Framtíðarfræði

Framtíðarfræði

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum.

Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Viðburðir á næstunni

Vinnumarkaður framtíðar. Hvar sem þú vilt, hvenær sem þú vilt og með þeim sem þú vilt!

Árelía og Herdís munu í erindi sínu fjalla um helstu áskoranir vinnumarkaðarins í framtíðinni. Báðar hafa þær mikla þekkingu  og reynslu á umræddu sviði.

 Fundastaður tilkynnt síðar

Árelía Eydís Guðmundsdóttir lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics and Political Science  árið 1993. Árelía stundaði doktorsnám við University of Essex og Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 2001. Árelía starfar sem dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands en sérsvið hennar er leiðtogafræði. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.

Herdís Pála er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri. Hún er með MBA gráðu, með áherslu á mannauðsstjórnun og alþjóðlega vottun sem markþjálfi. Hún hóf störf hjá Deloitte í nóvember 2019. Herdís Pála hefur um það bil 20 ára reynslu af stjórnun á sviði mannauðsmála, markaðssmála, reksturs, húsnæðismála o.fl.

Fréttir

Áhugaverð bók: Aftershocks and opportunities

Áhugaverð bók um eftirmála COVID-19, áskoranir og tækifæri. Í bókinni skrifa 37 framtíðarfræðingar sem koma viða að, með ólíkar nálganir á viðfangsefninu. Bókin er gerð að frumkvæði Fast Future og ritstjóri hennar er meðal annars Rohit Talwar sem er sumum kunnugur hér á landi, aðrir sem ritstýra eru Steve Wells og Alexandra Whittington.

Hér fjallar Rohit Talwar um bókina:

https://www.youtube.com/watch?v=1VPr-_fdrGY

Hægt er að panta bókina af slóð Amazon:

 https://www.amazon.com/Aftershocks.../dp/B09H3B5R55

Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Til fróðleiks þá er hér fréttatilkynning um ákall til Sameinuðu þjóðanna, sem einn af stærri vettvögnum framtíðarfræðingar, Millennium Project, hefur mótað vegna hugsanlegra þróunar breytingarafla á heimsvísu. Munum samt að framtíðin er björt :)

Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga – Millennium Project

Tvö hundruð leiðtogar kalla eftir því  að stofnuð verði sérstök skrifstofa hjá Sameinuðu þjóðunum, til að samræma alþjóðlegar rannsóknir og hafi það að markmiði að hindra útrýmingu mannkyns.

The Millennium Project, World Futures Studies Federation og Association of Professional Futurists benda á að mannkyninu sé verulega ógnað vegna veikingar á lofthjúpi jarðar, súrnun sjávar vegna loftslagsbreytinga, stjórnlausrar þróunar á nanótækni og gervigreind.

Í opnu bréfi til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, dagsettu 16. september 2021, hvetja internetbrautryðjandinn Vint Cerf, Nóbelsverðlaunahafinn Oscar Arias og aðrir leiðtogar á sviði tækni, viðskipta, stjórnmála, umhverfis- og loftslagsmála um allan heim, til þess að sett verði á stofn sérstök skrifstofa innan Sameinuðu þjóðanna sem fjalli sérstaklega um þær ógnir sem steðja að mannkyninu.. Tilgangur slíkrar skrifstofu væri að samræma alþjóðlegar rannsóknir á langtíma áhrifum slíkra ógna  og varnir gegn þeim.

Í bréfinu leggur Maria João Rodrigues, höfundur Lissabonáætlunar ESB, til að skrifstofa Sameinuðu þjóðanna geri fýsileikakönnun á stofnun slíkra skrifstofu.

„Bráðakrísur virðast alltaf taka athygli frá langtíma áhyggjum um framtíð mannkyns. Því þurfum við sérstaka skrifstofu innan Sameinu þjóðanna sem einblínir  á það sem gæti útrýmt okkur og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það. “sagði Jerome Glenn, forstjóri The Millennium Project.

Innan Sameinuðu þjóðanna eru nú þegar stofnanir sem taka á mörgum af áskorunum nútímans - svo sem minnkandi ferskvatni í heiminum, samþjöppun auðs og þjóðernistengdu ofbeldi – en eins alvarlegir og þessi þættir eru þá ógna þeir ekki tilvist mannkyns.

Eftirfarandi tíu atriði eru dæmi um langtíma ógnir:

• Veiking á lofthjúpi (segulsviði) jarðar sem verndar okkur fyrir banvænni geislun sólar

• Mikil losun vetnissúlfats vegna súrnun sjávar, sem stafar af hlýnun jarðar

• Skaðleg nanótækni (þar á meðal svonefnt „gray goo“ vandamál)

• Stjórnlaus þróun gervigreindar

• Einstaklingshyggja sem gæti meðal annars leitt til þróunar og notkunar gereyðingarvopna, s.s. efnavopna

• Vaxandi ógn vegna kjarnorkustríðs

• Stjórnlausir og alvarlegir heimsfaraldrar

•  Kornakstursslys (e. A particle accelerator accident)

• Sprengingar vegna gamma-geisla frá sólu (e. Solar gamma-ray bursts)

• Árekstur smástirna

„Það eru engir innviðir innan Sameinu þjóðanna sem fjalla um slíkar langtíma ógnir,“ sagði Héctor Casanueva, fyrrverandi sendiherra Chile hjá Sameinuðu þjóðanna í Genf. „Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um stefnumótun og tilvistarógnir gæti greint, fylgst með, séð fyrir og samhæft stefnumótandi rannsóknir á heimsvísu til að koma í veg fyrir þessar ógnir, sagði hann. „Það myndi þjóna alþjóðlegum stofnunum, ýmsum samtökum, þjóðríkjum og mannkyninu almennt.

Hugmyndin að nýrri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna kom fram á degi framtíðar 1. mars 2021, sem er haldin árlega. Um er að ræða alþjóðlega netráðstefnu nærri þúsund sérfræðinga frá 65 löndum. Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga, Millennium Project,  stendur fyrir umræddum degi. Lagt var til að ályktun um framangreint ákall yrði lögð fyrir á næsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í september 2021. Það myndi veita skrifstofu Sameinuðu þjóðanna umboð til að gera fýsileikakönnun á fyrirhugaðri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um langtíma ógnir.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, umsjónarmaður Framtíðarseturs Íslands, en setrið er aðili að alþjóðavettvanginum Millennium Project.

Framtíðarsetur Íslands er leiðandi rannsóknasetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hér á landi sem erlendis. Sjá nánar www.framtidarsetur.is

Meðfylgjandi er framangreint bréf til aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Karl Friðriksson

karlf@framtidarsetur.is

Sími 8940422

Með leiðarstein í stafni

Í fyrirlestri sínum fór Sara Lind Guðbergsdóttir yfir hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að vera.  Hjá Ríkiskaupum hefur verið mikið rætt um hvernig þau sjá sinn vinnustað fyrir sér.  Þeirra hugmyndir um hvað væri eftirsóknarverður vinnustaður var í samræmi við aðra sem þau ræddu við.  Allt snýst þetta um að tryggt sé að sýnin sé sameiginleg og sýnileg öllum starfsmönnum. Ríkiskaup mótuðu rammann með fjöldanum öllum af innlendum sem erlendum aðilum.
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Stjórn

Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Framtíðarsetur Íslands
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Íslenski ferðaklasinn
Gunnar Haugen
Annað -  Stjórnandi - CCP hf.
Hólmfríður Sigurðardóttir
Annað -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Ollý Björk Sigríðardóttir
Þjónustustjóri -  Stjórnandi - 1912 ehf
Sigurður Br. Pálsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Festi
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Védís Sigurðardóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Landsbankinn
Þór Garðar Þórarinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?