Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi veitt í áttunda sinn 8.mars 2017

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og formanni dómnefndar.

Frá vinstri:

Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi Róró,

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson,

Þóra Björk Þórhallsdóttir, forstjóri Nordic Visitor,

Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka,

Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala. 

Stjórnunarverðlaunin 2017

 Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í áttunda sinn 8.mars við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Þetta var í senn verðlaunahátíð og ráðstefna þar sem tveir áhugaverðir fyrirlesarar fluttu erindi sem tengdist þema hátíðarinnar: „ Árangur á grundvelli öflugrar liðsheildar og vinnumenningar“. Fyrirlesarar voru þau:

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela og
Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania.

 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2017 eru:

 • Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi Róró í flokki frumkvöðla.
 • Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka í flokki millistjórnenda.
 • Þóra Björk Þórhallsdóttir, forstjóri Nordic Visitor í flokki yfirstjórnenda
 • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf., hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til stjórnunar.

Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og flutti ávarp. 

 

Dómnefnd 2017 skipuðu eftirtaldir:

 • Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala.
 • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar.
 • Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
 • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
 • Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
 • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
 • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.

Ritari dómnefndar var Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi

iefni fyrir Stjórnvísi að verðlauna stjórnanda ársins í flokki yfirstjórnenda, en það er Þóra Björk Þórhallsdóttir, 

Yfirstjórnandi ársins 2017

Þóra Björk Þórhallsdóttir, forstjóri Nordic Visitor.

Sá sem tilnefndur er að þessu sinni sem stjórnandi ársins í flokki yfirstjórnenda hefur leitt vöxt síns fyrirtækis af mikilli prýði, í góðu samstarfi við aðra.  Reksturinn er til fyrirmyndar og hefur fyrirtækið verið undanfarin 2 skipti í topp 3 í VR könnun um ánægju starfsmanna hjá stórum fyrirtækjum.   Það þarf góðan stjórnanda til að halda uppi góðum starfsanda hjá fyrirtæki sem er að fara í gegnum miklar breytingar, vöxt, samkeppni og oft erfiðar ákvarðanir. 

Til að glöggva okkur enn frekar á vali þessa frábæra stjórnanda leyfi ég mér að vitna í orð þeirra sem tilefndu viðkomandi: 

,,Hún er einstakur framkvæmdastjóri sem ber hag allra starfsmanna fyrir brjósti, og gagnvart viðskiptavinum eru gæði og persónuleg þjónusta höfð að leiðarljósi.  Undir hennar stjórn hefur fyrirtækið vaxið gríðarlega undanfarin ár, verið með góða rekstrarafkomu og á sama tíma náð að halda þessum einstaka starfsanda hjá starfsfólkinu sem fyrirtækið er þekkt fyrir“

Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu í 9 ár og stýrir í dag daglegum rekstri af eldmóði og öryggi, og nýtur mikillar virðingar allra.  Stöðugur vilji til að gera betur og byggja upp frábæran fyrirtækjakúltúr og menningu er mikið kappsmál hennar, meðal annars með góðri upplýsingagjöf.  

Hún hefur skýran fókus, tekur rökrétt og úthugsuð skref í þá átt að breyta strúktúr fyrirtækisins, fjölga deildum, styrkja gæða- og þjónustukröfur og sterka starfsmannastefnu svo eitthvað sé nefnt.   Hún gætir þess að verkefni detti ekki upp fyrir þegar annir eru miklar til að viðhalda þróun fyrirtækisins. 

„Sem stjórnandi styður hún sína samstjórnendur og hvetur þá til sjálfstæðis. Hún andar ekki ofan í hálsmál þeirra, heldur vald eflir jafnframt samstarfsmenn í því sem betur má fara“.   

Það er gleðiefni fyrir Stjórnvísi að verðlauna stjórnanda ársins í flokki yfirstjórnenda, en það er Þóra Björk Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóra Nordic Visitor. 

Þóra er fædd á Sauðárkróki og lauk BSc prófi í ferðamálafærði.  Þóra hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins ásamt stofnanda og eiganda, Ásberg Jónssyni, en er líka sjálf hluthafi í fyrirtækinu.  

Millistjórnandi ársins 2017

Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka.

Stjórnandinn hefur verið í starfi sínu í næstum 11 ár, og er leiðandi stjórnandi hjá því stóra fyrirtæki Íslandsbanka. Hann hefur vaxið við hverja áskorun og leggur alltaf áherslu á faglega nálgun.

Verðlaunahafanum í flokki millistjórnenda er þannig lýst: „Hann hefur hæfileika til að ná fram því besta í fólkinu sínu, hefur afslappaða nærveru og er góður hlustandi og tillitsamur. Fólki finnst það læra af honum, hann er lausnamiðaður og gefir af sér, með algjörri einbeitingu á viðfangsefnið og manneskjurnar sem talað er við.

Hann gerir ekki upp á milli fólks og er persónulegur; skutlar fólki til dæmis gjarnan heim til sín.“

Um leið er þessi millistjórnandi mjög strategískur, vinnur af þolinmæði að sínum sigrum og byggir ofan á þá með eftirfylgni og festu.

Millistjórnandi þessi er reyndar, að því er dómnefnd best veit, fyrsti stjórnandinn úr bankakerfinu sem fær Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi.

Undanfarna mánuði hefur leiðtogahlutverk hans við umbreytingu vinnuumhverfis bankans vakið mikla athygli; en þar er á ferðinni verkefnamiðað vinnuumhverfi, sem einkennir nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum við Smáralind í Kópavogi. Verkefnamiðuð vinnuaðstaða felur í sér að (nánast) enginn er með fast sæti og starfsfólk velur sér sæti, innan síns svæðis, sem hentar þeim verkefnum sem það ætlar að takast á við.   

Millistjórnandi ársins 2017 er Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka. Hafsteinn er vinnusálfræðingur að mennt, útskrifaðist frá háskóla í Amsterdam fyrir ákkúrat 20 árum, og hefur starfað sem ráðgjafi og sem mannauðsstjóri, meðal annars hjá Actavis. 

Frumkvöðull ársins 2017

Eyrún Eggertsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Róró.

Sá sem hlýtur verðlaunin í flokki frumkvöðla stofnaði fyrirtæki sitt árið 2011, og sigraði sama ár frumkvöðlakeppnina Gulleggið. Í kjölfarið fékk hún síðan styrk frá Tækniþróunarsjóði sem gerði henni kleift að koma fyrirtækinu á laggirnar.

 

Frumkvöðullinn er öflug fyrirmynd fyrir aðra frumkvöðla, og hún hefur byggt upp sitt fyrirtæki af miklum metnaði og þrautseigju.

Fyrirtæki frumkvöðulsins heitir Róró, og það framleiðir dúkkuna Lulla doll sem er ætlað að hjálpa fyrirburum, ungabörnum og börnum á leikskólaaldri að ná jafnvægi í líðan og fá betri svefni. Dúkkan er hönnuð til að veita börnum öryggistilfinningu, en hún líkir eftir hjartslætti og andardrætti foreldris. Lulla doll var á síðasta ári seld í um 65.000 eintökum víðs vegar um heiminn.

Frumkvöðull ársins 2017 er Eyrún Eggertsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Róró. Hún er menntaður sálfræðingur, en var í fæðingarorlofi þegar hugmyndin tók á sig mynd. Í náminu hafði hún áður lesið fjölda rannsókna sem fjölluðu um mikilvægi nærveru foreldra á þroska og líðan fyrirbura.

 

Stjórnvísi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju ásamt öllum þeim sem voru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2017.

Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2017: 

Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis
Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæða hjá Virk
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TEMPÓ
Áslaug Magnúsdóttir, frumkvöðull og kaupsýslukona
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaþjónustuklasans
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB 
Carlos Cruz, forstjóri CCEP á Íslandi, áður Vífilfell
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur
Erna Arnardóttir, mannauðsstjóri Novomatic Lottery Solutions
Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Róró
Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu
Freyja Önundardóttir, formaður Félags kvenna í sjávarútvegi
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Georg Ottósson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa
Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga hf.
Guðný Hansdóttir, mannauðsstjóri Innnes
Guðrún Ingvarsdóttir, forstöðumaður þróunar og nýframkvæmda hjá Búseta
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa
Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri lausna og þjónusta hjá Nýherja
Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka
Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar trygginga hf.
Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri TM Software
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjá
Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslenska Gámafélagsins
Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka
Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og markaðsstjórnar RB
Hermann Kristjánsson, forstjóri Vaka fiskeldiskerfa hf.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA
Ingigerður Guðmundsdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Sjóvá
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðgangasviðs Innnes ehf.
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
Jón Björnsson, forstjóri Festi
Jón Bragi Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Ghostlamp
Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi
Jón Már Halldórsson, sviðsstjóri hjá Mannvit
Jökull Úlfsson, forstöðumaður mannauðssviðs Arion banka
Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs hjá Odda
Leifur Magnússon, sviðsstjóri hjá Fiskistofu
Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs Landspítala
Lovísa Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri Regnbogans
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður ýmissa félaga og fyrrverandi forstjóri Icepharma
Margrét Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri sölu-þjónustu og markaðssviðs NOVA
Markús Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Sendill Unimaze
Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla ses
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans
Pétur Halldórsson, forstjóri Nox Medical
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri og stofnandi Platome Biotechnology
Sigríður Indriðadóttir, starfsmannastjóri Mannvits
Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstóri ÁTVR
Sigurður Arnar Jónsson, forstjóri Motus
Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 
Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn tæknideildar LRH
Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa
Valur Hermannsson, stofnandi Eldum rétt
Þorvarður Sveinsson, forstöðumaður stefnumótandi verkefna hjá Vodafone.
Þóra Björk Þórhallsdóttir, forstjóri Nordic Visitor
Þórður Bachmann, framkvæmdastjóri og eigandi Grillhússins ehf.
Þórlaug Sæmundsdóttir, forstöðumaður þróunar og gæðamála hjá Nordic Visitor

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?