Aðild að Stjórnvísi og félagsgjöld

Aðild að Stjórnvísi er opin öllum bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Upphæð félagsgjalda fyrirtækja fer eftir starfsmannafjölda. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja fá aðgang að faghópafundum félagsins sér að kostnaðarlausu. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi félagsins í maí ár hvert en fjárhagsárið er frá 1.janúar til 31.desember.

Smelltu hér til að sjá leiðbeiningar um hversu auðvelt er að skrá sig í Stjórnvísi.

Lykilstarfsmenn fyrirtækja hafa aðgangsheimild sem gerir þeim kleift að fylgjast með hvernig aðildin er að nýtast hverjum og einum innan fyrirtækisins.  Lykilstarfsmenn smella hér til að uppfæra upplýsingar um fyrirtækið og starfsmenn.

Félagsgjöld starfsárið 2019 - 2020

  • Fyrirtæki með fleiri en 200 starfsmenn: 163.200
  • Fyrirtæki með 100 - 199 starfsmenn: 130.600
  • Fyrirtæki með 50 - 99 starfsmenn: 85.700
  • Fyrirtæki með 25 - 49 starfsmenn: 65.200
  • Fyrirtæki með 6 - 25 starfsmenn: 38.400
  • Fyrirtæki með færri en 5 starfsmenn: 30.100
  • Einstaklingar: 14.400

Nemendur á háskólastigi fá fría aðild að félaginu til eins árs í senn. Nemendur skrá sig sem "háskólanema" í skráningarferlinu og félagið áskilur sér rétt til að leita staðfestingar á skólavist hjá viðkomandi háskóla.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?