Ánægjuvogin 2020

Íslenska ánægjuvogin – 2020

Góður árangur fyrirtækja í Ánægjuvoginni þrátt fyrir COVID ástandið

Þann 29. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020 kynntar og er þetta tuttugasta og annað árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar. 


Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknavert fyrir fyrirtæki
Mikill heiður er að vera hæstur á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem vinna sinn flokk fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins. 


37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum voru mæld
Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.000 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Sex fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði

Líkt og undanfarin sex ár er viðurkenningarskjal veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.

Á eldsneytismarkaði fékk eldsneytissala Costco 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 78,5 á farsímamarkaði, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO fékk 68,2 á byggingavörumarkaði, Sjóvá fékk 72,6 stig á tryggingamarkaði og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig.
Costco eldsneyti var síðan með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi.

Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson var með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn var með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðum.

 

Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan.

Bankar

2020

2019

2018

 

Farsímamarkaður

2020

2019

2018

 

Smásöluverslun

2020

2019

2018

Landsbankinn

66.3

67.5

65.2

 

Nova

78.5*

75,1*

75,8*

 

IKEA

78.0*

N/A

N/A

Íslandsbanki

63.3

66.2

68.1

 

Síminn

70.4

70.6

68

 

ÁTVR

75.4

74.3

73,6*

Arion banki

62.4

62.8

64.1

 

Vodafone

67.2

63.4

64.5

 

Apótekarinn

74.4

74.0

N/A

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimilistæki

74.2

N/A

N/A

Tryggingafélög

2020

2019

2018

 

Eldsneytisfélög

2020

2019

2018

 

Krónan

74.2

74.7

69.9

Sjóvá

72.6*

67*

69.8

 

Costco bensín

85.8*

85,9*

82,3*

 

Penninn Eymundsson

73.2

71.2

N/A

Vörður

65.3

62.4

64.6

 

Atlantsolía

72.5

71.9

69.5

 

A4

72.8

70.5

N/A

TM

63.6

60.9

67.4

 

ÓB

71.3

69.3

64.4

 

Lyfja

71.6

70.1

N/A

VÍS

60.9

60.1

59.7

 

Olís

71.3

71.4

63.6

 

Kringlan

70.7

N/A

N/A

 

 

 

 

 

Orkan

68.9

65.7

66.7

 

Nettó

70.3

70.0

67.9

Raforkusölur

2020

2019

2018

 

N1

63.9

64.6

63.6

 

Rúmfatalagerinn

69.1

N/A

N/A

Orka náttúrunnar

67.2

65.3

61.5

 

 

 

 

 

 

Bónus

68.4

68.6

65.9

HS Orka

63.5

62.7

65.6

 

Apótek

2020

2019

2018

 

Byko

68.2

71.3

68.9

Orkusalan

62.2

64.1

61.8

 

Apótekarinn

74.4

74,0*

N/A

 

Costco

65.8

65.8

65.9

 

 

 

 

 

Lyfja

71.6

70.1

N/A

 

Húsasmiðjan

61.7

62.5

58.7

Matvöruverslanir

2020

2019

2018

 

           

Pósturinn

56.6

46.7

61.7

Krónan

74.2*

74,7*

69.9

 

Raftækjaverslanir

2020

2019

2018

         

Nettó

70.3

70

67.9

 

Heimilistæki

74.2

N/A

N/A

         

Bónus

68.4

68.6

65.9

 

Elko

72.8

N/A

N/A

         

 

 

 

 

 

 

 

 

 

         

Byggingavöruverslanir

2020

2019

2018

 

Húsgagnaverslanir

2020

2019

2018

         

Byko

68.2*

71,3*

68,9*

 

IKEA

78.0*

N/A

N/A

         

Húsasmiðjan

61.7

62.5

58.7

 

Rúmfatalagerinn

69.1

N/A

N/A

         

 

 

 

 

 

 

 

 

 

         

Ritfangaverslanir

2020

2019

2018

 

Verslunarmiðstöðvar

2020

2019

2018

         

Penninn Eymundsson

73.2

71.2

N/A

 

Smáralind

71.6

N/A

N/A

         

A4

72.8

70.5

N/A

 

Kringlan

70.7

N/A

N/A

         
                             

 Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:

1.       Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?

2.       Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?

3.       Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á http://stjornvisi.is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni.


Nánari upplýsingar veitir
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi,
Sími:  8404990 ,    
gunnhildur@stjornvisi.is
www.stjornvisi.is

Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter rannsókna
Sími  859 9130,   
trausti@zenter.is
www.zenter.is

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?