Viðburðir framundan

Desember 2023

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan?

Click here to join the meeting


Nýlega kom út íslensk þýðing á bókinni The Effective Executive eftir Peter Drucker. Bókin heitir á íslensku Árangursríki stjórnandinn og fjallar um hvernig stjórnendur taka við stjórnvölinn í eigin lífi og ná árangri í starfi. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur reynst stjórnendum um heim allan sem ómetanlegur leiðarvísir í starfi.


Í kynningunni mun Kári Finnsson, þýðandi bókarinnar, fara yfir þau fimm grundvallaratriði sem Drucker dregur fram í bókinni og reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

• Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
• Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
• Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
• Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
• Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.  

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Nánari upplýsingar um Árangursríka stjórnandann og Peter F. Drucker er að finna á arangursrikur.is


Kynning á fyrirlesara:

Kári Finnsson
Þýðandi Árangursríka stjórnandans er Kári Finnsson, hagfræðingur og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Kári hefur margra ára reynslu af skrifum, kennslu og fyrirlestrahaldi.


Fundarstjóri er Harpa Hallsdóttir, faghópur um mannauðsstjórnun.

Innleiðing stefnu- og árangursviðmiða Háskóla Íslands og viðbrögð við nýjustu áskorunum

Click here to join the meeting

Katrín R. Frímannsdóttir, stefnu- og gæðastjóri Háskóla Íslands fjallar um hvernig staðið hefur verið að innleiðingu stefnu- og árangursviðmiða og viðbrögðum við áskorunum. 

Stefnu- og gæðastjóri starfar náið með æðstu stjórnendum skólans og er yfirmaður teymis á rektorsskrifstofu sem starfar að þessum málaflokkum.

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Til að taka allan vafa þá er nýja bókin hennar Sigríðar Hagalín Deus, ekki skálduð af gervigreind heldur kemur gervigreind inn í skáldskap hennar á skemmtilegan hátt.

Við þekkjum Sigríði af skjánum, sem fréttamaður Rúv. En Sigríður er einnig löngu búinn að vinna sér sess í skáldsagnagerð. Hugleiðingar hennar um framtíðaviðburði hafa vakið athygli.

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur. Stuttu eftir að skáldsagan kom út hófust jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum. Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Komum okkur í jólaskap og hlustum og spjöllum við Sigríði Hagalín, um bók hennar og annað sem okkur dettur í hug. Gleðilega aðventu.

 

Eldri viðburðir

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.  Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Mikill áhugi á gæðamálum - vel sóttur fundur í Origo.

Í morgun fjallaði Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar um innleiðingu gæðastjórnunar en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.  Fundurinn sem haldinn var hjá Origo var einstaklega vel sóttur. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á facebooksíðu Stjórnvísi.  Hérna má sjá myndir af fundinum: 

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

Loftslagsmarkmið: vegferð byggð á vísindalegri nálgun

Á viðburði loftslagshóps þann 9. október sl. var fjallað um hvernig fyrirtæki geti nýtt sér vísindaleg viðmið Science Based Targets initiative (SBTi) við að setja sér loftslagsmarkmið og vinna með vísindalegri nálgun að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsamningsins. 

Níu íslensk fyrirtæki hafa byrjað þá vegferð að nýta SBTi í þessum tilgangi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín samþykkt. Rannveig Anna Guicharnaud hjá Deloitte rakti hvað felst í loftslagsmarkmiðum SBTi en þau gera atvinnulífinu kleift að setja sér markmið í samræmi við það sem vísindasamfélagið er sammála um. Um er að ræða verkfæri sem nýtist við að skipta yfir í lágkolefnishagkerfið og skapar innleiðing þeirra ýmsan ábata í rekstri, minna kolefnisspori o.fl. Hún rakti hvað þarf að gera við að innleiða aðferðafræðina, markmið sett og leiðin að þeim vörðuð.  

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni fjallaði um vegferð fyrirtækisins í SBTi, af hverju þessi vegferð var valin, hver hún hefur verið, ávinningur hennar og næstu skref.  

Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum hjá OR sagði frá vegferð fyrirtækisins að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun. Hann fjallaði í þessu samhengi líka um ISO 14064 og vottun á loftslagsbókhaldi, CSRD sjálfbærnireglugerð ESB og EU Taxonomy.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum

 

 

Stjórnvísi tók á loft í dag í FlyOverIceland.

Hér má sjá myndir frá viðburðinum. Hérna er hlekkur á upptöku af fundinum.  
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í FlyOverIceland þar sem nýju starfsári var startað af krafti.  Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, örstuttur tími gafst til að sameinast um viðburði,  skerpt var á stefnu og gildum félagsins.

Krafturinn í stjórnum faghópanna er meiri en nokkru sinni fyrr eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur.

Í lok fundar þar sem ríkti bæði gleði og kátína var boðið upp á einstaklega skemmtilega flugferð.  

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?