Markþjálfun

Markþjálfun

Markþjálfun (coaching) hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd árangursrík aðferðafræði.

Teymisþjálfun (team coaching) er tiltölulega ný grein innan markþjálfunar og er hún í örum vexti. 

Hraði, breytingar, áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Þar kemur markþjálfun að góðum notum. Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að setja sér markmið og framfylgja þeim.

Markþjálfar sérhæfa sig á ólíkum sviðum innan markþjálfunar s.s. stjórnun af hvaða tagi sem er, heilsu, fjármálum, sjálfeflingu, ADHD og innan skólakerfisins.

Fyrirkomulag starfs faghóps um markþjálfun er þannig að á hverjum viðburði er tekið fyrir málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir.

Á Íslandi er starfandi eitt félag markþjálfa. ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið viðurkenndu markþjálfanámi skv. alþjóðlegum og evrópskum stöðlum. Nánari upplýsingar: www.icficeland.is 

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um markþjálfun 2023

 

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn þriðjudaginn 9. Maí klukkan 10:00 til 10:30/10:45 bæði í gegnum Teams og staðarfundi í fundarhergi hjá Controlant strax á eftir lokaviðburðinum okkar hjá Controlant, Holtasmári 1, 201, Kópavogur.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is

Linkur fyrir þá sem geta ekki mætt á staðarfund er hér.

Controlant Coaching Center

TEAMS linkur er hér.
 
Controlant býður í heimsókn í húsakynnum þeirra á 11. hæð, Norðurturni Smáralindar þriðjudaginn 9. maí kl. 9:00-10 til að fjalla um Controlant Coaching Center.
 
Unnur María Birgisdóttir, VP of Talent, Jóhanna Magnúsdóttir, Learning & Development Culture Manager og Auðbjörg Ólafsdóttir, VP of Culture & Communication, munu halda erindið saman.
 
Markþjálfun er verkfæri sem Controlant notar markvisst til að styðja við vöxt og framgang starfsmanna fyrirtækisins.
Farið verður farið yfir vegferð og framtíðarsýn fyrir markþjálfun hjá Controlant sem er mjög ört vaxandi fyrirtæki á Íslandi og á alþjóðavísu.

Controlant hefur undanfarin misseri fjárfest í markþjálfunarmenntun starfsmanna og starfrækir nú Controlant Coaching Center þar sem tíu starfsmenn Controlant sem einnig eru markþjálfar bjóða öðru starfsfólki fyrirtækisins upp á markþjálfun til að styrkja sig og efla í lífi og starfi.Viðburðurinn verður haldinn á 11. hæð Norðurturni Smáralindar.

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Fréttir

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn 2023 - Velsæld og árangur!

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Stjórnvísir hefur hvatt Faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi að koma þessum skilaboðum hér neðar áleiðis frá ICF Iceland sem er fagfélag markþjálfa á Íslandi.

Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár.
Fyrir hönd ICF Iceland fagfélags markþjálfa á Íslandi, bjóðum við þig og
starfsfólk þitt hjartanlega velkomin á Markþjálfunardaginn sem haldinn
verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 2. febrúar nk.


Tíu ár eru liðin síðan fyrsti Markþjálfunardagurinn var haldinn og mun
ráðstefnan að þessu sinni bera yfirskriftina „Velsæld og árangur á
framsýnum vinnustað“.

Dagskráin er þéttskipuð áhugaverðum erindum
frá framúrskarandi fyrirlesurum úr íslensku og erlendu atvinnulífi.
Meðal fyrirlesara er Haraldur Þorleifsson frumkvöðull og stofnandi Ueno,
mannvinur og nýkjörinn manneskja ársins 2022, Dúóið Davíð Gunnarsson
framkvæmdastjóri framsækna ferðatæknifyrirtækis Dohop og Kristrún
Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og MPM sem hefur sérhæft sig í að
byggja upp sálrænt öryggi teyma og Jón Magnús Kristjánsson
bráðalæknir, ráðgjafi heilbrigðisráðherra í bráðaþjónustu og fyrrum
framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd.

Einnig verður á meðal fyrirlesara Kaveh Mir, sem er þrautreyndur
leiðtogamarkþjálfi sem hefur velsæld og árangur að leiðarljósi. Kaveh Mir
er stjórnendaþjálfi með MCC hæsta vottunarstig markþjálfa,
meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og er höfundur bókarinnar Wars at
Work sem ætti að vera mörgum stjórnendum kunnug. Þá hefur hann
þjálfað æðstu stjórnendur fyrirtækjarisa á borð við Deloit, Salesforce,
Lego, HSBC, Amazon, Novartis, Mars, Funding Circle, CNN, Warners
Bro, Google og JT International. Kaveh Mir situr í stjórn International
Coaching Federation (ICF), stærstu og virtustu alþjóðasamtaka
markþjálfa svo eitthvað sé nefnt, sjá meira hér inn á Tix.is


Eins og vant er verður hægt að leigja kynningarbás við ráðstefnusalinn á
Markþjálfunardaginn og þar hafið þið möguleikann á því að koma ykkur á
framfæri við markþjálfa og aðra ráðstefnugesti en búast má við að um 200
manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur,
mannauðsfólk, markþjálfar og aðrir áhugasamir um velsæld og árangur á
vinnustöðum og beitingu aðferða markþjálfunar í því skyni.

Húsið opnar kl. 12.00 fyrir ráðstefnugesti og dagskrá hefst kl. 13.00. Gert
er ráð fyrir 40 mínútna hléi um miðjan dag og lýkur ráðstefnunni á
hanastéli sem stendur frá kl. 17.00-18.00. Það ætti því að gefast afar góður

tími með ráðstefnugestum til kynningar á fyrirtæki ykkar og þjónustu.

Við erum í þann mund að hefja miðasölu á ráðstefnuna og viljum þess
vegna bjóða þínu fyrirtæki að nota þetta tækifæri, taka frá daginn og leigja
kynningarbás. Með hverjum kynningarbás fylgir einn miði á ráðstefnuna.
Takmarkað framboð er af kynningarbásum en þeir verða alls 20 talsins og
því vissara að tryggja sér pláss í tíma.


Vinsamlega látið okkur vita ef þið hafið áhuga á að vera með okkur í ár og
ef svo er þá einnig hafa með nafn og netfang tengiliðs svo við getum látið
ykkur vita tímanlega áður en við hefjum söluna.

Við vekjum athygli á að sérstakt tilboð er á ráðstefnuna fyrir þau fyrirtæki
sem kaupa sæti við heilt borð sem telur átta miða.

Hér að neðan eru verð fyrir kynningarbás og sæti á ráðstefnuna:
Staðlaður kynningarbás 2x2 - einn miði á ráðstefnuna innifalinn
Kr. 59.000,-
Almennt miðaverð kr. 32.900.-
Fimm miðar eða fleiri með 20% afslætti - verð á miða kr. 26.320.-
Heilt fyrirtækjaborð á ráðstefnuna með 20% afslætti - átta miðar
Kr. 210.560.-

Við hlökkum til að heyra frá þér sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk,
Stjórn ICF Iceland- icf@icficeland.is

 
 

MasterClass in Presence.

 

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er á ensku frá Dr. Tünde inn á viðburðinum hér.

Athugið að námskeiðið sjálft verður einnig á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Linkedin síðan hennar hér.

Facebook viðburður hér.

Gleðilega hátíð!

Stjórn

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir
Markþjálfi -  Formaður - Hver er ÉG
Kristín Ýr Gunnarsdóttir
Stjórnendamarkþjálfi -  Stjórnandi - Einstaklingur
Lilja Gunnarsdottir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?