Heilsueflandi vinnuumhverfi: Liðnir viðburðir

Að halda okkur heitum á tímum kulnunar

Á hádegisfyrirlestri Stjórnvísi verða kynntar leiðir til að hlúa að persónulegri velferð og faglegri ábyrgð starfsfólks með því að auka einbeitingu að réttum verkefnum, halda fókus, hlúa að eigin orku og hámarka afköst og árangur í lífi og starfi. 
Hádegisfyrirlesturinn byggir á vinnuferlinu 5 valkostir til framúrskarandi framleiðni  (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), sem sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til aukins árangurs og ánægju starfsmanna  á þekkingaröld.   Þessi áhrifaríka nálgun til aukinnar framleiðni byggir á margra ára rannsóknum og reynslu og færir þekkingarstarfsfólki og leiðtogum viðhorf og hæfni sem nauðsynleg er fyrir hámarks árangur.

​​

 

Heilbrigðir vinnustaðir

Hvernig gerum við vinnustaðinn heilbrigðari?

Innri ró í erli dagsins - jóga Nidra á vinnustöðum

Faghópar um heilsueflandi vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun bjóða Stjórnvísifélögum að kynna sér Jóga Nidra á vinnustöðum. Jóhanna Briem er jóga Nidra leiðbeinandi og hefur leitt Nidra í fyrirtækjum við mikla ánægju starfsmanna. Hún mun byrja fundinn á kynningu á jóga Nidra, hvað það er og hvaða áhrif það getur haft á heilsu og vellíðan einstaklinga. Í lokin mun hún leyfa fundargestum að upplifa Nidra hugleiðslu (ca 20 mín.)  þannig að allir fá að upplifa sjálfir hvernig jóga Nidra virkar.

Í dag búa margir við of mikið álag sem getur valdið streitu og líkamlegum og andlegum einkennum. Rannsóknir sýna að of mikil streita og spenna valda bólgum í líkamanum sem eru áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma. Í jógafræðum er talað um jafnvægi taugakerfisins sem lykil að góðri heilsu og vellíðan. Í jóga Nidra er slökunarviðbragðið virkjað en í því ástandi endurnýjar líkaminn sig, það hægir á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar, öndun verður dýpri og líkaminn slakar á. Það dregur úr streitu, kvíða, hugurinn róast og svefninn verður betri. Ástæðan fyrir því að vera með jóga Nidra í fyrirtækjum er að efla heilsu starfsmanna, vellíðan og starfsánægju.

 

 

Meðfylgjandi er nánari lýsing á Jóga Nidra:  Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra kallast einnig „jógískur svefn“ en í hugleiðslunni eru þátttakendur leiddir markvisst inn í djúpt slökunarástand eins og verður þegar við sofum. Nidrað nýtir það sem líkaminn kann það er að sofna en í því ferli hægist ósjálfrátt á heilabylgjutíðni. Í jóga Nidra eru þátttakendur leiddir í gegnum þessar breytingar á heilabylgjutíðni en markmiðið er þó ekki að sofna, heldur halda vakandi vitund og dvelja í djúpri slökun  milli svefns og vöku. Í þessu ástandi fara þátttakendur frá hinum hugsandi huga, inn í þögnina sem býr í okkur öllum, tengjast sínu sanna sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum. Þeir fara frá því að hugsa og gera yfir í það að finna og vera (núvitund). Með reglulegri ástundun á Jóga Nidra er hægt að öðlast meiri hæfni í að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum og læra betur að stýra eigin huga og líðan. Þegar hugurinn er kyrr er sem dæmi hægt að taka mun betri og skýrari ákvarðanir en þegar hugurinn er á fullri ferð.

Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Í Jóga Nidra losnar um hormón og taugaboðefni sem gera okkur hamingjusamari, afslappaðri, heilsuhraustari, lækka háan blóðþrýsting og draga úr bólgum í líkamanum sem í dag eru taldar orsök lífsstilssjúkdóma. Streita sem orsakast fyrst og fremst af of virkum huga og of mikilli spennu safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli og veldur bæði líkamlegum og andlegum einkennum. Herbert Benson, MD hjartalæknir í Harvard hefur rannsakað það sem hann kallar „slökunarviðbragðið“ (e. relaxation response) í yfir 40 ár,  en þar fer líkaminn í svokallað „parasympatískt“ ástand en það er slökunarhluti ósjálfráða taugakerfisins (sefkerfið) þar sem líkaminn gerir við sig. Hans viðfangsefni hefur verið að rannsaka áhrif hugleiðslu á þetta viðbragð og staðfesta niðurstöður ótvírætt ofangreind áhrif.

Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðum forritum í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna einstaklingum vel. Ásetningur er fræ sem við viljum sá til þess að leiða okkur á þá leið sem við viljum fara í lífinu. Í fyrstu tímunum setur leiðbeinandi vanalega ásetning það er jákvæðar og styrkjandi staðhæfingar sem geta átt við alla.

Jóga Nidra tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, nokkrum jógaæfingum eða teygjum og síðan leggjast þátttakendur á dýnu á gólfinu með púða og teppi og hugleiðslan fer fram í liggjandi stöðu.

Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi 3 klukkutímum í svefni.

 

Jóhanna Briem hefur verið með námskeið í jóga Nidra í Endurmenntun Háskóla Íslands, auk námskeiða í tengslum við áhrif hugar á heilsu. Jóhanna hefur unnið við heilsueflingu í áratugi á mismunandi sviðum. Hún er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, nám í náms- og starfsráðgjöf og er löggiltur sjúkranuddari. Forvarnir hafa lengi verið hennar áhugasvið og fellur jóga Nidra vel inn á það svið.

Getur markþjálfun hjálpað til við aga?

Hvernig er hægt að nýta aðferð markþjálfunar við aga?
 
Á þessum viðburði fáum við innsýn inní hvernig markþjálfun er nýtt með börnum og unglingum. Við fáum að heyra frá Gísla skólastjóra NÚ og einnig frá Markþjálfahjartanu sem mun segja frá hvað þau eru að gera. Hægt er að velta því fyrir sér, er hægt að yfirfæra þessa aðferð inní fyrirtækin og hafa þannig áhrif á starfsmenn? Einnig má hugsa geta foreldrar nýtt aðferðina heima fyrir?
 
Gísli skólastjóri NÚ sem er grunnskóli fyrir 8.-10. bekk í Hafnarfirði ætlar að segja okkur hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann deilir reynslu af markþjálfuninni með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni. 
 
 
Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslandsárið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin, hefur mikinn áhhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.
 
Hvernig skóli er NÚ?

Grunnskóli fyrir 8.-10. bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

 

Markþjálfahjartað

Styður við að skapa framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla! Markþjálfahjartað fer í skóla og markþjálfar nemendur og aðstoðar til við það í NÚ.

 

​Hvað er Markþjálfahjartað?

....hópur markþjálfa sem vinna að því að koma markþjálfun inn í menntakerfið á Íslandi.

 • Markþjálfahjartað vill sjá að nemendur, foreldrar og allt starfsfólk skóla geti haft greiðan aðgang að markþjálfun.

 • Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri.

 • Markþjálfun hjálpar einstaklingum og hópum að kortleggja eigin væntingar og gerir framtíðarsýn hvers og eins að veruleika.

 • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði og aðstoða marksækjendur við hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum.

 • Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið.

 • Með markþjálfun er hægt að bæta samskiptahæfni og þannig stuðla að bættu andrúmslofti innan skólans.

 • Hópmarkþjálfun getur nýst teymum, vinnuhópum og öðrum hópum sem vinna að sameiginlegum viðfangsefnum og markmiðum.

 • Markþjálfun er verkfæri sem getur verið gagnlegt til að efla andlegan þroska einstaklinga og jafnframt áhrifarík leið til sjálfstyrkingar þeirra.

   

 

 

Fullbókað: Heilsueflandi Reykjavík - Áhersla á heilsueflingu starfsmanna og heilsueflandi stjórnun

Reykjavíkurborg leggur áherslu á heilsueflingu starfsmanna og hefur á árinu 2017 unnið markvisst að því að  efla heilsueflandi stjórnun  starfsstaða og staðið fyrir heilsueflandi aðgerðum fyrir alla starfsmenn Reykjavíkurborgar.   Lóa Birna Birgisdóttir fer yfir hvernig hefur verið unnið að heilsueflingu hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að innleiða breytingar í vinnustaðamenningu starfsstaða Reykjavíkurborgar til lengri tíma. Kynnt verður heilsu- og hvatningarverkefnið „Heilsuleikar Reykjavíkurborgar“ sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir  þar sem starfsmenn eru hvattir til að sinna heilsunni með leikgleðina að leiðarljósi og sjónum hefur verið beint bæði líkamlegri og andlegri heilsu sem og mataræði. 

Nýr fundur

xxxx

Sálfélagslegt áhættumat og aðgerðaáætlun

Sálfélagslegt áhættumat og aðgerðaáætlun

 1. desember 2015
  Morgunfundur hjá Sjóvá, Kringlunni 5.
  Vinsamlegast athugið að það er breyting á áður auglýstri dagskrá þar sem Ragnheiður Guðfinna er veðurteppt á Egilsstöðum. Í hennar stað kemur Guðmundur Kjerúlf sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu sem verður með kynningu á félagslegu áhættumati starfa. Ágústa Björg Bjarnadóttir forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá talar um framkvæmd áhættumatsins hjá þeim og aðgerðaáætlun í kjölfarið.

Líðan starfsmanna er gríðarlega mikill forspárþáttur í mögulegri velgengi fyrirtækja. En hvað er á bak við líðan starfsmanna?
Huglæg líðan er það hvað starfsmaður er að hugsa og velta sér upp úr og félagsleg líðan er hvernig samskipti starfsmanns er við aðra samstarfsmenn og virkni hans í félagssamskiptum innan vinnustaðar. Líðan starfsmanna hefur mikil áhrif á velferð og heilsu viðkomandi og er ráðandi þáttur þegar kemur að frammistöðu, afköstum og ábyrgð starfsmanns gagnvart starfi sínu. Starfsumhverfið hefur breyst mjög hratt með aðlögun að alheimsviðskiptum, aukinni samkeppni, hröðum vexti, samruna fyrirtækja og margt fleira. Þessar breytingar eru að hafa frekar neikvæð áhrif á líðan og heilsufar fólks. Samkvæmt rannsóknum er starfstengd streita, sem er bæði huglægur og félagslegur þáttur, eitt algengasta heilsufarsvandamálið innan vinnustaða í dag og algengasta orsök veikindafjarvista.

Áður fyrr beindist starf vinnuverndar aðallega að því að fyrirbyggja slys eða tjón í áþreifanlegu umhverfi starfsmanna. Í dag ber atvinnurekandi einnig ábyrgð á að gert sé áhættumat þar sem metnar eru aðstæður í vinnuumhverfi sem hafa huglæg og félagsleg áhrif á starfsfólk og starfsmannahópinn.

Ágústa Björg forstöðumaður mannauðsmála hjá Sjóvá segir okkur frá framkvæmd matsins hjá Sjóvá og aðgerðum sem þau sett inn í kjölfarið.

Kynning á verkferlum og arðsemi í heilsueflingu á vinnustað

Heilsuefling er samstillt átak vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins með það að markmiði að bæta heilsu og vellíðan á vinnustað. Heildræn nálgun á slíka heilsueflingu ásamt notkun hvatakerfa hefur notið vaxandi vinsælda í nágrannalöndum okkar og hefur þróun og rannsókum á því sviði fleytt fram. 

Vinnustaðurinn spilar stóran sess í heilsu okkar á lífsleiðinni rétt eins og heilsufar starfsmanna vegur þungt í framleiðni og árangri fyrirtækja á Íslandi. Vakning gagnvart samfélagslegri ábyrgð vinnuveitandi ásamt niðurstöðum rannsókna sem sýna hag þess að innleiða sannreynd heilsueflingarkerfi vekja upp þörf og áhuga á heilsueflingu á vinnustöðum. 

Jóhann Friðirk Friðriksson, heilbrigðis-og lýðheilsufræðingur hjá Nexis mun fara yfir helstu líkön og verkferla í gerð heilsueflingar á vinnustað og leiðir til þess að hámarka arðsemi þeirra á vegum
faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi, 21. október 2015 kl.08:30.

Allir velkomnir.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Boðað er til aðalfundar faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi miðvikudaginn 12. maí kl. 16 í húsnæði Íslandspósts, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík.

Dagskrá
• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2014-2015
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2015-2016
• Umræður og tillögur að viðfangsefnum starfsárið 2015-2016
• Önnur mál

Í núverandi stjórn sitja:
Hildur Friðriksdóttir ProActive Ráðgjöf og fræðsla formaður, Alda Ásgeirsdóttir VIRK Starfsendurhæfingarsjóður, Svava Jónsdóttir ProActive Ráðgjöf og fræðsla og Jóhanna Briem Hugur, líkami, heilsa.

Eftirfarandi bjóða sig fram í stjórn:
Friðþóra Arna Sigfúsdóttir Íslandspósti, Jóhann Friðrik Friðriksson lýðheilsufræðingur, Rakel Eva Sævarsdóttir meistaranemi í HÍ og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðingur.

Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að mæta og ef þið getið ekki mætt þá endilega að senda hugmyndir og tillögur að fundarefni fyrir næsta starfsár á netfangið: hildur@proactive.is

Heilsuefling bæjarfélags og leikskóla

 1. apríl 2015 8:30-9:45
  Heilsuefling bæjarfélags og leikskóla

Innovation House, Eiðistorg 13-15, 3. Hæð. Seltjarnarnesi

Heilsueflandi vinnuumhverfi
Áhugaverð erindi um heilsueflandi samfélag.

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur mun ræða um heilsueflingu í bæjarfélagi þar sem markmiðið er að efla heilsu og líðan. Sigríður segir frá aðkomu sinni að verkefninu.

Helga Kristjánsdóttir, leikskólastjóri á Sunnuhvoli gefur okkur innsýn inn í heilsuefandi leikskóla og áhrif þess á starfsemina.

Innovation House, Seltjarnarnesi

Andleg og líkamleg heilsuefling á vinnustað

Sagðar verða reynslusögur frá tveimur fyrirtækjum um spennandi nálgun á heilsueflandi vinnustað.

O. Lilja Birgisdóttir vinnuverndarsérfræðingur hjá Vífilfelli ætlar að gefa okkur innsýn í vinnuverndarmenningu fyrirtækisins en húnfjallar um vinnuumhverfi og heilsuefling - hvað getur þú gert?

Haukur Hafsteinsson tæknifræðingur og forritari hjá Marel ætlar að svara spurningum um
hvað þarf að gera til að koma upp íþróttaaðstöðu hjá fyrirtæki og fá fólk til að nota hana? Einnig talar hann um hverskonar hreyfing hefur virkað best hjá Marel, áhrif hennar á starfsfólk og segja okkur frá jóga og öllu því góða sem því fylgir.

Marel sem heilsueflandi vinnustaður

Marel býður upp á ávexti og brauðmeti föstudaginn 6. mars 2015 kl. 8.30-9.45 samhliða því að fjallað verður um heilsueflandi aðgerðir sem starfsfólki stendur til boða. Einnig verður fjallað um vinnuverndarmál, möguleika á líkamsrækt á vinnustað og breytingar á mötuneyti. Rúsínan í pylsuendanum: Hvað er Tour de Marel?

Fyrirlesarar eru:

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri hjá Marel, Garðabæ
Ágúst Már Garðarson matreiðlsumaður

Hvað er eiginlega þessi orkustjórnun?

Hinrik Sigurður Jóhannesson ráðgjafi hjá Hagvangi heldur erindi um Orkustjórnun og sögð verður reynslusaga frá Endurhæfingargeðdeild Landspítala þar sem aðferðin hefur verið notuð.

Tækniframfarir, aukinn hraði, kreppa og niðurskurður hafa gert það að verkum að kröfur til vinnandi fólks hafa stóraukist undanfarinn áratug. Stundaskrá flestra er fullbókuð, linnulaust áreiti dynur á úr öllum áttum, athyglin hefur tilhneigingu til að vera alls staðar og hvergi og skilin milli vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari.

Orkustjórnun sækir í þekkingarbrunn rannsókna á afburðaframmistöðu, sem koma meðal annars úr sálfræði, lífeðlisfræði, mannauðsstjórnun og íþróttafræði. Hún gengur út á að gera einfaldar en áhrifamiklar breytingar á hegðun og hugarfari til að endurheimta stjórn á lífinu, og bæta þannig frammistöðu í starfi samhliða því að auka svigrúm til að sinna eigin heilsu og velferð.

Kl. 8.30 morgungrautur og hressing
Kl. 8.45 Hvað er eiginlega þessi Orkustjórnun? Hinrik Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Hagvangi
Kl. 9.05 Manda Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild Landspítala
Kl. 9.25 Spurningar og umræður
Kl. 9. 40 Lok

Streituvaldandi vinnuumhverfi og leiðir til að gera vinnustaðinn betri

Árin 2014 og 2015 stendur yfir herferð Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar um andlega og

félagslega áhættur í vinnu, þar sem stofnunin hvetur stjórnendur til að huga að þessum þáttum og

gera bragarbót. Herferðin nefnist á íslensku Góð vinnuvernd vinnur á streitu.

Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að 50-60% tapaðra veikindadaga Evrópubúa megi rekja til streitu

með einum eða öðrum hætti. Þess vegna er brýnt að taka á þeim þáttum í vinuumhverfinu sem

bæta geðheilsu starfsmanna bæði af fjárhagslegum ástæðum og út frá vellíðunarsjónarmiði. Þegar

starfsfólki líður vel í vinnu skilar það betri afköstum og ánægja þeirra eykst.

Hildur Friðriksdóttir mannauðsráðgjafi hjá ProActive - ráðgjöf og fræðslu fjallar um hvað veldur

streitu í vinnuumhverfinu og vinnuskipulaginu og hvernig hægt er að draga úr henni.

Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Króks í Grindavík segir frá hvaða

stjórnunaraðferðum hún hefur beitt til þess draga úr streitu og auka samheldni og ánægju

starfsmanna sinna.

Fundurinn verður haldinn í Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi. Innovation House er staðsett á 3.hæð á Eiðistorgi, gengið er upp á 2.hæð, gegnt Bókasafninu er gengið upp á 3.hæð.

Velferð er samfélagsverkefni - Vilborg Ingólfsdóttir Velferðarráðuneytinu

Velferð er samfélagsverkefni
Samráð og samvinna einstaklinga, félagasamtaka, stofnana, sveitarstjórna og ráðuneyta.

Lýðræði, mannréttindi, réttlæti, jöfnuður og samábyrgð eru nokkur þeirra grunngilda sem íslensk velferð byggir á.

Á Íslandi hefur verið víðtæk sátt um að samfélagið skuli vera fyrir alla og að íbúar eigi að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka virkan þátt í samfélaginu, búa við félagslegt öryggi og heilbrigði. Því þarf á hverjum tíma að líta á áskoranir og verkefni samfélagsins í víðu samhengi og byggja upp skilning á mikilvægi framlags hvers og eins.

Í erindinu verður fjallað um hvernig einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti eru að vinna saman að velferðinni og rætt um mögulegar leiðir til að gera enn betur.

Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri hjá Skrifstofu gæða og forvarna hjá Velferðarráðuneytinu flytur erindið og verður það í Verinu sal Velferðarráðuneytisins.

„Staðan í rafrænni sjúkraskrá á Íslandi“

Ingi Steinar Ingason verkefnisstjóri rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis mun fara yfir stöðu mála og fræða okkur um þá vinnu sem er í gangi hjá Embætti landlæknis er varðar rafræna sjúkraskrá á Íslandi.

Dagsetning: fimmtudagurinn 10.janúar 2013
Fundartími: 16.15 - 17.15.
Fundarstaður; Landspítali, Hringsalur (1. hæð við Barnaspítalann

Fundi frestað: Gæðamál í heilbrigðsstofnunum - kröfur og eftirlit

Fundurinn frestast fram í janúar 2013
Fjallað verður um hlutverk Embættis landlæknis, sérstaklega er varðar gæðaeftirlit, þ.e. hugmyndafræði, tilgang, aðferðir og umfang
Ennfremur verður rætt um faglegar kröfur, leiðbeiningar, gagnreynda starfshætti, tölulegar upplýsingar og annað sem gæðaeftirlitið byggir á.
Loks verður greint frá mikilvægustu atriðum sem nýta má til að efla gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.

Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri Sviðs eftirlits og gæða, Embætti landlæknis
Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnastjóri Sviðs eftirlits og gæða, Embætti landlæknis

Fundurinn verður í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7.
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Heilbrigðisáætlun til 2020 - undirbúningur og áherslur

Guðrún Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri í Velferðarráðuneytinu mun fjalla um stefnumótunina og hvað var lagt til grundvallar að nýrri heilbrigðisáætlun.

Þetta er mjög áhugavert og mikilvægt erindi fyrir alla sem koma nálægt heilbrigðismálum. Hér koma fram helstu áherslur sem ráðuneytið mun byggja sína vinnu á til næstu ára. Það er einnig lærdómsríkt að heyra hvernig undirbúningur er fyrir svona umfangsmikið viðfangsefni.

Erindið verður haldið í sal Velferðarráðuneytisins sem heitir Verið.

Mannauðsstjórar! Fundur um heilsueflingu á vinnustöðum - Betri líðan starfsfólks og ávinningur ft.

Ásta Snorradóttir, fagstjóri rannsókna og heilbrigðisdeildar hjá Vinnueftirlitinu og Teitur Guðmundsson læknir hjá Heilsuvernd flytja erindi um áhrif heilsueflingar á líðan starfsfólks og ávinning fyrirtækja af góðri heilsustefnu.

Umfjöllun þeirra verður um hvað má gera betur og hver er ábyrgð stjórnenda á heilsu starfsmanna og heilbrigðu starfsumhverfi. Einnig hvaða ávinning hafa fyrirtæki af heilsueflingu á vinnustaðnum.

Fundurinn verður haldinn í Vinnueftirlitinu Bíldshöfða 16.
Allir hjartanlega velkomnir.

Hreyfiseðlar - árangur og framtíðarhorfur

Héðinn Jónsson mun fjalla um tilraunaverkefni sem hann hefur yfirumsjón með og felur í sér hreyfingu sem meðferðarform. Hreyfiseðlar eru að ryðja sér til rúms hér á landi og hafa komið í stað hefðbundinna lyfseðla í sumum tilfellum. Fimm heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu taka nú þátt í tilraunaverkefni þar sem læknar skrifa upp á hreyfingu fyrir sjúklinga.

Héðinn mun fjalla um tilurð verkefnisins, árangur og framtíðarhorfur um notkun hreyfingar sem meðferðarforms.

Lýðheilsustöðin; hlutverk og nýjustu rannsóknir

Fundur á vegum faghóps um stjórnun á heilbrigðissviði

Fundarefni
Lýðheilsustöð; hlutverk og nýjustu rannsóknir

Fundarstaður
Lýðheilsustöð, Laugavegi 116, 105 Reykjavík
 
 

Þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega

Fundur á vegum faghóps um stjórnun í heilbrigðisgeiranum
Fundarefni
Þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega

 
Brynja Laxdal hjúkrunarfræðingur og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum heldur fyrirlestur um masters rannsóknina sína sem fjallar um þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega. Hún skoðar sérstaklega tengsl milli samskipta lækna og hjúkrunarfræðinga og lífsstílsbreytinga meðal skjólstæðinga. Fjallað verður um markaðsumhverfi heilsugæslunnar sem þjónustufyrirtæki og niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.
 
Fundarstaður
Eirbergi Stofu C-201 ( Í húsi hjúkrunarfræðideildar milli aðalbyggingar LSH og geðdeildarinnar)

 

Áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing)

Fundur á vegum faghóps um stjórnun í heilbrigðisgeiranum - en á virkilega erindi til allra stjórnenda og áhugafólks um stjórnun

Fundarefni
Áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.

Framsögumaður
Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ mun halda fyrirlestur um áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.
Samskiptafærni heilbrigðisstarfsfólks er mjög mikilvæg, sér í lagi við forvarnir eða lífsháttarbreytingar hjá skjólstæðingum.
Umfangsmiklar auglýsingaherferðir hafa sýnt sig vera góðar sem vitundarvakning en árangur þeirra er hjóm eitt til samanburðar við persónuleg tengsl stuðning og eftirfylgni. Áhugahvetjandi samtalstækni er ein þeirra aðferða sem skilar góðum árangri þegar skjólstæðingar þurfa að breyta lifnaðarháttum sínum.
Fundarstaður
Stofu 321-B í Eirbergi, húsi hjúkrunarfræðideildar milli aðalbyggingar LSH oggeðdeildarinnar. Stofa 321- B er á 3ju hæð innst í ganginum.
 

Vinnustaður: Uppsagnir: Layoff survivors

Fundur á vegum heilbrigðishóps
Fundarefni
Vinnustaðurinn eftir uppsagnir
Undanfarnar vikur hafa mörg fyrirtæki þurft að bregða á það ráð að segja upp fólki til að mæta þeim gífurlega samdrætti sem átt hefur sér stað í efnahagslífi þjóðarinnar. Íslensk fyrirtæki huga oftast vel að þeim sem missa vinnuna. Hins vegar gleymist oft að huga að þeim sem eftir „lifa“ eða „sleppa“, svokölluðum „lay-off survivors“. Þeir fá allajafna enga hjálp en fara í gegnum langt og erfitt tímabil þar sem reiði, tortryggni, kvíði, samviskubit og ótti eru ráðandi tilfinningar þeirra sem eftir sitja og hafa mikil áhrif á starfsanda og frammistöðu starfsmanna. Þetta getur haft alvarlega afleiðingar fyrir skilvirkni og framtíðarmöguleika vinnustaðarins.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir upplifun, viðhorf og tilfinningar „eftirlifenda“.
Fyrirlesari
Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.
Fundarstaður
Hringsal, Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.
 
 

Viðskiptagreind í heilbrigðisgeiranum

Sameiginlegur fundur heilbrigðis- og viðskiptagreindarhóps
Hvernig getur viðskiptagreind hjálpað stjórnendum í heilbrigðisgeiranum?
Fundarefni og framsögumenn

„Hvernig getur viðskiptagreind hjálpað stjórnendum í heilbrigðisgeiranum?“
Hugtakið viðskiptagreind verður útskýrt og farið meðal annars í tímasparnað, ferlabreytingar o.fl.
Bjarki Stefánsson, ráðgjafi á sviði viðskipta-greindar hjá Platon.
“Hagnýting upplýsinga á Landspítalanum”
María Heimisdóttir, sviðsstjóri Hag og upplýsingasviðs á LSH.
Fundarstaður
Hringsalur á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.
 

Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum

Fundur á vegum heilbrigðishóps
Fundarefni
“Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum”
Fyrirlesarar
Friðfinnur Hermannsson og Sigurjón Þórðarson, ráðgjafar hjá Capacent.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, fundarsalur 8. hæð.
 

Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum: Heilbrigðishópur

 
 

Fundur á vegum faghóps um stjórnun á heilbrigðissviði

"Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum"

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir lektor og umsjónarmaður MS náms í
heilsuhagfræði við HÍ fjallar um málefnið.
Fundarstaður
Háskólatorg Háskóla Íslands, í stofu HT-101. (Háskólatorgið er í byggingunni fyrir aftan Lögberg).
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?