Handhafar 2023

 

 Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannessyni

Stjórnunarverðlaunin 2023

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt 20. febrúar í 14 sinn við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 eru: 

Í flokki yfirstjórnenda Jón Björnsson, forstjóri Origo.  Í flokki millistjórnenda þau Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech og  Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs-og þjónustusviðs hjá Icelandair.Í flokki framkvöðla  Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Treble Technologies.

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Að þessu sinni voru afhentar tvær viðurkenningar í flokki millistjórnenda þar sem 50% tilnefninga var í þeim flokki. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og flutti ávarp.

Dómnefnd 2023 skipuðu eftirtaldir:

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf og stjórnarkona.
  • Salóme Guðmundsdóttir, forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og stjórnarmaður hjá Eyrir Ventures.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Ritari dómnefndar var Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi 

Yfirstjórnandi ársins 2023
Jón Björnsson, forstjóri Origo hf.

Jón Björnsson 2023 Stjórnunarverðlaun

Stjórnandinn lauk námi í viðskiptafræði frá Rider University í Bandaríkjunum árið 1991 með hæstu einkunn.  Seinna á lífsleiðinni bætti hann við sig stjórnendanámi bæði hjá INSEAD í Frakklandi og í Harvard í Bandaríkjunum.  Stjórnandinn hefur sl. 25 ár verið í forsvari fyrir leiðandi fyrirtæki, sérstaklega innan smásöluverslunar bæði á Íslandi og einnig á Norðurlöndunum.  Hann hefur blásið lífi í fyrirtæki sem hafa verið stöðnuð og auk þess kynnt nýjar leiðir innan rekstursins, td. með aukinni áherslu á tæknilausnir og þar með talið vefverslun.  Stefnumótun, sölustjórnun, markaðsmál á neytendamarkaði er hans heimavöllur.  Hann er í dag óneitanlega einn fremsti stjórnandi á neytendamarkaði á Norðurlöndunum.  Starfsvettvangur hans hefur verið á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi þar sem er klárlega litið á hann sem leiðtoga.

Stjórnandinn hóf sinn feril eftir nám hjá Nóa Siríus og þaðan lá leiðin til Hagkaupa  þar sem hann starfaði fyrst sem innkaupastjóri en síðar sem framkvæmdastjóri þar til hann tók við sem forstjóri Haga.  Eftir það flutti hann til Danmerkur og tók við forstjórastarfi Magasin du Nord.  Óhætt er að segja að stjórnandinn hafi verið mikill fengur fyrir Magasin enda sneri hann 10 ára tapsögu félagsins og endurbætti alla þætti rekstursins og náði aftur fyrri vinsældum hjá viðskiptavinum, en Magasin hefur skipað stóran sess í lífi flestra Dana í meira en 150 ár.  Þetta var á árunum 2005-2012 þannig að samtímis var verið að fást við afleiðingar bankakreppunnar, sem einnig hafði sín áhrif í Danmörku.

Stjórnandinn varð hluti af hópi fjárfesta sem keypti Krónuna, Elko og Bakkann af Byko árið 2014 og stofnuðu Festi sem móðurfélag fyrir þessi fyrirtæki.  Hann varð forstjóri Festi og óhætt er að segja að þar var lagður sterkur grunnur að þeirri vegferð sem bæði Krónan og Elko hafa verið á á undanförnum árum.  Á fjórum árum tókst að þrefalda virði félagsins sem árið 2018 var selt til N1.  Festi er í dag móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og Bakkans.

Það þótti athyglisvert þegar stjórnandinn tók við sem forstjóri Origo fyrir rúmum tveimur árum.  Á þessum tíma hefur hann tekið Origo í gegnum miklar breytingar og hagur hluthafa hefur aukist mikið.  Hér hefur hann tekið hugsunina með sér frá neytendamarkaði að viðskiptavinir eru alltaf í fremsta sæti.

Stjórnandinn er einnig frumkvöðull og hefur verið í stjórn Boozt.com frá upphafi og tekið þátt í uppbyggingu stærstu netverslunar á Norðurlöndunum.  Auk þess að koma að stofnun nýrra vörumerkja eins og dropp.is, yay.is og braudogco.is.  Einnig tók hann Joe & Juice með til Íslands frá Danmörku, þannig að hægt er að segja að stjórnandinn þekki neytendamarkaðinn og sé meistari í að fylgja því eftir með lausnum sem viðskiptavinir elska.

Stjórnandinn hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum fyrir Fjármálaráðuneytið og Arion banka svo dæmi séu tekin við endurskipulagningar á rekstri Jyskt (Rúmfatalagerinn) í Kanada, Baltnesku löndunum og á Íslandi, stutt við þróun á Vöruhúsinu Steen & Ström sem verslar með lúxusvörur og svo má lengi telja.

Umsagnir samstarfsaðila eru meðal annars þær að hann sé án efa öflugasti stjórnandi og leiðogi sem þeir hafi kynnst starfsferlinum.

Stjórnandinn sé afar heilsteyptur og agaður prinsipmaður. Hann greini og skilji innviði fyrirtækja og setji sig afar vel inn í verkefnin sem hann tekur að sér. Hann sé í raun akademiskur í nálgun sinni þar sem hann lesi sér til um og rannsaki afar vel vel þá grein sem fyrirtæki tilheyri hérlendis og erlendis.

Hann sé mjög stefnumiðaður, hafi úthald til að fylgja málum eftir og góður í að greina viðskiptatækifæri. Hann dragi fram það besta í fólki sem hann vinnur með og treysti fólki til góðra verka. Hann sé gagnadrifinn og taki ákvarðanir sem byggja á gögnum. Hann sé réttsýnn, sanngjarn og með gott gildismat. Hann hafi mikinn metnað, sé árangursdrifinn og hugsi stórt. Heilt yfir sé mjög gaman og gefandi að vinna með honum, því hann valdefl og það sé hægt að læra mikið af honum. Hann sé mjög vel að þessum verðlaunum kominn.

Stjórnandinn hafi aldrei sóst eftir athygli eða persónulegum viðurkenningum. Með hliðsjón af öllu  framansögðu er því sönn ánægja að tilkynna að:  Stjórnandinn er Jón Björnsson, forstjóri Origo hf.

 

 

Millistjórnandi ársins 2023
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech.   

Sá stjórnandi sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi sem millistjórnandi ársins 2023, hefur leitt ört stækkandi teymi innkaupastýringar Alvotech frá lok árs 2020. Innkaupastýringarteymi Alvotech ber ábyrgð á öllum innkaupum Alvotech, ásamt því að sjá um innflutning á þeim hráefnum sem þarf fyrir lyfjaframleiðslu og þróun. Síðastliðin ár, eða frá því að stjórnandinn tók við starfi sínu sem deildarstjóri innkaupastýringar hjá Alvotech, hefur hann unnið mikið þrekvirki í því erfiða umhverfi sem COVID-19 hefur haft á aðfangakeðjur um allan heim. Teymið hefur verið mikilvægt hjól í því að mæta tímalínum Alvotech með því að tryggja aðföng á réttum stað, á réttum tíma og í réttu magni.

Stjórnandinn hefur síðastliðinn áratug unnið við margvísleg störf tengd innkaupa – og vörustýringu. Áður leiddi hann meðal annars innkaupa- og vörustýringarteymi Landspítalans frá 2015-2018. Árið 2018 flutti hann til Danmerkur þar sem hann útskrifaðist síðar með meistaragráðu í aðfangakeðjustýringu frá Copenhagen Business School (CBS). Í Danmörku starfaði hann samhliða námi hjá fyrirtækinu Maersk Drilling. Þar sinnti hann  margvíslegum verkefnum þvert á  bæði innkaup og vörustýringu.

Stjórnandinn hefur verið tekið þátt í fagstarfi Stjórnvísi frá árinu 2016, þar sem hann hefur verið meðlimur í faghópi um innkaupa- og vörustýringu. Frá áramótum 2023 hefur hann verið formaður faghópsins.

Stjórnandinn fær þá umsögn að hann sé frábær leiðtogi sem er til staðar fyrir teymið sitt þegar þörf er á. Hann  gefur starfsmönnum frjálsræði og sveigjanleika til þess að sinna sínum verkefnum. Hann er einstakur í mannlegum samskiptum, bæði innan Alvotech og í samskiptum við birgja sem staðsettir eru út um allan heim. Hann leitar eftir lausnum og leiðum með samstarfsmönnum sínum, til þess að gera verkferla skilvirkari. Hann  leiðir meðal annars innkaupahluta á nýrri starfrænni heildarlausn fyrir Alvotech.  Stjórnandinn er Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech.

 

Millistjórnandi ársins 2023
Sylvía Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri markaðs-og þjónustusviðs hjá Icelandair.

Sylvía Kristín Stjórnunarverðlaun 2023

Sá stjórnandi sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi sem millistjórnandi ársins 2023 á fjölbreyttan feril að baka í fjármála-, orku-, flug- og tæknigeiranum hér á landi og erlendis. Viðkomandi hefur tekist á við afar ólík en krefjandi verkefni allt frá krísustjórnun, tekjustýringu, vöruþróun og vörustýringu, stafræna væðingu þjónustu og afurða sem og sölu- og markaðssetningu þeirra.

Stjórnandinn lauk BSc prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sama fagi frá London School of Economics árið 2006. 

Stjórnandanum var fljótt treysti fyrir veigamiklum verkefnum eftir að námi lauk, en í ársbyrjun 2007 var viðkomandi ráðinn til Fjármálastöðuleikasviðs Seðlabanka Íslands inn í lítið teymi sem byrjaði það ár að undirbúa aðgerðir sem hægt væri að grípa til ef íslensku bankarnir skyldu falla, en teymið gegndi lykilhlutverki í að móta og stýra aðgerðum sem hjálpuðu til við að vernda íslenska efnahagskerfi við verstu afleiðingum fjármálakrísunnar. Árið 2009 réði stjórnandinn sig til Amazon þar sem viðkomandi fékk á tæpum fimm árum í fjórgang stöðuhækkun og var í lokin vörustjóri Kindle Unlimited efnisveitunnar.  Stjórnandinn snéri heim árið 2015 og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar Landsvirkjunar. Árið 2018 var komið að Icelandair að njóta krafta stjórnandans, þar sem viðkomandi starfaði fyrst sem forstöðumaður á rekstrarsvið og síðar meir sem forstöðumaður leiðar- og áætlunarkerfi félagsins, en á þeim tíma náðist besti árangur félagsins í stundvísi í 10 ár. Árið 2021 réði stjórnandinn sig sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, en snéri ári síðar aftur til Icelandair sem Framkvæmdastjóri markaðs-og þjónustusviðs.  Auk ofangreindra starfa hefur stjórnandinn setið í stjórnum Ölgerðarinnar, Símans, Orkufjarskipta og gegnt  stjórnarformennsku í stjórn Íslandssjóða. 

Af yfirmönnum er stjórnandanum lýst sem frábærum, eldklárum, metnaðarfullum samstarfsfélaga sem setur sig vel inn í öll mál og kemur oft með öðruvísi sjónarhorn á viðfangsefnin en aðrir sem er mjög gott fyrir teymið. Stjórnandinn þykir afar þægilegur í samskiptum þannig að öllum líður vel í kringum viðkomandi, jafnt meðstjórnendum í framkvæmdastjórn sem undirmönnum. Viðkomandi er góður stjórnandi og styður sitt fólk mjög og leggur sig fram við að styrkja þau og efla.

Af undirmönnum er helstu kostum stjórnandans lýsti á eftirfarandi hátt: Stjórnandinn hugsar eftir öðrum brautum og fer stundum óvæntar leiðir í samtölum. Viðkomandi tengir upplýsingar saman á stundum ófyrirsjáanlegan (en þó fullkomlega rökréttan) og skapandi máta og auðgar þannig samtalið. Stjórnandinn hefur einstakt lag á að hjálpa fólki að vinna saman sem telja verður að sé einn af mestu styrkleikum stjórnandans. Sílóhugsun er eitthvað sem viðkomandi kann ekki – nær alltaf að búa til samstarf og styrk úr samvinnu. Stjórnandinn  kemur jafnt fram við alla – titlar og staða skipta ekki máli heldur framlag fólks og þekking inn í samtalið. Stjórnandinn ýtir fólki út fyrir þægindarammann með innsæi sínu og áhugaverðum vinklum á samtöl sem oft fara inn á aðrar brautir en þú áttir fyrirfram von á og þannig hvetur stjórnandinn mann áfram til að stækka, læra og bæta sig.   Stjórnandinn er Sylvía Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri markaðs-og þjónustusviðs hjá Icelandair.

 

Frumkvöðull ársins 2023

Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Treble Technologies. Finnur Pind - Stjórnunarverðlaun 2023

Sá frumkvöðull sem hlýtur Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 lauk meistaraprófi í hljóðverkfræði frá danska tækniháskólanum DTU árið 2013 og doktorsprófi í sama fagi árið 2020. Þar á milli starfaði hann í nokkur ár við hljóðráðgjöf hjá verkfræðistofunni Eflu.

Í doktorsnámi sínu stundaði frumkvöðullinn rannsóknir í samstarfi við svissneska háskólann EPFL og bandaríska háskólann Virginia Tech þar sem leiðandi vísindamenn á sviði hljómburðar, ofurtölvuútreikninga og tölvunarstærðfræði leiddu saman hesta sína í þróun byltingarkenndra nýjunga við að herma hljóð með meiri nákvæmni og skilvirkni en áður þekktist.

Að námi loknu námi stofnaði þessi öflugi frumkvöðull fyrirtækið Treble Technologies ásamt kollega sínum úr DTU, Jesper Pedersen, sem einnig hefur mikla reynslu og þekkingu á hljóðhermun.

Rannsóknir sýna ótvírætt áreitið sem hljóð getur skapað og áhrif þess á heilsu, framleiðni og getu til að eiga samskipti. Lausn fyrirtækisins (Treble) er einkaleyfisvarin hugbúnaðarlausn og gerbyltir því hvernig hægt er að hanna hljóð og skapa hljóðupplifanir og nýtist á mörgum sviðum, m.a. við hönnun bygginga, bíla, hljóðtæknibúnaðar, sýndarheima og þjálfun gervigreindar. Á örskömmum tíma hefur fyrirtækið tryggt samstarf við fjölda alþjóðlegra fyrirtækja, m.a. sum stærstu tæknifyrirtæki heims, Google, Samsung og Meta, bílaframleiðandann Volvo og hina virtu arkitektastofu Henning Larsen.


Fyrirtækið (Treble) hefur jafnframt hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir lausn sína á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið tryggði sér í lok síðasta árs tólfhundruð milljón króna fjármögnun í formi styrks frá European Innovation Council og fjárfestingu sem leidd var af Frumtaki og nýsköpunararmi Saint-Gobain sem er í hópi 500 stærstu fyrirtækja heims. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins (Treble) hefur vaxið töluvert að undanförnu og áætlað að þar verði ríflega 30 starfsmenn á næstu vikum.

Hraður uppgangur fyrirtækisins hefur vakið verðskuldaða athygli. Lausn þess (Treble) verður formlega sett í loftið þann 1 mars n.k. og það er álit dómnefndar að viðkomandi hafi með frumkvöðlastarfi sínu verið mikilvæg fyrirmynd þess hvernig skapa megi vel launuð störf og önnur verðmæti á markaði byggt á öflugu rannsóknarstarfi.

Það er með ánægju sem það tilkynnist að viðurkenning Stjórnvísi árið 2023 fyrir frumkvöðlastarf hlýtur Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Treble Technologies.

 

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2023:

Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Vaxa

Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðsmála hjá Virk

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem

Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu DTE ehf.

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY

Bjarney Sólveig Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum

Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa

Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður GG Verk

Dagmar Viðarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilsbrigðisstofnunar Suðurlands

Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri hjá Samhentir, Vörumerking og Bergplast

Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu

Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár

Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löður

Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík

Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóri þjónustu-og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar

Guðbjörg Rist, forstjóri Atmonia

Guðmundur Baldursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenskrar getspár

Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu hjá VÍS

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson, forstöðumaður sölusviðs VÍS

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Samkaupa

Helga Valfells og co, framkvæmdastjóri Crawberry Capital

Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands

Hilmar Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Arkio

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Hörður Ingi Þorbjörnsson, mannauðsstjóri Orkunnar

Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænna lausna hjá VÍS

Íris Ösp Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Elkem

Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf

Jón Björnsson, forstjóri Origo

Kjartan Hansson, forstöðumaður rafrænna þjónustulausna hjá Origo

Matthías Sveinbjörnsson,  forstöðumaður tekjustýringar Icelandair

Ólafur Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Marel Fish

Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu-og markaða hjá Póstinum

Pálmi Pálsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Pálmatré

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf í Grindavík

Pétur Sævar Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur hjá Maven ehf.

Ragnar Örn Egilsson, deildarstjóri stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna

Sara Lind Guðbergsdóttir, sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum

Sif Sturludóttir, forstöðumaður verkefnastofu og innri rekstrar hjá Sýn 

Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins

Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans ehf

Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs

Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech

Soffía Lárusdóttir, forstjóri Ráðgjafar og greiningarstöðvarinnar

Sólveig Sigurðardóttir, barnalæknir hjá Ráðgjafar og greinarstöð ríkisins

Sonja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs HR Monitor

Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna

Svava Grönfeldt, Prófessor MIT

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk

Viktor Ari Ásrúnarson, meðeigandi og sérfræðingur Maven ehf.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs

Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og forstjóri Empower

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands

 Stjórnunarverðlaun 2023

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?