Loftslagsmál og umhverfismál

Loftslagsmál og umhverfismál

Mikilvægi loftslags- og umhverfismála fer vaxandi í samfélaginu. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra. Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og tekist á hendur skuldbindingar á alþjóðavettvangi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerða er þörf og því mikilvægt að það sé virkt samtal og samstarf milli allra hagaðila. 

Markmið faghópsins er að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld miðli lausnum og deili þekkingu varðandi hvernig má draga úr losun  gróðurhúsalofttegunda og bregðast við loftslagsbreytingum. Þannig má ýta undir metnaðarfullar mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Hvaða áskoranir eru framundan? Hvaða aðgerðir virka? Og hvað ber að varast?

Hópurinn er kjörinn vettvangur til að hitta fólk, deila reynslu, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.  

Viðburðir á næstunni

Framtíðir – Hringrásarhagkerfið – Árangur eða árangursleysi

Fyrirlesari Björgvin Sævarsson, Yorth Group í Bandaríkjunum. www.yorthgroup.com

 Hvernig vitum við fyrir víst hvort aðgerðir og fjárfestingar skili okkur í átt að markmiðunum? Hefur stjórnsýslan (yfirvöld og fyrirtæki/iðnaður) yfirlit yfir aðgerðir og í réttu samhengi? Þetta er ekki raunin skv. okkar reynslu.  Aðgerðir skila sér í einangruðum árangri, t.d. carbon footprint og missa þ.a.l. af möguleikanum til að ná umfangsmeiri árangri sem nær inn á önnur svið. Þrátt fyrir vel meint og stór verkefni og fjárfestingar erum við að sjá að efnahagskerfi verða þyngri og erfiðari með tímanum.

Ástæða þess að við náum ekki settum markmiðum byrjar yfirleitt með því að við skilgreinum árangur ekki rétt. Næst kemur í ljós að aðgerðir og lausnir eru ekki að passa við vandann sem við erum að reyna að leysa. Á endanum er útkoman ekki að skila sér í átt að markmiðunum.

Viðburðurinn verður á þessari vefslóð:

Join the meeting now

Auk þess verður fjallað um eftirfarandi:

•             Höfum við skilgreint rétt til að ná markmiðunum og hlutverk annarra í okkar markmiðum?  T.d. carbon neutrality sem er bara lítill partur af orkufótsporinu og ef við tökum ekki á öllu fótsporinu munum við ekki ná carbon neutrality.

•             Vitum við af hverju við erum ekki að ná markmiðunum? (þetta er stærri spurning en hún lítur út fyrir að vera)

•             Kunnum við að segja frá því af hverju við erum ekki net-zero og á sama tíma segja frá hvernig við munum ná markmiðunum?

•             Hvaða áhrif hafa samskipti og skilaboð á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæði?

 

Fréttir

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Loftslagsmarkmið: vegferð byggð á vísindalegri nálgun

Á viðburði loftslagshóps þann 9. október sl. var fjallað um hvernig fyrirtæki geti nýtt sér vísindaleg viðmið Science Based Targets initiative (SBTi) við að setja sér loftslagsmarkmið og vinna með vísindalegri nálgun að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsamningsins. 

Níu íslensk fyrirtæki hafa byrjað þá vegferð að nýta SBTi í þessum tilgangi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín samþykkt. Rannveig Anna Guicharnaud hjá Deloitte rakti hvað felst í loftslagsmarkmiðum SBTi en þau gera atvinnulífinu kleift að setja sér markmið í samræmi við það sem vísindasamfélagið er sammála um. Um er að ræða verkfæri sem nýtist við að skipta yfir í lágkolefnishagkerfið og skapar innleiðing þeirra ýmsan ábata í rekstri, minna kolefnisspori o.fl. Hún rakti hvað þarf að gera við að innleiða aðferðafræðina, markmið sett og leiðin að þeim vörðuð.  

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni fjallaði um vegferð fyrirtækisins í SBTi, af hverju þessi vegferð var valin, hver hún hefur verið, ávinningur hennar og næstu skref.  

Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum hjá OR sagði frá vegferð fyrirtækisins að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun. Hann fjallaði í þessu samhengi líka um ISO 14064 og vottun á loftslagsbókhaldi, CSRD sjálfbærnireglugerð ESB og EU Taxonomy.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum

 

 

UN Global Compact í Hörpu í næstu viku og þér er boðið.

Faghópur um loftslagsmál vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu í Hörpu í næstu viku.
SKRÁNING Á VIÐBURÐ
Þér er boðið á kynningarviðburð UN Global Compact á Íslandi sem fer fram í Hörpu þann 31. maí næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 10:00 og boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 9:30. 
Með þátttöku í UN Global Compact gefst einstakt tækifæri til að hraða árangri á sviði sjálfbærni. Fyrirtæki í öllum atvinnugreinum og stofnanir geta gerst aðilar að Global Compact og þannig tekið virkan þátt í starfi samtakanna á Íslandi og um allan heim. 
Til að tryggja sæti er mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. SKRÁNING Á VIÐBURÐ

 

Stjórn

Leó Sigurðsson
Verkefnastjóri -  Formaður - Örugg verkfræðistofa
Anna Sigurveig Ragnarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ásgeir Valur Einarsson
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Iðan fræðslusetur
Grace Achieng
Forstjóri -  Stjórnandi - Gracelandic ehf
Rannveig Anna Guicharnaud
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Deloitte
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?