Um Stjórnvísi

Hvað er Stjórnvísi?

Helsta auðlind Stjórnvísi er faghóparnir og hinir 3000 félagsmenn sem koma frá 300 fyrirtækjum og stofnunum.

Kjarnastarf Stjórnvísi fer fram í faghópum. Í dag eru 20 slíkir starfandi innan félagsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver hópur boðar til fundar að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem tiltekið málefni er tekið til umfjöllunar í fyrirlestra- og umræðuformi eða á annan hátt. Fundirnir skapa vettvang fyrir stjórnendur til umræðna, auka þekkingu og styrkja tengslanetið. Árlega bjóða tugir fyrirtækja félögum til sín í heimsókn, þannig miðlast þekking milli fyrirtækja og stuðlar að faglegri stjórnun og eflingu stjórnenda. Árlega eru haldnir um 100 fræðslufundir og ráðstefnur á vegum félagsins. Flestir fundir eru stuttir og hnitmiðaðir og haldnir að morgni til frá kl.08:30-09:45, einnig eru hádegisfundir frá kl.12:00-13:00. Faghópastarfið er vettvangur umræðu og miðlun þekkingar milli einstaklinga og fyrirtækja og tengslanet styrkist. Efni frá fundum er hægt að skoða á heimasíðu félagsins.

Ef vinnustaðurinn þinn vill stöðugt bæta þekkingu starfsmanna þá er Stjórnvísi kjörinn vettvangur til þess. Stjórnvísi er í dag mikilvægur hluti af endurmenntun starfsmanna í rúmlega 300 fyrirtækjum. Fyrirlestrar faghópa Stjórnvísi veita einstaka innsýn í hvað starfsmenn í sama fagi hjá öðrum fyrirtækjum eru að vinna að og hvetja starfsmenn til að bæta árangur sinn.

Stjórnvísi er í samstarfi við Klak Innovit með Nýsköpunarhádegin sem haldin eru á þriðjudögum í Innovation House á Eiðistorgi, einnig er Stjórnvísi með samstarf við Endurmenntun, Opna háskólann og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Stjórnvísi er aðili að Íslensku ánægjuvoginni og veitir árlega Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi þremur stjórnendum sem hafa skarað framúr á sínu sviði. Valið er í höndum félagsmanna Stjórnvísi.

Á aðalfundi haldinn 16. maí 2018 voru kosin í stjórn félgsins:

Þórunn María Óðinsdóttir, formaður KPMG
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum (2017-2019)
Gyða Hlín Björnsdóttir, markaðsstjóri Háskóla Ísland (2017-2019)
Jón S. Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá PROevents (2017-2019) 
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2018-2020) 
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2018-2020) 
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda prentunar og umbúða eh. (2018-2020)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC – Certified Management Consultant) (2018-2019)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2018-2019)

Kjör fagráðs

 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannesdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)

Sjáðu kynningarmyndböndin okkar

 • Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með 3000 virka félagsmenn og mjög öflugt tengslanet.
 • Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.
 • Stjórnvísi býður hagstæðustu símenntunina um stjórnun á markaðnum.
 • Stjórnvísi er með kjarnastarf sitt í kraftmiklum faghópum félagsmanna en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum, viðburðum og verðlaunum um stjórnun.
 • Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
 • Fyrirtækin í Stjórnvísi koma úr öllum greinum atvinnulífsins.
 • Stjórnvísi er þekkingarfélag sem þjónar mannauði íslensks atvinnulífs.
 • Stjórnvísi hjálpar þínu fyrirtæki að ná árangri á hagkvæman og markvissan hátt.

Ávinningurinn - Helstu ástæður þess að sérhvert fyrirtæki ætti að vera í Stjórnvísi:

 • Þátttaka allra stjórnenda í faglegri umræðu á sínu sviði
 • Mikilvægur hluti af endurmenntun og faglegri þróun
 • Bætir stöðugt þekkingu starfsmanna
 • Einstök innsýn í hvað starfsmenn í öðrum fyrirtækjum eru að vinna að
 • Tengslanet við stjórnendur í öðrum fyrirtækjum
 • Aðgengi að upplýsingum
 • Áhugaverðir og fræðandi viðburðir

Hvert einstakt fyrirtæki í Stjórnvísi er með lykilstarfsmann. Lykilstarfsmaður hefur réttindi til að breyta upplýsingum um fyrirtætið og uppfæra starfsmannalista þ.e. taka af skrá þá sem eru hættir.  Á þessum link eru upplýsingar fyrir lykilstarfsmenn hvernig á að uppfæra listann.   https://youtu.be/GYSsdKMrYeU  

Heiðursfélagar Stjórnvísi eru 10 talsins.  

Þær viðmiðunarreglur sem eru viðhafðar um val á heiðursfélaga Stjórnvísi eru: 

 1. Hefur unnið gott starf fyrir félagið
 2. Hefur unnið að rannsóknum, kennslu eða fræðslu á sviði stjórnunar.
 3. Er frumkvöðull að innleiðingu nýjunga á sviði stjórnunar.
 4. Hefur verið öðrum góð fyrirmynd í starfi sínu.

Heiðursfélagar Stjórnvísi eru frá upphafi: 

2015 Jón G. Hauksson

2010 Guðrún Högnadóttir

2007 Guðrún Ragnarsdóttir 

2006 Gunnar H. Guðmundsson 

2005 Katrín Pétursdóttir

2003 Guðfinna S. Bjarnadóttir

2002 Þorkell Sigurlaugsson

2000 Valur Valsson

1999 Pétur K. Maack

1999 Hörður Sigurgestsson

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?