Mannauðsstjórnun

Mannauðsstjórnun

Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Viðfangsefni mannauðsstjórnunar lúta m.a. að mönnun og ráðningum, móttöku nýliða, sí- og endurmenntun, þjálfun og starfþróun, frammistöðumati og frammistöðustjórnun, starfsmannasamtölum, umbun og hvatningu, boðskiptum milli starfsfólks og stjórnenda og loks starfslokum. Þá er faghópnum ætlað að fást við allar nýjar áskoranir sem mæta munu mannauðsstjórum í framtíðinni. Undir þetta fellur t.d. þróun HR mælikvarða og nýting þeirra í rekstri og samtvinnun stefnumótunar fyrirtækja og mannauðsstjórnunar.

Á fundum hópsins skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður ásamt miðlun þekkingar og reynslu á sviði mannauðsstjórnunarmála. Ekki má svo gleyma hinu ómetanlega tengslaneti sem verður til gegnum starfið í hópnum. 

Viðburðir á næstunni

Jafnrétti og leitin að jafnvæginu

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti. 

  • Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
  • Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
  • Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
  • Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
  • Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.

Vanhæfir stjórnendur og ofbeldishegðun á vinnustað

Fjarfundur  Click here to join the meeting 

Ekki samþykkja ofbeldishegðun á vinnustað.

Hér er á ferðinni erindi þar sem fjallað verður um vanhæfa stjórnendur og tilheyrandi ofbeldishegðun þeirra á vinnustað. 

Þegar stjórn­end­ur sýna af sér of­beld­is­hegðun á vinnustað, þá er eng­inn þar ósnert­ur. Og því hærra sett­ur sem ger­and­inn er, því meiri verða áhrif­in á allt starfs­fólk. Ofbeldi á vinnustað getur tekið á sig ýmsar myndir og skapað aðstæður sem eitra vinnustaðamenninguna og valda vanlíðan starfsfólks. 

Staðreynd­in er sú, að of­beld­is­hegðun eins hef­ur áhrif á alla hlutaðeig­andi, hvort svo sem það sé beint eða óbeint. Annað hvort þrífst aðili og blómstr­ar í of­beldisaðstæðum og tek­ur þátt (verður sjálf­ur ger­andi), eða bera fer á van­líðan (þolandi).

Það er ekki til hlut­leysi í of­beldisaðstæðum!

 

Fyrirlesari: Sunna Arn­ar­dótt­ir sér­fræðing­ur í mannauðsmá­l­um hjá Vinnu­hjálp

Fundarstjóri: Sigrún Sigurðard Fossdal, verkefnastjóri hjá Heilsuvernd

Fréttir

Gott fólk - nýtt hlaðvarp

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á nýju hlaðvarpi "Gott fólk með Guðrúnu Högna".  Hér er vefsíða þátttanna https://franklincovey.is/gott-folk-hladvarpid/  Þeir eru líka aðgengilegir á Spotify ofl miðlum.  Þetta er stutt spjall við reynda stjórnendur sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, hagnýtar lexíur, og bara lífsins speki valdra viðmælenda.  Þættirnir koma hálfsmánaðarlega og er hver þáttur 30-40 mínútur.   gfélög

 

MasterClass in Presence.

 

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er á ensku frá Dr. Tünde inn á viðburðinum hér.

Athugið að námskeiðið sjálft verður einnig á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Linkedin síðan hennar hér.

Facebook viðburður hér.

Gleðilega hátíð!

Áhugavert námskeið: Settu stefnuna - stýrðu framtíð þinni

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli Stjórnvísifélaga á þessu áhugaverða námskeiði sem haldið verður í janúar.
Grunnurinn að því að ná árangri fyrir fyrirtæki er að hafa rétta fólkið í réttu verkefnunum til að skipulagsheildin sé sem skilvirkust.

Á þessu námskeiði eru þátttakendur undirbúnir fyrir að vera rétta manneskjan á réttum stað til að geta gripið framtíðar tækifæri þegar þau bjóðast.

Sérstaklega er þátttakendum kennt að greina stöðu sína á vinnumarkaði dagsins í dag og byggja sig upp til framtíðar, út frá mismunandi sviðsmyndum. Á námskeiðinu eflir fólk færni sína til að nýta betur styrkleika sína, þekkingu og reynslu til að ná enn betri árangri í lífi og starfi. 
Þátttakendur eiga í lok námskeiðsins að hafa yfirgripsmikla þekkingu á hvernig á að byggja áfram upp atvinnuhæfni sína.

Lögð verður áhersla á að kynna mikilvægi þess að kunna að lesa í framtíðartrend. Til að geta lesið í framtíðina og undirbúið sig undir hana er mikilvægt að átta sig á helstu breytum sem hafa áhrif á og móta samfélagið og vinnumarkaðinn hverju sinni. 

Námskeiðið er hagnýtt, bæði til að setja sér markmið fyrir árið 2023, en ekki síður til að opna augu fyrir þeim tækifærum sem eru að opnast á vinnumarkaði. Nemendur fá eftirfylgni og stuðning, sjá meira um það hér neðar.

Útkoma námskeiðsins er að allir hafi sett stefnuna og ákveðið hvaða skref á að taka, til að efla atvinnuhæfni sína bæði til skamms tíma og langs tíma, út frá persónugerð og æviskeiði.

Námskeiðið er bæði fyrir fólk í atvinnulífinu sem mæta á vegum fyrirtækja
og einstaklinga sem vilja á eigin vegum efla atvinnuhæfni sína.

Ávinningur fyrir fyrirtæki er að stjórnendur og starfsfólk endurnýji þekkingu sína á framtíðarþörfum vinnuafls og hvað þarf fyrir vinnumarkað framtíðarinnar til að ná lengra.
Einnig að stjórnendur og starfsfólks kortleggi sjálft sig og öðlist færni til að kortleggja aðra út frá fyrrgreindum þörfum, sem og að setja fram mismunandi sviðsgreiningar miðað við ólíkar þarfir.

Efni námskeiðsins er m.a unnið úr bókunum Sterkari í seinni hálfleik, Á réttri hillu og Völundarhús tækifæranna en þær byggja á íslenskum rannsóknum á starfsferli fólks, þróun og tækifærum.

Hagnýtar upplýsingar um námskeiðið:

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 14. janúar kl. 9-17, staðsetning kynnt síðar (verður á höfuðborgarsvæðinu).
Verð 78 þús. pr. þátttakanda. Innihaldið í námskeiðsgjaldinu er hádegisverður og síðdegishressing.
- Einnig er innifalið sjálfsmat sem þátttakendur fylla út fyrir námskeiðið (verður sent á þá sem hafa skráð sig nokkrum dögum fyrir námskeiðið) og svo tveir eftirfylgni-fundir á netinu, sá fyrri ca 6 vikum eftir námskeiðið og sá seinni ca. 12 vikum eftir námskeið.

20% afsláttur af námskeiðsgjaldi fyrir starfsfólk vinnustaða sem eru í Stjórnvísi. Námskeiðsgjald þarf að greiðast í síðasta lagi 5. janúar.

Flest stéttarfélög styrkja þátttöku á námskeiðinu.

 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

  • Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, sem kennt hefur á háskólastigi í 25 ár, sinnt rannsóknum samhliða því, gefið út greinar og bækur o.fl. 
  • Herdís Pála Pálsdóttir, en hún hefur sinnt mannauðsmálum í rúm 20 ár, sem og háskólakennslu, fyrirlestrahaldi, markþjálfun o.fl.

 

Smelltu hér til að lesa meira um námskeiðið og skrá þig.

 

Stjórn

Sunna Arnardóttir
Sérfræðingur -  Formaður - Fjarðabyggð
Anna María Jóhannesdóttir
Annað -  Stjórnandi - Nói - Síríus
Ásdís Hannesdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Rúmfatalagerinn ehf.
Harpa Sjöfn Lárusdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Sjóklæðagerðin 66°Norður
Helga Rún Runólfsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Fræðslusetrið Starfsmennt
Hildur Vilhelmsdóttir
Stjórnandi - Háskóli Íslands
Inga Sigrún Þórarinsdóttir
Annað -  Stjórnandi - Advania
Jóhann Pétur Fleckenstein
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf.
Kristín Gunnarsdóttir
Markaðsfulltrúi -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Sigrún Sigurðardóttir Fossdal
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Heilsuvernd ehf
Tinni Kári Jóhannesson
Annað -  Stjórnandi - Háskólinn í Reykjavík
Vaka Óttarsdóttir
Gæðastjóri -  Stjórnandi - Háskólinn á Akureyri
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?