Faghópur um hugbúnaðarprófanir

Faghópur um hugbúnaðarprófanir

Markmið faghópsins er að stuðla að bættri þekkingu og fagmennsku við hugbúnaðarprófanir. Félagið vill einnig auka samskipti milli þeirra sem vinna við hugbúnaðarprófanir, miðla reynslu annarra og kynna nýjungar. Auk þess vill félagið styrkja sambandið við háskólasamfélagið, kynna rannsóknir á sviði hugbúnaðarprófana og hvetja til meiri kennslu á prófunum í hugbúnaðargerð. Hugbúnaðarprófanir er skoðun á hugbúnaði eða kerfi til að staðfesta hvort gæði kerfisins uppfylli kröfur sem til þess er gert gagnvart ætlaðri notkun þess. Þær gefa einnig hlutlausa mynd af hvernig hugbúnaðurinn virkar gagnvart notandanum og skilning á þeim áhættuþáttum sem fylgir innleiðingu hans.

Hugbúnaðarprófanir geta falið í sér eftirfarandi þætti sem eru leiddir af hönnun og þróun hugbúnaðarins:

 • Að hugbúnaðurinn uppfylli viðskipta-, og tæknilegar kröfur sem voru notaðar til hönnunar og þróunar hans.
 • Sé nothæfur
 • Hægt sé að setja hugbúnaðinn upp og innleiða hann með sömu eiginleikum og til hans var ætlast.
  Tegundir og aðferðir notaðar til prófunar geta m.a. falið í sér eftirfarandi:

  Innleiðingarprófanir (Integration testing)
  Kerfisprófanir (System testing)
  Virkniprófanir (Functional testing)
  Prófun annarra þátta en virkni (non-functional testing)
  Gagnagrunnsprófanir (Database testing)
  Þolprófanir (Performance and Load testing)
  Viðtökuprófanir (Acceptance testing)

 
  Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fundirnir eru oftast þannig að sérfræðingur og/eða reynsluboltar eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni. Að loknum fyrirlestri er gert ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum. Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fundirnir eru oftast þannig að sérfræðingur og/eða reynsluboltar eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni. Að loknum fyrirlestri er gert ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum.

Viðburðir

Sjálfstýrði kafbáturinn Freyja

Stefán Freyr Stefánsson mun kynna kafbátaverkefni sem unnið var við Háskólann í Reykjavík. Sjálfstýrði kafbáturinn Freyja var þátttakandi í alþjóðlegri kafbátakeppni sem haldin var í San Diego í Bandaríkjunum. Stefán mun fjalla um uppbyggingu verkefnisins, mekaníska hönnun og rafeindabúnað bátsins (rafhlöður, skynjara, mótora o.s.frv.). Einnig mun hann fjalla um hugbúnað bátsins, hönnun, útfærslu og prófanir.

Annað: Eftir fyrirlestur verður aðalfundur HugPró haldinn. Ný stjórn verður kosin og einnig verður kosið um það hvort HugPró verði hér eftir hjá Stjórnvísi eða Dokkunni. Félagar eru hvattir til þess að láta sig HugPró varða, taka þátt og koma með tillögur og ábendingar.

Léttar veitingar verða í boði frá 8:45 - 09:00

Hugbúnaðarprófanir: Hugbúnaðarþróun, gæðatrygging og gæðastjórnun

Hópurinn hugmbúnaðarprófanir mun halda fyrirlestur þann
7.október frá kl.17:00 - 18:00
Fundarstaður: Sabre Airline Solutions, (fyrrum Calidris ehf)
Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík
Fyrirlesari: Guðlaugur Stefán Egilsson ráðgjafi og forritari hjá Spretti Marimó og einn af stofnendum fyrirtækisins.  Hann kennir einnig hugbúnaðarfræði við Háskólann í Reykjavík með áherslu á Agile aðferðir.  Guðalugur er með nýjan meistaranáms áfanga þar í burðarliðnum sem mun kallast Agile Software Development.
Fundarefni:
Í fyrirlestrinum mun Guðlaugur fara stuttlega í eðli hugbúnaðarþróunar, hvað hún er og hvert er gott að sækja innblástur.  Í framhaldi af því mun hann fara inn á sýnina á gæðatryggingu (Quality Assurance) og gæðastjórn (Quality Control) í hugbúnaðarþróun, hlutverk prófara og forritara, hvernig verkaskiptingu og samvinnu þeirra er best háttað til að lágmarka kostnað og hámarka gæði, þ.e.a.s. nytsemi hugbúnaðarins fyrir viðskiptavini, tíma á markað og tilkostnað hjá þróunaraðila.  Meginmarkmiðið er þó alltaf að fólki líði vel í sinni vinnu, yfirleitt gerist það þegar vinnulag er í bestu samræmi við eðli vinnunnar sem menn eru að vinna.  Þetta markmið er þar með í góðu samræmi við fyrrnefndu markmiðin tvö.
 

Hugbúnaðarprófanir í Arion banka

Fundur á vegum fagóps um hugbúnaðarprófanir

Hugbúnaðarprófanir í Arion banka

Fyrirlesarar:
Bjarghildur Finnsdóttir, hópstjóri prófana
Gunnar Örn Rafnsson, prófari
Torfi Páll Ómarsson, prófari
Fundarefni
• Kynning á uppbyggingu prófunarhóps og ferli prófana hjá Arion banka
• Kynning á sjálfvirkum prófunum í TFS hjá Arion banka
• Sjálfvirkar vefprófanir í TFS 2008
o Uppbygging og notkun
o Vandamál og lausnir
o TFS 2008 vs. TFS 2010
• Sjálfvirk samþættingarpróf í TFS
o Uppbygging og notkun
o Viðmótsvirkni í Windows forms
o Keyrsla á prófum í mismunandi umhverfum
Í lok fundarins verður haldinn aðalfundur hugpro hópsins og eru félagar hvattir til að taka þátt í fundinum, koma með hugmyndir og hafa skoðanir á starfi hópsins.
Fundarstaður
Arion banki, Borgartúni 19.
 

Fréttir

Faghópur um upplýsingatækni vekur athygli á námskeiði 2.okt. "Starting Test Automation"

Upplýsingatækni

 • námskeið á næstunni
  Starting Test Automation

This course introduces test automation. We start by looking at the benefits and pitfalls of the different types of tools that support testing and where in the software development lifecycle they are applicable. We explore common objectives for tool support in testing and when tools are an appropriate solution and how the benefits of tools can be measured. Then we consider strategies for choosing and introducing a test tool and go on to look at the reasons why having a test execution automation tool is not in itself sufficient to automate testing. Finally, highlights from a number of case studies from a variety of backgrounds including the lessons learnt and benefits achieved.

Skráningarfrestur er til 14. september

Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences.
Tími: Mán. 1. okt. kl. 9:00 - 16:00
Verð: 52.000 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér
Automating Test Execution Successfully

This course provides a detailed look at some of the most important issues of test execution automation. We explore the pros and cons of different scripting techniques and types of automated comparison, and offer practical advice on how some comparisons can be implemented. The test automation requirements for testware architecture are explained and an approach to the implementation of testware architecture is described. The importance of automating set-up and clearup tasks together with a few approaches to implementation is discussed. Finally, the issue of testware maintenance and how to minimise it is discussed.

Skráningarfrestur er til 14. september

Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences.
Tími: Mán. 2. okt. kl. 9:00 - 16:00
Verð: 52.000 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?