Gæðastjórnun og ISO staðlar

Gæðastjórnun og ISO staðlar

Faghópurinn um gæðastjórnun og ISO staðla vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun, ISO stöðlum og öðrum tengdum stöðlum, sem og faggildri vottun.

Markmið faghópsins

  • Auka skilning og notkun stjórnunarkerfisstaðla og tengdra staðla á Íslandi m.a. til að stuðla að aukinni ánægju hagaðila, uppfylla kröfur, auka framleiðni, skilvirkni og árangur skipulagsheilda með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fagfólki, fyrirtækjum, stofnunum og háskólum tengt gæðastjórnun og stjórnunarkerfum.
  • Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra og aðra viðburði sem gefa þátttakendum aukna kunnáttu, færni og innsæi í gæðastjórnun, stjórnunarkerfi og almenna þekkingu í notkun staðla sem nýtist í starfi.
  • Stuðla að tengslamyndun og miðlun á reynslu þeirra sem starfa að málum tengdum gæðastjórnun og stjórnunarkerfum innan skipulagsheilda.

Stjórn hópsins skipuleggur fundi þar sem fengnir eru fyrirlesarar sem hafa framsögu um málefni sem áhugavert er að ræða í tengslum við gæðastjórnun, stjórnunarkerfi eða staðla. Einnig eru rædd þau viðfangefni sem koma upp og ábendingar um leiðir til að leysa þau. Ennfremur skipuleggur stjórn hópsins ráðstefnur um ýmis málefni tengdum gæðastjórnun og stöðlum, gjarnan í samstarfi við aðra faghópa.

Faghópafundir eða ráðstefnur nýtast bæði byrjendum í heimi gæðastjórnunar og staðla og þeim sem lengra eru komnir allt eftir efni funda eða ráðstefna.   

Umfang faghópsins

Umfang faghópsins snýr að  almennri gæðastjórnun en jafnframt látum við okkur varða ISO stjórnunarkerfisstaðla sem og aðra staðla sem þeim tengjast og eru vottunarhæfir.  Faghópurinn leggur áherslu á þá þætti sem eru sameiginlegir/eins í öllum stjórnunarkerfunum ásamt því að auka vitund og virkni starfsfólks.

Við hvetjum alla sem hafa hugmyndir að fyrirlestrum og erindum sem styðja markmið og umfang faghópsins til að hafa samband við stjórnarmeðlimi hópsins.

Stjórnunarkerfi

Stjórnunarkerfi, þ.m.t. stjórnunarkerfi gæða, innibera aðgerðir sem skipulagsheildir beita til þess að m.a. skilgreina stefnu og markmið, skilgreina kröfur, stýra áhættu, ákvarða ferla og auðlindir sem þarf til þess að ná þeim árangri sem sóst er eftir. Allir svo kallaðir ISO stjórnunarkerfisstaðlar (e. ISO management systems standards) eru byggðir upp á sama hátt og þá má því sameina að stóru leyti í eitt stjórnunarkerfi og spara með því umtalsverðan kostnað og auka skilvirkni. Þeir stjórnunarkerfisstaðlar sem hér um ræðir eru:

- Stjórnunarkerfi gæða, samkvæmt ISO 9001
- Stjórnunarkerfi umhverfismála, samkvæmt ISO 14001
- Stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis, samkvæmt ISO 27001, einnig má tengja við þennan staðal öryggisaðferðir persónuverndar ISO 27701
- Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað, samkvæmt ISO 14001
- Stjórnunarkerfi jafnlauna, samkvæmt IST 85, séríslenskur staðall sem er að mestu leyti byggður eftir ISO 9001 staðlinum.
Til eru fleiri staðlar sem tengja má við áðurnefnda staðla með sama hætti nefndur ISO 27701 en þeir verða ekki taldir upp hér.

Almennt um gæðastjórnun

Gæðastjórnun er aðferðafræði við stjórnun fyrirtækja sem hefur þróast frá því að vera einföld stýring á framleiðslu yfir í að taka á öllum hliðum rekstrar óháð eðli fyrirtækisins. Hugmyndafræðin byggir á því að hafa þarfir hagsmunaaðila ávallt að leiðarljósi og reyna sífellt að gera betur, breyta og bæta.

Saga gæðastjórnunar er rakin til nokkurra Bandaríkjamanna og frumkvöðlastarfs þeirra um miðja síðustu öld. Má þar helst telja þá Walter Shewarth, Armand V. Feigenbaum, Josep M. Juran og W. Edwards Deming sem lögðu grunn að gæðastjórnunarfræðunum eins og við þekkjum þau í dag.

Á meðan sum fyrirtæki leggja áherslu á alhliða gæðastjórnun (e. Total Quality Management), þar sem ýmsum verkfærum gæðastjórnunar er beitt, styðjast önnur við alþjóðlegan staðal um gæðastjórnun, ISO 9001, við uppbyggingu gæðakerfa. 

Gæðastjórnun tengist náið ýmsum aðferðafræðum s.s. Lean - straumlínustjórnun, verkefnastjórnun og stefnumótun þar sem beita þarf öllum þessum aðferðum að einhverju leyti ef ná á árangri með gæðastjórnun.

Það að innleiða gæðastjórnun er stefnumótandi ákvörðun um langtímaviðfangsefni sem krefst stuðnings allra stjórnenda fyrirtækis. Gæðastjórnun má innleiða í hvaða fyrirtæki eða stofnun sem er með því að aðlaga hugmyndafræðina að stærð og starfsemi fyrirtækis. Leiðarljósið er ávallt það sama, að bæta frammistöðuna og að auðvelda fyrirtækinu að ná markmiðum sínum.

Viðburðir

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

 

You're invited to a Teams meeting! Stjórnvísi - ISO staðlar og gæðastjórnun https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YTk3MWFkMDQtM2UxNC00YzM2LTk5NDMtNmRjYTRhMmJmZmU0%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

LímtréVírnet býður upp á létta morgunhressingu milli 8:30 og 8:45 fyrir þá sem vilja mæta snemma og rækta tengslanetið.

Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leitnin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við situm uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.

Viðburðurinn er samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu í framhaldi af þeim þar sem þátttakendur fá að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum verður skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpar ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fer yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Viðburðurinn verður haldinn í Glæsibæ, sem er ein af kennslustofunum hjá IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. 

Hlökkum til að sjá þig :)

Að ná fólkinu með sér í innleiðingu gæðastjórnunar - staðarfundur

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar mun fjalla um innleiðingu gæðastjórnunar á þessum fundi, en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.

Þetta er staðbundinn fundur hjá Origo, sem býður upp á léttan morgunverð.

Fundurinn verður ekki í beinni að þessu sinni, en verður tekinn upp og sendur út í kjölfarið á samfélagsmiðlum.

Um fyrirlesarann:

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Fréttir

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.  Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Mikill áhugi á gæðamálum - vel sóttur fundur í Origo.

Í morgun fjallaði Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar um innleiðingu gæðastjórnunar en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.  Fundurinn sem haldinn var hjá Origo var einstaklega vel sóttur. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á facebooksíðu Stjórnvísi.  Hérna má sjá myndir af fundinum: 

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

Ný stjórn hjá ISO Gæðastjórnun

Aðalfundur var haldinn í dag þar sem ný stjórn var kosin:

Formaður:

Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri hjá Kópavogsbær 

Meðstjórnendur eru:

Eygló Hulda Valdimarsdóttir, Gæðastjóri hjá HS Veitur

Arngrímur Blöndahl, Gæðastjóri hjá Staðlaráð Íslands.

Jóna Björg Magnúsdóttir, Gæðastjóri hjá Seðlabanki Íslands

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Gæðastjóri hjá Reykjanesbær

Maria Hedman, Vörstjóri hjá Origo

Gná Guðjónsdóttir,  Framkvæmdastjóri hjá Versa Vottur

Einar Bjarnason, Gæðastjóri hjá Límtré Virnet

Stjórn

Sigurður Arnar Ólafsson
Gæðastjóri -  Formaður - Kópavogsbær
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir
Arngrímur Blöndahl
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Staðlaráð Íslands
Einar Bjarnsaon
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Límtré Vírnet ehf
Eygló Hulda Valdimarsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - HS Veitur hf.
Gná Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Versa Vottun
Jóna Björg
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Seðlabanki Íslands
Maria Hedman
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Origo
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?