Loftslagsmál og umhverfismál

Loftslagsmál og umhverfismál

Mikilvægi loftslags- og umhverfismála fer vaxandi í samfélaginu. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra. Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og tekist á hendur skuldbindingar á alþjóðavettvangi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerða er þörf og því mikilvægt að það sé virkt samtal og samstarf milli allra hagaðila. 

Markmið faghópsins er að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld miðli lausnum og deili þekkingu varðandi hvernig má draga úr losun  gróðurhúsalofttegunda og bregðast við loftslagsbreytingum. Þannig má ýta undir metnaðarfullar mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Hvaða áskoranir eru framundan? Hvaða aðgerðir virka? Og hvað ber að varast?

Hópurinn er kjörinn vettvangur til að hitta fólk, deila reynslu, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.  

Viðburðir

Svansvottaðar framkvæmdir - reynsla verktaka

Slóð á fundinn hafirðu ekki fengið hana senda:

Hlekkur á Teams fund 

Faghópar um loftslagsmál og sjálfbærni standa að viðburði/örnámskeiði um reynslu verktaka af Svansvottuðum framkvæmdum í samstarfi við hóp gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan Samtaka iðnaðarins og Iðuna, fræðslusetur.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef Iðunnar

 

Markmið Svansins með vottun bygginga er að minnka umhverfisáhrif þeirra og er lögð mikil áhersla á heilsusamlegt húsnæði og lágmörkun eiturefna í byggingarefnum. 

Ávinningur af Svansvottun bygginga felst í: 

  • Dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Heilnæmari og öruggari byggingum.
  • Auknum gæðum bygginga.
  • Minni rekstrarkostnaði, minna viðhaldi og lægri orku- og hitunarkostnaði.
  • Eignin er líklegri til að standast kröfur leigutaka/notenda til lengri framtíðar.

Hægt er að fylgjast með á netinu eða mæta í Vatnagarða 20.

 

Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi

Click here to join the meeting

Hvað er SBTi og hvernig hafa OR og Ölgerðin nýtt sér það í sinni sjálfbærnivegferð?

Dagskrá: 

  • Hvað er SBTi? – Rannveig Anna Guicharnaud frá Deloitte segir almennt frá SBTi og í hverju það felst 
  • Ölgerðin og SBTi – Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni segir frá vegferð Ölgerðarinnar frá skuldbindingu að innleiðingu SBTi 
  • Orkuveita Reykjavíkur og SBTi – Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum, segir frá vegferð OR að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun

Science Based Targets initiative (SBTi) eru vísindaleg viðmið sem veita fyrirtækjum skýra leið í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Þannig geta fyrirtæki fengið markmið sín um samdrátt í losun tekin út af sérfræðingum miðað við nýjustu loftslagsvísindi.

SBTi eru óhagnaðardrifin samtök eða samstarfsverkefni nokkurra stofnana sem tengjast loftslagsvísindum. Þau hafa þann tilgang að ýta undir metnaðarfullar loftslagsaðgerðir í einkageiranum. SBTi veitir fyrirtækjum sem setja sér vísindaleg markmið tækni- og sérfræðiaðstoð í takt við nýjustu loftslagsvísindin. Teymi sérfræðinga kemur að því að veita fyrirtækjum sjálfstætt mat og staðfestingu á markmiðum.

Níu íslensk fyrirtæki, þar af eitt sem er hluti af alþjóðlegri keðju, hafa byrjað vegferð sína til að fá markmið sín um losun samþykkt af SBTi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín staðfest. Ölgerðin var fyrsta íslenska fyrirtækið sem fékk markmið sín samþykkt, árið 2021 og nú í sumar fékk Orkuveita Reykjavíkur (OR) sín markmið sín til 2030 samþykkt. OR hefur einnig sótt um að fá „Net-Zero“ markmið sín samþykkt.

Við fáum fulltrúa Ölgerðarinnar og OR til að segja frá sinni vegferð, frá því fyrirtækin skuldbundu sig til að fá vísindaleg viðmið sín staðfest og þar til staðfesting fékkst frá SBTi. Við heyrum hvernig þessi vegferð hefur hjálpað þeim og hvernig þau aðlaga sína sjálfbærnivinnu í framhaldinu af niðurstöðum vísindalegu viðmiðanna. 

Erindin verða upplýsandi fyrir alla sem huga að þessari vegferð, eða þá sem vilja vita meira um SBTI og hvernig ferlið hefur nýst þeim fyrirtækjum sem hafa fengið markmið sín samþykkt.

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.

 

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Fréttir

Loftslagsmarkmið: vegferð byggð á vísindalegri nálgun

Á viðburði loftslagshóps þann 9. október sl. var fjallað um hvernig fyrirtæki geti nýtt sér vísindaleg viðmið Science Based Targets initiative (SBTi) við að setja sér loftslagsmarkmið og vinna með vísindalegri nálgun að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsamningsins. 

Níu íslensk fyrirtæki hafa byrjað þá vegferð að nýta SBTi í þessum tilgangi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín samþykkt. Rannveig Anna Guicharnaud hjá Deloitte rakti hvað felst í loftslagsmarkmiðum SBTi en þau gera atvinnulífinu kleift að setja sér markmið í samræmi við það sem vísindasamfélagið er sammála um. Um er að ræða verkfæri sem nýtist við að skipta yfir í lágkolefnishagkerfið og skapar innleiðing þeirra ýmsan ábata í rekstri, minna kolefnisspori o.fl. Hún rakti hvað þarf að gera við að innleiða aðferðafræðina, markmið sett og leiðin að þeim vörðuð.  

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni fjallaði um vegferð fyrirtækisins í SBTi, af hverju þessi vegferð var valin, hver hún hefur verið, ávinningur hennar og næstu skref.  

Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum hjá OR sagði frá vegferð fyrirtækisins að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun. Hann fjallaði í þessu samhengi líka um ISO 14064 og vottun á loftslagsbókhaldi, CSRD sjálfbærnireglugerð ESB og EU Taxonomy.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum

 

 

UN Global Compact í Hörpu í næstu viku og þér er boðið.

Faghópur um loftslagsmál vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu í Hörpu í næstu viku.
SKRÁNING Á VIÐBURÐ
Þér er boðið á kynningarviðburð UN Global Compact á Íslandi sem fer fram í Hörpu þann 31. maí næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 10:00 og boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 9:30. 
Með þátttöku í UN Global Compact gefst einstakt tækifæri til að hraða árangri á sviði sjálfbærni. Fyrirtæki í öllum atvinnugreinum og stofnanir geta gerst aðilar að Global Compact og þannig tekið virkan þátt í starfi samtakanna á Íslandi og um allan heim. 
Til að tryggja sæti er mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. SKRÁNING Á VIÐBURÐ

 

Ný stjórn faghóps um loftslagsmál

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál var haldinn 5. maí sl. Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn gengu þær Berglind Ósk Ólafsdóttir, BYKO, Birta Kristín Helgadóttir, Eflu, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Íslandsbanka og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteini. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra góða framlag og samstarfið í stjórn faghópsins.

Fimm voru kosin í stjórn og er hún nú skipuð tíu manns: 

  • Guðný Káradóttir, VSÓ Ráðgjöf, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðslusetur
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa Vottun
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag 
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun
  • Leó Sigurðsson, Örugg verkfræðistofa
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte
  • Ingibjörg Karlsdóttir, Play Air
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, sjálfstætt starfandi lögfræðingur

Stjórn

Guðný Káradóttir
Annað -  Formaður - VSÓ Ráðgjöf
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ásgeir Valur Einarsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Iðan fræðslusetur
Gná Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Versa Vottun
Ingibjörg Karlsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - FlyPlay
Íris Þórarinsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Reitir fasteignafélag hf.
Katrín Georgsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Elding Hvalaskoðun Reykjavik ehf
Leó Sigurðsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Örugg verkfræðistofa
Rannveig Anna Guicharnaud
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Deloitte
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?