Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi veitt í fimmta sinn 12.mars 2014

Verðlaunahafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2014

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin, Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU , Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fimmta sinn miðvikudaginn 12.mars í Turninum í Kópavogi að viðstöddum forseta Íslands. Þetta er í senn verðlaunahátíð og ráðstefna þar sem þrír áhugaverðir fyrirlesarar fluttu erindi sem tengdist þema hátíðarinnar: "Ný verkfærakista í markaðssetningu einstaklinga og fyrirtækja". Fyrirlesarar voru þau Edda Hermannsdóttir - dagskrárgerðarkona á Miklagarði " Tækifærin í hinu óhefðbundna og yfirstíganlega", Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri NOVA, "Ekki vera eitthvað fyrir alla. Vertu allt fyrir einhverja!" og Þorvarður Goði Valdimarsson, framkvæmdastjóri Nýs vinkils ehf."Að staðsetja sjálfan sig sem leiðandi afl með hjálp samfélagsmiðla og hvernig vinnuveitandinn nýtur góðs af".

Handhafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2014 eru:

  • Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU,
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala og
  • Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin og Bára Sigurðardóttir, formaður dómnefndar, flutti ræðu fyrir hönd dómnefndar. Á annað hundrað manns voru við afhendingu verðlaunanna.

Dómnefnd 2014 skipuðu eftirtaldir:

  • Agnes Gunnarsdóttir, situr í stjórn Stjórnvísi og er framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins
  • Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent.
  • Bára Sigurðardóttir, formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjá Termu
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR
  • Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar
  • Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Forstöðumanna Ríkisstofnanna

Ritari dómnefnar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Stjórnandi ársins 2014

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Um þennan verðlaunahafa er það að segja að hann fékk flestar tilnefningar. Stjórnandinn er sagður öflugur leiðtogi, með sterka framtíðarsýn og að honum hafi tekist að fylkja starfsfólkinu á bak við sig.

Af umsögnum að dæma er starfsfólk þakklátt fyrir verk hans, sem meðal annars er lýst svo að hann hafi náð að bjarga fyrirtækinu út úr ógöngum og náð gríðarlegum árangri í viðsnúningi fyrirtækisins.

Hann er sagður sýna ótrúlega elju og dugnað, vera sanngjarn en kröfuharður og einnig góð fyrirmynd; hann fari fram af ákveðni en sýni mýkt þegar það á við og hlusti vel. Hann nýtur virðingar jafnt inni á vinnustaðnum sem og utan hans.

Hann er sagður afar fylginn sér, allt sem hann segi standist og að þannig hafi hann áunnið sér verulegt traust innan erlendra fjármálastofnana. Um leið og hann hafi náð gríðarlegum árangri í fjármálastjórnun, þá hafi hann fundið tíma til að sinna þáttum eins og upplýsingagjöf til starfsmanna, jafnréttismálum og umhverfismálum, auk þess sem þjónustumenningin hafi batnað með mælanlegum hætti undir hans forystu.

Þá er hann sagður óhræddur við að hugsa út fyrir boxið, hvort sem það er til að hagræða eða til að bæta starfsumhverfi starfsfólks, en um leið sé fastur fyrir þegar það á við, t.d. í öryggismálum og þegar kemur að gildum fyrirtækisins.

Verðlaunahafinn er Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Millistjórnandi ársins 2014

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Bráðsviðs Landsspítala Háskólasjúkrahúss

Hún er óskoraður leiðtogi, mjög hvetjandi yfirmaður og sýnir samstarfsfólki mikið traust og frelsi. Hún hefur sterka framtíðarsýn, er árangursdrifin og metnaðarfull og leggur mikla áherslu á að halda gildum vinnustaðar síns á loft sem eru: umhyggja, öryggi, fagmennska, framþróun. Hún er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og má í því sambandi geta þess að nýlega fékk vinnustaðurinn sem hún stýrir nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri vegna ársins 2014. Hún hefur líka mikla orku sem hún smitar frá sér og sterka tilfinningagreind sem hún nýtir vel í starfsmannamálum.

Hún heitir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og er framkvæmdastjóri Bráðsviðs Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Bráðasviðið sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra og er hlutverk þess að skapa örugga umgjörð og fagmennsku í móttöku sjúklinga þar sem álagið er oft mjög mikið. Um 100.000 komur eru á sviðið á ári sem svarar til þess að árlega komi þriðji hver Íslendingur á bráðamóttökuna. Á bráðasviði starfa tæplega 400 manns sem koma úr mjög mörgum starfsstéttum og í störfum sínum hefur Guðlaug Rakel öryggi ávallt að leiðarljósi hvort heldur er um að ræða sjúklinga eða starfsmenn.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er afar vel að því komin að hljóta Stjórnendaverðlaun Stjórnvísis árið 2014

Frumkvöðull ársins 2014

Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU

Stjórnandinn er stofnandi og eigandi fyrirtækisins ELLU. ELLA er framleiðslufyrirtæki sem vinnur eftir hugmyndfræði "Slow Fashion" og hefur hlotið mikla athygli víðsvegar í heiminum. ELLA stefnir að því að vera tískuhús sem Íslendingar geta verið stoltir af og seinna meir verða áhrifamikil rödd þvert á landamæri þegar kemur að tísku og sögu þess. ELLA trúir því að flíkur eigi þátt í upplifunum og eftir því sem þær verða eldri þeim mun meiri saga fylgir þeim. ELLA NIGHT ilmatnið var valið jólailmurinn af Positve Luxury í Bretlandi og árið 2013 náði fyrirtækið einungis að anna 20% af eftirspurn á heimamarkaði. Í fyrra var stjórnandinn valinn Ungur Alheimsleiðtogi - ein af 200 ungum stjórnendum undir 40 ára til að hlotna þennan titil. En World Economic Forum velur þessa ungu leiðtoga og þjálfar þá upp í fimm ár til að seinna meir verða betri stjórnendur fyrir lönd sín eða stórfyrirtæki.

Stjórnandinn hefur sterka framtíðarsýn og óbilandi trú á því sem fyrirtækið er að gera, berst áfram af miklum sannfæringarkrafti og finnur sífellt nýjar leiðir til að gera betur. Hún hefur alla tíð þurft að standa á eigin fótum og treysta á sjálfa sig og það skilar sér í fyrirtækjarekstrinum.

Stjórnandinn er sannkallaður frumkvöðull og leiðtogi. Hún býr yfir þeim hæfileika og kjarki sem sem þarf til að sigla í þeim ólgusjó sem fylgir að vera í nýsköpun. Hún nýtur virðingar í sínu fagi er óhrædd við að leita sér aðstoðar og gera mistök og fagnar þeim, þannig verður ELLA betri og sterkari. Gildi ELLU er skýr , E=Environmental L=listening L=learningA=Achieving, innrömmuð upp á veg og eru leiðarljós starfsmanna í öllum þeirra ákvörðunum.

Stjórnandinn er uppbyggjandi og hvetjandi stjórnandi. Hún er mikill mannþekkjari og hefur einstakt lag á að laða til sín þá bestu í sínu fagi. Þannig hefur henni tekist að skapa sterkt teymi þar sem hver og einn starfsmaður hefur skýr mælanleg markmið, nýtur trausts og blómstrar í starfi. Hún er kröfuhörð og hjartahlý og nær því besta fram í hverjum og einum starfsmanni.

Stjórnandinn sem hér er lýst og hlýtur hér með stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2014 heitir Elínrós Líndal og er forstjóri ELLU ehf.

Stjórnvísi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju

Tilnefningar til Stjórnunarverðlaunanna 2014

Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2014
Tilnefningar til stjórnunarverðlaunanna 2014 - PDF skjal

  • Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp
  • Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Íslands
  • Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár
  • Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs og rekstrar Sjóvár
  • Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor
  • Áslaug D. Benónýsdóttir, verkefnastjóri Gámaþjónustunnar
  • Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu
  • Drífa Sigurðardóttir, starfsmannastjóri Mannvits
  • Elínrós Líndal, forstjóri ELLU
  • Elísabet Einarsdóttir, mannauðsstjóri Ölgerðarinnar
  • Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja
  • Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð í Landsbankanum
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs LSH
  • Guðmundur Hagalín Guðmundsson, forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku Náttúrunnar
  • Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu
  • Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
  • Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs
  • Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu TM
  • Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Vodafone
  • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands
  • Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Fjármálaeftirlitsins
  • Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens
  • Jón Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri IC Fish, Marel
  • Júlía Rós Atladóttir, deildarstjóri vöruhúsa Distica
  • Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri farþegaþjónustusviðs Strætó
  • Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdarstjóri
    Meniga
  • Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kosmos og Kaos
  • Kristján Tryggvi Högnason, forstöðumaður vöruhúsadeilda Samskipa
  • Linda Rut Benediktsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs hjá Tollstjóra
  • Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, Orku náttúrunnar
  • Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringarsviðs Landsbankans
  • Ragnheiður D. Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskiptasviðs TM
  • Ragnhildur Arnljótsdóttirráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
  • Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans
  • Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum
  • Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
  • Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
  • Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri
  • Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
  • Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans
  • Trausti Harðarson, stjórnarformaður CEO HUXUN
  • Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins
  • Vilborg Gunnarsdóttir, starfsmannastjóri Veritas
  • Yngvi Halldórssonframkvæmdastjóri upplýsingatækni-og viðskiptaferla hjá Össur
  • Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans
  • Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?