Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi veitt í þriðja sinn 2012

Verðlaunahafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2012

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar ehf. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslenska gámafélagsins

Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslenska gámafélagsins, Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Þórsteinn Ágústsson,framkvæmdastjóri Sólar ehf. eru handhafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2012. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við virðulega athöfn í Turninum. Dr. Ásta Bjarnadóttir, fulltrúi dómnefndar, flutti ræðu fyrir hönd dómnefndar. Mikið fjölmenni var við afhendingu verðlaunanna.

Þetta er þriðja árið í röð sem verðlaunin eru veitt og er horft meira til millistjórnenda við útnefningu þessara verðlauna - en flestra annarra verðlauna hér á landi. Markmið stjórnunarverðlauna er að vekja athygli á faglegu og framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda. Allar nánari upplýsingar um stjórnunarverðlaunin s.s. dómnefnd, rökstuðning og tilnefningar má sjá á heimasíðu Stjórnvísi

Dómnefnd skipuðu eftirtaldir:

 • Agnes Gunnarsdóttir, situr í stjórn Stjórnvísi og eframkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins
 • Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent
 • Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjTermu
 • Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR
 • Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar
 • Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaðuFélags forstöðumanna ríkisstofnana

Ummæli um verðlaunahafa á hátíðinni:

Um Helgu Fjólu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs Íslenska Gámafélagsins

Verðlaunahafi í Stjórnunarverðlaunum Stjórnvísis 2012 er millistjórnandi í 270 manna fyrirtæki

Stjórnandinn tók við stöðu starfsmannastjóra haustið 2007 í viðkomandifyrirtæki en þá hafði fyrirtækið vaxið mikið og samningar, skráningar og fleira höfðu setið á hakanum. Undir forystu þessa stjórnanda hefur honum tekist að byggja upp frá grunni öflugt starfsmannasvið og innleitt inn í fyrirtækið svokallaðan Fisk, en sú hugmyndafræði byggir á að hafa gaman í vinnunni, vera til staðar fyrir samstarfsmenn og viðskiptavini, gera daginn eftirminnilegan og að lokum að kjósa sér viðhorf. Stjórnandinn hefur lagt áherslu á að byggja upp starfsmannastefnu fyrirtækisins upp á gleði og jákvæðni og er helsta gildi fyrirtækisins GLEÐI. Einnig hefur hann náð að sameina sterkan alþjóðlegan fyrirtækjabrag þar sem Íslendingar, Pólverjar, Litháar og fimm önnur þjóðerni finna fyrir að þeir séu hluti af teymi. Því til staðfestingar var fyrirtækið valið Fyrirtæki ársins árin 2010 og 2011 hjá VR en um er að ræða stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi.

Þessi stjórnandi er þekktur fyrir að vera sterkur leiðtogi, sanfærandi, hvetjandi stjórnandi sem þroskar og þjálfar fólk.

Eins og samstarfsmenn umrædds stjórnanda hafa komist að orði er viðkomandi stjórnandi
„frábær manneskja sem dreifir jákvæðni og krafti í kringum sig og tekur með fagmennsku á öllum vandamálum sem koma upp og leysir þau af sanngirni.“

Þessi stjórnandi heitir Helga Fjóla Sæmundsdóttir og er framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslenska Gámafélagsins.

Um Sigríði Lilly Baldursdóttur forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins

Þessi verðlaunahafi í stjórnunarverðlaunum Stjórnvísi 2012 er metnaðarfullur stjórnandi sem tók við starfi sínu sem æðsti stjórnandi 120 manna vinnustaðar í ársbyrjun 2008.

Undir forystu hennar hefur verið unnin og innleidd ný og framsækin stefna og gæðastjórnunarkerfi sem eru til fyrirmyndar fyrir aðra. Hún hefur sýnt af sér mikla leiðtogahæfileika á erfiðum tímum sparnaðar og hagræðingar og leitar ávallt nýrra leiða til að ná betri árangri. Hún er dugleg að miðla upplýsingum til starfsmanna og óhrædd við að hlusta á góð ráð frá starfsmönnum og öðrum. Hún skilur mikilvægi þess að styðja starfsfólk sitt og hvetja það til góðra verk og á síðasta ári fékk stofnunin viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari ársins í könnun SFR um starfsumhverfi og starfánægju.

Hún hefur fært 76 ára gamla stofnun, sem flestir landsmenn þekkja, inn í nútímann með áherslu á „traust, metnað og samvinnu“ sem er ný gildi stofnunarinnar. Rafræn stjórnsýsla er mjög mikilvæg í starfseminni og því var það mikilvæg hvatning þegar stofnunin fékk nýlega viðurkenningu fyrir „besta ríkisvefinn 2011“.

Þessi stjórnandi heitir Sigríður Lillý Baldursdóttir og er forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.

Um Þórstein Ágústsson, framkvæmdastjóra Sólar ehf

Verðlaunahafinn leiðir hóp 130 starfsmanna í einu stærsta ræstinga- og fasteignaumsjónarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.

Hann vann sig upp í framkvæmdastjórastöðuna innan fyrirtækisins og hefur vaxið mjög í því starfi á síðustu misserum. Hann er hvetjandi stjórnandi sem einkennist af jákvæðu hugarfari og léttleika, en um leið er hann faglega leiðandi á sínu sviði, fylgist vel með nýjungum innan greinarinnar og hefur haft forgöngu ýmsar breytingar hjá fyrirtækinu. Meðal annars hefur hann þróað verkferla, gæðaeftirlit og haldið uppi öflugri starfsmannaþjálfun. Fyrirtækið er leiðandi í umhverfismálum og var það fyrsta á sínu sviði hér á landi til að fá heimild til að nota Svaninn, umhverfismerki Norðurlandanna. Auk þess hefur fyrirtækið hlotið „Kuðunginn“ umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins.

Fyrirtækið, sem er 10 ára gamalt um þessar mundir, hefur vaxið og dafnað undir stjórn hans og náði að koma standandi út úr kreppunni, þökk sé varkárni í rekstrinum. Hann er frumkvöðull, faglega leiðandi og skapar framtíðarsýn en er um leið sanngjarn, trúverðugur og jákvæður. Starfsmaður hjá fyrirtækinu sagði meðal annars í umsögn sinni: „Hann er ávallt opinn fyrir hugmyndum, dyrnar alltaf opnar, mjög faglega hæfur stjórnandi og með skýr markmið“. Annar starfsmaður sagði einfaldlega:

„.... Ég er stolt af því að vinna hjá fyrirtækinu og ég gæti ekki verið heppnari með yfirmann“.

Stjórnandinn sem hér er lýst og hlýtur hér með stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2012 heitir Þórsteinn Ágústsson og hann er framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Stjórnvísi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Tilnefningar til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2012

Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2012

Tilnefningar til stjórnunarverðlaunanna 2012 - PDF skjal

 • Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri sölu og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins
 • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
 • Auðunn Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslenska gámafélagsins
 • Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvá
 • Árni Pálsson, yfirrafvirki/verkstjóri hjá Eimskip
 • Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa
 • Ásta Malmquist, þjónustustjóri hjá Landsbankanum
 • Bára Mjöll Ágústsdóttir, mannauðsstjóri Samskipa
 • Berglind G. Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Rúv
 • Elínrós Líndal, forstjóri ELLU
 • Elísabet Einarsdóttir, mannauðsstjóri Ölgerðarinnar
 • Elvar Vilhjálmsson, gæða- og öryggisstjóri Íslenska gámafélagsins
 • Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri og Serrano Ísland ehf
 • Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits
 • Gísli Þór Arnarson, forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa
 • Guðjónína Sæmundsóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
 • Haraldur Diego, framkvæmdastjóri Fagráðs
 • Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
 • Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar
 • Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdarstjóri starfsmannasviðs Íslenska gámafélagsins
 • Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair
 • Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdarstjóri TM
 • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
 • Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR
 • Jóel Sverrisson, viðhaldsstjóri Landsvirkjunar OAÞ
 • Jón G Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar
 • Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins
 • Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands
 • Margrét B. Tryggvadóttir. sölu-og þjónustustjóri Nova
 • Rúnar Ingibjartsson, gæðastjóri Nóa Siríus
 • Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar
 • Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
 • Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
 • Sigurjón Þór Árnason, sérfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins
 • Snorri Jónsson, mannauðsstjóri Creditinfo
 • Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware
 • Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans
 • Sævar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs Íslenska gámafélagsins
 • Trausti Harðarson, stjórnarformaður CEO HUXUN
 • Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands
 • Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar Háskólans í Reykjavík
 • Þórhildur Ólöf Helgadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Securitas
 • Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?