Fréttir og pistlar

Örnám í gæðastjórnun: Ný og áhugaverð leið í háskólanámi í gæðastjórnun

Háskólinn á Bifröst býður örnám í gæðastjórnun. Þessi nýja og áhugaverða leið í háskólanámi er til 60 ECTS eininga og hentar bæði yfirstjórnendum og millistjórnendum sem þurfa starfa sinna vegna að sinna innleiðingu og rekstri gæðakerfa á vinnustað. Þá er örnámið kennt í fjarnámi og hentar einnig vel meðfram vinnu. Umsóknarfrestur er til 22. desember nk.

 

Félagsmenn í Stjórnvísi fá 15% kynningarafslátt

 

Til að virkja afsláttinn þarf að skrá STJÓRNVÍSI í athugasemdir í skráningarforminu. Nánari upplýsingar og skráning er á bifrost.is/ornam.

 

Jólakveðja Stjórnvísi 2023

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Baldur Vignir Karlsson, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Mikill áhugi um skilvirka áhættustjórnun á fundi KPMG og Stjórnvísi í morgun.

KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli.  Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.  Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni.  Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR.  Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Sögur af framtíðinni

Í gær lauk framtíðarráðstefna Dubai Future Forum. Á ráðstefnunni voru um 2000 framtíðarfræðingar, frá 95 þjóðum, en alls voru um 150 fyrirlesarar á ráðstefnunni. Af nógu að taka. Læt hér fylgja, til gamans, vefslóð á sögum frá framtíðinni, sem sendar voru út rétt fyrir ráðstefnuna. 

Stories From The Future (mailchi.mp) 

 

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.  Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Öryggismál og stjórnun: Gervigreind

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt helstu atriði sem fram kom á ráðstefnunni AI Safty Summit sem haldin var í Bretlandi að frumkvæmði breska forsætisráðherrans, Rishi Sunak. Sjá meðfylgjandi vefslóð:

To make the most of AI, we need multistakeholder governance | World Economic Forum (weforum.org) 

Vefslóðir um alþjóða strauma og stefnur

Hér eru nokkrar vefslóðir um alþjóðalega strauma og stefnur. Gæti verið áhugavert fyrir suma til að fletta :)

1/ The International Futures (IFs) model is a powerful simulation tool that enables users to explore, understand and shape global questions about future human wellbeing:
https://dms.academy/international-futures-simulation/

2/ The Futures of US-China Relations: Examining Historical Trends and Projections Using International Futures (IFs) System
https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/05/the-future-of-us-china-competition.html

3/ Figure 1 shows a future wheel example created on 25 February 2022 exploring the impacts of the Ukraine War.

https://drive.google.com/file/d/1LXHBLMHxZDw7b8XuEXjWZJDSXCQDNvi7

 

 4/ Cloud Service for causal mapping through systemic thinking:

https://insightmaker.com/insight/3BbHZaQdMeoYFj8Iwp2FFX/A-Future-Wheel-Ukraine-War

Watch the YouTube video here About Planetary Foresight; 

https://wfsf.org/director/#more-273

Institute for Economics & Peace and Alliance for Peacebuilding have collected all issues of their Future Trends here.

https://wfsf.org/futures-publications-newsletters/

 It’s Looking Like the 1930s: Axis and Allies in the Eurasian rimland

https://www.nationalreview.com/magazine/2023/12/its-looking-like-the-1930s/

The thematic overlap of three elements in Europe with the three elements in the Middle East is both surprising and eye opening

https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/02/the-key-to-prosper-in-future.html

Calculating Integral Power Indicators (IPI):

https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/07/ukraine-war-power-dynamics-and.html


Stafræn ráðstefna „Work Smart - Ergonomics in the digital age“ dagana 9 – 10 nóvember 2023

Fyrir hönd Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) og faghóps Stjórnvísi um öryggisstjórnun þá vek ég athygli á að Vinnís sem er aðili af NES (Nordic Ergonomics and Human Factors Society) verður með stafræna ráðstefnu sem nefnist „Work Smart - Ergonomics in the digital age“ dagana 9 – 10 nóvember n.k., sjá hér https://ehss.se/nes2023/
 
NES 2023 verður stafræn ráðstefna fyrir þá sem praktísera og vinna við rannsóknir tengt, og með áhuga, á sviði vinnuvistfræði, vinnuverndar, öryggis- og heilbrigðismála ásamt mannlegum þáttum því tengt. Ráðstefnan mun verða vettvangur fyrir miðlun reynslu og árangurs sem hefur stuðlað að þróun rannsókna, vinnu og hugmynda, myndun tengslaneta auk þess að auka gæði sviða vinnuvistfræði og mannlegra þátta.
 
Það er einnig skemmtilegt frá því að segja að þótt um stafræna ráðstefnu sé að ræða þá er þáttakendum boðið uppá að mæta í hús Verkfræðingafélag Íslands og sjá ráðstefnuna beint í streymi ásamt því að hittast og tengjast öðrum þáttakendum. Boðið verður uppá léttar veitingar. Vinsamlegast látið vita ef þið ætlið að mæta með því að senda póst á vinnis@vinnis.is
 
Til þess að taka þátt í netráðstefnunni þá skráðu þig endilega hér: www.nes2023.org og vertu viss um að þú sért virkur félagi eða skráðu þig sem aðili að Vinnís sem tryggir þér aðgang að netráðstefnunni.
 
Kær kveðja,
Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um öryggisstjórnun

Stjórnarfundur faghóps framtíðarfræða

Í hádeginu í dag var haldinn stjórnarfundur faghóps framtíðarfræða. Spjallað var um framtíðaráskorandir á hinum ýmsu sviðum þó svo gervigreindin hafi átt mesta rýmið á fundinum. Aðeins var sagt frá nýlegri ráðstefnu Alþjóðlega samtaka framtíðarfræðingar, www.wfsf.org í París. Einnig var minnst á komu José Cordeiro https://en.wikipedia.org/wiki/Jos%C3%A9_Luis_Cordeiro hingað til lands og bók hans, sem fjallar um að lækna dauðan, The Death og Death. José verður einn af aðal fyrirlesurunum á UT messunni á vegum Ský í febrúar á næsta ári. Sagt var frá ráðstefnunni um framtíðaráskorandir um þróun lýðræðis á næsta ár https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/

Stuttlega var farið yfir komandi viðburði, og skorað á stjórn og þátttakendur í hópnum að koma með hugmyndir að áhugasömum viðburðum.

Mikill áhugi á gæðamálum - vel sóttur fundur í Origo.

Í morgun fjallaði Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar um innleiðingu gæðastjórnunar en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.  Fundurinn sem haldinn var hjá Origo var einstaklega vel sóttur. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á facebooksíðu Stjórnvísi.  Hérna má sjá myndir af fundinum: 

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

Loftslagsmarkmið: vegferð byggð á vísindalegri nálgun

Á viðburði loftslagshóps þann 9. október sl. var fjallað um hvernig fyrirtæki geti nýtt sér vísindaleg viðmið Science Based Targets initiative (SBTi) við að setja sér loftslagsmarkmið og vinna með vísindalegri nálgun að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsamningsins. 

Níu íslensk fyrirtæki hafa byrjað þá vegferð að nýta SBTi í þessum tilgangi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín samþykkt. Rannveig Anna Guicharnaud hjá Deloitte rakti hvað felst í loftslagsmarkmiðum SBTi en þau gera atvinnulífinu kleift að setja sér markmið í samræmi við það sem vísindasamfélagið er sammála um. Um er að ræða verkfæri sem nýtist við að skipta yfir í lágkolefnishagkerfið og skapar innleiðing þeirra ýmsan ábata í rekstri, minna kolefnisspori o.fl. Hún rakti hvað þarf að gera við að innleiða aðferðafræðina, markmið sett og leiðin að þeim vörðuð.  

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni fjallaði um vegferð fyrirtækisins í SBTi, af hverju þessi vegferð var valin, hver hún hefur verið, ávinningur hennar og næstu skref.  

Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum hjá OR sagði frá vegferð fyrirtækisins að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun. Hann fjallaði í þessu samhengi líka um ISO 14064 og vottun á loftslagsbókhaldi, CSRD sjálfbærnireglugerð ESB og EU Taxonomy.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum

 

 

Fyrirlestrar á netinu – Afmælisráðstefna WFSF

Í næstu viku verður haldinn 50 ára afmælisráðstefna World Future Studies Federation í París. Þau ykkar sem ekki komast til Parísar geta fylgst með ákveðnum fyrirlestrum á netinu.

Sjá dagsskrá yfir þá fyrirlestra hér; https://wfsf2023paris.org/online-schedule/

Fylgjast með umræðum í mynd hér; https://www.youtube.com/watch?v=IkEAtxCTOW4

WFSF er ein virtustu samtök framtíðarfræðinga á alþjóðavísu og ein elstu, stofnuð 1973 í París, með meðlimi í yfir 60 löndum. WFSF er samstarfsaðili UNESCO og Sameinuðu þjóðanna, auk annarra alþjóðalegra samtaka.

Ráðstefnan verður dagana 25.-27. október, með hliðarviðburðum dagana 23.-24. október. Í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins ræðum við síðastliðin 50 ár og síðan en ekki síst næstu 50 árin.

Framtíðarsetur Íslands, https://framtidarsetur.is/  er formlegur aðili að WFSF, https://wfsf.org/

Fundur framtíðarnefnda þjóðþinga – Lýðræðið og gervigreind

Á öðrum fundi framtíðarnefnda þjóðþinga í Úrúgvæ, sem nýlega er afstaðinn, var fjallað um gervigreind og áhrif hennar á samfélög og þróun lýðræðis. Mikið hefur verið rætt um setningu laga og reglna til að takast á við áhrif gervigreindar. Með hliðsjón af því er ályktun fundarins birt hér, en það eru jú þjóðþingin sem þurfa að taka afstöðu til, hvort og hvernig, eigi að halda utan um þessa þróun. Sjá hér: Parlamento UY | Versión Inglés

Fundinn sóttu um 300 þingmenn, sérfræðingar frá um 70 þjóðþingum.

Í þessu sambandi verður haldinn alþjóðleg ráðstefna hér á landi, í febrúar á næsta ári, um þróun lýðræðis, með áherslu á þróunina á Norðurlöndunum. Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við World Future studies Federation, WFSF, standa að ráðstefnunni, sjá hér: https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2023/

Framtíðarstörf og færni

Framtíðarstörf og færni

Tímaritið Forbes birti nýlega könnun meðal 800 stjórnenda og 800 starfsmanna um breytar kröfur um færni á vinnustaðum. Stjórnendur telja að næstum helmingur þeirrar færni sem er til staðar í dag muni ekki eiga við eftir tvö ár, þökk sé gervigreind.

Stjórnendurnir áætla að næstum helmingur (49%) af þeirri færni sem er í vinnuafli þeirra í dag muni ekki eiga við árið 2025. Sami fjöldi, 47%, telur að vinnuafl þeirra sé óundirbúið fyrir vinnustaði framtíðar.

Sjá nánar hér: Half Of All Skills Will Be Outdated Within Two Years, Study Suggests (forbes.com)

 

Nýjum fyrirtækjum býðst 50% afsláttur til áramóta - Stjórnvísi á Mannauðsdegi 2023 í Hörpu.

Yfir 1000 manns mættu á Mannauðsdaginn 2023 í Hörpuna og er það metfjöldi þátttakenda frá upphafi.  Stjórnvísi minnti á sig með kynningarbás og frábæru tilboði til nýrra félaga.  Fram til áramóta býðst nýjum félögum 50% afsláttur af félagsgjöldum 2023. https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/adild-og-felagsgjold Smelltu hér til að skoða dagskrá Stjórnvísi: 

Er ekki kominn tími til að efla tengslanetið og TENGJAST?

Vertu með í vetur.

Stjórn Stjórnvísi

Fundur framtíðarnefnda þjóðþingja - Gervigreind

Í síðustu viku var haldinn fundur meðal framtíðarnefnda þjóðþingja í Úrúgvæ í Suður Ameríku. Myndbandið sýnir umræðu um þróun gervigreindar, þar sem Jermy Clenn frá Millinnium Project hefur forsögu. Þarna er íslenskir þingmenn, meðal annar Logi Einarsson sem leggur fram spurningu. Þessi umræða hefst eftir 7.17 mínútur á myndbandinu. Framtíðarsetur Íslands er formlegur aðili að Millinnium Project.
https://www.youtube.com/watch?v=FkdwXkbMUG0&t=26163s

Kulnun Íslendinga árið 2023

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Prósent og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði. Smelltu hér til að bóka þig á viðburðinn. 

Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 4. október frá 08:30 til 09:15 í HR eða í streymi. 

Fyrirlesari:  Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um rannsóknina

Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.
Rannsóknarmódelið sem notast er við til mælinga er 16 spurninga útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI). MBI er fyrsti vísindalega þróaði mælikvarðinn fyrir kulnun og er mikið notaður víða um heim. Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), tortryggni (e. cynicism) og afköst í starfi (e. professional efficacy).

Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntunarstigi, fjölda barna á heimili og tekjum.

Prósent hefur framkvæmt rannsóknina í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú komin samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021, 2022 og 2023.

Byggir hver rannsókn á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri á öllu landinu sem eru á vinnumarkaðinum.

Niðurstöður síðasta árs

Niðurstöður könnunar 2022, leiddu meðal annars í ljós að 28% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar einu sinni í viku eða oftar. Það verður áhugavert að vita í hvaða átt þessi þróun stefnir.

TENGSL á tímum Teams - Haustráðstefna Stjórnvísi 3. október 2023

Smelltu hér til að bóka þig. Allir velkomnir - frír aðgangur. Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum. 

Tengill á streymi.

Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir. 

Linkur á streymið er hér.    

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams

Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum


Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna. 

09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR   

09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk   – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu

09:45 Tengslamyndun og spjall

10:00 Fjölmenningarsamfélagið -    Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel

10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf -  Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?

i

 11:00 Ráðstefnuslit

Verið öll hjartanlega velkomin

Aðgangur er frír.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?