Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion)

Viðburðir

Pallborð um fordóma

Join the meeting now

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ býður í rafrænt kaffispjall og umræður um fordóma á íslenskum vinnumarkaði. Spjallið er hugsað til þess að leiða saman sérfræðinga um málefnið á hversdagslegum nótum, þ.e. ekki verða haldnir eiginlegir fyrirlestrar heldur einfaldlega gefið rými fyrir vangaveltur þeirra sem velta málefninu mikið fyrir sér - sem þátttakendum gefst færi á að hlusta á og senda inn spurningar sem brenna á þeim.

Í pallborðinu verða Achola Otieno stofnandi Inclusive Iceland, en Achola er ráðgjafi sem aðstoðar fyrirtæki við að vinna heildrænar inngildingarstefnur, Jovana Pavlović, fjölmenningarfulltrúi hjá Símenntun á Vesturlandi en Jovana heldur fræðsluerindi um fjölmenningarfærni fyrir fyrirtæki á Vesturlandi og starfar einnig við rannsókn um afnýlenduvæðingu háskólanáms hjá Háskóla Íslands og Tanya Korolenko sem er menningarmiðlari hjá Reykjavíkurborg sem vinnur að því að tengja úkraínskt flóttafólk við íslenskt samfélag, en Tanya hefur einnig skrifað greinar fyrir Heimildina um reynslu sína af því að vera kona á flótta. 

 

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu (DEI)

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á irina.s.ogurtsova@gmail.com

 

Inngildingarstefna Rannís - hvar við erum núna

Click here to join the meeting

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís og inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ fer yfir stöðuna á inngildingarstefnu landskrifstofunnar og veltir fram ýmsum hugmyndum um gerð inngildingarstefna yfirhöfuð. Nú er stefnan og aðgerðaráætlunin komin í nokkuð ágætan farveg en ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp hjá inngildingarfullrúa á meðan vinna við stefnuna og aðgerðaráætlunina stóð yfir. 

Farið verður yfir uppsetningu stefnunnar eins og hún er í dag, hvaða breytingar áttu sér stað og hvers vegna. Miriam ætlar einnig að velta fyrir sér stöðunni, hvernig hún vonar að stefnan gagnist samstarfsfólkinu og hver séu næstu skref. Miriam veltir fyrir sér hvort að gerð slíkrar stefnu hafi tilætluð áhrif og hvað það sé sem skiptir mestu máli. 

Fréttir

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Hvað þurfa vinnustaðir að gera þegar fjölbreytileikinn eykst?

Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða.

Hvaða tungumál er hlutlaust í fjölbreyttu starfsumhverfi? / What counts as a neutral language?

* In English below

Stjórn

Irina S. Ogurtsova
Sérfræðingur -  Formaður - Reykjavíkurborg
Aleksandra Kozimala
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Ágústa H. Gústafsdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Embætti ríkislögreglustjóra
GÍSLI NÍLS EINARSSON
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Öryggisstjórnun ehf.
Joanna Marcinkowska
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Rannís
Monika Waleszczynska
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf.
Sandra Björk Bjarkadóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Samkaup hf.
Þröstur V. Söring
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Hrafnista
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?