Faghópur um markþjálfun

Stjórn

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir Formaður , Zenter rannsóknir ehf.
Lilja Gunnarsdottir , Reykjavíkuborg
Sóley Kristjánsdóttir , Háskóli Íslands - háskólanemar
Viðburðir á starfsári 4
Viðburðir framundan 0
Fjöldi í hóp 363
Fjöldi mættra á fundum 92
Markþjálfun / Stjórnendamarkþjálfun  (e.Coaching / Executive Coaching). Markmið faghópsins er að kynna markþjálfun og hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja og/eða einstaklingar geta haft af henni, í faglegu eða persónulegu lífi. Einnig að kynna mismunandi aðferðir markþjálfunar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á stjórnun.

Markþjálfun er nýlegt fag sem nýtur ört vaxandi vinsælda út um allan heim. Markþjálfun eða Coaching er næstmest vaxandi iðnaður í heiminum í dag, á eftir hugbúnaðargeiranum! Stöðugur hraði og breytingar í viðskiptaumhverfinu kalla einnig á breytingar og þróun á stjórnun og stjórnunarháttum. Stjórnendamarkþjálfun (executive coaching) er nálgun innan markþjálfunarfræða og er markmið þeirrar nálgunar að efla stjórnunar- og leiðtogahæfileika stjórnenda á hvaða sviði sem viðkomandi stjórnandi vill ná enn frekari árangri á.

Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir.  Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir eitt tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.

Fréttir

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH

Faghópar um mannauðsstjórnun og markaðsstjórnun héldu í morgun fund á skrifstofu mannauðssviðs á Landspítala þar sem Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH kynnti verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Stjórnun er ein af sterkum undirstöðum Landspítalans. Bakvið undirstöðuna „stjórnun“ á vef spítalans má sjá áherslur næstu ára. Skipurit spítalans er óvenjulegt fyrir þær sakir að í öndvegi er sjúklingurinn og allt í kring eru teymin, yfirlæknir, læknahópur, hjúkrunardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og fleiri stéttir. Í kringum 30 stéttir eru í kringum sjúklinginn og því er skipuritið flókið. Hver starfsmaður á spítalanum heyrir undir fagaðila sem tengist hans stétt.
Það sem hefur verið gert til að koma á samstarfi ólíkra stétta og koma á sterku teymi er „The five dysfunctions of a team höf: Patrick Lencioni. Nýjasta frá Lencioni er bókin: „The Ideal Team Player“. Auðmýkt, ástríða, tilfinningagreind eru einkenni góðs stjórnanda. Þetta er verið að vinna með á spítalanum núverið og bókinni hefur verið dreift til allra stjórnenda spítalans. Ásta kynnti verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins var að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Valin voru 40 teymi stjórnenda af öllum 7 klínískum sviðum spítalans. Valdir voru 8 utanaðkomandi ráðgjafar og haldin var vinnustofa. Til að tengja fólk saman tók 1 markþjálfi hvert svið og mælt var með að það yrði utanhúss til að truflun yrði minni.
Til að meta árangurinn var notað Kirkpatrick líkanið. Stig 1: ánægja þátttakenda. 2. Lærðu þátttakendur eitthvað? Stig 3: breyttist starfshegðun í kjölfarið? Stig 4: áhrif á rekstrarlega mælikvarða. Gerð var könnun eftirá þar sem spurt var hvort starfsmaðurinn hefði mætt í markþjálfunina. Einnig hvort hópurinn hefði verið rétt samsettur, settar voru fram spurningar eins og: ég tók virkan þátt, ánægður með markþjálfann, markþjálfunin var þverfagleg, hef trú á verkefninu, hef áhuga ´einstaklingsmarkþjálfun, þegar á heildina litið var ég ánægður með markþjálfunina, tel að teymismarkþjálfunin hafi nýst mér í starfi, ég færi aftur í markþjálfun stjórnendateyma ef það stæði til boða. Niðurstöður voru almennt jákvæðar.

Markþjálfunardagurinn verður 26.janúar 2017.

Faghópur um markþjálfun minnir á stærsta viðburð ársins sem tengist markþjálfun. Markþjálfunardagurinn verður haldinn í fimmta sinn 26. janúar nk. Kl.13.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Snemmsölu lýkur í kvöld. Tryggðu þér viðburð á góðum kjörum í dag.
https://tix.is/is/event/3480/mark-jalfunardagurinn-2017/

Stjórn faghóps um markþjálfun.

NLP og markþjálfun með fólki á krossgötum

Í morgun var haldinn fundur á vegum faghópa um mannauðsþjálfun og markþjálfun í Vinnumálastofnun. Það voru markþjálfarnir Ásgeir Jónsson og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sem veittu Stjórnvísifélögum innsýn í sín verkefni með áherslu á NLP og markþjálfun. Ásgeir rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila. Hrefna Birgitta er NLP Master Coach kennari, starfsþróunarþjálfi og á og rekur fyrirtækið Bruen sem býður uppá nám og námskeið í NLP markþjálfun, atferlis- og samskiptatækni. Hrefna vinnur að fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir m.a. stjórnendur, starfsfólk og notendur Vinnu-, Heilbrigðis- og Velferðasviða á Norðurlöndum.
Í erindi Ásgeirs kom hann inn á að „Hver einasti maður sem þú hittir er þér meiri á einhvern hátt. Þá vitnaði hann í Sókrates „Eina sanna viskan er að vita að þú veist ekkert. Allt er einstaklingsbundið og því mikilvægt. Ásgeir segir skjólstæðinga sína almennt sammála því að „Hver sé sinnar gæfu smiður“. Þú getur ekki stjórnað því hvað kemur fyrir þig en þú getur stjórnað því hvernig þú tekur því. Þú getur valið að vera bitur eða jákvæður. Viðhorfið skiptir öllu. Ef þú kennir öðrum um þá gerist ekki neitt. Ásgeir spyr líka einstaklinga: „Hvað finnst þér skipta máli í lífinu?“ Hvort líður þér betur þegar þú ert hlæjandi eða leiður? Ef þú átt frítíma er þá rökrétt að gera eitthvað sem lætur manni líða vel? Þeir sem horfa á fréttir hljóta að vera áhugamenn um fréttir því það er gert á eigin frítíma. Ert þú sigurvegari í eigin lífi? Helstu mistökin okkar eru að reyna ekki. Einkenni sigurvegarans eru að standa alltaf upp aftur og aftur. Ásgeir spyr fólk alltaf hvað myndir þú reyna núna ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist.
Hrefna sagði frá því að það væri lítið mál að setja sér markmið en það er öllu erfiðara að vera með þ.e. að láta þau rætast. Við erum alltaf stjórnendur í eigin lífi. Kunnátta færir okkur lífsgleði, þar finnurðu sjálfan þig, eflir öryggi. NLP lætur okkur skilja þriðja augað þ.e. hvernig við bregðumst við áreiti. Þegar við fæðumst erum við hrein. Skynfærin fara síðan að taka inn upplýsingar og allt er skráð. NLP=taugakerfið okkar og hvernig við vinnum úr því. Líkaminn okkar sýnir alltaf hvernig okkur líður. Hrefna hefur haldið námskeið og vinnur með mörgum aðilum á Norðurlöndum. Ef þú átt draum, við hvað viltu þá fá aðstoð við? Hrefna kynnti lífshjólið og hversu mikilvægt hvert svið er hverjum og einum. Mikilvægt er að fara í gegnum hjólið á einlægan hátt og sjá hvernig það er. Ef þú ert án atvinnu hugsaðu þig þá um hvað er jákvætt við að vera án vinnu, veikur? Hvernig færðu umhyggju annarra? Vinna á að vera 8 tímar, frímtími 8 tímar og svefn 8 tímar. Allir ættu að hugsa eftirfarandi:
Átt þú þér DRAUM?
Taktu DRAUMINN þinn með þér gegnum örstutt markþjálfunarferli:
Hvað gerist ef þú gerir þetta EKKI?
Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta?
Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta EKKI?
Hvað gerist ÞEGAR þú gerir þetta?
Er DRAUMURINN orðinn að MARKMIÐI?

Viðburðir

Fundurinn frestast: Framsýn Menntun NÚ

Gísli Rúnar Guðmundsson er skólastjóri nýs grunnskóla í Hafnarfirði og mun hann vera með kynningu á honum. Hann ætlar að segja hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann ætlar að segja frá þeirra reynslu af notkun markþjálfunar með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni.

NÚ vill veita unglingum tækifæri til að samtvinna íþróttaáhuga sinn og grunnskólanám þar sem nemandinn sinnir námi sínu af sama áhuga og íþróttinni. Með nútímatækni og nýjum kennsluaðferðum veitum við nemendum frelsi til að nálgast námið á eigin forsendum. Við viljum skapa umhverfi þar sem nemendur finna til ábyrgðar, áhuga, heilbrigði og umfram allt ánægju.

http://framsynmenntun.is

Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastergráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin og hefur mikinn áhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.

Hvernig skóli er NÚ?
Grunnskóli fyrir 8-9 bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu,heilsu og vendinám. Nú er viðurkenndur af Menntamálsastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH

Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH, kynnir verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins er að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda (t.d. deildarstjóra og yfirlækna) er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Ásta segir frá því hvernig verkefnið fór af stað og greinir frá vísbendingum um árangur verkefnisins á lokasprettinum. Markþjálfun hefur einnig verið í boði fyrir stjórnendur LSH sem vilja styrkja sig enn frekar í starfi.

Ásta Bjarnadóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra mannauðssviðs LSH í byrjun árs 2016. Hún lauk doktorsprófi í vinnusálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997 og hefur síðan starfað sem mannauðsstjóri, háskólakennari og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, meðal annars hjá HR, Capacent og í Íslenskri erfðagreiningu. Ásta er einn af stofnendum CRANET rannsóknarverkefnisins um stöðu og þróun íslenskrar mannauðsstjórnunar og hún er vottaður verkefnastjóri (IPMA-C) og vottaður styrkleikamarkþjálfi. Frá arínu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala með áherslu á teymisvinnu stjórnenda og stuðning við úrvinnslu starfsumhverfiskönnunar.

NLP og markþjálfun með fólki á krossgötum

Átt þú þér DRAUM?

Taktu DRAUMINN þinn með þér gegnum örstutt markþjálfunarferli:

  • Hvað gerist ef þú gerir þetta EKKI?
  • Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta?
  • Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta EKKI?
  • Hvað gerist ÞEGAR þú gerir þetta?

Er DRAUMURINN orðinn að MARKMIÐI?

Markþjálfarnir Ásgeir Jónsson og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir koma og veita innsýn í sín verkefni með áherslu á NLP og markþjálfun.

Ásgeir rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila.

Hrefna Birgitta er NLP Master Coach kennari, starfsþróunarþjálfi og á og rekur fyrirtækið Bruen sem býður uppá nám og námskeið í NLP markþjálfun, atferlis- og samskiptatækni.
Hrefna vinnur að fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir m.a. stjórnendur, starfsfólk og notendur Vinnu-, Heilbrigðis- og Velferðasviða á Norðurlöndum.

Þau starfa bæði að verkefnum fyrir Vinnumálastofnun og Velferðasvið.