Loftslagsmál

Loftslagsmál

Mikilvægi loftslags- og umhverfismála hefur aukist mikið hjá fyrirtækjum og einstaklingum á undanförnum árin. Hnattrænan hlýnun er óumdeilanleg. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni okkar allra. Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og tekist á hendur skuldbindingar á alþjóðavettvangi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerða er þörf og því mikilvægt að það sé virkt samtal og samstarf milli stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og almennings. 

Markmið faghópsins er að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld miðli lausnum og deili þekkingu varðandi hvernig má draga úr losun og ýti þar með undir metnaðarfullar aðgerðir. Til þess þurfum við öll að miðla upplýsingum um hvaða aðgerðir hafa virkað vel, hvað virkaði ekki og hvað er framundan.

Fundir loftslags- og umhverfishóps er kjörinn vettvangur til að hitta fólk sem er að vinna í svipuðum málum, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.  

Viðburðir

Ávinningur fyrirtækja af orkuskiptum og reynsla

Click here to join the meeting

,,Fjölmörg tækifæri eru fyrir fyrirtæki að ná verulegum árangri í loftlagsmálum með orkuskiptum í ökutækjum í sinni starfsemi. Talsverð reynsla er komin á þessi orkuskipti og verður farið yfir þá reynslu ásamt ávinning. "

Fundarstjóri er Jóhannes Þorleiksson forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum

Á þessum fundi faghóps um loftagsmál ætlum við að skoða hver ávinningur fyrirtækja er af orkuskiptum er og hvaða leiðir eru færar. Einnig ætla fyrirtæki með mikla reynslu í orkuskiptum að miðla sinni reynslu og framtíðaráætlunum.

Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri orkuseturs mun fjalla um ávinning orkuskipta fyrir fyrirtæki er kemur að draga úr kolefnisspori og mismunandi leiðir til þess.

Magnús Már Einarsson forstöðumaður aðbúnaðar hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun fara árangur, reynslu og áætlanir samstæðunnar.

Ingvar J. Hjaltalín sviðsstjóri rekstrarsviðs hjá Strætó bs. mun fara yfir árangur, reynslu og áætlanir Strætó.

 

Vistvænt byggingarferli – frá hönnun til vottunar

Click here to join the meeting
Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum þá sérstaklega kolefnis á síðustu áratugum vegna aukins iðnaðar og neyslu.

Byggingariðnaðurinn hefur lykilhlutverki að gegna í loftslagsmálum en byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 39% af kolefnislosun og 40% af úrgangsmyndun á heimsvísu.

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, mun fara yfir kolefnislosun frá byggingariðnaðinum í dag og hlutverki hönnuða til þess að draga úr kolefnislosun sem og öðrum umhverfisáhrifum.

Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fer yfir af hverju Svansvottun er áhrifarík leið í rétta átt í umhverfismálum í byggingariðnaðinum ásamt því að kynna reynslu Jáverk af því að vinna í Svansvottuðu verki, en Jáverk hefur undanfarin misseri verið að vinna að því að byggja nýjan miðbæ á Selfossi sem verður allur Svansvottaður.   

Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá BYKO, fer yfir hlutverk BYKO sem efnissala og hvaða skref hafa verið stigin í framboði á vistvænu byggingarefni. Einnig fer hún  yfir hvernig BYKO sem efnissali getur haft áhrif í virðiskeðjunni á vistvænar vottaðar byggingar.

Dagskrá:

09:00-09:05   Björn Halldórsson,verkefnisstjóri öryggis- og umhverfismála á framkvæmdasviði Landsvirkjunar kynnir faghópinn og stýrir umræðum
09:05-09:20   Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi VSÓ ráðgjöf
09:20-09:35   Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk
09:35-09:50   Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála BYKO
09:50-10:00   Spurningum svarað 

Viðburðurinn verður haldinn á TEAMS. 

Úrgangsmál og hringrásarhagkerfið

Click here to join the meeting
Í baráttunni gegn loftlagsvánni er þörf á að leggja áherslu á hringrásarhagkerfið í auknum mæli þar sem við komum í veg fyrir að ónýttar auðlindir verði að úrgangi ásamt því að viðhalda verðmætum eins lengi og mögulegt er. Á fundinum verður hringrásarhagkerfið skoðað út frá sjónarhóli endurvinnslu og fráveitu. 

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingur fráveitu Veitna í nýsköpun og tækniþróun, kynnir stefnuáherslur fráveitunnar í heildarstefnu Veitna og hugsanlegar leiðir til að hrinda í framkvæmd áherslum um bætta nýtingu orku- og auðlindastrauma.

Við rekstur fráveitna vegast á sjónarmið um metnað í umhverfismálum annars vegar og hagsýni hins vegar. Fráveitan tekur við verðmætum afurðum frá viðskiptavinum sínum, þar með talið orkuríkum lífrænum efnum og áburðarefnum sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á á heimsvísu í fyrirsjáanlegri framtíð. Endurheimt þeirra úr skólpinu er hins vegar ekki einfalt verk. Í stefnu Veitna kemur meðal annars fram að fullnýta skuli möguleika fráveitunnar til orku- og verðmætasköpunar. Hvað þýða þessar áherslur í íslensku samhengi? 

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra mun ræða um tækifærin sem fólgin eru í hringrásarhagkerfinu þegar kemur að flokkun endurvinnsluefna og úrgangsmál fyrirtækja. Terra hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg.

Fréttir

Úrgangsmál og hringrásarhagkerfið

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Fundurinn var á vegum faghóps um framtíðarfræði og loftslagsmál.  Jóhannes Þorleiksson í stjórn faghópsins kynnti fyrirlesarana. Í baráttunni gegn loftlagsvánni er þörf á að leggja áherslu á hringrásarhagkerfið í auknum mæli þar sem við komum í veg fyrir að ónýttar auðlindir verði að úrgangi ásamt því að viðhalda verðmætum eins lengi og mögulegt er. Á fundinum verður hringrásarhagkerfið skoðað út frá sjónarhóli endurvinnslu og fráveitu. 

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra ræddi um tækifærin sem fólgin eru í hringrásarhagkerfinu þegar kemur að flokkun endurvinnsluefna og úrgangsmál fyrirtækja. Terra hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingur fráveitu Veitna í nýsköpun og tækniþróun, kynnti stefnuáherslur fráveitunnar í heildarstefnu Veitna og hugsanlegar leiðir til að hrinda í framkvæmd áherslum um bætta nýtingu orku- og auðlindastrauma.

Við rekstur fráveitna vegast á sjónarmið um metnað í umhverfismálum annars vegar og hagsýni hins vegar. Fráveitan tekur við verðmætum afurðum frá viðskiptavinum sínum, þar með talið orkuríkum lífrænum efnum og áburðarefnum sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á á heimsvísu í fyrirsjáanlegri framtíð. Endurheimt þeirra úr skólpinu er hins vegar ekki einfalt verk. Í stefnu Veitna kemur meðal annars fram að fullnýta skuli möguleika fráveitunnar til orku- og verðmætasköpunar. Hvað þýða þessar áherslur í íslensku samhengi? 

Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum

Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans og ætla má að stjórnendur fyrirtækja muni í auknum mæli þurfa að takast á við loftslagstengd mál í störfum sínum á komandi árum. Í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum eru stefna og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum settar fram. Á fundinum fóru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur loftslagsmálum hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, yfir áætlunina, áform um kolefnishlutleysi og svöruðu spurningum þátttakenda. Anna Sigurveig situr í stjórn faghóps um loftslagsmál, hún kynnti Stjórnvísi og faghóp um loftslagsmál og hvatti alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn. Mikill áhuga var fyrir fundinum sem 130 manns sóttu. Guðmundur Ingi sagði að búið væri að stórauka fjárframlög til loftslagsmála.  Mikið stökk hefur orðið í notkun hreinorkubíla sem eru nú 7,7% af bílaflota landsmanna.  Í dag eru hreinorkubílar 50% af öllum innflutningi á bílum.  Varðandi nýjar aðgerðir þá eru dæmi um ívilnanir fyrir virka ferðamáta. Í dag er sexföldun á innflutningi rafhlaupahjóla.  Það er ótrúlega áhugavert að sjá þessa þróun.  Hlutur Íslands í sameiginlegum efndum er að ná 29% samdrætti frá 2005 í losun.  Öll ESB ríkin fara í gegnum sömu skoðunina.  Markmiðið er að fara upp í 40% fyrir árið 2030.  Fjörugar fyrirspurnir urðu í lok fundar sem er eins og áður sagði aðgengilegur á Facebooksíðu Stjórnvísi.

Aukin áhrif umhverfismála á atvinnulífið - Að lifa í nýjum veruleika

Streymi af fundinum er á facebooksíðu Stjórnvísi. Helga Jóhanna Bjarnadóttir umhverfis- og efnaverkfræðingur og sviðsstjóri Samfélagssviðs EFLU flutti í morgun áhugavert erindi á vegum faghópa um framtíðarfræði og loftslagsmál.  Í Eflu eru m.a. unnin verkefni á sviði skipulags-, umhverfis- og samgöngumála. Helga hefur um árabil sinnt ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála í fyrirtækjum og sveitarfélögum, vistvænni hönnun og mati á  kolefnisspori bæði fyrir vörur og fyrirtæki.

Karl Friðriksson formaður faghóps um framtíðarfræði setti fundinn og kynnti Helgu Jóhönnu. Fjöldi manns mætti á fundinn og hvatti Karl fundargesti til að skrá sig í nýstofnaðan faghóp um loftslagsmál.  Helga hóf erindi sitt á að segja frá hvað þurfi að gerast á næsta árum.  Mikilvægt er að fara úr línulegu hagkerfi í hringrásarhagkerfi.  Í línulega hagkerfinu er vörunni hent í lokin en í hringrásarhagkerfi er það eins og náttúran hefur það og í lokin er ekki hent heldur endurframleitt, deilt og endurunnið.  Deilihagkerfið er farið að vera sýnilegt t.d. að deila hjólum sem er orðið sýnilegt.  Fljótlega verður farið að deila bílum.

En hvernig eru umhverfismál að hafa áhrif á atvinnulífið.  Nú er kallað eftir meira gagnsæi og upplýsingum um eiginleika vöru og þjónustu. Núna er samfélagið að verða tilbúið fyrir græna vöru og þjónustu og fjármagnstofnanir eru byrjaðir að bjóða upp á græn skuldabréf og vistvæna græna valkosti.  En hvað er umhverfisvænt?  Ísland hefur sett sér markmið að vera kolefnishlutlaust 2040.  Fyrirtæki leggja fram samfélagsskýrslur. Við mat á vörum er Svanurinn, vistspor o.fl.  Varðandi mat á fyrirtækjum og skilgreiningu á umhverfisáhrifum í rekstri er mest notað Green House Gas Procontrol, Global Reporting Initiative o.fl.  Fyrir rekstur er horft á kolefnissport fyrir árið, fyrir einstaka vöru er horft upp og niður virðiskeðjuna.   

Stjórn

Stefán Kári Sveinbjörnsson
Verkefnastjóri -  Formaður - Háskóli Íslands 1
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Berglind Ósk Ólafsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - BYKO
Guðný Káradóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Loftslagsráð
Jóhannes Þorleiksson
Forstöðumaður -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Líf Lárusdóttir
Markaðsstjóri -  Stjórnandi - Terra umhverfisþjónusta
Sigríður Ósk Bjarnadóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - VSÓ Ráðgjöf
Sigrún Melax
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Sigrún Melax
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?