Breytingastjórnun

Breytingastjórnun

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum og háskólum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi í breytingastjórnun sem nýtist þeim strax í starfi.

Breytingastjórnun er víðfeðm þar sem hún getur snert á flestu sem viðkemur rekstri og framþróun, hvort sem er fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki. Fagið snýst mikið um að hafa áhrif á mannskepnuna og er gjarnan gert með andstæðum aðferðum verkfræði og sálfræði sem nýtist m.a. við stjórnun og stefnumótun. Eins skipulagðar og breytingar eru í upphafi þá einkennast þær ætíð af viðbragði við aðstæðum sem upp koma, mannlegum og skipulagslegum, sem gjarnan skera úr um endanlegan árangur.

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 og fékk endurnýjun lífdaga vorið 2021. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.

Viðburðir

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun

Join the meeting now

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 9:00. Fundurinn verður haldinn á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum hópsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Júlíu Þorvaldsdóttur jth@skra.is

Strategísk samskipti

Join the meeting now

Strategísk samskipti

Í síbreytilegu umhverfi fyrirtækja og stofnana er mikilvægt að tryggja innri- og ytri samskipti og upplýsingar. Faghópur um breytingastjórnun fær Ingvar Sverrisson að fjalla um stragetísk samskipti bæði þegar kemur að sameiningu fyrirtækja en einnig þegar upp koma krísur. Fyrirlesturinn verður 21. Mars kl. 9:00 á Teams.

Ingvar Sverrisson er einn eigenda Aton.JL og framkvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu af samskiptum og ráðgjöf og hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, félagasamtaka og hið opinbera. Hann er fyrrverandi aðstoðamaður samgönguráðherra og velferðarráðherra. Ingvar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Innleiðing á verkefnamiðuðu vinnurými í nýju húsnæði Landsbankans.

Click here to join the meeting

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans, fjallar um nýjan vinnustað í Reykjastræti 6, innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnurými og sameiningu ólíkra eininga á einn vinnustað.

Fréttir

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun 2024

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun var haldinn 15. maí sl.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp, dagskrá komandi árs rædd og kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024. Í stjórn á komandi ári verða:

  • Júlía Þorvaldsdóttir, Þjóðskrá (Formaður)
  • Ásta Rut Jónasdóttir, Fastus
  • Brynjar Rafn Ómarsson, Eimskip
  • Helga Franklínsdóttir, Efla
  • Gunnlaugur Bjarki Snædal, Isavia

Þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum góð störf .

Stjórn hópsins mun hittast á næstunni og leggja drög af dagskrá starfsársins. Endilega komið áleiðis hugmyndum eða óskum um efnistök ef þið hafið áhuga.

Þökkum öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta!

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

Vel heppnuð áhugaverð frumraun hjá faghópi um breytingastjórnun.

Síðastliðinn fimmtudag var hagnýt vinnustofa hjá faghóp um breytingastjórnun. Farið var á kaf í bókina Switch – how to change things when change is hard þar sem kynnt var til sögunnar aðferðarfræðin um fílinn, knapann og slóðann. Veitt var fræðsla um efnið sem vinnuhópar unnu síðan úr praktísk verkefni. Rúsínan í pylsuendanum var síðan heimsókn annars rithöfundarins, Dan Heath, sem hélt frábært erindi í gegnum Teams og tók við fyrirspurnum.
Um var að ræða frumraun af þessum toga fyrir faghópinn, og jafnvel fyrir Stjórnvísi líka og hver veit nema það verði gert meira af þessu, í bland við fjölmenna Teams viðburði sem komin er góð reynsla af.

 

Stjórn

Júlía þorvaldsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Formaður - Þjóðskrá Íslands
Ásta Rut Jónasdóttir
Deildarstjóri -  Varaformaður - Fastus ehf
Bryndis Pjetursdottir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Verkís
Brynjar Rafn Ómarsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Eimskip
Gunnlaugur Bjarki Snædal
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - ISAVIA ohf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?