Fréttir og pistlar

Fróðleg síða áhugamanna um Excel á Íslandi - excel.is

Þessi áhugaverða ábending barst til Stjórnvísi: Vegna excel áhugahópsins ykkar bendi ég á fróðlega síðu áhugamanna um Excel á Íslandi. Þeir bjóða vöfrurum upp á ótal ókeypis Excel skjöl. Dæmi þar um er t.d. boltakeppnisspálíkan 2023, bókhald einyrkja með uppstillingu ársreiknings, heimilisbókhald og annað fyrir ræktina, kaloríubókhald fyrir þá sem vilja grennast, sömuleiðis eru margir að spyrja þá um hvernig á að gera eitt og annað í excel og þeir svar jafnharðan o.fl. o.fl.. Þá er hægt að kaupa af þeim vinnutíma til að bæta við síðurnar eftir þörfum hvers og eins, eða panta algerlega nýtt skjal. Síðan er einfaldlega excel.is.

Hvaða tungumál er hlutlaust í fjölbreyttu starfsumhverfi? / What counts as a neutral language?

* In English below

UN Global Compact í Hörpu í næstu viku og þér er boðið.

Faghópur um loftslagsmál vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu í Hörpu í næstu viku.
SKRÁNING Á VIÐBURÐ
Þér er boðið á kynningarviðburð UN Global Compact á Íslandi sem fer fram í Hörpu þann 31. maí næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 10:00 og boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 9:30. 
Með þátttöku í UN Global Compact gefst einstakt tækifæri til að hraða árangri á sviði sjálfbærni. Fyrirtæki í öllum atvinnugreinum og stofnanir geta gerst aðilar að Global Compact og þannig tekið virkan þátt í starfi samtakanna á Íslandi og um allan heim. 
Til að tryggja sæti er mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. SKRÁNING Á VIÐBURÐ

 

Ný stjórn faghóps um loftslagsmál

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál var haldinn 5. maí sl. Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn gengu þær Berglind Ósk Ólafsdóttir, BYKO, Birta Kristín Helgadóttir, Eflu, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Íslandsbanka og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteini. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra góða framlag og samstarfið í stjórn faghópsins.

Fimm voru kosin í stjórn og er hún nú skipuð tíu manns: 

  • Guðný Káradóttir, VSÓ Ráðgjöf, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðslusetur
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa Vottun
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag 
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun
  • Leó Sigurðsson, Örugg verkfræðistofa
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte
  • Ingibjörg Karlsdóttir, Play Air
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, sjálfstætt starfandi lögfræðingur

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023 í gegnum Teams.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:

Erla Björg Eyjólfsdóttir - Cohn & Wolfe á Íslandi

Meðstjórnendur:

Andrea Guðmundsdóttir – Háskólinn á Bifröst

Ásta Sigrún Magnúsdóttir – Garðabær

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir – Reykjavíkurborg

Gunnar Hörður Garðarsson – Ríkislögreglustjóri

Gunnar Sigurðsson – KPMG

Gunnlaugur Bragi Björnsson – Viðskiptaráð

Heiða Ingimarsdóttir – Múlaþing

Ingvar Örn Ingvarsson – Cohn & Wolfe á Íslandi

Júlíus Andri Þórðarson – Háskólinn á Bifröst

Karen Kjartansdóttir – Langbrók

 

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna á sínu fyrsta starfsári og hlökkum til þess næsta!

Stjórn faghóps um leiðtogafærni 2023-2024

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 2. maí síðastliðinn. 
Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Áslaug Eva Björnsdóttir, Gangverk

Elísabet Jónsdóttir, Löður

Hlín Benediktsdóttir, Landsnet

Jóhann Friðleifsson, Kerecis

Sigríður Þóra Valsdóttir, Hvesta

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!

Ný stjórn Stjórnvísi 2023-2024 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var í dag 10. maí 2023 á Nauthól voru kosin í stjórn félagsins:
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

 

Afmælisráðstefna VIRK í Hörpu 31. maí

VIRK á 15 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því er blásið til ráðstefnu um endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. 

Boðið verður upp á fjölbreyttan hóp íslenskra og erlendra fyrirlesara á ráðstefnunni, aðalfyrirlesarar verða hinn kanadíski Dr. Emile Tompa og hin hollenska Dr. Sandra Brouwer.

 Dagskrá ráðstefnunnar og skráningu á hana má finna hér.

Hvers vegna tökum við rangar ákvarðanir? - Icelandair 2018

Skyndileg afsögn forstjóra Icelandair árið 2018 kom mörgum á óvart.

Í þessari grein sem ég birti nýlega á vef FP&A Trends Group er Logical Thinking Process aðferðafræðinni beitt til að greina atburðarásina, byggt á opinberum gögnum og samtölum við stjórnendur. Einnig er fjallað í víðara samhengi um hvaða ástæður geta legið að baki þegar rangar ákvarðanir eru teknar.

Nýr formaður faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun var haldin í Samrými í dag, 5. maí 2023. Formannsskipti verða fyrir næsta starfsár þar sem Gyða Björg Sigurðardóttir stígur til hliðar sem formaður og Sonja Margrét Scott tekur við keflinu. Gyða hefur verið formaður frá því að faghópurinn var stofnaður árið 2018 og hefur tekið virkan þátt í að móta starfsemi hópsins síðustu ár. 

"Ég er stolt af því starfi sem faghópurinn hefur staðið fyrir síðust ár og er ánægð að sjá fram á að það dafni áfram með nýjum formanni." Sagði Gyða í stuttri ræðu áður en hún afhenti Sonju orðið. 

Sonja Margét Scott er mannauðsstjóri CCEP Iceland og sagði í sinni stefnuræðu að mikilvægt væri að eiga samtal um hvernig móta má framtíð jafnlaunastjórnunar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til framtíðar. 

Stjórn faghóps fyrir starfsárið 2023-2024 skipa:

Sonja Margrét Scott Mannauðsstjóri - Coca-Cola European Partners Ísland
Davíð Lúðvíksson Sérfræðingur - Rannís
Maj-Britt Briem Sérfræðingur -  Samtök atvinnulífsins
Sigríður Örlygsdóttir Sérfræðingur -  Fagráðgjöf
 

Starfsemi Stjórnvísi byggist upp á þáttöku þeirra sem brenna fyrir málefni faghópana og næsta haust verður aftur auglýst eftir áhugasömum í stjórn faghóps um jafnlaunastjórnun. 

Aðalfundur stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn föstudaginn 19. maí klukkan 08:45-9:30 í gegnum Teams. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða meðstjórnenda er laus, sjá nánar að neðan. 

 

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.

Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi geta haft samband við Erlu Björgu Eyjólfsdóttur, formann faghópsins og ráðgjafa hjá Cohn & Wolfe á Íslandi.

Netfang: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is  

Símanúmer: +354-8985119

______________________________________________________________________________________________________

Ný stjórn hjá Stjórnun viðskiptaferla

Aðalfundur var haldin í dag þar sem kosið var í ný stjórn var kosin: 

Formaður er Jónína Guðný Magnúsdótir

Meðstjórnendur eru: 

Magnús Ívar Guðfinnsson 

Þóra Kristín Sigurðardóttir

Helga Kristjánsdóttir

Hrafnhildur Birgisdóttir

Erla Jóna Einarsdóttir 

Stjórn faghóps um innkaupa-og vörustýringu 2023-2024

Aðalfundur fyrir faghóp innkaupa- og vörustýringar var haldinn í dag, fimmtudaginn 4.maí 2023.
Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:

Snorri Páll Sigurðsson, Alvotech

Meðstjórnendur eru:

Björg María Oddsdóttir, Antwerp Management School
Elín Bubba Gunnarsdóttir, Össur
Eydís Ýr Rosenkjær, Ormsson
Jón Þór Sigmundsson, Alvotech
Kristín Þórðardóttir, Brimborg
Rúna Sigurðardóttir, Marel Iceland        
Pétur Sigurðsson, Ríkiskaup
Ragnhildur Tryggvadóttir, Alvotech 
Sveinn Ingvi Einarsson, Krónan   

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!


Þriðja byltingin er hafin í fluginu - Vangaveltur um framtíð flugs.

Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a. fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu    Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsviðs Icelandair ræddu í dag strauma og stefnur í flugi og veltu fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum.  Lítið hefur gerst frá árinu 1958 fyrir utan hreyflana. En nú er þriðja byltingin hafin í fluginu með tilkomu orkuskipta í flugi – rafmagns flugvélum. Allt verður miklu léttara í rekstrarkostnaði (allt að 80% lægri), hljóðmengun verður lítil sem engin, enginn útblástur og engir dýrir innviðir. Allt er á fullri ferð í þróun slíkra véla í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Bandaríkjamenn eru búnir að fjármagna með Toyota fjöldaframleiðslu á flugvélum sem hefja farþegaflug 2025. Rússar eru lengi búnir að fljúga á vetni en það tekur mikið pláss.  Glærur af fundinum eru aðgengilegar undir fundinum ásamt link á áhugaverða skýrslur.

 

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi var haldinn föstudaginn 28. apríl 2023.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og kosið var í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:
Ingibjörg Loftsdóttir                      VIRK
Meðstjórnendur:
Arabella Ýr Samúelsdóttir            Reykjavíkurborg  
Heiður Reynisdóttir                      Náttúrufræðistofnun
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir        Verkefnastjóri
Ólöf Kristín Sívertsen                   Reykjavíkurborg
Unnur Jónsdóttir                           Orkuveita Reykjavíkur
Yrsa G. Þorvaldsdóttir                  Hagvangur 
Valgeir Ólason                              Isavia


Við þökkum meðlimum faghópsins fyrir starfsárið sem er að ljúka og hlökkum til næsta starfsárs!

 

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun 2023-2024

Aðalfundur fyrir faghóp mannauðsstjórnunar var haldinn í dag, þriðjudaginn 25. apríl 2023.
Starfsárið 2022-2023 var gert upp, fráfarandi stjórnarfólk var hvatt, og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Sunna Arnardóttir, Vinnuhjálp, formaður
Anna María Jóhannesdóttir, Háskóli Íslands
Ásdís Hannesdóttir, Lagerinn
Harpa Hallsdóttir, Akranesbær
Harpa Sjöfn Lárusdóttir, Controlant
Helga Rún Runólfsdóttir, Fræðslusetrið Starfsmennt
Hildur Vilhelmsdóttir, Háskóli Íslands
Kristín Gunnarsdóttir, Reykjavíkurborg
Magnús Ívar Guðfinnsson, ANSA
Sigrún Sigurðardóttir Fossdal, Heilsuvernd

Við þökkum öllum meðlimum faghópsins fyrir starfsárið sem er að ljúka, og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars!

Hittumst hress á komandi Stjórnvísis-starfsári!

Aðalfundur Stjórnvísi 2023 verður haldinn í Nauthól 10. maí kl.12:00-13:00.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2023-2024(5) frestur til framboðs rennur út 3. maí 2023.  Kosið verður um 3 sæti í stjórn og formann Stjórnvísi, alls 4 sæti.  

Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2023-2024:
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík.  Stefán hefur setið í stjórn Stjórnvísi undanfarin þrjú ár.  Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn og getur setið í 2 ár að hámarki. 

Í stjórn eru 9 stjórnarmenn kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár.  Eftirtalin framboð eru komin sem ekki þarf að kjósa um og munu skipa stjórn Stjórnvísi 2023-2024

1. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
2. Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)
3. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)
4. Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar (2023-2024) kosinn í stjórn (2021-2023)
5. Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024) 

Önnur framboð í stjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru: 

1. Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel, formaður faghóps um upplýsingaöryggi (2023-2025)

2. Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2025)

3. Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2025) 

 

Kosið verður í fagráð félagsins.

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024) 
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
 

Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram: 

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

– Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel

Málefni: Fréttatilkynning frá stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi um viðburð hjá VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) – Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel. 

Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 26.apríl n.k. þegar VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) mun halda aðalfund. Á fundinum verður einnig boðið uppá kynningu á ÖHU málum (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) hjá Marel ásamt léttri kynningargöngu um Marel með áherslu á framleiðslusvæði.

Í  meðfylgjandi hlekk er linkur  á viðburðinn: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.

Staður:

Marel á Íslandi. Austurhraun 9, 210 Garabær.

Tími:

Kl. 17 – 18:30  

Skráning á viðburð:

Skráning fer fram á facebook síðu Vinnís: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/

Ný stjórn hjá ISO Gæðastjórnun

Aðalfundur var haldinn í dag þar sem ný stjórn var kosin:

Formaður:

Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri hjá Kópavogsbær 

Meðstjórnendur eru:

Eygló Hulda Valdimarsdóttir, Gæðastjóri hjá HS Veitur

Arngrímur Blöndahl, Gæðastjóri hjá Staðlaráð Íslands.

Jóna Björg Magnúsdóttir, Gæðastjóri hjá Seðlabanki Íslands

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Gæðastjóri hjá Reykjanesbær

Maria Hedman, Vörstjóri hjá Origo

Gná Guðjónsdóttir,  Framkvæmdastjóri hjá Versa Vottur

Einar Bjarnason, Gæðastjóri hjá Límtré Virnet

Framtíðarvika í Kanada - Okkur er boðið. Að sigla í ólgusjó!

Framtíðarvika í Kanada - Okkur er boðið. Að sigla í ólgusjó!

Gjaldfrjáls Kanadískur viðburður á netinu.

Framtíðarvika (Futures Week) þeirra í Kanada fer fram 16. til 18. maí 2023. Um er að  ræða ókeypis viðburði þar sem þátttakendum er boðið að hlusta á erindi um margvíslegar framtíðaráskoranir, greina tækifæri og hvernig framsýni/framrýni getur knúið fram umbreytingar.

Um er að ræða árlega netráðstefna og skipulögð af Policy Horizons Canada, https://horizons.gc.ca/en/home/,   á vegum ríkisstjórnar Kanada. Ákveðið var í ár að kynna ráðstefnuna, útfyrir Kanada fyrir áhugafólki um framtíðarfræði og þróun.  

Eins og fyrr segir þá er viðburðurinn er ókeypis og túlkaður á frönsku/ensku, myndatexta og táknmál verða í boði fyrir allar lotur.

Skoðið dagskrá viðburðarins og skráið ykkur til þátttöku.

https://horizons.gc.ca/en/futures-week/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?