Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar fyrir starfsárið 2024/2025 var haldinn 5. maí 2025 síðastliðinn.
Starfsárið 2024-2025
Starfsárið 2024-2025 var gert upp, lærdómar dregnir og farið yfir hugmyndir að viðburðum næsta árs.
-
Haldnir voru 4 viðburðir á tímabilinu og var heildarfjöldi þátttakenda á þeim 342 sem var aukning frá síðasta tímabili um 49 þátttakendur frá fyrra tímabili.
-
Meðal NPS (Net Promoter Score) einkunn viðburða var með ágætum eða 49,5.
-
Það fjölgaði í faghópnum frá síðasta tímabili úr 763 í 818 sem er einkar ánægjulegt.
Stjórnarkjör
Eftirfarandi hættu í stjórn og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf:
-
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir - Reykjanesbær.
-
Eygló Hulda Valdimarsdóttir - HS Veitur hf.
-
Gná Guðjónsdóttir - Versa Vottun.
Samþykktir voru þrír nýir stjórnarmenn. Þeir eru:
-
Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun
-
Telma B. Kristinsdóttir - Sýni
-
Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting
Sigurður Arnar Ólafsson gaf kost á sér áfram sem formaður og var tillagan samþykkt samhljóða. Þetta er þriðja ár Sigurðar sem formaður.
Stjórn 2025 – 2026 lítur þá þannig út:
-
Sigurður Arnar Ólafsson - formaður.
-
Anna Beta Gísladóttir – Ráður ehf.
-
Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun.
-
Arngrímur Blöndahl - Staðlaráð Íslands.
-
Einar Bjarnason - Límtré Vírnet ehf.
-
Telma B. Kristinsdóttir - Sýni.
-
Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting.
Önnur mál
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var ákveðin 23. maí næstkomandi en þar verður starf faghópsins næsta tímabil rætt nánar.
Engin "önnur mál" rædd á fundinum.