Viðburðir framundan

Nóvember 2025

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
27
  •  
28 29 30
  •  
31 01
  •  
02
  •  
03
  •  
04 05 06 07 08
  •  
09
  •  
10
  •  
11 12 13 14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  •  
18 19
  •  
20 21
  •  
22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26 27 28
  •  
29
  •  
30
  •  

Sjálfbærni og þjóðaröryggi

Í vetur mun faghópur Stjórnvísi um sjálfbærni, loftslag og umhverfi gangast fyrir nokkrum fundum þar sem sjálfbærni er tengd þeirri frjóu umræðu um öryggismál sem nú blómstrar í ljósi óvissu í alþjóðamálum.

Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00 undir yfirskriftinni Sjálfbærni og þjóðaröryggi.

Framsögumenn verða Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formaður samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem nýverið skilaði skýrslu um inntak og áherslur væntanlegrar stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum og Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku, en orku- og veitugeirinn gegnir miklu hlutverki í að efla viðnámsþrótt gegn ógnum.

Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar og formaður faghóps um sjálfbærni, verður fundarstjóri.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1. Hann er öllum opinn og verður streymt en skráning þátttöku er nauðsynleg.

Síunga karlmenn og hin kynin og aðferð til að móta æskileg framtíðaráform

Ekki verða hægeldaður í viðhorfum samtíðar

Í fyrrihluta málstofnunnar verður bókin Síungir karlmenn. Innblástur, innsæi og ráð, kynnt. Síðar verður kynnt vinsæl aðferð framtíðarfræða, sem mótuð var af professor Sohail Inayatullah, þar sem farið er frá núverandi stöðu mála og hugað að æskilegri stöð í framtíðinni.

Í bókinni er aðferðin aðlöguð að einstaklingum en hún er víða notuð við að rýna framtíðaráform, mótun stefnu eða við hverskyns nýsköpun.

Vefslóð á fundinn 

Bókina og aðferðina munu höfundarnir Sævar Kristinsson og Karl G. Friðriksson kynna.

Bókin hefur að geyma 45 hugleiðingar fyrir síunga karlmenn. Þarna er um að ræða hvatningu að fara úr viðjum vanans, og brjóta upp eldri viðmið samfélagsins. Þó svo bókin sé stíluð á karlmenn þá, eins og stendur á bókakápu, hentar hún öllum kynjum.

Með bókinni vilja höfundar ögra vanabundnum viðmiðum, ýta við hugsun og opna dyr að nýjum viðhorfum og möguleikum fyrir síunga karlmenn eða karlmenn á besta aldri. Við viljum stuðla að breyttum viðhorfum samfélagsins til aldurs og þá vegferð er best að byrja með að fá hvern og einn til að rýna sjálfan sig.

Við höfum orðið varir við að umræða um aldur og það að eldast er oft lituð af neikvæðum formerkjum, klisjum. Miðaldra og eldri einstaklingar, oft reynsluboltar í fullu fjöri, mæta þröngsýnum viðhorfum sem eru ólík raunveruleikanum, jafnvel niðurlægjandi og langt frá því að vera í takti við getu þeirra og hæfni.

Bókin hefur verið rýnd af mörgum aðilum og fengið góðar umsagnir:

„Þessi bók situr í manni eftir lesturinn. Það er svo margt í henni sem ég hef ákveðið að tileinka mér. Frábær bók!"

Gunnar Helgason, rithöfundur

„Ef þetta er uppskrift að langlífi, þá tek ég tvær! Lífsgleði, forvitni og núvitund í sönnum stíl síungra karlmanna.“

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og frumkvöðull

„Hér er einmitt verið að fjalla um hluti sem ég verið að velta fyrir mér – bæði gagnlegt og skemmtileg lesning“

Páll Jakob Líndal, dr. í umhverfissálfræði og markþjálfi

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Eru tilnefningarnefndir lykill að fagmennsku?

Tilnefningarnefndir hafa á undanförnum árum orðið sífellt algengari leið til að velja í stjórnir fyrirtækja og stofnana, og eru oft taldar mikilvægt tæki til að tryggja faglegar og gagnsæjar ákvarðanir við val á stjórnarmönnum. En eru þær alltaf besta leiðin?

Á þessum viðburði verður fjallað um tilnefningarnefndir sem hluta af góðum stjórnarháttum – hlutverk þeirra, ávinning og áskoranir. Við rýnum í hvernig þær geta stuðlað að hæfni, fjölbreytileika og sjálfstæði innan stjórna, en veltum einnig upp gagnrýnum spurningum: Hver velur nefndina? Hvernig tryggjum við að ferlið sé lýðræðislegt og gagnsætt? Og hvaða áhrif hafa tilnefningarnefndir á valdahlutföll og traust?

 

Við höfum fengið tvær reynslumiklar konur til að fjalla um þetta áhugaverða málefni.

Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, og Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Vinnvinn, munu deila reynslu sinni og sjónarmiðum, og þátttakendur fá tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum.

Jensína og Drífa hafa báðar víðtæka stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi og þekkja vel starf tilnefningarnefnda frá fyrstu hendi sem meðlimir og formenn slíkra nefnda.

 

Viðburðurinn er ætlaður stjórnarmönnum, stjórnendum, nefndarmeðlimum og öllum þeim sem hafa áhuga á faglegum stjórnarháttum og lýðræðislegum ferlum innan stjórna.

 

Húsið opnar kl. 8.30.

Inngildandi verkefnastjórn, kynslóðabil - eða brú?

Í nútíma vinnuumhverfi mætast ólíkar kynslóðir með fjölbreyttar væntingar, vinnulag og gildi. Á þessum viðburði skoðum við hvernig verkefnastjórnun getur nýtt kraftinn sem felst í fjölbreytileikanum — með áherslu á inngildingu, samskipti og skilvirka samvinnu þvert á kynslóðir. 

Fyrirlesarar eru Anna Steinsen, einn af eigendum og þjálfari hjá KVAN og Irina S. Ogurtsova, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og formaður stjórnar faghóps um fjölbreytileika og inngildingu.

 

Tengill/linkur á fundinn

Eldri viðburðir

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Vel sóttur fundur um hvaða áhrif NIS2 hefur á íslensk fyrirtæki og stofnanir

Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku.  Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar. 

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Skýrsla til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Almenn gervigreind á tímamótum – tækifæri og ógnir fram­tíðarinnar

Gervigreindin (AI) eru nú á hraðri siglingu í átt að einni róttækustu tækniframför mannkynssögunnar: almennri gervigreind (e. Artificial General Intelligence, AGI). Þessi tegund gervigreindar er ekki lengur fjarlæg framtíðarsýn heldur raunveruleiki sem sérfræðingar telja að geti orðið að veruleika innan áratugarins. Með stuðningi gríðarlegra fjárfestinga og kraftmikillar nýsköpunar stendur mannkynið frammi fyrir djúpstæðum umbreytingum – en einnig áður óþekktri áhættu.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna: https://uncpga.world/agi-uncpga-report/

Á síðu Framtíðarseturs Íslands: https://framtidarsetur.is/2025/06/02/almenn-gervigreind-a-timamotum-taekifaeri-og-ognir-framtidarinnar/

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?