Breytingastjórnun

Breytingastjórnun

Markmið hópsins er að skapa umræðuvettvang og auka þekkingu á öllum þáttum breytingastjórnunar með miðlun á faglegri reynslu og þekkingu fyrirtækja, stofnana og fræðimanna á sviðinu. Breytingastjórnun felur í sér vel skilgreint ferli sem nýtir þekkingu og reynslu starfsmanna til að greina úrbótatækifæri og vaxtarmöguleika í rekstri, setja fram tímasett markmið til úrbóta og tryggja innleiðingu breytinga með kerfisbundnum hætti. Lykilatriði breytingastjórnunar er að skilgreina hvaða árangri á að ná með breytingunum og vinna samkvæmt markvissri aðgerðaráætlun til að svo megi verða. Í eðli sínu snýst breytingastjórnun um hegðun fólks og því felst breytingaferilð að stórum hluta í því hvernig bregðast eigi við ólíkum viðbrögðum starfsfólks, fá það til að styðja breytingarnar og leggja sitt af mörkum svo tilætlaður árangur náist.

Breytingastjórnun á einkar vel við þegar bregðast þarf við breytingum á ytra rekstrarumhverfi, þegar um er að ræða röskun á innra starfi, t.d. við sameiningar fyrirtækja og stofnana eða þegar árangur er undir væntingum og grípa þarf í taumana. Breytingastjórnun er því krefjandi aðferðarfræði og dýnamísk í eðli sínu en afar árangursrík ef rétt er að málum staðið. Faghópurinn stendur fyrir reglubundnum fyrirlestrum og kynningum um málefni tengdum breytingastjórnun. Slíkir fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari er fenginn til að fjalla um afmarkað efni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn stendur einnig fyrir morgunverðarfundum og ráðstefnum í samvinnu við aðra faghópa eða virta aðila utan Stjórnvísi. Faghópurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á breytingastjórnun, einkum þá sem hafa með stjórnun að gera eða eru að taka þátt í breytingaferli.

Viðburðir

Áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum

Hvað er menning og hefur hún áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna?  Eru áhrif íslenskrar menningar jákvæð eða neikvæð í alþjóðlegum verkefnum?

Fjallað verður um áhrif menningar, hvaða áskoranir felast í alþjóðlegu umhverfi, hvernig megi bregðast við og hvort yfirhöfuð sé hægt að stjórna menningu. Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna og hvaða lærdóm má draga af stýringu alþjóðlegra verkefna hjá Össuri.

Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össuri hf og hefur starfað á fjármálsviði fyrirtækisins síðastliðin 17 ár. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla og Íslands og útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017 þar sem hún skrifaði um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu úr MPM náminu og byggði verkefnið á raundæmi úr starfsemi Össurar.

 

Staðsetning:
Össur
Grjóthálsi 5
4. hæð

Alvogen – menning árangurs.

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki.  Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.  Á sérstöku stefnumóti stjórnenda fyrir félagsmenn Stjórnvísi fimmtudaginn 17. maí nk. mun Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpa ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga.  Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi mun síðan kynna til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar – og kynna áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð.  Þátttakendafjöldi er takmarkaður.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.  

 

Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnir innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallar um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.

Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn  því að mengi þátttakenda sé einsleitt.

Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnir starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar

Fréttir

Samfélagsábyrgð innleidd með breytingastjórnun

Í morgun 18. nóvember var haldinn fundur á vegum faghópa um breytingastjórnun og samfélagsábyrgð í Opna háskólanum í HR. Fundurinn bar yfirskriftina ,,Samfélagsábyrgð innleidd með breytingastjórnun“.

Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og leiðbeinandi við Háskólann í Reykjavík í samfélagsábyrgð og siðfræði var fyrirlesari og miðlaði af áralangri reynslu sinni á sviði samfélagsábyrgðar og breytingastjórnunar.

Fjallað var almennt um samfélagslega ábyrgð, helstu hagsmunaaðila og farið vandlega í gegnum hagnýtt módel sem mælst er til þess að fyrirtæki sem koma að innleiðingu samfélagsábyrgðar styðjist við. Tekin voru hagnýt dæmi úr íslensku atvinnulífi og alþjóðlegu umhverfi.

Andrúmsloftið var þægilegt, gestir voru mjög áhugasamir og líflegar umræður mynduðust.
Erindið var mjög gott að nærandi fyrir helgina sem framundan er. Við þökkum Katli Berg kærlega fyrir sitt framlag.

Umhverfisvæn hýsingarþjónusta Greenqloud.

Vel var tekið á móti félögum í breytingastjórnunarhópi Stjórnvísis af starfsmönnum og stjórnendum Greenqloud 19. janúar sl. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, Soffía Theódóra Tryggvadóttir, rakti sögu og gengi fyrirtækisins sem stofnað var árið 2010. Fyrirtækið starfaði fyrst í umhverfisvænni hýsingarþjónustu. Árið 2014 kom nýr framkvæmdastjóri að fyrirtækinu, Jónsi Stefánsson, en hann hafði áður átt sæti í stjórn fyrirtækisins. Á því ári var tekin ákvörðun um stefnubreytingu hjá fyrirtækinu. Hún fólst í því að loka hýsingarþjónustunni og snúa sér alfarið að hugbúnaðarþróun og sölu. Þetta reyndi mikið á innviði fyrirtækisins m.a. vegna sérhæfingar einstakra starfsmanna. Stjórnendur lögðu ofurkapp á að halda upplýsingaflæði til starfsmanna sem bestu og er það einn aðallykillinn að því hversu vel tókst til við breytingarnar. Vegna þessara miklu breytinga hefur mikil vinna hefur verið lögð í markaðssetningu á fyrirtækinu og framleiðsluvöru fyrirtækisins, Qstack. Í dag eru starfsmenn 42, aðallega á Íslandi en einnig er fyrirtækið með starfsemi í Seattle í Bandaríkjunum.
Eftir fundinn gáfu starfsmenn og stjórnendur sér tíma til að ræða við fundargesti og svara frekari spurningum.

Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu.

Faghópar um breytingastjórnun, mannauðsstjórnun, markþjálfun og verkefnastjórnun héldu í morgun einkar áhugaverðan fund í HR sem bar yfirskriftina: „Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu? Niðurstöður rannsókna á heilastarfsemi eru farnar að veita okkur þekkingu sem leiðir til endurskoðunar á stjórnunarkenningum m.a. á sviði breytingastjórnunar og árangursríkrar samvinnu.
Líffræðilegar rætur samskipta, tengsla og samvinnu hafa verið rannsakaðar á sviði „Social neuroscience“. Úr þeim rannsóknum má greina tvö megin þemu. Í fyrsta lagi að verulegan hluta hvata sem stýra félagslegum samskiptum má rekja til skipulagðrar tilhneigingar mannsins til að lágmarka hættu og hámarka ávinning. Í öðru lagi að heilastarfsemi sem rekja má til félagslegrar reynslu og því að lágmarka hættu og hámarka ávinning fer fram á sömu svæðum í heilanum og heilastarfsemi sem tengist grunn þörf mannsins til að lifa af. Þannig meðhöndlar heilinn félagslegar þarfir með svipuðum hætti og þörf á mat og drykk.
Guðríður Sigurðardóttir og Inga Björg Hjaltadóttir ráðgjafar hjá Attentus fóru yfir árangursríkar aðferðir í stjórnun út frá nýjustu rannsóknum í félags- og sálfræðilegum taugavísindum “neuroscience”. Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Attentus hefur nýlokið mastersnámi í Leadership and Organizational Coaching frá EADA Business School í Barcelona þar sem meðal annars var unnið í Neuro Training Lab og nýjustu tækni í rannsóknum á taugavísindum var beitt í stjórnendaþjálfun. Inga Björg Hjaltadóttur ráðgjafi hjá Attentus er nýkomin heim af ráðstefnu Neuro Leadership Institute þar sem þátttakendur fengu að kynnast nýjustu rannsóknum á þessu sviði.
Neuroleadership heimfærir rannsóknir á heilastarfsemi yfir á leiðtogahegðun. Skilningur á grundvallar vísindaniðurstöðum. Fyrst og fremst beitt á fjórum sviðum: Hæfni til að leysa vandamál, til að hafa stjórn á tilfinningum, vinna með öðrum og hæfni til að leiða breytingar. Fyrirtæki eru oft að kljást við að gæði vantar í ákvörðunartöku. PFC krítískt svæði heilans ígrundaðrar og rökréttar ákvörðunartöku þreytist auðveldlega, þreytist meira eftir því sem líður á daginn og þú þarft að fást við fleiri og fleiri ákvarðanir. Heimfærsla: Byrjaðu daginn á mikilvægustu ákvörðununum. Í heilanum er ósjálfráð vinnsla sem tengist þeim tíma þegar við reyndum að lifa af, forðast hættu og sækjast eftir umbun. Framheilavirknin hefur þróast mest hjá okkur. Fimm brautir eru í heilanum sem skanna hættur en einungis ein sem sækist eftir umbun. Heilinn vinnur því hraðar úr hættu en verðlaunum. Fólk skynjar t.d. ógnun í sameiningum fyrirtækja. Þá verða starfsmenn þröngsýnni þ.e. þeir eru að flýja og þá skapast togstreita gagnvart breytingum. Yfirmenn verða litnir tortryggnisaugum og virðast óganandi. Manneskjan er alltaf að forrita heilann t.d. þegar við fáum ný tæki, nýjan bíl þá þarf að nota framheilann vegna þess að við erum að gera nýjan hlut. Heilinn er latur og er alltaf að spara orku. Limbic-kerfi þar koma tilfinningar inn í kerfið. Dæmi: Endurgjöf á frammistöðu; ef við náum að merkja tilfinningu þ.e. taka tilfinningu úr ósjálfráða kerfi og setja hana í tilfinningakerfið.
En hvernig styðja tilfinningar við athygli? Við þurfum t.d. að vera mátulega stressuð til að standa okkur vel. Ákveðin spenna þarf til að ná spennu á framheila, sú spenna má ekki vera of mikil. „AHA“ stundir eru frábærar og þá náum við upp virkni. Allir þekkja hinn eiginlega fæðupýramída en það eru til 7 hugarorkulyklar/healthy mind platter 1. Svefntíminn/sleep time 2. Physicel time/leikfimitíminn 3.Focus time er þegar við náum flæði eða að einbeita okkur vel að einhverju einu, einbeiting forskot 4. Félagslegi tíminn/connecting time það skiptir miklu máli að eiga vin í vinnunni 5. Play time/leiktími við þurfum að leika okkur því það gefur heilanum orku 6. Down Time/þarna gerum við ekki neitt t.d. fáum góða hugmynd í sturtu eða hugleiðsla 7. Time-in /vera í núinu, hugsa það sem við erum að hugsa. Umbun litar allt í umhverfinu, hún litar allt. Limbic vs. PFC, mátuleg örvun er lykilatriði. Heilinn er ekki rökréttur, Sameiginleg markmið styrkja við samkennd og tengsl. Að sjá hvert annað sem hluta af sömu félagslegri heild leiðir til traust. Því er mikilvægt að bjóða öllum í teyminu að taka þátt í að skilgreina sameiginleg markmið. Félagslegt athæfi á vinnustöðum eykur því traust. Okkar líkar betur við hugmyndir sem koma úr okkar hóp en annarra. Að eiga rödd leiðir til sanngirnistilfinninga, sem leiðir til trausts á ferlum. Þegar við verðum hrædd þá missum við fókus og framleiðnin okkar minnkar.
Í breytingarferli eru eftirfarandi atriði mikilvæg: status-certainty-autonomy-relatedness-fairness/ staða, vissa sjálfstæði, tengsl og sanngirni. Rannsóknir sýna að lægri félagsleg staða innan fyrirtækis er krónískur streituvaldur og umfang gráa efnisins í heilanum minnkar á tilteknum svæðum heilans. Í vinnusálfræðinni er það þekkt að það er streituvaldur að hafa engin áhrif á hvernig starf manns er unnið þ.e. vinna á færibandi á síma o.fl. Fólk sem er hærra sett lifir lengur en þeir sem eru lægst settir og fá minnstar upplýsingar. Fólk sem er hærra sett óttast einnig að missa stöðuna sína og fer þá í sama ástand. Minni líkur eru á að maður sé valinn ef maður er í ósjálfráðri vinnslu. Vissa veitir mikla ró, því eru upplýsingar svo mikilvægar. Sú tilfinning að sjálfræði eða álit manns skipti máli er gríðarlegt. Dæmi voru tekin um morfínsjúkling; magn mikilvægt hvort honum voru gefnir skammtar eða þegar hann réði sjálfur hvað hann fékk. Dýr og menn sem hafa engin áhrif á umhverfi sitt læra að gera ekki neitt þ.e. „learn helpnesses“. Þú lærir að hætta að leita að lausnum. Höfnunarviðbrögð eru á við líkamlegan sársauka t.d. eins og þegar einhver fær ekki að vera með í boltaleik t.d. þegar verið er að kasta á milli. „Eisenberger - rannsakandinn). Ósznngjarnt tilboð virkjar“ógeðs“ svæði ´heila. Hefur áhrif á siðferðislegt mat okkar - sanngjarnt tilboð-virkjar“verklauna“svæði í heila. Sama tilboð getur virkjað hvort svæði sem er - samhengið/sýnin á það ræður hvort er.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?