Um Stjórnvísi

Hvað er Stjórnvísi?

Helsta auðlind Stjórnvísi er faghóparnir og hinir 3000 félagsmenn sem koma frá 300 fyrirtækjum og stofnunum.

Kjarnastarf Stjórnvísi fer fram í faghópum. Í dag eru 20 slíkir starfandi innan félagsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver hópur boðar til fundar að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem tiltekið málefni er tekið til umfjöllunar í fyrirlestra- og umræðuformi eða á annan hátt. Fundirnir skapa vettvang fyrir stjórnendur til umræðna, auka þekkingu og styrkja tengslanetið. Árlega bjóða tugir fyrirtækja félögum til sín í heimsókn, þannig miðlast þekking milli fyrirtækja og stuðlar að faglegri stjórnun og eflingu stjórnenda. Árlega eru haldnir um 100 fræðslufundir og ráðstefnur á vegum félagsins. Flestir fundir eru stuttir og hnitmiðaðir og haldnir að morgni til frá kl.08:30-09:45, einnig eru hádegisfundir frá kl.12:00-13:00. Faghópastarfið er vettvangur umræðu og miðlun þekkingar milli einstaklinga og fyrirtækja og tengslanet styrkist. Efni frá fundum er hægt að skoða á heimasíðu félagsins.

Ef vinnustaðurinn þinn vill stöðugt bæta þekkingu starfsmanna þá er Stjórnvísi kjörinn vettvangur til þess. Stjórnvísi er í dag mikilvægur hluti af endurmenntun starfsmanna í rúmlega 300 fyrirtækjum. Fyrirlestrar faghópa Stjórnvísi veita einstaka innsýn í hvað starfsmenn í sama fagi hjá öðrum fyrirtækjum eru að vinna að og hvetja starfsmenn til að bæta árangur sinn.

Stjórnvísi er í samstarfi við Klak Innovit með Nýsköpunarhádegin sem haldin eru á þriðjudögum í Innovation House á Eiðistorgi, einnig er Stjórnvísi með samstarf við Endurmenntun, Opna háskólann og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Stjórnvísi er aðili að Íslensku ánægjuvoginni og veitir árlega Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi þremur stjórnendum sem hafa skarað framúr á sínu sviði. Valið er í höndum félagsmanna Stjórnvísi.

 • Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með 3000 virka félagsmenn og mjög öflugt tengslanet.
 • Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.
 • Stjórnvísi býður hagstæðustu símenntunina um stjórnun á markaðnum.
 • Stjórnvísi er með kjarnastarf sitt í kraftmiklum faghópum félagsmanna en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum, viðburðum og verðlaunum um stjórnun.
 • Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
 • Fyrirtækin í Stjórnvísi koma úr öllum greinum atvinnulífsins.
 • Stjórnvísi er þekkingarfélag sem þjónar mannauði íslensks atvinnulífs.
 • Stjórnvísi hjálpar þínu fyrirtæki að ná árangri á hagkvæman og markvissan hátt.

Helstu ástæður þess að sérhvert fyrirtæki ætti að vera í Stjórnvísi:

 • Þátttaka allra stjórnenda í faglegri umræðu á sínu sviði
 • Mikilvægur hluti af endurmenntun og faglegri þróun
 • Bætir stöðugt þekkingu starfsmanna
 • Einstök innsýn í hvað starfsmenn í öðrum fyrirtækjum eru að vinna að
 • Tengslanet við stjórnendur í öðrum fyrirtækjum
 • Aðgengi að upplýsingum
 • Áhugaverðir og fræðandi viðburðir