Hlutverk Stjórnvísi

Hlutverk Stjórnvísi:

Efla gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.


Framtíðarsýn Stjórnvísi 2020:

Að vera leiðandi í umræðu um faglega stjórnun auk þess að vera fyrsti valkostur í þekkingarleit, miðlun og tengslamyndun. 


Gildi Stjórnvísi:

Framsækni: Við sækjum fram af krafti og horfum til nýjustu strauma og stefna í faglegri stjórnun
Fræðsla: Við miðlum fjölbreyttri þekkingu og reynslu
Fagmennska: Við höfum fagmennsku að leiðarljósi og leitum ávallt til færustu sérfræðinga í hverju fagi á hverjum tíma


Meginmarkmið:

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfa (af heilindum) fyrir Stjórnvísi
 • Stjórn félagsins er í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna
 • Framkvæmdastjóri félagsins hefur leiðtogahæfileika, er sýnilegur og virkur
 • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins
 • Regluleg endurnýjun þátttakenda í stjórnum faghópa

Stjórnvísi er leiðandi í umræðu um faglega stjórnun

 • Stjórnvísi er aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu
 • Félagar upplifa sig auðugri  af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni
 • Félagsmenn öðlast aukið tengslanet af þátttöku í félaginu
 • Stjórnvísi þróast í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins

Fagmennska er ávallt höfð að leiðarljósi í öllum okkar störfum.

 • Virkni allra faghópa sem skráðir eru á vefsíðu félagsins
 • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald skráðir og unnið eftir þeim
 • Viðburðir ávallt sýnilegir og auglýstir a.m.k. tveimur vikum fyrir auglýstan tíma
 • Ábendingar/hugmyndir eiga sér skýran farveg


Árangur þessara markmiða er mældur árlega af stjórn Stjórnvísi.

Ábyrgðaraðili vefsíðu er framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Stjórnvísi er skrásett vörumerki og verður næst endurnýjað 2025.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?