Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi veitt í níunda sinn 28. febrúar 2018

 

 

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og formanni dómnefndar.

Frá vinstri:
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson,
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, stofnandi Kortaþjónustunnar
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar

 

Stjórnunarverðlaunin 2018

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í níunda sinn 28. febrúar við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Þetta var í senn verðlaunahátíð og ráðstefna þar sem tveir áhugaverðir fyrirlesarar fluttu erindi sem tengdist þema hátíðarinnar: „ Góðir stjórnarhættir - fjárfesting til framtíðar. “. Fyrirlesarar voru:

 • Helga Hlín Hákonardóttir hdl. meðeigandi hjá Strategíu og stjórnarkona í atvinnulífinu.
 • Heiðar Guðjónsson, formaður stjórnar Vodafone og með alþjóðlega reynslu af stjórnarstörfum.

Handhafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2018 eru:

 • Jóhannes Ingi Kolbeinsson, stofnandi Kortaþjónustunnar í flokki frumkvöðla.
 • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í flokki millistjórnenda.
 • Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna í flokki yfirstjórnenda.

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og flutti ávarp.

Dómnefnd 2018 skipuðu eftirtaldir:

 • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.
 • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
 • Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
 • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
 • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
 • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
 • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. 

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

Yfirstjórnandi ársins 2018

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna.

 

Sá sem hlýtur verðlaunin sem yfirstjórnandi fyrirtækis er vel að því kominn.  Árið 2011 tók hann við sem yfirstjórnandi fyrirtækis í tæknigeiranum, sem ekki hafði tekið miklum breytingum í áranna rás, en byggði á mjög traustum grunni.  Rekstrarformi þess hafði verið breytt í hlutafélag og ný stjórn kom að félaginu.  Eitt fyrsta verk stjórnar var að ráða nýjan forstjóra.  Frá þeim tíma/árinu 2011 hefur fyrirtækið fengið ótal vottanir og viðurkenningar.  

Árið 2007 var skrifuð meistararitgerð um fyrirtækið sem bar yfirskriftina Stjórnblinda í þekkingarfyrirtækjum.    Niðurstöður þeirrar ritgerðar bentu á að mikilvægt væri að ráðast í breytingar.  Fjarlægð var á milli stjórnenda og starfsfólks. 

Frá því að núverandi forstjóri tók við  hefur fyrirtækjamenningin tekið algjörum stakkaskiptum.  Þar starfa í dag 176 starfsmenn.  Markvisst hefur verið unnið að því að jafna hlutföll kynjanna, m.a. er fyrirtækið Velunnari FKA 2017 og styður þannig eigin kvenstjórnendur til að huga að starfsþróun, sýnileika og tengslamyndun í FKA.  Starfsfólk upplifir í dag að hópurinn sé samhentur,  það hafi jöfn tækifæri óháð kyni, hlutverk fyrirtækisins sé skýrt og borin sé umhyggja fyrir hverjum og einum sem einstaklingi.  Starfsmannavelta er lág og reglulega óska fyrrverandi starfsmenn eftir því að koma til starfa að nýju.  Þjónustukönnun meðal viðskiptavina árið 2017 segjast tæp 90% viðskiptavina að þeir telji viðmót og framkoma starfsfólks vera gott. 

Eftirfarandi lýsing er frá fyrrverandi samstarfsmanni og síðar viðskiptavin: Stjórnandinn er einhver "strategískasti" maður sem ég þekki.  Hann borar ofan í hlutina til að skilja þá til hlítar, rannsakar og viðar að sér gögnum og býr til framtíðarsýn eða "stóru myndina" og byggir hana á gögnum og rökum.  Hann er gríðarlega talnaglöggur en á sama tíma mjög næmur fyrir markaðsnálgun sem er mjög sérstök blanda.  Hann fylgir hlutunum mjög vel eftir, er mjög kröfuharður við sjálfan sig og aðra og þó það blási á móti missir hann aldrei sjónar af endamarkinu. Stjórnandinn er afskaplega ósérhlífinn, segir hlutina eins og þeir eru og stendur við orð sín.  Hann hefur ástríðu fyrir því sem hann gerir.  Hann hvetur fólkið sitt áfram og er mjög umhugað um að fólki líði vel í fyrirtækinu, sé vel upplýst og stolt af því sem það er að gera.

Eftirfarandi lýsing studdi einnig tilnefningu stjórnandans til verðlauna: Stjórnandinn endaði árið á því að elda sjálfur "Beef Wellington" fyrir þá sem voru á vakt vegna áramótavinnu.    Kynjaskipting hjá fyrirtækinu er einnig með því besta sem sést í geiranum og jafnréttismál í hávegum höfð.    Ég byrjaði sjálf að vinna hjá fyrirtækinu fyrir rétt tæpu ári og get með fullvísu sagt að þetta er besta fyrirtækið sem ég hef starfað hjá. Stjórnandinn á þar stóran þátt. Það er mikil ánægja að tilkynna að Yfirstjórnandi ársins 2018 er Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB (Reiknistofu bankanna). Friðrik er með stjórnunarmenntun frá London Business School; Executive Education Program.  MSc gráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics; BA gráðu í alþjóðasamskiptum frá University of Wisconsin Madison, USA.

 

Millistjórnandi ársins 2018

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Stjórnandinn er leiðtogi sem leggur áherslu á gott vinnuumhverfi og stuðlar að því að fólki líði vel í vinnunni sem skilar sér í góðri þjónustu til viðskiptavina.  Stjórnandinn leggur mikinn metnað í að fyrirtækið veiti framúrskarandi þjónustu og leggur ríka áherslu á samfélagsábyrgð.  Stjórnandinn vinnur stöðugt að því að vera góð fyrirmynd  og að skapa góðan starfsanda. Stjórnandinn nýtur mikillar virðingar jafnt innan sem utan fyrirtækisins. Hann hefur verið talsmaður fyrirtækisins og flutt mörg erindi um starfsemina, bæði þjónustuna og því sem tengist samfélagsábyrgð.

Stjórnandinn sem um ræðir leggur mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl og hefur hvatt starfsfólk til heilsueflingar með margvíslegum hætti og hefur átt ríkan þátt í heilsueflandi þætti innan fyrirtækisins.   Stjórnandinn leggur stöðugt áherslu á að á að bæta sig og umhverfi sitt. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum hefur tekist að ná miklum árangri í rekstri fyrirtækisins. Það hefur vakið eftirtekt að fyrirtæki með enga samkeppni geti náð þeim merka árangri að vera efst í sínum flokki í Íslensku ánægjuvoginni fyrir framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.  

Áhersla á nýsköpun og þróun er ofarlega á forgangslista Stjórnandans.  Hann hefur hefur séð til þess að á hverju ári séu starfræktir þverfaglegir verkefna- og umbótahópar sem koma með tillögur að nýjungum og endurbótum hverju sinni.  Stjórnandinn er að mati eins umsagnaraðila án efa einn færasti stjórnandi á landinu.  Mikil fyrirmynd og öflugur að miðla þekkingu sinni til annarra innan fyrirtækisins.  Stjórnandinn er góður leiðtogi, vel liðinn og til fyrirmyndar í alla staði.  Hann er því vel að því komin að hljóta verðlaun Stjórnvísis í dag í flokki millistjórnanda.

Millistjórnandi ársins heitir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

 

Frumkvöðull ársins 2018

Jóhannes Ingi Kolbeinsson stofnandi Kortaþjónustunnar

 

Sá aðili sem hlýtur frumkvöðlaviðurkenningu Stjórnvísi í ár á að baki farsælan feril frá því hann stofnaði fyrirtæki sitt árið 2002 og starfaði sem framkvæmdastjóri þess þar til í janúar 2018.   Hann hefur fengið fjölmörg verðlaun og tilnefningar á sínu sviði í Evrópu og var m.a. valinn Entrepreneur of the year af tímaritinu European CEO.   Þá fór fyrirtækið á Inc. 5000 Europe listann  yfir fyrirtæki sem eru að vaxa hvað hraðast í Evrópu og lenti fyrirtækið í 106 sæti.    Þá hefur fyrirtækið undir hans stjórn verið útnefnt fyrirtæki ársins hjá VR og fyrirmyndarfyrirtæki hjá Creditinfo.   Þessi aðili/hann nýtur virðingar fyrir sína þekkingu og ötulu baráttu fyrir frelsi í á sínu fagsviði. 

Með tilkomu fyrirtækis þess aðila sem hlýtur frumkvöðlaverðlaunin í ár breyttist samkeppnisumhverfið í greininni og vann fyrirtækið stóra sigra þrátt fyrir talsvert mótlæti og mótspyrnu.   Innkoma fyrirtækisins á markaðinn var ekki síst til hagsbóta fyrir söluaðila og neytendur í landinu, þar sem samkeppnin leiddi til þess að þjónustugjöld  á Íslandi lækkuðu mikið og þjónustustigið hækkaði.

Frumkvöðullinn er óhræddur við að fara nýjar leiðir og hefur þannig breytt áður rótgrónum gildum í greininni. 

Þekking hans á heildarrekstri, tækni og fjármálum er sterk.  Hann hefur góða heildarsýn, er skipulagður og miðlar stefnu hiklaust til starfsmanna. 

Í tilnefningum um frumkvöðulinn segir m.a. að hann sé mikill leiðtogi,  framsýnn, faglegur, árangursdrifinn, frábær yfirmaður, jákvæður en hógvær, heiðarlegur og traustur.  Einnig góður vinur sinna samstarfsmanna.  Góður hlustandi og treystir sínu fólki.  Réttsýnn og laus við alla tilgerð.  Hann hefur einnig lagt mikla áherslu á heilsu og velferð starfsmanna sinna og setur alltaf starfsfólkið í forgang í stað þess að huga að eigin hagsmunum.  

Það er því með ánægju sem ég tilkynni að Jóhannes Ingi Kolbeinsson stofnandi Kortaþjónustunnar hlýtur frumkvöðlaviðurkenningu Stjórnvísis í ár.  

Stjórnvísi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju ásamt öllum þeim sem voru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2018.

 

 

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2018:


Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæða hjá Virk

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.

Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TEMPÓ

Bartosz Glazowski, rekstrarstjóri Íslenska gámafélaginu

Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri á ráðgjafasviði hjá KPMG

Bjarni Gnýr Pálsson Hjarðar, yfirverkfræðingur Sorpu

Björn Ingimundarson, Head of Software Development at Novomatic Lottery Solutions

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.

Bragi Fjalldal, VP Business Development Meniga

Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop ehf.

Elfa Björk Björgvinsdóttir, stofnandi og eigandi 22Hill

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins

Elísabet Einarsdóttir, mannauðsstjóri Íslandshótela

Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um góða stjórnarhætti við HÍ

Finnur Oddsson, forstjóri Origo.

Friðrik Guðjón Guðnason, forstöðumaður Ferlaþróunar hjá Landsbankanum

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga

Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi

Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Hlaðbær Colas

Guðlaug Birna Aradóttir, framkvæmdastjóri Skinnfisks

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU

Guðrún Árný Guðmundsdóttir, deildarstjóri á lungnadeild Landspítala

Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu á Landspítala

Guðrún Gyða Ólafsdóttir, móttökustjóri hjá Háskólanum í Reykjavík

Helga Dögg Flosadóttir, stofnandi og forstjóri Atmonia.

Helga Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló og Indí

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS

Helgi Þór Gunnarsson, forstöðumaður hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá

Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðs-og fjármálastjóri Fiskistofu

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA

Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólans Króks

Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka

Ingigerður Guðmundsdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Sjóvá

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR

Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangasviðs Innnes ehf.

Jóhannes Ingi Kolbeinsson, stofnandi Kortaþjónustunnar

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Jón Haukur Daníelsson, stofnandi og eigandi Allur heimurinn

Jón von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi Vivaldi

Katrín E. Hjörleifsdóttir, sviðsstjóri viðskiptasviðs Sjúkratrygginga Íslands

Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og stofnandi Florealis

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs hjá Odda

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls.

Lovísa Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri Regnbogans

Magnús Árnason, markaðsstjóri NOVA

Magnús Böðvar Eyþórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna RB. 

Nótt Thorberg, framkvæmastjóri Marel á Íslandi

Ómar Þröstur Hjaltason, stofnandi Base Parking

Perla Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans

Ragnheiður Sigurðardóttir, eigandi Hótelrekstur

Rakel Eva Sævarsdóttir, stofnandi og eigandi Borðsins

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Arion banka

Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri og stofnandi Platome Biotechnology

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Sigrún Sæmundsdóttir, forstöðumaður Viðskiptalausna hjá Landsbankanum

Sigþór Skúlason, eigandi og forstjóri Airport Associates

Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO

Sindri Bergmann Þórarinsson, KrakkaRÚV-stjóri

Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu

Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans

Þóra Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður BPM ferlastýringar hjá Eimskip

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA

Valur Knútsson, yfirverkefnastjóri Þeistareykjavirkjunar hjá Landsvirkjun

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?