TENGSL á tímum Teams - Glæsilegt morgunverðarhlaðborð - Haustráðstefna Stjórnvísi 3. október 2023

Tengill á streymi.
Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum. 

Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir.  

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams

Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum


Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna. 

09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR   

09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk   – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu

09:45 Tengslamyndun og spjall

10:00 Fjölmenningarsamfélagið -    Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel

10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf -  Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?

i

 11:00 Ráðstefnuslit

Verið öll hjartanlega velkomin

Aðgangur er frír.

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin

Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?

Framtíðarsýn okkar 2030:

https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030

Framkvæmdaáætlun 2021–2024

https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða, með Jerome Glenn

Í tengslum við heimsókn Jerome Glenn þá hefur verið ákveðið að boða til aðalfundar í faghópnum. Um er að ræða hádegisfund næstkomandi mánudag frá kl 12:30 í sal í Kringlukránni.

Jerome verður með stutt innlegg, en síðan ræðum við mótun stjórnar og efnistök á næsta starfsári. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2024-2025 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2024-2025 verður haldinn á Kringlukránni þriðjudaginn 28.maí kl.11:00-14:00.   Meginmarkmiðið er að kynnast betur, skerpa á stefnu félagsins, mælaborði og ákveða þema starfsársins og áhersluverkefni í framhaldi af niðurstöðum nýjustu könnunar.  Einnig verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum og ákveðinn fundartími stjórnar.
Boðið verður upp á hádegisverð að eigin vali af matseðli Kringlukránnar. 

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  4. Farið yfir aðganga stjórnar að SharePointTeamsFacebook og að skrá sig í faghópinn “Stjórn Stjórnvísi
  5. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  6. Kynning á fyrrum áhersuverkefnum stjórnar – áhersluverkefni starfsársins ákveðin.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Settar niður hugmyndir að haustráðstefnu (fundarstjóra og fyrirlesurum) Stjórnunarverðlaunum (verða þau með sama móti). 
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.

 

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Innri úttektir ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum

Join the meeting now

Kynning á Innri úttektum ISO stjórnunarkerfa með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald Valgarðsson hjá Samhentir og Sveinn V. Ólafsson hjá Jenssen ráðgjöf ætla að fjalla um og deila reynslu sinni af Innri úttektum með hliðsjón af ISO 19011 staðlinum.

Eðvald hefur mikla reynslu af stjórnunarstöðlum og hefur unnið m.a. með ISO 9001 og ISO 22000 staðlana. Hann hefur einnig unnið með og sett upp BRC staðla 

Sveinn V. Ólafsson starfar hjá Jenssen ráðgjöf og hefur mikla reynslu hinum ýmsu stöðlum m.a. ISO 19001, ISO 9001, ISO 31000, ISO 45001 og ISO 55001

 

Aðalfundur faghóps um loftslagsmál

Aðalfundur faghóps um loftslagsmál verður haldinn á Teams miðvikudaginn 22. maí kl. 9:00.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Guðnýju Káradóttur, gudny@vso.is.

Hér er hlekkur á fundinn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?