Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Faghópurinn um fjölbreytileika og inngildingu er virkur vettvangur þar sem sérfræðingar og áhugafólk koma saman til að skipuleggja og miðla fræðslu um þessi mikilvægu málefni. Hópurinn einbeitir sér að því að auka skilning og efla umræðu um fjölbreytni í samfélaginu, bæði í atvinnulífi og daglegu lífi.

Með reglulegum fræðsluerindum skapar faghópurinn aðstæður til að skoða nýjustu rannsóknir, hlusta á reynslusögur og deila bestu aðferðum til inngildingar. Fyrirlesarar eru sérfræðingar á sviði mannréttinda, félagsfræði, vinnumarkaðsmála og menntunar, sem veita dýpri innsýn í hvernig fjölbreytileiki styrkir samfélagið og vinnustaði.

Hópurinn vinnur einnig að því að þróa leiðir til að skapa umhverfi þar sem allir einstaklingar fá tækifæri til að njóta sín og taka virkan þátt óháð bakgrunni, kyni, aldri eða líkamlegum aðstæðum. Í gegnum fræðslu, samtal og samvinnu stuðlar faghópurinn að opnara og sanngjarnara samfélagi.

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn fimmtudaginn 8. maí klukkan 15:00-15:30.
Smellið hér til að tengjast fundinum

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um fjölbreytileika og inngildingu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

 

Inngilding með hjálp gervigreindar

Join the meeting now

Í þessum fyrirlestri mun Haukur Guðjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Sundra, deila reynslu sinni af því að þróa hugbúnaðarlausn sem tengir saman gervigreind og inngildingu á nýstárlegan hátt. Þótt hann gefi sig hvorki út fyrir að vera sérfræðingur í gervigreind né inngildingu, hefur hann með opnum huga og mikilli forvitni kafað djúpt í tengsl þessara tveggja sviða. Haukur mun miðla lærdómi sínum af samtölum við fjölbreyttan hóp fólks – allt frá mannauðsstjórum og kvikmyndagerðarfólki til hagsmunasamtaka og sérfræðinga í inngildingu. Hann mun jafnframt veita innsýn í hvernig gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum að takast á við algengar áskoranir í inngildingarvinnu á vinnustöðum. Markmið fyrirlestrarins er að þátttakendur fari heim með skýrar, hagnýtar leiðir til að nýta gervigreind til að efla inngildingu í eigin starfsemi.

Íslenskunám og fræðsla fyrir erlent starfsfólk Reykjavíkurborgar

Join the meeting now

Í þessu erindi fjallar sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg um tækifæri sem starfsfólk með annað móðurmál en íslensku hefur til að sækja íslenskunám og fræðslu.

Reykjavíkurborg er bæði stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins. Hjá borginni starfa um 10.000 manns á um 375 fjölbreyttum starfsstöðum. Um 12% starfsfólks hefur erlendan bakgrunn. Hjá Reykjavíkurborg er litið á margbreytileika mannlífsins og tungumálakunnáttu sem auðlind. Meta skal þekkingu og menntun starfsfólks af erlendum uppruna að verðleikum og veita því aðstoð til að nýta hana samhliða því að ná góðum tökum á íslensku máli. Starfsfólk, sem er í beinum samskiptum við borgarbúa, skal hafa grundvallarfærni í íslensku, samanber námskrá i íslensku fyrir útlendinga. Íslenska skal vera meginsamskiptamál í þjónustu og vinnuumhverfi starfsstaða Reykjavíkurborgar.

Tungumálið er lykillinn að samfélagslegri þátttöku. Fyrir starfsfólk í nýju landi getur það skipt sköpum fyrir líðan og starfsþróun að geta tjáð sig á tungumáli vinnustaðarins. Því leggur Reykjavíkurborg ríka áherslu á að styðja starfsfólk í að læra íslensku og efla færni sína í starfi. Í erindinu verður fjallað um þau úrræði sem í boði eru.

Fyrirlesari er Kristín Salín Þorhallsdóttir -  sérfræðingur á mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar

Fréttir

Aðalfundur faghópsins um fjölbreytileika og inngildingu

Faghópurinn um fjölbreytileika og inngildingu hélt aðalfund sinn nýlega, þar sem farið var yfir starfsemi síðasta árs, helstu verkefni og framtíðarsýn hópsins. Eitt af helstu tíðindum fundarins var að nýr meðlímur bættist í hópinn - Kara Ásta Magnúsdóttir sem starfar hjá Samgöngustofu sem sérfræðingur, auk þess situr hún í stjórnum Jafnréttisnefndar vinnustaðarins og Kvenréttindafélagsins Íslands (KRFÍ).  Hópurinn fagnar komu Köru Ástu og hlakkar til að njóta framlags hennar í áframhaldandi starfi. 

Stjórn faghópsins var endurkjörin og staðfesti hópurinn áherslur komandi árs, meðal annars á vitundarvakningu, fræðslu og aukna þátttöku  fyrirtækja og stofnana í fjölbreytileika- og inngildingarstarfi. 

Skipan stjórnar er eftirfarandi:

Irina S. Ogurtsova - formaður

Aleksandra Kosimala - Hafnarfjarðarbær

Ágústa H. Gústaðsdóttir - Embætti ríkislögreglustjóra

Freyja Rúnarsdóttir - Hrafnista

Gísli Níels Einarson - Öryggisstjórnun ehf.

Joanna Marcinkowska - Háskóli Íslands

Kara Ásta Magnúsdóttir - Samgöngustofa

Miriam Pétra Ómarsdóttir Awad - Rannís

Monika Waleszczynska - Eykt

Sandra Björk Bjarkadóttir - Samkaup 

Þröstur V. Söring - Hrafnista

Faghópurinn hvetur áhugasama til að taka þátt í starfinu og fylgjast með viðburðum og fræðslu sem framundan eru.

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Stjórn

Irina S. Ogurtsova
Sérfræðingur -  Formaður - Reykjavíkurborg
Aleksandra Kozimala
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Ágústa H. Gústafsdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Embætti ríkislögreglustjóra
Freyja Rúnarsdóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Hrafnista
GÍSLI NÍLS EINARSSON
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Öryggisstjórnun ehf.
Joanna Marcinkowska
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Kara Ásta Magnúsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Samgöngustofa
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Rannís
Monika Waleszczynska
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Eykt
Sandra Björk Bjarkadóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Samkaup hf.
Þröstur V. Söring
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Hrafnista
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?