Hættumat / áhættustjórnun.

Hættumat / áhættustjórnun.
Faghópar um ISO og gæðastjórnun héldu í Endurmenntun Háskóla Íslands í morgun sameiginlegan fund um hættumat/áhættustjórnun.
Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur ræddu um markmið áhættustýringar, verk-og skipulag, áhættustefnu OR, flokkun áhættu og skýrslu Markmið áhættustýringar er að draga úr sveiflum í afkomu, vakta áhættuþætti og halda þeim innan skilgreindra marka sem stjórn setur. Stuðla að aukinni meðvitund innan fyrirtækisins um óvissur í rekstarumhverfi og fjárfestingum. Varðandi verklag um áhættustýringu. Þá er verið að auðkenna áhættuna, gera áhættumat, áhættustýring og eftirlit. Í auðkenningu áhættu þá er verið að öðlast skilning á verkefni og tilheyrandi áhættu, auðkenna áhættuþætti. Í áhættumati er verið að meta líkur atburðar, meta fjárhagsleg áhrif atburðar og meta vænt áhrif. Hlutverkaskipan er með þeim hætti að stjórn ber ábyrgð á áhættustefnu og breytingar þurfa því samþykki eigenda og stjórnar. Áhætturáð framfylgir stefnu í daglegum rekstri. Áhætturáðið er skiptað forstjóra. Ráðir mótar áhættustefnu og leggur til umfjöllunar/samþykktar í stjórn. Ráðið vaktar stefnuna. Áhættustýring er stoðdeild fyrir móðurfélag OR, heldur utan um áhættutilvik rekstaráhættu og úrvinnslu þeirra, situr og upplýsir áhætturáð, framkvæmir varnarsamninga eða breytingar á samningum og kemur að meiriháttar skuldbindandi ákvörðunum. Áhættur í rekstri OR er kjarnaáhætta, tengd hita,vatns,rafmagns,frá og gagnaveitu. Áhætta við orkuframleiðslu og sölu, samkeppni á kjarnasviðum. Markaðsáhætta, áhrif markaðssveiflna á fjárhagslegan styrk OR, gengissveiflur, erlent og innlent vaxtastig, verðlagsþróun, vaxtaálag og verð á áli. Lausafjáráhætta, geta OR til að mæta skuldbindingum og grípa tækifæri, rekstarútgjöld, afborganir af lánum, fjárfestingar og samsetning eignasafns. Nótaðilaáhætta, áhrif hugsanlegra vanskila viðskiptavina á OR, stærð einstakra viðskiptavina, einsleitir hópar viðskiptavina,. Rekstararáhætta, áhrif áfalla og ófyrirséðs tjóns á fjárhag OR. Varðandi flokkun þá er greint hvað er hættutilvik, springur heitavatnsrör.
Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni. Rekstraráhætta; lögð er áhersla á greiningu hættutilvika, ýmist hugarflugsfundir, ábendingar eða raunatburðir. Eitt besta vopnið í áhættustýringu er heilbrigð skynsemi. Öll tjón eru metin til fjárhags. Varðandi líksamstjórn þá er mannslíf metið gríðarlega hátt og því tekið fyrir og meðhöndlað. Krónur eru settar á allar áhættur til að forgangsraða. Það er hjálplegt en orðspor er ekki hægt að meta til fjár.
Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands fjallaði um áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati. Sigurjón varpaði fram þeirri spurningu: „Hvaðan koma áskoranir um áhættumat?“ Þær koma úr stöðlunum (ISO 27001 og ISO 9001) Í hverjum einasta kafla kemur fram að það þurfi að vera áhættumat. Þær koma einnig frá Vinnueftirlitinu og Persónuvernd. Allir þeir sem eru með persónugreinanlega gögn þurfa að gera áhættumat. Ný lög taka gildi 24.maí, þau eru sameiginleg fyrir allt Evrópubandalagið. Níutíuprósent gagna sem hefur verið safnað hafa komið á sl. tveimur árum. Persónuvernd er að reyna að tryggja borgarana og gefa einstaklingum miklu meiri rétt. Einstaklingur getur þá óskað eftir að týnast, hann getur farið í lögsókn og fengið fjárhagslegar skaðabætur ef honum finnst á sig stigið. Þetta er mikilvægt skref sem við Íslendingar verðum einnig að taka. Allt í einu hefur persónuvernd gríðarleg völd. Persónuvernd getur nú sektað 4% af heildarveltu ef ekki verður unnið eftir þessum nýju lögum. Það skiptir engu hvort þetta er sjoppan á horninu eða stórfyrirtæki. Það er því ekki áskorun heldur krafa að vera búinn að innleiða fyrir 25.maí 2018 öryggisstefnu.

Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu fjallaði um áhættumat starfa. Áhættumatið er þannig að farið er skipulega yfir vinnuumhverfið og reynt að meta hvort það geti valdið heilsutjóni og skipuleggjum úrbætur. Markmiðið er að 1. við komum heil heim úr vinnu 2. Starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögum þeirra að starfsumhverfinu 3. Draga úr fjarvistum frá vinnu 4. Stuðla að félagslegri þátttöku. Félagslegir og andlegir þættir verða mest útundan á vinnustað. Aðferð við gerð áhættumats er frjáls, en hún verður að vera skrifleg, greina þau vandamál sem eru á vinnustað og yfirfara slysaskrá a.m.k. einu sinni á ári. Forvarnir Vinnueftirlitsins eru í 3 stigum. Því miður eru ekki nægilega margir í 1.stigs forvörnum sem er að fjarlægja hættur. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins eru gátlistar. Sértækir vinnuumhverfisvísar eru félagslegur og andlegur aðbúnaður á vinnustað, ánægjukönnun fyrir starfsfólk á vinnustöðum. En hvernig er staðan í raun og veru? Nýlega var gerð úttekt i fiskvinnslu á Íslandi og hefði hún mátt koma miklu betur út. Öryggi skapast stig af stigi. Grunnurinn verður að vera í lagi. Andlega og félagslega matið. Ný reglugerð nr.1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni. Skoða á fjölda starfsmanna, aldur, kynjahlutfall, ólíkan menningarlegan bakgrunn, örðuleika í tengslum o.fl. Oft er verið að vinna í langtíma tímaþröng, er verklýsing óljós, er mikið um einhæfni, lítið athafnafrelsi, svigrúm, starfsþróun. Hvernig eru samskiptin, upplýsingaflæði, of lítill stuðningur frá stjórnendum og samstarfsmönnum, lítið umburðarlyndi, einelti og kynferðisleg áreitni. En hvað skiptir máli? Hvað gerum við best, lærum af því. Guðmundur sagði frá OiRA= Online interactive Risk Assesssment sem er rafrænt gagnvirkt áhættumat, hugsað fyrir fyrirtæki með 50 starfsmenn og færri. Þetta er hugbúnaður um áhættumat sem er opinn öllum og ókeypis. OiRA skiptist í 5 hluta, undirbúning, greiningu, mat, aðgerðaráætlun og skýrsla.
Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent fór yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem Ólafur kynnti samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015. Við innleiðingu á áhættustýringu þarf að huga að mörgum þáttum. Nýtt í staðlinum er að nú þarf að vera eigandi áhættustefnunnar. Mikilvægt er að mótun áhættustefnu sé gerð rétt og hún sé skjalfest. Áhættustýring er ekkert ósvipuð áætlunargerð. Ólafur mælir með ISO 27005. Ólafur nefndi mikilvægi þess að hugtök væru skilgreind rétt og að allir hefðu sama skilning á sömu hugtökum. Asset er ekki lengur einungis eign. Asset getur verið upplýsingar s.s. kortaupplýsingar. Supporting asset er vélbúnaður, hugbúnaður, fólk, netkerfi samningar, aðstaða o.s.frv.

Fleiri fréttir og pistlar

Samantekt frá okkar fyrsta viðburði

Nú er vika liðin frá fyrsta viðburði okkar sem fjallaði um hver tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila á milli.

Þar sem fyrirhugað er að halda sambærileg erindi á landsbyggðinni á komandi vetri viljum við veita innsýn í það sem fór fram á viðburðinum og miðla þannig áfram því sem við höfum tök á, að teknu tilliti til trúnaðar við frummælendur og áheyrendur.

  

Hvert er helsta vandamál miðlunar?

Kjarni þess erindis sem Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn og Wolfe á Íslandi flutti, var sá að innan almannatengsla á Íslandi hefur lengi skort fagmennsku. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra sem sinna almannatengslum með áberandi hætti, eins og upplýsingafulltrúar, koma úr fjölmiðlaheiminum og hafa litla eða enga faglega þekkingu á faglegri hliðum almannatengsla. Þau sem hafa aflað sér þekkingar og reynslu starfa yfirleitt á bak við tjöldin, til dæmis við stefnumótun, samskiptaáætlanir og framkvæmd þeirra. Þetta veldur bjögun í almennri umræðu þar sem sýnilegi hluti almannatengslanna er oft á tíðum ekki sá faglegi.

Mögulega stafi slík vinnubrögð af því að það séu eins konar ranghugmyndir í gangi varðandi samskipti fjölmiðla og lögaðila annars vegar og hins vegar  lögaðila og almannatengla til dæmis varðandi hvert hlutverk fjölmiðla raunverulega er. Í þessu samhengi velti Ingvar sérstaklega upp spurningum um mikilvægi fjölmiðla fyrir almannatengsl.  

Við teljum okkur flest vita að hlutverk fjölmiðla er að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Upplýsa á þann hátt að það sé verið að segja satt og rétt frá og gagnsæi fylgir störfum fjölmiðla, sem stuðlar að því að skipulagsheildir vilji koma hreint fram í garð almennings.

Ef við skoðun hlutverk almannatengsla er kjarninn almennt sá að breyta viðhorfum í jákvæða átt með upplýsingamiðlun til að mynda og viðhalda gagnkvæmum tengslum, skilningi, samþykki og samvinnu hagaðila á milli.

Þar sem meginhlutverkin eru skýr þarf að velta fyrir sér hvað gæti hamlað þessum hlutverkum.

 

Samkvæmt alþjóðlegum siðareglum almannatengla er ekki leyfilegt að beita sefjun gagnvart fjölmiðlafólki eða almenningi. Raunin er sú að oft er verið að reyna að sefja fjölmiðla eða almenning til að fylkja sér að baki málstað án þess að áheyrendur skilaboðanna viti nokkuð um raunverulegu markmið þess að reynt er að hafa áhrif á hann. Almannatenglar sem ekki hafa hlotið fagmenntun eða tilhlýðilega þjálfun þekkja ekki þessa reglu og fylgja henni því ekki. Að líkindum stuðlar þetta að ranghugmyndum um starfshætti almannatengla. Þetta skapar því vantraust, og réttilega.

Hver er lausnin?

Lítið hefur breyst í grundvallar þáttum alþjóðlegra siðareglna almannatengla, sem Basil Clarke setti í byrjun síðustu aldar. Clarke, sem starfaði á þeim tíma sem blaðamaður hjá Daily Mail, talaði fyrir því að allt efni sem kæmi frá almannatengli yrði merkt sendanda og skýrt tekið fram um hvers konar efni var um að ræða og að þetta væri mikilvægasti punkturinn að það sé skylt að upplýsa hver viðskiptavinurinn er og í hvaða tilgangi efninu væri miðlað.

Okkar aðferð í faghópnum er að stuðla að fagmennsku með samtali fagaðila á milli, ásamt því að leggja línurnar þar sem fagaðilar geta í framhaldinu dregið einhver mörk og skapað málefnalega gagnrýni á ófagleg vinnubrögð kollega sinna og stutt við fagleg vinnubrögð sem geta leitt til betri samskipta og miðlunar á milli fjölmiðla, almannatengla og lögaðila.

  

Niðurstaða umræðnanna?

Að erindi loknu tóku við pallborðsumræður þar sem Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjölmiðlarýnir og Þórarinn Þórarinsson, einn reyndasti blaðamaður landsins og nú starfandi á Fréttablaðinu, svöruðu ásamt Ingvari spurningum úr sal.
Umræðan hverfðist fljótt um hlutverk fjölmiðla en í þeim geira eru skiptar skoðanir um það hvort skilgreina beri fjölmiðla sem fjórða valdið eða ekki. Bæði Brynjar og Þórarinn vildu meina að sú skilgreining ætti ekki rétt á sér. Fjölmiðlar hefðu ekkert formlegt vald og ættu að forðast það að líta á sig sem fjórða valdið því annars gætu fjölmiðlarnir orðið hluti af „establishmentinu“ sem ynni gegn þekktum tilgangi þeirra. Fór þessi umræða fram á þeirri forsendu sem Ingvar nefndi í sínu erindi að fjölmiðlafólkið sjálft væri að meirihluta sammála þeirri skilgreiningu; að fjölmiðlar eru fjórða vald samfélagsins.

Þá kom einnig fram að vantraust fjölmiðlafólks gagnvart almannatenglum væri almennt enda eru fjölmiðlar undir stöðugum þrýstingi að birta umfjöllun um allskonar hluti sem væri í raun ekki áhugaverðir frá sjónarhóli fjölmiðla. Faglegt traust gæti þó myndast þar sem almannatenglar taka hlutverk sitt alvarlega gagnvart fjölmiðlum með einskonar hliðvörslu gagnvart fjölmiðlum þar sem viðskiptavinir eru stoppaðir af með málefni sem ekki ættu raunverulegt erindi í fjölmiðlum.

Það virðist þó samróma niðurstaða fundarins að hlutverk fjölmiðla, óháð því hvort þeir eru skilgreindir sem fjórða valdið eða ekki, er eitt það mikilvægasta í frjálsu og lýðræðislegu samfélagi. Af því leiðir að almannatenglum ber að umgangast fjölmiðla af ábyrgð þar sem heiðarlegir starfshættir eru hafði að leiðarljósi og barist er gegn sefjun með öllum tiltækum ráðum.

 

Við kveðjum að sinni og viljum við minna fólk á að fylgjast með hliðstæðum viðburðum á landsbyggðinni á næstunni.

 

 

 

 

 

 

 

"Bylting í stjórnun 2022 - Í auga stormsins" ráðstefna 30. september

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á einstaklega áhugaverðri ráðstenu "Bylting í stjórnun 2022 - Í auga stormsins" sem fer fram í Gamla bió 30. september. Nánari upplýsingar og skráning hér http://manino.is/i-auga-stormsins/  

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Á mitt vörumerki heima á TikTok?

Faghópur um þjónustu- og markaðsmál hóf starfsárið af krafti í morgun með fundi sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík. Streymi af fundinum er aðgengilegt á facebooksíðu félagsins.  

Samfélagsmiðillinn og myndbandsveitan TikTok hefur á stuttum tíma orðið einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í heimi og mörg fyrirtæki byrjað að nýta sér vettvanginn í kjölfarið í markaðslegum tilgangi.

Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's og Unnur Aldís Kristinsdóttir, markaðsstjóri Smitten sögðu frá því hvernig TikTok hefur haft áhrif á þeirra markaðsmál og hvernig þau hafa náð árangri með sitthvorri áherslunni.

Dominos á Íslandi voru ein af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að nýta sér TikTok. Efnið þeirra hefur vakið heimsathygli og eru þau með yfir 160 þúsund fylgjendur.

Smitten er ört vaxandi sprotafyrirtæki sem hefur verið að teygja sig til Danmerkur. TikTok hefur verið eitt helsta vopnið fyrir góðum vexti í Danmörku með notkun TikTok ads og áhrifavalda þarlendis.

 

Diversify Nordic Summit

Í síðustu viku héldu tvær stjórnarkonur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu til Osló til að taka þátt í fyrsta Diversify Nordic Summit. Ráðstefnan var haldin í fallegu umhverfi við Holmenkollen skíðasvæðið. Á ráðstefnuna var mætt fólk víðsvegar að úr heiminum, flest frá Norðurlöndunum en auk þeirra voru þátttakendur frá Norður-Ameríku, Afríku og annars staðar frá Evrópu. Þátttakendur höfðu það flest sameiginlegt að brenna fyrir fjölbreytileika og inngildingu fólks til atvinnuþátttöku og í samfélögum sínum almennt. Ráðstefnan var skipulögð af Diversify sem eru samtök, ekki rekin í hagnaðarskyni, sem vinna að því að auka fjölbreytileika innan fyrirtækja og auka skilning samfélagsins á mikilvægi inngildingar.

Chisom Udeze sem stofnaði Diversify Nordics og er forsprakki þess að ráðstefnan var sett á fót, er upprunalega frá Nígeríu. Chisom hefur búið í Noregi í fjöldamörg ár og fannst tími til kominn að stofnað væri til samtals milli Norðurlandanna á sviði inngildingar. Hún viðurkenndi í setningarræðu sinni að gera þyrfti betur á næsta ári, því enginn fyrirlesara eða þátttakenda í pallborðsumræðum voru einstaklingar með fötlun eða frá frumbyggjaþjóðum líkt og Inúíta eða Sama. Einnig var skortur á þátttakendum frá Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum og sagðist Chisom staðráðin í því að bæta um betur á næsta ári. Að takast á við vankanta sinnar eigin ráðstefnu strax í upphafi setti tóninn fyrir það sem eftir kom. Umræður voru innihaldsríkar, gagnrýnar og á sama tíma leituðust þátttakendur til að sýna hvorum öðrum skilning. Öll voru vissulega komin til að læra af hvoru öðru, öðlast reynslu og betrumbæta sín samfélög eða fyrirtækjamenningu.

Þann lærdóm sem við drógum helst af þessari ráðstefnu er að Ísland er ekki bara komið frekar stutt á veg í þessu málefni, heldur eru Norðurlöndin ekki endilega komin mikið lengra en við í þessari umræðu. Hin svokallaða samnorræna „afneitun“ (e. Nordic denial), þ.e. tilhneigingin til að halda svo fast í þá hugmynd að allt hljóti að vera í lagi í velferðarríkjunum okkar að ekki gefst rými til að tala um vandamálin, eða hlusta á raddir þeirra sem verða fyrir óréttlæti í okkar eigin ríkjum, ristir enn djúpt. Nauðsynlegt er að horfast í augu við þá fordóma sem eru ríkjandi hjá okkur sjálfum og skoða hvernig ómeðvituð hlutdrægni heldur aftur af ákveðnum hluta fólks.

Þrátt fyrir að öll Norðurlöndin geti greinilega gert mun betur til að breyta hugarfari sínu gagnvart fjölbreyttu starfsfólki þá þykir okkur enn vanta upp á að samtalið sé tekið á Íslandi. Frá hinum löndunum mátti sjá mjög fjölbreyttan hóp einstaklinga sem starfa við mannauðsmál, fjölbreytileika- og inngildingarstjórnun fyrir hin ýmsu fyrirtæki og var umræðan eftir því. Þetta er ólíkt því sem gerist alla jafna á Íslandi. Hér er vissulega fjölbreytileiki til staðar, enda næstum fjórðungur íbúa landsins innflytjendur, börn innflytjenda eða einstaklingar með erlendan bakgrunn. Samt sem áður skortir fjölbreytileikann enn í mörgum geirum og sérstaklega í stjórnunarstöðum. 

Við viljum ekki að Ísland verði eftirbátur hinna landanna, enda höfum við allt bolmagn til þess að vera framarlega á sviði inngildingar, líkt og í svo mörgu öðru. Það er von okkar að sá aukni áhugi sem við finnum fyrir að fólk sýni inngildingu færi íslenskum fyrirtækjum og íslensku samfélagi meiri velferð. Enda hafa fjölbreyttar raddir, með fjölbreytta reynslu, sannað að þær færa sínu nærumhverfi hagsæld og hamingju - svo fremi sem þær upplifa inngildingu. 

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, stjórnarmeðlimur

Irina S. Ogurtsova, formaður

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?