Loftslagsmál og umhverfismál: Liðnir viðburðir

Svansvottaðar framkvæmdir - reynsla verktaka

Slóð á fundinn hafirðu ekki fengið hana senda:

Hlekkur á Teams fund 

Faghópar um loftslagsmál og sjálfbærni standa að viðburði/örnámskeiði um reynslu verktaka af Svansvottuðum framkvæmdum í samstarfi við hóp gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan Samtaka iðnaðarins og Iðuna, fræðslusetur.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef Iðunnar

 

Markmið Svansins með vottun bygginga er að minnka umhverfisáhrif þeirra og er lögð mikil áhersla á heilsusamlegt húsnæði og lágmörkun eiturefna í byggingarefnum. 

Ávinningur af Svansvottun bygginga felst í: 

  • Dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Heilnæmari og öruggari byggingum.
  • Auknum gæðum bygginga.
  • Minni rekstrarkostnaði, minna viðhaldi og lægri orku- og hitunarkostnaði.
  • Eignin er líklegri til að standast kröfur leigutaka/notenda til lengri framtíðar.

Hægt er að fylgjast með á netinu eða mæta í Vatnagarða 20.

 

Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi

Click here to join the meeting

Hvað er SBTi og hvernig hafa OR og Ölgerðin nýtt sér það í sinni sjálfbærnivegferð?

Dagskrá: 

  • Hvað er SBTi? – Rannveig Anna Guicharnaud frá Deloitte segir almennt frá SBTi og í hverju það felst 
  • Ölgerðin og SBTi – Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni segir frá vegferð Ölgerðarinnar frá skuldbindingu að innleiðingu SBTi 
  • Orkuveita Reykjavíkur og SBTi – Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum, segir frá vegferð OR að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun

Science Based Targets initiative (SBTi) eru vísindaleg viðmið sem veita fyrirtækjum skýra leið í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Þannig geta fyrirtæki fengið markmið sín um samdrátt í losun tekin út af sérfræðingum miðað við nýjustu loftslagsvísindi.

SBTi eru óhagnaðardrifin samtök eða samstarfsverkefni nokkurra stofnana sem tengjast loftslagsvísindum. Þau hafa þann tilgang að ýta undir metnaðarfullar loftslagsaðgerðir í einkageiranum. SBTi veitir fyrirtækjum sem setja sér vísindaleg markmið tækni- og sérfræðiaðstoð í takt við nýjustu loftslagsvísindin. Teymi sérfræðinga kemur að því að veita fyrirtækjum sjálfstætt mat og staðfestingu á markmiðum.

Níu íslensk fyrirtæki, þar af eitt sem er hluti af alþjóðlegri keðju, hafa byrjað vegferð sína til að fá markmið sín um losun samþykkt af SBTi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín staðfest. Ölgerðin var fyrsta íslenska fyrirtækið sem fékk markmið sín samþykkt, árið 2021 og nú í sumar fékk Orkuveita Reykjavíkur (OR) sín markmið sín til 2030 samþykkt. OR hefur einnig sótt um að fá „Net-Zero“ markmið sín samþykkt.

Við fáum fulltrúa Ölgerðarinnar og OR til að segja frá sinni vegferð, frá því fyrirtækin skuldbundu sig til að fá vísindaleg viðmið sín staðfest og þar til staðfesting fékkst frá SBTi. Við heyrum hvernig þessi vegferð hefur hjálpað þeim og hvernig þau aðlaga sína sjálfbærnivinnu í framhaldinu af niðurstöðum vísindalegu viðmiðanna. 

Erindin verða upplýsandi fyrir alla sem huga að þessari vegferð, eða þá sem vilja vita meira um SBTI og hvernig ferlið hefur nýst þeim fyrirtækjum sem hafa fengið markmið sín samþykkt.

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.

 

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál kl: 09:00

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál verður haldinn 5. maí klukkan 09:00 til 10:00 á TEAMS. 

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formanns er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

Meeting ID: 383 398 678 738 

Passcode: SzPR8u 



Dagskrá 

1#  Uppgjör síðasta starfsárs

2#  Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa

3#  Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða

4#  Kosning stjórnar

5#  Starfsárið framundan


 

Mikilvægi loftslags- og umhverfismála fer vaxandi í samfélaginu. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra. Ísland hefur sett sér markmið í loftslagsmálum og tekist á hendur skuldbindingar á alþjóðavettvangi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerða er þörf og því mikilvægt að það sé virkt samtal og samstarf milli allra hagaðila. 

Markmið faghópsins er að fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld miðli lausnum og deili þekkingu varðandi hvernig má draga úr losun  gróðurhúsalofttegunda og ýti þar með undir metnaðarfullar aðgerðir. Hvaða áskoranir eru framundan? Hvaða aðgerðir virka? Og hvað ber að varast?

Hópurinn er kjörinn vettvangur til að hitta fólk, deila reynslu, skiptast á hugmyndum og mynda þverfagleg tengsl. Fyrirkomulag starfsins er þannig að á hverjum fundi er tekið fyrir tiltekið málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða tveir. Að því loknu eru fyrirspurnir og umræður.  


 

Faghópur um loftlagsmál var stofnaður árið 2020 og hefur hópurinn vaxið mikið og viðburðir faghópsins eru gjarnan fjölmennir með áhugaverðum erindum. Þannig er þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið, byggja upp þekkingu í faginu og styrkja ímynd sína sem sérfræðing í loftlagsmálum. 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.


Allir sem hafa áhuga á loftlagsmálum og umhverfismálum og vilja taka þátt að hafa áhrif á samfélagið og bjóða sig fram til stjórnar, geta haft samband við Berglindi Ósk Ólafsdóttir, fráfarandi formann faghópsins og sérfræðing í sjálfbærni hjá BYKO - berglind@byko.is eða í síma: 822-7003. 

Gæðastjórnun í byggingariðnaði - Umhverfismál og vistvæn mannvirki

Umræðu- og fræðslufundur
Iðan fræðslusetur og Samtök iðnaðarins efna í vetur til fundaraðar um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem tekið verður á þeim málum sem eru efst á baugi. Þessi viðburður, er varðar umhverfismál í byggingariðnaði, er unnin í samvinnu við Loftslagshóp Stjórnvísi. 
Umhverfismál og vistvæn mannvirki

Dagskrá:
1.Förgun og enurnýting – Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
2.Kolefnisspor í mannirkjagerð – Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu.
3.Umhverfisvottunarkerfi í byggingariðnaði – Sigrún Melax gæðastjóri JÁVERK.

Fundarstjóri: Anna Jóna Kjartansdóttir gæða- og öryggisstjóri hjá ÍSTAK.

Athugið að skráning er á heimasíðu Iðunnar: Hér

Fundurinn verður haldinn í húsi Iðunnar fræðsluseturs í Vatnagörðum 20, Reykjavík en honum verður einnig streymt.

Loftslagsbreytingar og hlutverk staðla í baráttunni gegn þeim

Click here to join the meeting

Loftslagsbreytingar hafa nú þegar áhrif á líf milljóna manna um allan heim og ef við grípum ekki til aðgerða strax verða áhrif þeirra sífellt alvarlegri. En góðu fréttirnar eru þær að við höfum tæki og tækni til að hafa áhrif og staðlar gegna lykilhlutverki í þeirri baráttu. Staðlar veita sameiginlegt tungumál, leiðbeiningar og mælikvarða til að mæla framfarir í átt að sjálfbærari framtíð. Staðlar munu skapa heim þar sem loftið er hreinna, vatnið hreinna og jörðin heilnæmari fyrir komandi kynslóðir.

Haukur Logi Jóhannsson hjá Staðlaráði Íslands mun vera með erindið. Í umræðuþráðum framtíðarfræðingar hefur verið bent á að framlag staðla í baráttunni við loftslagsvána sé ómetanlegt.

Haukur er umhverfis- og auðlindafræðingur að mennt og starfa sem verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands á vettvangi umhverfismála. Þriggja barna faðir í Laugardalnum en upprunalega að norðan og gætir því stundum fyrir norðlenskum hreim. Ég hef komið víða við, starfað lengi í ferðaþjónustu og sinnt hjálparstarfi áður en ég hófst handa við að bjarga loftslaginu.

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

NÝ LÖG UM ÚRGANGSMÁL OG FLOKKUN - Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

NÝJU HRINGRÁSARLÖGIN 

Click here to join the meeting

Um áramótin tóku í gildi ný lög um úrgangsmál og flokkun, sem einnig hafa verið nefnd hringrásarlögin. 


Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

Faghópur um loftlagsmál Stjórnvísis hefur fengið til liðs við sig fjóra sérfræðinga sem segja okkur frá nýju lögunum og hvaða áhrif þau hafa á rekstur fyrirtækja og hvað innleiðing laganna þýðir fyrir umhverfið og loftslagsmálin í stóru myndinni.

  • Hvað fela nýju lögin í sér og hvaða áhrif hafa þau á atvinnulífið?
  • Hvernig eiga fyrirtæki að flokka skv. nýju lögunum?
  • Góð ráð fyrir fyrirtæki um hvernig má draga úr úrgangi og standa vel að flokkun
  • Hvernig er úrgangur sem verður til á Íslandi meðhöndlaður og hver er losun gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi úrgangsflokkun
  • Hver er ágóðinn af því að flokka vel og hvað kostar að losa sig við mismunandi úrgangsflokka?

Fundurinn verður í formi pallborðsumræðna og eru fundargestir hvattir til að senda inn spurningar á fundinum og við fáum sérfræðingana til að svara þeim en þeir eru:

  • Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO
  • Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og sérfræðingur í umhverfismálum hjá VSÓ ráðgjöf
  • Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Terra umhverfisþjónustu
  • Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum hjá Umhverfisstofnun

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, stjórnarmeðlimur í loftslagshópi Stjórnvísis og umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.


Fundurinn er haldinn í samstarfi við Iðuna fræðslusetur sem sér um að streyma fundinum í gegnum TEAMS þriðjudaginn 31. janúar kl. 9.00-10.00

                                                                                  Hlökkum til að sjá ykkur öll á skjánum !


Ítarefni um úrgangsmál og nýju hringrásarlögin má m.a. finna hér:

www.urgangur.is

www.sorpa.is

www.urvinnslusjodur.is

www.ust.is

www.samangegnsoun.is 

Hvernig fáum við fólkið með ? Fræðsluerindi um breytingastjórnun og reynslusaga úr byggingariðnaði

Click here to join the meeting

Mikilvægi breytingastjórnunar er að fá fólkið með !

 Við ætlum að hlusta á tvo frábæra fyrirlesara ræða um breytingastjórnun. 

  • Lára Kristín Skúladóttir leiðtogaþjálfi verður með hugvekju um það hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum.

  • Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fjallar um hvernig JÁVERK hefur tekist á við breytingar í tengslum við auknar áherslur á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda og lærdóminn sem hefur orðið á þeirri vegferð.

-----------------------------------------------------

Dagskrá: 

09:00-09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun - kynnir og stýrir fundinum​

09:05-09:20  Lára Kristín Skúladóttir, leiðtogaþjálfi – hugvekja um hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum

09:20-09:50  Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK – breytingar á auknum áherslum á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda 

09:50-10:00  Umræður og spurningar

-----------------------------------------------------

Hlökkum til að sjá ykkur ! 

 

Byggingariðnaður - Losunarlausir framkvæmdarstaðir - Staðan og stefnan

Click here to join the meeting

Við ætlum að fjalla um losunarlausa framkvæmdastaði á Íslandi. Farið verður yfir stöðuna á losunarlausum framkvæmdastöðum á Íslandi og hvað er framundan í þeim efnum. 

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun kynnir Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þær aðgerðir sem eru í vinnslu varðandi losunarlausa framkvæmdastaði. 

Hulda Hallgrímsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir frá Reykjavíkurborg ætla að segja hvernig Reykjavíkurborg sér fyrir sér framkvæmdastaði framtíðarinnar og hvaða aðgerðir er stefnt að fara í til að ná því.  

Þröstur Söring frá Framkvæmdasýsla ríkiseignir kynnir hvernig FSRE sér fyrir sér framtíðarverkefni og hvernig unnið er að losunarlausum framkvæmdastöðum.

Sigrún Melax frá JÁVERK fer yfir helstu áskoranir verktaka við að uppfylla kröfur um losunarlausa framkvæmdastaði. 

Fundarstjóri er Sigríður Ósk Bjarnadóttir frá Hornsteinn ehf.

Aðalfundur faghóps um loftslagsmál

Fjarfundur - Teams​

Kl. 13:00-13:45​

17.maí 2022

Dagskrá aðalfundars:​

1. Viðburðir sl. starfsárs​

2. Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa​

3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða​

4. Kosning stjórnar ​

5. Starfsárið framundan

 

Click here to join the meeting

Hvað er framundan í úrgangsmálum?

Click here to join the meeting

Við fáum þrjá góða gesti úr til að segja okkur frá því hvað er framundan með nýrri reglugerð um flokkun úrgangs. Hvernig geta fyrirtæki undirbúið sig fyrir slíka breytingu. 

Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir frá þeim breytingum sem framundan eru þegar kemur að úrgangsmálum með augum atvinnulífsins. Lárus M. K. Ólafsson viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði hjá Samtökum Iðnaðarins fer yfir málin út frá sjónarhorni fyrirtækja, hvað er þegar verið að gera og hvar þarf að bæta í. Karl Eðvaldsson framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Pure North og varaformaður Fenúr fer yfir nýtt samnorrænt merkingarkerfi og sýnir dæmi um notkun þess.

Harpa Þrastardóttir, umhverfis- öryggis og gæðastjóri Colas Ísland og stjórnarmeðlimur faghóps um loftslagsmál stýrir fundinum.

 

 

Vegferð Ölgerðarinnar í orkuskiptum og framtíðarsýn Landsvirkjunar í orkuskiptum fyrirtækja

Tengjast í tölvunni eða farsímaforritinu

Smelltu hér til að tengjast fundinum

 

Ölgerðin hefur að undanförnu unnið að metnaðfullri framtíðarsýn um orkuskipti í sinni starfsemi til að ná loftslagsmarkmiðum fyrirtækisins. Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir leiðtogi sjálfbærni og umbóta ætlar að segja okkur frá þeirra vegferð og nálgun á þetta viðfangsefni.

Landsvirkjun hefur síðustu misseri gert greiningar á orkuskiptum framtíðar. Egill Tómasson nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun ætlar að deila með okkur þeirra sýn á orkuskipti fyrirtækja.

 

 

 

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári - dæmisögur úr atvinnulífinu og áhrif COP26 á framþróun 

Íslenskt atvinnulíf gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að loftslagsmálum. Fyrirtækin keppast nú við að setja sér markmið og stefnu í átt a kolefnishlutleysi enda þörf á að taka þennan málaflokk föstum tökum.

COP26 snerist ekki síst um fyrirtæki og hvernig einkamarkaðurinn er að koma inn í loftslagsmálin. Það sem við sjáum helst er hvernig þessi áhugi fyrirtækja og almennings á loftslagsmálum er loksins að skila sér inn í samningaherbergin og í ákvarðanatökur sem eru nú eftir COP 26 mun beinskeyttari en nokkurn tímann áður.

Hvað þýða niðurstöður COP26 fyrir stefnu og aðgerðir í átt að kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðar? Hvaða áhrif hafa þær á atvinnulífið? Hverjar eru væntingar almennings og ungs fólks til atvinnulífsins? 

Við fáum að heyra frá fulltrúum úr atvinnulífinu, þeirra vegferð og afstöðu auk þess að heyra frá fulltrúa ungs fólks.

Fyrirlesarar eru Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Egill Örnuson Hermannsson, varaformaður í félagi Ungra umhverfissinna.

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Fundarstjóri er Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs.

-

Græn fjármögnun er tækifæri fyrir öll fyrirtæki !

Click here to join the meeting

Farið er yfir þau tækifæri sem eru tilkominn vegna grænnar fjármögnunar, óháð stærð fyrirtækja og atvinnugeira. 

Hafþór Æ. Sigurjónsson & Hildur T. Flóvenz frá KMPG hefja daginn á erindi um sjálfbæra fjármögnun á Íslandi og hver staðan á markaðnum er. Fjallað verður um hvernig sjálfbær fjármögnun hefur þróast á Íslandi allt frá fyrstu grænu skuldabréfunum á Íslandi 2018 hjá Landsvirkjun og Reykjavíkurborg, útgáfu bankanna, og til útgáfu sjálfbærs fjármögnunarramma fyrir ríkissjóð útgefnum af ríkisstjórn fyrir síðustu kosningar.

Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Arion banka mun fjalla um vegferð bankans í umhverfismálum og næstu skref með áherslu á græna fjármálaumgjörð bankans og hver tækifærin eru fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

Að lokum mun Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, fjalla um ávinning þess hvata að fá góð kjör á lánasamningi þegar dregið er úr losun og orkunotkun.

Stefán Kári Sveinbjörnsson, stjórnarmeðlimur faghópsins um loftlagsmál, mun stýra viðburðinum. 

Að fást við breytingar við sjálfbærniumbætur fyrirtækja, Mannvit og Landsvirkjun

Click here to join the meeting

Hvað er sjálfbærni og hvernig ættu fyrirtæki að stuðla að innleiðingu ?

Sanda Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit, mun hefja viðburðinn með því að segja okkur frá því hvernig þau fást við breytingar við innleiðingu á sjálfbærni á vinnustað, áskoranir og sigra, hvernig fólk hefur verið að bregðast við breytingum og hvaða lærdómur situr eftir. Sandra Rán veitir einnig ráðgjöf um sjálfbærni til annarra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og ræðir um hlutverk sitt sem ráðgjafi.

Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, segir okkur frá því hvað Landsvirkjun er að gera til að stuðla að sjálfbærri þróun í sínum rekstri, hvaða áskoranir þau hafa rekist á og hvaða tólum og aðferðum þau beita til að sinna sínu betur og vera leiðandi í umhverfismálum.

Dagskrá:

  • 09:00 – 09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um Breytingarstjórnun kynnir faghópinn og dagskrá
  • 09:05 – 09:20  Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur Mannvit
  • 09:20 – 09:25  Umræður og spurningar
  • 09:25 – 09:45  Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar
  • 09:45 – 09:55  Umræður og spurningar

 
Hlökkum til að sjá ykkur ! 

Innleiðing sjálfbærnistefnu

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth fjalla um hvað þarf að hafa í huga við innleiðingu sjálfbærnistefnu. Hún fer yfir greiningu, markmið og aðgerðir og hversu mikilvægt það er að fylgjast með framvindu. Hún mun segja frá vinnu við innleiðingu sjálfbærnistefnu með Íslandsbanka, Múlakaffi og Íslandsstofu. Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10-15 mínútum í lokin fyrir spurningar.

Vilborg er með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun. Hún stofnaði BravoEarth fyrir þremur árum en BravoEarth auðveldar fyrirtækjum að móta, halda utan um og koma sjálfbærnistefnu í framkvæmd. Vilborg er meðstofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mentors.

EY - Sjálfbærni fyrirtækja

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur úr Sjálfbærniteymi EY, fara stuttlega yfir það hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga varðandi sjálfbærni fyrirtækja og hvaða straumar eru ráðandi er kemur að sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Einnig verður farið yfir við hverju hægt sé að búast í framtíðinni og hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal.

Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10 mínútum í lokin fyrir spurningar, ef svo ber við.

 

Fyrirlesari:

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni í rekstri, stefnumótunar og markmiðasetningar fyrirtækja og stofnana, auk þjálfunar stjórnenda og starfsfólks, í Sjálfbærniteymi EY.

Kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar verður til

Click here to join the meeting
Viðskipti með kolefniseiningar eru enn sem komið er umfangslítil í íslensku hagkerfi en ör vöxtur er fyrirsjáanlegur á þessum markaði. Það er því nauðsynlegt að tryggja að íslenskar kolefniseiningar standist alþjóðlegar gæðakröfur og byggi á viðurkenndri aðferðafræði þar sem stuðst er við staðlaðar mælingar og sammælt viðmið. Virði kerfis um ábyrga kolefnisjöfnun felst í innlendum fjárfestingarmöguleikum og traustum markaði með kolefniseiningar þannig að íslenskir aðilar sem nú kaupa vottaðar einingar erlendis til jöfnunar hafi möguleika á því að fjárfesta í íslenskum innviðum. Möguleg sala á kolefniseiningum til erlendra aðila styður einnig við íslensk náttúruverndarverkefni og markmið Íslands um samdrátt og kolefnishlutleysi og því felast möguleikar til nýsköpunar hér á landi. 

Á þessum viðburði fáum við að heyra hvað kom út úr vinnu þeirra u.þ.b. 50 aðila sem tóku þátt í vinnustofu um ábyrga kolefnisjöfnun sem Loftslagsráð og Staðlaráð stóðu fyrir, í hvaða farveg þessi mál eru komin og hvað gerist næst. Vinnustofusamþykktin liggur fyrir og stofnuð hefur verið tækninefnd um næstu skref. 

Þau sem taka þátt eru: 

  • Haukur Logi Jóhannsson, Staðlaráði, mun segja frá tilgangi með vinnustofunni og aðferðafræðinni við framkvæmd hennar
  • Guðmundur Sigbergsson hjá iCert er formaður tækninefndarinnar og mun segja frá hvaða vinna er framundan
  • Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, starfar einnig fyrir Kolvið, mun lýsa hvernig sú vinna sem er í gangi snertir starfsumhverfi Kolviðs 

Í umræðum verður farið nánar ofan í saumana á tækifærum sem felast í kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar og gefst þátttakendum tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum og bera upp spurningar til frummælenda.  Guðný Káradóttir hjá Loftslagsráði stýrir umræðum á fundinum. 

 

 

Loftslag og byggingariðnaðurinn – Staðan á Íslandi og Norðurlöndum

 

Click here to join the meeting
Loftslagsmál og byggingariðnaðurinn – Staðan á Íslandi og Norðurlöndum

Í júní 2020 kom út uppfærð aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum til 2030. Þar má meðal annars finna aðgerð C.3 sem fjallar um loftslagsáhrif byggingariðnaðarins. Í kjölfar samtals Grænni byggðar, HMS og SI í upphafi árs 2020 og á grundvelli áðurnefndrar aðgerðar C.3 hefur verið stofnað til sérstaks samstarfsverkefnis sem felst í að gera vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð fram til ársins 2030.

Samstarfsverkefnið nefnist Byggjum grænni framtíð og er samstarf stjórnvalda og hagaðila innan byggingariðnaðarins. Fjallað verður um viðfangsefni og stöðu verkefnisins á þessum morgunfundi.

Einnig er fróðlegt að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar eru að gera til þess að takast á við þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir vegna loftslagsmála. Grænni byggð gaf nýverið út skýrslu um stöðu umhverfismála í byggingariðnaðnum á Norðurlöndunum. Skýrslan var fjármögnuð af HMS, Byggjum grænni framtíð. Fjallað verður um niðurstöður þeirrar skýrslu.

Fyrirlesarar:
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá HMS og verkefnastjóri verkefnisins Byggjum grænni framtíð 

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar

Fundarstjóri:

Stefán Kári Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Greenfo

Ávinningur fyrirtækja af orkuskiptum og reynsla

Click here to join the meeting

,,Fjölmörg tækifæri eru fyrir fyrirtæki að ná verulegum árangri í loftlagsmálum með orkuskiptum í ökutækjum í sinni starfsemi. Talsverð reynsla er komin á þessi orkuskipti og verður farið yfir þá reynslu ásamt ávinning. "

Fundarstjóri er Jóhannes Þorleiksson forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum

Á þessum fundi faghóps um loftagsmál ætlum við að skoða hver ávinningur fyrirtækja er af orkuskiptum er og hvaða leiðir eru færar. Einnig ætla fyrirtæki með mikla reynslu í orkuskiptum að miðla sinni reynslu og framtíðaráætlunum.

Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri orkuseturs mun fjalla um ávinning orkuskipta fyrir fyrirtæki er kemur að draga úr kolefnisspori og mismunandi leiðir til þess.

Magnús Már Einarsson forstöðumaður aðbúnaðar hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun fara árangur, reynslu og áætlanir samstæðunnar.

Ingvar J. Hjaltalín sviðsstjóri rekstrarsviðs hjá Strætó bs. mun fara yfir árangur, reynslu og áætlanir Strætó.

 

Vistvænt byggingarferli – frá hönnun til vottunar

Click here to join the meeting
Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum þá sérstaklega kolefnis á síðustu áratugum vegna aukins iðnaðar og neyslu.

Byggingariðnaðurinn hefur lykilhlutverki að gegna í loftslagsmálum en byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir um 39% af kolefnislosun og 40% af úrgangsmyndun á heimsvísu.

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, mun fara yfir kolefnislosun frá byggingariðnaðinum í dag og hlutverki hönnuða til þess að draga úr kolefnislosun sem og öðrum umhverfisáhrifum.

Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fer yfir af hverju Svansvottun er áhrifarík leið í rétta átt í umhverfismálum í byggingariðnaðinum ásamt því að kynna reynslu Jáverk af því að vinna í Svansvottuðu verki, en Jáverk hefur undanfarin misseri verið að vinna að því að byggja nýjan miðbæ á Selfossi sem verður allur Svansvottaður.   

Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá BYKO, fer yfir hlutverk BYKO sem efnissala og hvaða skref hafa verið stigin í framboði á vistvænu byggingarefni. Einnig fer hún  yfir hvernig BYKO sem efnissali getur haft áhrif í virðiskeðjunni á vistvænar vottaðar byggingar.

Dagskrá:

09:00-09:05   Björn Halldórsson,verkefnisstjóri öryggis- og umhverfismála á framkvæmdasviði Landsvirkjunar kynnir faghópinn og stýrir umræðum
09:05-09:20   Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi VSÓ ráðgjöf
09:20-09:35   Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk
09:35-09:50   Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála BYKO
09:50-10:00   Spurningum svarað 

Viðburðurinn verður haldinn á TEAMS. 

Úrgangsmál og hringrásarhagkerfið

Click here to join the meeting
Í baráttunni gegn loftlagsvánni er þörf á að leggja áherslu á hringrásarhagkerfið í auknum mæli þar sem við komum í veg fyrir að ónýttar auðlindir verði að úrgangi ásamt því að viðhalda verðmætum eins lengi og mögulegt er. Á fundinum verður hringrásarhagkerfið skoðað út frá sjónarhóli endurvinnslu og fráveitu. 

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingur fráveitu Veitna í nýsköpun og tækniþróun, kynnir stefnuáherslur fráveitunnar í heildarstefnu Veitna og hugsanlegar leiðir til að hrinda í framkvæmd áherslum um bætta nýtingu orku- og auðlindastrauma.

Við rekstur fráveitna vegast á sjónarmið um metnað í umhverfismálum annars vegar og hagsýni hins vegar. Fráveitan tekur við verðmætum afurðum frá viðskiptavinum sínum, þar með talið orkuríkum lífrænum efnum og áburðarefnum sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á á heimsvísu í fyrirsjáanlegri framtíð. Endurheimt þeirra úr skólpinu er hins vegar ekki einfalt verk. Í stefnu Veitna kemur meðal annars fram að fullnýta skuli möguleika fráveitunnar til orku- og verðmætasköpunar. Hvað þýða þessar áherslur í íslensku samhengi? 

Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra mun ræða um tækifærin sem fólgin eru í hringrásarhagkerfinu þegar kemur að flokkun endurvinnsluefna og úrgangsmál fyrirtækja. Terra hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg.

Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum

Click here to join the meeting
Loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans og ætla má að stjórnendur fyrirtækja muni í auknum mæli þurfa að takast á við loftslagstengd mál í störfum sínum á komandi árum. Í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum eru stefna og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum settar fram. Á fundinum munu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur loftslagsmálum hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fara yfir áætlunina, áform um kolefnishlutleysi og svara spurningum þátttakenda.

 

Aukin áhrif umhverfismála á atvinnulífið - Að lifa í nýjum veruleika

Join Microsoft Teams Meeting

Helga Jóhanna Bjarnadóttir er umhverfis- og efnaverkfræðingur og sviðsstjóri Samfélagssviðs EFLU þar sem m.a. eru unnin verkefni á sviði skipulags-, umhverfis- og samgöngumála.

Helga hefur um árabil sinnt ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála í fyrirtækjum og sveitarfélögum, vistvænni hönnun og mati á  kolefnisspori bæði fyrir vörur og fyrirtæki.

Stóra myndin, stefna og aðgerðir í loftslagsmálum

Join Microsoft Teams Meeting
Á þessum fyrsta fundi nýs faghóps um loftslagsmál eru tveir aðilar með framsögu, Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri FESTU miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Halldór mun draga upp stóru myndina í loftslagsmálum, ræða um framtíðarsýn og kolefnishlutleysi. Þá mun hann fjalla um hlutverk og ábyrgð einkafyrirtækja og ríkisins, hvað hver og einn getur gert til að draga úr losun. Hrund mun segja frá því hvernig óhagnaðardrifin samtök eins og FESTA geta látið til sín taka í loftslagsmálum. Hún mun einnig segja frá nýlegri viljayfirlýsingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði. 

Halldór Þorgeirsson tók að sér formennsku í Loftslagsráði við stofnun þess árið 2018. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) í Bonn í Þýskalandi frá 2004 til 2018.  Hann hafði þar m.a. yfirumsjón með samningaferlinu fyrir Parísarsamninginn árið 2015. Áður vann Halldór sem skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. aðalsamningamaður Íslands í loftslagsmálum. 

Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð frá árinu 2019. Hrund, sem hefur  víðtæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunarreynslu, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í einkarekstri og á vettvangi World Economic Forum. Hrund er þróunarfræðingur MSc. frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?