er að reikna kostnað og ábata af gæðastjórnunarkerfum.  Erindi þetta getur stuðlað að betri sýn á gæðastjórnun, þá sérstaklega á hagrænt gildi í rekstri.  

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Við innleiðingu á gæðastjórnun þá er vænst að hagnaður og eða ánægja viðskiptavina aukist. Ekki er alltaf auðvelt að reikna hver er í raun ávinningur af gæðastjórnunarkerfum sem hafa verið innleidd í fyrirtækinu.

Samhliða þróun á gæðastjórnun þá komu til skjalanna staðlar (ISO-staðlar) sem hafa treyst gæðastjórnun í sessi, sem hluti að stjórnunarkerfi fyrirtækja og góðum stjórnarháttum. Sá staðall sem er hvað einna mest þekktur er ISO-9001 og fjallar meðal annars um ánægju viðskiptavinar með keypta vöru eða þjónustu. Þar nálgumst við skilgreiningu á gæði.

Flytjandi erindisins: Einar Guðbjartsson - Dósent | Háskóli Íslands 

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: Gæðastjórnun – hvað kostar? • Submission 83 • Þjóðarspegillinn 2024

Ávinningur af stjórnkerfisstöðlunum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001 - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001. 

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.

Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454

Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.

 

Stjórn

Sigurður Arnar Ólafsson
Gæðastjóri -  Formaður - Kópavogsbær
Anna Beta Gísladóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - Ráður
Anna Guðrún Ahlbrecht
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Náttúrufræðistofnun
Arngrímur Blöndahl
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Staðlaráð Íslands
Einar Bjarnsaon
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Límtré Vírnet ehf
Telma Björg Kristinsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Sýni ehf.
Þóra Kristín Sigurðardóttir
Stjórnunarráðgjafi -  Stjórnandi - HSE Consulting
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?