Markþjálfun

Markþjálfun

Markþjálfun (coaching) hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd árangursrík aðferðafræði.

Teymisþjálfun (team coaching) er tiltölulega ný grein innan markþjálfunar og er hún í örum vexti. 

Hraði, breytingar, áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Þar kemur markþjálfun að góðum notum. Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að setja sér markmið og framfylgja þeim.

Markþjálfar sérhæfa sig á ólíkum sviðum innan markþjálfunar s.s. stjórnun af hvaða tagi sem er, heilsu, fjármálum, sjálfeflingu, ADHD og innan skólakerfisins.

Fyrirkomulag starfs faghóps um markþjálfun er þannig að á hverjum viðburði er tekið fyrir málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir.

Á Íslandi er starfandi eitt félag markþjálfa. ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið viðurkenndu markþjálfanámi skv. alþjóðlegum og evrópskum stöðlum. Nánari upplýsingar: www.icficeland.is 

Viðburðir á næstunni

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Fréttir

Aðalfundur og ný stjórn faghóps markþjálfunar

Aðalfundur faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi 

Föstudaginn 9. Maí 2025 kl 10:00 á heimaslóðum Lotu

Dagskrá aðalfundar: 

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár 

  1. Kosning stjórnar 

  1. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs 

  1. Önnur mál

Fundargerð: 

  1. Ásta fór yfir skýrslu stjórnar starfsárið 2024-2025: 

Haldnir voru sex stjórnarfundir á Teams og hisst var þrisvar sinnum í raunheimum. 

Haldnir voru 14 viðburðir að þessum meðtöldum. Stjórnarmenn skiptu með sér ábyrgð og umsjón með viðburðum. 

  1. Kosning stjórnarmanna 

Núverandi stjórnarmeðlimir 

  • Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, formaður, segir af sér 

  • Trausti Björgvinsson, segir af sér 

  • Lilja Gunnarsdóttir, gefur kost á sér áfram  

Borist hafa 5 ný framboð 

  • Áslaug Guðjónsdóttir, Reykjanesbæ 

  • Anna Claessen, sjálfstætt starfandi 

  • Anna Maria Þorvaldsdóttir, Kópavogsbæ 

  • Anna, Lýsi 

  • Matilda Gregersdóttir, Evolvia 

Ný stjórn faghóps markþjálfunar 2025-2026 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 

  • Lilja Gunnarsdóttir, Sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi 

  • Áslaug Guðjónsdóttir, Reykjanesbæ 

  • Anna Claessen, sjálfstætt starfandi 

  • Anna Maria Þorvaldsdóttir, Kópavogsbæ 

  • Anna, Lýsi 

  • Matilda Gregersdóttir, Evolvia 

  1. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs, tillögur. 

  • Verður tekið fyrir á fyrsta fundi nánar.

  1. Lilja mun boða til fyrsta fundar þessa faghóps og mun taka við sem formaður faghóps markþjálfunar.

  1. Önnur mál 

Engin önnur mál. 

Fundi slitið kl.10:40 

Fundargerð ritaði Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir 

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldi þriðjudaginn 14. Maí kl.16, allir áhugasamir um að koma í stjórn sendi formanni faghópsins tölvupóst, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, asta@hverereg.is.

Skráning:

https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/adalfundur-faghops-um-markthjalfun-3

Stjórn

Lilja Gunnarsdottir
Sérfræðingur -  Formaður - Hafnarfjarðarbær
Anna Claessen
Markþjálfi -  Stjórnandi - Anna C
Anna Hedvig Þorsteinsdóttir
Sölustjóri -  Stjórnandi - Lýsi
Anna María Þorvaldsdóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Kópavogsbær
Guðbjörg Jóhannsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Landsbankinn
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?