Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI Í STJÓRNARHÁTTUM - ÁRIÐ 2023

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Umsjónaraðili sér um framkvæmd matsins, en matsferlið byggir í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi hafa gefið út.

Líkanið sem notað hefur verið er kallað Stjórnarhátta-demanturinn og var þróað af Dr. Eyþóri Ívari Jónssyni, en hann skipulagði og stjórnaði verkefninu fyrstu tíu árin.

Viðurkenningar eru afhentar einu sinni á ári á viðburði sem  Stjórnvísi annast og heldur utan um.

Hér má nálgast merki Fyrirmyndarfyrirtækja

VIÐURKENNINGU HLUTU AÐ ÞESSU SINNI EFTIRFARANDI FYRIRTÆKI:

 
 • Arion banki hf.

 • Eik fasteignafélag hf.

 • Fossar, fjárfestingabanki

 • Icelandair Group hf.
 • Íslandssjóðir hf. 

 • Kvika banki hf.
 • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.

 • Reginn

 • Reiknistofa bankanna hf.

 • Reitir hf.

 •  Sjóvá hf.

 • Stefnir hf. 

 •  Sýn hf. 
 •  TM hf.
 • Vátryggingafélag Íslands hf.
 • Vörður hf.
 • Mannvit
 • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

Reglur um gildistíma viðurkenningar:

·         Viðurkenningin „Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum“ gildir í þrjú ár nema verulegar breytingar hafi orðið á stjórn, eignarhaldi eða stjórnarháttum fyrirtækis. Verulegar breytingar teljast hafa átt sér stað þegar:

o    Meirihluti stjórnarfólks hefur tekið sæti í stjórn eftir veitingu síðustu viðurkenningar

o    Breytingar hafa orðið á ráðandi hlut, en þá er miðað við 10% af eignarhaldi

o    Aðrar verulegar breytingar hafa átt sér stað í starfsemi, í samþykktum, eða skipulagi sem hafa áhrif á starfssvið og/eða starfshætti stjórnar

Hafi verulegar breytingar átt sér stað þarf endurnýjunar við þó ekki séu þrjú ár liðin frá þeirri síðustu.

·       Gjald vegna viðurkenningar er nú 350.000 kr. í fyrsta skipti og 250.000 kr. vegna endurnýjunar. Þátttökugjald kr. 50.000,- kr. er greitt þau ár sem ekki er framkvæmd úttekt.

·       Til að viðhalda viðurkenningu á milli ára ber fyrirtækjum sem fengið hafa viðurkenningu að upplýsa um breytingar og framþróun á stjórnarháttum fyrirtækisins fyrir lok árs. Upplýsa þarf árlega um:

o    Nöfn og kennitölur stjórnarmanna og upplýsingar um breytingar á stjórn frá fyrra ári.

o    Helstu aðgerðir fyrirtækisins á árinu til að efla góða stjórnarhætti stjórnarinnar

o    Eyðublað til útfyllingar vegna endurnýjunar viðurkenningar má finna hér

Mat á viðurkenningu

Sérstakur fagaðili á vegum Stjórnvísi annast mat á úttektum til viðurkenninga á „Fyrirmyndarfyrirtækjum um góða stjórnarhætti“.

Skila þarf umsóknum og úttektum vegna viðurkenninga tímanlega, því gera þarf ráð fyrir að það geti tekið tvær til þrjár vikur að yfirfara og meta umsókn og fylgigögn hennar.

Hér má finna lista yfir viðurkennda úttektaraðila.

Hér má finna lista yfir fyrirtæki sem hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?