27. maí 2025 21:38
Faghópurinn um fjölbreytileika og inngildingu hélt aðalfund sinn nýlega, þar sem farið var yfir starfsemi síðasta árs, helstu verkefni og framtíðarsýn hópsins. Eitt af helstu tíðindum fundarins var að nýr meðlímur bættist í hópinn - Kara Ásta Magnúsdóttir sem starfar hjá Samgöngustofu sem sérfræðingur, auk þess situr hún í stjórnum Jafnréttisnefndar vinnustaðarins og Kvenréttindafélagsins Íslands (KRFÍ). Hópurinn fagnar komu Köru Ástu og hlakkar til að njóta framlags hennar í áframhaldandi starfi.
Stjórn faghópsins var endurkjörin og staðfesti hópurinn áherslur komandi árs, meðal annars á vitundarvakningu, fræðslu og aukna þátttöku fyrirtækja og stofnana í fjölbreytileika- og inngildingarstarfi.
Skipan stjórnar er eftirfarandi:
Irina S. Ogurtsova - formaður
Aleksandra Kosimala - Hafnarfjarðarbær
Ágústa H. Gústaðsdóttir - Embætti ríkislögreglustjóra
Freyja Rúnarsdóttir - Hrafnista
Gísli Níels Einarson - Öryggisstjórnun ehf.
Joanna Marcinkowska - Háskóli Íslands
Kara Ásta Magnúsdóttir - Samgöngustofa
Miriam Pétra Ómarsdóttir Awad - Rannís
Monika Waleszczynska - Eykt
Sandra Björk Bjarkadóttir - Samkaup
Þröstur V. Söring - Hrafnista
Faghópurinn hvetur áhugasama til að taka þátt í starfinu og fylgjast með viðburðum og fræðslu sem framundan eru.