Vefur Stjórnvísi

Markmið

Markmið vefsins er fyrst og fremst að vekja athygli nýrra félaga á vefnum og þjónusta notendur á sem allra einfaldasta máta. Meirihluti notenda eða 6000 einstaklingar nota vefinn til að bóka sig og afbóka á fundi og sjá hvað er á dagskránni framundan.

Ritstjórnarstefna

Framkvæmdastjóri Stjórnvísi ber ábyrgð á vefnum.  Framkvæmdastjóri setur inn fréttir af viðburðum á vegum stjórnar. 
Stjórnendur faghópa nota vefinn til að setja inn viðburði, fréttir, breyta texta í viðburðum, setja inn ítarefni með fundum, setja inn nýtt stjórnarfólk og breyta lýsingu á faghóp.   

Vefurinn er hýstur hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi frá árinu 2016 sem hefur tæknilega stjórn og umsjón með honum.  Efni s.s. texti, myndir, grafík og útlit er frá Stjórnvísi komið og er vefurinn rekinn og kostaður af rekstrarfé félagsins sem er að langmestu leyti félagsgjöld og styrkir. 

Vefurinn er rýndur og uppfærður reglulega og jafnóðum bætt við upplýsingum í samræmi við breytingar á starfsemi Stjórnvísi.

Jafnréttisstefna

Jafnrétti og aðgengi skal vera leiðarljós og haft til hliðsjónar við gerð efnis fyrir vefinn.  

Persónuverndarstefna

Farið er með meðferð persónuupplýsinga í samræmi við GDPR.  Á vef félagsins eru upplýsingar um þau fyrirtæki sem eru skráð í Stjórnvísi.  Á síðum faghópanna eru upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps og hægt að senda póst á stjórnarmeðlimi með því að smella á nafnið þeirra.  Stjórnir faghópa hafa aðgengi að skrám sem geyma upplýsingar um meðlimi síns faghóps og geta sent pósta um viðburði á þau netföng.  

Einungis framkvæmdastjóri félagsins hefur aðgengi að póstlista alls félagsfólks.  Ekki er leyfilegt að afhenda utanaðkomandi netföng félaga.  

Vafrakökustefna

Eftirfarandi vafrakökustefna er á vef Stjórnvísi þar sem féalgar geta hafnað eða samþykkt vafrakökur: Vafrakökum sem eru notaðar á þessum vef er skipt í flokka og fyrir neðan geturðu lesið um hvern þeirra og leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Ef flokki sem hafði áður verið leyfður er hafnað er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum. Til viðbótar geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar í vafraköku yfirlýsingunni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?