Mannauðsstjórnun

Mannauðsstjórnun

Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Viðfangsefni mannauðsstjórnunar lúta m.a. að mönnun og ráðningum, móttöku nýliða, sí- og endurmenntun, þjálfun og starfþróun, frammistöðumati og frammistöðustjórnun, starfsmannasamtölum, umbun og hvatningu, boðskiptum milli starfsfólks og stjórnenda og loks starfslokum. Þá er faghópnum ætlað að fást við allar nýjar áskoranir sem mæta munu mannauðsstjórum í framtíðinni. Undir þetta fellur t.d. þróun HR mælikvarða og nýting þeirra í rekstri og samtvinnun stefnumótunar fyrirtækja og mannauðsstjórnunar.

Á fundum hópsins skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður ásamt miðlun þekkingar og reynslu á sviði mannauðsstjórnunarmála. Ekki má svo gleyma hinu ómetanlega tengslaneti sem verður til gegnum starfið í hópnum. 

Viðburðir

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Faghópur Stjórnvísi um mannauðstjórnun bjóða til TEAMS erindis þann 13. nóvember kl. 9:00-10:00.

Join the meeting now

,,Þegar gleðin verður áskorun: EKKO mál og hlutverk stjórnenda"

Árshátíðir, starfsmannaferðir og aðrir viðburðir eru mikilvægir fyrir starfsanda og samheldni – en geta jafnframt skapað aðstæður þar sem mörk verða óljós. Í þessu erindi verður fjallað um EKKO mál (einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi) og hvernig stjórnendur og mannauðsfólk getur dregið úr áhættu óæskilegra samskipta og brugðist rétt við málum sem kunna að koma upp.

Farið verður yfir:

  • Lagalegar skyldur stjórnenda og vinnuveitenda
  • Hvernig búa má starfsfólk undir að virða mörk og stuðla að öryggi
  • Hvað felst í faglegum og ábyrgum viðbrögðum
  • Hvers vegna menning og viðhorf skipta ekki síður máli en reglur og ferlar

Markmiðið er að efla skilning, þekkingu og færni stjórnenda og mannauðsfólks þannig að gleðin geti verið ánægjuleg fyrir öll – án þess að verða að áskorun.

 

Fyrirlesari: Carmen Maja Valencia, sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast

ATH: Fundurinn verður EKKI tekinn upp

 

Kulnun Íslendinga árið 2025 -

Hlekkur á viðburðinn: 

https://shorturl.at/l8DOg

Stjórnvísi, Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi og  Prósent  kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði

Smelltu hér til að skrá þig  Það þarf að skrá sig á fyrirlesturinn fyrir klukkan 20, þriðjudaginn 14. október og þá sendir Prósent fjarfundarboð í gegnum teams. 

Um þriðjungur finnst þau útkeyrð í lok vinnudags nokkrum sinnum í viku eða daglega.

Um þriðjungur finnst þau tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar nokkrum sinnum í viku eða daglega.

Fyrirlesari
Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um Rannsóknina

Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.

Árið 2024 var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif. Hægt verður að skoða þróun á milli tímabila í kynningunni.  

Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.

Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2025 – sex ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.

Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.


Framsýn forysta: Brjótum blað í færni til framtíðar

Join the meeting now

Stjórnvísi og FranklinCovey boða til vinnustofu þar þar sem framtíð vinnustaða og vinnumenningar verður í brennidepli – með áherslu á mannleg gildi á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og umróts á alþjóðasviðinu.

Hvernig geta vinnustaðar brugðist við breyttum kröfum framtíðarinnar og tryggt að starfsfólkið rækti þá færniþætti sem skipta sköpum?

Vinnustofan verður á Teams fimmtudaginn 4. september frá kl.08:30 -10:00.

Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Gott og gilt og stjórnarmaður í faghópi um mannauðsstjórnun.

 

Fréttir

Faghópur Stjórnvísi um Mannauðsstjórnun – Fyrsti viðburður vetrarins er á fimmtudaginn

Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.

Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )

Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.

Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.


 

Fyrsti viðburður vetrarins

Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.

Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?

Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00).  Skráning hér

 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.

 

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Nýkjörin stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Yfir fjörtíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.

Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast fljótlega aftur til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Helgu Rún Jónsdóttur  sem formann og Völu Jónsdóttur sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.   

Stjórn faghópsins skipa:  Dagný Guðsteinsdóttir Efling, Dóra Lind Pálmarsdóttir FSRE, Geir Andersen Fastus ehf, Hanna Lind Garðarsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Helga Rún Jónsdóttir Swappagency, Helgi Guðjónsson Veitur, Hildur Steinþórsdóttir KPMG, Hrefna Sif Jónsdóttir Tixly, Ingólfur Helgi Héðinsson Kilroy, Laufey Inga Guðmundsdóttir Fagkaup, Lilja Hrönn Guðmundsdóttir Strætó, María Baldursdóttir Hafnarfjarðarbær, Ólafur Ólafsson Faxaflóahafnir, Sigurður Ólafsson Gott og gilt og Vala Jónsdóttir Carbfix.

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Stjórn

Helga Rún Jónsdóttir
Formaður - Swapp Agency
Vala Jónsdóttir
Sviðsstjóri -  Varaformaður - Orkuveita Reykjavíkur
Dagný Guðsteinsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Efling stéttarfélag
Dóra Lind Pálmarsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir
Geir Andersen
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Fastus ehf
Hanna Lind Garðarsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Helgi Guðjónsson
Deildarstjóri -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Hildur Steinþórsdóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Hrefna Sif Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Tix/Tixly
Ingólfur Helgi Héðinsson
Rekstrarstjóri -  Stjórnandi - KILROY Iceland
Laufey Inga Guðmundsdóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Fagkaup ehf
Lilja Hrönn Guðmundsdóttir
Mannauðssérfræðingur -  Stjórnandi - Strætó bs
María Baldursdóttir
Stjórnandi - Hafnarfjarðarbær
Ólafur Ólafsson
Mannauðsstjóri -  Stjórnandi - Faxaflóahafnir sf.
Sigurður Ólafsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Gott og gilt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?