Ánægjuvogin 2015

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2015

Þann 11. febrúar 2016 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2015 kynntar og er þetta sautjánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 329-1178 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Líkt og undanfarin tvö ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næst hæstu einkunnina. Í ár var afhent viðurkenning í einum flokki; farsímamarkaði, þar sem NOVA fékk viðurkenningu og var með 71,1 stig af 100 mögulegum. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja veittur blómvöndur í viðurkenningarskyni. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur til staðar á fyrirtæki með hæstu og næsthæstu einkunn voru bankar, tryggingafélög, raforkusölur og eldsneytisfélög. Þá var ekki marktækur munur á ÁTVR sem var með hæstu einkunnina á heildina litið og Nova sem var með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Bankar Ánægjuvog 2015 Ánægjuvog 2014
Íslandsbanki 62.7 63.5
Landsbankinn 60.6 61.3
Arion banki 57.2 58.4
Tryggingafélög Ánægjuvog 2015 Ánægjuvog 2014
Vörður 67.9 65.5
TM 66.8 71.3*
Sjóvá 63.6 64.6
VÍS 63.4 65.1
Raforkusölur Ánægjuvog 2015 Ánægjuvog 2014
HS Orka 59.5 62.0*
Orka náttúrunar 58.8 59.1
Orkusalan 52.2 55.9

* marktækt hæsta einkunn á markaði miðað við 95% öryggismörk

Ánægjuvogin sjálf samanstendur af þremur spurningum:

  • Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með reynslu þína af [fyrirtæki]?
  • Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtækið] væntingar þínar?
  • Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtækið]?

    Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.

    Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á http://stjornvisi.is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.

    Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 591 0114/824 6114, netfang david@si.is og Jóna Karen Sverrisdóttir hjá Gallup í síma 540 1200/ 860 1018, netfang jona.sverrisdottir@gallup.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?