Mannauðsstjórnun

Mannauðsstjórnun

Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Viðfangsefni mannauðsstjórnunar lúta m.a. að mönnun og ráðningum, móttöku nýliða, sí- og endurmenntun, þjálfun og starfþróun, frammistöðumati og frammistöðustjórnun, starfsmannasamtölum, umbun og hvatningu, boðskiptum milli starfsfólks og stjórnenda og loks starfslokum. Þá er faghópnum ætlað að fást við allar nýjar áskoranir sem mæta munu mannauðsstjórum í framtíðinni. Undir þetta fellur t.d. þróun HR mælikvarða og nýting þeirra í rekstri og samtvinnun stefnumótunar fyrirtækja og mannauðsstjórnunar.

Á fundum hópsins skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður ásamt miðlun þekkingar og reynslu á sviði mannauðsstjórnunarmála. Ekki má svo gleyma hinu ómetanlega tengslaneti sem verður til gegnum starfið í hópnum. 

Viðburðir á næstunni

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan?

Click here to join the meeting


Nýlega kom út íslensk þýðing á bókinni The Effective Executive eftir Peter Drucker. Bókin heitir á íslensku Árangursríki stjórnandinn og fjallar um hvernig stjórnendur taka við stjórnvölinn í eigin lífi og ná árangri í starfi. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur reynst stjórnendum um heim allan sem ómetanlegur leiðarvísir í starfi.


Í kynningunni mun Kári Finnsson, þýðandi bókarinnar, fara yfir þau fimm grundvallaratriði sem Drucker dregur fram í bókinni og reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

• Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
• Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
• Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
• Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
• Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.  

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Nánari upplýsingar um Árangursríka stjórnandann og Peter F. Drucker er að finna á arangursrikur.is


Kynning á fyrirlesara:

Kári Finnsson
Þýðandi Árangursríka stjórnandans er Kári Finnsson, hagfræðingur og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Kári hefur margra ára reynslu af skrifum, kennslu og fyrirlestrahaldi.


Fundarstjóri er Harpa Hallsdóttir, faghópur um mannauðsstjórnun.

Vettvangur vaxtar og árangurs með FranklinCovey: Impact Platform

„Í samtölum mínum við áhrifamikla leiðtoga um allan heim heyri ég oft svarið við spurningu minni, hver er tilgangur verka þinna?“ Segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á norðurslóðum. „Svörin eru oft: Hér vil ég að fólk upplifi gleðina, skapi eitthvað stærra en það sjálft, á þessum vinnustað vil ég sjá fólk vaxa, eða svör eins og: ég vil kenna fólki að vinna og sjá dyggðina í verkum sínum“. Á þessu stefnumóti stjórnenda mun Guðrún Högnadóttir leiða samtal við félagsmenn Stjórnvísi um með hvaða hætti þau geta hvatt sitt fólk til góðra verka og vaxtar og kynnt til leiks magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks.

Fjarvinna og Expats

Kynning kemur síðar.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2024

Smelltu hér til að tengjast fundinum.

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok Stjórnvísis árs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf Stjórnvísis árs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

 

Fundarstjóri er Sunna Arnardóttir.

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Fréttir

Kulnun Íslendinga árið 2023

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Prósent og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði. Smelltu hér til að bóka þig á viðburðinn. 

Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 4. október frá 08:30 til 09:15 í HR eða í streymi. 

Fyrirlesari:  Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um rannsóknina

Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.
Rannsóknarmódelið sem notast er við til mælinga er 16 spurninga útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI). MBI er fyrsti vísindalega þróaði mælikvarðinn fyrir kulnun og er mikið notaður víða um heim. Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), tortryggni (e. cynicism) og afköst í starfi (e. professional efficacy).

Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntunarstigi, fjölda barna á heimili og tekjum.

Prósent hefur framkvæmt rannsóknina í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú komin samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021, 2022 og 2023.

Byggir hver rannsókn á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri á öllu landinu sem eru á vinnumarkaðinum.

Niðurstöður síðasta árs

Niðurstöður könnunar 2022, leiddu meðal annars í ljós að 28% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar einu sinni í viku eða oftar. Það verður áhugavert að vita í hvaða átt þessi þróun stefnir.

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun 2023-2024

Aðalfundur fyrir faghóp mannauðsstjórnunar var haldinn í dag, þriðjudaginn 25. apríl 2023.
Starfsárið 2022-2023 var gert upp, fráfarandi stjórnarfólk var hvatt, og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Sunna Arnardóttir, Vinnuhjálp, formaður
Anna María Jóhannesdóttir, Háskóli Íslands
Ásdís Hannesdóttir, Lagerinn
Harpa Hallsdóttir, Akranesbær
Harpa Sjöfn Lárusdóttir, Controlant
Helga Rún Runólfsdóttir, Fræðslusetrið Starfsmennt
Hildur Vilhelmsdóttir, Háskóli Íslands
Kristín Gunnarsdóttir, Reykjavíkurborg
Magnús Ívar Guðfinnsson, ANSA
Sigrún Sigurðardóttir Fossdal, Heilsuvernd

Við þökkum öllum meðlimum faghópsins fyrir starfsárið sem er að ljúka, og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars!

Hittumst hress á komandi Stjórnvísis-starfsári!

Gott fólk - nýtt hlaðvarp

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á nýju hlaðvarpi "Gott fólk með Guðrúnu Högna".  Hér er vefsíða þátttanna https://franklincovey.is/gott-folk-hladvarpid/  Þeir eru líka aðgengilegir á Spotify ofl miðlum.  Þetta er stutt spjall við reynda stjórnendur sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, hagnýtar lexíur, og bara lífsins speki valdra viðmælenda.  Þættirnir koma hálfsmánaðarlega og er hver þáttur 30-40 mínútur.   gfélög

 

Stjórn

Sunna Arnardóttir
Mannauðsstjóri -  Formaður - Vinnuhjálp
Anna María Jóhannesdóttir
Annað -  Stjórnandi - Nói - Síríus
Ásdís Hannesdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - JYSK
Harpa Hallsdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Akraneskaupstaður
Harpa Sjöfn Lárusdóttir
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Sjóklæðagerðin 66°Norður
Helga Rún Runólfsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Fræðslusetrið Starfsmennt
Hildur Vilhelmsdóttir
Stjórnandi - Háskóli Íslands
Kristín Gunnarsdóttir
Markaðsfulltrúi -  Stjórnandi - Reykjavíkurborg
Magnús Ívar Guðfinnsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - ANSA
Sigrún Sigurðardóttir Fossdal
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Heilsuvernd ehf
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?