Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Viðburðir

Viðeigandi aðlögun á vinnustað

Click here to join the meeting

Í erindinu verður fjallað um réttindi fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði og leiðir til þess að mæta fötluðum einstaklingum á vinnustað.

Markmið erindisins er að styðja við stjórnendur og veita ráðgjöf um viðeigandi aðlögun á vinnustað.

Sara Dögg starfar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp sem verkefnastjóri samæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Hún er grunnskólakennari að mennt og var m.a. skólastjóri hjá grunnskólum Hjallastefnunnar ásamt því að verkefnastýra grunnskólastarfi Hjallastefnunnar um tíma. Sara Dögg var skrifstofustjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu ásamt því að taka þátt í að leiða samstarf SVÞ og Verslunarskóla Íslands um aukin námstækifæri fyrir verslunarfólk og hönnun nýrrar stafrænnar viðskiptalínu innan skólans.

--------------------------------------------------

English

Reasonable accommodation

The goal with this session is to inspire top management on how to manage full and effective participation people with disabilities and inclusion at label market. As well to give advance on how we meet people with disabilities at the work place and explane what that means in practies.

Sara Dögg is an Project Manager – Coordination of Education and Employment for people with intellectual disabilities at National Associaton  of Intelectual Disabilities, Þorskahjálp.

Sara Dögg is educated as a teacher and worked at Hjallastefnan ehf. for many years as a headmaster of primary schools and as Projcet Manager. 

Before Sara Dögg started at Þroskahjálp she was an Office Manager at Samtök Verlsunar og Þjónustu as well as she was one of who led the team of SVÞ and Verzlunarskóli Íslands that implimented new Cours at Verzlunarskóli Íslands - Stafræn Viðskiptalína/Digital Buisness line.

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021)

Click here to join the meeting

Arney Einarsdóttir dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst kynnir niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar.

Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

________________________

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021)

Arney Einarsdottir associate professor at the business department of the University of Bifröst will represent the results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades.

Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

 

Inngildingarstefna er arðbær sé henni fylgt eftir

Click here to join the meeting

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir starfar hjá Controlant og hefur áður setið sem Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Guide to Iceland, Framkvæmdastjóri Beam EMEA hjá Expedia Group. Hjá Expedia leiddi Guðrún teymi sem bar ábyrgð á mótun BEAM (Black Expedia Allied Movement) stefnunnar ásamt innleiðingu og aðhaldi, en stefnan heyrir undir Inclusion & Diversity. Í erindinu mun Guðrún segja frá mikilvægi þess að vera með inngildingarstefnu og áhrif sem slík stefna hefur fyrir fyrirtæki og þeirra starfsmannamenningu sem og ytri áhrif. Einnig mun hún koma inn á þá Inclusion & Diversity vegferð sem Controlant er að fara í. Guðrún sem hefur starfað lengi erlendis, mun fara yfir meginmun á inngildingarstefnum á Íslandi vs Bandaríkin. 

Markmið erindisins er að hvetja stjórnendur til umhugsunar og fá hugmyndir um hvernig árangsrík inngildingarstefna getur ávaxtað fyrirtækið á mörgum sviðum.

------------------------------------------------------------------------------------------

English

Inclusion and Diversity can enhance organisation's growth, but only if it's followed through

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir works at Controlant, and has held positions as COO at Guide to Iceland and served as a President for BEAM in EMEA at Expedia Group. As president at Expedia, Guðrún led a team that was responsible for enhancing the structure and policy around BEAM (Black Expedia Allied Movement), implementing it and maintaining it, BEAM sits right under I&D. During this session, Guðrún will go over the importance of having an I&D policy and the positive impact it can have for the organisation, their culture and public appearance. In relation to that, Guðrún will briefly go over Controlant's journey in implementing I&D. Guðrún, who has worked abroad for many years, will also talk about the main difference with I&D policies in Iceland vs USA.

The goal with this session is to inspire top management on how to manage the impact of I&D policy and get ideas of how it can be successfully implemented so it can enhance the organisation's growth. 

Fréttir

Benefits of Inclusion in the Workplace

“We want a culture that is inclusive and where everyone who joins feels they have opportunities to succeed and grow.” -Nellie Borrero

There’s a lot of talk these days about diversity and inclusion programs in the workplace. Yet, while people often have a grasp of what diversity looks like and how to put it into action, inclusion can be lost and forgotten in the shuffle. In this blog, we’ll explore why inclusion is so critical in the workplace, and how diversity and inclusion (and their benefits) complement one another. Let’s get started.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Hér má nálgast einstaklega áhugaverðar glærur frá viðburðinum og myndir.  Faghópur um jafnlaunastjórnun hélt viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi.  Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM sagði frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika var jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Maður, manneskja, man eða menni?

Eitt helsta baráttumál Rauðsokkahreyfingarinnar kringum 1970 var að fá viðurkenningu á jafnstöðu kvenna við karla – að konur væru líka menn. Þetta var mjög skiljanleg og eðlileg barátta á þeim tíma, og oft er vitnað í ummæli Vigdísar Finnbogadóttur í kosningabaráttunni 1980 þegar hún sagði „Það á að ekki að kjósa mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður“. En kringum 1990 vildu Kvennalistakonur fremur leggja áherslu á sérstöðu kvenna og fannst orðið maður ekki vísa til sín – vildu heldur nota orðið manneskja, t.d. í laga-máli. Það er líka mjög skiljanlegt og eðlilegt. Hér vantar heppilegt orð sem konur og kynsegin fólk geti tekið til sín en er laust við þá sterku skírskotun til karlmanna sem orðið maður óneitanlega hefur. Í fyrirlestrinum verður fjallað um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Bent verður á að tilbrigði og blæbrigði í notkun orðsins eru fjölbreyttari en oft er gert ráð fyrir í umræðunni, og ekki er hægt að setja allar beygingarmyndir orðsins undir sama hatt. Þá verður rætt um samsetningar sem enda á -maður og hvort hægt sé eða eðlilegt að nota samsetningar sem enda á -fólk í staðinn. Enn fremur verður rætt um samsetningar þar sem rótin mann-/menn- er fyrri liður og rökstutt að öðru máli gegni um þær en hinar. Að lokum verður fjallað um kosti og galla annarra orða sem reynt hefur verið eða stungið upp á að nota í staðinn – manneskja, man og menni.

Stjórn

Irina S. Ogurtsova
Sérfræðingur -  Formaður - Reykjavíkurborg
GÍSLI NÍLS EINARSSON
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Öryggisstjórnun ehf.
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Rannís
Monika Waleszczynska
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf.
Telma Sveinsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Síminn
Þröstur V. Söring
Sviðsstjóri -  Stjórnandi - Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?