Viðburðir framundan

Apríl 2024

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
01
  •  
02 03 04
  •  
05 06
  •  
07
  •  
08 09
  •  
10
  •  
11 12
  •  
13
  •  
14
  •  
15
  •  
16 17 18 19
  •  
20
  •  
21
  •  
22 23
  •  
24 25 26
  •  
27
  •  
28
  •  
29 30 01
  • Frídagur
02
  •  
03 04
  •  
05
  •  

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghóps um stjórnum viðskiptaferla (BPM) verður haldinn mánudaginn 29. apríl klukkan 11:30 til 12:00 á Nauthól veitingahús.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á jonina@eimskip.is

 

Fundarstjóri er Jónína Magnúsdóttir.

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Aðalfundur faghóps um Leiðtogafærni verður haldinn þriðjudaginn 30.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórn faghópsins fjarfundar nokkrum sinnum yfir árið til þess að stilla saman strengi sína og skipta milli sín viðburðum til fundarstýringar.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com

LOKAÚTKALL - Vorfagnaður fagfélaganna, Mannauðs, ÍMARKS, Félag viðskipta- og hagfræðinga, SKÝ og Stjórnvísis.

Skráning er hér í gegnum SKÝ. Fagfélögin Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Skýrslutæknifélagið, Félag viðskipta- og hagfræðinga, Ímark og Stjórnvísi, eru nú annað árið í röð að halda sameiginlega ráðstefnu með það að markmiði að tengja félagsfólk félaganna saman og mynda vettvang fyrir sterkari tengslamyndun.  Við erum “jú” öll að starfa saman innan fyrirtækjanna, bara í mismunandi deildum.  Þátttökugjald er 10.900.-kr. - Reikninga þarf að greiða fyrir viðburð og ekki er tekið við afboðunum eftir 24.apríl. 

Við bjóðum upp á frábæra fyrirlesara úr atvinnulífinu sem fjalla um málefni sem þau hafa sérþekkingu á og gagnast okkur öllum.  

DAGSKRÁ

14:00   Velkomin

LindaHeimisdottir

14:00   Tæknivædd tunga: hagnýting máltækni í daglegu lífi

Það er óhætt að segja að bylting hafi orðið í máltækni á undanförnum árum með tilkomu tauganeta og spunagreindar. Þótt íslenska sé pínulítið tungumál eru nú fjölmargar lausnir í boði fyrir íslenska málhafa. En hvernig nýtist þessi tækni í daglegu lífi og hvað þarf helst að varast?
LinkedIn logo  Linda Heimisdóttir, framvæmdastjóri Miðeindar
Matthías Ásgeirsson

14:20   Hvernig getur vinnuaðstaðan mótað hegðun starfsmanna?

„We shape our buildings, thereafter they shape us“, eru fræg orð Winston Curchill í seinni heimsstyrjöldinni þegar ákveða átti hvernig ætti að endurbyggja þinghúsið í Englandi – þau gefa ágætis hugmynd um innihald kynningarnar. Það má segja að megin tilgangur vinnuaðstöðunnar sé hýsing viðskiptaferla sem starfsfólk vinnur eftir. Fjallað verður um áhrif vinnuaðstöðunnar á bæði skilvirkni ferla og ánægju starfsfólks. Hvernig upplifun á aðstöðunni er lykilþáttur í vinnustaðamenningu. Hvernig hönnun og umsjón á henni getur haft ráðandi áhrif á vinnuframlag starfsmanna og þar með afkomu fyrirtækja.
LinkedIn logo  Matthías Ásgeirsson, ráðgjafi í aðstöðustjórnun VSÓ
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir

14:40   Markaðssetning á móti risum

Hvernig kom lítill sparisjóður með stór markmið inn á markað til að hrista upp í honum?
Sparisjóðurinn indó opnaði 30. janúar 2023 og hefur hrist upp í markaðnum með því að bjóða upp á gagnsæja og sanngjarna bankaþjónustu sem er skemmtileg og laus við allt bull. Í dag hafa yfir 50.000 Íslendinga opnað reikning í indó og tíunda hver kortafærsla er nú greidd með indó korti.

LinkedIn logo  Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó

15:00   Kaffihlé

Andri Þór Guðmundsson

15:20   Mikilvægi menningar

Forsenda þess að fyrirtæki nái markmiðum sínum er að menning fyrirtækisins styðji við stefnu þess. Ölgerðin hefur náð miklum vexti á undanförnum áratugum með árangurdrifinni og jákvæðri menningu.
LinkedIn logo  Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar
Rúna Magnúsdóttir

15:40   Út úr boxunum, inn í óvissuna: Mannauður í breyttum heimi

Í þessu erindi munum við skoða afleiðingar mannlegrar hegðunar um það hvernig samfélagið og við sjálf höfum pakkað okkur og öðrum inn í ósýnileg box sem halda aftur af okkur í lífi og starfi. Við kynnumst einföldum og áhrifaríkum leiðum til að kíkja ofaní boxin, opna þau og endurröðum með gleðina og framsýni að leiðarljósi. 
LinkedIn logo  Rúna Magnúsdóttir, Út-úr-boxinu leiðtogamarkþjálfi. Crafting Tomorrow's Leadership Today
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé

Ráðstefnustjóri

LinkedIn logo  Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, CEO Alda

16:00  Skálum saman fyrir framtíðinni og tengjumst!

Léttar veitingar og tengslanetið stækkað í góðra vina hópi.

18:00  Partýið búið - haldið saman út í vorið!

 

Góðir stjórnarhættir - aðalfundur

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Jóns Gunnars Borgþórssonar á jgb@jgb.is

 

TENGJAST FUNDI Á TEAMS:

 

Auðkenni fundar: 355 015 768 440

 

Lykilorð: 4BoWBJ

 

Eldri viðburðir

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024

Sex einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í fimmtánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf,   í flokki millistjórnenda þau Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia og Sigurður Böðvarsson framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í flokki frumkvöðla stofnendur Oculis þeir Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum  og Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræði.  Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun, þau hlaut  Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir símenntun. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.

 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justical

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

  

Hérna má nálgast nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Frétt á Viðskiptablaðinu  Frétt á Vísi  

 

Mikill áhugi um skilvirka áhættustjórnun á fundi KPMG og Stjórnvísi í morgun.

KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli.  Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.  Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni.  Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR.  Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.  Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?