Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu 2023

Click here to join the meeting

Farið verður yfir starf faghópsins á síðustu ári. 

Kynhlutleysi í miðluðu efni: Hverju er þetta að skila?

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Faghópur í almannatengslum og samskiptastjórnun hjá Stjórnvísi stendur fyrir viðburði þar sem Ingimundur Jónasson, forstöðumaður eignaumsýslu hjá Sýn, kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um kynhlutleysi í upplýsingamiðlun en hann tók viðtöl við stjórnendur fyrirtækja sem hafa hafið vinnu við að kynhlutleysa miðlað efni. Ingimundur er að ljúka BA námi í miðlun og almannatengslum hjá Háskólanum á Bifröst. Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), mun einnig kynna þær breytingar sem OR hefur stuðlað að varðandi kynhlutlausa orðanorkun almennt út á við og í innri samskiptum hjá OR samstæðunni og hverju þær hafa skilað.

Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur sem vilja huga að kynhlutleysi í innri og ytri samskiptum fyrirtækja, vilja heyra um reynslu annarra stjórnenda, og jafnvel deila eigin reynslu með öðrum. Mikil umræða hefur skapast um kynhlutleysi í samfélaginu undanfarin misseri og ólíkar skoðanir komið fram, en hver er ávinningur þess að kynhlutleysa miðlað efni í fyrirtækjasamskiptum að mati stjórnenda?    

Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst, og Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Múlaþingi, leiða viðburðinn. 

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Reynslusögur fyrirtækja af fjölbreytileika og inngildingu: Nasdaq

Click here to join the meeting

Þóra Björk Smith frá Nasdaq verðbréfamiðstöð segir frá reynslu sinni af inngildingarstefnu Nasdaq. Hún segir frá starfsemi séstakra starfsmanna- og stuðningshópum sem fyrirtæki hefur stofnað og lýsir því hvernig Nasdaq hefur markvisst skapað umhverfi sem styður við aukin fjölbreytileika og nýtt krafta sína sem stór og mikilvægur aðili á fjármálamarkaði til að vekja athygli á þessum málum.  

Fréttir

Hvaða tungumál er hlutlaust í fjölbreyttu starfsumhverfi? / What counts as a neutral language?

* In English below

Rafrænn hádegisfyrirlestur VR - Trans fólk í nútímasamfélagi

Bendum á fræðslu Uglu Stefaníu um Trans fólk í nútíma samfélagi. 

The Diversify Nordics Summit 2023

Stjórn

Irina S. Ogurtsova
Sérfræðingur -  Formaður - Reykjavíkurborg
Aleksandra Kozimala
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
GÍSLI NÍLS EINARSSON
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Öryggisstjórnun ehf.
Joanna Marcinkowska
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Rannís
Monika Waleszczynska
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf.
Telma Sveinsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Síminn
Þröstur V. Söring
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Hrafnista
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?