Heilsueflandi vinnuumhverfi

Heilsueflandi vinnuumhverfi

Að vera vettvangur fræðslu, umræðna og tengslanets um heilbrigt vinnuumhverfi, heilsueflandi stjórnun og lýðheilsu, með áherslu á alla þætti á vinnustað sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks. Heilsuefling á vinnustað er nútímaleg stjórnunaraðferð sem miðar að því að efla heilbrigði og vellíðan starfsfólks og koma í veg fyrir vinnutengt heilsutjón og vanlíðan. Heilsuefling á vinnustað er sameiginlegt átak vinnuveitenda, starfsmanna og þjóðfélagsins til að bæta heilsu og líðan. Með heilsueflandi vinnuumhverfi er átt við allt það sem hefur áhrif á líðan starfsfólks í vinnu, eins og til dæmis samspil starfsmanna og stjórnenda, streitustjórnun, starfsþróun, umbun og félagslegan stuðning, mataræði, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.

Fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari er fenginn til að fjalla um afmarkað efni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn vinnur einnig með öðrum faghópum. Allir sem hafa áhuga á stjórnun og vilja stefna að því að auka vellíðan fólks á vinnustað eiga erindi í þennan hóp til þess að fræðast, deila reynslusögum og útvíkka tengslanet sitt. Nefna má til dæmis mannauðsstjóra, framkvæmdastjóra, millistjórnendur, vinnusálfræðinga, lýðheilsufræðinga, næringarfræðinga, þjónustufulltrúa í vinnuvernd, heilbrigðisstarfsfólk, íþróttafræðinga og er þá ekki allt upp talið.

Viðburðir

Tilfinningagreind og samkennd leiðtoga

Tengjast viðburði með því að smella hér

Viðburður í samstarfi við Gallup.

Fyrirlesari: Tómas Bjarnason, sviðsstjóri Stjórnenda- og vinnustaðaráðgjöf Gallup

Fundarstjóri: Íris Björg Birgisdóttir, teymisstjóri ökutækjatjóna hjá Verði tryggingum. Íris Björg situr í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi.

Lýsing erindis:

Farsælir stjórnendur eru margskonar og hafa ólíka styrkleika. Við vitum þó að samskipti og samskiptastíll skipta sköpum þegar kemur að farsælli stjórnun, enda eru samskipti eina leiðin sem við höfum til að hafa áhrif á fólk. Tengslamyndun afgerandi þáttur í stjórnun, og lykilþáttur í nálgun Galup, samt sem áður verja stjórnendur almennt ótrúlega litlum tíma í að efla teymið sitt.

Í styrkleikamati Gallup eru metnir 34 styrkleikar sem flokkast í fjögur þemu. Eitt þessara þema er tengslamyndun, og einn af styrkleikum þess er samkennd (e. empathy). En er samkennd alltaf til bóta í stjórnun? Stuðlar hún ávallt að sterkari tengslamyndun og bættum samskiptum, eða getur hún í sumum tilvikum hindrað árangur?

Þó styrkleikar stjórnandans skipti miklu máli, þá snýst stjórnun um „að gera réttu hlutina rétt“. Með því er átt við aðgerðir, ákvarðanir, aðferðir, skipulag og fleira. Að „gera réttu hlutina rétt“ er því miður ekki meðfætt, heldur vegferð og lærdómsferli. Það sem virkar vel á einum stað eða einum tíma getur hæglega brugðist á öðrum stöðum eða öðrum tímum.

Styrkleikar stjórnanda geta bæði stutt við árangur, en jafnframt staðið í vegi fyrir árangri. Mikilvægt er að stjórnendur efli sjálfsþekkingu sína með því að greina hvernig eigin styrkleikar geta einnig orðið hindranir. Þetta á meðal annars við um samkennd – getur hún stundum dregið úr árangri í stjórnun eða er hún alltaf styrkur? Margar dæmigerðar hindranir eða veikleikar stjórnenda eru í raun styrkleikar á yfirsnúningi.

Framtíðar-samfélagsrými í þágu velsældar.

Umhverfissálfræði, samsköpun og skipulag borga og bæja.

Join the meeting now

Tækniframfarir munu breyta eðli starfa framtíða og hversu miklum tíma er varið á vinnustöðum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á samsetningu og íbúafjölda í sveitarfélögum um land allt og kalla óneitanlega á endurskoðun á vægi samfélagsrýma. Hvernig hönnum við innviði og almenningsrými í sveitarfélögum sem stuðla að velsæld og efla tengsl milli íbúa til framtíðar?

Dögg Sigmarsdóttir og Páll Jakob Líndal kynna á fjarfundi ólíkar útfærslur á þróun samfélagsrýma framtíða sem ýta undir mannvænt og vistvænt samfélag í virku samráði við íbúa.

Dögg Sigmarsdóttir, sérfræðingur í sköpun samfélagsrýma, kynnir hugmyndir borgarbúa frá Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins um mögulega nýtingu almenningsrýma eins og bókasafna eftir 100 ár og hvernig slík samfélagsrými gætu komið í veg fyrir að tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa samtímans fylgi okkur inn í framtíðina.

Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, kynnir nýja nálgun í skipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem gagnvirkt þrívíddarlíkan af þéttbýlinu er þróað í tölvuleikjaumhverfi sem m.a. býður upp á kraftmikla upplifun í sýndarveruleika, og gerir hagaðilum kleift að skoða og meta skipulagið á aðgengilegan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi núverandi þéttbýliskjarna sem telur um nú 60 manns ríflega tífaldist á næstu árum og áratugum. Frá upphafi hefur sveitarstjórn lagt áherslu á að skipulagið byggi á umhverfissálfræðilegum áherslum, með það að markmiði að skapa mannvænt umhverfi og samheldið samfélag. Verkefnið markar nýja nálgun í skipulagsvinnu þar sem samþætt er vísindaleg þekking úr umhverfissálfræði, hönnun og skipulagsgerð, auk virks samráðs við íbúa. Með þessu er lagður grunnur að sjálfbærum þéttbýliskjarna í íslensku dreifbýli.

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og rekur ráðgjafar-og rannsóknarfyrirtækið ENVALYS þar sem umhverfissálfræði, skipulagi og hönnun er tvinnað saman með hjálp þrívíddar- og sýndarveruleikatækni. Þá er Páll forstöðumaður viðbótarnáms á meistarastigi í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.

Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Hún hefur stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að mótun samfélagsrýma og eflingu borgaralegrar þátttöku í þágu inngildingar, velsældar og félagslegrar sjálfbærni.

Sálfélagslegt öryggi og þrautseigja - hvar liggur ábygðin og hvernig náum við stjórn?

Ýtið hér til að tengjast Teams fundinum

Hvernig er best að huga að heilsu starfsfólks? Hvað geta vinnustaðir gert til að tryggja umhverfi þar sem allir ná að blómstra?
Við fáum þrautreynda sérfræðinga á þessu sviði til að gefa okkur innsýn í það sem virkar.

Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast mun fjalla um eftirfarandi:
"Sálfélagslegt öryggi og sálrænt öryggi á vinnustöðum - hvar liggur ábyrgðin?" 

Dr. Sigrún Þóra Sveinsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í lífeðlisfræðilegri sálfræði tekur svo fyrir:
"Andleg þrautseigja og taugakerfið, hagnýtar leiðir til að ná stjórn á eigin ástandi". 

Fundarstjóri er Sandra Sif Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sandra Sif situr í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi.

 

  

 

Fréttir

Afmælisráðstefna VIRK í Hörpu 31. maí

VIRK á 15 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því er blásið til ráðstefnu um endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. 

Boðið verður upp á fjölbreyttan hóp íslenskra og erlendra fyrirlesara á ráðstefnunni, aðalfyrirlesarar verða hinn kanadíski Dr. Emile Tompa og hin hollenska Dr. Sandra Brouwer.

 Dagskrá ráðstefnunnar og skráningu á hana má finna hér.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi var haldinn föstudaginn 28. apríl 2023.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og kosið var í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:
Ingibjörg Loftsdóttir                      VIRK
Meðstjórnendur:
Arabella Ýr Samúelsdóttir            Reykjavíkurborg  
Heiður Reynisdóttir                      Náttúrufræðistofnun
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir        Verkefnastjóri
Ólöf Kristín Sívertsen                   Reykjavíkurborg
Unnur Jónsdóttir                           Orkuveita Reykjavíkur
Yrsa G. Þorvaldsdóttir                  Hagvangur 
Valgeir Ólason                              Isavia


Við þökkum meðlimum faghópsins fyrir starfsárið sem er að ljúka og hlökkum til næsta starfsárs!

 

MasterClass in Presence.

 

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er á ensku frá Dr. Tünde inn á viðburðinum hér.

Athugið að námskeiðið sjálft verður einnig á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Linkedin síðan hennar hér.

Facebook viðburður hér.

Gleðilega hátíð!

Stjórn

Ingibjörg Loftsdóttir
Formaður - I.Loftsdóttir ehf.
Anna Heiða Gunnarsdóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Fanney Bjarnadóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Festi
Guðmundur Þór Sigurðsson
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Landspítali
Íris Björg Birgisdottir
Millistjórnandi -  Stjórnandi - Vörður tryggingar
Sandra Sif Gunnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Heilbrigðisráðuneytið
Valgeir Ólason
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Íslenskir aðalverktakar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?