Viðburðir á næstunni

Stjórnarfundur Stjórnvísi - (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „FRAMSÝN FORYSTA“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í júní 2025 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:

  1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn er komin með drög að áhersluverkefnum starfsársins 2025-2026 sem eru fjögur. Þau verða útfærð nánar og sett á þau mælikvarða til að fylgjast með framvindu:

  1. Faghópar
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  2. Heimasíða
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  3. Myndbönd
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  4. Sóknarfæri
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar

 

Unnið verður í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta). Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

Á aðalfundi haldinn 7. maí 2025 voru kosin í stjórn félagsins:

Stjórn Stjórnvísi 2025-2026.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel, formaður (2025-2026)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026)
Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026)
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON (2025-2027)
Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)

Kosin voru í fagráð félagsins.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar (2025-2027)
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026)

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára á síðasta aðalfundi:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2025-2026

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2025-2026

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1. Faghópar
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  1. Myndbönd
    1. Talning á fjölda félaga sem horfa á myndbönd á innri vef Stjórnvísi (verði sett inn í mælaborð)
    2. Fjöldi myndbanda sem er settur inn á (verði sett inn í mælaborð)
    3. Áhorf á Facebook

 

  1. Sóknarfæri
  1. Fjölgun fyrirtækja oo
        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  1. Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  2. Fjölgun virkra félaga oo
  3. Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  4. Fjölgun viðburða oo
  5. Fjölgun félaga á fundum oo
  6. Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  7. Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  8. Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  9. Fjölgun nýrra háskólanema oo
  10. Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
  11. Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Gæðastjórnun – Aftur er boðið upp á kaffi á meðan við köfum á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun ætlar að endurtaka viðburð sem fór fram 28. október síðastliðinn. En aðfaranótt þess dags byrjaði að snjóa all verulega þannig að einungis örfáir aðilar komust á fundarstað. Þess vegna ætlar ætlum við að endurtaka leikinn og bjóða áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

InnSæi og áttaviti stjórnenda í samtímanum

 

Hrund Gunnsteinsdóttir býður Stjórnvísi félögum í samstarif við fagóp um leiðtogafærni upp á þennan viðburð. Hlekkur á viðburðinn

Á klukkutíma svörum við eftirfarandi spurningum:

👉 Hvernig get ég eflt hugrekkið og traust á eigin dómgreind?
👉 Af hverju er vel þjálfað innsæi svona mikilvægt í dag, í lífi og starfi?
👉 Hvernig hjálpar skapalónið InnSæi mér að stilla mig inn á og ná meistaratökum á innsæinu?
👉 Hvernig er innsæið grundvöllurinn fyrir greind okkar, innra jafnvægi og ákvarðanir?
👉 Ég þrái breytingar, en ekki fleiri verkefni. Er InnSæi eitthvað fyrir mig?


Á sama tíma og innsæið hefur gríðarlega mikil áhrif á hegðun okkar og ákvarðanir, höfum við allof oft misskilið það eða vanrækt. Núna er tímabært að endurskilgreina samband okkar við og skilning á innsæi.

Innsæið verður sérstaklega mikilvægt þegar við stöndum frammi fyrir óvissu, álagi, flóknum verkefnum og vilja til að nota gervigreindina á áhrifaríkan hátt.

“Hrund's advice can change your life. In a world of AI, your intuition will be your defining difference.”

- Bill George, Senior Fellow Harvard Business School & metsöluhöfundur bókarinnar True North

Hlökkum mikið til að sjá ykkur.

 

Um Hrund:

Hrund Gunnsteinsdóttir er leiðtogaþjálfi, höfundur og fyrirlesari. Bókin hennar InnSæi kom út í fyrra og er nú seld um allan heim á 14 tungumálum.

Hrund hefur unnið með innsæið og rannsakað það í yfir 20 ár. Hún stýrði Prisma diplómanáminu (LHÍ, Bifröst og RA) sem var viðurkennt af Norræna ráðherraráðinu fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni. Hrund er handritshöfundur og meðleikstjóri alþjóðlegu heimildarmyndinnar InnSæi (2016). Hrund er vottaður leiðtogaþjálfi, hefur stundað stjórnenda-og leiðtoganám hjá Harvard Kennedy School, Yale, Stanford og Oxford Said Business School. Hún er Yale World Fellow, sat í ráðgjafaráði International Leadership Center hjá Yale, og hefur hlotið viðurkenningar eins og World Economic Forum Young Global Leader, Cultural Leader og Viðurkenningu Sjávarklasans fyrir leiðtogastörf á sviði sjálfbærni. Hrund hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og haldið vinnstofur fyrir leiðtoga á þessu sviði og víða um heim, t.d. á vettvangi TED, World Economic Forum, Yale háskóla, Alibaba, Unilever, IMAGINE Leaders, og á Mannauðsdeginum. Hrund hefur einnig víðtæka stjórnunarreynslu hér heima og erlendis. Sjá meira hér.

Nýlega birtist viðtal við Hrund um mikilvægi innsæis á okkar tímum á CNN, grein eftir Hrund í TIME Magazine, og nýleg podcöst viðtöl eru t.d. The Evolving Leader og What's Next með Philip Meissner.

Heilsufarsupplýsingar - aðþjóðaflutningar, heilbrigðisrannsóknir, áskoranir og tækifæri

Heilsufarsupplýsingar eru stór hluti af daglegu lífi okkar og fara víða – bæði innanlands og utan. Vinnslu þeirra fylgja flóknar reglur og áskoranir, sérstaklega þegar þær eru fluttar út fyrir landssteinana. Á þessum viðburði á vegum faghóps um persónuvernd ræðum við m.a. hvernig þessi mál standa í dag, hvaða upplýsingar þetta eru og hvaða reglur gilda en einnig hvaða tækifæri eru til nýtingar gagnanna.

Við byrjum á morgunkaffi, te og smákökum í salnum kl. 9 áður en erindin hefjast kl. 9:15. Áætlað er að viðburðurinn standi til klukkan 11 ef líflegar umræður skapast. 

Viðburðurinn verður haldinn hjá Íslenskri erfðagreiningu, Sturlugötu 8, 102 Reykjavík í salnum Tjörninni sem er til hægri þegar gengið er inn í húsið. 

Við hvetjum ykkur til að mæta, taka þátt í umræðum og efla tengslanetið. Ath. að ekki verður boðið upp á streymi frá viðburðinum.

Dagskrá:

  • Alþjóðaflutningur persónuupplýsinga og heilbrigðisrannsóknir
    Anna Kristín Úlfarsdóttir, fagdirektør í alþjóðadeild norsku Persónuverndar (Datatilsynet) og sérfræðingur í undirhópi Persónuverndarráðsins (EDPB) um alþjóðaflutning síðan 2018. Erindið var einnig haldið 16. október sl. í París á ráðstefnu um persónuvernd í heilbrigðismálum (EHDPC).

  • Heilsufarsupplýsingar – reglur, vernd og framtíðarmöguleikar
    Elfur Logadóttir, framkvæmdastjóri ERA og sérfræðingur í tæknirétti, fjallar um hvaða reglur gilda, um hverja þær gilda, hvernig gögnin eru vernduð í dag og hvað við getum gert til að bæta öryggi og nýtingu þeirra eða m.ö.o. hvernig er hægt að heyja túnið þannig að uppskeran verði að gagni.

  • Skipulag og starfsemi Datatilsynet
    Anna Kristín lokar svo viðburðinum með því að gefa okkur innsýn í hlutverk og starfsemi norsku Persónuverndarinnar.

Áhættustýring og loftslagsbreytingar – Er þitt fyrirtæki berskjaldað?

Smelltu hér til að bóka þig á viðburðinn.
Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á íslenskt samfélag, hagkerfi og virðiskeðjur. Á þessum sameiginlega viðburði Festu og Stjórnvísi skoðum við hvernig slíkar breytingar geta haft áhrif á rekstur, hvernig við getum beitt ímyndunarafli í áhættustýringu og hversu vel fyrirtæki og opinberir aðilar eru undirbúin fyrir vaxandi loftslagsáhættu. Fundurinn er rafrænn og fer fram þann 16. desember kl 13:00 - 14:00.

Dagskrá:

  • Dr. Anna Hulda Ólafsdóttir, sérfræðingur í loftslagsaðlögun hjá Veðurstofu Íslands, segir okkur frá mögulegum afleiðingum loftslagsbreytinga á Íslandi.
  • Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku, fer yfir ráð gegn óhugsandi áhættu.
  • Dr. Mikael Allan Mikaelsson, sérfræðingur á sviði loftslagsstefnumótunar hjá Stockholm Environment Institute, mun fjalla um hvernig loftslagsbreytingar eru að endurmóta áhættulandslag íslenskra fyrirtækja og hagkerfisins í heild ásamt því að kynna nýtt framtak á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

 

Að loknum erindum verður opið fyrir umræður. Þátttakendur eru hvattir til að íhuga eftirfarandi spurningar fyrir fundinn:

 

  • Hefur íslenskt atvinnulíf þegar orðið fyrir áhrifum af truflunum í hnattrænum virðiskeðjum?
  • Hversu meðvituð og vel undirbúin eru íslensk fyrirtæki fyrir loftslagstengdar truflanir í virðiskeðjum?
  • Hvernig er hægt að nýta samstarf hins opinbera og einkageirans til að styrkja efnahagslegt öryggi á tímum vaxandi loftslagsáhrifa?

 

Verkefnið sem Dr. Mikael kynnir er nýtt framtak á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem norrænar rannsóknarstofnanir — þar á meðal Stockholm Environment Institute — kanna hvernig auka megi loftslagsþol efnahagskerfisins með öflugu samstarfi opinberra aðila og atvinnulífsins. Verkefnið beinir sjónum að því hvar slíkt samstarf er nauðsynlegt til að vernda mikilvægar virðiskeðjur fyrir norrænt samfélag.

 

Í framhaldi af þessu verða haldnir geirasértækir hringborðsfundir snemma árs 2026, þar sem fyrirtæki víðsvegar af Norðurlöndum verða boðuð til þátttöku. Þar koma saman leiðtogar fyrirtækja og opinberra aðila til að móta hagnýtar lausnir til að draga úr loftslagsdrifnum röskunum.

Fréttir af Stjórnvísi

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Fréttir frá faghópum

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Faghópamynd

Kjarni starfseminnar

Hér eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa um hvernig á að stofna viðburði og fleira gagnlegt. Virkir faghópar félagsins eru 25 talsins og er öflugt starf þessara hópa undirstaða félagsins.  Á þessari síðu má sjá alla faghópa félagsins bæði virka og óvirka, fréttir, dagskrá, markmið, tilgang og hverra þeir höfða til. Þar er einnig að finna upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps en fjöldi stjórnarfólks er á bilinu 4-12.  Hafir þú áhuga á að koma í stjórn faghóps er um að gera að senda póst á formann faghópsins, netfang koma upp um leið og bendillinn fer yfir nafnið.  

Hafir þú áhuga á að stofna eða endurvekja faghóp sendu þá erindi á framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is


 

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Aðstöðustjórnun (188)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 ýtti í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki. Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.

Almannatengsl, miðlun og samskipti (233)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla og samskiptastjórnunar innan skipulagsheilda sem og hjá einstaklingum þeim til framdráttar, ásamt því að auka vitund um mikilvægi þessa greina með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra og málstofur sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang almannatengsla og samskiptastjórnunar á Íslandi sem og erlendis.

Breytingastjórnun (1391)

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi sem nýtist strax í starfi.

Fjölbreytileiki og inngilding (295)

Fjölbreytileikinn er alls staðar, í hverri fjölskyldu og á hverjum vinnustað. Hvert og eitt okkar vill fá að vera það sjálft, tilheyra samfélaginu og upplifa virðingu – óháð uppruna, trú, kyni, kynhneigð og kynvitund. Hvernig sköpum við þannig vinnustaðamenningu að öll flóra samfélagsins fái að njóta sín? Inngilding (e. inclusion) er mikilvægur þáttur á þeirri vegferð og faghópur um fjölbreytileika og inngildingu mun skapa vettvang til aukinnar fræðslu á því sviði.

Framtíðarfræði (547)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Gervigreind (387)

Hverju breytir gervigreind? Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að. Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum? Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri. Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með. Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Góðir stjórnarhættir (1026)

Tilgangur faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti skipulagsheilda með fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn til starfandi og verðandi meðlima í stjórnum, nefndum og ráðum sem og annarra áhugasamra.

Gæðastjórnun og ISO staðlar (843)

Hópurinn vill stuðla að aukinni vitund og þekkingu er varðar gæðastjórnun, ISO stjórnunarkerfi og sem og önnur gæðastjórnunarkerfi. Við látum okkar sérsaklega varða sameiginlega þætti ISO stjórnunarkerfisstaðla en horfum einnig til annarra staðla sem þeim tengjast og eru þannig vottunarhæfir. Fundir eru ýmist fjarfundir með fyrirlesara eða staðfundir þar sem lögð er áhersla á jafningjafræðslu - allt eftir því sem við á.

Heilsueflandi vinnuumhverfi (852)

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Innkaupa- og vörustýring (377)

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi stefnumiðaðra og hagkvæmra innkaupastýringar á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.

Leiðtogafærni (1076)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni. Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni. Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér. Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Mannauðsstjórnun (1052)

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Markþjálfun (789)

Markþjálfun (coaching) og teymisþjálfun (teamcoaching) er viðurkennd árangursrík aðferðafræði. Hraði, breytingar og áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Markþjálfun hjálpar við það.

Persónuvernd (419)

Tilgangur með stofnun faghópsins er að skapa vettvang fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið faghópsins er að þjóna sem flestum hópum sem vinna að eða hafa áhuga á persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. persónuverndarfulltrúum, mannauðsstjórum, stjórnendum og aðilum sem starfa í upplýsingatæknigeiranum. Þá er það markmið faghópsins að vera vettvangur fyrir starfandi persónuverndarfulltrúa sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum m.a. til að þeir aðilar sem sinna þessu nýja hlutverki geti mótað hlutverk sitt og nýtt sér reynslu og þekkingu annarra fulltrúa. Hópurinn samastendur af einstaklingum sem starfa sem persónuverndarfulltrúar hjá opinberum aðilum, félagasamtökum og einkafyrirtækjum svo og ráðgjöfum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni.

Sjálfbær þróun, loftslagsmál og umhverfi (614)

Faghópurinn um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi leitast við að miðla þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærrar þróunar fyrirtækja, loftslagasmála og umhverfi. Faghópurinn hefur lagt áherslu á samstarf við aðra hópa enda svið málaflokkurinn víður og ekkert óviðkomandi. Nýlega sameinaðist faghópur um sjálfbærni faghópi um loftslagsmál og umhverfi.

Stefnumótun og árangursmat (1088)

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.

Stjórn Stjórnvísi (7)

ATH! Einungis fyrir stjórn Stjórnvísi. Árlega stendur stjórn Stjórnvísi fyrir fjölda viðburða; Kick off fundur stjórna í lok ágúst, haustráðstefna Stjórnvísi í september/október, nýársfagnaður í janúar, uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar, Stjórnunarverðlaun o.fl.

Umbætur og ferlastjórnun (498)

Umbætur- og ferlastjórnun er lykilþáttur í því að bæta árangur og auka samkeppnishæfni. Grunnstefið er að einfalda og bæta ferla, draga úr sóun og tryggja stöðugar umbætur í starfseminni.

Upplýsingaöryggi (444)

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun (1446)

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Þjónustu- og markaðsstjórnun (590)

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.

Öryggisstjórnun (433)

Öryggisstjórnun og heilsuvernd er að verða æ snarari þáttur í stjórnun fyrirtækja. Lagaumhverfi hefur skerpst og einnig hafa fyrirtæki með aukinni áherslu á samfélagslega ábyrgð upp á eigið fordæmi tekið þessa þætti til gagngera endurbóta.

ÖÖ: Óvirkur Excel (315)

Tilgangur faghópsins er að efla Microsoft Excel notendur, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Alla þá sem finnst Excel vera frábært verkfæri og vilja læra meira. Ert þú heillaður/heilluð af því hversu öflugt verkfæri Microsoft Excel er og langar að læra meira? Þar sem það er ómögulegt fyrir eina manneskju að kunna allt það sem hægt er að gera í Excel hefur þessi faghópur verið stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar við fáum tækifæri á því að ræða saman um Excel tengd málefni og miðla þekkingu okkar á milli. Leitast verður við að fá Excel sérfræðinga í íslensku atvinnulífi til að deila með okkur hvernig þeir nota Excel. Hér hefur þú tækifæri á að tengjast öðru Excel áhugafólki og í leiðinni eflast í þínu fagi. Málefni sem við munum velta fyrir okkur eru eftirfarandi, listinn er ekki tæmandi: Hvaða verkefni leysa notendur með Excel. Hvaða verkfæri eru Excel sérfræðingarnir að búa til? Sem dæmi sjóðstreymi, áætlunartól og þess háttar. Hverjar eru uppáhalds skipanir, formúlur og flýtilyklar. Ráðleggingar hvað varðar „Best practice“.

ÖÖ: Óvirkur Lean - Straumlínustjórnun (1224)

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.

ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan (93)

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja (309)

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).

ÖÖ: óvirkur: Hugbúnaðarprófanir (54)

Faghópur um hugbúnaðarprófanir og er byggður á grunni Félags um hugbúnaðarprófanir (ICEQAF) sem hefur starfað af krafti um skeið.

ÖÖ: óvirkur: ISO hópur (197)

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn hefur sameinast faghópi um gæðastjórnun.

ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun (208)

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og -stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í víðu samhengi.

öö: óvirkur: Loftslags- og umhverfismál (268)

Loftslags- og umhverfismál snerta samfélög um heim allan. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra, ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.

ÖÖ: óvirkur: Matvælasvið (53)

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði (386)

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

ÖÖ: óvirkur: Opinber stjórnsýsla (397)

Efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu.

ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði (256)

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

ÖÖ: óvirkur: Tæknifaghópur (159)

Tæknihópur Stjórnvísi var formlega stofnaður í maí 2020 og samanstendur af hópi fólks úr ólíkum greinum atvinnulífsins sem hafa öll áhuga á hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að hagnýta tækni til árangurs.

ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind (199)

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

ÖÖ: óvirkur: Virðismat og virðismatstækni (62)

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

ÖÖ: óvirkur:Jafnlaunastjórnun (334)

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

ÖÖ: óvirkur:Stafræn fræðsla (511)

Markmið faghópsins stafræn/rafræn fræðsla er að skapa umræðuvettvang til að miðla þekkingu og reynslu um aðferðir og utanumhald á stafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana.