Framtíðarfræði

Framtíðarfræði

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum.

Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Viðburðir á næstunni

Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.

„Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“/Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gætu haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytinga og bálkakeðjutækni.

Erindið er eitt af fjórum erindum sem boðið er upp á í febrúar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/ 

Eins og fram kemur þá verður málstofan kl 09.00-09.45 UK/GMT (10.00-10.45 CST) Hún verður síðan endurtekin 14.00-14.45 UK/GMT (15.00-15.45 CET / 09.00-09.45 EST) Skráningin gildir fyrir allar tímasetningarnar og báðar málstofunar.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is 

Erindið sem átti að vera 31 mars verður 28 apríl. Sjá hér að neðan:

28 apríl nk. - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

 

 

 

„Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

„Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“/Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýtum þáttum og nýjum hugmyndum um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélags, heilsu, menntun og umhverfi, innviða samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Erindið er eitt af fjórum erindum sem boðið er upp á í febrúar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is 

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

 

 

Fréttir

Dagur framtíðar - Fyrsti mars

Framtíðarfræðingar og áhugafólk um framtíðarþróun bjóða upp á 24 stunda samtal um allan heim þann 1. mars næstkomandi. Millennium Project hýsir viðburðinn sem er öllum opinn.

Viðburðurinn hefst 1. mars á Nýja-Sjálandi klukkan 12 á hádegi að ný sjálenskum tíma. Þá opnast umræðan um hvernig eigi að byggja upp betri framtíð. Hún færast síðan vestur á klukkutíma fresti. Hver sem er getur tekið þátt klukkan 12 á hádegi á viðkomandi tímabelti.

Frá leiðandi aðilum viðburðarins.

WASHINGTON, D.C., 27. febrúar 2022 - Alþjóðlegur framtíðardagur er 1. mars. Þetta verður níunda árið sem framtíðarsinnar og almenningur halda 24 stunda samtal um framtíðina allan sólarhringinn þann 1. mars klukkan 12 á hádegi á hvaða tímabelti sem þeir eru. Á hverju ári ræðir áhuga fólk um hugmyndir og mögulegar framtíðir morgundagsins í opnu samtali án dagskrár.

The Millennium Project, er alþjóðlegur vettvangur framtíðarfræðinga. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu Association of Professional Futurists (APF), Humanity+, the World Academy of Art and Science (WAAS), og  World Futures Studies Federation (WFSF).

Hver og einn getur tekið þátt segir Jerome Clenn, CEO Millennium Project: https://us02web.zoom.us/j/5221011954?pwd=UEg4TXhYMnU0TGxyNzNsUUd6dXQ4Zz09

Síðastliðin átta ár, hafa alþjóðlegir leiðtogar á sviði framtíðar áskoranna deilt skoðunum sínum um framtíðarþróun á heimsvísu. Allt frá áhrifum COVID-19, stjórnun gervigreindar, loftslagsmála, málefni er tengjast öruggi vatns og orku og baráttu gegn fjölþjóðlegri glæpastarfsemi ásamt þróun framtíðarform lýðræðis. Þú getur líka deilt hugmyndum þínum á samflagsmiðlum: #worldfuturesday #WFD.

„Í þriðja sinn munum við fá til liðs við okkur Vint Cerf, netbrautryðjanda klukkan 12 á hádegi að austurströnd Bandaríkjanna, og Theodore Gordon, framtíðarbrautryðjandi hjá RAND, Institute for the Future, Futures Group og The Millennium Project,“ að sögn Glenn. „Gordon var einnig stjórnandi þriðja stigs Apollo eldflaugarinnar til tunglsins og þróaði Delphi, Cross-Impact Analysis og stöðu framtíðarvísitölunnar kl. 9 að morgni austurstrandar að bandarískum tíma.

Á vef síðunni “World Futures Day – Young Voices”, sem er skipulögð af Teach the Future og the Millennium Project, verður sérstakur viðburður fyrir ungt fólk.

Fjölmiðlar hafið samband við, Karl Friðriksson, hjá Framtíðarsetri Íslands, karlf@framtíðarsetur.is eða : +1-202-669-4410 Jerome Glenn, jerome.glenn@millennium-project.org, og  Mara Di Berardo, mdiberardo@gmail.com

 

Ráðstefna UAK - Forysta til framtíðar

Við viljum vekja athygli á að 5. mars verður haldin ráðstefna Ungar athafnakonur (UAK) í fimmta sinn UAK daginn. Ráðstefnan í ár ber heitið Forysta til framtíðar og verður haldin í Hörpu.
Ráðstefnan veltir upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu, hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér og hvort séu til eiginleikar sem eiga alltaf við, burt séð frá stað og stund?
 

Framtíðarmolar

Fyrsta opinbera starfið - Þau kaflaskil hafa átt sér stað, að Alþingi, hefur nú ráðið til sín í starf framtíðarfræðings. Anna Sigurborg Ólafsdóttur, var ráðinn í starfið og mun vinna með framtíðarnefnd þingsins. Líklega er þetta fyrsta sinn sem hið opinbera ræðu til sín, í fast starf, framtíðarfræðing. Skref framá við, og óskum við Önnur Sigurborgu til hamingju.

Museum of the Future - Þó nokkuð er um það að Íslendingar heimsæki Dubai  um þessar mundir. Við viljum vekja athygli á að 22 febrúar næstkomandi mun framtíðarsafn, Museum of the Future, vera opnað þar í borg. Eins og vera ber, þá er öllu til tjaldað. Mikill metnaður er lagður í safni, bæði bygginguna sjálfa og sýningarnar sem fjalla um nýsköpun, tækni og samfélagsþróun næstu áratugina. Sjá hér nánar: https://www.visitdubai.com/en/places-to-visit/museum-of-the-future

Breyttar dagsetningar á erindum - Þau tvö erindi sem voru undir fyrirsögninni Framíðir í febrúar eru komin með nýjar dagsetningar. Erindið sem átti að vera 17 feb., Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn, færist til 24 mars og erindið sem átti að vera 24 feb., Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni, færist til 31 mars næstkomandi. Erindin verða kl 9:00 báða dagana.

 

Stjórn

Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Framtíðarsetur Íslands
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Íslenski ferðaklasinn
Gunnar Haugen
Annað -  Stjórnandi - CCP hf.
Hólmfríður Sigurðardóttir
Annað -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Ollý Björk Sigríðardóttir
Þjónustustjóri -  Stjórnandi - 1912 ehf
Sigurður Br. Pálsson
Forstjóri -  Stjórnandi - BYKO
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Védís Sigurðardóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Landsbankinn
Þór Garðar Þórarinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?