Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi veitt í fyrsta sinn 2010

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fyrsta sinn fimmtudaginn 4. mars að viðstöddum Forseta Íslands og vel á annað hundrað gesta.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda og hvetja hann til áframhaldandi faglegra vinnubragða og árangurs á öllum sviðum stjórnunar og rekstrar.

Stjórnunarverðlaunin hljóta þeir stjórnendur, sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Verðlaunin að þessu sinni voru veitt í fjórum flokkum: Fjármála-, mannauðs- og þjónustustjórnun ásamt hvatningarverðlaunum.

Mikill fjöldi vel rökstuddra tilnefninga barst dómnefnd, sem átti úr vöndu að velja. Tilnefningar til Stjórnunarverðlaunanna verða að vera ítarlega rökstuddar úr frá fjórum megin þáttum eða viðmiðum, sem lesa má nánar um hér

Handhafar stjórnunarverðlaunanna 2010

 

 

Í flokki fjármálastjórnunar: Hjörleifur Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar.

Í flokki mannauðsstjórnunar: Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas.

Í flokki þjónustustjórnunar: Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÁTVR.

Sérstök hvatningarverðlaun hlaut: Unnur Ágústsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík.

Dómnefnd skipuðu:

  • Agnes Gunnarsdóttir, markaðs- og þjónustustjóri Íslens gámafélagsins
  • Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri gæða- og mannauðssviðs h Háskólanum í Reykjavík
  • Bára Sigurðardóttir, stjórn Stjórnvísi og mannauðsstjóri hjá Termu
  • Ingvi Elliðason, forstjóri Capacent
  • Ingrid Kuhlman, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar
  • Jón Snorri Snorrason, lektor við Háskóla Íslands
  • Margrét Reynisdóttir, formaður dómnefndar, formaður Stjórnvísi framkvæmdastjóri Gerum betur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?