Framtíðarfræði

Framtíðarfræði

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum.

Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Viðburðir

Nýársmálstofa faghópa framtíðarfræða og gervigreindar. Hvað er það sem koma skal?

Dagsskrá: 

  • Málshafandi: David Wood frá London Futurist
  • Pallborðsumræða
    • Sylvía Kristín forstjóri Nova
    • Róbert Bjarnason forstjóri Citizens
    • Páll Rafnar Þorsteinsson frá atvinnuráðuneytinu
    • Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands

Vefslóð á fundinn hér

Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.

Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.

The new year and Scenarios to the year 2030 – Global AI Adoption and changes in Geopolitical landscape. Will there be revolutionary shifts or traditional adaptation or changes.

The session “The New Year and Scenarios to the Year 2030” explores how the rapid global adoption of artificial intelligence and a shifting geopolitical landscape may shape the coming decade. Will 2030 be defined by disruptive technological leaps, new power balances, and transformed economic systems—or by slower, uneven, incremental change? We examine both likely and unlikely scenarios: from intensified international competition over AI to new forms of cooperation, geopolitical fragmentation, and societal challenges that could either accelerate breakthroughs or hold them back. The session invites a creative conversation about the future of humanity and technology.

The speaker, David Wood, is a well-known futurist, technologist, and author based in the United Kingdom. He is the chair of London Futurists, a group he has led since 2008. Through this work, he has facilitated discussions on transformative technologies such as artificial intelligence, longevity, and transhumanism. He is a pioneer of the mobile industry (co-founder of Symbian) and is now focused on identifying future challenges and technological innovations to help address global problems. He has authored several books on these future-oriented topics.

Upplýsingar um þátttakendur í pallborði: 

Sylvía Kristín er forstjóri fjarskipta fyrirtækisins Nova. Hún starfað áður hjá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun.

Dr. Helga Ingimundardóttir er lektor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur Kennsluakademíu opinberra háskóla. Rannsóknir og kennsla hennar snúa að bestun, stærðfræðilegri líkangerð, gagnavísindum og gervigreind, með áherslu á tengsl fræða og atvinnulífs. Hún hefur víðtæka reynslu úr rannsóknum og hagnýtri gervigreind í iðnaði.

Róbert Bjarnason er reyndur frumkvöðull og leiðtogi í umræðunni um gervigreind á Íslandi. Hann stofnaði meðal annars fyrstu veffyrirtækin á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma. Hann er stofnendi að Citizens Foundation árið 2008, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að því að bæta opinbera ákvarðanatöku með nýstárlegum stafrænum lausnum fyrir borgara. Stofnunin er almennt talin vera í fararbroddi á sviði stafræns lýðræðis.

Páll Rafnar Þorsteinsson starfar hjá atvinnuráðuneytinu meðal annars á sviði AI. Hann hefur verið aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Páll Rafnar er auk þess með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar hefur starfað við Háskólann á Bifröst, sem almennatengsla ráðgjafi hjá KOM, og stundað rannsóknir og ritstjörf.

Enghlish

Páll Rafnar Þorsteinsson works at the Ministry of Industry, including on matters related to artificial intelligence. He has previously served as an assistant to the Minister of Fisheries and Agriculture. Páll Rafnar holds a PhD in Philosophy from University of Cambridge, where his doctoral thesis examined the concept of law (nomos) in Aristotle’s political philosophy. He also holds a Master’s degree in Political Philosophy from the London School of Economics, as well as a BA in Philosophy and Greek from the University of Iceland. In addition, he has worked at Bifröst University, served as a public relations consultant at KOM, and engaged in research and editorial work.

Sylvía Kristín is the CEO of the telecommunications company Nova. She previously worked at Icelandair, where she served as Chief Operating Officer. Before that, she was Executive Director of Business Development and Marketing at Origo. Sylvía also spent several years at Amazon, initially working in operations and planning, and later in the company’s Kindle division, where she focused on business intelligence and product development.

Dr. Helga Ingimundardóttir is an Assistant Professor of Industrial Engineering at the University of Iceland and a member of the Teaching Academy of Iceland’s public universities. Her work focuses on optimization, mathematical modeling, data science, and artificial intelligence, with a strong emphasis on connecting academic research to real-world applications. She brings extensive experience from applied AI and industry-driven research.

Róbert Bjarnason is an experienced entrepreneur and a leading voice in the discussion on artificial intelligence in Iceland. He was among the founders of the first web-based companies in Iceland and Denmark at the time. In 2008, he co-founded the Citizens Foundation, a nonprofit organization dedicated to improving public decision-making through innovative digital solutions for citizens. The foundation is widely regarded as being at the forefront of digital democracy.

Síungir karlmenn – kynning á jólabókinni í ár og aðferð til að móta æskileg framtíðaráform

Vefslóð á fundinn
Ekki verða hægeldaður í viðhorfum samtíðar

Í fyrrihluta málstofnunnar verður bókin Síungir karlmenn. Innblástur, innsæi og ráð, kynnt. Síðar verður kynnt vinsæl aðferð framtíðarfræða, sem mótuð var af professor Sohail Inayatullah, þar sem farið er frá núverandi stöðu mála og hugað að æskilegri stöð í framtíðinni.

Í bókinni er aðferðin aðlöguð að einstaklingum en hún er víða notuð við að rýna framtíðaráform, mótun stefnu eða við hverskyns nýsköpun.

Vefslóð á fundinn 

Bókina og aðferðina munu höfundarnir Sævar Kristinsson og Karl G. Friðriksson kynna.

Bókin hefur að geyma 45 hugleiðingar fyrir síunga karlmenn. Þarna er um að ræða hvatningu að fara úr viðjum vanans, og brjóta upp eldri viðmið samfélagsins. Þó svo bókin sé stíluð á karlmenn þá, eins og stendur á bókakápu, hentar hún öllum kynjum.

Með bókinni vilja höfundar ögra vanabundnum viðmiðum, ýta við hugsun og opna dyr að nýjum viðhorfum og möguleikum fyrir síunga karlmenn eða karlmenn á besta aldri. Við viljum stuðla að breyttum viðhorfum samfélagsins til aldurs og þá vegferð er best að byrja með að fá hvern og einn til að rýna sjálfan sig.

Við höfum orðið varir við að umræða um aldur og það að eldast er oft lituð af neikvæðum formerkjum, klisjum. Miðaldra og eldri einstaklingar, oft reynsluboltar í fullu fjöri, mæta þröngsýnum viðhorfum sem eru ólík raunveruleikanum, jafnvel niðurlægjandi og langt frá því að vera í takti við getu þeirra og hæfni.

Bókin hefur verið rýnd af mörgum aðilum og fengið góðar umsagnir:

„Þessi bók situr í manni eftir lesturinn. Það er svo margt í henni sem ég hef ákveðið að tileinka mér. Frábær bók!"

Gunnar Helgason, rithöfundur

„Ef þetta er uppskrift að langlífi, þá tek ég tvær! Lífsgleði, forvitni og núvitund í sönnum stíl síungra karlmanna.“

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og frumkvöðull

„Hér er einmitt verið að fjalla um hluti sem ég verið að velta fyrir mér – bæði gagnlegt og skemmtileg lesning“

Páll Jakob Líndal, dr. í umhverfissálfræði og markþjálfi

Framtíðar-samfélagsrými í þágu velsældar.

Umhverfissálfræði, samsköpun og skipulag borga og bæja.

Join the meeting now

Tækniframfarir munu breyta eðli starfa framtíða og hversu miklum tíma er varið á vinnustöðum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á samsetningu og íbúafjölda í sveitarfélögum um land allt og kalla óneitanlega á endurskoðun á vægi samfélagsrýma. Hvernig hönnum við innviði og almenningsrými í sveitarfélögum sem stuðla að velsæld og efla tengsl milli íbúa til framtíðar?

Dögg Sigmarsdóttir og Páll Jakob Líndal kynna á fjarfundi ólíkar útfærslur á þróun samfélagsrýma framtíða sem ýta undir mannvænt og vistvænt samfélag í virku samráði við íbúa.

Dögg Sigmarsdóttir, sérfræðingur í sköpun samfélagsrýma, kynnir hugmyndir borgarbúa frá Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins um mögulega nýtingu almenningsrýma eins og bókasafna eftir 100 ár og hvernig slík samfélagsrými gætu komið í veg fyrir að tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa samtímans fylgi okkur inn í framtíðina.

Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, kynnir nýja nálgun í skipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem gagnvirkt þrívíddarlíkan af þéttbýlinu er þróað í tölvuleikjaumhverfi sem m.a. býður upp á kraftmikla upplifun í sýndarveruleika, og gerir hagaðilum kleift að skoða og meta skipulagið á aðgengilegan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi núverandi þéttbýliskjarna sem telur um nú 60 manns ríflega tífaldist á næstu árum og áratugum. Frá upphafi hefur sveitarstjórn lagt áherslu á að skipulagið byggi á umhverfissálfræðilegum áherslum, með það að markmiði að skapa mannvænt umhverfi og samheldið samfélag. Verkefnið markar nýja nálgun í skipulagsvinnu þar sem samþætt er vísindaleg þekking úr umhverfissálfræði, hönnun og skipulagsgerð, auk virks samráðs við íbúa. Með þessu er lagður grunnur að sjálfbærum þéttbýliskjarna í íslensku dreifbýli.

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og rekur ráðgjafar-og rannsóknarfyrirtækið ENVALYS þar sem umhverfissálfræði, skipulagi og hönnun er tvinnað saman með hjálp þrívíddar- og sýndarveruleikatækni. Þá er Páll forstöðumaður viðbótarnáms á meistarastigi í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.

Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Hún hefur stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að mótun samfélagsrýma og eflingu borgaralegrar þátttöku í þágu inngildingar, velsældar og félagslegrar sjálfbærni.

Fréttir

Hvað er það sem koma skal? Sviðsmyndir til ársins 2030 Þétt og vel skipuð nýársmálstofa faghópa framtíðarfræða og gervigreindar, næstkomandi föstudag kl 09:00 – Sjá viðburðinn.

Málshafandi er David Wood frá London Futurist

Panelinn skipa þau:

  • Sylvía Kristín forstjóri Nova
  • Róbert Bjarnason forstjóri Citizens
  • Páll Rafnar Þorsteinsson frá atvinnuráðuneytinu
  • Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands

Sjá frekari upplýsingar um málstofuna hér að neðan og um einstaka þátttakendur

Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.

Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.

Upplýsingar um þátttakendur í panel:

Sylvía Kristín er forstjóri fjarskipta fyrirtækisins Nova. Hún starfað áður hjá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun.

Dr. Helga Ingimundardóttir er lektor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur Kennsluakademíu opinberra háskóla. Rannsóknir og kennsla hennar snúa að bestun, stærðfræðilegri líkangerð, gagnavísindum og gervigreind, með áherslu á tengsl fræða og atvinnulífs. Hún hefur víðtæka reynslu úr rannsóknum og hagnýtri gervigreind í iðnaði.

Róbert Bjarnason er reyndur frumkvöðull og leiðtogi í umræðunni um gervigreind á Íslandi. Hann stofnaði meðal annars fyrstu veffyrirtækin á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma. Hann er stofnendi að Citizens Foundation árið 2008, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að því að bæta opinbera ákvarðanatöku með nýstárlegum stafrænum lausnum fyrir borgara. Stofnunin er almennt talin vera í fararbroddi á sviði stafræns lýðræðis.

Páll Rafnar Þorsteinsson starfar hjá atvinnuráðuneytinu meðal annars á sviði AI. Hann hefur verið aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Páll Rafnar er auk þess með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar hefur starfað við Háskólann á Bifröst, sem almennatengsla ráðgjafi hjá KOM, og stundað rannsóknir og ritstjörf.

Enghlish

Páll Rafnar Þorsteinsson works at the Ministry of Industry, including on matters related to artificial intelligence. He has previously served as an assistant to the Minister of Fisheries and Agriculture. Páll Rafnar holds a PhD in Philosophy from University of Cambridge, where his doctoral thesis examined the concept of law (nomos) in Aristotle’s political philosophy. He also holds a Master’s degree in Political Philosophy from the London School of Economics, as well as a BA in Philosophy and Greek from the University of Iceland. In addition, he has worked at Bifröst University, served as a public relations consultant at KOM, and engaged in research and editorial work.

Sylvía Kristín is the CEO of the telecommunications company Nova. She previously worked at Icelandair, where she served as Chief Operating Officer. Before that, she was Executive Director of Business Development and Marketing at Origo. Sylvía also spent several years at Amazon, initially working in operations and planning, and later in the company’s Kindle division, where she focused on business intelligence and product development.

Dr. Helga Ingimundardóttir is an Assistant Professor of Industrial Engineering at the University of Iceland and a member of the Teaching Academy of Iceland’s public universities. Her work focuses on optimization, mathematical modeling, data science, and artificial intelligence, with a strong emphasis on connecting academic research to real-world applications. She brings extensive experience from applied AI and industry-driven research.

Róbert Bjarnason is an experienced entrepreneur and a leading voice in the discussion on artificial intelligence in Iceland. He was among the founders of the first web-based companies in Iceland and Denmark at the time. In 2008, he co-founded the Citizens Foundation, a nonprofit organization dedicated to improving public decision-making through innovative digital solutions for citizens. The foundation is widely regarded as being at the forefront of digital democracy.

Alþjóðlegir viðburðir á árinu 2025. Útfrá hugarheimi framtíðarfræðinga

Árlega tekur Jeromy Clenn, forstjóri Milliennium Project, lista yfir áhugaverða viðburði liðin árs. Þetta er í engri forgangsröðun. Hverjar verða áhrif, ef einhver, þessara viðburða á komandi ár?

  1. Trump takes over the U.S. White House
  2. First commercially-funded successful moon landing by Firefly’s Blue Ghost
  3. Massive US government cuts lead by Elon Musk
  4. DeepSeek and Manus AI Agent show China’s rapid progress on AI
  5. War in Ukraine and Sudan continues other regional tensions increase
  6. France, UK, others recognize Palestine State; Simi-cease fire in Gaza
  7. Humanoid Robots going commercial: Tesla, Unitree, Boston Dynamics, others
  8. Germany's fusion plant sets world record for sustain fusion for 43 seconds.
  9. Pope Francis dies; first American Pope elected as Leo XIV
  10. China has record $1 trillion trade surpluses despite tariff policies
  11. Meta’s new Ray-Ban smart glasses for augmented reality (AR) commercialized
  12. Gen Z overthrows corrupt governments in Nepal and Madagascar
  13. Job openings for software coders are beginning to fall.
  14. Quantum Computing is becoming practical: drug discovery and materials science
  15. Race to build data centers in orbit to save energy, cooling water, environ’al impacts
  16. Largest number of armed conflicts in history
  17. First G20 meeting held in Africa, Johannesburg, South Africa
  18. The first World Humanoid Robot Games were held in Beijing
  19. Direct air CO2 capture business star-ups begin.
  20. Trump starts Traffic Wars, cuts US Science 25-50% cuts USAID and UN dues
  21. Hektoria Glacier in Antarctica nearly 50% disintegrated in just two months.
  22. Renewables less costly than fossil fuels
  23. Agentic AI, local AI control (dual engine AI), S. Korea leading 6G race for 2028
  24. VR used to train medical surgeons
  25. Synthetic biology engineered bacteria to diagnose and treat disease.
  26. Structural battery composites, using structure of cars, planes, robots, for energy use.
  27. UN Security Council hold third session on AI as a national security issue
  28. Global warming continues 2015-2025 hottest decade, CO2 emissions record high
  29. Brazil’s Bolsonaro received 27-year prison sentence for leading coop attempt
  30. Japan elected Sanae Takaichi as its first female prime minister
  31. The first paraplegic to go into space on 9-minute trip on Blue Origin
  32. There were 321 rocket launches in 2025, of which Space X launched 172.
  33. Cell reprograming advances by tissue nanotransfection moves toward reverse aging
  34. Lab-grown cells restored brain function in aging mice.

Endurhugsun viðskiptalífsins með gervigreind

Nýlega kom út áhugaverð skýrsla frá Dubai Future Fountation. Hér eru tvær tilvitnanir er tengjast efni skýrslunnar:

Gervigreindarfulltrúar hafa möguleika á að verða öflugir bandamenn bæði leiðtoga og starfsmanna. Þeir geta aukið mannlega getu, umbreytt fyrirtækjum innan frá og tryggt að nýsköpun skapi varanlegt virði fyrir skipulagið.
Lidia Kamleh, aðallögfræðingur, Dubai Future Foundation

„Gervigreind er ekki bara tæki, heldur umbreytandi afl sem getur gjörbreytt uppbyggingu, tilgangi og umfangi fyrirtækjadeilda.“
John Jeffcock, forstjóri Winmark

Skýrslan dregur saman umræður, athuganir og framtíðarsýn sem komu fram á lokuðum fundi sem Winmark hélt í samstarfi við Dubai Future Foundation.

Skýrsluna má nálgast á eftirfarandi vefslóð:

https://www.dubaifuture.ae/insights/re-imagining-business-with-ai/

Stjórn

Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Framtíðarsetur Íslands
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Framtíðarsetur Íslands
Funi Magnússon
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Össur
Guðjón Þór Erlendsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Skipulagsstofnun
Gunnar Haugen
Annað -  Stjórnandi - CCP hf.
Ingibjörg Smáradóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Náttúrufræðistofnun
Kolfinna Tómasdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Rannís
Sigurður Br. Pálsson
Forstjóri -  Stjórnandi - BYKO
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Þór Garðar Þórarinsson
-1 -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?