TENGSL á tímum Teams - Glæsilegt morgunverðarhlaðborð - Haustráðstefna Stjórnvísi 3. október 2023

Tengill á streymi.
Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum. 

Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir.  

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams

Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum


Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna. 

09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR   

09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk   – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu

09:45 Tengslamyndun og spjall

10:00 Fjölmenningarsamfélagið -    Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel

10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf -  Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?

i

 11:00 Ráðstefnuslit

Verið öll hjartanlega velkomin

Aðgangur er frír.

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Alþjóðlega mistakadeginum fagnað

Alþjóðlegi mistakadagurinn (International Day for Failure) er árlegur viðburður, haldinn 13. október ár hvert, sem var upphaflega haldinn í Aalto-háskólanum í Finnlandi árið 2010. Markmið dagsins er að stuðla að opnari umræðu um mistök og lærdóm sem má draga af þeim – bæði í atvinnulífi og einkalífi. Deginum er ætlað að draga úr neikvæðum viðhorfum til mistaka og undirstrika að þau eru óaðskiljanlegur hluti af vexti, nýsköpun og árangri.

Frá stofnun hefur dagurinn vakið alþjóðlega athygli og verið haldinn hátíðlegur víða um heim. Hann hvetur einstaklinga, stofnanir og leiðtoga til að deila reynslu, rýna í eigin feril og skapa menningu, þar sem mistök eru viðurkennd sem tækifæri til náms og þróunar. Stjórnvísi fagnar alþjóðlega mistakadeginum í fyrsta skiptið í ár.

Eldri viðburðir

Viðburðurinn afbókaður. Sjálfbært tónlistarlíf og notkun gervigreindar - Norræn stefnumörkun höfundaréttarsamtaka

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um nýlega stefnu STEFs  og Norrænna höfundaréttarsamtaka um hvernig þau ætla að beita sér fyrir framtíðar samspil tónlistar og gervigreindar. Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun.

Geta aðrar skapandi greinar hagnýtt sér þetta frumkvæði STEFs og þannig komið í veg fyrir virðistap listamanna vegna þessara þróunar? Getur gervigreindin hugsanlega opnað fyrir tækifæri skapandi einstaklinga, þegar fram líða stundir?

STEF býður okkur að hittast í húsakynnum sínum að Laufásvegi 40, 12. júní kl 16:00.

 

Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2025-2026 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2025-2026 verður haldinn þriðjudaginn 3.júní kl.11:00-13:45.   Meginmarkmiðið er að kynnast betur, skerpa á stefnu félagsins, mælaborði og ákveða þema starfsársins og áhersluverkefni í framhaldi af niðurstöðum nýjustu könnunar.  Einnig verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum og ákveðinn fundartími stjórnar.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð.  

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  4. Farið yfir aðganga stjórnar að SharePointTeamsFacebook og að skrá sig í faghópinn “Stjórn Stjórnvísi
  5. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  6. Kynning á fyrrum áhersuverkefnum stjórnar – áhersluverkefni starfsársins ákveðin.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Settar niður hugmyndir að haustráðstefnu (fundarstjóra og fyrirlesurum) Stjórnunarverðlaunum (verða þau með sama móti). 
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.

 

Aðalfundur faghóps um gervigreind

Aðalfundur faghóps um gervigreind heldur aðalfund á VOX í hádeginu 30. maí kl. 12:00-13:30

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Róbert, robert@evoly.ai

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?