Framtíðarfræði
Framtíðarfræði
Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum.
Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.
Viðburðir á næstunni
Fréttir
Opið streymi með Gerd Leonhard um ofurgervigreindarlíkön eins og ChatGpt eða Dalle-2.
30 janúar kl 17:00. Sjá nánar https://www.futuristgerd.com/2023/01/join-me-for-a-very-special-gerdtalks-live-show-on-chatgpt-january-30-2023/
Heimurinn virðist vera á barmi umbreytinga þar sem fyrirtæki og einstaklingar eru farnir að nýta sér Generative AI líkön (ofurgervigreind) eins og Dalle-2, ChatGPT og sambærileg líkön. Hægt er að kalla þetta „páfagauka á ofurhormónum“ en ChatGPT getur á áhrifaríkan hátt líkt eftir mannlegum samtölum og búið til einstaka texta sem hafa ótrúlega mannlega eiginleika.
Mótaðu framtíðina með sviðsmyndagreiningum
- skapaðu þér og þínu fyrirtæki ný tækifæri
Hvenær: Fim. 26. jan. kl. 13:00 - 16:00 og fös. 27. jan. kl. 9:00 - 12:00
Frekari upplýsingar og skráning: https://endurmenntun.is/namskeid/137V23
Lýsing
Sérhver ákvörðun sem tekin er í dag hefur áhrif á framtíðina. Á það jafnt við hvort sem hún er tekin af einstaklingi eða af starfsmönnum fyrirtækja eða stofnana. Því er rökrétt að skoða og reyna að skilja þá áhrifaþætti sem skipta máli við ákvarðanatökuna áður en til hennar kemur.
Framtíðin verður ekki eins og fortíðin og því skiptir máli að kunna skil á þeim aðferðum sem mest eru notaðar í heiminum í dag til að horfa með faglegum og markvissum hætti til framtíðar. Meðal þeirra eru greining drifkrafta og sviðsmyndir.
Fyrri hluti námskeiðsins fjallar um það hvernig þú getur mótað eigin framtíð með því að nýta framtíðarhugsun og kynnast framtíðarlæsi. Þátttakendur kynnast ólíkum aðferðum til að greina framtíðartækifæri og byggja upp færni og getu til að takast á við áður óþekktar áskoranir í lífi og starfi.
Í seinni hluta námskeiðsins er fjallað um mótun sviðsmynda og notkun þeirra sem og hagnýtt gildi fyrir ólík svið rekstrar og stjórnunar í fyrirtækjum og stofnunum. Þátttakendur öðlast grunnþekkingu í mótun sviðsmynda og notkun þeirra í stjórnun og rekstri.
Á námskeiðinu er fjallað um
Framtíðarlæsi.
Mótun sviðsmynda.
Notkun sviðsmynda í stjórnun og rekstri.
Framtíðarfræði almennt og greiningu drifkrafta og óvissuþátta sem leggja grunn að sviðsmyndagreiningu.
Mótun sviðsmynda, notkun þeirra og hagnýti fyrir ólík svið rekstrar og stjórnunar.
Ávinningur þinn
Öðlast færni til að nýta framtíðaráskoranir í lífi og starfi.
Skilningur á drifkröftum og straumum í rekstrarumhverfinu.
Þekking á helstu aðferðum sviðsmyndagreininga.
Öðlast grunnþekkingu við gerð og nýtingu sviðsmynda til notkunar í fyrirtækjum og stofnunum.
Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum og stjórnendum sem fást við stefnumótun og þróunarmál innan fyrirtækja og stofnana, sem vilja jafnframt nýta sviðsmyndir til að auka persónulega hæfni og frama.
Nánar um kennara
Karl Friðriksson er stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands. Hann er hagfræðingur frá University of London og hefur að undanförnu stundað rannsóknir á sviði framtíðarfræða.
Sævar Kristinsson er rekstrar- og stjórnendaráðgjafi á ráðgjafasviði KPMG með stefnumótun og sviðsmyndagerð sem sérsvið. Hann er með cand. oecon. gráðu frá HÍ og MBA frá HR.
Sævar og Karl eru höfundar bókarinnar Framtíðin frá óvissu til árangurs sem fjallar um notkun sviðsmynda (e. scenarios) m.a. við stefnumótun. Þeir hafa auk þess komið að gerð fjölda sviðsmynda fyrir stjórnvöld, fyrirtæki og sveitarfélög.
Hér er nýstarleg útfærsla á viðburðum síðasta ár, sett fram af Victor V. Motti, hjá WFSF. Viðburðarnir flokkaðir í flokka greiningaraðferðarinnar STEEP, samfélag, tækni, hagfræði, umhverfið og svo politík.
Social
https://time.graphics/line/332059
Technological
https://time.graphics/line/331908
Economical
https://time.graphics/line/332082
Environmental
https://time.graphics/line/332061
Political
Stjórn



