Framtíðarfræði

Framtíðarfræði

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum.

Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Viðburðir

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Click here to join the meeting

Beyond Barcode: Tilraunir með róttækar framtíðir

Sýningin Beyond Barcode var opnuð við Intercultural Museum í Osló þann 30. mars síðastliðinn. Á sýningunni má finna sjö framtíðarsviðsmyndir Oslóar skapaðar af ungu fólki búsett í austurhluta borgarinnar. Í þessu erindi mun Dr. Bergsveinn Þórsson, einn af sýningastjórum og hugmyndasmiður sýningarinnar, segja frá sýningargerðinni og þeim aðferðum sem beitt var við vinnslu sviðsmyndanna sem og ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar. Við undirbúning og gerð sýningarinnar var stuðst við aðferðir framtíðarfræða í bland við vísindaskáldskap og skapandi samvinnu við ólíka hönnuði og listamenn. Markmið sýningarinnar er að hvetja til þess að horfa með margbreytilegum hætti til framtíðar og ígrunda hvernig ólíkar forsendur framtíðarhugsunar geta leitt af sér fjölbreyttar mögulegar framtíðir.

 Fyrirlesarinn

Bergsveinn Þórsson er dósent og fagstjóri opinberrar stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Hann kennir námskeið við sama háskóla í menningarstjórnun og opinberri stjórnsýslu, og stýrir reglulega námskeiðum í framtíðarhugsun fyrir ólíkar stofnanir og háskóla erlendis. Rannsóknir hans snúa að loftslagsmiðlun, sjálfbærni og framtíðarlæsi menningarstofnanna þar sem hann hefur undanfarið unnið að því að móta aðferðir framtíðarlæsis meðal annars í gegnum sýningargerð og skipulagi styttri námskeiða í framtíðarhugsun og sviðsmyndagerð. Hann er hluti af alþjóðlega rannsóknarteyminu CoFutures sem er staðsett við Háskólann í Osló.

Allir velkomnir í hádeginu í dag: Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs. Aðalfundur

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða.

Við hefjum aðalfundinn með áhugaverðu erindi þeirra Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Matthiasar Sveinbjörnssonar frá Icelandair. 

Upp í skýjaborgum: Vangaveltur um framtíð flugs.

Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og Forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu          Kristínu Ólafsdóttur Framkvæmdastjóra Þjónustu og markaðsviðs munu ræða strauma og stefnu í flugi og velta fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum.

Eftir erindi þeirra ræðum við skipun stjórnar faghópsins og hugsanlega viðburði á næstunni. Endilega gefið kost á ykkur í stjórn faghópsins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Léttur hádegisverður er í boði Stjórnvísi. Næg gjaldfrjáls bílastæði eru til staðar.

 

 

Spunagreind | Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Click here to join the meeting

Spunagreind | Generative AI: 

Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Vangaveltur innblásnar af framförum á sviði Generative AI eða spunagreindar. 

 Vélvæðing ruddi sér til rúms á Íslandi á 20. öldinni. Þá var það einkum vöðvaaflið sem vélarnar leystu af hólmi og juku um leið afköst og verðmætasköpun í atvinnulífinu.

Nú er að koma fram annars konar tækni, gervigreind, sem hermir ýmsa mannlega eiginleika með sífellt betri og jafnvel ískyggilega góðum árangri.

Vélar með mannlega eiginleika leysa í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust aðkomu okkar og munu eins og áður auka afköst og verðmætasköpun.

Það er saga til næsta bæjar.

 Um er að ræða tækni sem á ensku kallast large language models eða LLMs og eru þekktar úrfærslur slíkra líkana t.d. GPT4 og ChatGPT frá OpenAI og BERT frá Google. 

Sú fyrrnefnda hefur þegar lært íslensku og mun líklega leika stórt hlutverk hér á landi á næstu misserum.  

 Það er engum blöðum um það að fletta að hér er á ferðinni tímamótatækni sem breytir leiknum fyrir einstaklinga, atvinnulíf og samfélagið í heild sinni.

 Og á þessum tímapunkti hefur tæknin líklega vakið fleiri spurningar en hún hefur svarað:

Hvaða verkefni mun þessi tækni leysa af hólmi á 21. öldinni? Eða bara árið 2023?

Hver verða áhrifin á okkur og samfélagið, í leik og starfi?

Hvað á okkur að finnast um þessa þróun? Hvernig eigum við að bregðast við?

Og síðast en ekki síst, hvernig berum við okkur að ef við viljum prófa og nýta þessa tækni til að bæta rekstur og þjónustu?

Brynjólfur Borgar er stofnandi DataLab og hefur sl. 25 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að hagnýta gagnatækni til að bæta rekstur og þjónustu.

Hann hefur fylgst með gagnatækninni þróast frá línulegum aðhvarfsgreiningum í SPSS yfir í djúp tauganet í skýinu og núverandi birtingarmynd tækninnar, t.d. í ChatGPT. 

Og allt þar á milli. 

 

Fréttir

Þriðja byltingin er hafin í fluginu - Vangaveltur um framtíð flugs.

Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a. fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu    Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsviðs Icelandair ræddu í dag strauma og stefnur í flugi og veltu fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum.  Lítið hefur gerst frá árinu 1958 fyrir utan hreyflana. En nú er þriðja byltingin hafin í fluginu með tilkomu orkuskipta í flugi – rafmagns flugvélum. Allt verður miklu léttara í rekstrarkostnaði (allt að 80% lægri), hljóðmengun verður lítil sem engin, enginn útblástur og engir dýrir innviðir. Allt er á fullri ferð í þróun slíkra véla í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Bandaríkjamenn eru búnir að fjármagna með Toyota fjöldaframleiðslu á flugvélum sem hefja farþegaflug 2025. Rússar eru lengi búnir að fljúga á vetni en það tekur mikið pláss.  Glærur af fundinum eru aðgengilegar undir fundinum ásamt link á áhugaverða skýrslur.

 

Framtíðarvika í Kanada - Okkur er boðið. Að sigla í ólgusjó!

Framtíðarvika í Kanada - Okkur er boðið. Að sigla í ólgusjó!

Gjaldfrjáls Kanadískur viðburður á netinu.

Framtíðarvika (Futures Week) þeirra í Kanada fer fram 16. til 18. maí 2023. Um er að  ræða ókeypis viðburði þar sem þátttakendum er boðið að hlusta á erindi um margvíslegar framtíðaráskoranir, greina tækifæri og hvernig framsýni/framrýni getur knúið fram umbreytingar.

Um er að ræða árlega netráðstefna og skipulögð af Policy Horizons Canada, https://horizons.gc.ca/en/home/,   á vegum ríkisstjórnar Kanada. Ákveðið var í ár að kynna ráðstefnuna, útfyrir Kanada fyrir áhugafólki um framtíðarfræði og þróun.  

Eins og fyrr segir þá er viðburðurinn er ókeypis og túlkaður á frönsku/ensku, myndatexta og táknmál verða í boði fyrir allar lotur.

Skoðið dagskrá viðburðarins og skráið ykkur til þátttöku.

https://horizons.gc.ca/en/futures-week/

Tveggja heima sýn- Áhrifaríkt myndband

Tveggja heima sýn, tyrkneska ljósmyndarans Ugur Gallenkus, segir sína sögu á áhrifaríkan hátt. Mótun framtíðina þannig að hún styðji við velferð, hagsæld og frið.

https://www.youtube.com/watch?v=4tet-cuSd30 

Stjórn

Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Framtíðarsetur Íslands
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Íslenski ferðaklasinn
Guðjón Þór Erlendsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Skipulagsstofnun
Gunnar Haugen
Annað -  Stjórnandi - CCP hf.
Hólmfríður Sigurðardóttir
Annað -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Ollý Björk Sigríðardóttir
Þjónustustjóri -  Stjórnandi - 1912 ehf
Sigurður Br. Pálsson
Forstjóri -  Stjórnandi - BYKO
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Védís Sigurðardóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Landsbankinn
Þór Garðar Þórarinsson
Stjórnandi - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?