Viðburðir framundan

Janúar 2026

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  • Frídagur
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08 09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15 16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20 21 22 23
  •  
24
  •  
25
  •  
26
  •  
27 28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  

Í fyrramálið: Everything you want to know about ISO 27001 but have never dared to ask

Framkvæmdarstjóri SBcert, Ulf Nordstrand mun fara yfir lykilatriði og mikilvægi upplýsingaöryggis og leiða hlustendur í gegnum yfirferð á helstu kröfum ISO 27001 og viðauka A.

 
Síðustu 30 mínúturnar verður gefið færi á að spyrja spurninga um málefnið.
 
Viðburðurinn verður haldið í Innovation House á Eiðistogi og byrjar kl. 8:45 en boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:15.
 
Fyrirlesari:
Ulf hefur áralanga reynslu í ráðgjafargeiranum og hugbúnaðarþróun og hefur starfað á alþjóðavettvangi við þróun og innleiðingu stjórnunarkerfa víðsvegar um Evrópu og Asíu. Hann hefur reynslu innan upplýsingatækni-, fjarskipta-, öryggis- og varnarmálageirans.
 
Stærstan hluta ferils síns hefur Ulf einbeitt sér að þróun ferla og stjórnunarkerfa. Hann hefur hannað og innleitt fjölda stjórnunarkerfa frá grunni og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á allri starfsemi sem tengist þróun þeirra, innleiðingu og rekstri. Ulf hefur einnig mikla reynslu af innleiðingu og vinnu með kerfislausnir fyrir stjórnun stjórnunarkerfa.
 
Frá árinu 2013 hefur Ulf starfað sem framkvæmdastjóri vottunarstofnunarinnar SBcert. Í dag hefur SBcert yfir 1.000 vottaða viðskiptavini og starfar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Þýskalandi og Hollandi.
 
Ulf er einnig reyndur úttektarstjóri stjórnunarkerfa og hefur lokið yfir 500 úttektum á stjórnunarkerfum byggðum á ISO 9001, ISO 14001, ISO 27001, ISO27701 og ISO 45001.
Fundinum verður einnig streymt í gegnum Teams.
 

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð 22. janúar 2026 á Grand hótel og í beinu streymi.

Smelltu hér á streymið. Kynning á niðurstöðum mælinga 2025 og afhending viðurkenninga.

Fimmtudaginn 22. janúar 2026, kl. 15:00 - 16:00
Grand Hótel - Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Dagskrá
15:00 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.
Dagskrá:
15:05 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2025. Mældir voru 14 markaðir árið 2025.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2025, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

15:10 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2025 veittar.
Allir verðlaunahafar sem skora hæst á sínum markaði fá afhentan blómvönd í viðurkenningarskyni. Að auki er afhent viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is

Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is

Gervigreind í verkefnastjórnun: Ávinningur og framtíðarsýn

Fyrirlesari er Bertha María Óladóttir, Tölvunarfræðingur og MSc. í Forystu og verkefnastjórnun.

Bertha mun í erindinu fjalla um gervigreind og verkefnastjórnun en hún lauk á dögunum meistararitgerð sinni við Háskólann á Bifröst. Þar rannsakaði hún ávinning af notkun gervigreindar í verkefnastjórnun og mun hún fjalla um rannsóknina og helstu niðurstöður hennar. Bertha hefur á undanförnum árum starfað sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu FiveDegrees. 

Teams linkur á viðburð:

Tengjast fundinum núna

Dópamíntorg snjallvæðingarinnar

"Digital Detox“ – þarft þú eða vinnustaðurinn þinn á minni skjánotkun að halda?

Nánari lýsing þegar nær dregur.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026 þann 9.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15. Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér.

Forseti Íslands, Frú Halla Tómasdóttir , afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum 

Dagskrá:
Setning hátíðar: Anna Kristín Kristinsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi.

Salóme Guðmundsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2026

Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2026 skipa eftirtalin:

  • Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona.
  • Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Eldri viðburðir

Saga Garðars sló í gegn á Nýársfagnaði Stjórnvísi

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi  var í dag haldinn í Marel sem tók á móti félögum með glæsilegum veitingum, þar sem Stjórnvísifélagar skáluðu fyrir nýju ári og gæddu sín á smáréttum.

Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi og Engineering Manager Lead, JBT Marel opnaði viðburðinn, kynnti Marel og fór örstutt yfir þema starfsársins "Framsýn forysta" og hvernig það er útfært.

Katrín Rós Baldursdóttir, VP Software Engineering & Helgi Eide Guðjónsson, Director Supply Chain Operations sögðu okkur á áhugaverðan hátt frá hvernig "Framsýn forysta" tengist allri starfsemi JBT Marel. 

Í lokin steig  þjóðargersemin Saga Garðarsdóttir á svið með vandað uppistand og sló alveg í gegn enda hefur Saga fest sig í sessi sem ein af ástsælustu leikkonum og skemmtikröftum þjóðarinnar.  

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Vel sóttur fundur um hvaða áhrif NIS2 hefur á íslensk fyrirtæki og stofnanir

Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku.  Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar. 

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Skýrsla til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Almenn gervigreind á tímamótum – tækifæri og ógnir fram­tíðarinnar

Gervigreindin (AI) eru nú á hraðri siglingu í átt að einni róttækustu tækniframför mannkynssögunnar: almennri gervigreind (e. Artificial General Intelligence, AGI). Þessi tegund gervigreindar er ekki lengur fjarlæg framtíðarsýn heldur raunveruleiki sem sérfræðingar telja að geti orðið að veruleika innan áratugarins. Með stuðningi gríðarlegra fjárfestinga og kraftmikillar nýsköpunar stendur mannkynið frammi fyrir djúpstæðum umbreytingum – en einnig áður óþekktri áhættu.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna: https://uncpga.world/agi-uncpga-report/

Á síðu Framtíðarseturs Íslands: https://framtidarsetur.is/2025/06/02/almenn-gervigreind-a-timamotum-taekifaeri-og-ognir-framtidarinnar/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?