Hættumat / áhættustjórnun.

Hættumat / áhættustjórnun.
Faghópar um ISO og gæðastjórnun héldu í Endurmenntun Háskóla Íslands í morgun sameiginlegan fund um hættumat/áhættustjórnun.
Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur ræddu um markmið áhættustýringar, verk-og skipulag, áhættustefnu OR, flokkun áhættu og skýrslu Markmið áhættustýringar er að draga úr sveiflum í afkomu, vakta áhættuþætti og halda þeim innan skilgreindra marka sem stjórn setur. Stuðla að aukinni meðvitund innan fyrirtækisins um óvissur í rekstarumhverfi og fjárfestingum. Varðandi verklag um áhættustýringu. Þá er verið að auðkenna áhættuna, gera áhættumat, áhættustýring og eftirlit. Í auðkenningu áhættu þá er verið að öðlast skilning á verkefni og tilheyrandi áhættu, auðkenna áhættuþætti. Í áhættumati er verið að meta líkur atburðar, meta fjárhagsleg áhrif atburðar og meta vænt áhrif. Hlutverkaskipan er með þeim hætti að stjórn ber ábyrgð á áhættustefnu og breytingar þurfa því samþykki eigenda og stjórnar. Áhætturáð framfylgir stefnu í daglegum rekstri. Áhætturáðið er skiptað forstjóra. Ráðir mótar áhættustefnu og leggur til umfjöllunar/samþykktar í stjórn. Ráðið vaktar stefnuna. Áhættustýring er stoðdeild fyrir móðurfélag OR, heldur utan um áhættutilvik rekstaráhættu og úrvinnslu þeirra, situr og upplýsir áhætturáð, framkvæmir varnarsamninga eða breytingar á samningum og kemur að meiriháttar skuldbindandi ákvörðunum. Áhættur í rekstri OR er kjarnaáhætta, tengd hita,vatns,rafmagns,frá og gagnaveitu. Áhætta við orkuframleiðslu og sölu, samkeppni á kjarnasviðum. Markaðsáhætta, áhrif markaðssveiflna á fjárhagslegan styrk OR, gengissveiflur, erlent og innlent vaxtastig, verðlagsþróun, vaxtaálag og verð á áli. Lausafjáráhætta, geta OR til að mæta skuldbindingum og grípa tækifæri, rekstarútgjöld, afborganir af lánum, fjárfestingar og samsetning eignasafns. Nótaðilaáhætta, áhrif hugsanlegra vanskila viðskiptavina á OR, stærð einstakra viðskiptavina, einsleitir hópar viðskiptavina,. Rekstararáhætta, áhrif áfalla og ófyrirséðs tjóns á fjárhag OR. Varðandi flokkun þá er greint hvað er hættutilvik, springur heitavatnsrör.
Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni. Rekstraráhætta; lögð er áhersla á greiningu hættutilvika, ýmist hugarflugsfundir, ábendingar eða raunatburðir. Eitt besta vopnið í áhættustýringu er heilbrigð skynsemi. Öll tjón eru metin til fjárhags. Varðandi líksamstjórn þá er mannslíf metið gríðarlega hátt og því tekið fyrir og meðhöndlað. Krónur eru settar á allar áhættur til að forgangsraða. Það er hjálplegt en orðspor er ekki hægt að meta til fjár.
Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands fjallaði um áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati. Sigurjón varpaði fram þeirri spurningu: „Hvaðan koma áskoranir um áhættumat?“ Þær koma úr stöðlunum (ISO 27001 og ISO 9001) Í hverjum einasta kafla kemur fram að það þurfi að vera áhættumat. Þær koma einnig frá Vinnueftirlitinu og Persónuvernd. Allir þeir sem eru með persónugreinanlega gögn þurfa að gera áhættumat. Ný lög taka gildi 24.maí, þau eru sameiginleg fyrir allt Evrópubandalagið. Níutíuprósent gagna sem hefur verið safnað hafa komið á sl. tveimur árum. Persónuvernd er að reyna að tryggja borgarana og gefa einstaklingum miklu meiri rétt. Einstaklingur getur þá óskað eftir að týnast, hann getur farið í lögsókn og fengið fjárhagslegar skaðabætur ef honum finnst á sig stigið. Þetta er mikilvægt skref sem við Íslendingar verðum einnig að taka. Allt í einu hefur persónuvernd gríðarleg völd. Persónuvernd getur nú sektað 4% af heildarveltu ef ekki verður unnið eftir þessum nýju lögum. Það skiptir engu hvort þetta er sjoppan á horninu eða stórfyrirtæki. Það er því ekki áskorun heldur krafa að vera búinn að innleiða fyrir 25.maí 2018 öryggisstefnu.

Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu fjallaði um áhættumat starfa. Áhættumatið er þannig að farið er skipulega yfir vinnuumhverfið og reynt að meta hvort það geti valdið heilsutjóni og skipuleggjum úrbætur. Markmiðið er að 1. við komum heil heim úr vinnu 2. Starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögum þeirra að starfsumhverfinu 3. Draga úr fjarvistum frá vinnu 4. Stuðla að félagslegri þátttöku. Félagslegir og andlegir þættir verða mest útundan á vinnustað. Aðferð við gerð áhættumats er frjáls, en hún verður að vera skrifleg, greina þau vandamál sem eru á vinnustað og yfirfara slysaskrá a.m.k. einu sinni á ári. Forvarnir Vinnueftirlitsins eru í 3 stigum. Því miður eru ekki nægilega margir í 1.stigs forvörnum sem er að fjarlægja hættur. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins eru gátlistar. Sértækir vinnuumhverfisvísar eru félagslegur og andlegur aðbúnaður á vinnustað, ánægjukönnun fyrir starfsfólk á vinnustöðum. En hvernig er staðan í raun og veru? Nýlega var gerð úttekt i fiskvinnslu á Íslandi og hefði hún mátt koma miklu betur út. Öryggi skapast stig af stigi. Grunnurinn verður að vera í lagi. Andlega og félagslega matið. Ný reglugerð nr.1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni. Skoða á fjölda starfsmanna, aldur, kynjahlutfall, ólíkan menningarlegan bakgrunn, örðuleika í tengslum o.fl. Oft er verið að vinna í langtíma tímaþröng, er verklýsing óljós, er mikið um einhæfni, lítið athafnafrelsi, svigrúm, starfsþróun. Hvernig eru samskiptin, upplýsingaflæði, of lítill stuðningur frá stjórnendum og samstarfsmönnum, lítið umburðarlyndi, einelti og kynferðisleg áreitni. En hvað skiptir máli? Hvað gerum við best, lærum af því. Guðmundur sagði frá OiRA= Online interactive Risk Assesssment sem er rafrænt gagnvirkt áhættumat, hugsað fyrir fyrirtæki með 50 starfsmenn og færri. Þetta er hugbúnaður um áhættumat sem er opinn öllum og ókeypis. OiRA skiptist í 5 hluta, undirbúning, greiningu, mat, aðgerðaráætlun og skýrsla.
Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent fór yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem Ólafur kynnti samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015. Við innleiðingu á áhættustýringu þarf að huga að mörgum þáttum. Nýtt í staðlinum er að nú þarf að vera eigandi áhættustefnunnar. Mikilvægt er að mótun áhættustefnu sé gerð rétt og hún sé skjalfest. Áhættustýring er ekkert ósvipuð áætlunargerð. Ólafur mælir með ISO 27005. Ólafur nefndi mikilvægi þess að hugtök væru skilgreind rétt og að allir hefðu sama skilning á sömu hugtökum. Asset er ekki lengur einungis eign. Asset getur verið upplýsingar s.s. kortaupplýsingar. Supporting asset er vélbúnaður, hugbúnaður, fólk, netkerfi samningar, aðstaða o.s.frv.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?