Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum


Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Umsjónaraðili sér um framkvæmd matsins, en matsferlið byggir í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út. Módelið sem notað er hefur fengið heitið StjórnarháttaDemanturinn. Dr. Eyþór Ívar Jónsson þróaði StjórnarháttarDemantinn og skipulagði og stjórnaði verkefninu fyrstu tíu árin. 

 

Reglur um gildistíma viðurkenningar:

 

 • Viðurkenning sem Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum gildir í þrjú ár nema verulegar breytingar hafi orðið á stjórn eða eignarhaldi fyrirtækis.

  • Meirihluti stjórnarmanna breytist á tímanum,

  • Breytingar verða á ráðandi hlut, þá er miðað við 10% af eignarhaldi.

 • Kostnaður við viðurkenningu er 350.000 kr í fyrsta skipti og kostnaður við endurnýjun á viðurkenningu að þremur árum loknum er 150.000 kr.

 • Til að viðhalda viðurkenningu á milli ára ber fyrirtækjum sem fengið hafa viðurkenningu að upplýsa um breytingar og framþróun á stjórnarháttum fyrirtækisins fyrir 31. maí ár hvert. Engin kostnaður er við að viðhalda viðurkenningu á milli ára.

  • Nöfn og kennitölur stjórnarmanna og upplýsingar um breytingar á stjórn frá fyrra ári.

  • Helstu aðgerðir ársins til þess að efla góða stjórnarhætti fyrirtækisins.

  • Eyðublað til þess að fylla út vegna endurnýjunar viðurkenningar má finna hér

 

Mat á viðurkenningu

 

Sérstakt fagráð annast mat á viðurkenningum Fyrirmyndarfyrirtækja um góða stjórnarhætti. 

 

Umsóknarfrestur vegna viðurkenninga:

 

Áætlun vegna mats á umsóknum er eftirfarandi:

 

Skilafrestur:                                                    Niðurstaða mats:
31. desember                                                   2. febrúar
30. janúar                                                         2. mars
13. mars                                                           30. apríl 
11. maí                                                              30. júní 
17. ágúst                                                           30. september
12. október                                                       30. nóvember

 

Hér má finna lista af viðurkenndum úttektaraðilum.

Hér má finna lista af fyrirtækjum hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?