Breytingastjórnun

Breytingastjórnun

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum og háskólum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi í breytingastjórnun sem nýtist þeim strax í starfi.

Breytingastjórnun er víðfeðm þar sem hún getur snert á flestu sem viðkemur rekstri og framþróun, hvort sem er fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki. Fagið snýst mikið um að hafa áhrif á mannskepnuna og er gjarnan gert með andstæðum aðferðum verkfræði og sálfræði sem nýtist m.a. við stjórnun og stefnumótun. Eins skipulagðar og breytingar eru í upphafi þá einkennast þær ætíð af viðbragði við aðstæðum sem upp koma, mannlegum og skipulagslegum, sem gjarnan skera úr um endanlegan árangur.

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 og fékk endurnýjun lífdaga vorið 2021. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.

Viðburðir

Aðalfundur stjórnar faghóps um breytingastjórnun

Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 15:00 til 16:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns er laus ásamt tveimur öðrum stöðum, sjá nánar að neðan.  

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn er hjá Þjóðskrá Íslands í Borgartúni 21 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Faghópur um breytingastjórnun er með stærstu faghópum Stjórnvísi, hópurinn hefur vaxið mikið á síðustu tveimur árum og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennastir með reglulega áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í breytingum. 

Allir sem hafa áhuga á breytingastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi breytingastjórnunar á Íslandi geta haft samband við Ágúst Kristján Steinarrsson, fráfarandi formann faghópsins og ráðgjafa hjá Viti ráðgjöf - viti@vitiradgjof.is og 775 1122. 

Hvernig geta aðferðir breytingastjórnunar flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05   Ágúst Sæmundsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

09:05 – 09:20   Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sustainable Fisheries, með fræðsluerindi um "Sjálfbærnivottun íslenskra fiskveiða - frá núlli í 100%. Tíu ára vegferð ISF í samhengi ADKAR breytingamódelsins og að einhverju leyti tengt bókinni Switch."

09:20 – 09:50   Hrefna Briem, forstöðumaður breytingastjórnunar og skrifstofu forstjóra Kerecis um hvernig aðferðir breytingastjórnunar geta flýtt fyrir árangri fyrirtækja í örum vexti.

09:50 – 09:59   Umræður og spurningar

Gerð og innleiðing stefnu Landsbankans – Lausnir og praktískar aðferðir við breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05  Sigurður Arnar Ólafsson stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:35  Friðrik G. Guðnason frá Landsbankanum segir frá því hvernig staðið var að gerð stefnunnar „Landsbanki nýrra tíma“ árið 2020 en ekki síður hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í kjölfarið.  Hann mun kynna ýmsar praktiskar aðferðir, verklag og lausnir tengdar breytingastjórnun sem Landsbankinn hefur nýtt sér til að innleiða stefnuna á sem skilvirkastan hátt í sinni starfsemi.  Um er að ræða mjög áhugaverða nálgun og spennandi að sjá hvað af þeim aðferðum sem Landsbankinn nýtir geta gagnast okkur í faghópnum, jafnvel strax, við breytingastjórnun í okkar fyrirtækjum.

09:35 – 09:45  Umræður og spurningar

Um fyrirlesarann:

Friðrik G. Guðnason er í dag aðstoðarmaður bankastjóra Landsbankans ásamt því að sinna starfi sem forstöðumaður Stefnumótunar og ferla.  Hann hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2006, fyrstu árin sem verkefnastjóri en frá 2013 sem forstöðumaður ólíkra eininga sem allar hafa það sammerkt að tengjast breytingastjórnun á einn eða annan hátt.  Síðast var hann forstöðumaður Högunar en þar var hann í forsvari fyrir ferlastjórnun, gæðastjórnun, verkefnastofu, tæknihönnun, skjalastjórnun og samningastjórnun bankans.  

Áður en Friðrik hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Hugviti/GoPro 1998-2006, fyrst við hugbúnaðargerð og síðar sem hópstjóri sérlausna, deildarstjóri veflausna og síðustu árin sem þróunarstjóri.

 



 

 

Fréttir

Vel heppnuð áhugaverð frumraun hjá faghópi um breytingastjórnun.

Síðastliðinn fimmtudag var hagnýt vinnustofa hjá faghóp um breytingastjórnun. Farið var á kaf í bókina Switch – how to change things when change is hard þar sem kynnt var til sögunnar aðferðarfræðin um fílinn, knapann og slóðann. Veitt var fræðsla um efnið sem vinnuhópar unnu síðan úr praktísk verkefni. Rúsínan í pylsuendanum var síðan heimsókn annars rithöfundarins, Dan Heath, sem hélt frábært erindi í gegnum Teams og tók við fyrirspurnum.
Um var að ræða frumraun af þessum toga fyrir faghópinn, og jafnvel fyrir Stjórnvísi líka og hver veit nema það verði gert meira af þessu, í bland við fjölmenna Teams viðburði sem komin er góð reynsla af.

 

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar ætlar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi að fjalla um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun sé notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjálfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.
 

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir ætlar að fjalla um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

Hlekkur á TEAMS hér.

Ný stjórn faghóps um breytingarstjórnun

Faghópur um breytingastjórnun öðlaðist nýlega endurnýjun lífdaga þar sem ný stjórn faghópsins tók við. Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi - sem nýtist strax í starfi. 
Stjórnin hittist í fyrsta skiptið í persónu í hádeginu í dag eftir að góðar vinnulotur í rafheimum við undirbúning metnaðarfullrar haustdagskrár. Stjórnina hlakkar til að sjá sem flesta á viðburðum faghópsins sem verða auglýst á vef Stjórnvísi innan skamms.
Stjórn þessa umbreytingarhóps skipa: Ágúst Kristján Steinarrsson Viti ráðgjöf - formaður, Ágúst Sæmundsson CCPC, Bára Hlín Kristjánsdóttir Marel, Berglind Ósk Ólafsdóttir Byko, Rut Vilhjálmsdóttir Strætó, Sigríður M Björgvinsdóttir Árborg og Sigurður Arnar Ólafsson Kópavogsbær.

 

Stjórn

Júlía þorvaldsdóttir
Deildarstjóri -  Formaður - Þjóðskrá Íslands
Ásta Rut Jónasdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Fastus ehf
Bryndis Pjetursdottir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Verkís
Margrét Manda Jónsdóttir
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Landspítali
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?