Heilsueflandi vinnuumhverfi: Liðnir viðburðir

Kynning á ISO staðli um sálfélagslega áhættuþætti

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams.

Um er að ræða kynningu á fyrsta alþjóðlega staðlinum sem færir fyrirtækjum leiðbeiningar um hvernig rétt sé að haga og vinna með sálfélagslega þætti innnan vinnustaðar. Mat á sálfélagslegum áhættuþáttum, andleg heilsa og vellíðan starfsmanna er leiðarljós staðalsins.

Fyrirlesari er Garðar Jónsson sem er ráðgjafi og eigandi hjá Vinnu og vellíðan. Hann er viðskiptafræðingur, með meistaragráðu í altækri gæðastjórnun og jafnframt með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.  Garðar hefur áratugalanga reynslu af stjórnunar- og rekstrarráðgjöf, fjármálum sveitarfélaga og gæðastjórnun. Hann hefur einnig setið í fjölda nefnda í stjórnsýslunni og sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum.

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 9-10.
Smellið hér til að tengjast fundinum.

 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á iloftsdottir@gmail.com 

 

Það ætti ekki að þurfa eftirfarandi upplýsingar en til öryggis birtum við aðgangsupplýsingarnar.
Meeting ID: 349 214 233 367
Passcode: Lz4QPr

Siðferðisleg streita (moral stress) á vinnustað

Hvað er siðferðisleg streita? Hvernig lýsir hún sér? Hvað er til ráða?

Sjá slóð hér neðst til að tengjast viðburðinum.

Fyrirlesarar verða Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og Dr. Ludmila Praslova, sálfræðingur (ath. erindi hennar verður á ensku). 

Henry Alexander Henrysson er heimspekingur sem hefur einbeitt sér að hagnýtri siðfræði á síðustu árum. Auk fyrirlestra og kennslu m.a. við HÍ sinnir Henry stjórnar-, nefndar- og fagráðsstörfum víða um íslenskt samfélag.
Erindi hans ber heitið "Siðferðiskennd á vinnustað - vegvísir eða villuljós?" 

Ludmila N. Praslova, Ph.D. was named a member of Thinkers50 Radar, a global group of 30 management thinkers whose ideas are most likely to shape the future of work. 
Dr. Praslova is a Professor of Industrial-Organizational Psychology at Vanguard University of Southern California who regularly writes for Harvard Business Review, Fast Company, Psychology Today, and Forbes. She is the first person to have published in Harvard Business Review from an autistic perspective. She is the author of The Canary Code: A Guide to Neurodiversity, Dignity, and Intersectional Belonging at Work. 
The title of her talk is "Preventing Moral Injury: What Is It, and What Can Organizations do?"

Tengjast fundi.

Hentar vinnurýmið öllum jafnvel?

Click here to join the meeting

Eru vinnustaðir almennt að taka tillit til mismunandi þarfa starfsfólks? 

Rannsóknir sýna að við höfum ólíkar þarfir þegar kemur að einbeitingu og vinnurýmum. Eru vinnustaðir t.d. að huga að þörfum skynsegin einstaklinga?

Við fáum fulltrúa frá bæði ADHD samtökunum og Einhverfusamtökunum til að fjalla um áskoranir sem skynsegin einstaklingar standa frammi fyrir og lausnir sem vinnustaðir gætu hugað að. 

Guðni Rúnar Jónasson er verkefnastjóri hjá ADHD Samtökunum. Guðni hefur starfað til margra ára innan félagsmálageirans en hefur þar af auki lokið námi í Umhverfisskipulagi (B.Sc) og stundar nám í Skipulagsfræði (MS) við Landbúnaðarháskóla íslands. Lokaritgerð hans fjallaði um áhrif byggðs umhverfis á sálræna endurheimt og hvernig neikvæð áhrif þeirra geta verið streitumyndandi.

 

Skynrænt umhverfi.

Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og hefur starfað hjá samtökunum í yfir 20 ár. Sigrún sat í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar í 8 ár og hefur setið í nefndum og hópum hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Sigrún hefur setið ýmiss námskeið og ráðstefnur um einhverfu og tekið þátt í norrænu samstarfi á þeim vettvangi. 

 

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

Hrósið - skiptir það öllu máli?

Fjarfundur á Teams. Vinsamlegast farið inn á fundinn hér .

Hvernig á að hrósa og taka hrósi í vinnunni? Hversu mikilvægt er hrósið?

Rannsóknir benda til að þeir sem upplifa að þeir fái það hrós sem þeir þurfa í sínu starfi sýni meiri helgun í starfi, séu ólíklegri til að leita sér að öðru starfi og tengist almennt vinnustaðnum mun betur.

Hefur þú fengið hrós á síðustu 7 dögum? Hrós er ódýrasta leið til að auka framleiðni og minka kostnað, en af hverju er eitthvað svona einfalt samt svona erfitt? 
Auðunn Gunnar Eiríksson, vottaður styrkleika þjálfari hjá Gallup, BA í sálfræði fjallar um hrós á vinnustöðum. Auðunn Gunnar hefur undan farin 18 ár unnið í mannauðsmálum sem sérfræðingur, ráðgjafi og mannauðsstjóri og er í dag stjórnenda og vinnustaðarrágjafi hjá Gallup.

Það er ekki sama hvernig þú hrósar. Hrós er ekki sama og hrós en hrósið virkar á alla!
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN fræðir okkur nánar um hrós og mikilvægi þess. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. 

Fundarstjóri er Valgeir Ólason, þjónustustjóri og stjórnandi hjá ISAVIA ohf. Valgeir situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi. 


Fundurinn verður á Teams.

 

 

 

 

 

Tækifæri í lýsingu skrifstofurýma

Linkur á fund

Stór hópur fólks eyðir lunganum af deginum á skrifstofunni, þar sem lýsingin er of lítt eða vanhugsuð. Algengt er að slík rými séu lýst með jafnri birtu, til að ekki þurfi að færa til ljósgjafa ef skipulagi er breytt og borðum endurraðað.  Einfaldast er að hafa bara eina stillingu fyrir allt og alla og útkoman er oft á tíðum óspennandi og þreytandi umhverfi.

Með litlu tilstandi og "dash" af sköpunargleði má stórbæta sjónrænt umhverfi skrifstofurýma og líðan starfsmanna. Skrifstofulýsing getur verið eins upplífgandi eða andlaus og stjórnendur kjósa, allt eftir því hvar metnaðurinn liggur. Hvers virði er ljós og birta sem veigamikill þáttur í vellíðan starfsmanna á vinnustað?

Þórður Orri Pétursson nam leikhúslýsingu í London og bætti svo við sig meistaranámi í byggingalýsingu. Hann hefur starfað við lýsingu frá unga aldri, bæði leikhúss og bygginga, fyrstu í átta árin í London, svo í Borgarleikhúsinu til 10 ára og nú á eigin vegum sem eigandi Áróra lýsingarhönnun og annar eigandi hönnunarstofunnar Mustard og Tea. Verkefnin hans eru ótal og fjölbreytt, s.s. Mary Poppins, Mamma Mía, Blái Hnötturinn í Borgarleikhúsinu, Gróðurhúsið í Hveragerði, Mjólkurbú mathöll á Selfossi, Vinnustofa Kjarvals við Austurstræti og endurlýsingu á Apollo Theatre í London, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín hérlendis og erlendis.

Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið á vinnustöðunum?

Click here to join the meeting 

Félagsleg samskipti á vinnustað hafa mikil áhrif á líðan starfsfólks og árangur. Stundum gleymist að það er fólk á vinnustaðnum sem leggur allt sitt í sölurnar til að allt gangi upp, fólki líði eins vel og mögulegt er og að hámarksárangur náist.

 

Sigríður Indriðadóttir er með B.Ed í grunnskólakennarafræði og MSsc í mannauðsfræði. Hún býr yfir 15 ára reynslu úr atvinnulífinu, lengst af sem forstöðumanneskja mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, SAGA Competence árið 2021 og hefur sem stjórnendaráðgjafi, námskeiðshaldari og fyrirlesari unnið mikið með líðan, liðsheild og hegðun fólks inni á vinnustöðum. Sigríður styður þannig við bæði stjórnendur og starfsfólk á þeirri vegferð að vera meðvitaðra um sjálft sig með það að markmiði að byggja upp traust, bæta samskipti, efla liðsheild og auka bæði hamingju og árangur.

Í erindi sínu leitar Sigríður svara við þeirri spurningu ”Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið” og veltir í því samhengi upp ólíkum nálgunum og umræðupunktum sem geta stuðlað að enn betri heilsueflandi vinnustað.

 

Helga Lára er ráðgjafi og klínískur sálfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus. Helga hefur lokið meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands. Helga Lára hefur áralanga reynslu sem ráðgjafi í mannauðsmálum en sinnir einnig greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum.

Í erindi sínu ræðir Helga Lára um mikilvægi þess að mannauðsfólk gangi fram með góðu fordæmi þegar kemur að því að passa upp á okkur sjálf. Hún fer yfir einkenni kulnunar og tengsl þeirra við persónuleikaeinkenni.  Hún mun einnig segja stuttlega frá rannsókn sem hún gerði sjálf, sem snýr að tengslum fullkomnunaráttu og þrautseigju við kulnun.

 

Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi vinnustaðar hjá Hafnarfjarðarbæ, stýrir viðburðinum.

Click here to join the meeting 

Deigla - Samnýting og verkefnamiðað vinnuumhverfi opinberra aðila

Linkur á fund

Deigla er vel staðsett sameiginleg starfsaðstaða fjölda stofnana ríkisins undir einu þaki. Þar verður starfsfólki í skrifstofustörfum boðið upp á verkefnamiðað vinnurými í sveigjanlegu og nútímalegu umhverfi.

Í fjárlagafrumvarpi 2024 er vikið að markmiðum fjármálaumsýslu, reksturs og mannauðsmála ríkisins. Þriðja markmið þessa málaflokks snýr að öflugri og vistvænni rekstri ríkisstofnana. Þar undir er Deigla - samrekstrarhúsnæði stofnana. Þessi hugmynd hefur verið til umræðu um hríð og er nú að taka á sig mynd. 

Á viðburði dagsins mun Sverrir Bollason sérfræðingur hjá FSRE ræða þá stefnu sem þetta verkefni er að taka og hvernig það hefur mótast á liðnum misserum. 

Kynning stendur yfir í um 20 mínútur og gefst tækifæri til samtals að því loknu í allt að 10 mínútur. 

Hvaða áhrif hefur vinnuumhverfið á vellíðan í vinnu?

Click here to join the meeting

Vinnurými og vinnuumhverfið hefur verið endalaus uppspretta umræðna allt frá örófi alda. Rannsakendur beina sjónum sínum í auknum mæli að þeim áhrifum sem vinnuumhverfið getur haft á viðveru á vinnustað, starfsánægju og jafnvel heilsu fólks.
Í hvernig umhverfi líður okkur best? Þurfum við plöntur og hugguleg rými? Pössum við öll í sömu "fötin"?

Vinnuumhverfi: Vinsældir og veruleiki. Ólafur Kári Júlíusson, M.Sc. í vinnusálfræði fjallar um áhrif vinnuumhverfis á fólk og mikilvægi þess að sinna málaflokknum vel, sérstaklega í ljósi þess að vinsælu lausninar eru ekki alltaf bestu lausninar.
Ólafur Kári starfar hjá DTE ehf. sem Director of People and Culture.

Guðrún Vala Davíðsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu húsnæðis hjá FSRE, fræðir okkur um það sem þau hjá FSRE hafa verið að gera í þeirra eigin húsnæði og hvað þau eru að horfa til almennt hvað varðar húsnæðismál. 
Guðrún Vala er viðskiptafræðingur og innanhússarkitekt að mennt og tengir þessar tvær faggreinar í vinnuumhverfismálum. Síðustu ár hefur hún unnið sérstaklega með verkefnamiðað vinnuumhverfi.

Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, stýrir viðburðinum.

 

Hvað eru vinnustaðir að gera í heilsueflingu?

Fundurinn er á Teams og hlekkurinn hér

 

Heilsuefling á vinnustöðum fær sífellt meira rými og athygli enda hefur það sýnt sig að fyrirtæki og stofnanir sem setja sér skýra stefnu og markmið í heilsueflingu starfsfólks uppskera ríkulega ef vinnustaðurinn stekkur á heilsueflingarvagninn. En hvernig á að byrja og hvað eigum við að gera?

Til að svara þessum spurningum hefur faghópur um heilsueflandi vinnustaði ákveðið að bjóða upp á viðburð þar sem við fáum að heyra reynslusögur frá vinnustöðum sem farið hafa í þessa vegferð með góðum árangri.

Hafnarfjarðarbær fór í heilsueflandi vegferð með allt starfsfólk bæjarins, sem verður að teljast stórt og mikið verkefni. Við fáum að heyra upplifun starfsfólks af því verkefni.

Festi hefur vakið athygli fyrir góðan árangur í heilsueflingu starfsfólks. Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsu, mun fara yfir það hvað samstæðan er að gera í heilsueflingu fyrir sitt starfsfólk, sem er dreift á margar starfsstöðvar út um allt land og því spennandi að heyra hvaða leiðir þau hafa farið til að gera góðan vinnustað enn betri.

Aðalfundur faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.

Dagskrá:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Tillögur að viðburðum næsta starfsárs
  • Önnur mál

 

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Hvað eru vinnustaðir að gera í heilsueflingu? Hvað er Orkuveitusamstæðan og RATA að gera?

UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ?

Viðburðurinn er á Teams og slóð á viðburðinn má finna með því að smella hér
Hér eru upplýsingar um tengingu við fundinn ef þú kemst ekki inn: Meeting ID: 371 072 213 115, 
Passcode: X9iwkX

Heilsuefling snýst um að bæta lífsgæði starfsfólks. Með því að hvetja starfsfólk til heilsueflingar, veita aðstoð, stuðning og umhyggju má efla helgun í starfi og draga úr veikindafjarveru starfsfólks.

Fáum að heyra frá tveimur ólíkum fyrirtækjum hvað þau eru að gera varðandi heilsueflingu starfsfólks. Skiptir máli hvort við erum 600 manna samstæða eða fjögurra manna fyrirtæki þegar kemur að heilsueflingu starfsfólks? Hvað getum við lært hvort af öðru?

Unnur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðtogi í heilsumálum fer yfir það hvað Orkuveitusamstæðan gerir í þessum málaflokki. Eins mun Hafdís Huld Björnsdóttir, framkvæmdastjóri RATA deila með okkur hvað RATA er að gera þegar kemur að heilsueflingu starfsfólks.

Áhugavert erindi þar sem stór sem smá fyrirtæki geta fengið innblástur og góð ráð varðandi heilsueflingu starfsfólks.

Fundarstjóri verður Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK.

 

MasterClass in Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

Zoom linkur
Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er hér fyrir neðan á ensku frá Dr. Tünde.

Athugið að námskeiðið sjálft verður á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Frekari upplýsingar hér á ensku:

Based on my credo, I’m delighted to deliver a MasterClass for you to explore a key theme that helps us serve better relationships, better results, and better interactions:

Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

What’s happening in our world?
83% of leaders drown in over-commitments, the issue being that:



- Priority issues erode attention,


- Double risk of shallow work vs. deep work


-Double risk of low contribution vs high contribution 
(Hack Future Lab, 2021)

Why is presence the right approach to solve these issues?


It’s because meaningful decisions are born in the space of presence. And leadership is a lot about making meaningful decisions and taking choices that help rather than harm. Those decisions and choices help leaders ask powerful questions, the way they do in coaching. 

Latest research shows that presence is about mastering somatic responsiveness in our interactions. And somatic responsiveness is not lodged in the mind. It’s lodged in the body, which is the cradle of our five senses. As such it’s the most reliable instrument that can tell how we’re doing and how we’re performing any given moment.

Priority issues, disengagement, lack of focus, shallow work and overwhelm are all about a lot of loss: losing out on being productive, losing money and time, missing out on having effective relationships, and losing out on your own capacity to have a fulfilled life at work and beyond.

Because we human beings tend to have a default setting about everything - money, love, relationships, work -, we are unaware of the scope of choices we have as we disown aspects of ourselves, among other things, our five senses. This disowning limits our potential.

In our MasterClass, we will explore, reflect and jointly make meaning of the somatic nature of presence as a growth and performance intervention. We will create space for



a) leaving our own default state of presence that feels most comfortable, 


b) reflecting the consequences of our presence-less-ness in our comfort zone.

You will take away deeper understanding around

  1. why presence is relevant in your leadership,
  2. what you can learn from coaching presence for better relationships, better results, and better interactions.


Tünde Erdös, PhD, MSc Executive Coach ICF MCC, EMCC Senior Practitioner 1st degree connection

www.tuendeerdoes.com
www.coachingdocu.com
www.integrative-presence.com

NOTE: if you are going to join this event we ask you to be a part of this group here:https://www.facebook.com/groups/5552106184826942

Zoom linkur

See less

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Árangursrík samskipti og öryggi á vinnustað

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn er um mikilvægi jákvæðra samskipta við innleiðingu öryggismenningar hjá vinnustöðum og hvernig orðræða, mælingar og áherslur skipta öllu máli við árangursríka innleiðingu á öryggismenningu. Fjallað verður um hlutverk stjórnenda i ferlinu og mikilvægi þess að stuðla að menningu sem styður við öryggi en ýtir ekki undir hegðun sem ógnar öryggi starfsfólksins.

Fyrirlesari er Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsstjóri.

Jóhanna Ella hefur unnið við mannauðsmál í meira en tíu ár bæði sem ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki í mannauðsmálum, sem  mannauðstjóri í ferðaþjónustu, við Háskóla Íslands og nú í Stjórnarráðinu.

Jóhanna er einnig löggiltur sálfræðingur og formaður fagráðs fyrir EKKO mál við Háskólann á Akureyri auk þess að kenna  mannauðsstjórnun við HR.

Hér er linkur á fundinn: 

Click here to join the meeting

Heilsan og vinnan í seinni hálfleik. Áhrif breytingaskeiðs á vinnustaðinn.

Click here to join the meeting 

Meeting ID: 330 863 968 330
Passcode: iVbbEo

 

Þetta er annar viðburður faghópsins á þessum vetri og i dag ætlum við að fjalla um áhrif og birtingarmynd breytingaskeiðs á vinnustaði, því það er varla til sá vinnustaður sem ekki verður fyrir áhrifum.

Fundarstjóri: Heiður Reynisdóttir, mannauðsstjóri NÍ

Dagskrá fundarins:

  • Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri VIRK: Streitan í seinni hálfleik.
  • Ragga nagli, sálfræðingur og einkaþjálfari, fjallar um mikilvægi hreyfingar og mataræðis í tengslum við blóðsykurstjórnun og hormóna á breytingaskeiði. Röggu þekkja flestir en hér má fylgjast með henni: https://ragganagli.com  og á Instagram 
  • Halldóra Skúladóttir, markþjálfi og klínískur dáleiðari, mun fjalla um eigin reynslu af breytingaskeiðinu í erindi sínu: Að rata út úr þokunni. Halldóra býður upp á einstaklingsmeðferðir þar sem hún hjálpar fólki að greiða úr hugarflækjunni, endurstilla vanana og atferlið sitt ásamt því að vera með breytingaskeiðsráðgjöf annars vegar fyrir einstaklinga og hins vegar fyrir fyrirtæki sem vilja marka sér breytingaskeiðsstefnu, innleiða gátlista og viðbragðsáætlanir til þess að geta mætt þörfum kvenna á breytingaskeiði, stutt þær í stað þess að missa þær úr vinnu. Hún heldur úti tveimur síðum sem vert er að fylgjast með: www.kvennarad.is & www.halldoraskula.com - hún er auðvitað líka á Instagram.

 

 

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Hvernig má haga sér og hvað má segja? Hver eru mörkin?

Fundurinn er fjarfundur. Hægt er að tengjast fjarfundinum með því að smella hér
E
f beðið er um kóða þá eru hér upplýsingar: Meeting ID: 373 484 673 304    Passcode: JoRDhB

 

Einelti, kynferðisleg áreitni, ofbeldi og önnur óæskileg hegðun er ekki liðin á vinnustaðnum. Hvernig geta fyrirtæki lagt línurnar og boðið starfsfólki sínu upp á öruggt vinnuumhverfi. 

  • Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræðistofu 
  • Sara Hlín Hálfdánardóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu - Vinnustaðurinn, vinnustaðamenning og EKKO

Fundarstjóri viðburðarins er Heiður Reynisdóttir, mannauðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Viðburðurinn er haldinn á Teams, sjá hér efst.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi 

Við hvetjum þá sem gætu haft áhuga á að sitja í stjórn faghópsins til að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á ingibjorgl@virk.is

Dagskrá fundarins

  1. Stutt kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum vetrarins
  3. Kosning stjórnar 
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldinn á Nauthól kl. 12:15-13:30.

Fyrir hönd stjórnar

Ingibjörg Loftsdóttir, formaður hópsins

Heilsueflandi vinnustaður - Viðmið fyrir vinnuumhverfi

Slóð á fundinn má finna hér (sem sagt með því að smella á orðið "hér"). 

Fimmtudaginn 5. maí kl. 8:30 -10 stendur faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi fyrir fimmta viðburðinum um Heilsueflandi vinnustað.

Að þessu sinni er þemað vinnuumhverfi.  

  • Inga Berg Gísladóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
  • Gunnhildur Gísladóttir, iðþjuþjálfi og sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuumhverfi út frá sjónarhóli Vinnueftirlitsins.
  • Kristín B. Reynisdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá VIRK fjallar um stoðkerfið og vinnuumhverfið.
  • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu verður með erindi um hvernig hægt sé að stuðla að betra vinnuumhverfi; rakaskemmdir og loftgæði. Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.

Viðburðurinn verður á Teams, sjá slóð hér efst. 

Heilsueflandi vinnustaður - Hollt mataræði

Hér má finna slóð á viðburðinn   Hér má finna upptöku af viðburðinum

Fimmtudaginn 24. mars kl. 12-13 stendur faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi fyrir fjórða viðburðinum um Heilsueflandi vinnustað.

Að þessu sinni er þemað hollt mataræði. 

  • Unnur Jónsdóttir, sérfræðingur í vinnuverndarmálum hjá OR verður fundarstjóri.
  • Ingbjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
  • Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis fjallar um mataræði á vinnustöðum og mikilvægi fjölbreytileika.
  • Benedikt Jónsson, yfirmatreiðslumeistari hjá OR segir frá áherslum í mötuneyti OR.
  • Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu segir okkur frá Matarsporinu.
    Sveinn Steinarsson yfirmatreiðslumaður EFLU fjallar um áherslur EFLU í næringarmálum. Sveinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu og þátttakandi í Nordic Green Chef. 
    Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.

Viðburðurinn verður á Teams

Heilsueflandi vinnustaður - Áfengi og önnur vímuefni og Starfshættir

Viðburðurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna hér

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október 2021. 

Að þessu sinni er komið að þriðja viðburði vetrarins þar sem fjallað verður um viðmiðin sem snúa að „Áfengi og öðrum vímuefnum" og „Starfsháttum"

Við höfum fengið til liðs við okkur Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóra Samhjálpar, markþjálfa og ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu, til að fara yfir fyrra viðmiðið: áfengi og önnur vímuefni, tengt vinnustaðamenningu.

Líney Árnadóttir hjá VIRK mun jafnframt fjalla almennt um viðmiðin tvö og gefa okkur frekari innsýn í hvaða þættir í vinnuumhverfinu snúa að viðmiðunum tveimur.

Við fáum einnig til okkar Heiðrúnu Hreiðarsdóttur, mannauðsráðgjafa hjá Marel á Íslandi, sem segir okkur frá reynslu fyrirtækisins út frá gátlistanum um starfshætti. 

Stjórnunarhættir og vellíðan - viðmið um Heilsueflandi vinnustað

Fjarfundur á Teams, farið inn hér

Þann 7. október sl. voru viðmið fyrir "Heilsueflandi vinnustað" gefin út til notkunar fyrir vinnustaði landsins. Viðmiðin eru afurð samstarfsverkefnis embættis landlæknis, Vinnueftirlitsins og VIRK. 

Á þessum viðburði munum við beina sjónum að viðmiðum fyrir stjórnunarhætti og vellíðan og er dagskráin eftirfarandi:

  • Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis fer yfir viðmiðin.
  • Sveina Berglind Jónsdóttir, Director og Jóna Björg Jónsdóttir, Health Manager hjá Icelandair munu fjalla um Icelandair sem heilsueflandi vinnustað.
  • Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Melaskóla, fjallar um árangur og góða líðan á vinnustað þar sem traust og virðing ríkja og allir skipta máli. 

Heiður Reynisdóttir, verkefnisstjóri hjá HÍ verður fundarstjóri.

Þetta er annar viðburður faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi þar sem fjallað er um viðmið um Heilsueflandi vinnustað. Tveir aðrir viðburðir eru á dagskrá síðar í vetur, í janúar og mars. 

Fjarfundur á Teams, farið inn hér

 

Heilsueflandi vinnustaður - Hreyfing og útivera og Umhverfi

Click here to join the meeting

Á þessum fyrsta viðburði vetrarins hjá faghópi um Heilsueflandi vinnuumhverfi verður kafað dýpra í tvö af viðmiðum fyrir Heilsueflandi vinnustaði, þ.e. "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi".

Inga Berg verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis mun fjalla um vegvísana í þessum tveimur flokkum, Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari og yfirþjálfari á Æfingastöðinni verður með erindið Af hverju að vera inni þegar öll von er úti og Þorbjörg Sandra Bakke sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun verður með erindi. Að erindum loknum verður svigrúm til spurninga og umræðna. Viðburðinum stýrir Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands.

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október. 

Verið er að skipuleggja fjóra viðburði utan um eftirfarandi flokka viðmiðanna:

  • "Hreyfing og útivera" og "Umhverfi"
  • "Stjórnunarhættir" og "Vellíðan"
  • "Áfengi og önnur vímuefni" og "Starfshættir"
  • "Hollt mataræði" og "Vinnuumhverfi"

 

Á hverjum viðburði fyrir sig munum við fá fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í viðkomandi viðmiðum og/eða geta sagt frá reynslu sinni af því að nota viðmiðin á sínum vinnustað.

Viðburðinn fer fram á Teams hér.

 

 

Heilsueflandi stjórnun (Wellbeing leadership)

Hlekkur á viðburðinn

Heilsueflandi leiðtogastíll (e. wellbeing leadership) er vinsælt umræðuefni  um þessar mundir og voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði kynnt nú í byrjun október. Viðmiðin eru sprottin út frá samstarfi embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi og eru þau opin öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á vefsvæðinu www.heilsueflandi.is. Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmiðin og er fyrsti viðburðurinn á dagskrá 28 október (sjá hér).  Faghópur um leiðtogafærni hefur áhuga á því að skyggnast inn í hvernig leiðtogar geta haft áhrif og stuðlað að heilsueflandi vinnustöðum.

Við höfum fengið Susanne Svarre framkvæmdastjóra TSG Nordic A/S í Danmörku til að deila með okkur sinni reynslu af því hvernig áhrif heilsueflandi leiðtogastíll hefur á vinnuumhverfi og starfsanda. Susanne hefur yfir 30 ára reynslu sem stjórnandi og hefur áhugavert sjónarhorn á gildi langtíma vinnusambands í heimi sífelldra og hraðra breytinga sem við lifum við í dag. 

Fundurinn fer fram á ensku. 

Aðalfundur Stjórnvísihóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. 

Á stimpilklukkan við í þekkingarstörfum?

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 24.mars kl.11.30 þar sem við munum velta fyrir okkur tilgangi og áhrifum stimpilklukku á afköst í þekkingarstörfum.

Þau Ásdís Kristinsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Gemba, Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel og

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að vera með okkur og ræða þetta málefni frá ýmsum hliðum.

Dagskrá viðburðarins og erindin:

  • Ásdís – Hljóðláta byltingin: Vinnutími í sögulegu ljósi 
  • Ketill – Stimpilklukkur og baðvogir – um árangur og vellíðan hjá Marel
  • Sólrún – Hvað kom til að stimpilklukkan var afnumin hjá OR – kostir og gallar

Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands, mun stýra viðburðinum sem verður á fjarfundi. 

 

Stytting vinnuvikunnar og heilsuefling

Click here to join the meeting
Hvað þarf til að stytting vinnuvikunnar styðji við heilsueflingu á vinnustaðnum?

Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 17.febrúar n.k. kl.12.00, þar sem okkur langar að velta fyrir okkur áhrifum styttingu vinnuvikunnar á heilsueflingu á vinnustöðum. Við munum leita svara við spurningum sem snúa að því með hvaða hætti við getum áfram stutt við heilsueflandi vegvísa með færri klukkustundir til umráða. Snýst þetta kannski ekki um mínútur?

Fyrirtækin Nordic Visitor og Orkuveita Reykjavíkur byrjuðu snemma á innleiðingarferli styttingu vinnuvikunnar og þar á bæ er því komin dýrmæt reynsla, sem þau Sjöfn Yngvadóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Nordic Visitor og Víðir Ragnarsson, verkefnastjóri jafnréttis- og mannauðsmála hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að deila með okkur.

Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, sem situr í stjórn faghópsins mun stýra fundinum.

 

 

 

 

Heilsueflandi vinnustaður - viltu vita meira?

Click here to join the meeting
Kynning og spjall um Heilsueflandi vinnustað

Gunnhildur Gísladóttir, Vinnueftirlitið
Ingibjörg Loftsdóttir, VIRK
Líney Árnadóttir, VIRK
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, embætti landlæknis

Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa undanfarna mánuði unnið að gerð viðmiða til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi. Verkefnið byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.
Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, auka heilsulæsi, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks m.a. með að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi. Allir ættu að geta haft hag af heilsueflingu á vinnustöðum og gæti hagur vinnustaðarins falist í minni kostnaði vegna færri fjarvista, veikindadaga og slysa meðal starfsfólks, aukinnar framleiðni og minni starfsmannaveltu.
Ávinningur starfsfólks er færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa og aukin vellíðan og starfsánægja. Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki eingöngu jákvæð áhrif á starfsfólkið heldur geta þeir einnig haft áhrif á fjölskyldu starfsfólks og samfélagið í heild.

Viðmiðin eru í prufukeyrslu eins og er en stefnt er að því að þau verði aðgengileg fyrir alla sem vilja nýta sér þau seinni part næsta árs.

Við ætlum að hafa stutta kynningu á verkefninu en þó aðallega spjall við þátttakendur. Nægur tími mun gefast fyrir spurningar og vangaveltur. 

 

 

velvirk(.is)ir stjórnendur

 

Join Microsoft Teams Meeting        Sjá upplýsingar um tengingu inn á fundinn hér neðst.

Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynna gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu verður farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig er rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt verður frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Ef tími gefst til verður tæpt á áhugaverðu almennu efni á síðunni sem gagnast getur flestum óháð starfsheiti eða atvinnuþátttöku.


Gagnlegar upplýsingar varðandi tengingu inn á fundinn og fleira tengt því:

Gott er að mæta snemma og skrá sig inn, Teams fundurinn er boðaður frá kl 11:30 þó hann hefjist ekki formlega fyrr en kl 11:45. Við mælum með að mæta 5 mínútum áður en fundurinn á að hefjast til þess að hafa nægan tíma til þess að kveikja á fundinum og koma sér vel fyrir. 
- Hægt er að fylgjast með fundinum á hvers kyns skjá; fartölvu-, síma- eða spjaldtölvuskjá. Við mælum með tölvu til þess að tryggja besta upplifun. 
- Gott er að vera viss um að vera í góðu netsambandi. 
- Þú getur sent inn spurningar á meðan á fundinum stendur og einnig verður hægt að svara nokkrum skoðanakönnunum. 
- Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast fundinum er hægt að senda póst á stjornvisi@stjornvisi.is  

Covid og hvað svo? Stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar heimsfaraldurs

Netráðstefnu á vegum Framtíðarseturs Íslands og Háskólana á Bifröst,
Hér er linkur til að skrá sig á ráðstefnuna

18. september, 2020, kl. 09:00 til 10:30

Dagskrá:
Ávarp
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
 
Sviðsmyndir – Eitt besta hjálpartæki stjórnenda í óstöðugu umhverfi
Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG
 
Fjármál í sveiflutengdu hagkerfi
Guðmundur Kristinn Birgisson hjá Íslandbanka
 
Stafræn framþróun í kjölfar Covid
Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 
Getur tónlist sagt fyrir um framtíðina?
Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst
 
Framtíðarlæsi – Nýsköpun á óvissutímum
Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn inn á þessari vefslóð:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeIjDx9yOcgHf7gAk1yBwjhrQuXFMCIkWSMNDj6hQUdbHT-sg/viewform
 

Rafhjólavæðing - Hádegisfundur í samvinnu við Grænni byggð, Hjólafærni og Orkustofnun (ZooM)

Hlekkur inn á fundinn:
https://us02web.zoom.us/j/82124795429

Græna Orkan, Grænni byggð, Orkustofnun, Stjórnvísi og Hjólafærni standa fyrir hádegisfundi á Zoom um rafhjólavæðinguna á Íslandi þann 25. ágúst kl 12-13.

Mynd frá Hjólavef Reykjavíkurborgar:
http://hjolaborgin.is/markmid/?goto=2#8

Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri Grænu orkunnar.

Dagskrá:
Reynslan hjá Reykjavíkurborg
Kristinn Eysteinsson, Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg

Rafhjólareynslan hjá Norðurorku
Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Norðurorku

Örflæði: Lítill mótor fyrir stuttar ferðir
Jökull Sólberg Auðunsson

Aðstaða við verslunar- og þjónustukjarna
Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri hjá Reginn fasteignafélagi


Reynsla Landsspítalans
Hulda Steingrímsdóttir, Umhverfisstjóri á Landspítalanum

Rafhjól: Þjónn á þeytingi
Sesselja Traustadóttir - Hjólafærni


Meeting ID: 821 2479 5429
Passcode: 689530
 

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Farið yfir störf núverandi stjórnar og kosning nýrar stjórnar.

Vinsamlegast sendið póst á ingibjorgl@virk.is ef þið hafið áhuga á að vera í stjórn hópsins.

Hvers vegna er mikilvægt að gera áhættumat fyrir félagslega þætti í vinnuumhverfinu?

Góð vinnustaðamenning og góður starfsandi eru lykilatriði í vellíðan starfsmanna á vinnustað. Erfitt getur verið að ná utan um þessa þætti í vinnuumhverfinu.  Því er mikilvægt að nýta  þau tæki og tól sem fyrirfinnast til að greina aðstæður í félagslega vinnuumhverfinu til þess að bæta það. Fjallað verður um hvernig eigi að meta félagslegar aðstæður t.d. áhættumat og fleira.

Helga Bryndís Kristjánsdóttir er fyrirtækjaeftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu með áherslu á félagslegt vinnuumhverfi. Hún hefur unnið lengst af við ráðgjöf og verkefnastjórnun.

Helga Bryndís er félagsráðgjafi frá háskólanum í Álaborg í Danmörku, með MA í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Hvað segir "Blue zones" rannsóknin?

“Lifum lengi, betur”

Guðjón Svansson og Vala Mörk frá Njóttu ferðalagsins (www.njottuferdalagsins.is) fóru ásamt tveimur yngstu sonum sínum í fimm mánaða rannsóknarferðalag árið 2019. Þau sóttu heim Blue Zones svæði heimsins, en þau eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu. 

 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Geta íslenskir stjórnendur lært eitthvað af tímalausum íbúum eyjunnar Ikaria, ellismellum í Motubu á Okinawa, sjöundadags aðventistum í Loma Linda, veðurbörðum þorpsbúum í fjallahéruðum Sardiníu eða “Plan de Vida” hugsunarhætti þeirra langlífu á Nicoyaskaganum í Kosta Ríka? 

 

Þau Guðjón og Vala vilja meina það. Í fyrirlestrinum tengja þau saman það sem þau lærðu í ferðinni og hvernig þau telja að íslenskir stjórnendur geti aukið framlegð og vellíðan starfsfóks á sama tíma.

Nokkur lykilhugtök: Tilgangur, virkni, viðhorf, seigla og samkennd.

Samspil núvitundar, stjórnunar og nýsköpunar

Samspil núvitundar og viðskipta
Enlightened Enterprise 

Iðkun núvitundar fær vaxandi athygli í stjórnun, nýsköpun og mannauðsmálum. Rannsóknir hafa gefið til kynna að núvitundariðkun hefur margvísleg jákvæð áhrif á persónulega hæfni og dregur úr streitu, eykur einbeitingu og sköpunargáfu, sjálfsstjórn og samkennd. 

 Í þessum fyrirlestri fjallar Vin Harris um samspil núvitundariðkunar og stjórnunar í fyrirtækjum, jákvæð persónuleg og fagleg áhrif núvitundar. Vin Harris er frumkvöðull, ráðgjafi og núvitundarkennari sem er kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu- og friðarmiðstöðvarinnar og ætlar að deila reynslu sinna af iðkun núvitundar um áratugaskeið. Hann mun veita innsýn í hvernig núvitund hjálpar ekki bara við að takast á við streitu og viðlíka vandamál, heldur getur líka haft jákvæð áhrif þegar kemur að uppbyggingu fyrirtækja, skýrari sýn við mótun stefnu, meiri hugmyndaauðgi í nýsköpun og árangursríkari stjórnun.

Vin Harris byggði upp fyrirtæki sitt í Skotlandi (Ventrolla Scotland) og hlaut virt nýsköpunarverðlaun sem kennd eru við John Logie Baird. Vin er með MBA gráðu frá Northumbria University og BA gráðu frá University of Warwick. Hann gerði rannsókn í MBA náminu á áskorunum lítilla fyrirtækja við að vaxa. Vin Harris er einn af höfundum bókarinnar „MINDFUL HEROES – stories of journeys that changed lives“, kennir við Háskólann í Aberdeen og einn af stofnendum Mindfulness Association í Bretlandi. https://www.linkedin.com/in/vin-harris-806aa912/  

 

Dagana 14.-15. des. heldur Vin Harris einnig námskeið hjá Hugleiðslu- og friðarmiðstöðinni, https://www.facebook.com/events/534775150694808/ 

Nýjar áskoranir - Stefnumót við mannauðsstjóra - heilbrigði og Qigong lífsorkan

Markmið þessa stefnumóts við mannauðsstjóra og stjórnendur sem fara með mannauðsmál er að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir til að bæta líðan og samstöðu starfsmanna. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi.

Sérstaklega verða ræddar og leitað svara við spurningum eins og:

 

  • Hvernig geta stjórnendur hlúð betur að líðan og heilsu starfsmanna sinna?
  • Hvernig náum við til viðskiptavina – tæknilausnir og/eða mannleg samskipti?
  • Hvaða áherslur þarf að hafa í stjórnun til að skapa einbeitta og viljasterka liðsheild?
Einfaldar Qigong lífsorkuæfingarnar er ein leið til að losa um spennu, auka jákvæðni og viljastyrk. 

 

Í lokin læra þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum. 


Fyrirlesari:

Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun.

Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.

Að halda okkur heitum á tímum kulnunar

Á hádegisfyrirlestri Stjórnvísi verða kynntar leiðir til að hlúa að persónulegri velferð og faglegri ábyrgð starfsfólks með því að auka einbeitingu að réttum verkefnum, halda fókus, hlúa að eigin orku og hámarka afköst og árangur í lífi og starfi. 
Hádegisfyrirlesturinn byggir á vinnuferlinu 5 valkostir til framúrskarandi framleiðni  (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), sem sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til aukins árangurs og ánægju starfsmanna  á þekkingaröld.   Þessi áhrifaríka nálgun til aukinnar framleiðni byggir á margra ára rannsóknum og reynslu og færir þekkingarstarfsfólki og leiðtogum viðhorf og hæfni sem nauðsynleg er fyrir hámarks árangur.

​​

 

Innri ró í erli dagsins - jóga Nidra á vinnustöðum

Faghópar um heilsueflandi vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun bjóða Stjórnvísifélögum að kynna sér Jóga Nidra á vinnustöðum. Jóhanna Briem er jóga Nidra leiðbeinandi og hefur leitt Nidra í fyrirtækjum við mikla ánægju starfsmanna. Hún mun byrja fundinn á kynningu á jóga Nidra, hvað það er og hvaða áhrif það getur haft á heilsu og vellíðan einstaklinga. Í lokin mun hún leyfa fundargestum að upplifa Nidra hugleiðslu (ca 20 mín.)  þannig að allir fá að upplifa sjálfir hvernig jóga Nidra virkar.

Í dag búa margir við of mikið álag sem getur valdið streitu og líkamlegum og andlegum einkennum. Rannsóknir sýna að of mikil streita og spenna valda bólgum í líkamanum sem eru áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma. Í jógafræðum er talað um jafnvægi taugakerfisins sem lykil að góðri heilsu og vellíðan. Í jóga Nidra er slökunarviðbragðið virkjað en í því ástandi endurnýjar líkaminn sig, það hægir á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar, öndun verður dýpri og líkaminn slakar á. Það dregur úr streitu, kvíða, hugurinn róast og svefninn verður betri. Ástæðan fyrir því að vera með jóga Nidra í fyrirtækjum er að efla heilsu starfsmanna, vellíðan og starfsánægju.

 

 

Meðfylgjandi er nánari lýsing á Jóga Nidra:  Jóga Nidra (Amrit method of Yoga Nidra) er ævaforn hugleiðsluaðferð sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Jóga Nidra kallast einnig „jógískur svefn“ en í hugleiðslunni eru þátttakendur leiddir markvisst inn í djúpt slökunarástand eins og verður þegar við sofum. Nidrað nýtir það sem líkaminn kann það er að sofna en í því ferli hægist ósjálfrátt á heilabylgjutíðni. Í jóga Nidra eru þátttakendur leiddir í gegnum þessar breytingar á heilabylgjutíðni en markmiðið er þó ekki að sofna, heldur halda vakandi vitund og dvelja í djúpri slökun  milli svefns og vöku. Í þessu ástandi fara þátttakendur frá hinum hugsandi huga, inn í þögnina sem býr í okkur öllum, tengjast sínu sanna sjálfi og öðlast frelsi frá stöðugum hugsunum. Þeir fara frá því að hugsa og gera yfir í það að finna og vera (núvitund). Með reglulegri ástundun á Jóga Nidra er hægt að öðlast meiri hæfni í að taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum og læra betur að stýra eigin huga og líðan. Þegar hugurinn er kyrr er sem dæmi hægt að taka mun betri og skýrari ákvarðanir en þegar hugurinn er á fullri ferð.

Jóga Nidra virkjar heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans, losar um spennu og streitu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið. Í Jóga Nidra losnar um hormón og taugaboðefni sem gera okkur hamingjusamari, afslappaðri, heilsuhraustari, lækka háan blóðþrýsting og draga úr bólgum í líkamanum sem í dag eru taldar orsök lífsstilssjúkdóma. Streita sem orsakast fyrst og fremst af of virkum huga og of mikilli spennu safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli og veldur bæði líkamlegum og andlegum einkennum. Herbert Benson, MD hjartalæknir í Harvard hefur rannsakað það sem hann kallar „slökunarviðbragðið“ (e. relaxation response) í yfir 40 ár,  en þar fer líkaminn í svokallað „parasympatískt“ ástand en það er slökunarhluti ósjálfráða taugakerfisins (sefkerfið) þar sem líkaminn gerir við sig. Hans viðfangsefni hefur verið að rannsaka áhrif hugleiðslu á þetta viðbragð og staðfesta niðurstöður ótvírætt ofangreind áhrif.

Það sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðum forritum í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna einstaklingum vel. Ásetningur er fræ sem við viljum sá til þess að leiða okkur á þá leið sem við viljum fara í lífinu. Í fyrstu tímunum setur leiðbeinandi vanalega ásetning það er jákvæðar og styrkjandi staðhæfingar sem geta átt við alla.

Jóga Nidra tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, nokkrum jógaæfingum eða teygjum og síðan leggjast þátttakendur á dýnu á gólfinu með púða og teppi og hugleiðslan fer fram í liggjandi stöðu.

Talað er um að 45 mínútna Jóga Nidra jafngildi 3 klukkutímum í svefni.

 

Jóhanna Briem hefur verið með námskeið í jóga Nidra í Endurmenntun Háskóla Íslands, auk námskeiða í tengslum við áhrif hugar á heilsu. Jóhanna hefur unnið við heilsueflingu í áratugi á mismunandi sviðum. Hún er með MA gráðu í áhættuhegðun og forvörnum, nám í náms- og starfsráðgjöf og er löggiltur sjúkranuddari. Forvarnir hafa lengi verið hennar áhugasvið og fellur jóga Nidra vel inn á það svið.

Getur markþjálfun hjálpað til við aga?

Hvernig er hægt að nýta aðferð markþjálfunar við aga?
 
Á þessum viðburði fáum við innsýn inní hvernig markþjálfun er nýtt með börnum og unglingum. Við fáum að heyra frá Gísla skólastjóra NÚ og einnig frá Markþjálfahjartanu sem mun segja frá hvað þau eru að gera. Hægt er að velta því fyrir sér, er hægt að yfirfæra þessa aðferð inní fyrirtækin og hafa þannig áhrif á starfsmenn? Einnig má hugsa geta foreldrar nýtt aðferðina heima fyrir?
 
Gísli skólastjóri NÚ sem er grunnskóli fyrir 8.-10. bekk í Hafnarfirði ætlar að segja okkur hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann deilir reynslu af markþjálfuninni með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni. 
 
 
Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslandsárið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin, hefur mikinn áhhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.
 
Hvernig skóli er NÚ?

Grunnskóli fyrir 8.-10. bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

 

Markþjálfahjartað

Styður við að skapa framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla! Markþjálfahjartað fer í skóla og markþjálfar nemendur og aðstoðar til við það í NÚ.

 

​Hvað er Markþjálfahjartað?

....hópur markþjálfa sem vinna að því að koma markþjálfun inn í menntakerfið á Íslandi.

  • Markþjálfahjartað vill sjá að nemendur, foreldrar og allt starfsfólk skóla geti haft greiðan aðgang að markþjálfun.

  • Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri.

  • Markþjálfun hjálpar einstaklingum og hópum að kortleggja eigin væntingar og gerir framtíðarsýn hvers og eins að veruleika.

  • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði og aðstoða marksækjendur við hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum.

  • Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið.

  • Með markþjálfun er hægt að bæta samskiptahæfni og þannig stuðla að bættu andrúmslofti innan skólans.

  • Hópmarkþjálfun getur nýst teymum, vinnuhópum og öðrum hópum sem vinna að sameiginlegum viðfangsefnum og markmiðum.

  • Markþjálfun er verkfæri sem getur verið gagnlegt til að efla andlegan þroska einstaklinga og jafnframt áhrifarík leið til sjálfstyrkingar þeirra.

     

 

 

Fullbókað: Heilsueflandi Reykjavík - Áhersla á heilsueflingu starfsmanna og heilsueflandi stjórnun

Reykjavíkurborg leggur áherslu á heilsueflingu starfsmanna og hefur á árinu 2017 unnið markvisst að því að  efla heilsueflandi stjórnun  starfsstaða og staðið fyrir heilsueflandi aðgerðum fyrir alla starfsmenn Reykjavíkurborgar.   Lóa Birna Birgisdóttir fer yfir hvernig hefur verið unnið að heilsueflingu hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að innleiða breytingar í vinnustaðamenningu starfsstaða Reykjavíkurborgar til lengri tíma. Kynnt verður heilsu- og hvatningarverkefnið „Heilsuleikar Reykjavíkurborgar“ sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir  þar sem starfsmenn eru hvattir til að sinna heilsunni með leikgleðina að leiðarljósi og sjónum hefur verið beint bæði líkamlegri og andlegri heilsu sem og mataræði. 

Sálfélagslegt áhættumat og aðgerðaáætlun

Sálfélagslegt áhættumat og aðgerðaáætlun

  1. desember 2015
    Morgunfundur hjá Sjóvá, Kringlunni 5.
    Vinsamlegast athugið að það er breyting á áður auglýstri dagskrá þar sem Ragnheiður Guðfinna er veðurteppt á Egilsstöðum. Í hennar stað kemur Guðmundur Kjerúlf sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu sem verður með kynningu á félagslegu áhættumati starfa. Ágústa Björg Bjarnadóttir forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá talar um framkvæmd áhættumatsins hjá þeim og aðgerðaáætlun í kjölfarið.

Líðan starfsmanna er gríðarlega mikill forspárþáttur í mögulegri velgengi fyrirtækja. En hvað er á bak við líðan starfsmanna?
Huglæg líðan er það hvað starfsmaður er að hugsa og velta sér upp úr og félagsleg líðan er hvernig samskipti starfsmanns er við aðra samstarfsmenn og virkni hans í félagssamskiptum innan vinnustaðar. Líðan starfsmanna hefur mikil áhrif á velferð og heilsu viðkomandi og er ráðandi þáttur þegar kemur að frammistöðu, afköstum og ábyrgð starfsmanns gagnvart starfi sínu. Starfsumhverfið hefur breyst mjög hratt með aðlögun að alheimsviðskiptum, aukinni samkeppni, hröðum vexti, samruna fyrirtækja og margt fleira. Þessar breytingar eru að hafa frekar neikvæð áhrif á líðan og heilsufar fólks. Samkvæmt rannsóknum er starfstengd streita, sem er bæði huglægur og félagslegur þáttur, eitt algengasta heilsufarsvandamálið innan vinnustaða í dag og algengasta orsök veikindafjarvista.

Áður fyrr beindist starf vinnuverndar aðallega að því að fyrirbyggja slys eða tjón í áþreifanlegu umhverfi starfsmanna. Í dag ber atvinnurekandi einnig ábyrgð á að gert sé áhættumat þar sem metnar eru aðstæður í vinnuumhverfi sem hafa huglæg og félagsleg áhrif á starfsfólk og starfsmannahópinn.

Ágústa Björg forstöðumaður mannauðsmála hjá Sjóvá segir okkur frá framkvæmd matsins hjá Sjóvá og aðgerðum sem þau sett inn í kjölfarið.

Kynning á verkferlum og arðsemi í heilsueflingu á vinnustað

Heilsuefling er samstillt átak vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins með það að markmiði að bæta heilsu og vellíðan á vinnustað. Heildræn nálgun á slíka heilsueflingu ásamt notkun hvatakerfa hefur notið vaxandi vinsælda í nágrannalöndum okkar og hefur þróun og rannsókum á því sviði fleytt fram. 

Vinnustaðurinn spilar stóran sess í heilsu okkar á lífsleiðinni rétt eins og heilsufar starfsmanna vegur þungt í framleiðni og árangri fyrirtækja á Íslandi. Vakning gagnvart samfélagslegri ábyrgð vinnuveitandi ásamt niðurstöðum rannsókna sem sýna hag þess að innleiða sannreynd heilsueflingarkerfi vekja upp þörf og áhuga á heilsueflingu á vinnustöðum. 

Jóhann Friðirk Friðriksson, heilbrigðis-og lýðheilsufræðingur hjá Nexis mun fara yfir helstu líkön og verkferla í gerð heilsueflingar á vinnustað og leiðir til þess að hámarka arðsemi þeirra á vegum
faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi, 21. október 2015 kl.08:30.

Allir velkomnir.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Boðað er til aðalfundar faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi miðvikudaginn 12. maí kl. 16 í húsnæði Íslandspósts, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík.

Dagskrá
• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2014-2015
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2015-2016
• Umræður og tillögur að viðfangsefnum starfsárið 2015-2016
• Önnur mál

Í núverandi stjórn sitja:
Hildur Friðriksdóttir ProActive Ráðgjöf og fræðsla formaður, Alda Ásgeirsdóttir VIRK Starfsendurhæfingarsjóður, Svava Jónsdóttir ProActive Ráðgjöf og fræðsla og Jóhanna Briem Hugur, líkami, heilsa.

Eftirfarandi bjóða sig fram í stjórn:
Friðþóra Arna Sigfúsdóttir Íslandspósti, Jóhann Friðrik Friðriksson lýðheilsufræðingur, Rakel Eva Sævarsdóttir meistaranemi í HÍ og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðingur.

Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að mæta og ef þið getið ekki mætt þá endilega að senda hugmyndir og tillögur að fundarefni fyrir næsta starfsár á netfangið: hildur@proactive.is

Heilsuefling bæjarfélags og leikskóla

  1. apríl 2015 8:30-9:45
    Heilsuefling bæjarfélags og leikskóla

Innovation House, Eiðistorg 13-15, 3. Hæð. Seltjarnarnesi

Heilsueflandi vinnuumhverfi
Áhugaverð erindi um heilsueflandi samfélag.

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur mun ræða um heilsueflingu í bæjarfélagi þar sem markmiðið er að efla heilsu og líðan. Sigríður segir frá aðkomu sinni að verkefninu.

Helga Kristjánsdóttir, leikskólastjóri á Sunnuhvoli gefur okkur innsýn inn í heilsuefandi leikskóla og áhrif þess á starfsemina.

Innovation House, Seltjarnarnesi

Andleg og líkamleg heilsuefling á vinnustað

Sagðar verða reynslusögur frá tveimur fyrirtækjum um spennandi nálgun á heilsueflandi vinnustað.

O. Lilja Birgisdóttir vinnuverndarsérfræðingur hjá Vífilfelli ætlar að gefa okkur innsýn í vinnuverndarmenningu fyrirtækisins en húnfjallar um vinnuumhverfi og heilsuefling - hvað getur þú gert?

Haukur Hafsteinsson tæknifræðingur og forritari hjá Marel ætlar að svara spurningum um
hvað þarf að gera til að koma upp íþróttaaðstöðu hjá fyrirtæki og fá fólk til að nota hana? Einnig talar hann um hverskonar hreyfing hefur virkað best hjá Marel, áhrif hennar á starfsfólk og segja okkur frá jóga og öllu því góða sem því fylgir.

Marel sem heilsueflandi vinnustaður

Marel býður upp á ávexti og brauðmeti föstudaginn 6. mars 2015 kl. 8.30-9.45 samhliða því að fjallað verður um heilsueflandi aðgerðir sem starfsfólki stendur til boða. Einnig verður fjallað um vinnuverndarmál, möguleika á líkamsrækt á vinnustað og breytingar á mötuneyti. Rúsínan í pylsuendanum: Hvað er Tour de Marel?

Fyrirlesarar eru:

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri hjá Marel, Garðabæ
Ágúst Már Garðarson matreiðlsumaður

Hvað er eiginlega þessi orkustjórnun?

Hinrik Sigurður Jóhannesson ráðgjafi hjá Hagvangi heldur erindi um Orkustjórnun og sögð verður reynslusaga frá Endurhæfingargeðdeild Landspítala þar sem aðferðin hefur verið notuð.

Tækniframfarir, aukinn hraði, kreppa og niðurskurður hafa gert það að verkum að kröfur til vinnandi fólks hafa stóraukist undanfarinn áratug. Stundaskrá flestra er fullbókuð, linnulaust áreiti dynur á úr öllum áttum, athyglin hefur tilhneigingu til að vera alls staðar og hvergi og skilin milli vinnu og einkalífs verða sífellt óljósari.

Orkustjórnun sækir í þekkingarbrunn rannsókna á afburðaframmistöðu, sem koma meðal annars úr sálfræði, lífeðlisfræði, mannauðsstjórnun og íþróttafræði. Hún gengur út á að gera einfaldar en áhrifamiklar breytingar á hegðun og hugarfari til að endurheimta stjórn á lífinu, og bæta þannig frammistöðu í starfi samhliða því að auka svigrúm til að sinna eigin heilsu og velferð.

Kl. 8.30 morgungrautur og hressing
Kl. 8.45 Hvað er eiginlega þessi Orkustjórnun? Hinrik Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Hagvangi
Kl. 9.05 Manda Jónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingardeild Landspítala
Kl. 9.25 Spurningar og umræður
Kl. 9. 40 Lok

Streituvaldandi vinnuumhverfi og leiðir til að gera vinnustaðinn betri

Árin 2014 og 2015 stendur yfir herferð Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar um andlega og

félagslega áhættur í vinnu, þar sem stofnunin hvetur stjórnendur til að huga að þessum þáttum og

gera bragarbót. Herferðin nefnist á íslensku Góð vinnuvernd vinnur á streitu.

Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að 50-60% tapaðra veikindadaga Evrópubúa megi rekja til streitu

með einum eða öðrum hætti. Þess vegna er brýnt að taka á þeim þáttum í vinuumhverfinu sem

bæta geðheilsu starfsmanna bæði af fjárhagslegum ástæðum og út frá vellíðunarsjónarmiði. Þegar

starfsfólki líður vel í vinnu skilar það betri afköstum og ánægja þeirra eykst.

Hildur Friðriksdóttir mannauðsráðgjafi hjá ProActive - ráðgjöf og fræðslu fjallar um hvað veldur

streitu í vinnuumhverfinu og vinnuskipulaginu og hvernig hægt er að draga úr henni.

Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Króks í Grindavík segir frá hvaða

stjórnunaraðferðum hún hefur beitt til þess draga úr streitu og auka samheldni og ánægju

starfsmanna sinna.

Fundurinn verður haldinn í Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi. Innovation House er staðsett á 3.hæð á Eiðistorgi, gengið er upp á 2.hæð, gegnt Bókasafninu er gengið upp á 3.hæð.

Velferð er samfélagsverkefni - Vilborg Ingólfsdóttir Velferðarráðuneytinu

Velferð er samfélagsverkefni
Samráð og samvinna einstaklinga, félagasamtaka, stofnana, sveitarstjórna og ráðuneyta.

Lýðræði, mannréttindi, réttlæti, jöfnuður og samábyrgð eru nokkur þeirra grunngilda sem íslensk velferð byggir á.

Á Íslandi hefur verið víðtæk sátt um að samfélagið skuli vera fyrir alla og að íbúar eigi að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka virkan þátt í samfélaginu, búa við félagslegt öryggi og heilbrigði. Því þarf á hverjum tíma að líta á áskoranir og verkefni samfélagsins í víðu samhengi og byggja upp skilning á mikilvægi framlags hvers og eins.

Í erindinu verður fjallað um hvernig einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti eru að vinna saman að velferðinni og rætt um mögulegar leiðir til að gera enn betur.

Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri hjá Skrifstofu gæða og forvarna hjá Velferðarráðuneytinu flytur erindið og verður það í Verinu sal Velferðarráðuneytisins.

„Staðan í rafrænni sjúkraskrá á Íslandi“

Ingi Steinar Ingason verkefnisstjóri rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti landlæknis mun fara yfir stöðu mála og fræða okkur um þá vinnu sem er í gangi hjá Embætti landlæknis er varðar rafræna sjúkraskrá á Íslandi.

Dagsetning: fimmtudagurinn 10.janúar 2013
Fundartími: 16.15 - 17.15.
Fundarstaður; Landspítali, Hringsalur (1. hæð við Barnaspítalann

Fundi frestað: Gæðamál í heilbrigðsstofnunum - kröfur og eftirlit

Fundurinn frestast fram í janúar 2013
Fjallað verður um hlutverk Embættis landlæknis, sérstaklega er varðar gæðaeftirlit, þ.e. hugmyndafræði, tilgang, aðferðir og umfang
Ennfremur verður rætt um faglegar kröfur, leiðbeiningar, gagnreynda starfshætti, tölulegar upplýsingar og annað sem gæðaeftirlitið byggir á.
Loks verður greint frá mikilvægustu atriðum sem nýta má til að efla gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.

Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri Sviðs eftirlits og gæða, Embætti landlæknis
Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnastjóri Sviðs eftirlits og gæða, Embætti landlæknis

Fundurinn verður í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7.
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Heilbrigðisáætlun til 2020 - undirbúningur og áherslur

Guðrún Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri í Velferðarráðuneytinu mun fjalla um stefnumótunina og hvað var lagt til grundvallar að nýrri heilbrigðisáætlun.

Þetta er mjög áhugavert og mikilvægt erindi fyrir alla sem koma nálægt heilbrigðismálum. Hér koma fram helstu áherslur sem ráðuneytið mun byggja sína vinnu á til næstu ára. Það er einnig lærdómsríkt að heyra hvernig undirbúningur er fyrir svona umfangsmikið viðfangsefni.

Erindið verður haldið í sal Velferðarráðuneytisins sem heitir Verið.

Mannauðsstjórar! Fundur um heilsueflingu á vinnustöðum - Betri líðan starfsfólks og ávinningur ft.

Ásta Snorradóttir, fagstjóri rannsókna og heilbrigðisdeildar hjá Vinnueftirlitinu og Teitur Guðmundsson læknir hjá Heilsuvernd flytja erindi um áhrif heilsueflingar á líðan starfsfólks og ávinning fyrirtækja af góðri heilsustefnu.

Umfjöllun þeirra verður um hvað má gera betur og hver er ábyrgð stjórnenda á heilsu starfsmanna og heilbrigðu starfsumhverfi. Einnig hvaða ávinning hafa fyrirtæki af heilsueflingu á vinnustaðnum.

Fundurinn verður haldinn í Vinnueftirlitinu Bíldshöfða 16.
Allir hjartanlega velkomnir.

Hreyfiseðlar - árangur og framtíðarhorfur

Héðinn Jónsson mun fjalla um tilraunaverkefni sem hann hefur yfirumsjón með og felur í sér hreyfingu sem meðferðarform. Hreyfiseðlar eru að ryðja sér til rúms hér á landi og hafa komið í stað hefðbundinna lyfseðla í sumum tilfellum. Fimm heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu taka nú þátt í tilraunaverkefni þar sem læknar skrifa upp á hreyfingu fyrir sjúklinga.

Héðinn mun fjalla um tilurð verkefnisins, árangur og framtíðarhorfur um notkun hreyfingar sem meðferðarforms.

Lýðheilsustöðin; hlutverk og nýjustu rannsóknir

Fundur á vegum faghóps um stjórnun á heilbrigðissviði

Fundarefni
Lýðheilsustöð; hlutverk og nýjustu rannsóknir

Fundarstaður
Lýðheilsustöð, Laugavegi 116, 105 Reykjavík
 
 

Þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega

Fundur á vegum faghóps um stjórnun í heilbrigðisgeiranum
Fundarefni
Þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega

 
Brynja Laxdal hjúkrunarfræðingur og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum heldur fyrirlestur um masters rannsóknina sína sem fjallar um þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega. Hún skoðar sérstaklega tengsl milli samskipta lækna og hjúkrunarfræðinga og lífsstílsbreytinga meðal skjólstæðinga. Fjallað verður um markaðsumhverfi heilsugæslunnar sem þjónustufyrirtæki og niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.
 
Fundarstaður
Eirbergi Stofu C-201 ( Í húsi hjúkrunarfræðideildar milli aðalbyggingar LSH og geðdeildarinnar)

 

Áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing)

Fundur á vegum faghóps um stjórnun í heilbrigðisgeiranum - en á virkilega erindi til allra stjórnenda og áhugafólks um stjórnun

Fundarefni
Áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.

Framsögumaður
Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ mun halda fyrirlestur um áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.
Samskiptafærni heilbrigðisstarfsfólks er mjög mikilvæg, sér í lagi við forvarnir eða lífsháttarbreytingar hjá skjólstæðingum.
Umfangsmiklar auglýsingaherferðir hafa sýnt sig vera góðar sem vitundarvakning en árangur þeirra er hjóm eitt til samanburðar við persónuleg tengsl stuðning og eftirfylgni. Áhugahvetjandi samtalstækni er ein þeirra aðferða sem skilar góðum árangri þegar skjólstæðingar þurfa að breyta lifnaðarháttum sínum.
Fundarstaður
Stofu 321-B í Eirbergi, húsi hjúkrunarfræðideildar milli aðalbyggingar LSH oggeðdeildarinnar. Stofa 321- B er á 3ju hæð innst í ganginum.
 

Vinnustaður: Uppsagnir: Layoff survivors

Fundur á vegum heilbrigðishóps
Fundarefni
Vinnustaðurinn eftir uppsagnir
Undanfarnar vikur hafa mörg fyrirtæki þurft að bregða á það ráð að segja upp fólki til að mæta þeim gífurlega samdrætti sem átt hefur sér stað í efnahagslífi þjóðarinnar. Íslensk fyrirtæki huga oftast vel að þeim sem missa vinnuna. Hins vegar gleymist oft að huga að þeim sem eftir „lifa“ eða „sleppa“, svokölluðum „lay-off survivors“. Þeir fá allajafna enga hjálp en fara í gegnum langt og erfitt tímabil þar sem reiði, tortryggni, kvíði, samviskubit og ótti eru ráðandi tilfinningar þeirra sem eftir sitja og hafa mikil áhrif á starfsanda og frammistöðu starfsmanna. Þetta getur haft alvarlega afleiðingar fyrir skilvirkni og framtíðarmöguleika vinnustaðarins.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir upplifun, viðhorf og tilfinningar „eftirlifenda“.
Fyrirlesari
Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.
Fundarstaður
Hringsal, Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.
 
 

Viðskiptagreind í heilbrigðisgeiranum

Sameiginlegur fundur heilbrigðis- og viðskiptagreindarhóps
Hvernig getur viðskiptagreind hjálpað stjórnendum í heilbrigðisgeiranum?
Fundarefni og framsögumenn

„Hvernig getur viðskiptagreind hjálpað stjórnendum í heilbrigðisgeiranum?“
Hugtakið viðskiptagreind verður útskýrt og farið meðal annars í tímasparnað, ferlabreytingar o.fl.
Bjarki Stefánsson, ráðgjafi á sviði viðskipta-greindar hjá Platon.
“Hagnýting upplýsinga á Landspítalanum”
María Heimisdóttir, sviðsstjóri Hag og upplýsingasviðs á LSH.
Fundarstaður
Hringsalur á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.
 

Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum

Fundur á vegum heilbrigðishóps
Fundarefni
“Breytingastjórnun í heilbrigðisgeiranum”
Fyrirlesarar
Friðfinnur Hermannsson og Sigurjón Þórðarson, ráðgjafar hjá Capacent.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, fundarsalur 8. hæð.
 

Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum: Heilbrigðishópur

 
 

Fundur á vegum faghóps um stjórnun á heilbrigðissviði

"Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum"

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir lektor og umsjónarmaður MS náms í
heilsuhagfræði við HÍ fjallar um málefnið.
Fundarstaður
Háskólatorg Háskóla Íslands, í stofu HT-101. (Háskólatorgið er í byggingunni fyrir aftan Lögberg).
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?